Tíminn - 27.11.1926, Síða 4
200
TlMlNN
Ný bók. Ný bók.
33i, t>i og blaka.
Kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, með mynd höfundarins.
Verð kr. 5',00 heft og kr. 6,50 bundin.
Fæst hjá öllum bóksölum.
í aðalátsölu hjá Prentsmiðjunni Acta h.f.
Notuð íslensk frímerki kaupir undir-
ritaður háu verði. Sendið frímerkin í
ábyrgðarbréfi. Greiðsla send jafnskjótt og
eg hefi móttekið merkin og athugað þau.
Innkaupsverðlisti sendur þeim er þess óska.
Bjarni Þóroddsson
Urðarstíg 12. Reykjavík.
mest þótti við þurfa. Fekst
steinhljóð á meðan sagt var frá.
En á eftir dundu yfir spum-
ingarnar: Hver hefir skrifað
þessa bók? Hvar fæst hún? Má
eg ekki biðja pabba og mömmu
að lofa mjer að kaupa hana?
Eg sagði sem var og játti síð-
ustu spurningunni.
Og þegar leyfi foreldranna
fekst, sendi eg pöntun. til Acta,
fekk bækumar og úthlutaði þeim
með bókhlöðuverði til allra bam-
anna. Nokkur hluti þessa æfin-
týris var einnig sagður börnun-
um í æfingabekk kennaraskólans,
áður en það var prentað. Hlaut
það einróma lof hjá bömunum.
Þetta er hinn merkilegasti
dómur, sem nokkur barnabók get-
ur fengið. Smekkur barna er frá-
bærilega næmur, svo að enginn
skyldi leyfa sjer að bjóða þeim,
það er þau velgir við.
Það sem mestu veldur um þetta
er að höf. fylgir bororðunum:
Mundu að bamið á að fá að vera
bam.
Frásögn og efnismeðferð er
einkar liðleg og fjörug. Málið er
lipurt og létt sem vera ber.
Og af því að þetta er æfintýri,
fullnægir það ímyndunarafli
bamsins. En einnig er þetta
dæmisaga, rík af siðbætandi dæm-
um, þó laus við væmni og vand-
lætingu.
Innihald æfintýrisins er bæði
góður og gleðilegur boðskapur, er
hljóðar svo: Það borgar sig alt
af að breyta vel, en hefnir sín að
breyta illa.
Af þessu á það jafnt erindi til
fullorðinna sem bama. Enda mun
það engu síður lesið af fullorðn-
um.
Og vegna alvörunnar, sem býr
undir niðri í æfintýrinu, vekur
það hugsun og veitir viðfangs-
efni. En þannig ber að rita bama-
bækur.
Það er reynsla þess, er þetta
ritar, að auðvelt er að koma inn
á hverskonar viðfangsefni, út frá
æfintýri þessu, bæði hvað náms-
greinum og dagfari viðkemur.
Ýmsa galla má sjálfsagt finna
á riti þessu. Tel eg það m. a.
ókost að efnisyfirlit skuli vanta.
Er þægilegt að hafa slíkt á
kenslubókum og kenna börnum að
nota það.
Setningar eins og „mikið var
hún falleg“, „mikið væri gaman“
o. s. frv., sem einhverjum þótti
miður góðar, er nokkuð sem ekki
er orð á gerandi, svo algengt er
þetta í mæltu máli.
Hitt tel jeg aftur galla, að
myrkt er yfir síðasta kafla bók-
arinnar, „Dísin“. Er eg ekki viss
um að allir renni grun í hvað höf.
á þar við.
Sumir munu telja ýmsar endur-
tekningar í frásögu galla á bók-
inni. En slíkt gefur frásögninni
sinn æfintýrablæ. Endurtekning-
amar eru og nauðsynlegar, þegar
skrifað er fyrir böm.
Þegar á alt er litið eiga höf.
æfintýrisins, málari myndanna og
útgefandi, þakkir skilið fyrir
bókina.
Það mun þykja of frekt að
segja, að sem flestir ættu að
lesa bók þessa, bæði vaxandi og
vaxnir. En það grunar mig, að
margan muni fýsa að eiga hana,
og þykja hún hentug til tæki-
færisgjafa. Og flestum foreldrum
og skólum mun reynast erfitt að
komast hjá að kaupa hana, ef
bömin vita, að hún er til. Enda
er hún ódýr.
Hingað til hefir hér verið
fremur skortur á mönnum, sem
kunna að rita fyrir böm. Það
gladdi mig mest, er eg las þessa
bók, að mér þótti sem hér væri
að vaxa upp maður, er gæddur
er slíkum gáfum. Má honum
koma að góðu haldi, að hann er
kennari.
