Tíminn - 22.11.1924, Síða 4

Tíminn - 22.11.1924, Síða 4
186 T í M I N N „Vínber á þistlum“. Menn myndu verða hissa, ef vín- ber spryttu á þistlum, ef Mörður Valgarðsson talaði um sáttfýsi og drengskap, ef dauðadrukkiim auðnuleysingi prédikaði bindindi, eða drós með „litum fáða vanga“ syngi lof roða óspiltrar æsku. Jafnmikil firn hafa komið fyrir í fátæklegum heimi íslenskrar blaðamensku. Einn angi Mbl., og það sá, sem nýtur minstrar virð- ingai- eða trausts, er farinn að leyfa sér að tala með fjálgleik um prúðmannlega breytni í blaða- mensku. Nú vita alhr, að blaðsnepill þessi hefir frá upphafi siglt undir fölsku flaggi. Hann hefir viljað láta telja sig málsvara bænda- stéttarinnar, en í raun og veru hefir snepillinn verið kostaður af 1—2 síldveiðamönnum í þeim eina tilgangi að koma illu til leiðar með- al bænda, tvístra þeim, ala á tor- trygni og rógi meðal þeirra, sem þurfa að halda saman. Afleiðingin hefir átt að koma fram í auknum vanmætti bygðanna, tryggja síld- arspekúlöntunum valdið yfir veltu fé landsins, vinnuafli og stjóm. Nú, ári eftir kosningar, kasta þessir meim gærunni. Nú er játað beint og óbeint hverir hafa kostað róginn um samvinnufélögin og um samtök bændanna. Jafnframt ger- ast útgefendur þessa dilks Mbl. svo djarfir að gefa sjálfum sér siðferðisvottorð fyrir heiðarlega blaðamensku, en áfella Tímann íyrir klúra framkomu. 1 fyrsta leik féll þessi spilaborg við það, að ritstjóri Tímans sannaði að þessi dilkur hafði ekki einu sinni verið nefndur í Tímanum. En í pésanum höfðu verið samfeld illindi og ósannindi um Tímamenn. — Næst átti að sanna með samanburði við útlend blöð, að Tíminn væri stór- orður um menn. En af því að lyg- inn maður og þá ekki síður blað á erfitt með að láta ósannindin „stemma“, kom sú mótsögn í ljós hjá síldarmönnum, að þeir játuðu, að fyrirmyndarblöð í fyrirmyndar- landinu Frakklandi voru á góðum vegi með að drepa skáldið Zola, er hann varði saklausan mann móti „Moggadóti“ lands síns. I þriðja leik urðu síldarmenn að hörfa frá og játa, að Tíminn væri ekki stór- orður og illorður. þeir fundu nefni- lega ekki hin dónalegu orð. Enn- fremur var búið að benda þeim svo rækilega á munnsöfnuð kaup- mannablaðanna, að nú játuðu þeir e.ð stóryrði um andstæðinga væru leyfileg og sjálfsögð. þeir fundu, að þeim var nauðsynlegt að geta beitt illyrðum eins og hingað til og vildu finna afsökun fyrir því, enda rigndi nú niður fúkyrðum og dónalegu orðbragði alveg eins og höfundarnir hefðu alið allan aldur sinn undir síldartunnunum. Síðasta þrautavígið var að játa að Tíminn væri ekki stórorður, þó að blöð mættu gjaman vera það í „réttlátri“ reiði (t. d. frönsku glsépamennimir móti Zola eða síldarspekúlantarnir móti íslensk- um bændum!), en hann væri stundum persónulegur. Til sönnun ar getið um þrent: Frásögn um það, þegar B. Kr. flutti sig út í biðstofuna áður en hann gerði sig að öreiga. Frásögn um það, hve mikils Guðm. Friðjónsson virti Steingrím sýslumann, er honum vom gefnir kveðjugripir á Húsa- vík, og ummæli um vanheilsu Steins Emilssonar, er hann gaf út níðritið „Stefnan" fyrir menn í kaupmannastétt landsins. Engum þessara þriggja manna hefir dott- ið í hug að vefengja þessa frá- sögn. Hún var ekkert nema hóg- værlega sagður sannleiki. Svo láta síldarmenn bráðókunnugan, ógagn rýninn mann mótmæla. því ekki þola sannleikann? Og hvað líður svo kurteisi þess