Tíminn - 15.06.1929, Qupperneq 2

Tíminn - 15.06.1929, Qupperneq 2
138 TIMINN t frá Sílalæk. Aðfaranótt 12. júní síðastl. and- aðist á heimili tengdasonar síns, Jópasar Jónssonar ráðherra, Steinunn Jónasdóttir frá Sílalæk í Þingeyjarsýslu, 71 árs að aldri. Höfðu forfeður hennar og frænd- ur lengi búið í Aðaldal. Stein- unn misti mann sinn, Stefán Sig- urðsson, frá >rem hálfstálpuðum börnum, en tókst með mikilli ráð- deild og forsjá að koma börnun- um öllum til manns, þótt ekkja væri og einstæðingur. Auk fnxi Guðrúnar, konu Jónasar ráðherra, eru börn hennar: Jónas bóndi á Syðri-Skál í Köldukinn og Guð- mundur bóndi í Firði í Mjóafirði. — Frá Steinunn dvaldi síðustu ár sín á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík. Hún var, eins og fyrr var greint, hin mesta atorku- og ráðdeildarkona, áhugasöm um málefni lands og þjóðar. Hún var fríðleikskona, prúð í framgöngu og viðmótsþíð. — Vinir frú Steinunnar og vanda- menn munu jafnan minnast stai’fs hennar og framkomu með hlýjum þakkarhug. Akureyri, þó að hann hafi eng- an stuðning frá vandamönnum. Fyrir enga stétt hefir þetta jafn- mikla þýðingu eins og fyrir bændur, sem í einu hafa fóstrað mikið af efnabörnum, en oft haft lítil efni til að kosta þau í fjar- lægð. Einkum hefir Rvík hin síð- ari ár, með 1000—1500 kr. skóla- kostnaði yfir vetur á venjulegan nemanda verið bændum ofurefli fjárhagslega. í utanferð sinni, sem nú stend- ur yfir, vinnur' forsætisráðherra að því að undirbúa, byggingu út- varpsstöðvar við Rvík, sem á að ná yfir alt landið. Ráðgert er að byrjað verði á stöðinni í sumar, en það er mikið verk og tekur mikinn tíma. Frv. um fullkomna útvarpsstöð var samþykt á fyrsta þinginu eftir fall íhaldsins. Góð útvarpsstöð myndi meir en flesta grunar verða sterkur þáttur í hinni nýju sveitamenningu. Dánarbúín [Jónas Jónsson dómsmálaráðherra liefír sent öllum sýslumönnum og hæjarfógetum bréf það, sein hér fer á eftir. Tilefnið er bersýnilega að láta vaxtatöku Jóh. Jóh. og einkum iiina óvirðulegu framkomu Ihalds- leiðtoganna í sambandi við það mál verða til að gera almenningi ljóst, að framkoma Jóh. er einstök í sinni röð, og að illmæli Lárusar Jóh. og samherja hans um aðra sýslumenn og bæjarfógeta er ástæðulaus. Hins- vegar er öllum borgurum landsins nauðsynlegt að vita, að svikaheim- speki sú sem íhaldsmálgögnin haí'a prédikað, er sem mest má vera and- stæð skoðun Framsóknarstjórnarinn- ar, sem vill að arfur eftir dauða inenn ' komist. brotalaust til erfingj- anna, ón óþarfra mjlliliða]. „Nú í ár verður lokið hinni fyrstu endurskoðun, sem nokk- urn tíma hefir verið gerð, svo að segja samtímis hjá öllum hin- um lögskipuðu skiftaráðendum á Islandi. Hefir þá komið í Ijós að hjá einum þessara skiftaráðenda hefir um mörg ár átt sér stað hin megnasta óreiða með fé, er hann hefir, vegna ríkisvaldsins, haft í trúnaði til umráða fyrir dánar- og þrotabú. Hefir hann á- litið sér leyfilegt að tæma inn- stæður búanna í bönkum og spari- sjóðum, og leggja fjármuni þessa inn á sinn eigin bankareikning og ávaxta þá þar sér til gróða. Samhliða þessu kom í ljós, að þessi trúnaðarmaður ríkisvaldsins yfir ómyndugra fé lét skifti á Síðastliðið sumar sendi núver- andi landsstjórn Jóhann Krist- jánsson