Tíminn - 05.09.1931, Qupperneq 3

Tíminn - 05.09.1931, Qupperneq 3
TlMINN •?.anfp verður að heimta af bönkunum, að þeir láni ekki fé þeim togara- fyrirtækjum, sem greiða yfir- mönnum skipanna heiinskulegt kaup. Það verður að semja lúg um hámarkstaxta á kaupgreiðsl- til svokallaðra „sérfræðinga" og sem ekki stilla í hóf kröfum sín- um. Það verður að leggja skatt á allt óhóf hverju nafni, sem nefnist, til að afla fjár til að halda hung-urvofunni burtu frá ’dyrum starfandi manna í landinu. Það er vel hugsanlegt, að ríkið verði um stundarsakir að setjainn- og útflutningsnefnd eins og 1918, bæði til að koma skipulagi á af- urðasöluna, og til að forðast inn- flutning og kaup á óþarfa, meðan kaupgeta landsmanna er svo lítih I Isiandsbankamálinu kom fram stefnumunurinn á Alþingi, um hversu ber að taka skakkaföllum líkum þeim, sem nú bera að höndum. Þegar bankann rak upp á sker í fyrra og hann vantaði margar miljónir til að eiga fyrir skuldum, vildu Eggert Claessen og Jón Þorláksson og láta landíð ganga í ábyrgð fyrir allri súp- unni. Allur skellurinn, allt sem Sæm. Halldórsson, Copland og aðrir þvílíkir fésýslumenn höfðu sukkað frá bankanum hefði þá orðið að vinna upp með sköttum af almenningi í landinu. Þessu var neitað. Nokkur málamiðlun fékkst, nokkrar miljónir voru sparaðar skattborgurum landsins fyrir baráttu Framsóknarmanna á þingi 1930 í íslandsbankamál- inu. En a. m. k. hálfa miljón króna verða skattborgarar lands- ins samt að greiða árlega fyrir óreiðumenn og fjársvikara, sem íslandsbanki lánaði fé og tap- aði á. Saga íslandsbankamálsins á þingi 1930 sýnir baráttuna, sem framundan er um dýrtíðarmálin. Annarsvegar mun íhaldsflokkur- inn reyna að halda í dýrtíðina, eins og hann hélt í íslandsbanka. Því næst mun hann reyna að láta allan kostnað við þær ráðstafanir, sem af dýrtíðinni leiða færast yfir á skattborgar- ana gegnum nefskatta. Og í sam- ræmi við þetta munu leiðtogar íhaldsins reyna að hindra allar meiraháttar ráðstafanir til að koma á heilbrigðu verðlagi í land- mu. Fyrir borgara landsins og ekki sízt fyrir ungu kynslóðina í land- inu skiptir það miklu máli hvort íhaldsstefnan eða Framsóknar- stefnan sigrar í dýrtíðarmálinu. Ef íhaldsstefnan sigrar verður kreppan lengi, tekin eyðslulán meðan til nær, og byrðar augna- bliksins lagðar á ungu kynslóð- ina, sem er að vaxa upp. Óhófs- eyðslunni verður haldið áfram, unz þjóðfélagið brotnar niður eins og spilaborg undan þunga fjölmennrar stéttar, sem heimtar að mega eyða miklu, en vill vinna lítið. Stefna Framsóknarmanna er sýnd í verkinu. Lækkun á verði húsa og húsaleigu, fatnaðar, mat- væla, sjúkradvöl og skólanámi. Lækkun á háum starfsmanna- launum, lækkun á vinnutaxta manna, sem ríkið hefir hjálpað til að læra, en gleyma því, er þeir fara að selja borgurum landsins vinnu sína. Dýrtíðin verður að bera sig sjálf. Þær stéttir, sem hafa grætt á dýrtíð- inni, verða að hjálpa mest til að halda við lífi og þrótti þeirra stétta, sem nú verða harðast úti, meðan verið er að klifra niður brekkuna frá glæframennsku þeirra manna og stétta, sem skapað hafa hina óeðlilegu dýr- tíð hér á landi og mest í Reykja- vík og niður á þann grundvöll, sem verður að finna til þess að þjóðin geti að nýju byrjað að nýta fyllilega gæði landsins, og hafið aftur alhliða umbótastarf til að geta gert ísland að fyrir- myndarheimili fyrir fyrirmyndar- þjóð. J. J. ---o-- Fréttir Sigurður Kristinsson forstjóri dvel- ur nú erlendis um stundarsakir. Lárus Bjamason kennari hefir ver- ið settur skólastjói’i við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði. porsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði var meðal farþega héð- an austur á