Tíminn - 24.02.1931, Side 3
Á víðavangi.
Pjandskapur Valtýs
g-egn málstað bændanna fær
nýjar og- nýjar hliðar. Sonur eins
merkasta bónda og áhugamanns
norðanlands var settur til rækt-
unarmennta og skyldi nema eina
af merkustu greinum ræktunar-
vísinda. Árangurinn af ítroðn-
ingi í treggáfað höfuð Valtýs
varð að vísu ekki í hlutfalli við
fyrirhöfn og kostnað þjóðarinn-
ar. Hitt orkaði þó meiru um
vansæmd hans og óbotnandi nið-
urlægingu, að maðurinn var fædd-
ur svikari og verfeðrungur meiri
en dæmi séu til í minnum þeirra
manna, sem nú lifa. Eftir að
hann hafði villt á sér heimildir
í Samvinnuskólanum og á heim-
ili velgerðamanns síns, Hallgríms
Kristinssonar, sveik hann mál-
stað hans, hugsjónir föður síns,
uppeldi sitt og þær vonir, sem
menn í liði bændastéttarinnar
höfðu gert sér um haxm. Tók
hann þá saman pjönkur sínar,
flutti yfir í herbúðir stórkaup-
manna og fjárbraskara Reykja-
víkur og tók að ofsækja sam-
vinnuhugsjónir Hallgr. Kristins-
sonar, gerðist heiftúðarfullur
andstæðingur allra ræktunarmála
Tryggva Þórhallssonar, ofsóknai’-
maður allra alþýðuskóla í sveit-
um og hefir síðan hrakyrt og
svívirt málstað bændastéttarimi-
ar í öllum greinum, eftir því sem
hann hefir orkað. — Fátt sýndi
betur, hversu Valtý var fjarri
skotið úr ætt, ófremd hans og
fúlmennsku, en framkoma hans á
yfirreiðum um landið í áveituer-
indunum sællar minningar. Þegar
hann ferðaðist með 18 hesta, þá
reiddi hann hroka og stór-
mennsku á 10 iiestum að minnsta
kosti. Ekki þakkaði hann íyrir
mat sinn fremur en rakki, þótt
húsmæðurnar tíndu til allt það
bezta úr búri sínu handa þess-
um oflátung, sem þær hugðu að
myndi eiga einhvern þátt 1 að
leysa vandræði sveitanna. Þegar
Vaitýr vill sýna núverandi fjár-
málaráðherra dýpstu fyrirlitn-
ingu, minnir hann á, að ráðherr-
ann er bóndi á bæ, sem heitir,
ekki eingöngu Eyrarland, heidur
L i 11 a-Eyrariand. Og þegar hann
leitar að samlíkingu þess, sem
hann kveðst hafa mesta and-
stygð á, þá man hann eftir ullar-
kömbum. — Þegar stundir líða
fram, mun það verða vísindalegt
viðfangsefni mannfræðinga og
ættfræðinga, hversu það hefir
getað til borið í örlagakeðju til-
verunnar, að slík ættarskömm,
sem Valtýr Stefánsson hefir kom-
ið fram á sjónarsviðið og hversu
sá maður, sem að vísu er fædd-
ur lítilmenni og hryggileg
frændaskömm, hefir getað fallið
svo djúpt í klækiskap og óvirð-
ingu samtíðar sinnar.
Áslákur.
- ........ a
Sælir eru lítillátir.
Þegar yfirlæknar Landsspítal-
ans buðu stjórn Landsspítala-
sjóðsins, hjúkrunarkonum og
blaðamönnum að skoða spítalann
eftir að hann var tekinn til
starfa, fyrirhtu boðið konur þær
allar, er skipa stjórn sjóðsins.
Mun slíkt hafa verið gert að
undirlagi Ingibjargar H. Bjarna-
son. Urðu konumar fyrir ámæli
af þessu tiltæki. En Valtýr karl-
iim fann vöm í máli þeirra. Kvað
hann orsökina hafa verið þá, að
ekki var við opnun spítalans sleg-
ið upp veizlu til heiðurs konun-
um, til þess að þakka þeim opin-
berlega. Sælir eru lítillátir. Þeg-
ar Akureyringar, Eyfirðingar og
nágrannasýslumar lögðu fram
yfir Vé milj- kr., til þess að reisa
Kristneshæli, þá mun ýmsum
þeim, sem þar áttu mikinn hlut
að máli lítt eða ekki hafa verið
þakkað. Samt sem áður fara
margir unnendur stofnunarinnar
þangað einskonar pílagrímsferðir,
þegar þeir koma til Akureyrar,
TÍMINN
41
til þess að kynnast því, hversu
stofnuninni vegnar. En I. H. B.