síldveiðimanns, sem leggur mest í pésann? Bændur austanfjalls geta borið framkomu hans við þjórsárbrú vorið 1922 saman við framkomu okkar Tr. þ. — Við héldum ítarlegar ræður um lands- mál. Útgefandi Mbl.dilksins hélt þar síðan dónalegar æsingaræður innan um kram af hálffullum skríl sem tilheyrði flokki hans. 1 öðru sinni var hann að halda æsinga- ræðu é pólitiskum fundi í Rvík, og benti þá ofan úr ræðustólnum á einn gamlan bekkj arbróður sinn, og eyddi töluverðum tíma í að lýsa bonum persónulega, með stóryrð- um (í nafni réttlátrar reiði). Svona hefir þá endað ádeiluher- ferð síldarmanna, þeirra, sem miss irum saman hafa undir fölsku flaggi kjassað bændur, þótt til- gangurinn hafi verið að sundra þeim og veikja stéttina. Á hverj- um einstökum lið hafa síldarmenn nú orðið sér til minkunar, lent í mótsögnum, étið ofan í sig, orðið berir að ósannindum um aðalmál- ið. þeim hefir farnast eins og blindfullum dóna, sem sakar reglumann um drykkjuskap. J. J. ----o----- Lögreglan. Undanfarið hefir lögreglan, svo sem alkunnugt er orðið, sýnt sér- stakan dugnað í því að grafa fyrir rætur smyglunar og vínbruggs hér í bænum. Langflestir þeirra manna, sem hafa haft orð á sér fyrir að stunda þessa iðju, hafa lent í klóm lögreglunnar, hafa orð- ið að játa sekt sína, því að lögregl- an hefir getað lagt fram óyggjandi sönnunargögn, og hafa þeir því fengið þunga dóma, fangelsisvist og stórsektir. Skyldu menn því ætla, að almenn ánægja væri hjá almenningi yfir þessum röskleika lögreglunnar, því að öllum góðum borgurum kemur saman um, að smyglunin og vínbruggið sé eitt argasta hneiksli, eins og rekið hefir verið, enda allskonar óþrifn- aður annar þróast í því skjólinu. — En það skortir á að einróma séu ummæli manna á þessa leið. „Stormur“ kemur enn út og rit- stjórinn er Magnús Magnússon „fyrirmyndarritstjóri“ Ihaldsins. Einmitt nú, þegar lögreglan vinn- ur verk sitt ágætlega, og gengur milli bols og höfuðs á smyglurun- um, birtir „Stormur“ ádeilugrein á lögregluna. þegar lögreglan hef- ir meir að gera en nokkru sinni fyr, heimtar „Stormur" fækkun lögregluþj ónanna. Einkum veitist „Stormur“ að yfirlögregluþjónin- um, talar um ósamkomulag innan lögreglunnar í sambandi við hann o. s. frv. En sannleikurinn mun vera sá, að með engri eða aðeins einni undantekningu, mun sam- búðin innan lögreglunnar ágæt, allra aðila í milli: lögreglustjóra, yfirlögregluþjóns og lögreglu- þjóna. Og það er á allra vitorði um yfirlögregluþjóninn og alla eða sem alla lögregluþjónana, að þeir hafa hinn mesta áiiuga á að rækja starf sitt með alúð og kostgæfni. — „Stormur" heimtar fækkun lögregluþjónanna, en um leið kvartar hann undan því, að þeir séu ekki altaf á vakki um götur bæjarins til eftirlits. það er sam- ræmi annað eins og þetta! En heilskygnum mönnum ætti að vera auðsáð, að því meir sem lögreglan tefst við rannsókn skipa og við að Koma upp vínbrotsmálum, því minni tíma hefir hún til götueftir- litsins. — Hver er yfirleitt mein- ingin með þessari framkomu „Storms“? Færri lögregluþjóna, meira götueftirlit, segir blaðið. Útkoman yrði vitanlega: Enginn timi til að sinna vínsmyglurum og bruggurum. — Sagði það greindur maður við ritstjóra Tímans í gær, að eins og alt væri í pottinn búið, væri þessi árás „Storms“, opinbera andbanningablaðsins, á lögregl- una, einhver mesta traustsyfirlýs- ing sem hún hefði fengið. Búnaðarfélag íslands. Einn