Tíminn - 04.06.1927, Blaðsíða 4
100
TIMINN
Framh. af 1. síðu.
heldur en nokkxir aðrir menn.
Þeir eru í verki hættulegxistu
innlimunarmenn, seon lifa nú á
ísiandi.
ísland þarf að vera skuldlaust
árið 1943, hvað sem þá kann í
að skerast. Jón í»orl. sagði, lík-
lega óvart, á fundi é Austur-
landi vorið 1925, að hann vildi
þetta sama. En hann tók það
aftur í orði, og braut á móti því
í verki. Hann fjötrar landið með
hverju stórláninu eftir annað. 1
fyrra 3 miljónir. í vetur 9 milj-
ónir. 1 vor eða sumar 4—5 milj-
ónir. Sannarlega er vel að verið.
Næsta verkið er að koma jafn-
vægi á fjárhagslífið í landinu.
Gengismálið er stærsti liður þess
máls. Nú vita allir að stefna
þessa blaðs er það eina, sem
leitt getur þjóðina út úr ógöng-
unum. Fast gengi og verðlag inn-
anlands í samræmi við verðgildi
peninganna er hixm eini grund-
völlur undir heilbrigða fram-
leiðslu.
Þriðja sporið er ræktun lands-
ins og býlaíjölgun á x-æktarlandi,
og um leið skipulag á sölu sjáv-
arafurða, einskonar samvinnufé-
lagsskapur, sem tryggir sjávar-
fólkinu réttmætan arð vinnu
sinnar. Þá myndi hverfa sú fjar-
stæða, sem nú viðgengst að fjár-
brallsmenn eyði of fjár úr bönk-
unum í tekjuhalla-framleiðslu.
Framtíðin er í því fólgin að
gera þjóðina frjálsa í fjármálum,
stjómmálum og menningu.
J. J.
o-----
ÍilSÍBf.
Jón Þorl., blöð hans og fylgj-
endur hæla sameiginlegum afrek-
um sínum við að bæta fjárhag
landsins.
í hverju er þetta afrek fólgið?
Hvenær versnaði fjárhagurinn?
Undir stjóm Jóns M. og M.
Guðm. Árið 1921 mitt í fjármála-
ráðherratíð M. G. eru skuldir
landsins orðnar 16 miljónir. Þeir
ráðherrar skilja við landið með
stórmiklum tekjuhalla á fjárlög-
um og alveg tómum landssjóði.
Þó að þeir sem settu landið á
höfuðið gerðu eitthvað til að
bæta úr því tjóni, sem þeir eru
beint valdir að, sýnist ekki verð-
skulda sérstakt þakklæti.
Á þingi 1924 komu tveir af
andstæðingum íhaldsins með
tekjuaukafrumvöi’p, er hafa gef-
ið landssjóði þær tekjur, sem
Þrjór kýT og
Alfa-I^al
skilvilda eru þyngri á metunum
en fjórar kýr án skilvindu.
ALFA-LAVAL skilur engan
rjóma eftir í undanrennunni; það
er því gróðavænlegra að kaupa
ALFA-LAVAL skilvindu en að
bæta við sig fjórðu kúnni.
Snúið yður til Sambandskaup-
félaganna, sem gefur yður allar
nánari upplýsingar.
Samband ísL Samvinnufélaga.
gengið hafa til að minka um
helming skuldasúpu þá, «em
stjómleysi Jóns M. og M. Guðm.
hafði steypt þjóðinni í.
Ef nokkur á skilið þakklæti*
fyrir að ríkisskuldin hefir mink-
að, þá eru það andstæðingar
íhaldsins, sem sjá leiðir til að afla
fjár í landsjóð, en sérstaklega
gjaldendur landsins sem hafa
borgað þessa miklu skatta um
stund.
En samhliða þessu hafa for-
kólfar íhaldsins tekið stórlán
handa bönkunum, sem þeir hafa
aftur lánað út í togarabrask
Mbl.manna. En sá atvinnuvegur
gengur nú svo hörmulega að ár
eftir ár exn stærstu útgerðar ■
fyrii-tækin, þau sem njóta þessa
dýrkeypta lánsfjár, í svo bág-
bornu ástandi, að þau greiða ekki
einn eyri til landssjóðs í eigna-
og tekjuskatt.
Mönnum finst mikið að með
hinum gífurlegu sköttum er bú-
ið að endurborga liðugar 10 mil-
jónir af skuldunum. En menn
gæta ekki að því, að í vetur voru
eftir í bönkunum 8 miljónir
óborgaðar af enska láni Magn.