Esju síðast. Dvaldi hann nokkra daga hér í bænum, Norski söngvarinn Erling Krogh er nýkominn til Reykjavikur og söng hér í fyrsta sinn í Gamla Bíó á þriðjudaginn var og aftur á fimmtu- dag. Ilann er einn af beztu og vin- sælustu söngmönnum Noregs. Söng hans hér hefir verið mjög vel tekið. Emil Thoroddsen lék á hljóðfærið. J Et þig vantar: a) orgel í heimahús, skóla eða kirkju, b) píano eða flygel, c) innra verk í orgel eða ein- hverja hluta í það, d) kassa (Gehause) utan um org- elverk eða Kynningarsölu á ostum °«smjöri heldur Mjólkursamlag K. E. A., Akureyrí, næstu daga á Skólavst. 5, kl. 1-7 daglega. Til að kynna sem flestum gæði varanna verða þær seldar meðan á sýningunni stendur með eftirfaranda verði: Mysuostur kr. 0.90 Merkurostur • 20% — 1.40 Do. 30% — 1.70 Gaudaostur 20% — 1.80 Do. 30% — 1.60 Do. 45% — 2.20 Smjör í 1 kg. stk. — 3.50 Do. í 50.8 kg. kvart. — 3.40 Gaudaostar verða aðeins seldir í %, V2 og V* atykkjum. Merkurostar — — — - Vi og V* stykkjum. e) einhvern aunan hlut, sem til- heyrir orgeli eða píanói, ■— þá skaltu reyna að leita til mín. Ofangreinda muni hefi eg allt- af til sölu — annað ekki. SUá-lliolt II. Mala domestica . . . eftir Guðmund Kamban (framhaldið af Jómfrú Ragnheiði) er nýkomið í flestar bókaverzlanir á landinu. Fisksölusamlag Reykjavíkur sem er sölusamlag vélbátasjómanna í Reykjavík og v/s. Þórs, byrjar fisksölu innan fárra daga á Klapparstíg 8 (þar sem Þórs- fiskurinn var seldur í fyrra). Verður þar eins og áður seldur ó- dýr fiskur, nýr-, saltaður, kældur og reyktur, sömuleiðis síld í smásölu. Lögð verður áherzla á vöruvöndun. Utanbæjarmenn fá fisk keyptan eins og áður. Sími 820. Tónlistarskólinn liyrjar 1. okt. og starfar í vetur með svipuðu fyrir- komulagi og síðasta vetur. Sjá augl. um skólann í næsta blaði. Bílslys og manntjón. Aðfaranótt þriðjudags sl. vildi til liörmuiegt hif- reiðarslys í Sogamýri rétt austan við Reykjavík. Bifreið með fjórum mönnum var þar á leið til bæjarins og lenti út af veginum á mikium liraða. í bifreiðinni voru Guðmund- ur .Tóhannsson bæjarfulltrúi, piltur og tvær stúlkur úr Rvík. Bifreiðar- stjóri, sem um veginn fór i’étt á eft- ir, fann bifreiðina brotna og fólkið ósjálfbjarga við veginn. Gjörði hann aðvart lögreglunni og næturlækni. Var fólkið þegar flutt á Landsspítalann, og reynd- ist það allt skaddað meira og minna, og rétt um leið og komið var á spít- aiann, andaðist Guðmundur Jóhanns- son. Hafði hann áverka á höfði. —■ Guðmundur heitinn var maður á bezta aldri, 38 ára gamall, sonur Jóhanns Eyjólfssonar fyrv. alþm. í Brautarholti. Hann tók sæti í bæjar- stjórn s. 1. vetur eftir lát Péturs sál. Hafsteins, sem fórst á togaran- um Apríl. -— Annað bifreiðaslys vildi til austur í þjórsárdai tveim dögum áður. Vöruflutningabifreið var þar á ferð með 16 manns, starfs- fólk úr Efnagerð Reykjavíkur. Sprakk stykki úr vegarbrún, og valt bifreiðin niður brekku. Tvennt af fólkinu meiddist, stúlka sein hand- leggssbrotnaði og gekk úr axlarlið og karlmaður síðubrotnaði, en til læknis varð eigi náð í svip, af því að sími er þarna fjarri. En ekki hefir hlot- ist dauðsfall af slysi þessu, og þeir, sem meiddust á batavegi, eftir því sem blaðið hefir frétt. Sigurður Guðmundssou skóiameist- ari á Akureyri og kona hans hafa dvalið hér í bænum mánaðartima. Páll E. Ólason bankastjóri fór utan nýlega í fjánnálaerindum. Móttöku sumargesta i Laugarvatns- skólanum var hætt á mánudaginn var. Aðsókn að gistihúsinu hefir ver- ið ákaflega mikil í sumar og full- víst að svo verður framvegis, enda fer þar saman náttúrufegurð og ágæt húsakynni, svo að eigi er á slíku völ annarsstaðar hér á landi. