Tíminn - 02.05.1925, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.05.1925, Blaðsíða 1
©faíbfeti 09 afijret&slur'a&ur Cimans et StgurQetr ^rt&rtfsfon, Sambatt6st)ástnu, SevfjatHf. ^Kfgtcibsía í imans er í Sambanösíjásinu ©ptn öaglcga 9—\2 f. í?- Simt W6. IX. ár. Ku.vfeiiivíU 2. maí 19*>5 23 blart SKÓFÁTNÁÐUR í heildsölu og’ smásölu. Til þess að gefa lesendum blaðsins dálitla hugmynd um verðlag á skófatnaði hjá okkur, leyfum við okkur hérmeð að tilgreina smásöluverð á nokkrum tegundum: Karlmanuastígvel, bæði gegnumsaumuð og plukkuð, mjög snotur og sérlega sterk . . kr. 18,50 Karlmanuaskór bæði með mj'órri og breiðri tá, mjög góðir aðeins...................— 20,00 Kvenskór með krossristarböndum, góðir og fallegir.................................— 17,50 Kvenskór reimaðir úr chevreaux...............................................f . — 15,00 Við höfum ekki tilgreint það setn ódýrast er, heldur það sem við getum óhikað mælt með og við vitum að muni gjöra viðskiftavini okkar ánægða. Höfum ávalt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af allskonar skófatnaði, hvort sem er úr leðri, gurnrni, striga eða flóka, einnig flestar skósmíðavörur. Vörur sendar gegn eftirkröfu, og öllurn fyrirspurnum svarað greiðlega. Kaupmenn og kaupfélagsstjórar! Þegar þér eruð á ferð í Reykjavík, gjörið svo vel að líta inn til okkar kynna yður verðlag á skófatnaði hjá okkur í lieildsölu. HV ANHBEAQSBB Æ DUB Símnefni: Hvannberg. SKÓVERSLUN — REYKAJVÍK títibú: Ákureyri. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 6. júní n. k. og næstu daga, og hefst kl. 9 árdegis. Dagskrá: 1. Rannsókn kjörbréfa. 2. Skýrsla forstjóra. 3. Reikningar Sambandsins fyrii’ síðastliðið ár. 4. Sltýrslur framkvæmdarstjóranna. 5. Timaritið og samvinnuskólinn. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 7. önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Reykjavík 28. april 1925. Sambandsstjórnin. Innflutningshöftin verða væntanlega leyst 1. júní. Þeir sem hafa beðið mig að útvega Piano frá Hornung & Möller A.S., Kaupmannahöfn, og Orgel-Hannonium frá Binkel eða Horugel, gjöri svo vel að skrifa til mín á ný eða síma sem allra fyrst. Gömul hljóðfæri tekin í skiftum. Góðir afborgunarskilmálar. Reykjavík 2. maí 1925. Jón Fálsson. Utan úrheimi. Stjórnarbreyting í Frakklandi og JJýskalandi. þeir tveir stórviðburðir hafa nú gerst í Frakklandi og þýska- landi, sem vel geta kastað dökk- um skugga á veg þjóðanna. Ráðu- neyti Herriot’s er fallið í Frakk- landi og Hindenburg hefir verið kosinn forseti þýska lýðveldisins. í sumar sem leið voru óvenju- lega frjálslyndir menn stjórnar- forsetar í Frakklandi og þýska- landi, Herriot og dr. Marx. þeir og samstarfsmenn þeirra unnu af alhug að því að bæta samkomu- lag milli þessara tveggja and- stæðu þjóða. Frakkar hjálpuðu til að þjóðvei'jar fengju stórlán til að rétta við fjárhag ríkisins og einstaklinganna. Á hinn bóginn ætluðu þjóðverjar að efna betur en áður skaðabótagreiðslur til Frakka. Hérriot gerði ýmsar ráð- stafanir til að undirbúa burtför franska hersins úr Rínardalnum. Nú væntu fylgismenn hinnar frjálslyndu frönsku stjórnar, að hin breytta aðstaða þjóðverja myndi greiða götu lýðveldisins í þýskalandi og að hinir betur mentu og friðarfúsari menn í landinu gætu orðið yfirsterkari flokki keisarasinna, sem ekki vilja um annað heyra en nýtt stríð og hefndir. En svo var ekki. Litlu eftir að Marx hafði komið á sam- komulagi við stjórnir Banda- manna féll stjórn hans 0g fénd- ur Frakka áttu meiri ítök í næstu stjórn. Varð þetta líka til að veikja aðstöðu Herriot’s. Aftur- haldsmenn Frakka, sem jafnan höfðu prédikað að þjóðverjar væru ennþá hálfgerðir villimenn undir hjálp lærdómsins, sögðu að nú sæist hvaða gagn væri að sýna þjóðverjum drengskap og vmarþel. þeir versnuðu við sann- girni, en harkan ein gæti haldið þeim í skefjum. Jafnframt átti Herriot í vök að verjast með fjár- haginn. Skuldir landsins eru gíf- urlegar. Herinn