Tíminn - 11.10.1924, Page 4

Tíminn - 11.10.1924, Page 4
162 T I M I N N Verðlækkun. ÁÞessum bókum er sðluverð lækkað, sem hér segir: Ben. G-röndal: Dagrún.1,50 Sveinbj. Björnsson: Hillingar (ljóðmæli) . 2,00 Valur: Dagrúnir.......2,00 do. Brot........... Hulda: Syngi syngi svanir mínir . . do. Tvær sögur.......4,00 do. Æskuástir........2,50 Jónas Guðlaugsson: Sólrún og biðlar hennar 6,00 Theódór Friðriksson Útlagar.6,00 Sig. Heiðdal: Hrannaslóð.7,00 Bókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. HAVNEMÖLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. Áður Nú kr. a. kr. a. 1,50 0,75 2,00 1,00 2,00 1,00 2,00 1,00 2,00 1,00 4,00 3,00 2,50 2,00 6,00 4,00 6,00 4,00 7,00 5,00 avj/ Cu^ Biðjið um Capsfan, Navy Cuf Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, V4 pimd Prjónanámskeið. Eins og undanfarin ár, verður hér í Reykjavík haldið námskeið fyrir þá, er eiga Claes & Plenje prjónavélar, eða hafa í hyggju að eignast þær. Byrjar 1. nóvember. Kenslukona frú Valgerður Gísla- dóttir frá Mosfelli. Hverjum nemanda er ætluð 100 tíma kensla. Leggur hann sér sjálfur til efni, en á það sem hann framleiðir. Kenslugjald kr. 50,00. Allar nánari upplýsingar gefur Il.f. Jón Sigmundsson & Co. <xrœoaazxxp | ® ? 11_ og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Bækur bókafélagsins fást: I Borgarnesi í Kaupfélagi Borg- firðinga og hjá Vigfúsi Guðmunds- syni. Austanfjalls hjá Birni Sigur- björnssyni, gjaldkera á Selfossi og í Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Frímerki, íslensk, notuð, kaupir ætíð Helgi Helgason, Óðinsgötu 2. Reykjavík. S.X.S. slciftir eiixg-öxxg-TJL -við oikzIcxLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. áJ Bækur. Jónas Jónsson: Dýrafræði. Ann- að hefti. 1 fyrra kom út fyrsta heftið af þessari kenslubók um spendýrin. En þetta hefti er um fuglana. Er sagt á hálfri til þremur blaðsíðum hið merkasta um lifnaðarhætti hvers fugls. Frásögnin er hpur og ljós og máhð gott. Fjöldi mynda íylgir og eru myndiinar hinar bestu, sem komið hafa í íslenskri bamakenslubók. það vill brenna við hér á landi, að iha sé vandað th mynda, og er því þakkarvert þegar út af bregður. Hefti þetta um fuglana mun án efa verða sér- lega vinsælt. Náttúrufræðin er th þess fallin að böm hafi gaman af, en því hefir hingað til ekki verið að fagna, að kostur væri á heppi- legri kenslubók. En J.J. hefir með bókum sínum ráðið bót á því og er þess að vænta að allir skólar taki náttúmfræði hans með þökk- um. það má engan skóla henda, að ekki sé notuð besta bókin, sem völ er á, þegar ekki er um að vhlast. Harry Blomberg: Blandt Vulkan- er och varma Kallor. Islandska Strövtág. Sænska skáldið Harry Blomberg var á ferð hér í fyrra og hefir nú gefið út ferðasögu sína. Bókin er um tvö hundmð síður og hefir frá mörgu að segja. Er yfirleitt rétt með farið og engar ýkjur. Er það því þakkarverðara þar sem höfund ur er skáld og hefir ekki komið hingað áður. Einstaka villa hefir þó slæðst inn, svo sem: síra Ein- ar fyrir: síra Eggert. En það er ekki orð á slíku gerandi. Ferðasag- an um Norðurland er yfirleitt betri en Suðurlandus-lýsingin, enda var höfundur lengur á Norð- urlandi og naut þar betri fylgdar. Höf. ber landi og þjóð vel söguna, einkum þó landinu, og lýsir betur íslenskri náttúrufegruð en vér eig- um að venjast í erlendum ferða- bókum. Víða innan um ferðasög- una em kaflar um sögu landsins, skólamál, fjárhag o. fl. Höf. hefir fundið skýrt til kvíðans, sem í fyrra gagntók landsmenn út af fjárhag landsins, en telur það ljós í myrkrunum, að helmingur lands- manna séu samvinnumenn. Mikið finst honum um ljóðást íslend- inga og segir, „að gott sé að vera skáld á íslandi“. Aðfinsiumar eru hinar sömu og vér oft fáum að heyra, að kirkjur séu notaðar sem skemmur eða þurkloft og víðast hvar þraut að ganga öma sinna þó úr nógum stöðum sé að velja. Bók Engströms um Island var að mestu skop og glens og víða vill- andi, en bók þessa Svía er skrifuð í fullri alvöm og víðast