Tíminn - 07.03.1925, Síða 2
40
T I M I N W
Sm.á'Sdliivei'd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
ZE^ey-IkrtóJosiIs::
Golden Bell frá J. Gruno......................Kr. 18.70 pr. 1 kg.
Feinr. Shag — sama.............................— 16.40 — 1 —
Louisiana frá C. W. Obel........................— 16.70 — 1 —
Moss Rose — sama ..............................— 15.80 — 1 —
Islandsk Flag frá Chr. Augustinus...............— 16.40 — 1 —
Engelsk Flag — sama — 16.70 — 1 —
Dills Best (»/, & Vi) frá United States Co. . . — 13.80 — 1 lbs.
Central Union V2 — sama . . — 10.05 — 1 —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Ziandsverslun Zslands.
Laus sta'da..
Bæjarstjórastaðan á Akureyri er laus frá 1. júlí þessa árs
að telja. Umsóknarfrestur til 1. maí næstkomandi.
Stöðuna veitir bæjarstjórn Akureyrar til þriggja ára í senn.
Frekari upplýsingar gefur undirrituð nefnd úr bæjarstjórninni.
Akureyri, 11. febrúar 1925.
r
Ragnar Olafsson, Ingimar Eydal,
J. Karlsson.
Búnaflurinn 09 mannfæflin
í sveitunuxn.
------ Niðurl.
4. Fjölga kúnum. Með aukinni
ræktun og býlafjölgun verður að
leggja áherslu á nautgriparæktina
og fjölga nautgripunum, en fækka
hrossunum. Meir að segja eiga
bændur í mörgum sveitum þessa
lands að byrja strax á þessu. Til
þess þurfa þeir ekki að taka lán.
Nautgripum getur fjölgað fljót-
lega, ef menn aðeins vilja hefj-
ast þar handa. það mundi einnig
flýta fyrir ræktuninni.
En um leið og kúpeningnum er
fjölgað og yrkingin eykst, verður
óhjákvæmilegt að fækka hrossun-
um. Enda er alment álitið, að það
sje enginn búhnykkur að eiga
fleiri hesta en til heimilisnota,
reiðar og áburðar. Mundi þá og
meðferðin á þeim verða betri.
5. Rafmagnsveitur. Að koma á
fót rafmagnsveitum í sveitum,
til ljósa, suðu og híbýlahitunar,
er eitt af því allra þýðingarmesta
sem gert verður fyrir búnaðinn.
Rafveitumálið er því hvoru-
tveggja, stórmál og nauðsynja-
mál. En hér er ekki tækifæri til
að ræða það mál að þessu sinni.
það eitt má fullyrða, að hitun og
lýsing með rafmagni, mundi blátt
áfram umskapa sveitabúskapinn
og sveitalífið á margan hátt. Með-
al annars mundi slík breyting
gera sveitaheimilin vistlegri og
auka þrifnað og þægindi.
VIII.
Hér hefir nú verið vikið að því
með nokkrum orðum, hvað helst
þurfi að gera til þess að tryggja
það, að unglingarnir, sem nú eru
að alast upp og eru þegar upp-
komnir, ílengist heima í sveitun-
um en flytji ekki í burtu. En það
er fleira er nefna mætti í þessu
sambandi og styðja mundi að
þessu, þar á meðal stofnun skóla
i sveitum, öflugur ungmennafé-
lagsskapur, aukin samvinna og
meiri félagsskapur o. s. frv.
Jónas skólastjóri Jónsson frá
Ilriflu skrifaði hér um árið grein
í „Skinfaxa“ (V. ár., 6. tbl.), þar
sem hann sýnir fram á, að skóla-
hald í sveit kosti minna, einkum
fyrir nemendurna en skólar í kaup
stað. í Skólablaðinu gamla víkur
hann einnig að þessu, í sambandi
við kennaraskólann, og stingur
Erindi lagt fyrir Búnaðarþing frá
Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra
og Sigurði Sigurðssyni búnaðar-
málastjóra.
