Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 99 gefnar eru Norðmönnum með samningi þessum, stafa ekki af hinum ærslafulla og stórorða und- irróðri, sem orðið hefir um málið í Noregi. þær eru gefnar af ráðn- um hug, til þess að reisa vináttu- brú til þess mikla meirihluta norsku þjóðarinnar, sem skilur þýðingu þess, að góð sambúð sé milli Danmerkur og Noregs. — Síð- ari fregnir herma, að fólksþingið danska hefir samþykt samning- inn. Vinstrimenn — bændurnir — og jafnaðarmenn greiddu honum nálega allir atkvæði, en hægrimenn og róttækir vinstrimenn greiddu atkvæði á móti. — Frönsku kosningarnar, um miðjan síðastl. mánuð, fóru á þá ieið, að Poincaré forsætisráðherra beið mikinn ósigur og varð að segja af sér þegar í stað. En and- stæðingar hans létu sér ekki nægja það að hrinda honum úr völdum. þeir neituðu að mynda stjórn ef Millerand yrði áfram forseti, og eftir nokkurt þóf varð hann og að segja af sér. Var haldinn þjóðfund ur í Versölum til þess að kjósa nýj- anforseta og heitir sá Doumerque, ei kosinn var, reyndur stjórnmála- maður úr ílokki gerbótamanna. Er búist við miklum áhrifum af kosn- ingum þessum um utanríkismála- stefnu Frakka. En eins og kunnugt er var Poincaré fulltrúi þeirrar stefnu, er minsta vægð vildi sýna þjóðverjum. — Dönsku og norsku blöðunum verður tíðrætt um fregn sem birt- ist í blaði í Kanada þess efnis, að Danir væru að semja við Englend- inga um að selja þeim Grænland. Hafi Englendingar boðið hátt verð. Tilgangurinn sé að nota hafnirnar á Vestur-Grænlandi til þess að flytja þangað korn frá Hudson- flóa og Norður-Kanada. Dönsku blöðin neita því afdráttarlaust, að um nokkra slíka samninga sé að ræða. — Gott dæmi um framfarir nú- tímans er eftirfarandi: Ensk kona, fræg fyrir hlj óðfæraslátt sinn, tók eftir því, að oft á kvöldin, er hún lék á hljóðfærið, fóru næturgalar að syngja í garðinum við hús hennar. Hún setti sig nú í sam- band við hið mikla Lundúnafélag, sem dreifir fregnum, ræðum og söng um alt England með þráðlaus um senditækjum, víðboði, sem kallað er. Áhöldin voru falin í trjánum. Laust fyrir hálf ellefu að kvöldi hins 20. f. m. hóf hún að leika á hljóðfærið, en miljónir manna um alt England og jafnvel alla leið suður á Frakklandi, hlýddu á með viðtökutækjunum. Rétt á eftir hófu næturgalarnir að syngja. 1 þrjá stundarfjórðunga sungu þeir dátt og miljónir manna um alt England hlýddu á. — Daily Mail, fjöllesnasta ImllutnisDSliiftii. Fjármálaráðherra íslands opinber- ar í norsku blaði nýtísku f jármála- vísindi Ihaldsins. Fullkomlega víst er það, að nokkur meirihluti Alþingis vildi fá framkvæmd ströng innflutnings- höft. Jafnvíst er hitt, að meginþorri þeirra manna, kaupmennirnir, sem lögðu fram peningana í kosninga- baráttu Ihaldsins, vill ekki inn- flutningshöft. Afkoma þeirra er undir því komin, að almenningur kaupi af þeim sem mest og flest, af erlendum varningi, þörfum og óþörfum. Vitanlega hlaut afstaða stjórn- arinnar að mótast af þessum meg- instoðum hennar. Fylgi innflutningshaftanna á Al- þingi var svo sterkt, að ómögulegt var fyrir stjórnina að neita þeim með öllu. Um tvær leiðir var að velja: Að setja með lögum undanþágu- laus innflutningshöft. það var stefna Framsóknarflokksins. heimsblaðið enska, fullyrðir að vígbúnaður þjóðverja sé margfalt meiri en sjáist á yfirborðinu. Séu 600 þús. menn vígbúnir á hvaða augnabliki sem er að hefja nýja styrjöld. Sérstök áhersla sé lögð á að búa til eitraðar gastegundir. Sé ein þeirra t. d. þannig gerð, að hún verður þá fyrst eitruð og drepandi ei' hún hefir smogið í gegn um gas- grímur hermannanna. það komi fyrir ekki þótt ríkinu sé bannað að æfa nema takmarkaða tölu her- manna. Um alt land séu íþróttafé- lögin, söngfélögin, stúdentafélögin o. s. frv. sem