Eg hlakka til næstu bókar frá
honum. Kennari.
----o-----
1
j BRITTANNIA
prjónavélamar eru ódýrastar.
Samband isL samvlnnufélaga.
Jón Þorl. og krónuhækkunin.
Stjómin hefir fundið að hún
stendur illa að vígi um þá sæng
er hún hefir búið bændum, út-
vegsmönnum, verkamönnum,
kaupmönnum og embættismönn-
um með krónuhækkuninni, en
verður með þögn að viðurkenna
að raunveruleikinn er þessi. En
til að afsaka sig lætur stjómin
útlenda blaðið skýra frá því að
eg álíti fall krónunnar skaðlegt
og hækkun skaðlega. í þessu
finnur stjórnin mótsögn.
Eftir þessu veit J. Þorl. ekk-
ert um hinn eina, alviðurkenda
tilgang peninga, þann að vera
óbreytanlegur verðmælir. Ef pen-
ingar hækka eða lækka svíkja
þeir tilgang sinn. Þeir eiga að
vera óbreytanlegir, eftir því sem
mannlegir hlutir geta verið.
Þess vegna eru allir menn í
öllum löndum, sem líta óhlut-
drægt á gengismálið, jafnt móti
öllum leik við að fella eða minka
verðmælinn, eins og að stækka
hann. Þeir vilja hafa verðmælinn
fastan og ósvikulan.
Hér á landi féll krónan fyrir
brask og óframsýnar fjárreiður
margra af helstu stuðningsmönn-
um Mbl., jafnvel eigenda þess.
Og þegar verst gekk leituðu sum-
ir af þeim atvinnurekendum við
sjóinn, sem nú hliðra sér mest
við að gjalda fé til almennra
þarfa, eftir að fella krónuna til
að frá bráðabirgðarlétti við fram-
leiðsluna. Sú aðferð þeirra að
minka krónuna, þ. e. svíkja verð-
mælinn, var jafn röng eins og
þegar inneigendur geymslufjár
vilja nú vegna lítilfjörlegra sér-
hagsmuna stækka krónuna, þótt
þeir með því leiði eyðileggingu
yfir þjóðina í heild sinni. Jón
Þorl. tvísté sjálfur er hann ski’if-
aði „Lággengi“ var þá að hugsa
um að vera með festingu, er hún
gæfi meii’i hluta. Aðstaða hans,
og hækkunar- og lækkunarmann-
anna í flokki hans er í þessu efni
jafn ámælisverð. Ósvikin, áhreyf-
anleg, áreiðanleg króna, þ. e.
eina úrræðið sem sæmilegt er að
óska eftir. Og það standa útgef.
þessa blaðs alt öðru vísi að vígi,
vegna framkomu sinnar í gengis-
málinu fyr og síðar, heldur en
„spekulantar“ Mbl. J. J.
Andar kalt. í blaði því sem gef-
ið er út af miðstjóm íhalds-
flokksins birtist grein mikil síð-
astliðinn laugardag um tekju-
skattinn. Meðal margs annars
sem þar er á borð borið, er það
gefið 1 skyn að mikið muni vera
um skattsvik í kauptúnunum og
svo er bætt við orðrétt svo „þó
að ekki séu eins mikil brögð að
skattsvikum þar og til sveita“.
Miðstjóm Ihaldsflokksins, sem
ábyrgð ber á blaðinu gerir enga
athugasemd við þessa ógurlegu
aðdróttun, sem bændastéttinni í
heild sinni er rétt. Er nú rétt að
fara að dæmi Kr. A„ sem blað-
inu stýi'ir og tekið hefir grein
þessa til birtingar, og skora eg
hérmeð á h^ftn að nefna einhver
einstök dæmi um það að íslenskir
bændur svíki skatt. Heiti hann
minni maður ef hann leyfir að
birta slíkar glæpaaðdi’óttanir, án
þess að geta nefnt einstök dæmi.
— Þá er stungið upp á því í
greininni og enga athugasemd
gerir miðstjóm íhaldsflokksins
við það, að hafa „frádrátt vegna
bama hærri í kaupstöðunum en
úti um landið“. Er gott að þeir
bændur „úti um landið“, sem lát-
ið hafa glepjast, til að hugsa til
fylgis við íhaldsflokkiim finni
hinn kalda andgust sem á þá
leggur fi'á aðalmálgagni Ihalds-
flokksins og vissulega munu þess-
ar kenningar báðar, sem nú hafa
verið nefndar, talaðar út úr
hjarta helstu manna Ihaldsflokks-
ins. Tr. Þ.