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir er af kennslumálastjórninni skipuð for- maður skólanefndarinnar í Reykja- vík. Af bæjarstjóm hafa verið kosn- ir í nefndina: Páll Eggert Ólason, Ólafur Friðriksson, Pétur Halldórs- son og Guðm. Áshjörnsson. Útflutningur á kæidum fiski frá Norður- og Austurlandi er að hefj- ast. Hefir Pálmi Loftsson útgerðar- stjóri leigt skip í Noergi til að ann- ast flutning fiskjarins samkvæmt lög- um frá þinginu i sumar. Góð tíð hefir verið undanfarið um land allt og útlit með heyfeng betra en á horfðist framan af í sumar. Grasspretta á útengi er nú viða orð- in í góðu meðallagi. Kappleikjunum milli knattspyrnu- félaganna í Reykjavík lauk á sunnu- daginn var. Varð Knattspymufélag Reykjavíkur hlutskarpast og fékk 11 stig, Valur 9, Víkingur 3 og Fram 1 stig. K. R. vann lika landsmótið i knattsyrnu á þessu ári. Sr. Sigurður Einarsson hefir verið settur 2. kennari við Kennaraskólann í Reykjavík. Stjárnarbyltiugartilraun var gjörð í Lissabon, höfuðhorg Portugals 26. f. m., en bæld niður í bráð. En við- sjár miklar eru í landinu. hælt. Þó voru þá kvartanir um að það væri misjafnt. Þær voru á rökum byggðar, en nú á að hafa verið sett undir þann leka, sem mismuninn orsakaði, og síld- armjölið á að vera jafnt og gott. Sé gefið hey með síldarmjölinu, er bezt að gefa mjölið yfir heyið. Fé nær því alveg, séu garðarnir (jöturnar, krærnar) ekki því verri, og það étur heyið með betri lyst, og betur upp, og notast því heyið betur en ella. En íái kindin fylli sína úti, en vanti und- irstöðu til að haldast við, er nóg að gefa henni síldarmjöl ein- göngu. Þetta gerðu ýmsir í fyrra, og gafst ágætlega. Sumir gáfu síldarmjölið í stokka, líka brunn- stokkum, úti um hagann, áður en þeir fóru að hýsa, og telja það mjög gott. Verður þá að athuga, hvort kosti kindina meira erfiði, og þar með fóður, röltið heim að húsunum, eða hitatapið við að liggja úti í kaldara bæli, en á húsgólfinu. Og það er sjálfsagt svo víða, þar sem beitilandið er langt frá, að betra er að láta féð liggja, og gefa því síldarmjöl í hagann en reka það langar leiðir að og frá húsi. Sumstaðar eru nú mjög sinu- mikil fjallahey frá sumrinu í sumar. Þessi hey étast trauðla nema þau séu bætt. Bæta má þau með lýsi. Við það étast þau með lyst, meltast betur, og kindin hef- ir þeirra betri not. Að hinu leyt- inu étur kindin varla svo mikið lýsi, að það dragi hana neitt, nema ef það er lýsi, sem í er mik- af vitaminum, og kindina vanti þau. Brædd síld er notuð á sama hátt, og síldarmjöl, sem stráð er yfir heyið gerir sama gagn, með því að láta heyið étast. Bændur, sem eiga þessi sínu- miklu fjallahey, eiga að gefa með þeim fóðurbæti. Til sparnaðar handa kúm, er bezt að gefa blöndu af síldarmjöli og mais, og hafa síldarmjölið Það má ætla að fyrir hvert eitt kíló af þeirri blöndu mun mega spara 2,3—3 kg. af töðu. Maís- inn kostar um 17 kr. pr. 100 kg. Eigi að gefa kúnum mikið af mat, þá verður að gefa margar tegundir, og því á ekki að nota þessa blöndu ef gefa á meira en 2 kg. á dag pr. kú. Þessi blanda er líka of eggja- hvítusnauð til að koma sem við- bót við heyíramleiðslufóður há- mjólka kúa. Því má segja, að hana eigi ekki að nota, sem við- bót við mikla heygjöf, handa góð- um kúm, sem eiga að setjast hátt upp, ekki sé kúnni gefið yfir 2 kg. af fóðurbæti á dag, og ekki lianda kúm, sem mjólka yfir 14 —16 merkur í mál. I öllum þess- um tilfellum á að gefa kúa fóður- blöndur, og þær má fá hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, og hjá S. 1. S.. VI. Ég býst við því, að sumum, sem þekkja mig, og vita, að ég nú held því fram, að ein helzta leið bændanna til að hjálpa sér yfir kreppuna sé sú, að búa sem allra mest að sínu, þyki