Tíminn - 12.12.1925, Side 4

Tíminn - 12.12.1925, Side 4
214 TlMINN gengi í Alþjóðabandalagið. Slík er stefna Ihaldsmanna og Kommún- ista um heim allan og sannast, sem oftar, að öfgarnar mætast. Báðir þessir flokkar báru því næst fram vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórninni, en hún var feld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. — Seint í f. m. gekk mikið óveður yfir Norðurlönd, sérstak- lega Danmörku, með mikilli veður- hæð, fannkomu og frosti. Sími slitnaði víðsvegar um landið og nálega allar samgöngur um land- ■ið stöðvuðust; járnbrautir urðu að bíða lengi eftir því að brautimar yrðu færar, og um langan tíma var símalaust. Margvíslegt tjón annað hlaust af óveðrinu. Stuttu síðar gekk samskonar veður yfir England. Er talið að frostharka hafi ekki komið svo mikil þar síðan fyrir aldamót, jámbrautar- ferðir stöðvuðust af fannkomunni og á austurströnd Englands var mikið tjón af sjávarflóði, sem leiddi af storminum. — Um síðustu mánaðamót sögðu opinberar skýrslur að 51139 menn væru atvinnulausir í Dan- mörku. Síðustu viku mánaðarins hafði þeim fjölgað um 3559. Vitað er að hinar opinberu skýrslur ná alls ekki til allra. Er talið víst að a. m. k. 60 þúsund menn hafi verið atvinnulausir. Og öllum ber saman um að atvinnuleysið eigi er.n eftir að magnast til stórra muna. Eru mörg ár liðin síðan acvinnuleysið hefir komist í ná- raunda við þetta. Alt er þetta gengishækkuninni að kenna. — pjóðbankinn enski hefir aftur orðið að hækka útlánsvext- ina upp í 6%. Ástæðan er sú, að vegna gengishækkunarinnar og innlausnarskyldu seðlanna hafa 19 miljónir sterlingspunda í gulli verið teknar úr og fluttar úr landi. Með hækkun vaxtanna, innláns- vaxtanna jafnframt, á að reyna að hefta útflutning gullsins. Er fróðlegt að bera þessi tíðindi sam- an við þá fullyrðing gengishækk- unannanr.a hér, að gengishækk- unin sé beina leiðin til þess að lækka vextina. — Stórþingið norska hefir ákveðið að veita ekki friðarverð- laun Nobels á þessu ári. — þýska stjórnin hefir orðið að segja af sér. Studdist hún með- fram við hina svæsnustu Ihalds- menn, er voru á móti Locamo- samningunum. Hafa þeir sagt stjórninni upp hlýðni og hollustu út af fylgi hennar við samning- ana. Hindenburg óskar þess að hin nýja stjóm verði mynduð á breiðum lýðveldisgrundvelli og hefir skorað á Jafnaðarmenn að taka þátt í myndun hennar. — Ensku blöðin fara hörðum orðum um ástandið á Sýrlandi undir stjórn Frakka. Hafi legið við borð að hafin væi'u morð í stórum stíl á kristum mönnum á Sýrlandi og það hafi verið inn- lendir Múhameðstrúarmenn, en ekki Frakkar, sem því hafi forðað. Hafi Sarrail, landstjóri fyrverandi, æst fólkið með ógurlegiá grimd. Ef granur lagðist á að einhver uppreistarmanna hefði fengið húsa skjól eða aðstoð í einhverju þorpi, hafi skothríð óðara verið hafin á það og það því næst rænt. Af- leiðingin hafi orðið sú, að um miðjan nóvember hafi 80 þús. manns verið heimilislausir á Sýr- landi. — Tólf Kommúnistar enskir hafa verið kærðir fyrir að hafa hvatt til uppreisnar. Fél* 1 dómui á þá leið að þeir voru allir taldir sekir, fimm voru dæmdir í fang- elsi í ár og sjö í hálft ár. — Hinn 25. f. m. var undir- ritaður í Osló samningurinn milli Norðmanna og Svía um að öll deilumál milli landanna skuli koma í