Tíminn - 21.02.1925, Qupperneq 4
32
T 1 M I N N
megn vanskil hafi verið á blaðasend-
ingum þeim, er sendar hafa verið gegn
um bréfhirðinguna á Kirkjuhœjar-
klaustri á Síðu.
Með liverri póstíei’ð koma blöðin
„ísafold" og „Vörður" endursend, og
það þiátt fyrir að sumir af móttakend-
um hafa beðið um blaðið. Eg tel mikl
er likur íyrir þvi, að blöðin séu end-
ursend frá bréfhirðingunni sjálfri og
tel nauðsynlegt að rannsakað verði
þessar endursendingar og annað, sem
virðist atliugavert við þessa bréfhirð-
ingu. Eg skai geta þess, að eg hefi beð-
ið póstafgreiðlsuna i Vik, að halda eft-
ir þeim blöðum, sem eru endursend að
austan, og mun eg síðar fá nákvœmai'i
skýrslu um þær sendingar, hvort þær
eru endursendar frá móttakanda. Eg
skal þó taka það fram, að Ólafur Hali-
dórsson hefir tjáð mér i síma, að önn-
ur blaðasending sú, með áskrifuðu
klámi og Ijótum orðum, sem kom end-
ursent að austan .með síðasta pósti, og
getið ur em i bréfi Ólafs, hafi ekki ver
ið endursend af móttakandanum, sem
var Vigfús Jónsson bóndi á Geirlandi.
Vottorð írá Stefáni þorlákssyni á
Arnardrangi fylgir hér með.
Virðingarfyllst
Jón Kjartansson.
Til póststjórnarinnar á íslandi.
Eg undirritaður lýsi hér með yi'ir
þvi, að eg hefi ekki endursent blaðið
„ísafold" með þessari póstferð (í júlí)
né gert ráðstöfun til að það yrði end-
ursent, enda hefi eg ætlað mér að
kaupa það; ennfremur vottast að blað
ið „Vörður“ og „ísaf." hafa ekki komið
reglulega til min, og ekki fengið þau
blöð tvær siðustu póstferðir.
p. t. Vík, 8. júlí 1924
Stefán þorláksson.
Vottorð:
Nr. 1.
Að gefnu tilefni lýsum vér undir-
ritaðir þvi hér með yfir, að vér liöfum
aldrei orðið þess varir að nokkur van-
skil hafi átt sér stað, á nokkru því,
sem vér höfum fengið sent með póst-
inum gegn um bréfhirðinguna á
Kirkjubæjarklaustri, þvert á móti höf-
um vér ávalt þreifað á þvi, að þar er
hin besta regla á öllu er að bréfhirð-
ingunni lýtur og póstsendingum það-
an.
í þessu sambandi skal þess getið að
vér liöfum beðið. bréfhirðinguna að
senda ekki heim til vor önnur blöð en
þau er vér höfum gerst kaupendur að
og höfum vér um leið skýrt henni frá
hver þau eru. þau blöð sem endur-
send liafa verið með vorum nöfnum
frá greindri bréfhirðingu, laafa þvi ver
ið endursend eftir beiðni vorri.
Leíðvalia og Iíirkjubæjarhreppum
í nóvember 1924
Páll Sigurðsson þykkvabæ, Páll Guð-
yhrandsson Hæðargerði, Bjarni Run-
ólfsson Hólmi, Runólfur Bjarnason
Hólmi, Einar Bjarnason Hólmi, Helgi
Jónsson Seglbúðum, Hávarður Jóns-
son Króki, Páll Jónsson Steinsmýri,
Bjarnfríður Jóh. Ingimundsson Steins-
mýri, Davið Ólafsson Steinsmýri Ein-
ar þorsteinsson Steinsmýri, Vigfús
Ólafsson Nýjabæ, Jón Jónsson Hunku
bökkum, Sigurður Auðunsson Eystri-
Tungu, Kristmundur Ó. Guðmundsson
Ytri-Tungu, Auðunn Auðunnsson Ás-
garði, Jón Einarsson Kárstöðum, Ei-
ríkur þorgeirsson Efri-Vik, Dagbjartur
Sveinsson Syðri-Vík, þórarinn Auð-
unnsson Fagurhlið, Sigurður Runólfs-
son Hraunkoti, þórarinn Helgason
þyltkvabæ, Friðrik Kristófersson Neðri
Mörk, Einar Jónsson Mörk, Bjarni Ein-
arsson Heiði, Oddur Bjarnason Nýja-
bæ, Jón Jónsson Efri-Mörk, Jóhann
Sigurðsson Kirkjubæj.klaustri, Sveinn
Sveinsson Steinsmýri.