byggingarfræðing um flestar þær bygðir á vesturhelm- ingi landsins, þar sem eru heitar uppsprettur, til að rannsaka idlaugarstæði. Unga fólkið í sveitinni tók vel þeirri útréttu hönd, sem ekki var heldur svört íhaldsloppa, og nú er á fjölmörg- um stöðum unnið af hinu mesta kappi að sundlaugabyggingum og þeim mjög vönduðum. I Dala- sýslu gera ungmennafélög sýsl- unnar einkar vandaðan sundskála á Laugum, æskuheimili Guðrún- ar Ósvífursdóttur. Á gullöld og frelsisöld þjóðarinnar, sóttu æskumenn úr Dölum þangað til sundmóta. Síðan komu hinai mörgu íhaldssömu niðurlægingar- aldir, þegar hreystin og íþrótta- lífið hvarf úr landinu. En nú hefst -það aftur, og hin uppvax- andi kynslóð knýtir aftur í íþróttum og athöfn þráðinn, þar sem fyr var frá horfið, þegar frelsi og manndómur þvarr í , landinu. i Þegar athugað er þetta stutta : yfirlit sést hversu samvinnumenn ; landsins hafa starfað síðustu ! hálfu öldina. Þeir hnekkja fyrst veldi erlendu selstöðukaupmann- anna með pöntunarfélögunum. Þeir hnekkja aftur valdi heild- sölubraskaranna með stofnun Sambandsins. Þeir gera heila hluta bændastéttarinnar. efnalega sjálfstæðari, og félagslega sam- æfðari með samvinnunni. Upp af sama stofni og kaupfélögin vex Framsóknarfl. Hann á þátt í sköpun þjóðbankans, og hefir aðalforustu um allar aðgerðiv hins sérstaka og marghliða bún- aðarbanka. Framsóknarflokkur- inn gerír kleifa vélavinnuna í íslenskri jarðrækt og hina stór- feidu nýgræðslu, sem nú er að gerast. Með sundlaugunum, ung- mennaskólunum og sérskólunum fyrir húsfreyjur og bændaefni, með opnu háskólanámi fyrir fá- tæka gáfumenn, ryður fiokkurinn opna braut fyrir hinn vaknand.i og vaxandi manndóm í landinu. Fram undan virðist vera nýr tími með nýjum starfsháttum. Heim- ilin í sveitum eru nú að minka, því að sjávargróðinn lokkar hið lausa starfsafl til sín. En ef hehn- ilin fjölga í sveitinni, ef ræktuð slétt tún, og smekklegir hollir j bæir rísa upp eins og fullvíst er að verður, þá fjölgar aftur í sveitinni, og bændafólkið finnur ekki eins og nú kulda einangrun- arinnar. Góðir marghliða skólar taka við æskunni, þrosika hana án þess að lokka hana út á refilstigu. Símar og útvarp tengir hin dreifðu býli saman. Þá hafa menn kosti dreifbýlis og andlegr- ar nálægðar. Þetta er í stuttu máli sagan um merkilegasta atburðinn sem hefir verið að gerast • á Islandi síðustu fimmtíu árin. Það er við- reisn sveitanna, líkamlega, efna- lega og andlega. J. J. ---o-- Á víðavangí. M. Guðm. „klórai' í bakkann“. Magnús Guðmundsson hefir í grein í Verði 1. þ. m. leitast við að berja lítið eitt í bresti mál- staðar síns í Shellmálinu. Grern- in gengur mestmegnis til þess að hagræða plástri hæstaréttar á kaununum. Þó gerir hann sekt sína berari með tveimur nýjum blekkingum, þar sem hann leit- ast við að finna varnir. Haxrn seg- ir í fyrsta lagi, að af því að rannsóknardómarinn þvingaði ekki fram svör við ákveðnum spurn- ingum í Shellmálinu, þá hafi hann þar með viðurkent „að hinar ó- svöruðu spurningar hafi verið málinu óviðkomandi“. Mun mega ætia að hér sé um blekkingu að ræða, fremur en ólögvísi M. Guðm., þar sem hann dylur þá staðreynd, að hér var lögreglu- mál um að ræða og að eigi lá fyrir lagaheimild, slík sem í