gerðardóm. Eitt aðalblaðið í Osló ritar um samninginn á þessa leið: „Sainningnum, sem undir- ritaður er í dag hjer í Osló, verð- ur einhuga fangað af hinni norsku þjóð. Að vísu er það svo, að vart hefir nokkrum manni hér í landi • dottið í hug sá möguleiki, að til styrjaldar kæmi milli Noregs og Svíþjóðar, þó að upp kæmu hin allra alvarlegustu deilumál. Frið- urinn á Skandinavíuskaga hefir fengið sína eldvígslu og staðist hana glæsilega. Að því leyti er Hinar ágætu Prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik fyrirliggjandi Samband ísl. samviunufélaga. ekki um að ræða nýtt friðartíma- bil milli landanna. En samningn- um verður fangað af því að hann er staðfesting vináttusambands- ins þjóðanna á milli, traust og innlegt handtak“. Samningurinn gildir í 20 ár og verði honum ekld sagt upp a. m. k. með tveggja ára fyrirvara, framlengist hann um 20 ár. — Mikið umtal hefir það vakið á Englandi að kunnugt er orðið um einhvern samdrátt milli frjáls- lyndaflokksins og jafnaðarmanna. Af hálfu frjálslynda flokksins hefir Lloyd George tekið þátt í samningnum, en J. H. Thomas, leiðtogi j árnbrautarstarf smanna af hálfu Jafnaðarmanna. — Á Suður-Ítalíu og Sikiley gerði óveður einnig mikinn usla um síðastliðin mánaðamót. Sími slitnaði víða, járnbrautir stöðvuðust og óvenjumikið sjávar- flóð varð vegna stonnsins. Víða gekk sjór 150 metrum hærra á land en venjulega. Mest varð tjónið kring um Neapel og Mess- ina. Fólk komst flest undan, en fjöldi húsa gjöreyðilagðist og víða fórust skip á höfnunum. Suður í Marokko geysaði óveðrið sömu- leiðis. Mistu Frakkar þrjár flug- vélar og töluvert af hergögnum ónýttist. Tjónið er metið á margar miljónir franka. Merkilegasta bók ársins er ný- komin 'í bókaverslanirnar, á hún áreiðanlega eftir að berast víðar um heim en nokkur önnur bók um íslenskt efni, sem út hefir komið á þessu ári; hún á það eftir að gera ísland frægt víða um heim; fer því vel á, að þessi bók er vafalaust jafnframt vandaðasta bókin, sem gefin hefir verið út, um-það sem íslandi heyrir til. — „Myndir“ heitir bókin, og eru þær af listaverkum Einars Jónssonar frá Galtafelli. Bókin er prentuð í Kaupmannahöfn, og svo vel til hennar vandað, eins og áður get- ur: pappírinn og myndaprentunin svo fullkomið sem verða má með hinum allra bestu tælcjum. — Um myndir Einars verður hér ekki ritað, en óhætt er að full- yrða, að þessi bók opnar enn bet- ur en áður augu, annara en hinna allra kunnugustu, fyrir því, hvílík auðlegð andríki, göfgi og fegurðar er í listaverkum Einars. — Forn- bókmentirnar hafa hingað til haldið uppi hróðri íslands í hinum stóra heimi. þessi myndabók Ein- ars Jónssonar kemur við þeirra hlið og verður talin merkilegasti votturinn um menningu þeirrar kvnslóðar, sem nú lifir á íslandi. þessvegna er útkoma hennar einn gleðilegasti atburður á síðari ái1- um og tvöfalt gleðilegt að bókin var gerð svo vel úr garði. — En fyrst og fremst á þessi bók að komast „inn á hvert einasta heimili“ á íslandi. Fegurð sú og göfgi sem hún geymir, þarf að komast inn fyrir sem allra flestar húsdyr. — Bókin er til sölu á listasafni Einars og í bókaversl- unum Sigfúsar Eymundssonar og þorsteins Gíslasonar. Kostar 20 kr. óbundin en 23 kr. í bandi. Sjúka manninum við Fúlalæk hefir orðið bylt við er hann sá hversu snérist