Tíminn - 13.09.1930, Qupperneq 1

Tíminn - 13.09.1930, Qupperneq 1
©jaftrfert 9$ afgtei&sluma&ur (Timan* rr Hannpelg þorstcinsóóttic, 3amban&*i?ásiiiu, fieyfjamf. ^fgrctfcsía Cimans er i Samfcan&sljMnu. (Dpto fcagíeaa 9—12 f. i). ^tntí <&*. XIV. írg. Reykjavík, 13. sept. 1930. 52. bla5. Er það hefnd? Síðan greinin „Mbl. og láns- traustið“, sem birtist í Tímanum fyrir hálfum mánuði, kom út, hefir slegið felmtri miklum á lið íhaldsmanna. Tíminn hefir sannfrétt, að rit- stjórar Mbl. hafi fengið alvarlega áminningu frá ráðamönnum í- haldsflokksins fyrir það að árásir blaðsins á lánstraust ríkisins hafi orðið of áberandi. En það þýðir ekkert fyrir mið- stj órn íhaldsflokksins að áminna ritstjóra Mbl., því að ritstjór- amir hafa ekki annað gjört í þessu máli en það, sem æstustu flokksmenn þeirra hafa aðhafst leynt og ljóst. Munurinn er einungis sá, að atferli Mbl.-ritstjóranna getur verið hættulegra fyrir framtíð íhaldsflokksins og álit hans hjá þjóðinni heldur en athæfi ýmsra flokksmanna annara, þó að það sé í sjálfu sér alveg eins víta- vert. Málsmetandi menn í íhalds- flokknum geta flutt til útlanda ósannar upplýsingar um fjárhag og stjórn landsins, án þess að slíkt verði sannað opinberlega. I einkabréfum og einkasamtölum geta þeir grafið undan lánstrausti ríkisins án þess að vera staðnir að landráðum. Hún hefir gefist íhaldsmönnum vel áður, þessi aðferð. Árum sam- an hefir hún verið iðkuð bak við búðarborð íhaldskaupmannanna um þvert og endilangt ísland. I laumi hafa foringjar Framsóknar- flokksins verið rógbomir í eyru bændanna. 1 laumi, einum og ein- um, hefir verið reynt að telja bændunum trú um, að beztu for- vígismenn þeirra og óeigingjöm- ustu hugsjónamenn væra misind- ismenn og eigingjamir svikarar. I hverri sveit á landinu era þeir þekktir, laumumennimir, sem bera höfuðið hátt við airnan eða þriðja mann, en gista krókbekk á almennum landsmálafundum, þög- ulir og álútir, mennirnir, sem bezt hafa gengið fram í því að rægja Tryggva Þórhallsson og Jónas Jónsson. Þjóðinni er enn í fersku minni, þegar Bjöm Kristjánsson lét gefa út á erlendum málum níðrit um Samband ísl. samvinnufélaga og kaupfélög íslenzkra bænda. Vitanlega var það alveg óhugs- anda, að ritlingur þessi gæti haft annað hlutverk en að spilla tiltrú samvinnufélagana. Islenzkir dóm- stólar dæmdu ummælin dauð og ómerk, og þó var það, að almenn- ingsáliti sá vægasti dómur, sem hugsanlegt var að kveða upp í landi, þar sem réttvísi er viður- kennd. 'Skugginn af þessu fima-verki Björns Kristjánssonar hefir hvílt yfir þjóðmálaferli hans sjálfs og flokks hans eins og skuggi, skuggi, sem aldrei gleymist í ís- lenzkri stjómmálasögu og mirma mun á það um aldur og æfi, hvernig íslendingar ejga ekki að koma fram gagnvart íslandi. En því miður er framkoma Björns Kristjánssonar gegn sam- vinnufélögunum ekki einstök í sinni röð í herbúðum þeirra íhaldsmanna. Það er vitanlegt, að eftir að íhaldsflokkurinn beið sinn mikla kosningaósigur sumarið 1927, hafa ýmsir af foringjum flokks- ins ekki vitað sitt rjúkanda ráð. Að lúta í lægra haldi í þingi og landsstjóm hefir reynst þessum vanstilltu og valdavönu mönnum alveg óbærileg tilhugsun. Hinir óhæfilega löngu eldhúsdagar á AI- þingi hafa út af fyrir sig borið vitni um þetta skapstillingarleysi hinna gömlu ráðamanna. Og þó hefir þeim það eitt áunnizt, að kalla yfir höfuð sjálfra sín, bæði í ræðu og riti, brennandi endur- minningar óhappaverkanna í þeirra eigin stjómartíð. En