Tíminn - 22.12.1928, Qupperneq 1

Tíminn - 22.12.1928, Qupperneq 1
©Jaíbtet •$ <4§rei6»lama5ur Cimans er X.annpeig þorsieinsöóttir, fxSHhanöstjítsttiu, Sstffjavit. ^.fgreibsía Cimans er t 5amban6s!jíistnu ©pin öaglega 9—(2 f. i). 5ínti $96, Xn. ár. Reykjavík, 22. desember 1928. Guðsdýrkun Sólhallabúa (Brot úr sefintýri). Borgin Sólhallir er fom og fög- ur. Mennimir, sem reistu fyrstu múrana á hæðunum, gáfu henni þetta nafn, af því að geislamir, sem morgunsólin varpar dag hvern yfir austurbrúnir, flóa jafnan fyrst um þök borgarinnar og fögur torg. Og á hverju kvöldi tekur borgin á móti hinstu sól- kveðju. tJthafið rís og fellur úti fyrir vesturmúrum borgarinnar, ýmist bjart og brosmilt, þungt og þög- ult, ellegar það dunar í ægilegum krampatogum upp að h&fnargörð- unum. 1 hafsogum óveðursnótta berast inn yfir borgina andvörp þeirra manna, sem láta lífið í at- vinnubaráttu á hafinu. — Þá er klukkum borgarinnar hringt og messur sungnar fyrir sálum þeirra, er velkjast í ölduróti hafs- ins, lífs eða liðnir. 1 leynum hjartnanna er háð hið þögula stríð þeirra, sem sviftir eru ást- vinum. Við arinn heimilanna er beðið og blessað, en tárdöggvar falla yfir blómslcrúð minninganna. 1 norðri rís fjallgarður eins og hálfluktur skjólfaðmur um borg- ina: Skógarhlíðai- með hamrabelt- um hið efra, en að baki jöklar, sem ,ypta hvítskygðum tindum við heiðloftinu. Mönnunum, er reistu borgina og réðu um málefni hennar, hafði verið „gefin andlig spekðin“, svo að þeir skildu hlutverk sitt eigi einungis „jarðligri skilningu“, heldur voru þeir og gæddir æðra skilningi lífsins. — Ungir höfðu þeir verið bornir í hvítavoðum fram á guðs altaii og vígðir kær- leikanum og fegurðarvonum mannanna. Og þeir vissu að líf Jarðaihúa, staii' þeirra og nautn- ir, sigrar þeirra og ósigrar eru ekki takmörk einstaklingslífsins, heldur áfangi á leiðinni til fyrir- heitna landsins, bak við rökkur- tjöld dánarheima. Skipulag borgarinnar alt, bygg- ingaxstíll og húsagerð er ekki miðað fyrst og fremst við fjár- gróða og lífsnautnir, heldur við sívaxandi leit matinannft og þrá eftir fegurð og tilbeiðslu. Borgin er reist í misterisstíl. — Svip- miklar, skrautmeitlaðar húsaraðir, þar sem tum rís af turni, lykja um götur og torg. Strætin verða eins og súlnagöng í skrauthöllum. Á fegurstu hæðiimi í miðri borginni gnæfir einstök bygging. Það er guðshús Sólhallabúa; fög- ur og furðuleg mannasmíð. Af bjargföstum grunnfleti rísa gild- ar súlur og bergstabbar, sem bera uppi hvelfingar og tuma. Undir fögmm þakbrúnum hvelfast súlnagöng og dyrabogar öllum megin musterisins. En í miðjum höfuðsal, undir meginhvolfi, rís háaltarið með þrepum, bænastúk- um og handriðum upp að efstu grátum. — 1 turnspírum muster- isins hvísla strenghörpur máli vindanna og söngur stjamanna ómar . um hvelfingamar. En í speglum tumaxma brotna sólar- geislamir gegnum litrófsgler og ljósahjálma, svo að þvílíkast er sem dýrlegu litskrauti rignj yfir öltum, kapellur og súlnaraðir. Þvílíkt er guðshús Sólhallabúa, ramgert og tígulegt; smíðað með sórkannilegtri hwttí en annarn- staðar í kristnum heimi. öldum saman hafa borgarbúar lagt á fótstall musterisins fé það, er aðrir menn nota til munaðar og óhófsnautna. Og af þessum fóm- argjöfum hefir musterið risið og önnur skrauthýsi borgarinnar, eftir því sem fegurstir hafa orð- ið draumar listamanna þeirra og guðsdýrkenda. Og guðsdýrkun Sólhallabúa er, eigi síður en musteri þeirra, sér- kennileg og með öðrum hætti en annarsstaðar gerist í kristnum heimi. Þið haldið máske, að hver flokkur sé að einangrast þar með sértrúarkreddur og liggi síðan í erjum og þrætum út af auka- atriðum? Fjarri fer því. I Sól- höllum er hver maður