í hendi honum lygasagan um að kaupfélagið í Vík hefði stolið heilu húsi. Nú verður hann að játa, að kaupfé- lagið á húsið; í öðru lagi verð- leika Lárusar í Klaustri í slátrun- armáli sýslunnar. Áður var ját- að, að sýslan myndi græða 100 þús. árlega á slátruninni í Vík, sem Lárus kom á. Með þögninni játar hann, að G. Sv. hefir eyði- lagt hafnarbót þá, er Lárus útveg- aði fé til. Ef kaupfélagið græðir tugi þúsunda árlega á að lána ut- anfélagsmönnum hús til slátrunar, eins og sá móðursjúki segir, þá H.f. Jón Sigmundsson & Co. asyxtxzxxxp og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfbólkar •úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út ussöoazssi-: um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson guUsmiöur. Sími 383. — Laugaveg 8. Seljuin ýmiskonar Veiðivopu og Sportvörur. Sendum verðlista nieð myndum ef óskað er el'tir. Köbenbavus Sportm agasiu. St. Kougensgade 46. Köbenhavn K. 1 Iíaupendur Tímans, sem verða fyrir vanskilum, eru beðnir að gera afgreiðslunni viðvart þegar í stað. Bækur Bókafélagsins: Hjá Ársæli Árnasyni og öllum bóksölum: íslandssaga II. Verð 3,50. Dýrafræði I. (Spendýrin). Verð 3,50. Hjá nálega öllum. kaupfélögum og nokkrum bóksölum: Islands- saga I, Dýrafræði II (Fuglarnir), Nýju skólaljóðin. Verð hverrar af þessum bókum 2,50. ættu kaupmenn í Vík að byggja sláturhús og lána það ódýrara en kaupfélagið. Ef kaupmenn gera það ekki, eru allar þeirra dylgjur um of háa leigu vísvitandi ósann- indi og rógburður. Kunnugur. Jólablað Æskunnar 1925 er ný- komið út, fjölbreytt að efni, að vanda, og prýtt mörgum myndum. Karlakór K. F. U. M. hélt sam- söng í vikunni. Getur sér ávalt hinn sama góða orðstýr. Er flokk- urinn nú sem óðast að búa sig undir utanför sína á næsta vori til Noregs. sýna, og að 7000 kr. úr landssjóði eru aðeins ellistyrkur gamalmennis, sem þjóðfélagið stendur ekki í neintíi þakklætisskuld við. Uppgjafapresturinn hefir talið sér skylt að reyna að hefna eftir mætti fyrir, að eg, sem þingmaður,' hafði gert skyldu mína gagnvart hneikslis- máli því sem hann og íhaldsmenn eru flæktir í um orðabók þá, sem mokað er þúsundum í úr eftir ár, og aldrei verður gerð, og aldrei á að gera af þeim, sem fénu eyða. Nú skyldi maður halda, að uppgjafaprest- urinn hefði hefnt sín með því að ráð- ast á bók sem eg hafði samið, en ekki á kvæði helstu skálda landsins. En þar munu hafa legið þau rök að, að hann hefir veiið særður vegna vel- gjörðamanns síns, Bjarna frá Vogi, eins og Guðmundur á Sandi var vegna sjálfs sín. Ekkert af rímuðu máli eftir þessa tvo menn var eftir þeim reglum, sem eg fylgdi, hæft til að koma í úrvalsljóð handa börnum og unglingum. það var kenslufræðis- legt atriði, en á engan hátt að öðru leyti bundið við verðleikaleysi þess- ara manna. Eg lét í fyrravetur gera tilraun í stórum barnaskóla i sjóþorpi þar sem áreiðanlega er lítil ljóðakunnátta, hversu mikið af börnunum kynnu vísu Kristjáns: „Yfir kaldan eyði- sand“. Nálega öll börnin, nokkuð á annað hundrað, kunnu vísuna. þó hafði vísan ekki verið kend í skólun- um. þetta sýnir lífsmátt góðs skáld- skapar. Hann flýgur á ósýnilegum vængjum inn í vitund jafnvel óbók hneigðra manna. „Ýfir kaldan eyði sand“, „Ólafur reið með björgum fram“ o. m. fl. af sama tægi er í einu snildarskáldskapur og þó