nái í alla ungu menn- ina. 90% af félögum þessum hafi þann eina tilgang að æfa félaga sína til hernaðar. — í smábæ í nánd við Sheffield á Englandi var nýlega sýnd upp- götvun sem verður næsta þýðing- armikil um járn- og stálframleiðsl- una. þykir fullsannað að með þeirri aðferð sparist a. m. k. eitt ster- lingpund kostnaðar við framleiðslu einnar smálestar stáls. Auk þess verður stálið miklu endingarbetra en áður. — Hæsta hús heimsins er Wool- worth byggingin í New York. það er 56 hæðir og kostaði upphaflega 131/2 miljón dollara. Húsið var selt alveg nýlega fyrir 11 miljónir doll- ara. Er það heldur að leggjast nið - ur aftur að reisa þessi afarháu hús. þykir ekki svara kostnaði að hafa hæðirnar fleiri en 30. — Verslun Bandaríkjanna við Norðurálfuna hefir vaxið um 75% síðan fyrir stríð og verslun þeirra við heitu löndin vaxið um 130%. Verslunarumsetningin hefir á þessum árum vaxið um 8 mil- jarða dollara og hefir sú verslun flust í hendur Bandaríkjanna úr höndum Norðurálfubúa. Verð út- fluttra bifreiða einna nemur 1 mil- jarð dollara. Er talið að nú séu til í heiminum 18 miljónir bifreiða, eru þar af 15 í Bandaríkjunum. Og þó eru önnur flutningatæki miklu meir notuð í Bandaríkjunum en bifreiðamar, og það eru lyfturnar innanhúss. í New York eru að vísu yfir 500 þús. bifreiðar, en ekki nema 12 þús. lyftur, en samt sem áður flytja þær daglega 9 milj. fleira fólk en allar bifreiðar borg- arinnar, járnbrautir og sporvagn- ar, ofan og neðanjarðar til sam- ans. Áætlað er að síðastliðið ár hafi Bandaríkjamenn notað l1/) miljarð dollara til ferðalaga í Norðurálfu. þar af hafi 1 miljarð- ur farið í ferðir til Parísar. Voru eitt sinn tveir Bandaríkjaklerkar vígðir til kardínálatignar í Róm. þá voru 25 þús. ferðamenn frá Bandaríkjunum staddir þar í borg- inni. — Verslunarráðuneýtið í Was- hington gefur út skýrslu um um- ferðina um Panamaskurðinn, sem Að setja með reglugerð innflutn- ingshöft og heimild til að veita undanþágur. þá leiðina tóku hafta- mennirnir í stjórnarflokknum og fengu meirihlutafylgi með þeirri stefnu, með aðstoð þeiiTa, sem engin innflutningshöft vildu. þeir vildu heldur þessi kák-höft en ströng, undanþágulaus höft. Enn meiri þörf er nú hafta en var í haust sem leið, er þjóðin heimtaði þau svo ákveðið á kosn- ingafundunum. Mestu líkur eru til, að peninga- straumur verði töluverður til landsins. Kaupgeta fólksins vex, kauplöngunin jafnhliða. En landinu er stórkostleg þörf á að grynna á skuldum. Spurningin er því þessi: Verður þeim peningum, sem nú streyma til landsins,vonandi í ríku- legri mæli en áður, aðallega varið til þess að kaupa brýnar nauðsynj- ar og greiða skuldir landsins og landsmanna — eða verður þeim að mjög miklu leyti varið til þess að kaupa erlendan óhófsvarning ? Hefðu verið sett ströng undan- þágulaus lög um innflutningshöft, þá þurfti ekki að spyrja. sýnir að árið 1923 hefir hún ver- ið miklu meiri en nokkru sinni áð- ur. 5037 flutningaskip fóru um skurðinn á árinu og báru samtals 25160000 smálestir. Tala skipa var 68% hæi’ri en næsta ár á undan. Eru nú 10 ár liðin síðan Panama- skurðurinn var opnaður fyrir um- ferð. Fyrsta árið fóru um hann að- eins 350 skip, en talan hefir síðan hækkað jafnt og þétt. Árið 1918 voru þau 2070, 1920 voru þau 2814, og 1922 urðu þau 2997 og báru samtals 13710000 smálestir. Hefir vöxturinn þannig orðið einna allra mestur síðastliðið ár. — Lloyd George ritar grein í heimsblöðin um úrslit frönsku kosninganna. Hann vitnar í frægan franskan rithöfund sem hefir sagt að í Frakklandi búi tvær þjóðir. önnur er þjóð Richelieus, Lúðvíks 14. og Napóleons. Hún lifir á frægð aríjóma og stolti, elskar herfrægð, yfirdrotnun og vill storka öðrum þjóðum. Hinsvegar eru í öllum héröðum Frakklands