Tíminn - 12.04.1930, Síða 4

Tíminn - 12.04.1930, Síða 4
78 TlMINN Hegtamannafélagið Fákur. Kappreiðar Tvennar kappreiðar verða háðar á skeiðvellinum við Elliðaárnar á vori komandi þær fyrri sunnudaginn 18. maí en þær síðari annan Hvítasunnudag' 9. júní. Fyrir skeið og stökk verða veitt fern verðlaun 200—100—50—25 kr. Flokks- verðlaun 15. kr. og fyrir nýtt met 50 kr. Auk þess folahlaup (4—6 vetra) með þrem verðlaunum 50—30 og 20 kr. og fyrir nýtt met 25. kr. Lokaæfingar 15. maí og 5. júní. G-era skal aðvart um hesta þá er keppa eiga Dan. Daníelssyni dyraverði í stjórn- arráðinu (sími 306) daginn næstan fyrir lokaæfingar. Stjórnin Skákþing Islendinga verður haldið á Siglufirði í ár og byrjar 17. maí. Fólög innan Skáksambands íslands eru beðin að senda nöfn keppenda og fulltrúa til hr. kaupmanns Sig. Kristjáns- sonar Siglufirði viku fyrir þingið. Pétur Zophoníasson, Garðar Þorsteinsson, Jón Guðmundsson. \ Islenska ölið heör UotíG einróma krf allra neytsnd* Fnet í öllum Teralun- um og veiting&h áaoni I r' & Ölgerðin Egill Skallagrrimsson Tilkynniné um veiðileyfi og söltunarleyfi Allir þeir, sem á árinu 1930 ætla sér að veiða síld til útflutnings verða fyrir 15. maí næstkomandi að hafa sótt um veiðileyfi til Síidar- einkasölu íslands á Akureyri. Hverri umsókn fylgi skilríki fyrir því að framleiðandi hafi tök á að veiða þá sild, sem hann óskar veiðileyfis fyrir. Skal í því skyni tilgreina nöfn og tölu þeirra skipa og báta, er nota á til veiðanna, og hver veiðitæki þeim er ætlað að nota. Um- sækjandi tilgreini og aðra aðstöðu sína til veiðanna, eftir því sem framkvæmdastjórn einkasölunnar krefst. Ef umsækjendur óska eftir að leggja síldina upp til verkunar á ákveðnum stað, skal það fram tek«ð í umsókninni. Þeir, sem óska að taka að sér söltun og kryddun á síld við Siglufjörð og Eyjafjörð, eru einnig ámintir um að gefa sig fram við Síldareinkasöluna fyrir 15. maí, og tilgreina aðstöðu sína til verkunar. Bæði veiðileyfi og söltunarleyfi verða tilkynt hlutaðeigendum svo fljótt sem auðið er. Skipaeigendum ber að tilkynna Síldareinkasölunni tafarlaust, ef þeir hætta við að gera skip sín út á síldveiðar, eða óska eftir að skifta um skip. Sé skipið ekki komið á veiðar 1. ágúst, fellur veiðileyfi þess niður, nema sérstakt leyfi sé fengið til, að það megi byrja veiðarnar síðar. — Söltunarleyfi telst niður fallið, ef leyfishafi hefir. ekki gert skriflegan samning um söltunina fyrir 1. júlí. Veiðileyfi verður að eins veitt eiganda skips eða þeim er hefir sannað umráðarétt sinn yfir skipinu yfir síldarvertíðina. P.t. Reykjavík, 2. apríl 1930. Eyrir hönd útflutningsnefndar Síldareinkasölu íslands. Erlingur Friðjónsson Hátíðin nálgast Vegna þess hve mikið er að starfa á vinnustofu minni vil eg biðja þá sem ætla að panta hjá mér skartgripi fyrir hátíðina í sumar, að senda mér pantanir sínar sem allra fyrst. Þeir sem hafa gömlu verðskrána frá mér, geta pantað eftir henni. Á sumu hefir verð nokkuð lækkað. Biðjið um verðskrá. Vönduð vinna, fljót af- greiðsla. í s u m a r klæðast allar íslenskar konur íslenskum búningi. Einar 0. Kristjánsson gullsmiður Sím 125 ísafirði Póstbox 125 sem borir að treysta eigin áliti og taka afleiðingunum af því, en vill hvorki fóma mannrétti né sjálf- stæði þjóðarinnar af ótta við órökstuddan grun sérfræðings og dylgjur reiðra manna. Sjálfstæðisblöðin: Isafold og Vísir vilja óvæg taka hinn fyrri kostirin. 