Tíminn - 11.03.1925, Síða 2

Tíminn - 11.03.1925, Síða 2
44 T 1 M I K lf inum öllum íslenskum mönnum betur. Við snerum okkur til hans um að fá upplýsingar um verðlag á kjöti í Eng- landi undanfarin ár, magn innflutnings o. fl. Aflaði hann okkur hinna ítai’legustu skýrslna um þetta. Eru þær skýrslur að vísu að mestu frá einstöku firma, sem mun vera stærsta kjötinnílutningsfirmaið þar, en hafa fengið staðfestingu (Board of Trade), svo að þær verða að teljast fullkomlega áreiðanlegar. Jafnframt beiddumst við skýrslu um það verð, sem íslenskir bændur hafa fengið fyrir kjöt sitt undanfarin ár allmörg, frá stærstu kjötútflytjendunum. þær skýrsl- ur fengum við aðeins frá þrem útflytjendum. Loks höfum við fengið frá Hagstofu Islands yfir- lit yfir hve mikið kjöt hefir flust út samtals á landinu undanfarin ár og verð á því og samhhða um út- flutning á öðrum landbúnaðarvörum, sem til greina gætu komið í þessu sambandi. Á grundvelli þessara skýrsla er samið yfirlit það sem við birtum hjer síðar, og samanburður á verðlagi undanfarin ár á norska markaðinum fyrir íslenskt salt- kjöt og á enska markaðinum fyrir fryst kjöt. Til útreikn- ings á enska verðinu í þeim samanburði, þurfti öll hin síðari árin, að taka sjerstakt tillit til gengisbreytinganna. Rituðum við stjóm Landsbankans og beiddum hana að láta okkur í tje upplýsingar um hvað rjett væri að meta gengi íslenskrar krónu gagnvart sterlingpundi á hverju einstöku ári. Fengum við skýrslu bankastjórnarinnar um það um hæl. Á þeim grundvelli og ensku skýrslunum er það verð reiknað út á hverju ári. III. Ishús, frystivjelar o. fl. Við nánari athugun málsins, vegna upplýsinga þeirra sem við höfðum fengið, varð okkur ljóst, eins og síðar verður að vikið nánar, að útflutningur á kældu, og’aðal- lega frystu kjöti, getur aldrei orðið tryggur, nje fram- kvæmanlegur í stórum stíl og alment, nema því aðeins að jafnframt verði reist íshús, eða frystihús á helstu kjöt- útflutningshöfnunum. Við töldum okkur því skylt að leita sem nánastra upplýsinga um kostnað við að koma upp slíkum húsum, og reka þau og höfum í því skyni dregið að ckkur þær upplýsingar sem hjer segir. Er það alkunnugt að Danir standa mjög framarlega um útbúnað frystihúsa. Snjerum við okkur til fulltrúa Is- lands í Danmörku, herra Jóns Krabbe, og beiddum hann að afla okkur upplýsinga viðvíkjandi frystivjelum og frystihúsum. Aflaði hann okkur glöggrar skýrslu um það frá A/s. Thomas Ths. Sabroe & Co. í Árósum. Herra Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri hefir aflað okkur samskonar upplýsinga um kælivjelar frá Englandi og ennfremur skýrslu um öll kæliskip breska ríkisins. Loks snjerum við okkur til herra húsameistara Jens Eyjólfssonar í Reykjavík, sem reynslu hefir um smíði ís- húsa og beiddum hann um áætlun við kostnað við að reisa slík hús, miðað við misjafnar þarfir. Höfum við fengið glögt svar hans. Ennfremur skýrslu frá Sláturfje- lagi Suðurlands og íshúsfjelaginu Herðubreið um kostnað við rekstur íshúsa. Að þessum skýrslum er nánar vikið hjer síðar og til- lögur okkar á þeim reistar. SkýrsluF. Ef um það skal dæma, hvort hagkvæmt muni að