Tíminn - 02.02.1929, Qupperneq 4

Tíminn - 02.02.1929, Qupperneq 4
26 TlMINN Munið hin íkýru orð festur-ísleodlngsins Ásmundar Jóhannssonar á síöasta aöalfundl EimskipafélagBÍng: „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn“. Kveðjið þér ekki yöar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með Vátryggid alt, á sjó og landi, bjá Sjóvátryggingarfólagi Islands, Grleymið ekki að taka það fram, þegar þið sækið um styrk til verkfærakaupa, að þið viljið fá Liens plóga frá Samband ísl. samyinnnfél. Töðuhesturínn kostar nú um 20 krónur. Einn pokí af saltpétri kostar lítlu meira. Það þarf ekki mikinn heyauka til þess að skynsamleg notkun tilbúins áburðar fáist ríflega endurgreidd. — Athugið og reiknið hvort þjer getið komist af án þess að nota tilbúinn áburð. Hann er ódýrari nú en hann var fyrir stríðið. Samband ísl. samvinnufél. I heildsölu hjá: Tóbaksverslun Islands h. f. Eyvindur enn I dag er 22. janúar. Úti í garði grær arfinn nærri því eins og vorið væri komið. Tré og runnar eru að byrja að lifna við; bellis er með hálfútsprungnum blómum og í dag sá eg 12 starra sitja í hóp og syngja í reynirunni. Senni- lega eru þeir frá Færeyjum. Aldrei hefi eg áður lifað jafnmild- an vetur, ekki einu sinni neinn af þeim 10, sem eg dvaldi í Dan- mörku. Þessvegna er það nærri því von þó maður fari að hugsa um vorið og þau störf, sem því fylgja. Og því sting eg niður penna, til þess að benda þeim, sem vilja reyna ný kartöfluafbrigði, á að panta út- sæði af þeim í tæka tíð. Nú er á boðstólum hjá Gróðrarstöðinni í Reykjavík, útsæði af þeim kar- töfluafbrigðum sem best hafa reynst undanfarin ár og sem eg tel best fallin til ræktunar á landi hér. Enda þótt margir muni nöfn þeirra, því svo oft er eg búinn að staglast á þeim, hér í blaðinu og víðar, verð eg að endurtaka þau. Og fyrst ber að nefna fræg- an „Eyvind“ (Kerrs pink), sem mér líkar best og sem mér finst sameina best flesta þá kosti sem við verðum að krefjast að kar- töfluafbrigði, sem hér á að rækta, hafi. „Stór Skoti“ (Great Scot) er einnig fyrirtaks kartafla og sum- ir þeir, sem eitthvað hafa haft út á „Eyvind“ að setja, hvað bragð snertir, hafa ekkert við hann að athuga. Enda er hér um eina allra bestu matarkartöflu Eng- lendinga að ræða. Hún er hvít á litinn og óaðfinnanleg. Hvað hreystina snertir má segja svipað um hana og „Eyvind“. „Blálandskeisari“ (Shetland Blue) er stórvaxin, aflöng, flöt kartafla og þykir svo afbragðsgóð að margir hafa til þess tekið. En hvað hreysti og þrótt snertir stendur hann Eyvindi langt að baki. En bráðþroska er hann. „Blálandsdrotning" (Edzel Blue) er ýmsum góðum kostum búin; fagurlega vaxin, vel eygð og lit- fögur. Hraust er hún og harð- gerð í sér en er sjaldnast eins stórvaxin og fyrnefnd afbrigði. Á síðastliðnu sumri fékst þessi uppskera af framantöldum af- brigðum í samanburðartilraun: Uppskera af 100 f. m. Eyvindur...............515 kg. Stór Skoti............. 472.5 — Blálandskeisari......... 522 — Blálandsdrotning .. .. 