Mér er kunnugt um að faðir minn
h.eitinn Magnús þórarinsson í Hátún-
um bað bréfhirðinguna að endursenda
öll önnur hlöð en þau sem hann hafði
beðið um, Júlíana Magnúsdóttir.
Ath. Við nánari athugun sé eg að
eitthvað lítið vantar mig i blöð þau
sem eg kaupi en af hvaða ástæðum er
mér ókunnugt. Bjami Runólfsson
Hólmi.
Nr. 2.
Yfirlýsing sú, sem eg undirskrifaði
i Vík 8. júli s. 1. var alls ekki látin af
hendi af mér í þeim tilgangi, að hún
yrði notuð sem kæruefni á bréfhirð-
inguna á Kirkjubæjarklaustri, en sem
raun hefir á orðið. Sjálfur hefði eg alt
eins vel getað snúið mér til hennar og
mundi það eins vel hafa dugað til
þess að eg fengi blöðin heim til min,
að svo miklu leyti sem bréfhirðingin
gat við ráðið, enda er langt frá, að eg
hafi meint með yfirlýsingu þessari, að
t)réfiiirðingin iiafi viljandi endursent
]>löð til mín án míns vilja.
þess er getið í umræddri yfirlýsingu
að blöðin „Vörður" og „ísafold" hafi
ekki komið til mín í tveim síðustu
póstferðum, en við þetta er það að at-
huga, að þetta er ekki rétt hvað „ísa-
fold" snertir, því við nánari athugun
hef eg fengið liana með góðum skil-
um, nema í eitt skifti. Ekki ber að
skoða þetta sem ádeiluefni á bréfhirð-
inguna á Kirkjubæjarklaustri, vanskil
in gátu auðveldlega stafað annarstað-
ar frá, t. d. hefi eg sjálfur verið við-
staddur á Kirkjubæjarklaustri þegar
pósturinn hefir komið og var sjónar-
vottur að því að umrædd blöð komu
ekki með póstinum í það skifti.
Eg vil í þessu sambandi, og að gefnu
tilefni, lýsa því hér með yfir, að eg
hefi ekki annað en alt það besta að
segja um þá menn, sem með bréfhirð-
ingun á Kirkjubæjarklaustri og auka-
póstana þaðan fara og vil því ekki
hafa orðið til þess, að drótta að þeim
neinu því, er til óhlutvendni mætti
telja. Lárus og syni hans hefi eg aldrei
reynt að neinu slíku.
Arnardrangi 22. óv. 1924.
Stefán þorláksson.
Nr. 3.
Mér hefir verið skýrt frá þvi af bréf-
hirðingunni á Kirkjubæjarklaustri að
eg sé talinn einn þeirra manna sem
kvartað hafi undan vanskilum á blöð-
unum „Verði" og „ísafold" og eg muni
hafa undirskrifað eittlivað á þá leið,
að blöð þessi hafi verið endursend án
minnar vitundar. það sem eg veit eða
man réttast þessu rnálefni viðkomandl
er þetta: Eg hefi aldrei kvartað undan
þessum umræddu vanskilum frá þess-
ari bréfhirðingu, en í október í haust
var eg á ferð i Vik og var þá beðinn
að koma til viðtals við Gísla sýslu-
mann Sveinsson og var það erindi
hans við mig, eitthvað á þá leið, að
spyrja mig um hvort eg fengi blöðin
,;Vörð“ og „Isafold" og sýna mér jafn-
framt miða með nokkrum nöfnum á
og þar á meðal mínu, er eg veit ekki
hvaðan hefii' verið fengið og mun eg
hafa vottað að eg hafi ekki skrifað á
það blað. þá i svipin mundi eg ekki
eftir, að eg hafði beðið bréflúrðing-
una að endursenda „Vörð" og aftur-
kalla eg því hér með það er í þessu
umrædda Víkurblaði stendur, hvað
„Verði" við kemur. Hvað „ísafold við
kemur, þá liefi eg fengið hana með
sæmilegum skilum og hefi eg aldrei
meina að hún hafi verið endursend af
bréfhirðingunni á Kirkjubæjarklaustri
an mins vilja, að yfirlögðu ráði.