Eins og kunnugt er skulu búin
við bændaskólana rekin þannig, að
þau geti veitt alt að 10 nemend-
um verklega tilsögn minst 6 vikna
tíma á ári. þetta ákvæði sýnir
að löggjafarvaldið hefir haft opin
augun fyrir nauðsyn verklegs bún
aðarnáms, jafnhliða hinu bóklega
námi. Enda mun eigi um það deilt,
að hin bóklega fræðsla, sem bún-
aðarskólar vorir veita, getur því
aðeins komið að tilætluðum not-
um, að næg verkleg þekking sé
á öllum helstu störfum, er snerta
búnað vorn. Og það er alls ekki
nægilegt að menn kunni þær
vinnuaðferðir, sem nú eru alment
notaðar, heldur verður að kenna
þær aðferðir, sem - reynslan og
vísindin hafa sýnt, að best geti
að gagni komið við þau fram-
leiðsluskilyrði, sem vér störfum
undir.
Fáum þjóðum, sem lifa á land-
búnaði, mun jafn nauðsynlegt og
oss, að fá aukna verklega ment-
un 1 jarðræktar- og öðrum bún-
aðarstörfum. Sem dæmi má nefna
að fæstir af þeim, sem búnaðar-
skólana sækja, kunna að setja
hesta fyrir fjórhjólaðan vagn,
hvað þá að þeir kunni að stýra
upp á því, að hann sé fluttur upp
í sveit.
Hvað sem nú kostnaðarhliðinni
líður — og er hún þó ekkert
óverulegt atriði í þessu máli —
þá er hitt víst, að kaupstaðaskól-
arnir hafa átt sinn þátt í því að
draga fólkið úr sveitunum. Að
þessu leyti hafa hinir mörgu skól-
ar í kaupstöðum verkað í öfuga
átt við það, sem þeim hefði borið
að gera. — Gagnfræðaskólann á
Akureyri hefði aldrei átt að flytja
frá Möðruvöllum, og kennaraskól-
inn átti að vera í sveit.
En nú er of seint að byrgja
brunninn, því barnið er dottið
ofan í. Um flutning á skólum úr
kaupstöðum, mun naumast verða
að ræða að sinni, úr því sem kom-
ið er. En þá er hins að gæta að
bæta þar ekki við fleirum. Al-
þýðuskóla, sem hér eftir kunna
að verða stofnaðir, á að reisa í
sveiturn landsins. Á eg hér eink-
um við unglingaskóla, lýðskóla,
húsmæðraskóla o. s. frv. En það
er áríðandi, að skólarnir séu sett-
ir þar, sem telja má, að þeim sé
vel í sveit komið. þeir ættu
helst að vera nálægt miðbiki hér-
aðsins, sem þeir eru reistir í. þá
verða þeir eða geta orðið eins-
konar miðstöð menningar og
manndóms. Á skólunum má þá
halda stutt námskeið „fyrir fólk-
ið“ um eitt eða annað. þar eiga
menn að geta komið saman til
funda, og rætt sín áhugamál og
skemt sér.
Ungmennafélögin geta og gert
mikið ef þau leggjast á eitt um
það að hafa áhrif á yngri kyn-
slóðina og innræta henni áhuga og
virðingu fyrir allri sveitavinnu og
sveitabúskap.
En nú munu einhverjir segja
sem svo, að þetta sem rætt hefir
verið um hér á undan, að gera
þurfi, verði ekki framkvæmt með
tvær hendur tómar. það er hverju
orði sannara. Hefir og nokkuð
verið vikið að því áður. — En
fyrst er nú að reyna að hafa
áhrif á þjóðina í þessu efni, svo
að henni skiljist, hvað hér er um
sð ræða.