aldrei hefir þó taumlaus ofsi og ófyrirleitni íhaldsflokks- ins risið hæma en í íslandsbanka- málinu á síðastliðnum vetri. Hátt á annan áratug höfðu fáeinir gæðingar og máttarstólpar íhalds- flokksins öslað í fjánnunum þess- arar aumlega stöddu útlendu láns- stofnunar. Fyrir verðlausa víxla höfðu þeir byggt háar hallir og lifað eins og auðkýfingar. Merk- ur maður sagði í fyrrahaust, að íhaldsflokkurinn íslenzlri væri að því leyti eftirtektarverðastur, að í honum væru snauðustu öreig- aiTiir í landinu. Vald sitt yfir bankanum notuðu þessir menn til að tryggja sér pólitísk yfir- ráð í landinu. Raunverulega lagði íslandsbanki fram stórfé árlega til Morgunblaðsins og annara málgagna íhaldsflokksins á Akureyri, Isafirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. En bankastjórar íslandsbanka, héldu fallandi fjármálafyrirtækj- um uppi með því að bæta skuld á skuld ofan, án þess að bankinn gæti haft upp úr því nokkum skapaðan hlut annan en þann, að leyna töpuðu miljónunum með bókun verðlausra eigna. Þrátt fyrir marg endurteknar tilraunir um stuðning frá ríkisins hálfu, fór íslandsbanki á höfuðið. En mennimir, sem lifað höfðu á lánunum, heimtuðu að ríkið sæi þeim áfram fyrir lífsviðurværi og áhrifavaldi í þjóðfélaginu með því að taka ábyrgð á peningunum, sem þeir voru búnir að tapa. íhaldið laut í lægra haldi. Stjórn og þingmemhluti tóku í taumana og neituðu að láta þjóð- ina ganga í ábyrgð fyrir þann „fína öreigalýð“, sem leggur til stóru auglýsingarnar í Morgun- blaðið. I örvílnun úrræðaleysisins gjörðu Mbl.mennirnir tilraim til að hefna sín. Hefndin átti að koma niður á einum manninum í ríkisstjóminni, Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra. En hefndin mistókst. Ihaldsmenn höfðu meiri van- sæmd af þessari ægilegu hefndar- tilraun en nokkumtíma hefir komið yfir nokkum annan stjóm- málaflokk í Norðurálfunni. 7585 menn og konur á íslandi, þ. e. þriðjungur allra landkjörs- kjósenda, sýndu Morgunblaðinu þá fádæma lítilsvirðingu að fela manninum, sem blaðið og flokk- ur þess sagði brjálaðan, eina æðstu og virðulegustu trúnaðar- stöðu ríkisins. Á eftir hinni pólitísku morð- tilraun á J. J. ráðherra, kemur svo hið gapalega framferði íhalds- ins gagnvart lánstraustinu. Er þetta líka hefnd? Tíminn á bágt með að trúa þvi að svo sé. En myndi nokkur maður hafa trúað því fyrirfram, að íhalds- flokkurinn myndi grípa til ann- ara eins vopna og þeirra, sem hann beitti síðastliðinn vetur í baráttunni gegn Jónasi Jónssyni. Enginn hefði heldur trúað því, að Mbl. myndi gjöra tilraun til að hræða þing og stjóm til und- anlátssemi í Islandsbankamálinu, með því að hefja árásir á sjálf- an þjóðbankann. Tíminn vill að svo stöddu halda sér við þá skýringu, að herferð íhaldsmanna gegn lánstrausti landsins, sé aðeins vanhugsuð til- raun til að hindra starfsemi Bún- aðarbankans og dreifing veltu- fjárins út um sveitirnar. En eftir lestur Morgunblaðs- ins tvær síðustu vikumai’, er full ástæða til að spyrja: Er þetta líka hefnd? Er það hefnd „fínu öreiganna“ alveg eins og rógurinn um Lands- bankann og hin dæmalausa ofsókn gegn J. J. ráðherra? Eru „fínu öreigamir“ núna að hefna sín á þjóðinni fyrir dóm- inn sem hún kvað upp yfir „stóru bombunni“. Á víðavangí. Óðinn og Ægir. Mbl. er samt við sig núna í vikunni, þegar það er að fjarg- viðrast út af því, að varðskipið Ægir hafi orðið dýrara en Óð- inn, sem byggður var í stjómar- tíð Magnúsar Guðmundssonar. Nú vita allir, að