flytja út frosið eða kælt kjöt, verður ekki komist hjá að gera sjer grein fyrir markaði slíkrar vöru erlendis, og kemur þá til greina markaðsverðið, flutningskostnaður og kostnaður við frystingu kjötsins. Til að afla nægilegra og óhrekjanlegra gagna um þetta mál, þarf langan tíma og mikla vinnu. Nefndin var ekki skipuð fyr en 26. júlí s. 1. og skifti hún með sjer verkum 30. s. m. svo við höfum ekki haft nema sex mánuði til að vinna okkar hluta nefndarstarfanna. Við athugun markaðs fyrir frosið sauðakjöt gat verið um tvær leiðir að ræða. Fyrri, og auðveldari leiðin var sú, að afla aðeins skýrsla um innflutning á frosnu og nýju kjöti til Bretlands, og draga af þeim skýrslum ályktanir um, hvort ráðlegt væri fyrir okkur Islendinga að leggja nokkuð í sölumar til að koma okkar kjöti í þessu ástandi á breska markaðinn. Fylgir hjer skýrsla um innflutning á frosnu sauða- kjöti til Bretlands síðan 1880. Er skýrsla þessi tekin úr „Review of the Frozen Meat Trade“ 1923. I. Skýrsla um ínnflutning á frystu sauða- og dilkakjöti til Stóra-Bretlands og Irlands 1880-1923. Tölurnar merkja skrokka. Ár Ástralía Nýja Sjáland Suður- Amerika Önnur lönd Samtals 1880 400 400 1881 17,275 — — — 17,275 1882 57,256 8,839 — — 66,095 1883 63.733 120,893 17,165 — 201,791 1884 111,745 412,349 108,823 — 632,917 1885 95,051 492,269 190,571 — 777,891 1886 66.960 655,888 434,699 30,000 1,187,547 1887 88,811 766,417 641,866 45,552 1,542,646 1888 112,214 939,231 924,003 — 1,975,448 1889 86,547 1,068,286 1,009,936 — 2,164,769 1890 207,984 1,533,393 1,196,531 10,168 2,948,071} 1891 334,684 1,894,105 1,111,137 18,897 , 3,358,823 1892 504,738 1,539,605 1,247,861 17,818 3,310,022 1893 636,917 1,857,598 1,373,723 16,425 3,884,663 ' 1894 939,360 1,958,259 1,414,815 11,675 4,324,109 1895 1,005,503 2,412,331 1,615,795 19,438 5,053,067 1896 1.643,243 2,211,895 1,792,280 — 5,647.418 1897 1,407,417 2,703,845 2,121,471 — 6,232,733 1898 1,248,653 2,784.101 2,397,337 . 6,430,091 1899 1,204,601 3,250,100 2,414,718 — 6,869,419 1900 943,924 3,157,060 2,332,837 — • 6,433,821 1901 1,226,558 3,234,119 2,634,105 — 7,094,782 1902 724,297 3,668,061 2,827,496 49,924* 7,269,778 1903 478,037 4,583,760 3,118,437 53,577* 8,233,811 1904 450,323 3,885,231 2,937,701 — 7,273,255 t905 1,368,438 3,704,566 3,203,210 — 8,276,214 1906 1.732,328 4,148,288 2,919,276 — 8,799,892 1907 2,337,931 4.797,367 3,015,229 — 10,150,527 1908 1,831,246 4,234,158 3,586,014 — 9,651,418 1909 2,678,838 5,035,103 3,353,211 229 11,067,381 1910 4,219,808 5,407,474 3,353,762 — 12,981,044 1911 3,612,279 5,222,495 4,125,609 — 12,960,383 1912 2,883.479 5,495,291 3,630,395 — 12,009,165 1913 4,442,517 5,673,624 2,820,024 — 12,936,165 1914 3,722,830 6,181,184 2,884,825 — 12,788,839 1915 3,582,911 6,494,197 2,111,596 2,657 12,191,361 1916 671,888 5,407,222 2,311,451 82,175 8,472,736 1917 1,196,140 2,873,878 1,748,750 19,227 5,837,995 1918 38,578 2,830,712 1,601,107 459 4,470,856 1919 2,154,813 5,629,425 2,119,455 4,707 9,908,400 1920 4,476,874 5,970,669 2,031,222 8,364 12,487,129 1921 980,318 10,316,245 4,874,262 8,945 16,179,770 1922 2,753,052 7,776,071 