Prentvilla? Ihaldsmenn í Hafn-
arfirði hafa stofnað pólitiskt fé-
lag. Segir Morgunblaðið að fé-
iagið heiti: „Fram“. Giska flest-
ir á að um prentvillu sé að ræða
og muni félagið raunar heita:
„Aftur“, samkvæmt eðli og mál-
efnum. — Enn aðrir halda að I-
haldsmenn séu orðnir svo hrædd-
ir við Ihaldsnafnið að þeir muni
vilja sem tíðast afneita því.
Búvísindi. Valtýr segir frá því
nýlega í Morgunblaðinu að búið
sé víðast að taka lambfé á gjöf
austanfjalls. Er það eftir öðrum
búvísindum hans að ætla að sauð-
burður standi yfir í fyrstu vetr-
arvikum.
Gísli Guðmundsson gerlafræð-
ingur er nýkominn heim úr Nor-
egsfei’ð sinni, sem áður hefir ver-
ið getið um hér í blaðinu. Lætur
hann hið besta yfir. Mun Tíminn
mjög bi’áðlega flytja frásögn
hans um ferðina.
Fiönsk söngkona frá Parísar-
sönghöllinni, frú Germaine le
Senne, er nýkomin hingað til
bæjarins og hélt fyrstu hljóm-
leika sína í Nýja Bíó í fyrra-
kvöld. Era sjaldsénir hér, noi'ð-
ur við heimsskaut, franskir
listamenn, og er það dugnaður
mikill er kona tekst slíka ferð á
hendur um hávetur. Jafnframt
hefir hún gert landi sínu mikixm
sóma með komunni. Frúin er há-
mentuð kona í sönglist sinni og
um alt göfugur fulltrúi þeirrar
þjóðar sem talin er að standa
öllum framar í háttprýði.
Oddeyrarsalan. Mikið er um það
mál talað á Akureyri. Bærinn
vildi fá eignina keypta, en þá
hleypur einn úr bæjarstjórinni,
Ragnar Ólafsson, í kapp við bæ-
inn og kaupir eignina í laumi.
Er hann alment áfeldur fyrir til-
tæki sitt. Heyrst hefir að bæjar-
búar vilji taka eignina aftur lög-
námi og þá binda sig við fast-
eignamatið, til að forðast það að
bærinn verði féflettur, því að
marga grunar að það sé ætlunin.
„Rökvísi“ mun það kaUast, sem
fram kemur í aðalmálgagni
íhaldsflokksins, út af kosning-
unni í Dölum. Af þeirri forsendu,
sem opinber varð þegar atkvæð-
in voru talin, að frambjóðandi
Ihaldsflokksins, besti maðurinn
sem flokkurinn gat fengið, fékk
ekki einu sinni 20% af greiddum
atkvæðum, dregur Kristján Al-
bersts-on þá ályktun að næst sé
ÍKaldsmaður viss í Dölum! Með
þeirri rökfærslu mun hann telja
sér mörg kjördæmi viss næst.
Þingvallanefndin er nú fyrir
nokkru tekin til starfa. I henni
eiga nú sæti fimm menn: Ásgeir
ísgeirsson (ritari), Jóh. Jóhann-
esson (form.), Jónas Jónsson frá
Hriflu, Magnús docent og Sigurð-
ur Eggerz. Nefndin starfar launa-
laust. Aðstoðarmaður hennar er
Jón Sigurðsson skrifstofustjóri
Alþingis.
DÝRAFRÆÐI
eftir Jónas Jónsson, þriðja og síð-
asta hefti. Verð 2,50. Fæst í Rvík
hjá Guðm. Davíðssyni, Arinbirni
Sveinbjamarsyni, Þorst. Gísla-
syni og Þórami Þorlákssyni en út
um land hjá nálega öllum kaup-
félögum og nokkrum bóksölum.
íslendingahúsið í Osló. Landi í
Osló, J. Eyjólfsson ljósmyndari,
sem lengi hefir verið þar búsett-
ur heíir hafist handa með að
safna fé í íslendingaheimili í Osló
og orðið vel ágengt, enda notið
til þess styrks marga góðra
manna þar í landi. Nú hefir
nefndin, sem veitir samtökunum
forstöðu, gefið út einkar myndar-
legt jólahefti. Það heitir Norrön
Helg. Fæst hjá öllum bóksölum
og kostar kr. 2,50. Af íslending-
um rita í þetta hefti Th. Thor-
oddsen, Sig. Nordal, Matth. Þórð-
arson og Ögm. Sigurðsson. Frá
Norðmanna hálfu rita í heftið
sumir af þektustu rithöf. þeirra,
t. d. Bojer, Paasche og Sigrid
Undset.