smíði Óðins var hið mesta hneyksli. Reyndist skipið ósjófært og lá við, að því hvolfdi í blíðaveðri um hásumar- ið. Var svo þetta meistarastykki íhaldsins umskapað með æmum kostnaði, en M. G. hlaut skapraun fyrir frammistöðuna. Um Ægi er það hinsvegar vitanlegt, að hann er stórum vandaðra skip. Er m. a. sérstaklega lagaður og tækjum búinn til að bjarga skipum úr háska. Kom sá útbúnaður Ægi í góðar þarfir nú fyrir nokkrum dögum, er hann bjargaði skip- inu „Hæni“ norður við Rifstanga og kom því heilu og höldnu til Akureyrar, því að flestir vora úrkula vonar um að nokkuð þýddi að fást við björgun. Bjargaðist þannig mjög mikið verðmæti frá eyðileggingu, eingöngu fyrir hinn góða útbúnað varðskipsins. Mun- ur varðskipanna kemur þá ekki síður í ljós í því, að Ægir hefir tekið miklu fleiri skip við ólögleg- ar veiðar en Óðinn. Eða vill Mbl. halda því fram, að skipstjórinn á Óðni sé þeim mun óduglegri? Því mun fjarri fara, heldur líklegt að hin misjöfnu gæði skipanna mestu i’áði um þann mun. Rétt er að vekja athygli á því, að Óðinn gengur fyrir kolaafli en Ægir er útbúinn með „dieselvél“ eins og meirihluti allra vandaðra skipa, sem nú eru byggð í heim- inum. Eru „diesel“-vélar talsvert dýrari en gufuvélar, en olían, sem þær brenna, hinsvegar stór- um ódýrari en kolin, og árlegur reksturskostnaðiu- slíkra skipa þess vegna miklu minni. Mbl. og skólarnir. Morgunbl. bregður núveranda Utan úr heimi. Það eru ekki nema tvö ár síð- an allur heimurinn stóð á önd- inni út af Italanum Nobile og mönnum hans, sem voru að láta lífið norður í íshafi. Þessir menn lögðu af stað í nýtízkuloftfari norður í höf, komust alla leið að norðurheimskautinu, en á heimleiðinni bilaði loftskipið, og féll niður á ísinn. Fregnin um ófarir þeirra barst fljótt í loft- skeytum til mannabyggða. Skip og flugvélar voru gjörð út í leit hundruðum saman, og loks- ins tókst að bjarga nokkrum hluta leiðangursmanna aðfram- komnum, en hinir hafa aldrei fundizt. — I þessari leit lét Ámundsen líf sitt, maðurinn, sem fann suðurheimskautið. Nú í síðastliðnum mánuði hefir gjörst annar atburður, sem enn á ný vekur veröldina til umhugs- unar um baráttu og afdrif þeirra maima, margra hverra, er leggja leið sína á norðurvegu og líf sitt hafa látið á altari vísindanna og frægðarinnar. Tildrög þess atburðar urðu á tíma, sem var fyrir minni þeirr- ar kynslóðar, sem nú er á léttasta skeiði. Þau gjörðust á öldinni sem leið, árið 1897. ÞaÖ var fyrir 33 árum, sem sænski vísindamaðurinn Salomon August Andrée, réðst í það hættulega fyrirtæki að leggja af stað til norðui’heimskautsins í loftbelg. Flugvélar og loftskip, eins og nú þekkjast, voru ekki til í þá daga. Ef Andrée hefði heppn- ast sú för hefði hann orðið fyrst- ur manna til að finna norður- heimskautið. En förin heppnaðist ekki. Loftbelgurinn, sem Andrée notaði til fai’arinnar var smíðað- ur í Frakklandi. Sjálfur var Andi’ée hugvitsmaður og hafði gjört á honum ýmsar endurbæt- ur. Hann ætlaði sér að vera hálf- an þriðja sólarhring á leiðinni til heimskautsins. Sunnudaginn 11. júlí 1897 lagði hann af stað í loftbelgnum frá Svalbarða, ásamt tveim félögum sínum, Frankel og Strindberg. Ofsastormur bar þá í norðurátt. Þeir sáust aldrei aftur lifandi. En í ágústmánuði í sumar fann norskt selveiðaskip, sem Brattvág heitir, bein Andrée og félaga hans á Hvíteyju langt norður í íshafi. Fyrir löngu hafði þeirra verið leitað á þessari sömu eyju, en líkin þá sennilega á kafi í