og samherjar hennar vilja ekki
sjá Landsspítalann, af því ekki
voru gerðar sérstakar ráðstafan-
ir, til þess að þakka þeim. Virð-
ist af skýringum Mbl. mega ráða,
að þær meti meira skjallið en
sjálfa framkvæmd málsins og er
þó ekld líklegt. En ef sú málskýr-
ing reynist ekki á rökum byggð
eiga konumar þá hönk upp í
bakið á Valtý Stefánssyni, sem
hefir nú sem jafnan áður verið
fundvís é lélegan málstað til
þess að verja. Ý.
Billy Sunday íhaldsins.
Á landsmálafundi í Hafnarfii'ði
síðastl. vor gerði Jónas Þorbergs-
son útvarpsstjóri skoplegan sam-
anburð á tveimur persónum, sem
nú eru uppi í veröldinni. Voru
það þeir Billy Sunday trúar-
bragðaskopleikari og helvítispré-
dikari auðvaldsins í Bandaríkjun-
um og Ólafur Thors pólitískur
skopleikari íhaldsins á Islandi.
Billy Sunday er í þjónustu auð-
hringanna í Ameríku, til þess að
hræða fólk á Helvíti og kvölun-
um, ef það efist hið minnsta um
blessunarríka handleiðslu fjár-
plógsmannanna. Hann er talinn
mælskur með afbrigðum og hefir
tamið sér ýmsa furðulega til-
burði á ræðupallinum. Færir hann
sig mjög úr utanhafnarfötum,
stingur sér kollhnýs á ræðupalli
og skrumskælir sig með fárán-
legum hætti. Vekur Billy Sunday
á sér mikla athygli af þessum or-
sökum og er nafntogaður sem
hræsnari og fífl meðal allra skyn-
bærra manna. — Engir tveir
menn munu vera líkari um lund-
arfar, lífstilgang og allt æði held-
ur en þeir Billy Sunday og Ólaf-
ui’ Thors. Ólafui' ér einskonar
ofstækisprédikari íhaldsstefnunn-
ar hér á landi og ósvikinn pólit-
iskur trúður, sem trúir á leikara-
brögð og skrumskælur framan í
áheyrendur sína. Árið 1929 gerð-
ist hann svo mikið fífl á
Hvammstanga, að hann tók að
klæða sig úr fötum á ræðupallin-
um. óttuðust menn um að hann
myndi færa sig svo mjög úr föt-
um, að hneyksli yrði að fyrir þá,
sem á horfðu. — Skrumskælur
Ólafs Thors og skopleikur veldur
stundum hlátri, þar sem hann er
óþekktur áður. En brosið stirðn-
ar fljótt á vörum manna, er bert
verður um grunnfærni manns-
ins og óheilindi. Og vun Ólaf fer
eins og aðra skopleikara, að þeir
verða mönnum brátt hvimleiðir,
er þeir leika ávalt sama leikinn
með sömu tilburðum. — Óheppni
Ólafs er sú, að hann lifir og leik-
ur skopleiki sína og óheilinda-
brögð í þroskaðra umhverfi held-
ur en Billy Sunday. Eigi að síður
er hann sannnefndur Billy Sun-
day íhaldsins hér á landi og nýt-
ur svipaðrar virðingar meðal
sæmilegra manna eins og helvítr
isprédikarinn fyrir vestan haf.
Kjósandi.