Leikfélagið leikur nú „Tengda-
mömmu eftir Kristínu Sigfús-
dóttur. Sýndi það sig að bæjar-
búum féll ekki leikrit Pirandellos
„Sex vemr leita höfundar“.
Um síðastliðna helgi fékk Eim-
skipafélag Islands skeyti frá
Lagarfossi, sem var í Atlants-
hafinu á ‘ leið til Englands, þess
efnis, að maður hefði horfið af
skipinu á laugardagskvöld. Talið
er víst að maðurinn hafi með
einhverjum hætti fallið útbyrðis.
Hann hét Ingólfur Einarsson og
var frá Tóftum á Stokkseyri,
ókvæntur og á besta aldri.
Skipstjórinn á varðbátnum
„Trausti“ kærði skipstjóraim á
„Júpiter“ fyrir ólöglegar veiðar í
Garðssjó í sumar. Réttarrann-
sókn hefir staðið yfir í Hafnar-
firði núna undanfarið. Kveðst
skipstjóri Júpiters ekki hafa ver-
ið í landhelgi og fór Þór suður í
Garðssjó til þess að mæla þau
mið sem Júpiter hafði verið á,
og sýna mælingamar að eftir
sögusögn skipstjórans á Júpiter
hefir skipið verið utan landhelgis-
línu, en eftir því sem skipverjar
á Trausta segja hefir Júpiter
verið fyrir innan línu. Hvorir-
tveggja hafa unnið eið að fram-
burði sínum og má búast við tals-
verðum málarekstri ennþá, áður
en endanlegur dómur getur fallið í
málinu.
Talning landskjörsatkvæða fer
fram 2. des. n. k. Munu atkvæð-
in úr Norður-Múlasýslu koma með
„Esju“ eða „Nonna“, sem eru
væntanleg eftir helgina, og eru
það síðustu kassarnir að undan-
teknum kössunum úr Barða-
strandarsýslu, sem „Þór“ kemur
með núna einhvern næstu daga.
„Við fótskör meistarans“ heit-
ir bók, sem gefin var út fyrir
nokkram áram og hlaut svo miklar
vinsældir, að hún seldist upp á
tiltölulega skömmum tíma. Er
bókin eftir Alcyone (Krishna-
murti), en þýðinguna gerði Jón
heitinn Aðils prófessor. Nú hefir
bók þessi verið endurprentuð og
verður send út um land með
BLf. Jód
IMIill-Lxr
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Jón Sigmundsson gnllsmiðnr.
Sími 88S. — Laugaveg 8.
Vagnhjól
frá Moelven Brug, Moelven.
Fyrirliggjandi
Samband ísl. samvinnufél.
WMGLEYS
piparmyntu plötur
Ef þjer hafið
ekki reynt P. K.,
þá kaupið tvo
pakka.
Reynið sjáifur
annan og gefið
börnunum hinn,
þeim þykir þær
Ifka góðar.
Bæta melting-
una, tennurnar
— og ef þarf —
skapið.
Jörðin M j ó a n e s
í Þingvallahreppi er til sölu og
laus til ábúðar í næstkomandi
fardögum. Jörðin er vel hýst og
ein af bestu veiðijörðum sunnan-
lands. Væntanlegir kaupendur gefi
sig fram við undirritaðan eiganda,
eða Geir Sigurðsson, Vesturgötu
26 í Reykjavík.
Mjóanesi 20. nóv. 1926.
Ásmundi Kristjánsson.
Aldrei brugðust bækurnar
bóndanum upp til dala,
þegar við enga aðra vai’
ómaksvert að tala
segir Stephan G. (Andvökur IV).
Nú er hlé á í blessaðri pólitíkinni,
Jón á Ystafelli er kosinn — eða
ekki kosinn, við því er þá ekkert
að segja héðan af. Nú þurfið þið,
„bændur upp til dala“ að fá ykk-
ur Menn og mentir til að lesa;
ykkur mun ekki bregðast það, að
þar fáið þið góða málvini. Látið
ritstjóra, sem sinna ekki stór-
viðburðum í bókmentalífi þjóðar-
innar, eins og útkomu IV. bindis
Manna og menta, eiga sína póli-
tík, þið lesið Menn og mentir í
staðinn! Hjá næsta bóksala við
ykkur getið þið fengið verkið.
Esju. Mun mörgum þykja vænt
um að fá hana fyrir jólin.
Stórmerkilegt rit um íslenskar
ættir, einkum á miðöldum, hefir
Steinn Dofri sent heim, og verður
vonandi prentað áður en langt um
líður. Varpar hann á mörgum
sviðum nýju og merkilegu ljósi
yfir miðaldasögu Islands.
Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson.
Prentsm. Acta.