er stór og dýr, og óhemju fjár hefir eyðst í að end- urbyggja Norður-Frakkland, sem þjóðverjar eyddu í stríðinu. Sá Herriot, að síðustu það eitt úr- ræði, að leggja skatt á auðæfi hinna ríku, til að standast út- gjöld ríkisins. En það þoldu þeir ekki og varð skattastefna Herri- ot’s hin endanlega ástæða til falls stjórnarinnar. — Nýja franska stjórnin hefir að vísu að mestu sama stuðning, en hallast þó meir í íhaldsáttina og veldur því bæði viðhorfið til þjóðverja og árekstur Herriot’s-stjórnarinnar í skattamálunum. Nokkru eftir nýár andaðist Ebert forseti þýskalands. Hann yar upprunalega söðlasmiður, en hafði hafist til valda í flokki býskra verkamanna og- fylgdi þeirri grein flokks síns, sem hæg- ast fór. Ekki var hánn skörungur, en vel látinn og þótti ekki illa til fallinn að vera efsti maður í þing- stjórnarlandi. þurfti nú að kjósa nýjan forseta, og urðu þeir sein- ast aðalkeppinautar Marx kansl- ari, sem fór frá völdum í haust, og Hindenburg hershöfðingi. Lýð- veldissinnar og þeir sem vilja efla gott samkomulag, milli þjóðverja og Bandamana, fylgdu Marx, en íhaldsmenn og féndur Banda- manna, Hindenburg. Fór svo, að hann sigraði með allmiklum meiri- hluta. þótti keisarasinnum og öll- um þeim, sem vilja koma hefnd- um fram, sigur sinn mikill. Hind- enburg er að vísu kominn undir áttrætt, og mun ekki stýra nein- um her framar. En hann er fræg- asti hershöfðingi þjóðverja, og við nafn hans eru bundnar glæsi- legustu sigur-endurminningar þjóðverja. í augum þýskra aftur- haldsmanna er kosning Hinden- burgs tákn um vöxt hefndar- hugsins með þjóðinni. Að sama skapi fjarlægjast Frakkar og Bretar þjóðverja, og þarf víst síst að búast við mildi af hendi Frakka ef erfitt verður með greiðslur af hendi Hindenburgs- stjórnarinnar. Má búast við að vígbúnaður og fjandskapur stór- veldanna fari vaxandi á næstu missirum. J. J. ----o---- Málaðið á Alþingi. Málgögn íhaldsstjórnarinnar eru sí og æ að klifa á því að Fram- sóknarflokksmenn tefji þingstörf- in með ræðuhöldum. Sé þetta að- alástæðan til þess hve þingstörf- in ganga seint. Hefir áður verið vikið að því hér í blaðinu hver sannleikurinn er í þessu efni: Að það er hin af- leiti undirbúningur þingmálanna, af landsstjórnarinnar hendi, sem veldur drættinum og seinagangin- um og í annan stað hitt, að lands- stjórnin hefir hent inn í þingið alóhæfum málum, sem ekkert varð við gert annað en að drepa þau eða vísa heim aftur til föðurhús- anna. — En það er engu að síður fróð- legt að athuga um ræðufjöldann á þinginu og það gerði eg síðari hluta dags í gær, ásamt öðrum þingmanni úr Framsóknarflokkn- um. Við athuguðum ræðufjöldann í neðri deild. Við töldum ræðurnar á öllum þeim fundum sem *af- greiddir lágu á lestrarsal Alþing- is. Voru þeir fundir 43. Við gát- um ekki náð í fleiri fundi. Við flokkuðum ræðurnar eftir þing- flokkum og töldum ráðh. að sjálfsögðu með Ihaldsflokknum. Útkoman á þessum 43 fundum varð þessi: íhaldsmenn . hafa . haldið . 383 ræður. Framsóknai-flokksmenn hafa haidið 192 ræður. Sjálfstæðismenn .hafa .haldið 125 ræðui’. Jón Baldvinsson hefir haldið 62 ræður. Ihaldsmenn eru 13 í neðri deild og auk þess talar Jón Magnússon í deildinni úr þeirra flokki í deild- inni. Eiga þeir því samtals 14 ræðumenn í neðri deild. — Fram- sóknarmenn eru 10 í neðri deild og Sjálfstæðismenn 4, en í þeirri tölu er forseti, sem mjög sjaldan tekur til máls. Sé nú ræðufjölda deilt á flokks- menn verður útkoman þessi: Jón .Baldvinsson .heldur .62 ræður. Á hvern Sjálfstæðismann koma rúmlega 31 ræða. Á hvem íhaldsmann koma rúm- lega 27 ræður. Á hvem Framsóknarmann koma rúmlega 19 ræður. þessi er rétta myndin sem hing- að til er fram komin um ræðu- fjölda þingflokkanna. Mér vanst ekki tími til að gera samskonar athugun um efri deild. það verður að bíða seinni tíma. En þessi er sannleikurinn um þennan þingróg íhaldsblaðanna. Vantar eina ræðu á að Ihalds- menn hafi haldið helmingi fleiri ræður en Framsóknarmenn á þeim 43 fundum sem frammi lágu á lestrarsal Alþingis í gær. Hvað ætli þeir komi með næst þeir góðu herrar? Tr. p. -----0---- Tvær grímur. í umræðunum um sölu á Vest- mannaeyjum sagði J. J. um ráðh. M. G., að hann hefði jafnan „tvær grímur“ í hverju máli, og að á þeim hefði hann flotið hingað til í stjórnmálastarfsemi sinni. Ann- ari grímunni brigði hann fyrir andlitið þegai' hann þyrfti að líta framan í bændur, ræða við þá um sparnað og biðja þá um kjörfylgi. En svo þegar hann þyrfti að þóknast kaupmönnum þá hyldi hann ásjónu sína með hinni grím- unni. Kaupmenn og stórútgerðar- menn eru aðalhúsbændur hans, og þeim fórnar hann núorðið hverri smáögn, sem hann á í fórum sín- um af auðmýkt og þrælsótta. All- ur stjórnarferill M. G. hefir verið sífeldur feluleikur og flótti milli þessara tveggja aðila, þá hefir honum komið vel að nota grím- urnar á víxl. Á þennan hátt hef- ir honum tekist að fleka nokkurn hluta af hinum íhaldssamari með- al bænda í stjómmálafélagsskap ! við kaupmenn. Og nú nota kaup- mennirnir hann fyrir einskonar tengilið milli sín og bænda. þá skipa þeir honum tvent í senn, í fyrsta lagi að hafa bændagrím- unh fyrir andlitinu og í öðru lagi að nota atkvæði sitt og nafn í þingi og landstjórn, til að gæta hagsmuna sinna. Aumingja M. G., sem stundum hefir verið að burðast með sann- færing, eins og t. d. um tóbaks- einkasölu og í sparnaðarmálum, er nú gersamlega búinn að varpa henni frá sér og hrekst eins og áralaus bátur undan hverri öldu sem rís á þjóðmálasviðinu. Hann finnur að hann er búinn að svíkja fortíð sína og fyrri skoðanir, sem hann hampaði framan í bændur. En veit hinsvegar að núverandi húsbændur hans, kaupmennirnir, skoða liann sem augnabliksverk- færi er þeir verði að sýna hæfi- lega virðingu, en hafa þó fult eft- irlit um trúlyndi hans og hollustu. M. G.' finnur að syndabagginn . er þungur orðinn, og að grímurn- ar koma nú að litlu haldi, því að flestir eru farnir að sjá í gegn- um þær í hið rétta andlit. Y. ----o- „Morgunbl.-vöggur“' er enn að dást að sinni eigin dýrð, og hæl- ast um yfir útbreiðslu blaðs síns einkum í sveitunum. það hefir aldrei verið efast um dugnað Morgunbl.manna í því að dreifa blaðasneplum sínum með póstun- um gefins út um landið, og satt að segja, þá vekur það engan hroll á meðal samvinnumanna þó að strangar af Isaf. og Merði séu þar á sveimi. þau bera sjálf glegst vitni um sína andlegu fátækt og vesaldóm ritstjóranna. Hitt er og þjóðkunnugt orðið, að mikill hluti af þessum blaðaströngum er sendur aftur til föðurhúsanna og að ritstjóratetrin hafa mælt svo fyrir, að þau væru notuð sem eldsmatur á pósthúsunum. Skrif- stofa Mbl. hefir þannig hliðrað sér hjá að athuga hversu margir blaðastrangar, t. d. úr Stranda- sýslu, hverfa í öskuna á Pósthús- unum. Enginn láir Morgunblaðs- mönnum þó þeir öfundi sam- vinnublöðin af því, að þau skull geta miðað útbreiðslu sína yfir- leitt við skilsama og hugsandi kaupendur, en þannig er aðal- kjarninn í samvinnufélögum landsins. — í þessu sambandi virðist eigi óviðeigandi að minna Mgbl.ritstj. enn á þá rödd úr elsta kaupfélagi landsins, sem honum fellur svo illa að hlusta á nú, af því að hann áleit í vetur að hún talaði fyrir sinn flokk. 1 ný- komnu bréfi úr þingeyjarsýslu, er þess getið, að Sigurjóni Frið- jónssyni hafi þótt of mikið gert úr umsögn Mbl. um bréf sitt í Lögr. „af því að ritstjórar þess eru menn, sem hafa fremur litla þekkingu og lítið vit“, sagði hann á kaupfél.fundinum. „Ritstjórun- um“ er nú farinn að skiljast þessi sannleikur, þessvegna skiftir mestu máli fyrir þá, hversu lengi það dregst úr þessu, að þeim verði varpað út á klakann úr skrifstofu bl. Hitt „skiftir ritstj. í í’aun- inni litlu máli“, eins og Mbl. sagði í gær, hvort framsýnir kaupfélagsbændur afsegja sam- vinnublöðin nokkurntíma, enda bú ast „ritstjórarnir“ auðsjáanlega ekki við að þeir lifi það að sjá slíkt rætast. U.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.