499 — Vaxtarrými var 50 cm. milli raða, en 25 cm. milli plantna í röðum. Með þvímóti rúmast 800 grös á 100 f. m. — Eg vil geta þess til fróðleiks að svæðið sem samanburðartilraunin var á er 767 f. m. og í því vóru alls 6136 kartöflugrös. Útsæðið óg 287 kg., en uppskeran varð 3799 kg. Leiðin til að auka ræktun kar- taflna í landinu er ekki fyrst og fremst að stækka garðana, held- ur að velja hæfustu afbrigðin til ræktunar og setja skipulegar nið- ur. Þó að „Eyvindur" þurfi í raun og veru ekki meðmæla með leng- ur, þá birti eg hér kafla úr tveimur bréfum sem mér hafa borist nýlega, annað að vestan, hitt að austan. Þórarinn Ámason á Miðhúsum í Reykhólasveit skrifar 29. des.: „Eg hefi haft Eyvindarkartöfl- ur í tvö sumur og gefist ágæt- lega. Þegar eg fluttist hingað frá Hólum vorið 1926, hafði eg með mér þaðan útsæði af góðum stofni að talið var, setti eg það niður í lítinn garð, en uppskera af því varð mjg lítil, svo eg hélt jafnvel að hér myndi ilt til kar- töfluræktunar. Um veturinn sá eg svo í Tímanum fyrst getið um Eyvind og fékk nokkuð af honum til útsæðis, en setti þó jafnframt nokkuð niður af stofni þeim, sem eg hafði fyrir. Það má í fáum orðum segja, að Eyvindur bar svo langt af hinu afbrigðinu að eg tók eingöngu útsæði af honum til næsta árs. Var nú stækkaður heimagarðurinn og jafnframt gerður nýr og varð uppskeran 13- föld úr honum. Heimagarðurinn var vel unninn og í hann var sett 7. maí, 45 kg. kartöflur. Þann 10. september var tekið upp úr honum og urðu það 762 kg. Mesta þyngd undan einu grasi var 2 kg. — 26 kartöflur (meðalþyngd 96 gr.) en víðast frá 15—20 und- ir hverju grasi. Byrjað var að nota kartöflur 25. júlí og voru þá frá 2—600 gr. undir grasi, ein kartafla var tekin snemma í á- gúst og óg hún 300 gr., en þyngsta kartafla um haustið óg 450 gr. Öllum hér getst vel að kartöfl- unum hvað bragðgæði snertir og þéttleika, en það hefi eg einkum heyrt þeim fundið til foráttu af sumum. Aftur á móti þarf að sjóða þær varlega, svo þær spryngi ekki við suðuna. Mjög mikinn kost tel eg það hve lítið er af smælki í kartöflum þessum og einkum er uppskeran miklum mun fljótari en við önnur af- brigði sem eg hefi reynt, en upp- skerumagn þó meira. Mín reynsla á„Eyvindi“ er sú, að eg hefi enn ekki fengið af- brigði, sem mér fellur jafn vel við, þó ekki sé tekið tillit til þess, hve hraust það kvað vera, en á það hefir ekki reynt hér enn“. Síra Jakob Lárusson skóla- stjóri á Laugarvatni skrifar í desember: „Samkvæmt tilmælum þínum skal eg hérmeð láta í ljós álit mitt á kartöfluafbrigði því, sem alment er nefnt „Eyvindur“ og eg hefi reynt undanfarin 3 ár. Eg er stórhrifinn af ágæti þessa afbrigðis. Með hverju ári sannfærist eg betur um yfirburði þess yfir öll önnur afbrigði, sem eg hefi reynt í búskapnum. En aðdáanlegast er það samt fyrir það tvent, hvað það er óvénju fljótvaxið og stórvaxið og hváð það er hraust. í Holti og víðar undir Fjöllun- um hefir um langt skeið haldist sú venja að byrja eigi að neyta nýrra kartaflna fyr en með höf- uðdegi 29. ágúst. En undanfarin þrjú sumur höfum við byrjað að neyta „Eyvindar“ að staðaldri alt að þrem vikum fyr, þótt ekki hafi þá verið viðlit að taka önnur afbrigði til neyslu. Síðastliðið sumar ræktaði eg mestmegnis Eyvind. Eg þóttist af undanfarinni reynslu eigi þurfa eins mikið garðrúm og á meðan eg hafði aðeins hin gömlu af- brigði. Séldi eg því V3 hluta garðanna á leigu. Fór samt svo sem mig varði, að eg fékk alt að því eins mikla uppskeru og vana- lega. Þakka eg það aðallega Ey- vindi, hvað hann var stórvaxinn og smælkislaus, og drjúgur upp úr görðunum. Vöxt hans róma líka allir undir Fjöllum, sem reynt hafa, en þeir eru fjölmargir. Hann er að ná yfirhönd þar á flestum heimiluni. Heyrt hefi eg einstöku menn tala um það, að þeim falli eigi vel bragð af „Eyvindi“. Eg get ekk- ert út á það sett. Okkur í Holti finst hann því betri sem við neyt- um hans lengur. Og hann þolir afbragðsvel geymslu. Með því að útbreiða „Eyvind“ vinnur þú verk fyrir þjóðina, sem ókleift