Tíminn - 26.07.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1924, Blaðsíða 4
118 T 1 M I N N Ibúðarhús ásamt verslun^rbúð á ágætum stað í Vestmannaeyjum er til sölu nú þegar. Sanngjarnt yerð og góðir borgunarskilmálar. — Allar uánari upplýwingar getur Þórhallur Sæmundsson, cand. jur., Vestmannaeyjum. Höskuldur Baldvinsson, rafmagnsverkfr., Reykjavík, leysir af hendi verkfræðistörf: mælir fyrir og gerir áætlanir um raf- stöðvar á sveitabæjum og í kaupstöðum, sér um byggingu og útvegar Vesturgötu 18. efni og vélar, ef óskað er. Sími 534. P.WJacobsen&Sðn Timburverslun. Símnefni. G-ranfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svídjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni í þilfar til skipa. Þrekraun. hér á landi voru vötn öll full af fiskum, meðan enginn selur var skotinn. Maðuriim veldur mestri truflun í náttúruríkinu,'þegar hami rænir, en ræktar ekki. Höf. minnist á skógana. Jurta- gróður er nú minni en hann var í fornöld, þegar landið var vaxið viði milii fjalls og fjöru, að því er Ari prestur segir þorgilsson Landsmenn hafa látið víða greip- ar sópa um skóglendið. það er ekki fyr en á seinni árum, að mönnum tók að skiljast, að skógurinn ætti rétt á sér. Guðm. Davíðsson brýnir það fyrir mönnum, að hallast á sveif með náttúrunui, og vinna að rækt- un, en hverfa frá rányrkju. Rækt- un leiðir af sér blessun og blómg- un. En ávextir rányrkju eru bölv un og tortíming. þetta kemur til af því, að náttúran er sem sigur verk, þar sem ekki verður tekið eitt hjól, hversu lítið sem það kann að vera, svo að ekki komist rugi- ingur á starfsemi hennar. Raskist starfsemi hennar, er og hag manns ins hætta búin. Höf. hyggur, að hér mætti rækta miklu fleiri teg- undir dýra, enda er það líklegt. Veiðiskapur allur hefir verið rányrkja. Sá er munur á sjávar- útveg og landbúnaði, að þeir er stunda landbúnað, eru að miklu ieyti í samvinnu við lífið, — nátt- úruna, en hinir, er stunda sjávar- útveg, hafa í raun og veru lagst í víking og herja á ríki náttúrunn- ar. þeir drepa, er gera lítið eða ekkert til þess að greiða fyrir líf- mu. Eiskimiðin hafa verið nægta- brunnur, en margur kvíðir því, að hann verði upp ausinn, þar sem bæði innlend og erlend skip sækja miðin. Og nú er ungviðið drepið með botnvörpunum, svo að ekki verður tölu á komið. „Eina ráðið“, segir höf., „til að bjarga fiskimið- unum, er ekki það, að verja þau með púðri og blýi, eða bægja möim- um með sektum frá ólöglegri veiði, heldur hitt, að rækta fiskinn, — klekja honum út í þar til gerðum klaktækjum". Hann segir svo á öðrum stað: „Eins og jarðyrkju- maðurinn sáir fræinu í jarðveginn og uppsker jarðarávöxt, sáir fisk- ræktarmaðurinn hrognunum í haf- ið og uppsker fiska“.......„Oft hefir því verið haldið fram, að jafn réttlátt væri að styrkja sjávarút- veginn af opinberu fé eins og land- búnaðinn. Hér er þó ólíku samaa að jafna. Landbúnaðurinn byggist á ræktun landsins, — eða á að minsta kosti að byggjast á henni. — en sjávarútvegurinn hefir bygst á því, að ræna íiskinum úr hafinu. Ekkert vafamál er, að sjávarútveg- urinn á rétt til fjárframlaga úr ríkissjóði, þegar hann fer að rækta hafið, — starfa að fiskræktinni, — en ekki á meðan hann rænir það“. Margt er ekki aðeins vel sagt í riti þessu, heldur jafnframt vitur- lega og verður vonandi til þess að að vekja marga, til þess að hugss um ræktun til lands og sjávar og hyggja af rányrkju. En fram- kvæmdir gerast ekki ört og