4,096,276 — 14,625,399 1923 3,734,879 6,214,747 5,185,459 800 15,135,885 Samt. 62,075,378 148,550,351 92,834,440 401,037 303,861,206 Skýrslan ber það ljóslega með sjer að sala á frosnu sauðakjöti í Bretlandi muni hafa verið hagkvæm fyrir framleiðendur í nýlendum Breta, því kjötinnflutningur þessi hefir aukist ár frá ári síðan fyrsta sendingin var flutt til Bretlands 1880. Af þessari skýrslu einni virðist ekki fjarstætt að draga þá ályktun, að talsvert væri leggjandi í sölurnar fyrir íslenska framleiðendur til að ná fótfestu á breska markaðinum með frosið sauðakjöt, og hefði þá rannsókn okkar verði auðveld og fljótleg, en af því að við töldum nauðsynlegt að vanda sem best til þessarar rannsóknar að kostur var á, rjeðumst við í það að afla líka skýrsla um verðlag á kjöti í Bretlandi og bera það saman við Skýrsla um kjötverð í Ártöl Skoskt kindakjöt N.-Z. dilkakjöt frosið N.-Z. kindakjöt frosið Ástralskt dilkakjöt frosið Ástralskt kindakjöt frosið Argent. dilkakjöt frosið d. ibr: kr. pr. kiló d. k: kr. pr. klló d. pr. lb. kr. pr. kíló d. pr. lb. kr. pr. kiló d. pr. lb. kr. pr. kíló d. pr. lb. kr. pr. kiló 1904 8 1,33 jv.'Jt 5f 0,95 44 0,79 54 0,87 »4 0,62 1905 74 1,24 5f 0,89 44 0,77 5 0,83 34 0,56 1906 74 1,18 54 0,85 4f 0,73 44 0,77 34 0,58 1907 74 1,30 5f 0,93 44 0,75 5 0,83 3f 0,56 1908 7| 1,22 5$ 0,97 4f 0,73 54 0,85 34 0,56 1909 64 1,08 ±4 0,81 3f 0,62 34 0,64 3 0,50 1910 71 1,20 54 0,91 4f 0,73 4f 0,79 3f 0,56 1911 64 1,14 5f 0,89 44 0,71 44 0,75 3f 0,56 1912 74 1,26 6 1,00 44 0,75 54 0,89 34 0,64 1913 74 1,30 64 1,04 5 0,83 54 0,97 4 0,67 1914 84 1,37 64 1,10 54 0,87 64 1,02 4f 0,73 1915 94 1,63 8 1,35 64 1,16 74 1,27 54 0,99 1916 1/4 2,01 94 1,54 84 1,39 94 1,52 74 1,31 10 1,66 1917 I/24 2,12 104 1,50 9 1,31 104 1,48 84 1,30 Hf 1,66 1918 1/14 1,99 1/14 1,97 1/14 1,97 1/4 1,97 1919 1/24 2,50 1/4 2,15 1/4 2,13 1/4 2,15 1/- 2,11 1/4 2,15 1920 1/74 4,10 1/1 2,71 94 2,00 1/4 2,71 94 2,02 1/4 2,71 1921 1/6 3,96 1/4 2,70 8f 1,85 Hf 2,59 7f 1,68 104 2,40 1922 1/44 3,92 114 2,77 8 1,93 10J 2,53 64 1,51 10 2,41 1923 1/3 4,03 1 114 3,!9 9 2,42 '0f 2,75 64 1,75 94 2,65 kjötverð það, sem íslendingar hafa átt kost á, með því að flytja eingöngu út saltkjöt. Eftirfarandi skýrsla sýnir verðlag á innfluttu kjöti í Bretlandi um langt árabil. Er hún gerð eftir skýrslu trá firmanu W. Weddel & Co. Ltd., London, og hefir „Board of Trade“ í London staðfest það að skýrslur þessa firma væm rjettar. (Sjá Skýrslu II.). Samband ísl. samvinnufjel. hefir undanfarin ár gert tilraunir með útflutning á kældu dilkakjöti. Ilefir kjötið líkað ágætlega í Bretlandi og selst fyrir mjög gott verð. Nokkuð af kjötinu hefir verið fryst eftir að það kom til Bretlands og þykir það fyllilega eins gott og dilkakjöt frá Nýja Sjálandi. Við höfum því tekið Nýja Sjálands dilka- kjötið til samanburðar við ísl. dilkakjötið. Verðið á N. Z. kjötinu er markaðsverð í Bretlandi og verður að draga frá því verði sölukostnað og' hæfilegan geymslukostnað, frá því það er flutt inn og þangað til það selst. Á eftirfarandi skýrslu sjest kjötverðið eins og við höfum áætlað það í breskri höfn. III. Skýrsla um verð á frosnu kjöti frii Nýja-Sjálandi að viðbættum sölukostnaði og tveggja mánaða geymslu. Ártöl Verð á N.