saka- málum, til þess að beita fang- elsisvist, þegar neitað er að svara spurningum. — Magn. Guðm. neitar því ekki að um atkvæði í Shellfélaginu sé háttað á þá leið, sem frá hefir verið skýrt, sem só þannig, að útlendingamir fai'i með 198 atkv., en íslendingar með 108, eða 90 atkv. færri. En hann reynir að láta svo sýnast, að þetta komi ekki að sök og að yfirráðin séu trygð Islendingum með ákvæð- um hlutafélagalaganna. Hann segir: „Samkvæmt hlutafélagslögunum mega engir aðrir en fslendingar vera í st.jórn og stjórnin ein getur skuldhundið féiagið. Hin útlendu yf- irróð eru því ekki annað en lieila- spuni. F.f missætti risi milli hinna íslensku og erlendu hluthafa, hafu hinir íslensku jafnan yfirhöndina með því að neita að vera í stjórn". Athugum nú, hversu þetta blekkingahjóm stenst í ljósi stað- reyndanna. Samkv. lögum hafa hluthafafundir æðsta úrskurðar- vald í öllum félagsmálum, en afl atkvæða ræður úrslitum mála: Hinir erlendu hluthafar geta þvi með atkvæðavaldi kosið hvaða menn íslenska í stjórn, sem þeim sýnist. 1 fyrsta lagi eru engar líkur til þess, að M. Guðm. mundi reynast hinum erlendu hluthöfum þrjóskur ljár í þúfu. Og' í öðru lagi eru engar minstu líkur, hvað þá trygging fyrir því, að engir íslendingar fengjust til að vera í stjórn og láta að vilja erlendu hluthafanna um ,vinnúbrögð og ^ framkvæmdir, þótt núverandi stjórnendur gengju frá. — Svona bíræfnislegar og augljósar blekk- ingar eru til þess eins fallnar, að styrkja sannfæringu manna um vondan málstað M. Guðm., ef á þá sannfæringu kynni að bresta. „Hvað brestur þá á sannanir?“ I Verði 1. júní síðastl. segir M. Guðm.: „Málið (þ. e. Shellmálið) var höfð- að út af því, að hlutaféð væri ekki innborgað. I rekstri málsins var sannað, að féð var alt innborgað. Hvað brestur þá á sannanir?" Hverjar voru nú sannanirnar fyrir lögmæltri innborgun hluta- fjárins? Engar aðrar en einfald- ar yfu'lýsingar íslensku hluthaf- anna um að svo væri og yfirlýs- ing breska félagsins, fengin tveim mánuðum síðar, um að það hefði greitt, vegna hluthafanna, fé til sjáifs sín, upp í stórskuld, sem þetta efnilega fóstur M. Guðm. var talið komið í áður en það fæddist! — Tökum annað dæmi, þar sem sakir eru að vísu ekiki sambærilegar, en þai' sem „logik“ M. Guðm. prófast til hlítar: Setj- um svo, að nokkrir menn myndi með sér þjófafélag og að M. Guðm. yrði skipaður, til þess að rannsaka málið. Myndi hann þá taka góðar og gildar sem lögfulla sönnun íyrir sakleysi mannanna einfaldar yfirlýsingar þeirra um sakleysi sjálfra sín og um sak- leysi hvors annars? Vissulega ekki. Og hversvegna ættu yfirlýs- ingar ókærðra manna um sakleysi sitt fremur að gilda í lögreglu- málum en í sakamálum? Ástæðan til þess, að í Shellmálinu fengust ekki lögfullar sannanir voru eng- ar aðrar en þær, að hlutafélaga- login gera ekki ráð fyrir öðrum sönnunum en yfirlýsingum hlut- aðeigandi manna. En allir sjá að slíkt eru engar sannanir, ef svo ber undir að menn kjósa að hafa rangt við 1 þessum efnum. Eru hér, eins og í fleiri efnum, van- smíði á hlutafélagalögunum. Tíminn og sjálfstæðismálin. Sig. Eggerz alþm. hefir á síð- asta þingi hvað eftir annað rang- fært ummæli úr grein Tímans: „Tíu ára fullveldi“, er birtist 1. des. síðastl. Kvað