„Grunaða kvæðið er hugsunar-
hátturinn“. þessvegna þarf að
byrja á því að laga hugsunarhátt-
inn og koma bændum og alþjóð í
skilning um það, að með því að
bæta jarðirnar og efla sveitabú-
skapinn, er verið að tryggja til-
venirétt þjóðarinnar í landinu.
honum. Nær því engir kunna að
nota plóg, herfi eða önnur þau
jarðyrkjuverkfæri, sem talið er
sjálfsagt að hver 16 vetra ung-
lingur erlendis geti stjói’nað jafn
auðveldlega og vér orfinu og hríf-
unni. Eða hversu mörg munu þau
býli, hér á landi, sem ekki þekkja
jafn sjálffsögð heyvinnuáhöld og
heyýtan og kvíslin eru. Áhöld sem
sáralítið kosta, en spara tímann
og minka erfiði -að miklum mun.
Sviplík dæmi mætti telja lengi,
en þess gerist ekki þörf, til þess
að sýna hvílíkt feikna haf verk-
legrar vankunnáttu og framtaks-
leysis vér verðum að brúa, ef
nokkur von á að verða til þess að
landbúnaðurinn haldist í hendur
við aðra atvinnuvegi á framsókn-
arbrautinni, en dragist ekki aftur
úr, eins og of oft hefir átt sér
stað.
Ef vér játum, að verkleg van-
þekking sé einhver erfiðasti
„þrándur í Götu“ búnaðarfram-
kvæmdanna hér hjá oss, þá virð-
ist liggja beint við að athuga,
hvort það sem gert hefir verið,
muni verða nóg til að kenna ís-
lenskum bændalýð hinar hag-
kvæmustu vinnuaðferðir, og not-
kun þeirra verkfæra og véla, sem
að gagni geta komið við hin marg
breyttu og vandasömu búnaðar-
störf, sem stöðugt krefjast úr-
lausnar bóndans á öllum tímum
árs.
Eins og áður er getið, er með
núverandi skipulagi búnaðarkensl-
það er þungamiðja þessa máls.
Úm lán til búnaðarins, til jarða-
bóta, húsabóta o. s. frv. hefir mik-
ið verið rætt að undanfömu.
Tíminn hefir hvað eftir annað
fiutt skorinorðar greinar um það
mál. — Gera má nú ráð fyrir, að
á Alþingi í vetur verði sett á fót
lánsstofnun fyrir búnaðinn. En
hann þarf mikils með, ef vel á
að vera, og getur því ekki gert
sig ánægðan með nein „pappírs-
lög“ í þessu efni.
það er nú best að bíða og sjá
hvað þingið gerir í vetur.
En jafnvel þótt stofnað yrði
til búnaðarlána á einn eða annan
hátt, þá er það ekki fullnægjandi.
Jafnframt verður að leyta annara
ráða til að afla búnaðinum fjár
-eða vinnuafls, svo að jarðabótum,
rafmagnsveitum og fleim sem
þarf að gera, miði áfram. Og ráðið
er: pegnskylduvinna.