-Z. Söluk. Geymsla 0. fl. Samtals Verð á kjötí inu i breskr- aur. pr. kg. 50/o aur. pr. kg. pr. kg. höfn pr. kg. 1904 95 4,75 8,4 13 82 1905 89 4,45 8,4 13 76 1906 85 4,25 8,4 13 72 1907 93 4,65 8,4 13 80 1908 97 4,85 8,4 13 84 1909 81 4,25 8,4 13 68 1910 91 4,55 8,4 13 78 1911 89 4,45 8,4 13 76 1912 100 5,00 8,4 13 87 1913 104 5,20 8,4 14 90 1914 110 5,50 8,4 14 96 1915 135 6,75 8,4 15 120 1916 154 7,70 7,8 16 138 1917 150 7,50 7,4 15 135 1918 197 9,85 7,3 17 180 1919 215 10,75 8,8 20 195 1920 271 13,55 10,7 24 247 1921 270 13,50 11,0 25 245 1922 277 13.85 12,1 26 251 1923 319 15,95 13,4 29 290 Firmað W. W. & Co. telja sölulaunin 3—5%. I skýrslu Alþingi 12. Jónas J. flytur frv. um stofnun húsmæðraskóla á Staðar- felli. Ríkið starfræki hann; og til skólans eiga að leggjast minning- arsjóðir Herdísar Benediktsen og Gests Magnússonar, eins og gjafa bréfin mæla fyrir. Við skólann skal skipuð ein föst kenslukona auk forstöðukonunnar. Jörðina og bú skal forstöðukonan fá á leigu frá ríkissjóði með svipuðum kjörum og forstöðumaður bænda- skólans á Hvanneyri hefir. 13. E. Á. flytur frv. um breyt- ingu á bæjarstjórnarlpgum Siglu- fjarðarkaupstaðar, er fjallar að mestu um álagningu útsvara. 14. Mörg frv. til breytinga á vegalögunum flytja ýmsir þingm. fyrir hönd kjördæma sinna, um að gera sýsluvegi og akbrautir að þjóðvegum, til þess að koma viðhaldi þeirra af sýslunum á rík- issjóðinn. 15. Tr. p. og Á. Á. flytja frv. um sáttatilraunir í vinnudeilum. Er aðalefni þess á þá leið, að at- vmnumálaráðherra skipi sátta- semjara, er reyni að sætta í deil- um milli vinnuveitenda og vinnu- þiggjenda. Nefnd skipuð 11 mönn- um ber fram till. um skipun sáttasemjarans. Félög vinnuveit- enda í Rvík skipa 5 menn og fé- lög vinnuþiggjenda aðra 5 menn í nefndina; en stjómir Búnaðar- íélags Islands og Fiskifélags Is- lands skipa einn. Verði meiri hluti nefndarinnar ásáttur um tilnefn- ing, enda sé a. m. k. einn úr hóp hvors um sig af fulltrúum aðal- málsaðila samþykkur, er tilnefn- bindandi. \ ekki samkomulag V2 mán. áour ,_n skipa skal, skipar at- vinnumálaráðherra sáttasemjara án tillits til tilnefningar. Skipun gildir til 3 ára og miðast við áramót. Sáttaserpjara er skylt að kynna sér nákvæmlega á hverj- um tíma horfur og ástand at- vinnulífsins og launakjör vinnu- þiggjenda sérstaklega. Hefir hann rétt til að krefjast þess, að sér- hvert félag vinnuveitenda og vmnuþiggjenda sendi honum af- rit af öllum samningum um vinnu og vinnulaun, sem þau hafa gert. Árlega skal sáttasemjari senda at vinnumálaráðherra skýrslu um starf sitt. — pá er sáttasemjari hefir kvatt til samninga hefir hann rétt til, meðan á samning- um stendur, að bera fram uppá- stungur um ívilnanir af beggja hálfu líklegastar til sátta. Getur hann þá borið fram miðlunartill. og má ekki gera hana heyrin- kunna meðan ekki er komið svar beggja aðila við henni. Áður en miðlunartill. er fram borin ber sáttasemjara að ráðgast um hana við tvo fulltrúa hvors aðila. At- kvæðagreiðsla um till. sáttasemj- ara í félögum vinnuveitenda og vinnuþiggjenda fer þannig fram, að óheimilt er að svara á annan hátt en með ákveðnu já eða nei. 16. Eftirfarandi frumvarp til laga um byggingar- og landnáms- sjóð flytur Jónas Jónsson. 