áreitnis- laus og óáreittur í trúarefnum. öll trúarbrögð, sem efla siðfágun og hreinleik hjartans, eiga þar griðland, hversu sem leiðir grein- ast um hugsun og skilning. Þar finna allir í hjarta sínu og skilja af rökvísi hugans, að guð er einn. Þessvegna hafa þeir reist hið mikla musteri til sameiginlegrar guðsdýrkunar. Og þegar hinar geisivoldugu klukkur musterisins taka að hringja, þyrpast borgar- búar að hvaðanæfa, upp gang- þrepin, sem liggja fyrir öllum hliðum musterisins langt neðan úr hæðinni, upp að musterisdyr- unum, sem horfa í allar fjórar höfuðáttir út til mannanna bama. Og í forsölum musterisins hljóðna allar raddir, af því að staðurinn er heilagur. Enginn má líta há- altarið, án þess að hafa laugað andlit sitt, hendur og fætur í tár- hreinu vatni Norðurfjalla, er streymir eins og lindir úr bergi í forsölum musterisins. Á gólfum og þrepum eru þykkar ábreiður, svo að eigi heyrist fótatak manna, er þeir ganga berfættir ixm að há- altarinu eða um kapellur og svalir hússins. Enginn fátækleg orð, brenglaðar eða staðar hugsanir trufla guðsdýrkun hjartans og og hátíðarbrag sálarinnar. Hljóðir og alvörugefnir krjúpa menn að ölturum musterisins og þjóna guðsdýrkunarþrá hjarta síns hver eftir þörf sinni og getu. 1 hljóm- hvelfingum musterisins hefst samleikur hljómsveitanna, þar sem orgelin eru svo sterk, að súl- urnar nötm og strengleikarnir mildir eins og andardráttur bama. En á milli hníga djúpar þagnir yfir hinn biðjandi lýð. Og guðsdýrkun Sólhallabúa er ekki einungis bundin við hátíðir og stórmessur, heldur er hún dag- legur hluti af lífi þeirra. Hvem dag og á öílum tímum dags og nætur er mannkvæmt í musteri guðs og hljóð andvörp stíga þar til hæða. — Við rismál, er klukk- urnar hringja og boða komu dagsins, þyrpast menn til must- erisins, til þess að fagna upprás sólar og skírast í litregni fyrstu geislanna úr hvelfingum hússins. Og hugfangnir hverfa þeir þang- að, er sólin hnígur í misturblikur hafsins í vestri og dumbmuðir geislamir hríslast um siUur og þrep eins og gullbryddingar. Þá reifast musterið heilagri fegurð. Sólhailarbúar elska sólina óum- ræðilega mikið. Sólhvörfin eru mest fagnafterhátlð í Iífi þsdrm. Þá hefur vorið göngu sína langt suður í heimi, norður á bóginn. Og hátíðin er einnig æðst allm hátíða, sem helgaðar em meistara meistaranna, Jesúm Kristi. Ykk- ur, sem þekkið ekki annað en venjulegt jólahald kristinna manna, mun veitast örðugt að skilja, með hverjum hætti jólin geta orðið þvílík, sem í Sólhöll- um. Þó er skýringin einföld. Sól- hallabúar gera tilbeiðslu og þakk- argerðir að höfuðatriði en ekki kröfur, munað og óhófsemi í þjón- ustu líkamsnautna. Hvert og eitt heimili þeirra er gert að musteri sólhvarfahátíðarinnar. Klukkur musterisins kalla með aukn- um dyn út í kyrð næturinnar og borgarbúar skunda til guðsþjón- ustu. I djúpri þögn krjúpa þeir að háaltari reifabarnsins frá Betlehem meðan vindamir hvísla í strenghöi-pum tumspíranna og söngur stjarnanna ómar um hvelf- ingamar. Gleðileg jól! Ritfregn þorst. Erlingsson: Málleys- ingjar. Æfintýri um dýrin. Rvík 1928. Það hefi eg til marks um að bók sé góð, að mínu viti, að er eg hefi lesið hana, hvarflar efni hennar aftur og aftur í huga minn, eins og áhrif sterkra drauma og mig fýsir að hverfa að nýju á vettvang þeirra at- burða eða mála, er bókin lýsir. Þessi hefir orðið reynsla mín um ofannefnda bók. Ljóð Þorst. eru þjóðinni dýr- mæt og verða það æ því meir, sem tímar líða. Hitt mun flestum hafa verið dulið, eins og Ásgeir fræðslumálastjóri segir í formál- anum, að Þorst. ætti yfir að ráða slíkri afburðasnilli í óbundnum skáldskap. Þessi sex æfintýri birtust fyrst í „Dýravininum“, sem Tryggvi