þó eg að lítt athuguðu máli í fljót-
l eitum hafi undirskrifað hjá sýslu-
manni eitthvað sem honum sýndist
vert að nota sem ákæruefni á bréfhirð-
iriguna á Kirkjubæjarklaustri, þá var
það aldrei mín ætlun, enda hefði það
verið órétt og ómaklegt af mér að gera
slíkt.
Ytri-Dalbæ 21. nóvember 1924
Páll Jónsson.
Nr. 4.
Með því að mér er kunnugt að nafn
rnitt hafi verið notað til árásar á bréf-
hirðinguna á Kirkjubæjarklaustri,
þannig að „ísafold" hafi verið endur-
send þaðan frá mér sem viðtakanda,
án minnar vitundar, skal þessa getið:
þegar póstur kom frá Rvík að
Kirkjubæjarklaustri í vor fyrst eftir að
„ísafold" kom út og var send út und-
ir ritstjórn Jóns Kjartanssonar og Val-
týs Stefánssonar var eg þar staddur.
Fæ eg þar meðai annars „ísafold". Eg
segi þá við bréfhirðinguna: Hér fæ eg
senda „isafold". í þetta sinn veiti eg
henni móttöku. Af þessu gat bréfhirð-
ingin ekki annað skilið en sjálfsagt
væri að endursenda blaðið, síðar datt
mér til hugar að kaupa blaðið og lét
verslun Halldórs Jónssonar í Vík vita
um“ það því hún ætlaði að innheimta
andvirði þess. Nú fæ eg ekki blaðið
nokkrar póstferðir, tel víst út af fyr-
refndum ummælum að það sé endur- |j
sent. Hafði eg því hugsað mér að láta j
bréfhirðinguna á Kirkjubæjarklaustri
vita um þetta, en dregist. Fæ þá bréf :
írá Olafi .1. Halldórssyni í Vík þar sem
hann tjáir mér m. fl. að ísafold komi
endursend frá Klaustri og spyr mig
hvort eg ætli ekki að halda áfram að
kaupa hana. Eg svara honum að eg
ætli mér það en bréfhirðingunni á
Kbkl. hafi verið það ókunnugt.
Að þessu athuguðu hefi eg enga
ástæðu til að kvarta undan neinum
vanskilum frá nefndri bréfhirðingu og
að þvi er eg best veit, veit eg ekki til
annars en hún sé áreiðanleg i alla
staði gagnvart hennar skyldum. Finn
eg mig þvi knúðan til að mótmæla að
nafn mitt sé að ástæðulausu notað til
árásar á fyrnefnda bréfhirðingu að
neinu leyti.
Steinsmýri 1. des. 1924.
Bjarni Ásgr. Eyjólfsson.
Nr. 5.
Eg undirritaður Sigfús H. Vigfússon
a Geirlandi lýsi þvi iiér með yfir, að
eg skýrði bréfhirðingunni á Iíirkjubæj
arklaustri frá þvi snemma á siðast-
iiðnu sumri, að blaðið „ísafold" sem
sent var föður mínum ætti ekki að
senda heim til hans, þvi hann hefði
aldrei beðið um blaðið og ætlaði sér
ekki að kaupa það. Blaðið átti því að
endursendast beint frá bréfhirðing-
unni.
Geirlandi 30. nóv. 1924
Sigfús H. Vigíússon.
Eg lýsi þvi hér með yfir að Sigfús
sonur minn hafði fulla heimild til að
gera frumanskráða ráðstöfun, blaðinu
„ísafold" viðkomandi.