Guðm. Sömuleiðis er því of oft
gleymt að íslandsbanki skuldar
póstsjóði Dana um 6 miljónir ísl.
króna, sem lenti til Mbl.manna í
tekjuhallaatvinnurekstur í fjár-
málaráðherratíð M. Guðm.
Menn gleyma því, að í vetur
tók Jón Þorl. 9 miljónalán sem
getur orðið að eyðslueyri, ef hart
er í ári. Það getur farið á eftir
enska láninu frá 1921, 4—5 mil-
jónaláninu frá 1921, 6 miljónapóst
sjóðsláni frá 1921, 4 miljónunum
Herkules
sláttuvélarnar
og rakstrarvélarnar
eru komnar.
Samband íslenskra
s amvinnufélag' a.
íava tðöT
H.f. Jón
* Co.
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
iiji^ með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Jón Sigmnndaaon gnHanMhur.
Styrktarsjóður ekkna og' munaðarlausra barna
Sími 388. — Laugaveg 8.
Islenskra lækna.
tJr sjóðnum koma kr. 700.00 til úthlutunar á þessu ári. —
Skipulagsskrá sjóðsins mælir svo fyrir, að styrkur, sem veitist
ekkju, skuli að jafnaði eigi vera minni er kr. 300.00, en kr.
100.00 handa munaðarlausu barni. — Skriflegar umsóknir um
stýrk úr sjóðnum sendist formanni sjóðsins, Þórði lækni Thor-
oddsen, fyrir 15. ágúst næstk., og fást hjá honum eyðublöð undir
styrkbeiðnir.
Reykjavík, 1. júní 1927.
Þ. J. Thoroddsen Þórður Edilonseon
p.t. formaður. p.t. ritari.
Gunnlaugur Claesaen
p.t. gjaldkeri.
sauðfjárræktarráðunautar Búnaðarfélags Islands er laust til um-
sóknar. Byrjunarlaun 3000 kr. á ári, auk ,dý1-tíðaruppbótar, sem
er sú sama og annara starfsmanna ríkisins. Launin hækka á
þriggja ára fresti um 300, 300 og 400 kr. upp í 4000 kr.
Umsóknarfrestur til 1. september n. k.
l$úaada.rfélag> íslamds.
til 20 ára frá 1924. Fyrst alt
þetta er farið í botnlausa skulda-
hít, þá má búast við að sama
verði niðurstaðan enn. Jón Þorl.
vildi ekki iíta við minni lánsheim-
ild en 9 miljónum nú í vetur. Ein
miljónin hvarf með góðu sam-
þykki hans upp í gamla skuld Is-
landsbanka ytra. Og er ástæða til
að vera viss um að hin báglega
stöddu útgerðarfélög, sem ekkert
geta borgað í eignar- og.tekju-
skatt, geti endurgreitt gamlar og
nýjar skuldir?
Ekki bætir það viðrétting f jár-
hagsins, að íslandsbanki mun
hafa skuldað um 5 miljónir
snemma á árinu utanlands vegna
viðskiftavina sinna. Viðrétting
fjárhagsins er því miður næsta
lítil. Skuldimar út á við eru alt
af að vaxa. Eyðslulánin eru þar
tekin í góðæri og harðæri.
Enska lánið hans Magnúsar G.
er að mestu óborgað. Það voru
100 kr. á mann í landinu, jafnt
gamalmenni og smáböm í vöggu.
Á 10 manna heimili lagði M. G.
1000 kr. skuldabagga. Lán Jóns
Þorl. frá í vetur er þó ekki nema
90 kr. á hvem mann og 900 á
jafnstórt heimili.
Skilja búmenn landsins þá
viðréttingu á fjárhagnum, sem
fólgin er í þessum lántökum? Er
það ekki blóðugt spott af íhalds-
blöðunum að hæla þeim, sem hafa
sett landið á höfuðið, fyrir við-
reisn fjánnálanna? J. J.
----o----
Mbl. fárast yfir að Framsókn-
arflokkurinn skuli vilja leyfa
Gullbringu og Kjós að vera sér-
stakt kjördæmi. Með slíkri breyt-
ingu geta bændurnir þar notið sín
Hvað eftir annað hafa vel mentir
og greindir bændur íieynt að vinna
kjördæmið. En alt af hefir það
Best. - Odýrast.
Iimlent.
Ný bók!