þetta, sem ég hef sagt hér, samrýmast því illa. Þetta er byggt á misskilningi hjá þeim, er svo sýnist. Rétt er, að bændur eiga að kaupa sem minnst, lifa sem mest af sínu, en þar með er ekki sagt, að þeir eigi ekki að kaupa það sem annars- vegar lætur þeirra framleiðslu notast betur, eins og t. d. beitina, þegar síldarmjöl er gefið með, eða töðuna, þegar hámjólka kúm er gefinn fóðurbætir með, en þeir ,eiga ekki að kaupa það til þess eins að „gefa fóðurbæti“. Og þeir, sem nú standa yfir því, að verða vegna heyleysis að minnka stofninn sinn, svo að hann verði svo lítill, að hann gefur þeim ekki nóg til lífsviður- væris, eiga skilyrðislaust að kaupa fóðurbæti og halda í stofninn. En með hverju á að borga? Margir eru skuldugir eftir bygg- ingar og jarðabætur, og eiga fullt í fangi með að borga það, sem þeir mega til, til lúkningar venju- legrar ársgreiðslu. Þeim finnst það því vera hálfgerð öfug- mæli, að vera að segja þeim að kaupa fóðurbæti. Og ég veit að skórinn kreppir. En betur get- ur hann kreppt, ef stofninn nú verður að skerða. Bóndinn, sem nú á 100 ær, og gengur illa að standa í skilum í haust, honum gengur það ekki betur að hausti, ef hann nú þarf að fækka ánum í 60, en svo er heyskapurinn rýr sumstaðar, að þesa væri þörf, ef ekki væri tryggður fóðurauki með íóðurbæti. Ég hvet menn yfirleitt ekki til lántaka. Þær eru oft tvíeggjað- ar. En í þessum tilfellum á að taka lán. Hrepparnir, sem hey- skepurinn er verstur í, og sem bændur þessvegna verða að gera annaðhvort, minnka bústofn sinn mjög, eða kaupa fóðurbæti, eiga að taka lán. Og þeir eiga að taka það úr Bjargráðasjóði. Til þess stofnaði landlæknir o. fl. mætir menn til Bjargráðasjóðsins með lögunum frá 1913, að hann gæti komið að liði þegar lík tilfelli kæmu fyrir og nú steðja að Vestur- og Austurlandi. Ég veit að stjórn hans hefir' fullan skilning á þessu, og mun mæta þeim hreppsnefndum, sem þurfa á lánum að halda með fullum skilningi og samúð. Lán úr Bjargráðasjóði, eru eins og menn vita veitt til eins árs. VII. Mín ráð til bændanna eru því þessi: 1. Látið ekki litla heyskapinn í sumar freista ykkur til að setja á guð og gaddinn. 2. Reynið að halda í bústofn- inn. Fáið ykkur til þess fóður- bæti, síldarmjöl, handa fé og mais handa kúm. 3. Gegnum hreppsnefndimar verður að hjálpa þeim, sem ekki geta af eigin ramleik keypt sér fóðurbæti, til að fá lán, og kaupa hann. Er þá sjálfsagt að snúa sér fyrst og fremst að Bjargráða- sjóðnum, sem beint er ætlað að hjálpa þegar þess er þörf. 4. Þó ekki sé þörf á fóðurbætis- kaupum vegna heyleysis, þá er víða sjálfsagt að kaupa og nota fóðurbæti til þess að innlenda fóðrið notist betur og skepnurnar geri betra gagn. 5. En fóðurbæti á ekki að kaupa af neinni fordeild eða lítt yfirveguðu ráði. Bóndinn á að leggja niður fyrir sér hvort það borgi sig eða ekki, og haga sín- um framkvæmdum eftir þeim niðurstöðum, sem hann þá kemst að. 6. Athugið hvort þið eigið ekki óþarfa hross, sem óþarfi sé að fóðra. 7. Athugið hvort þið getið ekki haft færri kýr og þó haft eins mikla mjólk úr fjósinu og þið hafið nú. Ef þið getið það, sparið þið með því hey. Það mætti enn margt um þetta mál segja, en það verður nú ekki gert hér. Eftir fáa daga fer ég að fara í mitt venjulega haustferðalag, ég ferðast þá um nærri hluta af landinu, og mun þá fá tæki- færi til að tala við ýmsa um þessi mál. Og gleði verður mér það, ef ég get svarað einhverjum, sem spyr, svo hann hafi gagn af. Páll Zophóníasson. -----o---- JarSskjálftakippir hafa verið tíðir austanfjalls undanfarna daga. Varð vart jarðhitabreytinga á Reykjum í Ölfusi, en hafa færst í samt lag aft- ur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.