búast má við því, að ekki verði farið að starfa að fiskirækt á næstu árum. En fyrst er að hugsa um hlutina Ritgerð þessi er einstök í sinni röð og ætti hver maður að lesa hana. Merkur maður vestanhafs sagði í bréfi, að hún væri einhver hin be§ta og þarfasta hugvekja, et hann hefði lesið á íslensku. Segir hann, að ef hann hefði átt að ráða yfir verðlaunasjóði, myndi hann hafa lagt það til, að verðlauna þessa ritgerð, enda mun margt verðlaunað nú á dögum, er síður skyldi. Sig. Kristófer Pétursson. --------o---- í grasgarði Valtýs. ----- Frh. Eitt af því, sem mikið ber á í þessum skrifum Valtýs (Pólitísk verslun) og víðar í ritstjórnargrein um Mogga, er fálmið í Jónas Jóns- son frá Hriflu og þá menn, sem Valtýr kallar Tímaklíku. Vegna síns fyrra kunnugleika í þessum herbúðum væri æskilegt að Valtýr vildi, almenningi til fróðleiks, tala ofurlítið ljósar um Tímaklíkuna, t. d. nefna helstu menn, sem í henni eru og hafa verið og sem eru án efa að hans dómi og húsbænda hans, þjóðinni hættulegir. Gæti hana þar ef til vill fengið blómsveig að verðlaunum, sem ekki væri úr „fjólum“ einum. Myndi ekki minni greiði goldinn fyrir það afreksver.í hans, að draga þessa menn fram í dagsbirtuna og opinbera alt þeirra athæfi. Bæði í áðurnefndu skrifi Valtýs og í þvínær hverju einasta tölublaði af málgögnum kaupmanna, hefii. J. J. stöðugt verið svívirtur und- anfarin ár. Er vafasamt að nokkur maður hérlendur, þó náð hafi sjö- tugsaldri, hafi verið skammaður meira af andstæðingum sínum alla æfina, en búið er að skamma J. J. nú, þegar hann er rúmlega hálf- fertugur. Má máske undan skilja Björn heitinn dónsson og Hannes Hafstein ráðherra. í þessu er fólg- in mikii viðurkenning á hæfileik- um J. J. og nytsemi starfa hans fyrir alinenning. það er kunnugt að íhaldsliðið hérna í Reykjavík og í öðrum sjó- þorpum landsins er ekki mjög út- ausandi á eigið fé. í því liði eru líka aðallega kaupmenn útlendir og inn- lendir og nokkrir steingerðir Reykjavíkurembættismenn. pó hei ir óttinn við Jónas orðið ágimd- inni yfirsterkari í sálum þessara manna. Og af því þeir hafa þó haft vit á því, að það eru blöðin, sem mest áhrif hafa í öllum opinberum málum, hafa þeir óspart ausið fé í blaðafyrirtæki sín og látið labba- kúta sína fylla dálkana með níði um Jónas, flokksbræður hans, og þá sérstaklega kaupfélögin og Sambandið. Nafn Jónasar er í blöðum kaup- manna ófrávíkjanlega tengt við kaupfélögin og Sambandið, og það með réttu. Hann átti mikinn þátt í stofnun Sambandsins í þess núver- andi mynd, með Hallgrími Krist - inssyni og Pétri Jónssyni. Enn- fremur vann hann að stofnun Sam- vinnuskólans, og hin núgildandi samvinnulög eru að mestu verk J. J. og Ólafs Briem frá Álfgeirs- völlum. Hann hefir og gert meira að því, að útbreiða þekkingu á samvinnumálum meðal almennings í ræðu og riti, en nokkur samtíðar- manna hans. Hér er aðeins lauslega drepið á störf J. J. fyrir samvinnu- málin, en þó væntanlega nægilega ljóst til þess að almenningur geti skilið, af hvaða toga stórkaup ■ mannahatrið á Jónasi er spunnið þeir óttuðust ekki kaupfélögin svo mjög á meðan þau voru sundruð, því þau voru yfirleitt góðir við- skiftamenn. En þegar þau stofn- uðu sína eigin heildsölu, Samband- ið, þá sáu stórkaupmennirnir hér í Reykjavík, útlendir og innlendir, að lækka myndi í aski sínum, og fyrir það varð að refsa samvinnu- mönnum, og þá fyrst og fremst þeim, sem mest höfðu beitt sér fyr- ir stofnun Sambandsins. En