Ludvig G-uðmundsson:
Yígsluneitun biskupsins.
Fyrirlestrar og blaða-
greinar um vígsluneitunari
málið og trúarlífið í land-
voru. 124 blaðs. Verð kr.
3,50. Sendist gegn póstkr.
burðargjaldsfrítt, hvert á
land sem er. Kaupendur
trúmálaritsins „Straumaru
fá bókina fyrir kr. 2,75.
Pantanir má senda til höf.
eða ritstjórnar „Straumau,
Reykjavik. >
fallið í hlut kaupmánna og þeirra
sinna, nú um langt skeið. Bænda-
valdið hefir jafnan beðið ósigur
fyrir kaupstaðarvaldinu í Gull-
bringu og Kjós, og þar hefir að
sjálfsögðu munað mest um Hafn-
arfjörð.
En um leið og Hafnarfjörður
er slitinn frá koma að sjálfsögðu
þrír flokkar til greina: Bændur,
spekúlantar og verkamenn.. Eft-
ir skiftinguna geta bændur unnið.
A.
Ritstjóri Tryggvl Þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta.
u
lingafræðslunni þokað áfram með
hröðum skrefum. Laugaskóhnn
var bygður og Amór Sigurjóns-
son skólastjóri og Jón í Ysta-
felli skólanefndarformaður hafa
mótað kenslu og vinnu skólans á
þann hátt að þar með virðist í
aðalatriðum leyst 4r þeim mikla
vanda hvemig ungmennaskólar
landsins eiga að vera. Samhhða
hefir ahur Framsóknarflokkurinn
beitt sér fyrir að bæta aðstöðu
héraðsskólanna á Núpi og Hvít-
árbakka.
Sérstakri grein uppeldisumbóta
hefir stórum þokað áfram með
óskiftum stuðningi Framsóknar-
manna. Það er húsmæðrafræðsl-
an. Kvenfólkinu hafði að mestu
verið gleymt. En á þingi 1923
bóru tveir Framsóknarþingmenn
fram frv. um húsmæðrafræðslu á
Staðarfelli. lhaldið eyddi því. Þá
þokuðu áhugamenn flokksins
málinu í það horf að vel lærð
kona leigði Staðarfell og starf-
rækti þar húsmæðraskóla með
styrk af ríkisfé. AUir stjómar-
andstæðingar í báðum deildum
hafa stutt þetta mál, ár eftir ár
og einn íhaldsmaður Jón Auðunn
Jónsson. Hefir honum í því máli
farið vel og drengilega. En ann-
ars hafa aUir íhaldsmenn verið
umbót þessari andvigir og sumir
fjandsamlegir.
Blönduósskólinn hefir tekið
miklum framförum á síðari árum.
Á þingi hefir einn íhaldsmaður,
Þórarinn á Hjaltabakki beitt sér
fyrir hagsmunum skólans og aUir
Framsóknarmenn. Nú síðast í
vetur kleip íhaldið í Ed. 2000 kr.
af styrk í rafmagnsstöð við skól-
ann, móti atkvæðum Framsóknar.
Þingeyskar konur hafa í 20 ár
safnað fé til húsmæðrafræðslu.
Vildu þær nú byggja lítið og lag-
legt hús á Laugum, hita það með
heitu vatni og kenna 12—14
stúlkum húsmóðurfræði. Þær
báðu um 11 þús. kr. styrk úr
landssjóði, en ætla að leggja
fram 3/5 á móti. Allir Framsókn-
armenn í báðum deildum studdu
þessa sjálfsögðu umbót, en
íhaldsmenn eyddu málinu með
flokksofbeldi.
Síðustu átökin um kvenna-
mentun urðu í sambandi við hús-
mæðrafræðslu á Hallormsstað.
Austfirðingar vilja fá húsmæðra-
deild fyrir fjórðung sinn á þeim
undurfagra og heilnæma stað.
Annar af landkjömum fulltrúum
Framsóknarmanna bar málið
fyrst fram á Alþingi í fyrra.
Ihaldið svæfði það þá. I vetur bar
Ingvar Pálmason fram frv. um
málið. Allir íhaldsmenn í Ed.
gengu á móti og af málinu dauðu.