1 tilefni af frumhlaupi herra Ilelga Tómassonar að dómsmála- ráðherranum, og hvemig því var brugðist, hafa 28 læknar lýst yfir því opinberlega, að hann hafi full- komna sérmenntun sem geð- veikralæknir, og að þeir beri „fullt traust til hans sem manns og læknis“. Tvímælalaust er yfirlýsing þessi fram komin sem vöm fyrir herra Helga Tómasson. Liggur því beinast við að líta svo á, að allir þessir virðulegu læknar telji fiumhlaupið að ráðherranum ekk- ert athugavert, sæmandi honum sem manni og lækni — og þá sennilega hvei'jum öðrum. Að öðr- um kosti er yfirlýsingin tilraun til að skjóta skildi fyrir slysinn félaga og stéttarbróður, sem kom- iim er í vanda. Er slíkt alkunnur skólasveinadrengskapur og hefir til síns ágætis nokkuð. En í þessu tilfelli væri yfirlýsingin, sem slík, hin argasta blekkingartilraun við þjóðina og ósæmileg slíkum mönnum. En hversu sem líta ber á þetta furðulega læknisvottorð, getur það ekki orðið til þess að auka traust þjóðarinnar á læknisvott- orðum yfirleitt. Og er það út af fyrír sig mjög alvarlegs eðlis. Öllum. má vera í fersku minni Keflavíkurmálið. Óllum er vor- kunnarlaust að sjá það og skilja, að í því máli barðist læknastéttin — eða forystumenn hennar við ííkisvaldið um hið raunverulega veitingarvald læknaembætta í rík- inu. Dómsmálaráðherrann fór með ríkisvaldið í þessarí viðureign, og lét ekki stéttina dragá það úr höndum sér. Þeir sem á annað borð vilja viðurkenna réttmæti ríkisvaldsins, og ætlast til þess af öðrum, þeir hljóta að viður- kenna það, að dómsmálaráðherr- ann hafi í þessari viðureign við læknana gjört skyldu sína, sem vörður og handhafi ríkisvaldsins. Þar sem svo skerst í odda, sem orðið hefir með læknum landsins og dómsmálaráðherra, er engin furða, þótt andstæðingum komi brjálun í hug. Og því sannfærð- ari sem læknarnir eru um yfir- burði sína, rétt sinn og skyldu til að ráða öllu um heilbrigðishagi þjóðarinnar, því eðlilegra er, að þeir sjái óvit og brjálun í bar- áttunni gegn því. Það er því eng- in furða, þó einhverjir læknar þykist sjá einhver merki ein- hverrar brjálunar 1 athöfnum dómsmálaráðherrans. Þessi að- staða læknanna gagnvart dóms- málaráðherranum hlýtur því að verða þess valdandi, að þjóðin. verður að vefengja vitnisburð þeirra um geðbilun ráðherrans, eins og allra annara andstæðinga hans. Og því miður verður ekki varist þeim ægilega grun, að læknastéttin eigi verulegan þátt í því, að riddaranum fi'á Nýja- MaS hinnl gömlu, viöurkendu og ágsetu gæðaröru. Herkules þakpappa •em framkldd «r á varkumlöju vorri „Dorthetsminde" frá >ví 1896 — þ. e. í 80 ár — hafa nú veriS þaktir 1 DanznQrku og e. 80 mfij. fermetra þaka. Fæat alstaBar á taiaadl. Hlutafélagifi }m iiisens fMte Kalvebodbrygge 2 Köbenhavn V. Kleppi var svo hastarlega skákað á dómsmálaráðherrann, í hróks- valdi sérfræðinnar. Þingmenn hins svonefnda „Sjálfstæðisflokks“ hafa þvegið hendur sínar af þessu máli — í augsýn alþjóðar. En sá þvottur hefir illa tekizt. Yfirlýsing þing- mannanna er að öðrum þræðl áfellisdómur um frumhlaup lækn- isins að ráðsherranum, en að hin- um þræðinum samþykkt á gerð- um læknisins og olbogaskot til ráðherrans. Eins og von er til, hefir ekki tekist að tvinna saman þessa þræði, svo vel fari. Þing- mennirnir telja sem sé lækninum