Ef að þjóðin þekkir sinn vitj-
unartíma og skilur sitt hlutverk,
þá hlýtur hún að fallast á að
þegnskylduvinna vei’ði lögleidd í
einni eða annari mynd. það er
óhjákvæmileg lífsnauðsyn þessari
unnar, gert ráð fyrir að nemend-
ur bændaskólanna eigi kost á 6
vikna vornámsskeiði til verklegs
náms. Vér þorum að fullyrða, að
þessi tími er alt of stuttur til þess
að hægt sé með nokkurri sann-
girni að búast við, að verulegur
árangur sjáist af því námi. Fyrir
það fyrsta er 6 vikur svo stutt-
ur tími, að ómögulegt er að vænta
að nemendurnir fái sæmilega
þekkingu og æfingu á áður lítt
þektum eða óþektum störfum og
vinnuaðferðum. í öðru lagi eru
flestir þeir, sem slík námsskeið
sækja gersamlega ófróðir í grund-
vallaratriðum vinnuaðferðanna;
en það köllum vér í þessu sam-
bandi störf eins og: Að geta lagt
aktýgi á hest, og geta spent
hesta fyrir flest algeng jarðyrkju-
verkfæri, og geta gert greinar-
mun á hinum helstu jarðyrkju-
verkfterum o. m. fl. þessi grund-
vallaratriði, sem reynslan hefir
kent þeim, er við slíka kenslu
hafa fengist, að fæstir kunna, eru
jafn nauðsynleg undirstöðuatriði
undir verklegt nám og að þekkja
gildi talna er undirstaða alls
stærðfræðisnáms. það má því telj-
ast gott, ef hin einföldustu grund-
vallaratriði verklegrar þekkingar
hafa orðið hinum minst undir-
búnu nemendum ljós; þeir, sem
betur voru undirbúnir hafa kom-
ist nokkru lengra, misjafnlega
eftir efnum og ástæðum. En of
fáir hafa náð því takmarki, sem
námið stefnir að og það er: Að
þjóð. Og eg er sannfærður um
það, að þegar fram í sækti, mundi
þetta reynast, undantekningarlít-
ið, bæði réttlátur og léttbær skatt
ur. — En þegnskylduvinnufyrir-
komulagið þarf að sníða við okk-
ar hæfi að öllu leyti.
Á síðasta þingi var flutt tillaga
um að fela stjórninni að skipa
nefnd til að rannsaka þegnskyldu-
vinnumálið og búa það undir
næsta þing. Nefndin átti að
starfa kauplaust. Tillagan var vit-
urleg. Flutningsmenn létu henni
fylgja frumvarp til laga, um
heimild til að taka upp þegn-
skylduvinnu og er margt í frum-
varpinu rétt athugað og fram-
tekið. — En ekki er tími til þess
nú, að fara þar út í einstök atriði.
Efri deild Alþingis vanst ekki
tími til að afgreiða tillöguna, eða
„stakk henni undir stól“. — En
þótt hún næði ekki fram að
ganga í þetta sinni, hlýtur hún að
verða tekin upp aftur á þinginu
í vetur, og á hverju þingi eftir-
leiðis meðan ekki vinst, uns sig-
ur er fenginn.
Með þegnskylduvinnu verður
nemendurnir verði færir um, að
náminu loknu, að verða braut-
ryðjendur verklegra framfara
hver í sínu bygðarlagi.
það er því skoðun vor, að með
núverandi fyrirkomulagi fáum vér
aldrei nógu' marga verkfróða
menn; og það er áreiðanlega
sprottið af skilningsleysi almenn-
ings, á þessu máli, að búast við
mönnum eftir 6 vikna nám, sem
séu færir um að vinna og stjóma
hinum vandamestu jarðyrkjustörf
um. s
Vér getum ekki látið vera að
drepa á það, að oss virðist nú
vera að gerast þeir atburðir í
búnaðarmálum vorum, sem krefj-
ist aukinnar verklegrar sérfræðis-
mentunar. Viljum vér í því sam-
bandi minna á, að á næstu árum
mun ríkissjóður auka fjárfram-
lóg sín til aukinnar ræktunar og
annara búnaðarframfara, að
nokkru leyti með lánum og að
Bokkru leyti með styrkveitingum.
það mun öllum Ijóst hvílík nauð-
syn það er, að þessu fé sé varið
sem heppilegast. Fyrst að það sé
lagt í þau fyrirtæki, sem fyrstan
og mestan arð gefa, og í öðru lagi,
að verkin séu framkvæmd rétti-
lega, unnin með hagsýni og dugn-
aði og sé stjórnað af mönnum,
sem næga sérþekkingu hafa til
brunns að bera á því sviði. En þá
menn eigum vér ekki nógu marga
til nú sem stendur; vér verðum
því að ala þá upp, og vér sjáum
ekki aðra leið heppilegri en auka
fljótast og farsælast að rækta
landið og byggja.
Ritað í ígripum um Mörsugu
1925.
Sigurður Sigurðsson,
ráðunautur.