stórkaupmannaliðið hefir i blöðum sínum gengið lengra í skrifum sínum um Jónas en ætla mætti, og reyndar með því borið á hann lof gegn vilja sínum. þeir hafa líka eignað J. J. allar verslur. arframkvæmdir Sambandsins, og hefir hann þó vitanlega aldrei haft nein afskifti af þeim störfum. Vit- anlega kenna stórkaupmannablöð ■ in J. J. einkum það af verslunar starfsemi Sambandsins, sem þau kalla „axarsköft“ og öðrum slíkum nöfnum, en það hlýtur þá að leiða af sjálfu sér, að hann verður líka að gera það af þessum störfum sem vel er gert. Að dómi þessara „leigðu penna“ stórkaupmannanna eru störf J. J. fyrir kaupfélögin unnin eingöngu í eiginhagsmunaskyni til þess aö geta fengið atvinnu hjá Samband- inu. þessi skýring er kaupmensku lýðnum og vikapiltum þsirra nær tæk og því eðlhegt, að þeir beiti henni fyrir. En þegar á það er lit- ið, að J. J. ber úr býtum fyrir stör í sín hjá Sambandinu minni laun en margir af þjónum stórkaupmanna hér í Reykjavík fyrir algeng versl ■ unarstörf, þá mun erfitt að telja mönnum trú um það, að J. J. vinni fyrir samvinnufélögin vegna pen- inganna, sem hann ber úr býtum. Væri svo, myndi hann hafa leitað fyrir sér þar sem meiri er févonin, því þó að valið á núverandi rit- stjórum danska Mogga bendi á „að holdið sé í hærra prís“ en mannvii. og hæfileikar hjá íhaldsliðinu hérna í Reykjavík, þá er ekki ólík- lega til getið, að J. J. hefði getað fengið störf sín fult eins vel borg uð og nú, ef hann hefði gert sig falan á sama markaði og Valtýr. Meira. ----o---- Jón Ófeigsson Mentaskólakenn- ari fór utan með Gullfossi síðasc. ætlar að dveljast ytra í vetur tii þess að kynna sér skólamál. Vínverslunin. Landsstjórnin hef ir nú falið Hannesi Thorarensen forstöðu Reykjavíkurútsölu vín- verslunarinnar. Lætur Hannes þá af forstöðu Sláturfélags Suður- lands, sem hann hefir stjórnað frá upphafi, og notið óskoraðs trausts. Mun Tíminn ekki að því finna, og síður en svo, að svo valinkunnur maður fær þetta starf í hendur. — En skipulagið mun vera það, að launin fyrir að reka þessa versluu eru miðuð við hundraðsgjald af umsetningu. Með þeim hætti er beinlínis undir það ýtt að sem mest verði selt af víninu. það er áreið anlega þvert á móti vilja íslensku þjóðarinnar og verður að máli þessu síðar vikið hér í blaðinu. þriðjudaginn 15. þ. m. var Stef- án sonur Ólafs bónda í Kalmans- tungu með öðrum mönnum uppi við Surtshellir, að loka honum, eftir tillögum fornmenjavarðar, svo að ekki væru eyðilögð með öllu þau vegsummerki, sem þar sjást enn eftir Hellismenn. Hafa ýmsir ferða menn farið hörðum höndum um þau og þá ýmsu prýði, sem nátt- úran hefir skreytt hellinn með. — Bar Stefán sementspoka á bakinu fram á eystri barm Drápsgjárinn- ar og ætlaði að láta hann síga þar niður. En er hann kom á brúnina, bilaði hún og féll hann með pok- ann í fanginu niður í gjána, um 4 mannhæðir. Kom hann niður á stórgrýti, en kastaðist fram á hjarnfönn, er þar var. Brotnaði hann ekki, það er séð varð, en reyndist mikið, einkum í baki og á hægri fæti. Var þá um tvent að velja fyrir Stefán, annaðhvort að ganga nokkurn veg eftir hellinum yfir mjög stórgrýtta urð, að hægri uppgöngu, eða klífa bergið aftur, og þann kostinn tók hann. Fylgd- arlaust reið hann heim með litlum hvíldum, og svo bar hann sig vel næsta dag, sem ekkert hefði í skor- ist. — Vonandi nær hann sér eftir þessa raun. Er það mikið gleðiefni, að ís- lenskar sveitir eigi ennþá slík karl- menni í fórum sínum. 