Úr Mýrasýslu. Sagt er að í-
haldið sé búið að ákveða fram-
bjóðanda hér í sýslu næsta sum-
ar. Eigi það að vera Torfi Hjart-
arson frá Amarholti. Er það
óreyndur ungur maður og ó-
þekktur að mestu hér í sýslu,
þó að hann sé uppalinn á stóru
og góðu heimili, Amarholti. Og
ekki em áhrif hans meiri en það
á sjálfu heimilinu, Amarholti,
að þar hafa undanfarin ár verið
4 ungir menn aðrir en Torfi og
tveir af þeim yngri bræður hans,
en allir þessir fjórir ungu menn
eru a. m. k. svo frjálslyndir, að
þeir eru ákveðnir á móti íhald-
inu. Þykir mörgum einkennilegt,
að dóttursonur Torfa í Ólafsdal,
er ber nafn hans, skuli ljá lið
sitt höfuðandstæðingum sam-
vinnufélagsskaparins í héraðinu
og að hann skuli hafa ánetjast
afturhaldinu í landinu. — Á síð-
I ari hluta 19. aldarinnar var Torfi
í Ólafsdal einhver mesti sam-
Stmtnn
verður nú um stund sendur til
reynslu nokkmm mönnum á ýms-
um stöðum í landinu, sem eigi
hafa keypt blaðið hingað til. Fá
þessir menn blaðið ókeypis til
loka júlímánaðar, og gefst þannig
tækifæri til að kynna sér efni
þess. Að þeim tíma loknum er
þess vænst, að þeir tilkynni af-
greiðslunni, hvort þeir óska að
gjörast kaupendur eða eigi. Nýir
kaupendur fá í kaupbæti alþingis-
hátíðarblaðið, meðan upplag end-
ist, svo og aukablaðið, sem kemur
út einu sinni í mánuði. Tíminn er
nú, að aukablaðinu meðtöldu, tví-
mælalaust fjölbreyttasta vikublað
landsins og flytur, auk umræðna
um þjóðmál, ýmiskonar fróðleik,
sögur, bókafregnir, kvæði, yfirlit
um heimsviðburði og fréttir inn-
lendar og útlendar, auk fjölda
mynda.
vinnu- og framsóknarmaður hér
á landi. Hann var hinn ákveðn-
asti andstæðingur þeirra afla,
sem íhaldsflokkurinn virðist að-
allega samanstanda af og sem
dóttursonur hans tekur nú að sér
að þjóna. X.
Fyrir skömmu síðan samþykkti
Alþingi lög um að gjöra saltfisk
veðhæfan í því skyni að hjálpa
útgerðannönnum til að fá lán til
íramleiðslu. Nú hefir Ólafur
Thors framið þau fim að kaupa
af gjaldþrotamanni í Hafnar-
firði fisk, sem veðsettur var
bönkunum, og neitar nú að skila
fiskinum eða andvirði hans, svo
að bankarnir neyðast til að leita
réttar síns með málsókn. Ekki
þarf að fjölyrða um, hver hætta
er á ferðum fyrir útgerðarmenn,
ef bankamir hættu að treysta
fiskveðunum.
„Sjálfstæðir byltingamenn“. Síð-
an kommúnistar og íhaldsmenn
tóku höndum saman gegn ríkis-
stjóminni á Vestmannaeyjafund-
inum, virðist hafa dregið til fulls
samkomulags milli þessara
tveggja flokka, sem spáð er, að
enda muni með kosningasamvinnu
í sumum kjördæmum. Nýlega
ræðst Mbl. harðlega á kennara
norðlenzka menntaskólans fyrir
að þeir viku kommúnista úr skól-
anum í haust. Hingað til hefir
Mbl. að mestu þagað um mál
þetta, en nú segir það svo:
„Brottrekstrarsökin, sem fundin
var, er hneykslanleg“. En brott-
rekstrarsökin, sem íhaldið telur
óframbærilega var sú, að nem-
andinn ritaði grein í opinbert
tímarit og eggjaði til uppreisnar
gegn kennurum skólans. Segir
svo í greininni m. a.:
„Baráttuformin verða mismunandi.
En óhjákvæmilega hljóta þau að
skapa andstöðu og uppreisn*) í
fræðslu- og uppeldisstofnunum borg-
aranna ... þessir starfshópar (þ. e.
kommúnistar í skólunum) berjast
gegn myndugleikaaðstöðu kennar-
ans ...“.
„Uppreisn" í skólum ríkisins er
ekki lengur athugaverð að dómi
Mbl. Pilturinn fyrir norðan var
„sjálfstæður byltingarmaður“,
segir blaðið ennfremur. „Sjálf-
stæðir byltingamenn“ á ef til vill
að verða framtíðamafn á hinum
nýju stjómmálasamtökum komm-
únista og „Sjálfstæðisflokksins“,
sem nú munu hafa hlotið hina
fyrstu vígslu í „sæluhúsinu“ við
Kalkofnsveg.
-----o----
Siðan útvarpið hóf starfsemi sína
í vetur, hefir meðal annars verið
útvarpað af grammófónplötum, bæði
danslögum, óperum og öðrum vin-
sælum lögum. Hér á landi er ekki
kostur að koma upp söngleikahúsi
(óperu),en framfarir á sviði grammó-
fóntækninnar gjöra mönnum hér
fært að heyra heilar óperur frá
Berlín, miðstöð hljómlistalífs í
Norðurálfu.