Geirlandi 30 nóv. 1924
Vigfús Jónsson.
Nr. 6.
Eg undirrilaður lýsi því hér með
yfir að gefnu tilefni, að eg hefi venju-
lega fengið allar blaðasendingar mín-
ar og annað það eg til veit að mér
heíir verið sent, með góðum skilum
með aukapóstinum frá Kirkjubæjai'-
kiaustri. Aðeins hefir það komið fyrir
að í blöðin liefir vantað, t. d. á næst-
liðnu sumri kom „Vörður" eigi með
einni póstferð (4. blað) og sömuleiðis
eigi öll „ísafold", svo og ekki Timinn
með síðasta pósti. Einnig hefir það
komið fyrir að sendingar til mín hafa
borist til Prestbakka og þaðan með
ferðum til mín.
Holti 23. nóv. 1924
Björn Runólfsson.
Nr. 7.
Að gefnu tilefni lýsi eg undirritaður
því hér með yfir að eg bað bréfhirð-
inguna á Kirkjubæjarklaustri siðast-
liðið vor að endursenda blaðið „ísa-
fold', og einnig skal það tekið hér
fram að eg lét mér alveg standa á
sama livort blaðið „Vörður" kom til
min, hafði aldrei beðið um það, og ætl-
aði ekki að gerast kaupandi þess, en
hvort eg hefi beðið bréfhirðinguna á
Kirkjubæjarklaustri að endursenda
það, eða sent henni orð um það, man
eg ekki með vissu. En það er víst að
eg hefi aldrei kvartað undan vanskil-
um á blaðasendingum eða öðru frá
bréfhirðingunni, og hefi enga ástæðu
til þess.
Eystri-Dalbæ 24. nóv. 1924
Auðunn pórarinsson.
Nr. 8.
Að gefnu tilefni lýsi eg þvi hér með
yfir að eg hefi aldrei orðið var við að
nein vanskil liafi átt sér stað á nokkru
því sem ,eg hefi fengið sent með póst-
inum gegnum bréfhirðinguna á
Kirkjubæjarklaustri. Eg hef þess í stað
séð fram á, að þar er hin besta regla
á öllu, er að bréfhirðingunni lýtur og
póstsendingum þaðan, sem eg hefi
viljað fá til mín heim.
Hrauni 26. nóv. 1924
Bjarni Bjama.(son)
Bréfhirðingm á Kirkjubæjarklaustri.
Kirkjubæjarkl. 2. des. 1924.
Eg hefi meðtekið bréf frá póststjórn-
inni dags. 21. okt, með þremur fylgi-
skjölum og skal hér með leitast við að
svara því og kærum þeim er fylgiskjöl
in hafa inni að halda.
Eins og eg skýrði aðalpóstmeistara
frá siðast er eg var á ferð i Rvik álit
eg að eg hafi ekki getað svarað ákær-
um þessum fyr en nú að eg fekk þær
greinilega i hendur. Símskeytið frá 9.
ágúst er svo ógreinilegt, sem sjá má af
þvi sjálfu, er eg legg hér með— að eg
gat-ekki séð að eg gæti svarað svo, að
að nokkru liði kæmi. Auk þess sem
simskeytið er ógreinilegt er það
stilað á póstafgreiðsluna á Kirkju-
bæjarklaustri. — en ekki bréfhirð-
inguna — svo eg var eins vel á að
átt væri við póstafgreiðsluna á Prest-
bakka og hefði líklega verið réttara að
senda skeytið þangað ti1 umsagnar.
Póstafgreiðslan á Prb. nouir sem sé
stimpla frá Kbkl.
Eg vissi ekki — og veit ekki enn —
að nokkuð er umræddar kærur haía
inni að halda liafi átt sér stað hér á
Kirkjubæjarklaustri.
Nú hefi eg tekið það ráðið sem mér
linst að liljóti að hafa mest að segja
í þessu kærumáli, sem sé það, að láta
sem flesta af mönnum þeim, sem nota j
eiga bréfhirðinguna hér, svara sjálfa,
má best sjá á live miklum rökum kær-
urnar eru, sem póststj. haía borist.