barnameð- færi. Slík ljóð eiga að vera i fyrstu ljóðabók, sem ísl. bara fær. En hvar eru þau kvæði eftir Guðm. á Sandi og Bjarna frá Vogi, sem hafa þennan flugmátt? þau eru ekki til. þeir geta ekki gert slík kvæði. það eru aðeins hin miklu skáld sem tala þannig að öll þjóðin nemur ljóð þeirra. Nýju skólaljóðin eru úrval að þvi besta i skáldskap og' Ijóðaþýðing- um frá 10. öld, sem stálpuð börn og unglingar verða hrifin af. Vita skuld e.r það úrval ekki tæmandi, gat m. a. ekki verið það vegna rúms- ins. þar með cr játað að i þetta úr- val var ekki hægt að taka öll kvæði sem fullorðnum mönnum þykja best. Sum af bestu kvæðum Bjarna Thor- arensen og Einars Benediktssonar, eiga ekki erindi í neina barnabók. það bíður fullorðinsáranna að skilja þau og meta réttilega. En þær undan- tekningar eiga ekkert sammerkt við annað rímað mál, sem liggur óhreyft „j prentinu“ af því að engu barni eða skynbærum manni þykir nokkuð til þess koma. Báðir þessir menn hafa fundið að þeirri nýbreytni að raða kvæðunúm ekki eftir höfundum. það er gamla grýlan um vfirlitin. En skólaljóð eiga að vera til að vekja áhuga og að- dáun barna fyrir góðum skáldskap, cn ekki beinagrind úr bókmonta sögu. Eftir sömu reglu og vakir fyrir þessum vinum lélegs skáldskapar ætti trjágarður að vera þannig gerð- ur að í einum reit stæðu aðeins greinitré, hlynur í öðrum, linditré i hinum þriðja. En hingað til hafa list- elskir garðyrkjumenn forðast þessa aðferð. þeir vita að öll tilbreytni prýðir. Önnur aðfinsla fáfróðra manna í þessum efnum er sú, að ekki megi birta brot úr kvæðum í kenslubók. þetta er fjarstæða. Sum kvæði erp misgóð, þannig að ein vísan getur verið snildarverk, en önnur til muna lélegri, eða vegna efnis miður hæf í úrval. þannig er t. d. mjög oft brotalamir á sumum bestu kvæðum Matthíasar. Erfitt er að sjá að visa Bjarna um neflausa og augnalausa ósjónu Danmerkur eigi verulegt erindi til íslenskra barna. Heldur ekki sýnilegt hvaða menn, nema þá vinsnýkjur álíta nauðsynlegt að börn læri visur um að herja á flöskur oq glamra síaupum á kvöld- in, þó að slíkar hendingur séu i kvæði eftir Jónas, sem er gullfall- egt að öðru leyti. Enginn, sem hefði minsta snefil af þekkingu á viðhorfi barna gagnvart ljóðum myndi telja galla á barnabók, þó að þar sé ekki hinn þungi og heimspekilegi hluti kvæðisins „Guð minn, guð, eg hrópa“. Hitt. er annað mál, að þeir unglingar, sem hafa lært og orðið hrifnir af upphafi og niðurlagi þess kvæðis, muni er þeir eldast gjarnan vilja lesa kvæðið alt, og lesa þá meira í kvæðum Matthiasar. þriðja aðfinsla þeirra kumpána er aðdróttun um að útgáfa nýju skóla- ljóðanna muni vera gerð í gróða- slcyni. En þar hafa þeir félagar bitið nærri greninu. Nýju skólaljóðin eru 135 bls., með allmörgum vönduðum myndum. I skólaliandi kosta þau kr. 2,50. Gömlu skólaljóðin, sem Pétur Halldórsson gaf út, eru 6 bls. lengri, mvndalaus en kosta 3,50. Síðustu 6 blaðsiðurnar í þeirri bók kosta eftir því eina krónu. En uppgjafaprest- urinn mælir einmitt með þeirri bók, að hún þurfi að seljast upp!!. Jakob Smári bjó undir prentun í fyrra haust 100 kvæði. Sú bók er 44 bls. lengri en skólaljóðin, myndalaus og kostar 6,50, eða fjórum krónum meira. Og ekki fer betur fyrir Guðm. á Sandi, þegar kemur að bókaútgáfu hans. Kvæðaker það er hann gaf