hin þjóðin franska, alt önnur þjóð, sem elskar friðsamt og rólegt líf, en vinnu- söm og fastbundin við jörðina sína. Poincaré var fulltrúi hinnar fyr- nefndu þjóðar. Hann var verkfæri þeirra manna, sem létu sig dreyma drauma Lúðvíks 14. og Napóleons. Frönsku kosningarnar fluttu þess- ari stefnu fullan ósigur. Frakkar höfðu fundið að hún hafði mist marks. Poincaré hafði gert til- raunina, en hún kostaði 20% hækk Stjórnin varð að láta undan kaupmönnunum um afgreiðslu haftamálsins á þingi. Hvers má þá vænta um framkvæmdina? Er í því efni fróðlegt að lesa auglýsingarnar í dagblöðunum. Daglega má sjá þar auglýst: „Nýkomið frá útlöndum" allskon- ar bráðóþarft dót. Jafntítt er að sjá þar auglýst: „Fáum með næstu skipum“ sams- konar alóþarfa vöru, sem upp er (alin. Verður ekki um vilst af þessu hver framkvæmdin muni vera. Og nú kemur síðast kveðja utan yfir pollinn frá fjármálaráðherr- anum, Jóni þorlákssyni. Fyrir skömmu var hann á ferð í Noregi og átti tal við blaðamann frá Kristjaníublaðinu „Tidens Tegn“. Fer J. þ. þeim orðum um innflutningshöftin, að þau verði framkvæmd „efter som statskass- en trænger indtækter“, þ. e. „eftir því sem ríkissjóður þarfnast tekna“. þvínæst bætir hann við: „som finansminister har jeg selv- fölgelig intet imod, at der blir git rikelig med dispensationer fra ind- förselsforbudet", þ. e. „mér, fjár- Kaupið íslenskar vörur! Hrein®. Bfautsápa Hreina Stangasápa Hreini Handsápur Hreinl Ke rti Hreina Skósverta Hreina Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! un skattanna á frönskum borgur- um. Franski bóndinn er praktisk- asti maður heimsins. Skattheimtan hafði miklu meiri áhrif á hann en mælska forsætisráðherrans. Poin- caré tók Ruhrhéraðið undir Frakka til þess að þröngva þjóð- verjum til að borga meira. Hann ætlaði að kúga þjóðverja til að láta af hendi fólgna fjársjóðu sína, til þess að létta skattabyrðinni af Frökkum. Hann hefir svamlað í kolanámum Ruhrhéraðsins í 15 mánuði. En útkoman er þessi: 20% hækkun skattanna á Frökk- um. —I—o----- Ný met. íþróttamennirnir etja kappi hverir við aðra á íþróttaveb- ■num og setja ný met. „Ritstjór- ar“ Morgunblaðsins setja líka ný met, nálega daglega, í sinni sér- stöku blaðamensku. En merkileg- ust metin setur Páll Stefánsson heildsali, sem ranglega kennir sig við þverá í Laxárdal. Hann setur met í því að hrúga saman í fáum línum ljótustu orðunum sem ís- lensk tunga á til, og birtir vitan- lega í Morgunblaðinu. Er P. St. langsamlega orðljótasti maður sem til er á þessu landi. Hann hóf þessa iðju sína með árás á Templara á 40 ára afmæli þess þjóðnýta félags- skapar. Sendi þá út flugrit gegn þeim, fádæma heimskulegt og stóryrt (sbr. „guðsþjónusta með viðeigandi gauragangi“). Gekk svo málaráðherranum, er það að sjálf- sögðu ekki móti skapi, að ríkulega verði veittar undanþágur fró inn- flutningsbanninu“. Á það við enn, sem áður hefir verið sagt um J. þ., að hann er ekki myrkur í máli. Hann játar það þarna hispurs- laust, að hann vill hafa xíkulegar undanþágur — hann segir ekki að það sé til þess, að kaupmennimir geti grætt á að selja íslenskum al- menningi alóþarfan varning — nei, hann segist gera það vegna ríkissjóðsins. Er það ekki frábær fjármálaráð- herra, sem, vegna ríkissjóðsins, vill láta flytja ríkulega alóþarfan varn ing til landsins. Ætli útlendingunum finnist jafn mikið til um þessa fjármálakenn- ingu, eins og íhaldinu okkar — að henda peningum til útlanda fyrir alóþarfan varning — vegna ríkis- sjóðsins? Bændur Islands taka seint und- ir þann lofsöng, sem kaupmenn- irnir munu syngja Jóni þorlákssyni fyrir þessi ummæli hans — og fyr ir þá umhyggju fyrir ríkissjóði, sem í þeim felst. fram af mönnum, að Tímanum bár- ust, víðsvegar að af landinu, yfir- lýsingar