1 umdæmi bréfhirðingarinnar eru
sem næst 40 búendur að liúsmönnum
meðtöldum. Af þessum 40 búendum
hafa 30 vottað á blað er fylgir merkt
nr. 1. Sjö af búendunum hafa skrifað
blöðin 2—8. þar á meðal þeir menn
sem umræddar kœrui' greina frá að
hafi kvartað. Yfirlýsingar þessara
manna bera það með sér að þeir hafa
ekki kvartað undan bréfhirðingunni
hér, heldur hafa Vikurmenn, sýslu-
maður og Ólafur Halldórsson og ef til
vill fleiri, gert sér far um að nota þá
sem ástæðu til að kæra bréfliirðing-
una hér. það -sem þessir Vikurmenn
hafa fengið umrædda menn héðan til
að undirskrifa virðist ekki ætla að
reynast þeim traust undirstaða til
liinnar lúalegu árásar á mig. Til
þriggja búenda hér í hreppnum hefi
eg ekki náð. þykir of mikil fyrirhöfn
að senda til þeirra; enda sést ekki á
kærum þessum að nokkuð sé athuga-
vert við þá; ekki sjáanlegt að þeir
hafi þótt nothæfir til að liafa stuðn-
ing aí til árásanna.
Mér verður nú fyrir að spyrja: Hverj
ir hafa orðið fyrir hinum „megnu van-
skilum" á blaðasendingum sem gegn
um bréfhirðinguna hafa farið? það er’
þegar sannað ineð vottorðum þeirra
manna sjálfra sem nota eiga bréfhirð-
inguna að ekki eru það þeir, sem fyr-
ir þessum megnu vanskilu hafa orðið.
Jeg held, að sé um vanskil á póstsend-
ingmuum að ræða hér nærlendis, eigi
aðrir meiri sök á því en bréfhirðingin
hér. T. d. i síðustu póstferð tók póst-
afgreiðslan á Prestbakka yfir 100
blaðasendingar úr póstinum sem allar
voru komnar of langt. Mikið af þess-
um blöðum átti heima hér i bréfhirð-
ingarumdæminu og nokkuð í Skaftár-
tungu, Meðallandi, Álftaveri og Mýr-
dal. Hvað hefði verið sagt um þetta af
þeim Vikverjum, ef bréfhirðingin hér
hefði sýnt af sér slíka óvandvirkni?
Af þessum ástæðum er það, sem
Björn hreppstjóri í Holti fær stundum
eitthvað af blöðum frá Prestbakka,
samber vottorð hans, er hér fylgir.
Bréfhirðingin hér ræður ekki við
það, þó blöð fari frá einum og öðrum
frarrihjá, í þeim umlrúðum sem hún á
engan aðgang að. það hefir oft komið
fyrir að mín eigin blöð hafa ekki kom
ið hingað. Líkt þessu mun víða eiga
sér stað á landinu að eitthvað af blöð-
um fer annað en vera á, en svo mikið
sem það er hér var greint mun fá-
titt. þetta hefi eg og aðrir ekki viljað
gera að kæruatriði, heldur beiðast
lögunar á þessu við afgreiðsluna
sjálfa í Vík, enda hefir það hjálp-
að stundum. Eigi dettur mér til hug-
ar að fríkenna bréfhirðinguna hér frá
því að hana geti ekki hent það, að
blöð fari annað en þau eiga að fara,
enda mun svo vera að eitthvað hafi
slæðst óviljandi til Víkur á síðastliðnu
sumri með endursendu blöðunum, en
litið mun það vera, þó hátt sé hrópað
með það. Slikt mætti liklega gera flest
um bréfhirðingum og póstafgreiðslum.
Eg sé á kæru Jóns Kjartanssonar, að
liann „telur nauðsynlegt, að rannsak-
aðar verði þessar endursendingar og
annað sem virðist athugavert við
þessa bréfhirðingu."
Ordsending’.
þeir sem hafa fengið áskrifta-
lista að bókinni Mullersæfingar,
eru vinsamlega beðnir að senda
þá útfylta við f^rsta-tækifæri.
Bókin kemur út um miðjan
mars.
Jón þorsteinsson,
Mullerskólinn Reykjavík.