1. gr. Stofna skal sjóð, er heitir byggingar- og landnámssjóður. Verksvið hans er að gera sveita- bændum og grasbýlamönnum við kauptún fært að endurbyggja nið- urnýdd býli og nema ný lönd. Stjórnir Búnaðarfélagsins og Landsbankans ráða fyrir sjóðn- um. Eftir að fasteignabankinn er stofnaður, kemur harm í þessu efni í stað Landsbankans. 2. gr. Tekjur fær byggingar- og landnámssjóður árlega með skatti, sem jafnað er niður eftir efnum og ástæðum á alla þá einstaklinga í landinu og gróðafélög, sem hafa meira en 20 þús. kr. skattskyld- ar tekjur eða 30 þús. kr. í skatt- skyldum eignum, samkvæmt eign- ar- og tekjuskattslögum þeim, er gilda á hverjum tíma. Á þessar eignir og tekjur alstaðar í land- inu skal jafna árlega 500 þús. kr. Jafnskjótt og skattanefnd hvers hrepps eða kauptúns hefir ár hvert lokið skattskýrslu sinni, skulu skýrslur um eignir þessara manna og gróðafélaga, sem undan gengið ár hafa haft tekjur skatt- skyldar 20 þús. eða meira og eign- ir 30 þús eða meira, senda skatta- nefnd Reykjavíkur. Hún jafnar niður hálfri miljón á umræddar eignir og tekjur allra þessara skattborgara, eftir sömu reglu og útsvömm. Skjóta má úrskurði skattanefndar Reykjavíkur til yf- irskattanefndar Reykjavíkur, og fellir hún fullnaðarúrskurð í öll- um málum um gjaldskyldu til byggingar- og landnámssjóðs. Um innheimtu á tekjum sjóðsins fer eftir sömu reglum og innheimtu á tekju- og eignaskatti í lands- sjóð. 3. gr. Stjórn Búnaðarfélags Is- lands ræður fyrir lánveitingum úr byggingar- og landnámssjóði, en reikningsfærsla, útborgun og inn- borgun sjóðsins skal framkvæmd í landsbankanum, þar til fasteigna bankinn tekur til starfa. 4. gr. Lán úr byggingar- og land námssjóði skal veita til að endur- byggja gamla sveitabæi á varan- legan hátt, til landnáms í sveitum, bæði nauðsynlegrar húsagerðar, túnræktar, engjaræktar og garð- ræktar, ennfremur má eftir sömu skilyrðum veita lán til húsagerð- ar og nýræktar við kauptún og kaupstaði, ef sannað þykir að land neminn geti að hálfu leyti eða meir* framfleytt sifjaliði sínu með arði hins ræktaða lands. 5. gr. Lán úr byggingar- og landnámssjóði skal veita til 55 ára. Fyrstu 5 árin eru lánin bæði afborgunar- og vaxtalaus. Síðan er höfuðstóllinn endurborgaður með jöfnum afborgunum á 50 ár- um, en engir vextir greiddir. Auk þess skal greitt af byggingum, sem reistar eru með stuðningi sjóðsins, af verði eignarinn- ar eftir fasteignamati í fyminga- sjóð. Hann skal vera sérstök deild við byggingar- og landnámssjóð. Kverri fastéign fylgir sem séreign framlög hennar í fyrningarsjóð, með vöxtum og vaxtavöxtum. Stjórn byggingar- og landnáms- sjóðs veitir úr fyrningarsjóði styrk til viðhalds byggingum, sem reistar eru fyrir fé sjóðsins, eftir því sem nánar er fyrir mælt í reglugerð. 6. gr. Um lánveitingar úr bygg- ingar- og landnámssjóði skal bygt á þesBum fjórum meginreglum:

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.