af réttum skilningi, en báðum háir það, að þeir eru ekki nógu kunnugir máli landsins og menningu til að skrifa fyrir fslendinga, en þakkarvert það sem Blomberg segir Svíum af góðum hug. Blomberg virðist og þrá að komast aftur til íslands; er það bestur vottur um góðan hug hans. Slíkir gestir em góðir. — Sigurður Sigurðsson: Ljóð. 2. útg. Ljóð Sigurðar frá Amarholti hafa náð mikilli hylli. þau eru þýð og ljóðræn. það era ljóð en ekki kvæði. þau era ekki stórskorin, heldur broshýr og einhver dular- ljómi í augunum. það kannast flestir við bestu kvæðin, svo ekki þarf að minnast þeirra nánar: Lundinn helga, Hjörsey, Lágnætti, Hrefna o. fl. Nokkram kvæðum er bætt við, en þau jafnast ekki á við hin bestu af gömlu kvæðunum. það var þegar í upphafi auðvitað að koma mundi önnur útgáfa af Ijóð- um Sigurðar, og mun engan undra, þó ekki verði langt að bíða hinnar þriðju. Á. ----o---- Síld. „Fagur fiskur í sjó“. Síldin lifir í miljónatali um úthöf- in. Stundum kemur hún í stórum torf- um upp að löndunum. Gráðugar afla- klær ausa henni þá upp úr sjónum og flytja til lands. þar biða hervæddii karlar og konur í vígamóði eins og „hvita hersveitin" og stýfa hausa af bolum. Blóðið streymir og hreistrið glitrar í öllum regnbogans litum. Síldin er smávaxin og lætur lítið yfir sér. En hún er spegilfögur og freist- andi eins og nýslegin spesía. þess vegna fór svona fyrir Garðari. En þó liturinn sé fagur, virðist hann ekki einhlítur til að vekja hinar göfgan kendir í sálum mannanna. Kjarval málar aldrei síld. Og Kvaran yrkir bara um þorsk. Nei, skáldin yrkja um kríur og nashyrninga, náhveli og kyrkislöngur, en aldrei um síld. Bjarni skrifar vísindi um marhnúta og karfa, kola og hákarla, en aldrei um síld. það er eins og listir og vís- indi hafi gert þennan fagra fisk út- lægan um gervöll ríki sín. Jafvel þórð- ur i Svartárkoti skrifar aldrei um sild. En sildin lifir sínu lífi samt. Hún ei sem sé pólitiskari en allir aðrir fisk- ar, ef svo mætti að orði komast. Ein- stakir menn og heilir flokkar manna eiga henni alla sína pólitisku tilveru að þakka. Bændadeild Morgunblaðsins hefði aldrei verið nefnd sem pólitisk ur flokkur, ef þórarinn, Hjörtur, Otte- sen og Guðjón hefðu ekki lent í síld- inni. Og það var síldin, sem bjargaði Magnúsi G. Skúmið í horninu hjá Jóni var að vefa sig utan um pólitiska til- veru Magnúsar og hann var að hverfa í gleymskunnar djúp eins og niður- setukerling norður i Svínadal. En nú er nafn hans á hvers manns vörum og Ijómann af Krossanessíldinni leggur um land alt. Og „Mörður", þessi líf- „vörður" ráðherrans, er orðinn hreistr aður líka. Nú eru það ekki moldugir sveitakarlar í Skagafirði, eða guðs- menn í Borgarfirði, sem blása lifandi anda í nasir lif-„varðarins“, heldur eintómir síldarsérfræðingar. Jón Ól- afsson og Ólafur Thors leggja til pen- ingana og þá „faglegu" síldarþekk- ingu, en Guðjón leggur til gott bænda- „rigti“ og þá pólitisku síldarþekkingu, ef svo mætti að orði komast. Magnús og „minsti" Jón eru matsveinarnir og „kokka“ úr síldinni kosningarétti handa kjósendum sínum í Skagafirði, en Valtýr leggur til blómaskrautið á borðið ókeypis. Hákon. -----0----- Hljómleikar. þriðjudagskvöld síðastliðið héldu þau hljómleik saman í Nýja Bíó, ungfrú Jóhanne Stockmarr og Páll Isólfsson. Mun óhætt að fullyrða að aldrei hefir heyrst fyr á Islandi fullkomnari samleikur á píanó. Ánægjulegt er það fyrir okkur íslendinga að eiga slíkan snilling sem Páll er ís- ólfsson, sem hvenær sem er getur sest á bekk með hinum bestu píanóleikurum annara landa, er þeir koma hingað. — Bændurnir í Húnavatnssýslu buðu Páli ísólfs- syni á fund sinn, til þess að fá að hlýða á list hans, og vafálaust fara ýms önnur héröð að dæmi þeirra. En þegar haldnir eru í Nýja Bíó svo ágætir og fullkomnir hljóm- leikar sem þessir, þá láta höfuð- staðarbúarnir marga stóla standa auða. það er ekki gott til af- spurnar. Páll J. Árdal skáld frá Akureyri dvaldist hér í bænum um hríð und- anfarið. Var að leita sér