20. júlí 1924. Th. A. ----o---- Látinn er á Kjörseyri við Hrúta fjörð fræðimaðurinn Finnur Jóns- son, 82 ára að aldri, valinkunnur sæmdarmaður. Verður hans nánai getið. Nýtrúlofuð eru Sigríður Hall- grímsdóttir Níelssonar frá Gríms- stöðum og Lúðvík Guðmundsson stud. theol. Stúdentasjóð stofnuðu nýju stú- dentarnir í vor. Kom Lúðvík Guð- mundsson, hinn ötuli forstöðumað- ur Stúdentagarðsins, á fund þeirra á þingvöllum og var þar tekin sú ákvörðun að stofna sjóð til styrkt- ar Stúdentagarðinum. Er það aðal- tilgangur sjóðsins. En síðar er hon- um ætlað að styrkja stúdenta til náms og efla samvinnu íslenskra háskólaborgara. Verður það þó vart fyr en Stúdentagarðurinn er upp kominn. Vonast er eftir að all- ir íslenskir stúdentar muni greiða árgjöld til sjóðsins, 5 kr. þeir, sem eru yngri en 10 ára stúdentar, en eldri stúdentar nokkuð hærra til- lag. Verða það töluverðar tekjur fyrir sjóðinn ef þær vonir rætast. Gert er ráð fyrir, að reglugerð fyr- ir sjóðinn verði staðfest í haust og taki hann þá til starfa. Ameríkumennirnir sem eru á leiðinni í bát frá Noregi, um Fær- eyjar, Island og Grænland til Ame- ríku, eru komnir hingað til bæjar- ins. Kennaraembætti við Eiðaskóla, sem losnaði við brottför Benedikts H.f. Jón Sigmundsson & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Sent með póstkröfu útumland,ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Þrjár kensiubakur, Bókafélagið gefur út fyrir haust- ið: Jónas Jónsson: Islandssaga, 3 útgáfa, með myndum af skipum, vopnum, húsum, mönnum og stöð- um, sem viðkemur fornaldarsög- unni. Jónas Jónsson: Dýrafræði 2. heíti. Lýsing af flestum íslenskum fuglum og lifnaðarháttum þeirra, og þeim erlendum fuglum, sem þektir eni til muna í íslenskum bókum. Með mörgum myndum. Nýju skólaljóðin. Úrval af þeim íslenskum ljóðum, frumsömdum og þýddum, sem unglingar hafa ver- ið og eru mest hrifnir af. Með myndum af helstu skáldunum. Tapast hetir hestur, rauður að lit, ljós í tagl og fax. Mark: Blaðstýft fr. hægra og biti aftan. Sýlt vinstra og lögg aftan (ógreinilegt). Sá sem verður hestsins var, ec vinsaml. beðinn að gera einhverj- um okkar aðvart. Bjarni Ásgeirsson, Reykjum Mos- fellssveit. Egill Thorarensen, Sig- túnum. Magnús Kjaran,Reykjavík. ^ H. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholfi 2. útgáfa, aukin. Bóksalar snúi sér til Jóns Sighvats- sonar bóksala í Vestmannaeyjum. Samvinnuskólinn. Kenslugreinar: Islenska, danska, sænska, enska, og fyric þá sem þess óska sérstaklega, byrjunarat- riði þýsku og frönsku. Almennur reikningur, verslunarreikningur, skrift, vélritun, bókfærsla, verslun- arsaga, verslunarréttur, sam- vinnusaga, hagfræði, félagsfræði, og fyrir þá sem þess óska, fyrir- lestrar í bókmentasögu og lista- sögu. Blöndals, er auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur er til ágústloka Flotadeild frá Bandaríkjunum verður á sveimi milli íslands, Skot- lands og Grænlands um það leyti sem flugmennirnir verða á ferð- inni. Sigurður Kristinsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé ■ laga fór utan um miðja síðastliðna viku og dvelst þar um hríð, Skjöldur, Ihaldsmannablaðið í Vestmannaeyjum, er hætt að koma út. — Farið hefir fé betra. Lík Ólafíu Jóhannesdóttur var flutt heim frá Noregi og jarðsett síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Sfldveiðin er byrjuð fyrir norð an og er þegar mikil orðin. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.