liðurinn í starfsemi þessa félags er að gefa út Búnaðarritið. það kemur út árlega, og eru nú alls komnir út 38 árgangar. I rit- þessu eina ínnlenda félagí þegar þér sjóvátryggið. Sími 542. Pósthólí 417 og 574. Símnefni: Insurance. Islenskur iðuaður. Styðjið ísl. iðnað. Kaupmenn og Kaupfjelög! Haflð þið reynt liart brauð ou1 kökur frá mjer? Hefi fyrirliggjandi: Blandaðar kökur (Biskuit’s) og Cremkökur Skourok — Kringlur — Tvíbökur j Sýnishorn send ef óskað er. — Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. Virðingai’fyllst Huðm. K. Magnússon, Bergstaðastræti 14. Talsími 67. — Reykjavík. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíliisgerðin í ReylijavOt er stofnuð í )iöim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega afnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. öiðjið um, Smár a‘- smj örlíkið. inu er fjöldi af fróðlegum ritgerð- urn um búnaðarmál vor. Allir, sem eitthvað hugsa eða starfa að bún- aðarmálum, ættu að eiga og lesa Búnaðarritið, það er ódýrasta bók- m, sem út er gefin á íslenska tungu. Félagar Búnaðarfélags Islands greiða 10 kr. í eitt skifti fyrir öll, og fá síðan Búnaðarritið til æfi- loka. Ungur maður um tvítugt, sem gerist félagi Búnaðarfélags- ins, eignast fyrir þessar 10 kr. eins marga árganga af Búnaðarritinu og hann á mörg ár ólifað. Segjum að hann verði 60 ára, þá hefir hann fengið 40 árg. af Búnaðarrit- inu, fyrir aðeins 10 kr., auk þess, að sá fróðleikur, sem þar er saman kominn, ætti að verða honum bæði til skemtunar og leiðbeiningar við búnaðarstörfin. Hver einasti bóndi ætti að vera félagi Búnaðarfélagsins, og heppilegri tækifærisgjafir handa unglingum, en félagaskírteini Bún- aðarfélagsins, er naumast hægt að fá, því Búnaðarritið minnir þá á þetta sérstaka tækifæri, meðan þeir lifa. I síðasta árg. voru t. d. þessar ritgerðir: Jón Jacobson: Hermann Jónas- son (með mynd). Árni G. Ey- lands: Verkfæraval. Pálmi Ein- arsson: Ræktun garðávaxta. þor- gils Guðmundsson: Líkamsmenn- ing. Gunnlaugur Kristmundsson: Ferð um Jótland 1923. Jón Jacob- son: Um líf- og helstrauma Is- lands. Theódór Arnbj arnarson: Tillögur um hrossarækt. Endur- minningar frá hrossasýningum 1923 og hrútasýningar á Vestur- landi 1923. Jón H. þorbergsson: Sauðfjárrækt. þorkell þorkelsson: Um úrkomu á Islandi. Klemenz Kr. Kristjánsson: Gróðurathuganir á túnum 1923. Kofoed Hansen: Sandgræðslan. Gunnlaugur Krist- mundsson: Svar til skógræktar- í stjórans. Sig. Sigurðsson búnaðar- málastjóri: Búnaðarhagir Islend- inga. Landnám. Ól. Ólafsson: Jón Guðmundsson Ljárskógum. Hall- dór Helgason: Frænkurnar (kvæði). Smyglun. „ísland“ kom frá út- löndum um síðustu helgi. Ilafði lögreglan fengið grun um að áfengi væri í skipinu. Voru þeir menn yfirheyrðir sem grunaðir voru, en þeir neituðu öllu. Var þá allur farmur skipsins rannsakað- ur. Fundust á fimta hundrað lí:r ar af spíritus og urðu nú söku- dólgarnir að játa á sig sektina. Hafa þeir fengið dóm sinn og eru úr sögunni. — En sagan er sögð lengri. það var einu sinni að Reykjavíkurbær fór að leita að vatni og þá fanst gull. það er ai- talað um bæinn að ýmislegt merki- legt hafi fundist við þessa rann- sókn á farmi „íslands“. Ósköpin öll 'hafi fundist af „bannvörum“, þ. e. vörum, sem íhaldsstjómin þykist hafa bannað með þeirri yfirdrepsskaparframkvæmd sem hún hefir á innflutningshöftunum. það er fullyrt, að ekki standi á