lækninga við augnveiki og fékk góðan bata. Hann er nú farinn heim aftur. Látin er síðastliðinn mánudag, á heimili sínu á Seyðisfirði, frú Sig- ríður þorsteinsdóttir, ekkja Skafta Jósefssonar ritstjóra. Frú Sigríður var ein hinna þjóðkunnu Háls- systra, dóttir síra þorsteins Páls- sonar á Hálsi í Fnjóskadal og Val- gerðar Jónsdóttur konu hans. Lifði hún lengst systranna. Hall- dóra kona Tryggva Gunnarssonar dó fyrst, Hólmfríður kona síra Arnljóts á Sauðanesi næst, en Val- gerður kona síra Gunnars á Sval- barði lifði þeirra lengst. Er nú síra Jón þorsteinsson á Möðru- vallaklaustri einn á lífi þeirra gáf- uðu systkina. — Frú Sigríður var ágæt kona, er vann traust, virð- ingu og ást allra þeirra er henni kyntust. Af börnum hennar og Skafta er þorsteinn póstmeistari á Seyðisfirði látinn, en á lífi eru Ingibjörg kennari á Seyðisfirði og Halldór símstjóri. Guðmundur Finnbogason pró- fessor hefir verið skipaður lands- bókavörður frá 1. þ. m., en Jón Jacobson fengið lausn frá því em- bætti. Legst þá niður af sjálfu sér prófessorsembættið í hagnýtri sál- arfræði. Talið er víst, að farist hafi mótorkútterinn Rask frá Isafirði. Hefir ekkert til skipsins spurst í hálfan mánuð. Voru á skipinu 15 menn. Skólarair. Aðsókn mun vera í mesta lagi að skólunum í haust. Er háskólinn var settur höfðu 29 nýir stúdentar innritað sig: 9 í guðfræðideild, 10 í læknadeild, 7 í heimspekisdeild og 3 í lagadeild. Ný yfirhjúknuiarkona er komin að Vífilsstaðahælinu, Magðalena Guðjónsdóttir, sem undanfarið hefir veitt forstöðu hjálparstöð Líknar hér í bænum. Er hún fyrsta íslenska yfirhjúkrunarkon- an á Vífilsstöðum. Ungfrú Warncke, sem áður gegndi starf- inu, og um var ritað töluvert á sinni tíð, er horfin heim til Dan- merkur. Hjónaband. Miðvikudag síðast- liðinn voru gefin saman í dóm- kirkjunni Guðmundur Vilhjálms- son framkvæmdastjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga í Eng- landi og Kristín dóttir Thor Jensens útgerðarmanns. Ungu hjónin fóru til Englands með Gullfossi í gærkvöldi. Tíminn ósk- ar þeim gæfu og gengis. Ein merkasta timburverslun Dana, P.W. Jacobsen & Sön, á 100 ára afmæli í dag. Hún hefir haft mikil viðskifti á Islandi, fjöldi bændabýla um alt ísland er reist- ur að nokkru a. m. k. úr timbri frá henni, því að kaupfélögm hafa um Sendiðpantaniryðar á gleraugum og öllum viðgerð- um til F. A. Thiele, Lauga- veg 2, Reykjavík, ef þér viljið vera vissir um nákvæma af- greiðslu. Gleraugna sérverslun er yð- ur trygging fyrir því. Sími 1566. Komandí ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupfélögum og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbændurna. áratugi við hana skift og viðskift- in reynst hin áreiðanlegsutu. Mjög vandað minningarrit hefir verið gefið út þessa tilefnis. Slys. Vélbáturinn Elín úr Hafn- arfirði var á leið suður frá Siglu- firði um síðustu mánaðamót. Hrepti stórviðri við Hom, tók út einn mann, Böðvar Sigurðsson, ókvæntan mann ungan héðan úr bænum. Látinn er í Kaupmannahöfn stúd. polyt. Magnús Kristinsson prófasts Daníelssonar. Hann var 24 ára að aldri, efnismaður mesti. Berklar urðu honum að bana. Slys, Síðastliðinn laugardag hrapði maður í klettum fyrir ofan Seyðisfjörð og beið bana. Hann hét Sigurður Gunnarsson og var frá Dvergasteini. Skopleikur Guðbrands Jónsson- ar, „Tíminn og Eilífðin“ hefir nú verið leikinn nokkurum sinnum. Ýmislegar góðar hugmyndir era í leiknum, en ekki nógu vel notaðar. Leikendur leika margir ágætlega. Sextugsafmæli átti í gær frú Camilla Bjarnarson,dóttir Stefáns sýslumanns Bjarnarsonar. Dvelur hún nú hér í bænum hjá bömum sínum. Frú Camilla er fyrsti ís- lenski kvenstúdentinn og hefir mikið starfað fyrir opinber mál, einkum árin sem hún dvaldist á ísafirði. Vetlingatök, alveg sérstaklega klaufaleg, eru á tilraun danska Mogga um að verja landsstjómina í Krossanessmálinu. Verður að því vikið síðar. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsston. Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.