út í haust er 240 bls. og kostar 10 kr. Og skáld- sögur Guðm. frá í haust og hitti- fyrra, er önnur 188 bls. en hin 163 Báðar i kápu, með engum myndum. Kosta 5 kr. hvor, eða helmingi meira en skólaljóðin. Ef til vill sýnir ekkert betur eri þessar aðdróttanir um óhæfilegt verð á skólaljóðunum af hverju tægi árásir þeirra kumpána eru sprottnai'. þeim er sennilega jafnilla við hvort- tveggja að til sé á boðstólum góður ■ káldskapur og ódýr. Uppgjafapresturinn hefir þar að auki leitað að prentvillum, en ekki fundið þá einu sem skiftir rnáli, „ár“ i staðinn fyrir „ás í vísu eftir Hann- es Hafstein. .Tafnfraint opinberar „orðabókarhöfundurinn" _að hann kann ekki skil á hvar setja skal upphafsstafi í islensku máli, og ritar með upphafsstöfum sameiginleg heiti inn í miðri setningu. Er helst að sjá að maðurinn sé með öllu geng- inn i barndóm. Annað dæini bendir á hið sama. Hann vondskast út aí að orðið „föðurleyfð" sé ekki rétt notað í skýringu á lils. 114, en gætir þess ekki að þorst. Erlingsson notar orðið í sömu merkingu í tilfærðu þjóðkunnu kvæði (Arfurinn) á bls. 50, án þess að karlinn verði þess var. Enn eitt dæmi sýnir hversu fer, þegar menn sem ekkert vit hafa á einhverju efni, fara að leggja til málanna. Uppgjafapresturinn vill sýnilega, að þegar sagt er frá síð- ustu siglingu Eggerts Ólafssonar sé tiltekið frá hvaða bæ hann fór, en ekki nefnt héraðsheiti. Ef það hefði verið gert, myndu fjölmörg börn ekki hafa haft hugmynd um í hvaða firði Eggert druknaði. En Barða- strandasýslu þekkja flest börn, sem eitthvað vita, og þá er munað eftir Breiðafirði. Einmitt með þessu dæmi opinberar uppgjafapresturinn fávisku sína í kenslumálum. Hann vill týna saman sundurlaus smáatriði, en ekki stóru, skýru drættina. Á þann hátt mun liann sjálfur eitt sinn hafa verið forheimskaður, ef með hefir þurft að umbæta verk náttúrunnar. Og á sundurlausum, leiðinlegum smá- atriðum forheimska lélegir kennarar og kenslubókahöfundar meir en litið af uppvaxandi fólki liér á landi, þann dag í dag. Eg hefi hér notað ómerkilegt til- eíni til að rita um alvarlegt mál. Heimamentunin á þvi erfiðara upp di'áttar, sem fækkar fólki á heimilun- um. það nám sem Islendingum hefir best best gefist hingað til hefir verið meir og meir vanrækt á síðari árum. Á liinn bóginn hafa skólarnir sum- staðar næstum því að segja gert ilt verra, þar sem saman hafa farið andlausir kennarar og óheppilegar kenslubækur. þar sem æskan er ann- aðhvort vanrækt, eða gerð leið á námi með óheppílegum aðferðum, þarf ekki að búast við miklu sjálfnámi, eða framförum á fullorðinsárunum. Ef til vill er þetta mein ólækn- aiuli.. En til eru ennþá menn, sem ekki hafa gefið upp vonina. Allar þær tilraunir sem gerðar eru aí nokkurri reynslu og þekkingu til að gera námsbækur barna minna leiðinl.egar en þær hafa verið, eru spor í áttina. Og hin framsýna hug- mynd eins af kennurum háskólans að gefa út á hverju ári nokkuð af úrvalsritum, skáldskap og fræðibók- um í islenskri þýðingu, myndi, meir en auðvelt er að gera sér í hugar- lund, þoka fram á veginn hinni hollu sjálfmentun, sem verið hefir ljós á vegum íslendinga síðustu þúsund árin. J. J. -----0----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsgon. Prentsmiðjftn Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.