Gunnarsson gaf út, og var eitthvert hið ágætasta rit, sem út hefir komið á íslensku. Birtust hin fyrri undir dulnefni af ástæðum, sem um getur í for- málanum. Hér hefir því verið dregin úr djúpi bókmentanna óvænt perla með fátíðu geislabroti. Fimm af æfintýrunum eru með Austur- landasvip. Margbrotin og róman- tísk trúarbrögð Austurlanda gefa ríku ímyndunarafli takmarka- laust svigrúm. Örlög guða, manna og dýra eru ofin saman í kynleg- um og furðulegum frásögnum með þeim hætti að hlut dýranna er fram haldið, án þess að sam- úð með mönnunum sé skert og er slíkt fátítt. Skortur á samúð með dýrunum og skilningsbrestur manna á trygð þeirra, kærleika og andlegum þjáningum verða hvarvetna orsakir slysa í lífi manna. Og yfir atburðunum vak- ir fegurð óvenjulegrar snilli í frásögn og byggingu sagnanna. Síðasta sagan, Sigurður mállausi, er alíslensk og með nokkuð öðr- um hætti gerð. En á henni er sama snildarbragðið. Frágangur bókarinnai’ er efni hennar sam- boðinn, hinn snildarlegasti, og frú Guðrúnu, ekkju Þorsteins, til sæmdar. 61. blað. Jóhaunes Kjarval „Maðurinn lifir ekki af einu •arnan brauði“ og þjóðimar þvi síður. Allmjög brestur á að almenn- ingur geri sér þess grein hversu mikils er um vert hugsjónamenn, skáld og snillinga í hverskonar listum. Islendingum mun gefin allrík tilfinning fyrir fegurð landsins, sem þeir byggja. Þetta munu þeir einkum mega þakka fjöUunum og jöklunum. Stórskomustu fegurð- inni, sem landið prýðir. Þjóð sem enga snillingana é, er eins og flatneskja, sviplítil, til- komulítil. Snillingar þjóðanna eru eins og fjöllin. Þeir bera hæst, sjást lengst að. Og allir hafa þeir einn kost umfram íslensku fjöll- in. Þeir búa allir yfir dýrum málmum. En auðvitað eru þessir málmar ekki allir jafnauðunnir. Liggja ekki allir jafnutarlega. En þeir eru þar. Jóhannes Kjarval er einn þeirra ÍBlensku snillinga i málaralist, sem eg trúi hvað mest á. Auðvit- að lifi eg hér í trú, og það munu flestir Islendingar verða að sætta sig við sakir þess, hversu þessi grein lista er ung hér á landi. Fyrsti og elsti íslenski málarinn er nýlega til moldar hniginn. Is- lendingar hafa gott vit á hvað er vel gerð vísa. Orðlistin hefir lengi og vel verið iðkuð og dýrk- uð á Islandi. En slíku er ekki að fagna um aðrar listgreinir «vo teljandi sé. Ef eg hefði vitað um höfuð- og atuðia þegar «g loom tH •i Kjarvals í fyrsta skifti þar sem hann bjó í litlu herbergi inst inn á Laugavegi árið 1909, hefði eg ef til vill reynt að koma saman vísu, sem að efni til hefði verið áþekk þeirri sem mér tókst að setja saman þegar eg las fyrstu kvæðin hans Davíðs Stefánssonar í Eimreiðinni, en sú vísa var svona: Hafðu þökk fyrir þessi kvæði, þau eru andleg leðurskæði, sem endast á við önnur tvenn; af útnáranum ertu aö sníða, en ekki skaltu neinu kviða — hrygglengjan er eftir enn! Svo sannfærður var eg um að hér væri mikill listamaður á ferð, þegar eg sá myndimar. Og eg skal segja ykkur meira. Mér varð þeasi myndasýning eftir alólærðan unglingspilt, sem ekkert hafði fyrir sér séð, að einskonar opin- berun, sterkri og alvöruþrunginni vissu fyrir því, að íslensku þjóð- inni bæri fylsti réttur til fuUkom- ins sjálfstæðis. Svo mikill menn- ingarauki skildist mér búa Í þvl að þjóðin ætti olíka möguleika í fórum sínum. Og hvað heíir ekki komið A daginn! Kjarval er orðinn mikill lista- maður. Og Island er á góðum vegi að verða alfrjálst og fullvalda ríki! Enda er Kjarval ekkert eins- dæmi í íslensku þjóðlífi. Island nútíðarinnar er engin flatneskja. Þar rís hvert fjallið af öðru, og mörg sem sjást langt að. Orsök þess að eg skrifa þessar fhrar «r sú að Kjarval «r eixua

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.