snjó. Dagbók Andrée fannst hjá beina- grindunum, og gjört er ráð fyrir að innihald hennar gefi nánari upplýsingar um örlög þeirra fé- laga. Búizt er við, að loftbelgur- inn hafi fallið niður á ísinn, en mennirnir hafi farið fótgangandi til eyjarinnar og dáið þar af vos- búð, líklega ekki af hungri, því að dýr hafa þeir sýnilega skotið til matar sér. Fréttin um þennan einkenni- lega fund barst til Noregs með öðru veiðiskipi, sem hafði hitt Brattvág norður í íshafi. Vakti hún geisilega athygli. Skip og fiugvélar lögðu af stað hópum saman til að leita að Brattvág, og stórblöðin á Norðurlöndum gjörðu út fjölda legáta til að grípa fréttirnar glóðvolgar. — Sænska stjórnin borgaði útgjörð- ai’félaginu, sem á Brattvág, 20 þús. kr. fyrir að kalla skipið heim með loftskeyti. Þann 31. ágúst tókst finnsk- um flugmanni að finna hið lang- þráða skip skammt norður af Noregi. Það var þá á heimleið með beinagrindur hinna ógæfu- sömu vísindamanna frá 1897, sem sjálfir eiga nú að verða rannsóknarefni vísindamannanna 1930! lcennslumálaráðherra um það, að hann beiti hlutdrægni um veit- ingu kennaraembætta. I tíð nú- verandi stjórnar hefir kennari aldrei verið rekinn frá starfi sínu af pólitískum ástæðum og er slíkt að vísu ekki þakkarvert. En hefir Mbl. gleymt því, að í- haldsmenn ráku Þorberg Þórðar- son frá kennslustörfum við skóla í Rvík, eingöngu af því, að hann hafði aðra skoðun á stjóm- málum en meirihluti skólanefndar. Hlaut íhaldið af hermdarverki þessu vel’ðskuldaða vanvirðu. Nú- verandi stjórn gjörði aftur á móti Magnús þingsöguritara að pró- fessor við háskólann, þó að hann hafi manna mest sagt ósatt um Framsóknarflokkinn, að Mbl. und- anteknu, og þó að meiri ástæða hefði verið að láta hann fara frá háskólanum en Þorberg frá Iðn- skólanum. — Dylgjur Mbl. um Samvinnuskólann verða eldri tekn- ar alvarlega nú fremur en hingað til. Hefði blaðið fyrir löngu verið látið sæta ábyrgð fyrir lúaleg skrif um skólann og nemendur hans, ef aðstandendur skólans legðu sig niður við málaferli. Ber og þess að minnast með þakklæti, að Mbl. hefir gjört sitt til að auglýsa skólann, þó eigi komi góðvilji til. Er hin ágæta aðsókn að skólanum vafalaust að ein- hverju leyti Mbl.-kaupmönnun- um að þakka. Gengisvizka „pexarans“. Magnús Guðmundsson, sem á- heyrendur Alþingis kalla „pexar- ann“ af því að ræðumennska hans er eins og þegar lundstirðar próventukonur þræta um smá- muni, skrifar langt mál í Mbl. til að réttlæta gengishækkunar- brask Jóns Þorlákssonar. M. G. heldur því fram, auðvitað í trássi við sína eigin skynsemi, að at- vinnurekendur hafi ekki beðið tjón af gengishækkuninni. Rök hans eru þau, að verðlag á inn- lendri og útlendri vöru hafi hvorttveggja fai’ið lækkanda. Nú er rétt, að M. G. leysi úr eftir- faranda dæmi: Bóndi skuldar 570 krónur um það leyti, sem Jón Þorláksson verður fjármála- ráðheiTa. Þessa skuld ætlar bónd- inn að borga upp með afurðum góðærisins 1924. En í góðærinu hefir J. Þ. hækkað krónuna um 25 aura, þannig, að skuldin, sem í upphafi var 570 krónur jafn- gildir nú 820 lággengis krónum. Skuldin hefir því raunveralega liækkað um 250 krónur, og þessar 250 krónur verður nú bóndinn að borga af því að sum- ir stéttarbræður hans vora svo óheppnir að kjósa íhaldsmenn á þing haustið 1923. Sé dæmið tek- ið frá annari hlið, kemur það þannig út, að bóndi, sem ekki þurfti nema 57 dilka til að verða skuldlaus meðan gengið hélzt ó-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.