hann Tímann hafa sagt, „að aðeins væri um að ræða endurskoðun á sambands- lagasamningnum“ eftir 1940. Á Búðardalsfundinum ítrekaði hann þessa rangfærslu. Ritstj. Tímans mótmælti og krafðist þess, að fram yrði lögð sú heimild er þannig var vitnað til, frammi fyrir fjölda áheyrenda. En Sig Eggerz hafði eigi hirt um þá varkárni. Talaði hann digurbark- lega um að sanna mál sitt, er heim kæmi. Tíminn vill nú spara honum leitina og birta hér að nýju hin tilvísuðu ummæh: „því hefir verið lýst yfir af núver andi forsætisráðherra og lulltrúum ullra íslenskra stjórnmálaflokka, að þeir teiiiu emlurskoðun samningsius sjálfsagða". Hin tilvísuðu en rangfærðu um- mæli eru hér undirstrykuð og munu allir sjá, að þau eiga lítið skylt við fyrrgreint heilafóstur Eggerz. Virðist af ummælum Sig'. Eggerz mega ráða, að hann hneykslist á orðinu „endurskoð- un“ í stað orðsins „uppsögn“. En lítum á málavexti. I 18. gr. Sam- bandslaganna er ákveðið á þessa leið: „Ei'tir árslok 1940 getur Rikisþing og- Alþingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafist, að byrjað verði á cndurskoðun’) iaga þessara. Nú er nýr samningur eigi gerðui imian 3 ára, frá þvi að krafan kom fram og getur þá Ríkisþingið eða AI- *) Leturbreytingin min. Ritstj. búum oft dragast mörgum árum saman. Sá dráttur varð honum til gróða, en skjólstæðingum hans, erfingjum búanna, til því meira tjóns. Mjög gleðilegt fyrir lands- stjórnina er að geta sagt að þetta dæmi virðist vera alveg ein- stakt. Með nákvæmri athugun, sem stjói-narráðið hefir fengið úr öllum kaupstöðum og sýslum landsins að undanteknum tveim hinum síðustu, þar sem nú er verið að ljúka endurskoðun, heflr sannast, að enginn sýslumaður eða bæjarfógeti utan Reykjavík- ur hefir talið sér leyfilegt að taka vexti af fé búa eða hirða arðmiða af skuldabréfum þeirra til tekna handa skiftaráðanda sjálfum. En þar sem mikið hefii* verið gert að því, frá vissum hliðum í þjóðfélaginu, og það jafnvel frá aðilum, sem síst skyldi vænta frá sannanlegrar yfirhylmingar með stórafbrotum, að koma þeirri skoðun inn hjá borgurum lands- ins, að skiftaráðendum sé í raun og veru leyfilegt að gera trún- aðarstarf sitt og umboð frá ríkis- valdinu að einka-gróðavegi, þá þykir landsstjórninni hlýða, að girða fyrir að þessi skaðsamlegi. hugsunarháttur geti í framtíð- inni leitt nokkum skiftaráðanda út á jafn viðsjárverða braut, og hér hefir verið lýst. Tilefni þessarar leiðbeiningar frá hálfu ríkisstjómarinnar er þess vegna ekki það, að afbrot komi fyrir hjá einum embættiS- manni, sem hefir verið háður mjög lélegu eftirliti frá hálfu yf- irboðara sinna, heldur hitt, að þetta afbrot er varið með ítrustu hörku, afsakað, fegrað og reyrtt að láta líta svo út, sem það eigi að vera öllum skiftaráðendum til eftirbreytni í stað þess að vera til viðvörunar. Skoðun borgaranna í landinu er sú, að það sé hreinn og beinn þjófnaður, ef skiftaráðandi í dán- ar- eða þrotabúi tæmir sér til handa sparisjóðsbækur, og hirðir í mörg ár vextina af þessu fé og arðmiða af skuldabréfum meðan bú eru undir skiftum. Landsstjórnin lítur á þetta sömu augum. Og vegna hins mikla mótþróa, sem frá vissum aðilum í landinu hefir komið fram gegn hinni sjálfsögðu reglu, að vextir af sparifé