er að meta til fjár. Ætla eg að það muni þó eiga eftir að koma betur í ljós“. Eg held að eg hafi ekki getið áður um það á prenti, að eftir því sem mér hefir virst, þá skemmist grasið á „Eyvindi" miklu síður af völdum frosta en gras ýmsra annara afbrigða. Eg hefi einnig orðið var við að ýms- ir aðrir hafa þótst taka eftir því sama. Nýlega barst mér bréf austan af landi, frá Stefáni Bald- vinssyni í Stakkahlíð í Loðmund- arfirði, og þar segir svo: „Eg tók eftir því að grasið á Eyvindarkartöflunum þoldi mikið betur næturfrost en gras á öllum öðrum kartöfluafbrigðum, sem eg íslenska ölið hefir hlotið einróma lof allra ne y t e n d a Fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum ölgeröin SkallagTÍm.sson SMflRA SDlORLiKi , IECla.Tj.pféla.gsstjóraj?I Munið eftir því að haldbest og smjörí líkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkiséerðin, Reykjavík. TrúJofunarhringar Sent út um land gegn póstkröfu. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8. hefi þekt, en þær eru orðnar nokkuð margar, því auk þess litla sem eg hefi fengist við kartöflu- rækt í búskap mínum, hefi eg unnið við tvær hérlendar tilrauna- stöðvar og eina erlenda". Ekki skal eg þó fullyrða neitt um þettað atriði, en sé þettað rétt athugað hjá okkur Stefáni, þá þarf ekki mjög skynuga menn til þess, að sjá hve verðmætur þessi eiginleiki Eyvindarkartafln- anna er hér á íslandi. Þeir sem ó ska að reyna eitt- hvað • af fyrnefndum kartöfluaf- brigðum, verða að gera svo vel að senda mér pantanir sínar sem fyrst. Verðið er 30 aurar hvert kilógr. Menn geta fengið" hvort sem þeir vilja mikið eða lítið, t. d. geta þeir sem óska þess, gjarn- an fengið 10—50 útsæðiskartöflur í póstböggli. Verður gengið svo frá þeim, að ekki grandi þeim frost. Þeir eru orðnir margir hér sunrianlands, sem hafa fengið hjá mér fáeinar kartöflur af góð- um afbrigðum og síðan sjálfir komið sér upp útsæði af þeirn stofni. Allir hafa efni á því, hversu fátækir sem þeir eru. Og yfirleitt eiga menn ekki að hætta við sirin gamla kartöflustofn fyr en þeir hafa gengið úr skugga um það, — helst hjá sjálfum sér — að sá stofn sem þeir fá í stað- inn sé betri. — Pantanir verða afgreiddar meðan birgðir endast. Ragnar Ásgeirsson. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Laugaveg 44. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta. Hvers vegna §* Nende? p Vegnaþess, aðþaðerusterk- L, ustu, ódýrustu, hljómfeg- LJ urstu og bestu radio-við- tækin. (V Hr. veitingam. Jón Bjarna- son, Vestm eyjum, skrifar okkur: ' „5-lampa radio-viðtæk- CL ið, frá H. Mende & Co. sem ég keypti af yður yj í haust, reynist allra tækja best, hér í Vest- m.eyjum, þótt það sé ca. 270,00 kr. ódýrara en önnur sambærileg tæki. Allar helstu útvarps- (?J stöðvar í Evrópu, og einnig stöðvar í Ame- gj ríku, heyrast á hátalar- Cs anft, sterkar og skýrar en á örmur tæki, sem j“J ég þekki. Heyrist alla ó“J daga, og fram til mið- JJ nættis: söngur, hljó- r“J færasláttur, fyrirlestrar fréttir o. fi. eftir vild.“ Hr. simastjóri Þórh. Gunn- g laugsson, Vestmannaeyjum ("J segir: _ |j „Ég get vottað, að radio- ^’J móttökutæki þau, frá (®J H. Mende & Co., sem ^’J nú eru notuð á „Bio- QjJ Caféen“ í Vestm-eyjum (jr eru þau bestu, hvað styrkleik og hljómfeg- urð snertir, sem ég hing- að til hefi reynt.“ Nánari upplýsingar hjá Jóni Gunnarssyni, á skrif- stofu Eggerts Kristjánsson- ar & Co. Reykjavík. Einkaumboð: Radioverslun íslands Reykjavík ■Si

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.