----o--
Athug’asemd
við „Krossanessmálið enn“.
Herra ritstjóri!
I greininni „Krossanessmálið
enn“ í „Tímanum“, sem út kom
28. febr. svarar hr. Stangeland
spumingu yðar um það, hvort
það hefði verið verksmiðjan, sem
átti frumkvæði að því, að eftir-
litsmaður mælitækjanna kom í
Krossanes, á þessa leið: „það
mun ekki hafa verið. Eg (Stange-
land) mun hafa verið einn hinn
fyrsti, eða fyrstur, sem bað eftir-
litsmanninn að rannsaka mæli-
kerin. Eftirlitsmaðurinn mun hafa
verið þarna á eftirlitsferð“.
Vegna þess að þetta svar verð-
ur varla öðruvísi skilið en að það
sé fyrir beiðni hr. Stangelands
eða annara hlutaðeigenda, að mæli
keröldin í Krossanesi voru athug-
uð af eftirlitsmanni Löggilding-
arstofunnar, vil eg við þetta svar
gera þá athugasemd, að þegar al-
þingi síðastliðinn vetur samþykti
að leggja niður Löggildingarstof-
una, fanst mér rétt að bera það
undir atvinnumálaráðuneytið,
hvort hið almenna eftirlit með
mælitækjum og vogaráhöldum
skyldi verða framkvæmt síðastlið-
ið sumar. Fyrri hluta maímánað-
ar átti eg tal um þetta við at-
vinnumálaráðherrann og eg gat
þess þá, að ein af ástæðunum,
sem gerðu það æskilegt í minum
augum, að eftirlitinu væri haldið
áfram, væri sú, að við fyrsta eft-
irlitið hefðu síldarmálin á Norður-
landi eigi verið athuguð, og eg
vildi, að þau væru rannsökuð, með
an Löggildingarstofan væri við
líði, því að óvíst væri, að nokkurt
verulegt eftirlit yrði haft með
þeim, eftir að Löggildingarstofan
væri undir lok liðin.
það var þá ákveðið, að eftirlit-
ið skyldi halda áfram sumarið
1924, og eg ákvað þá þegar (í
maí), að ferðum eftirlitsmanns
skyldi haga þannig, að hann kæmi
snemma á síldveiðatímanum til
Eyjafjarðar. Eftirlitið með síldar-
verklegu kensluna að miklum mun
frá því sem nú er, að hún verði
gerð svo fullkomin, að þeir sem
hafi notið hennar, samfara hinni
bóklegu kenslu bændaskólanna,
geti orðið verklegir leiðtogar, hver
á sínum stað, bæði hvað verk-
stjórn og undirbúning minni ný-
yrkjufyrirtækja snertir.
Vér efumst ekki um, að ef
þessu verður ekki sint, en alt lát-
ið reka á reiðanum með sama
hætti og að undanfömu, þá muni
það verða til stórtjóns fyrir land-
búnað vom.
Jarðyrkjuverk vor bera svo víða
augljós merki vankunnáttu og
þekkingarleysis á framkvæmd
þeirra starfa sem unnin hafa ver-
ið, að vér megum ekki horfa að-
gerðalausir á það lengur. því
meira fé, sem lagt verður í bún-
aðarframkvæmdir, því fleii’i verða
mistökin, nema byrgt verði fyrir
þann leka með auknu námi. Og
gæti þá svo farið, að vér sæjum
um seinan, að vér, vegna van-
kunnáttu, við aukna rækt og
aðrar búnaðarframfarir, hefðum
kastað krónunni, en sparað eyrir-
inn, er vér ekki vildum verja
nokkram þús. kr. til aukinnar
verklegrar þekkingar.
Samkvæmt framanskráðu leyf-
um vér oss því að koma fram með
eftirfylgjandi tillögur um fyrir-
komulag verklega námsins við
bændaskólana.
Samkvæmt eðli málsins er eðli-
legast að taka það í tveim liðum: