Tíminn - 30.05.1925, Side 1

Tíminn - 30.05.1925, Side 1
©fafbferi 09 afgrei&slur'aðuv íimans et Stgurgeir ^riðrifsfon, Sambanbstpisimi, Keyfjcroif 2^fgrei6öía í í m a h s er í Sambanbst;asinu 0rin baglega 9—'2 f. b- Simi 'Hfo. IX. ár. Reykjavíb 30. maí 1925 28 bliið Eftirhreitur um kjöttolismálið. Yinarkveðja! Morgunblaðið hefir sent mér langa „vinarkveðju“ út af kjöt- tollsmálinu. Eg lái þeim það ekkert, „kol- legunum“, isvo eg tali við þá á miður góðri íslensku — þó að þeim finnist eg eiga eitthvað hjá þeim. Og eg tek viljann fyrir verkið, þá er þeir nú reyna að bíta frá sér. Eg lagði lengdarkvarðann á skrif þeirra. Var kominn upp í nokkur hundruð sentímetra dálkslengdar þegar eg nenti ekki að mæla lengur. Eitthvað á ann- an mánuð entist þeim lotan — ef hún er þá búin. Eg verð að játa að mig gildir einu og enn verð eg að játa að eg mun hafa dott- að yfir lestrinum annað kastið. Mikið á eg að hafa verið vond- ur, bændablaðsritstjórinn og þing- maður bændakjördæmis síðar — í kjöttollsmálinu. Ákæi-an er sú að eg hafi sótt málið of fast, bændanna vegna. þó að bændurnir yrðu að bíða í tvö ár eftir að fá réttan hlut sinn í sínu rnesta hagsmunamáli, þá er eg sakaður um að hafa sótt mál þeirra of fast. Svona er hann ríkur rétturinn íslensku bændanna! En þá er sjáv arútvegurinn átti hlut að máli, þá var þegar í stað slegið und- an, og ekki eitt augnablik urðu útgerðarmennirnir íslensku að bíða eftir að hagsmunum þeirra yrði borgið og íslenskri löggjöf breytt. Fyrir þetta er eg ákærður, bændablaðs-ritstjórinn. Og það eru ritstjórar Morgun- blaðsins, málgagns danskra kaup- manna, sem ákæra mig. Er það furða þó að eg sé held- ur rólyndur um ákæruna? Ákæran mikla. Bændablaðsritstjórinn Tr. þ. er um það ákærður af blaði sem út er gefið af dönskum kaupmönn- um á íslandi, að hann hafi stofn- að sjávarútvegi íslands í mikla hættu, með því að tala um það í bændablaðinu að komið gæti til mála að ívilna Norðmönnum um þeirra atvinnurekstur hér — til þess að bjarga landbúnaðinum og losa hann við toll sem gerði að- alframleiðsluvöru hans óseljan- lega. Hver urðu úrslit málsins ? Hverjar urðu afleiðingarnar af þessari skemmilegu framkomu minni ? Úrslitin urðu lækkun kjöttolls- íns, svo að bændur íslands mega allvel við una. Og í annan stað fullyrti Morgunblaðið — eins og allir munu minnast — að sem ekkert hefði verið gefið eftir af fiskiveiðalöggjöfinni. Eg fékk mínu áhugamáli fram- gengt: lækkun kjöttollsins. Morg- unblaðið telur sig og hafa fengið því framgengt, sem það sjálfsagt telur aðaláhugamál sitt í þessu efni: að ekki var um of slegið undan á fiskiveiðalöggjöfinni. Endirinn varð því góður og eg er ánægður. En Morgunblaðið er ekki ánægt. . Eg á að hafa framið dauða- SKÓFATNAÐUR í lieildsölu og smásölu. Til þess að gefa lesendum blaðsins dálitla hugmynd um verðlag á skófatnaði hjá okkur, leyfum við okkur hérmeð að tilgreina smásöluverð á nokkrum tegundum: Karlmannastígvél, bæði gegnumsaumuð og plukkuð, mjög snotur og sérlega sterk . . kr. 18,50 Karlmannaskór bæði með mjórri og breiðri tá, mjög góðir aðeins.— 20,00 Kveuskór með krossristarböndum, góðir og fallegir..............— 17,50 Kvenskór reimaðir úr chevreaux.................— 15,00 Við höíum ekki tilgreint það sem ódýrast er, heldur það sem við getum óhikað mælt með og við vitum að muni gjöra viðskiftavini okkar ánægða. Höfum ávalt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af allskonar skófatnaði, hvort sem er úr leðri, gummi, striga eða flóka, einnig flestar skósmíðavörur. Vörur sendar gegn eftirkröfu, og öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Kaupmenn og kaupfélagsstjórar! Þegar þér eruð á ferð í Reykjavík, gjörið svo vel að líta inn til okkar kynna yður verðlag á skófatnaði hjá okkur í heildsölu. HVANNBERGSBRÆÐVE Símuefni: Hvannberg. SKOVERSLUN — REYKAJVÍK Útibú: Akureyri synd er eg nefndi fiskiveiðalög- gjöfina í sambandi við kjöttolls- málið. Er engu líkara en Morgunblað- ið hafi haldið að enginn nema eg hafi vitað að samband gæti verið og samband hlyti að vera milli kjöttollsins í Noregi og fiskiveiða- löggjafarinnar á íslandi. A. m. k. lítur svo út sem Mbl. ætli að engum hefði getað dottið þetta í hug í Noregi ef eg hefði ekki nefnt það. Svo alblinda ætlar Morgunblaðið okkar norsku frænd ur vera um það sem hagsmuni þeirra snertir á landi hér. Er þetta svo barnalega talað að eg þori að fullyrða að engum skrifandi manni á íslandi dytti í hug að segja þetta á prenti öðrum en ritstjórum Morðunblaðs íns. En þeim má vitanlega trúa til alls! þó hljóta þeir að vita — og ef þeir eru það ófróðari um kjöt- tollsmálið en allir aðrir íslend- ingar að þeir vita það ekki, þá skulu þeir fletta upp II. kafla í nefndaráliti tollanefndarinnar norsku, sem eg skal lána þeim til lesturs ef þeir vilja, á blaðsíðu 122 og þá geta þeir lesið svart á hvítu — að hinn 11. ág. 1922 rit- ar sjálfur fiskiveiðastjórinn norski, stjórninni í Noregi bréf og bendir á að kjöttollinn megi og eigi að nota til að koma í kring gagnkvæmum ívilnunum á fiski- veiðalögum íslendinga og tollinum á saltkjöti í Noregi. Og sama hugsunin kemur oft fram í norskum blöðum. Mikill skaðræðismaður var eg, sem sú skylda hvíldi á, þar eð eg var ritstjóri aðalmálgagns bændanna að halda ótrauðlega fram málstað þeirra, er eg talaði um þetta sama, sem fulltrúar fiskiveiðanna norsku töluðu um í sínu landi. Sé eg nálega landráðamaður fyrir að hafa talað um fiskiveiða- löggjöf í sambandi við kjöttoll, hvílíkur landráðamaður er þá fiskiveiðastjórinn norski og rit- stjórar sjómannablaðanna norsku, sem dirfðust að tala um að breyta norskri löggjöf um kjöt toll vegna hagsmuna norskra sjó- manna við ísland. Sömu aðstöðu hafði eg og þeir. Allir tókum við á málinu með hreinskilni, eins og það hlaut að liggja fyrir öllum þeim sem um það hugsuðu, sem einhverja nasa- ( sjón hafa af því með hverjum Að vefnadarnámsskeiði Heimilisiðnarfélag’sins sem stendur yfir frá 1. október til 30. nóvember þ. á. geta enn nokkrir nemendur fengið aðgang. Kent verður 8 tíma á dag. Kenslugjald 75 krónur fyrir allan tímann. Umsóknir sendist sem allra fyrst til imdirritaðrar, sem gefur allar nánari upplýsingar. Karólína G-uðmundsdóttir, forseti félagsins. Pósthólf 902. Skólavörðustíg 43. Sími 1509. hætti samið er ríkja í milli um gagnkvæma hagsmuni. þetta er ákæran mikla sem Morgunblaðsmennirnir bera á mig ritstjóra aðalmálgagns íslensku bændanna. Hjáióma söngui’. Eg þykist þegar hafa eytt helst til löngu máli í að svara þessu hundraðasentímetra skrifi Morgunblaðspennanna. Eg á þeim 'engan reiknings- skap að standa, né húsbændun- um þeirra útlendu. Öðru máli væri að gegna ef einhver bóndinn íslenski hefði komið til mín og ásakað mig fyr- ir hve eg hélt á málstað hans í kjöttollsmálinu. Sá bóndi er ókominn á minn fund enn. En mér er skylt að þakka margar, já mjög margar hlýjar kveðjur bænda í minn garð út af máli þessu. Eg taldi og tel framtíð Is- lands að langmestu leyti undir því komna að hér geti þrifist landbúnaður. Baráttuna fyrir vel- gengni landbúnaðarins tel eg hinn þýðingai’mesta lið í barátt- unni fyrir framtíð íslands og fs- lendinga. Eg tel að nálega öllu ætti að fórna ef um það væri að ræða að bjarga landbúnaðinum frá þeim hnekki sem ríða mætti hon- um að miklu eða öllu. Landbúnaður íslands var í mik- illi hættu árin 1922 og 1923, með- an ekki sá fyrir enda kjöttolls- málsins. Eg vona að slík hætta komi aldrei aftur yfir íslenska bændur. Og þau tíðindi hafa síð- an gerst og eru að gerast, sem eg er líka riðinn við, að eg er vongóður um að slík hætta, úr þeirri átt, komi ekki aftur yfir íslenska bændur í fyrirsjáanlegi’i framtíð. En eg skal játa það að eg taldi hættuna fyrir landbúnað Is- lands svo mikla árin 1922 og 1923, þegar kjöttollsmálið bættist ofan á alt annað sem áður var á und- an gengið, að eg hefði talið mér bæði rétt og skylt, sem aðaltals- manni bændanna opinberum, að fara enn lengra á þeirri braut sem eg fór — ef eg hefði talið það nauðsynlegt. Eg tek ekki eitt orð aftur af þeim sem eg sagði um málið. það hlægir mig að heyra pennaþjóna útlendra kaup- manna ákæra mig. þegar sjávarútvegurinn átti í hlut var slegið af íslenskri lög- gjuf um merkilegt siðferðismál. Aldrei hefi eg talið það eftir, ekki með hálfu orði og eru þeir þó ekki mjög margir á íslandi sem meir hafa opinberlega barist fyrir því siðferðismáli en eg. það þurfti — eins og málið hafði verið rekið a. m. k. — að bjarga þannig öðrum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, og það var gert. Eg hefi heldur ekki heyrt einn einasta útgerðarmann né sjómann telja eftir það sem gert var land- búnaðarins vegna í kjöttollsmál- inu. það eru pennaþjónar hinna út- lendu kaupmannanna einir sem þann söng hefja. þeir hafa sung- ið hjáróma áður öldum saman, að því ei' íslenskum eyrum hefir virst, sem fyr og síðar á öld- um íslandsbygðar, hafa selt sig á vald útlendinga, hvort sem heitið hafa Jón skráveifa, Ari Guðmundsson eða Valtýr. Skýrsla sendiherrans. Eg hefi ekki haft tíma til þess fyr en nú alveg nýlega að lesa skýrslu sendiherra Islands um kjöttollsmálið. Fulla tilraun hafði Morgunblaðið gert til þess að læða þeim grun inn í huga minn j og annara, að skýrslan væri hlut- í dræg. Mér hefði þótt sorglegt ef svo hefði verið. Eg hefi nú lesið hana og ekki verð eg til þess fyrstur að kasta steini að þeim manni sem fór með svo þýðingar- mikið mál af okkar hendi út á við, með góðum árangri er lauk. Mér varð það meir að segja ná- lega óblandin ánægja að lesa skýrsluna. Vii eg þá loks segja Morgunblaðinu og öðrum, hvað mér þótti eftirtektaverðast um lesturinn. Ekkert íslenskt blað er nefnt í skýrslunni nema Tíminn. En Tíminn er oft nefndur og því er ljóslega lýst hvert bergmál um- mæli Tímans vöktu í Noregi. Tíminn er eina íslenska blaðið sem sendihera íslands telur sjálf- sagt að geta í skýrslunni. Og þetta er rétt spegilmynd af því hve íslensk blöð koma við sögu kjöttollsmálsins. Tíminn var eina Reyk j avíkui’blaðið sem fylgdi málinu og fylgdi því fast, af- sláttarlaust og látlaust. Tíminn var eina Reykjavíkurblaðið sem lét sig það skifta miklu máli og gerði það að sínu langmesta máli, meðan yfir stóð, að bændastétt- inni yrði bjargað í máli sem fremur öllum öðrum varðaði fram tíð hennar. Eg held að eg sé líka eini ís- lendingurinn sem nafngreindur er í skýrslunni, fyrir utan þá sem embættis vegna urðu við málið riðnir, ráðherrar og sendimenn. En því er lýst hver áhrif skrif mín höfðu, bæði þau er hvöttu til góðrar frændsemi og bróður- legra samninga um gagn' ræma hagsmuni og hin er lutu að því að hart yrði áð koma á móti ef ekki næðist samningur á sann- girnisgrundvelli. Eg má yfirleitt mjög vel við una hvernig sendi- herrann ber mér söguna. En það er ekki að undra þó að eg einn fái þetta umtal í skýrslunni,því að enginn íslenskur maður gekk svo fram fyrir skjöldu i málinu sem eg, enda bar engum jafnrík skylda til þess sem ritstjóra aðalmál- gagns bændanna, svo að af engu er að státa umfram það sem skylda bauð. Aldrei hafði eg neitt annað í huga en að vinna gagn málstað bændfmna og þær einar hvatir stýrðu penna mínum og framkomu allri. Eg er ánægður með úrslitin. Eg er yfirleitt þakklátur sendi- herra íslands fyrir hvemig hann ber Tímanum og mér söguna í skýrslunni. Tryggvi þórhallsson. Drengileg björgun. Fyrir skömmu hefir þorleifur Guðmundsson í þorlákshöfn verið sæmdur ensku heiðursmerki fyrir að hafa nú í vetur sem leið bjargað heilli skipshöfn sem váí’ komin í opinn dauðann. það var um kvöld skömmu eft- ir áramót. Dimt var orðið og hvassviðri og mikið brim. þá verð ur einhver heimamanna í þorláks- höfn var við að bál er kynt á skipi, sem komið er rétt upp að landi við höfða þann er gengur sunnan og vestanvert við höfnina. þorleifur bregður skjótt við með heimamenn sína. Er þeir koma fram á höfðann sjá þeir að skip- ið er mjög nærri landi, og veltist á stórgrýtinu. Framstafninn bar hátt, og þar var skipshöfnin öll, en skuturinn var kominn undir sjó. Fyrirsjáanlegt var að eftir Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.