um, að ekki gæti Páll þessi kent sig við þverá í þeirra sveit og voru færri af þessum yfir- lýsingum birtar en um var beðið, af hlífð við Pál. þetta var svo ein- stök meðferð á vesalings mannin- um, að enginn vildi við hann kann- ast. En Páll hélt áfram óstöðvandi stóryrðasmíðinu, með lengra milli- bili að vísu, enda sást að jafnvel Morgunblaðið var farið að blygðast sín fyrir hann, því að það dró að birta glefsur hans dögum saman. þá var það að Tíminn birti, í næst- síðasta blaði, yfirlýsingu frá ein- um merkasta manni á Norður- landi, sem ættaður er úr Laxár- dal, þess. efnis, að Páll hefði engan rétt til að kenna sig við þverá, hann væri þar aðskotadýr, hefði ekki komið þar vel fram, og í honum væri ekki dropi af þing- eysku blóði. Með þessu tar vesa- lings Páll endanlega kveðinn nið- ur. 110 daga bærði hann ekki á sér, sem líklega er þó fremur því að þakka, að Morgunblaðið hefir svo lengi neitað honum um rúm til andsvara. En þá setti hann líka met illyrðanna, og verður frægast- ur Islendinga af endemum á því sviði. þau lárberin getur enginn af honum tekið. Hann er og verður hinn ókrýndi konungur illyrðanna á íslandi. Væri ráð fyrir þorberg að fá hjá honum sitt af hverju í orðasafnið, því að annars fer vissulega mikið af þeim orðum í gröfina með Páli. Merkileg ritgei'ð er í nýútkomnu Tímariti lögfræðinga og hagfræð. inga, eftir ólaf Lárusson prófess- or, og liggur að baki mikil vinna og rannsókn. Ber höf. saman lög- bækur þær tvær er Magnús laga- bætir sendi íslendingum, Járnsíðu og Jónsbók, við Grágás, hina fomu lögbók íslenska lýðveldisins. Hefir því verið haldið fram af merkum vísindamönnum, að með lögbókum þessum, einkum Járnsíðu, hafi komist á réttareining milli Noregs og íslands, þá hafi norskur réttur verið lögtekinn hér á landi. Höf. sannar nú að að vísu sé aðeins lít- ill hluti Járnsíðu tekinn úr Grágás og því megi að vissu leyti til sanns vegar færa að nefna hana norræna lögbók. En sú lögbók gilti ekki lengi og um Jónsbók sé mjög öðru máli að gegna. Höfundar hennar hafi verið gagnkunnugir Grágás og muni jafnan. hafa haft hana við hendina til samanburðar við laga- smíð sína. Sé Grágás svo mikið notuð, að að formi til sé Jónsbók íslensk lögbók. Rétt þann sem bók- in geymir í sér megi með engu móti telja norskan. Um réttarein- ing Islands og Noregs sé alls ekki að ræða. — Jónsbók sé tvímæla- laust best samin af öllum lögbók- um Magnúsar konungs. Höfundar hennar hafi látið sér ant um að semja lögbók sem ætti vel við hér á landi. þeir hafi jafnvel getað komið fram ýmsum ívilnunum og réttarbótum fyrir landa sína, fram ai því sem Norðmenn nutu. Enda hafi Jónsbók brátt orðið vinsæl. Og mál sitt endar höf. með þessum orðum: „Við lestur dóma og úr- skurða frá 15., 16. og 17. öld er sem andi móti mánni virðingu og lotn- ingu dómsmannanna fyrir „vorri landslagabók", er þeir vitna til hennar og dæma eftir henni. Rétt- ur Jónsbókar tók merkilegri fram- þróun hér á landi, í héraðs- og $1- þingissamþyktunum frá 16. og 17. öld og á 17. og framan af 18. öld spruttu upp af Jónsbók allmiklar lögfræðisbókmentir, sem nú eru að mestu leyti gleymdar, en eiga þó skilið að þeim væri athygli gefin. þetta hvarf hvorttveggja á 18. öld- inni, er danskmentaðir lögfræðing- ar tóku að ganga framhjá Jónsbók og dæma í heimildarleysi eftir er- lendum lögum. Var það óheillaspor fyrir réttarlíf þjóðarinnar, enda varð þá einum af bestu mönnum þjóðarinnar, Páli lögmanni Vída- lín, svo um mælt, að hann kveðst Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjörkvartél 0. a. frv. frá stærstu beykissmiðjum i Danmörku. L. Jacobsen, Köbenhavn. Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Símnefni: »Cooperage«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.