Merkileg var aðstaða flokkanna
til byggingar á Eiðum. Sá héraðs-
skóli var mjög aðþrengdur vegna
húsleysis. Á þingi 1924 beittu
austanþingmenn einkum Sveinn
og Halldór sér fyrir málinu. Tókst
þeim að fá 56 þús. kr. fjárveit-
ingu í bygginguna, samþyktu í
Nd. Allir stjómarandstæðingar
studdu málið, en allir íhaldsmenn
í Nd. að einum undanteknum,
sem var í það sinn fulltrúi Norð-
mýlinga, greiddu atkv. á móti.
Sást best á því hve lítið ant
íhaldsflokknum er um að sveit-
imar geti fengið hollar og ódýrar
uppeldisstofnanir fyrir sig.
Átakanlegt dæmi um blindni
íhaldsstefnunnar er gremja sú, er
hljóp í Bjöm* Líndal, fulltrúa
Akureyrar, þegar einn af flobks-
bræðrum hans, í eitt skifti,
gredddi atkvæði með eflingu Ak-
ureyrarskólans. Lá við að Lín-
dal beitti líkamlegu ofbeldi við
manninn. Aðrir þingmenn myndu
hafa litið svo á, að með því að
efla ög bæta skólann væri Akur-
eyri bæði sýndur sómi og gert
gagn í nútíð og um langan ókom-
inn aldur. En Líndal fann aðeins
til haturs og gremju við þá
menn sem vom að vinna kjör
dæmi hans til vegsauka, og sem
venjulegir og sæmilega skynsamir
menn hefði kunnað þakkir fyrir.
7. Atvinnulifið. Þar hafa orðið
mestu átökin og þar bíður mesta
vandamálið úrlausnar. Fram-
sóknarflokkurinn reyndi eftir
föngum að vinna á móti falli
krónunnar, enda var hrun hennar
eingöngu að kenna hinni fjar-
stæðu seðlaútgáfu íslandsbanka
og hóflausu braski við sjóinn. En
eftir að krónan var fallin niður
í hálfvirði fór málið að horfa
öðru vísi við. Þá var um tvent að
gera. hækka krónuna aftur og
eyðileggja með því alt at-
vinnulíf í landinu um óákveð-
inn tíma, eða að stöðva krónuna
þar sem hún var komin, gera þá
mynt fasta og innleysanlega, og
óbreytanlegan verðmæli. Með þvi
mátti bjarga atvinnulífinu. Sú úr-
lausn studdist við meðmæli hinna
hæfustu fjármálafræðinga í
heimi. Framsóknarflokkurinn
hallaðist að þessari lausn. Jón
Þorl. hefir dregið samherja sína
inn á gagnstæða braut. Stefna
hans hefir sigrað í bili — en um
leið eyðilagt atvinnulíf lands-
manna. Nú virðist vera fram-
undan meira fjárhagshrun og
kreppa en nokkur núlifandi mað-
ur í landinu hefir þekt áður.
Náttúran hefir ekki skapað þetta
hallæri. Jón Þorláksson hefir með
misskilinni fjármálastefnu búið
til hallærið. Og svo undarlega vill
til, að hann virðist hafa skaðað
alla, bæði samherja og andstæð-
inga. Allir bændur vita um neyð
landbúnaðarins, um að skuldim-
ar standa í stað, en krónumar
sem búin gefa af sér, fækka um
leið og hin svokallaða hækkun
gerist. Embættismenn segja sömu
sögu. Þeir eru í þann veginn að
gera uppreisn út af hörmungar-
kjörum sínum. Krónuhækkunin
veldur vandræðum þeirra. Stærstu
útgerðarfélögin eins og Kveld-
úlfur og Islandsfélagið borga ekki
einn eyri í tekju- eða eigna-
skatt nú í ár, og má þá vænta,
að þröngt sé fyrir hjá minni út-
vegsmönnum. Krónuhækkun Jóns
Þorl. er meginástæða til þessarar
hvoðalegu afkomu. Kaupmennim-
ir hafa aldrei haft verri aðstöðu
en nú, svo sem vænta mátti þeg-
ar hallæri sverfur að almenningi.
Krónuhækkunin veldur líka neyð
kaupmannanna. Frammistaða
Jóns Þorl. í gengismálinu er slík,
að óhugsandi er að nokkur óvin-
ur íhaldsflokksins hefði getað
gert hinum einstöku flokksmönn-
um meira tjón, þó hann hefði
beinlínis óskað eftir, heldur en
Jón hefir gert. Þannig er dómur
reynslunnar. íhaldið er búið að
koma þjóðinni svo á kné, að mörg
ár mun þurfa til að rétta við,
þótt nú væri skift um stefnu.
J. J.