hafa verið „rétt og skylt“, að skýra „forsætisráðherra og for- seta sameinaðs Alþingis“ frá grun sínum um geðbilun ráðherr- ans. En jafnframt telja þeir „mjög æskilegt vegna sóma þjóð- arinnar ... að álit læknisins hefði ekki þurft að verða að blaðamáli“ og saka ráðherrann um, að hafa gjort málið opinbert. Annaðhvort hefir nú læknirínn gjört það, sem honum var „rétt og skilt“ eða ekki. Hafi hann gjört það eitt, sem honum var „rétt og skylt“, getur það engin vansæmd verið, hvorki fyrir hann né þjóðina, þó að slíkt yrði opinbert — nema því aðeins að virðulegir þingmenn telji van- sæmd í því að gjöra það, sem „rétt er og skylt“. Hafi hann aft- ur á móti gjört það, sem hvorki var „rétt né skylt“, þá væri hon- um — frá almennu sjónarmiði — vansæind í því, og þjóðinni jafn- vel líka. Nú er með öllu ómögulegt, að Alþingi gæti látið málið tíl sín taka, án þess að það yrði opin- bert, því vafalaust hefði þióðin brátt tekið eftir því, af dóms- málaráðsherrann hefði allt í einu horfið af stjórnmálasviðinu. Hér getur því ekki verið um að ræða aðra hættu fyrir „sóma þjóðar- innar“ en þá, sem stafa kynni af framferði læknisins og samherja hans. Og á dómsmálaráðherrann enga sök á því. Yíirlýsing þingmannanna er því svo furðulega vanhugsuð og óheilindaleg, að hún verður að teljast „móðgun við þjóðina“. En hvort sem þessir virðulegu Alþingismenn eru alsaklausir af frumhlaupi læknisins eða ekki, þá verður ekki um það villst, að flokksmenn þeirra eru hér að verki. Og foringjarnir verða nauð- ugir viljugir að njóta þeirra eða gjalda, eftir því sem atvik standa til. Og ekki verður undan stýrt þeim ægilega grun, að tillögu læknisins um það, að Alþingi fengi erlenda rannsókn á and- legri heilbrigði dómsmálaráðherr- ans, mundi hafa orðið betur tekið af stjórn og þingi, en raun varð á, ef ,,Sjálfstæðismennirnir“ hefðu setið þar í meira hluta. Er við- horf þeirra í þessu máli til marks um það, hversu vel hið virðulega nafn hæfir flokknum, og hversu mikið öryggi sjálfstæði þjóðarinn- ar er að öflum þeim, sem í hon- um starfa. I þessum síðasta þætti heflr baráttan við Jónas náð hámarki — í skammsýni eða blindri ósvífni, þar sem jöfnum höndum er vegið að almennum mannrétt- indum, sjálfræði Alþingis og sjálfstæði þjóðarinnar. Og menn- irnir, sem fremja þessa óhæfu og mæla bót, kalla sig „frjáls- lynda“ og „Sj álfstæðismenn", og þykjast vilja koma í veg fyrír það, að dómsmálaráðherrann vinni sjálfum sér eða þjóðinni tjón. Vafalaust fjölgar mjög þeim mönnum, sem sjá og skilja, með hverjum endemum íhaldsliðið í landinu háir baráttuna við Jónas og andstæðinga íhaldsins yfir- leitt, hvort sem þeir kallast Framsóknarmenn eða Jafnaðar- menn. Vafalaust kemur ýmsum í hug, að þessi vitfirringslega bar- átta beri ekki vott um andlega heilbrigði, hvort sem litið er á hina vitsmunalegu eða siðferðis- legu hlið. En hversu ægilegan grun, sem andstæðingar íhaldsins kunna að ala um andlega vanheilsu í liði þess, verður að krefjast þess, að þeir haldi hlífiskildi yfir mann- réttindum allra jafnt, og hafi manndóm og hugrekki til að bíða eftir dómi reynslunnar og sögunn- ar um það, hverjir samtíðar- mannanna skuli teljast brjálaðir og hverjir ekki, þegar öll kurl koma til grafar. K. F. Ritstjóri: Gísli Guðmnndsson, Hólatorgi 2. Slmi 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.