Mér væri þetta síst á mðti skapi;
þvert á móti er full ástæða fyrir mig
að-krefjast þessa, svo framt, að póst-
stjórnin álítur að gögn þau sem eg
legg nú fram til andsvars kærum þess-
um ekki fullnægjandi til þess að sýna
fram á, að eg er haíður hér fyrir
rangri sök.
það má láta þess getið hér, þó það sé
raunar óþarft, að 'eg get ekki skilið
livað annað J. K. virðist atliugavert
við bréíhirðinguna hér en endursend-
ingarnar. Honum átti þó að vera kunn-
ugt um, að aðalpóstmeistari atliugaði
það er honum heíir fundist þörf á hér
á siðastliðnu sumri, og að hann taldi
alt í góðu lagi. þetta athugaverða hlýt
ur þá að liafa gerst síðan i sumar, þvi
ekki má gera ráð fyrir að J.K. telji það
öð engu, sem aðalpóstmeistari gerir í
yfirlitsferðum sinum í þessu efni.
í kæru Ólafs Halldórssonar er með-
al annars kvartað undan „klámi“ og
ljótum orðum utan á blaðaströngum.
Um þetta er bréfhirðingunni ekki
kunnugt; veit ekki hver eða hverjir
eru þess valdandi. Trúað gæti eg þeim
er þessar ofsóknir hefja, að skrifa
slíkt sjálfir, eða fá aðra til þess, og
i.enna svo bréfhirðingunni hér um.
það er eigi meira en annað, sem fram
< r komið frá þessum mönnum á sið-
ustu timuin.
Ólafur telur einnig að ekki geti
gengið lengur að liafa bréfhirðinguna
á Kirkjubæjarklaustri. Áður en hann
gjörði sér svona mikið far um að at-
huga hvernig bréfhirðingin á Kirkju-
bæjarklaustri er starfrækt og taka á
sig það ómak að senda hverja kæruna
af annari (líklega að áeggjan sér verri
inanns þar í Vík — fyrir hönd
manna hér i bréfhirðingarumdæminu,
án beiðni þeirra eða samþykkis, —
hcfði honum verið eins þarft, og eins
heiðarlegt, að líta nær sér; gæta þess,
að ekki vœru eins miklar misfellur á
blaðasendingum frá póstafgreiðslunni
i Vík, eins og bent hefir varið á hér
að framan, að átt liafi sér stað, og það
á sama tíma sem hann er að senda
kærur á bréfh. hér, út af margfalt
minni ástæðum. þeir sem búa í gler-
húsi, ættu að gæta þess, að láta ekki
liafa sig til að kasta grjóti á aðra.
þegar eg var siðast á ferð í Reykja-
vík lét aðalpóstmeistari þess getið við
mig, að hann liafi áætlað að auka-
póstarnir hættu að ganga héðan
vegna kæranna sem fram voru komn-
ar. Um leið lét hann þess einnig get-
ið, að ef eg ósannaði þenna áburð á
bréfhirðinguna, þá mætti breyta áætl-
un þessari. Eg þykist nú hafa fært
sönnur á, að nær alt sem á bréfhirð-
inguna hefir verið borið, eru ósann-
indi; það er því sanngirniskrafa mín,
að engin breyting verði gjörð á auka-
póstunum héðan. Ef ekki er fært að
trúa mér fyrir aukapóstunum, þá er
ólíklegt að fært sé að trúa mér fyrir
bréfhirðingunni heldur.
Verði aukapóstarnir ekki látnir
ganga héðan eftir áramótin, er áreið-
anlegt, að hér í sveit ris megn óá-
nægja yfir breytingunni.
Virðingarfyllst.
Lárus Helgasoú.
Til póststjórnarinnar á Islandi.
-----O----
Aðalsteinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri S. I. S. er nýkominn
heim úr utanför.
Embætti. Héraðslæknisembætt-
ið í Vestmannaeyjum er auglýst
laust til umsóknar. Umsóknar-
frestur er til 1. apríl.
prjú prestaköll eru auglýst laus
til umsóknar; Bergsstaðir, Skútu-
staðir og Hofteigur.
Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.