eigi að falla til erfingja búanna, en ekki til skiftaráðenda, þykir rétt að leysa ekki einungis aðalmálið, hið sak- næma mál, vaxtatöku af spari- sjóðsfé, heldur nota tækifærið um leið til að marka glögga lína fyrir skiftaráðendUr viðvíkjandi fé dánar- og þrotahúa, þó að þess hefði ekki verið þörf ef ekki hefði átt sér stað hin undangengna blekkjandi og spillandi afsökun og fegrun á sérdrægni á fé dánar- cg þrotahúa. Fyrsta reglan er að skifta búun- um fljótt, venjulega á nokkr- um mánuðum, þar sem ekki stendur sérstaklega á, nema leyfi erfingja kom til dráttar á búa- skiftum, vegna sýnilegs hagnaðar, sem búin geti haft af lengri fresti. önnur reglan, sem aðallega á við í dreifbýli, er að láta hrepp- stjóra skifta búum, hvern í sínu umdæmi, svo að segja um leið og maður fellur frá, sem á einhverj- ar þær eignir, sem skifta þarf. Sökum kunnugleika hreppstjór- anna, er framkvæmd þeirra í þessum efnum venjulega skjót og góð. Þriðja reglan fyrir skiftaráð- endur, sem ekki eiga aðgang að banka, eða mjög öruggum spari- sjóði, með handbæru fé, er sú, að geyma handbæra peninga búanna, meðan þeiin ekki verður komið c:l réttra erfingja, í forsigluðum um- slögum í peningaskáp embættis- ins. Landsstjórnin álítur með öllu óheimilt fyrir skiftaráðanda að nota slíkt geymslufé á nokkum hátt í eigin þarfir eða lána það öðrum. Fjórða reglan, og sem aðallega á við í kaupstöðum, þar sem eru bankar eða bankaútibú, skal vera sú, að skiftaráðandi geymir alt fé dánarbúa og þrotabúa í spari- sjóðsbók, sem ber nafn búsins, og þar sem allir vextir af innstæð- unni, meðan hún er undir skift- um, falla til tekna dánar- og þrotabúsins, og síðar erfingjum þess eða lánardrotnum. Embætti sýslumanna eða bæj- arfógeta eru svo þýðingarmikil fyrir þjóðfélagið og svo virðuleg í augum borgaranna, að það er þjóðarólán, ef sú trú kemst inn í, eða er komið inn í landsfólkið, að þessir virðulegu trúnaðar- menn þjóðfélagsins, dómarar í vandasömum málum, vemdai’ar ekkna og munaðarleysingja og eftirlitsmenn laga og réttar í landinu, séu á einhvem hátt stór- brotlegir gagnvart þeim, sem oft á tíðum verða að fela sig varnar- lausa öruggri umsjá þeirra. Hið mikla afbrot í þessum efn- um, sem nú er orðið þjóðkunnugt, og fordæmt af hverjum einasta heiðarlegum manni í landinu, og hin mikla spilling, sem hefir kom- ið fram hjá þeim, sem hafa viljað afsaka eða eyða eðlilegu eftirmáli útaf aíborti þessu, á nú að verða til þess, ekki einungis að hið sama komi aldrei fyrir á Islandi, lieldur að öll skifti í dánar- og þrotabúum verði framvegis, eins og' þau eru nú hjá öllum þorra trúnaðarmanna þjóðfélagsins, framkvæmd fljótt og vel, með hagsmuni almennings eina fyrir augum. Til að tryggja til fulls hags- muni borgaranna í þessum efn- um mun landsstjómin framvegis gefa út opinbera skýrslu árlega um það hvaða dánar- og þrotabú eru undir skiftum í landinu, og frá hvaða tíma. Þykir fullvíst að sú skýrslugerð muni, í sambandi við hinar miklu og almennu um- ræður, sem hljóta að verða útaf vaxtatöku fyrverandi bæjar- fógeta í Reykjavík, verða til að skapa aðstandendum dánar- og þrotabúa það öryggi, sem þeir eiga heimtingu á af hálfu þjóð- íélagsins".

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.