hlutaðeigendum, sem þessar vörur eiga að fá, að gera grein fyrir öllu. Eitt af öðru draga þeir upp úr vasanum leyfið frá landsstjórn- inni, undanþágur, undanþágur, undanþágur. Til hvers skyldu þeir líka hafa sína stjóm, kaupmenn- irnir, gætu þeir ekki notað hana til þess að skrifa undanþágur, þegar mikið liggur við. Látinn er 7. þ. m. Sigurður hreppstjóri í Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi, merkur dugnað- armaður. Eitt hneikslismálið, sem lögregl- an nú hefir til rannsóknar, er þannig vaxið, að mikið og sérstak- lega mikið ríður á að það sé rann- sakað til hlýtar. það er sannað að einn af starfsmönnum áfengis- verslunar ríkisins hefir náð áfengi úr vínversluninni út á falsaðan lyfseðil og átti áfengi þetta því- H.f. Jón Sigmundsson & Co. tssœœœaxp og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. STOCKHOLM. toorgar hærri toonus en nokk- urt annað hér starfandi lífsábyrg ð arfélag. Bonus-listar með tilgreindum skírteinanúmerum eru til sýnis á skrifstofu minni, Eimskipafélagshúsinu nr. 25. A. V. fuluuus. Tapast hefir frá Elliðavatni í sumar rauð hryssa, fjögra vetra gömul. Mark: Sýlt hægra og tvö stig aftan vinstra. — Hver sem kynni að verða var við hryssu þessa, er vinsamlega beðinn að gera aðvart kaupmanni Ólafi Ein- arssyni, Laugaveg 44. næst að seljast x bæimi, vitanlega til di’ykkjar. Hefir lengi legið grunur á því, að á einhvern hátt „læki“ í áfengisversluninni og er þetta a. m. k. annað hneikslismál- ið sem opinbert verður um þá stofnun. þetta verðui’ að rannsak- ast til þrautar. Er þetta í eina skiftið sem áfengi hefir farið með þessum hætti úr áfengisverslun- inni? Hvernig er eftirliti yfirleitt háttað í þeirri stofnun? 1 fyrra vantaði alt í einu 28 þús. kr. í vör- um eða peningum. Sannarlega er það þess vert, að a. m. k. á Al- þingi verði gengið hart að íhalds- stjórninni að rétt eftirlit sé haft þarna. Manntjón varð á þórshöfn um miðja vikuna. Druknuðu 3 menn rétt við land: Sigurður Jónsson, Jón Friðriksson formaður og Jósep Jónsson frá Vopnafirði. Dómur hefii’ verið kveðinn upp yfir þeim tveim mönnum, sem ákærðir voru um vöru- og sjóð- þurðina í áfengisversluninni. Var annar dæmdur í 30 en hinn í 40 daga fangelsi, en hegningin er skilorðsbundin. Enn eiga þeir að greiða 900 kr. í skaðabætur. Eldsvoði. Síðastliðinn sunnudag brann veitingahúsið í Stykkis- hólmi til kaldra kola. Nokkru var bjargað af munum og matmælum. Konulát. Aðfaranótt 8. nóv. andaðist að Kolviðarhóli öldruð merkiskona, Sesselja Stefánsdótt- ir, tæplega áttræð að aldri. Hún hafði verið um tíma hjá sonar- dætrum sínum á Kolviðarhóh, en ætlaði um morguninn 9. nóv. til Reykjavíkur, áleiðis til þeirra sona sinna, Hervalds skólastjóra x Borgarnesi og Ingþórs bónda á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Líkið verður flutt norður með Esju. Til Mogga. Fenger virðist vera orðinn hálfrugl- aður, og ekki vita, að i ættlandi hans, Danmörku, eru mörg hundruð kaupfé- lög með samábyrgð eins og hér á landi. Hann sýnist lika óvitandi um, að ensku kaupfélögin hafa nú um mörg ár gefið út stórt pólitiskt blað, sem berst fyrir að koma kaupfélags- mönnum á þing við hverjar kosning- ar. í þriðja lagi sýnist Fenger ekki vita, að íslenskú kaupfélögin telja sér jafnheimilt að hefa blöð eins og kaup- menn. X. Ritstjóri: Tryggri pórhaJl»poii. PreutaxuQjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.