*) Auðkexmt hér.
verður haldið í Laugarvatnsskóla frá 1. maí itil 15. júní n. k.
Kennt verður Matreiðsla (jafnframt gerð grein fyrir nær-
ingargildi fæðunnar), Iþróttir(sund og leikfimi). Heilsufræði.
Matreiðslukennari verður ungfrú Helga Sigurðardóttir (bún-
aðarmálastjóra).
Kennslugjald er kr. 2.00 á viku fyrir hverja stúlku, húsa-
leiga kr. 10—15 fyrir allan tímann og fæði sennilega ekki yfir
kr. 1.50 á dag. — Stúlkum er ætlað að hirða herbergi sín og
þjóna sér sjálfar. — Rúmföt geta þær, sem óska, fengið lánuð
gegn þóknun. jjý' ;
Umsóknir sendist undirrituðum, og er vissara að senda þær
sem fyrst.
Laugarvatni 30. janúar 1931.
BJARNI BJARNASON.
Trygglð aðeins lijá íslensku fjelagi.
Pósthólf:
718
Símnefni:
Incuranoe
BRUNATRY GGINGAR
(húa, innbú, vörur o.fl.). Sfmi 254
SJÓVATRYGGINGAR
(skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542
FramkræmdHstjóri: Sími 309
Snúið yður til
Sjóvátryggingafjelaés Islands h.f.
Eimakipafjelagshúsinu, Reykjavík
Hestur, gráskjóttur, hefir tap-
ast frá Reykjavík. Sá, sem kynni
að verða var við hann, hringi í
síma 1515 eða til Dýravemdunar-
félagsins í Tungu.
Iieiðréttingr
Morgunblaðið hefir oft, bæði
fyr og síðar, og seinast nú fyrir
nokkrum dögum, flutt algerlega
tilefnislausar árásir og aðdróttan-
ir um kaupfélag, er starfaði um
stund hér í bænum og sem ég
veitti forstöðu. Tilefni þessara
árása frá blaðsins hálfu mun hafa
verið að ófrægja tvo menn, er
voru í stjóm kaupfélagsins, þá
Héðinn Valdemarsson, forstjóra
og Jónas Jónsson ráðherra.
Árásir þessar hafa jafnan snú-
ist um kaup á fiski í Viðey, sem
stjóm Jóns Magnússonar seldi
þar á uppboði, sem fyrsta flokks
fisk og kaupfélagið síðar seldi til
utlanda. Tilefni þess að ég varð
milligöngumaður um fiskkaup
þess handa ensku firma, var ein-
göngu það, að bankamir gátu þá,
árið 1921, ekki yfirfært peninga
fyrir alla, sem þess þurftu, og
neituðu að yfirfæra fyrir mig,
sem hafði nýja verzlun. Leit ég
svo á, að kaupfélagið yrði annað-
hvort að hætta innflutningi og
þar með störfum, eða geta haft
íslenzkan gjaldeyri erlendis. Ég
leit á þetta eingöngu sem „yfir-
færslu“ á peningum og bar fisk-
kaup þessi ekki undir stjóm fé-
lagsins, né nokkum félagsmann,
fremur en venjuleg dagieg störf.
Skipið, sem flutti fiskiim til
útlanda, hraktist í hafi um 7 vik-
ur og er til Englands kom var
fiskurinn orðiim skemmdur. Um
líkt leyti skemmdist stór skips-
farmur alveg á sama hátt fyrir
einum stærsta fiskútflytjanda,
sem þá var hér í bænum, og var
þeim fiski öllum fleygt í sjóinn
ytra. En Morgunblaðið hefir
aldrei minnst á þann fisk.
Morgunblaðið segir, að Breti
einn hafi komið hingað heim út
af þessum málum, og að einn úr
stjóm kaupfélagsins (J. J.) hafi
sýnt honum sérstaka ókurteisi
inni á Hótel ísland.
Ég hafði með höndum allar
framkvæmdir út á við í sambandi
við umræddan fisk, og til mín
kom aldrei neinn Breti hér á landi
út af þeim málum. Þessi nýi þátt-
ur í söguburði Mbl. um Kaupfél.
Reykjavíkur, er því með öUu til-
efnislaus.
Jón Kjartansson.
----o——-
Misprentast hefir í minningarorð-
um um Guðmund á Bjamastöðum í
Tímanum nýlega. Á að vera sr. Jón
Hjartarson á Gilsbakka, en ekki sr.
Hjörtur.
----O-----