Tíminn - 26.09.1931, Page 2

Tíminn - 26.09.1931, Page 2
210 TÍMINN Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín Þór- stína Þórunn Stefánsdóttir andaðist h. 20. þ. m. i Seyðisfjarðar- sjúkrahúsi. Sighvatur Bessason, Fáskrúðsfirði. Sigurður Thorlaclus skólastjóri nýja barnaskólans í Reykjavík er nýkominn úr utan- för. Hefir hann dvalið í sumar í Genf á Svisslandi og stundað nám við uppeldismáladeild háskólans, Rousseau-skólann svonefnda. Áð- ur hafði Sigurður dvahð í Genf árið 1929. Nú í sumar lauk hann ritgjörð um uppeldismál, sem hann afhenti við háskólann og hlaut viðurkenningu (diplome) skólans í uppeldisvísindum. Við- víkjandi þessu hefir ritstj. Tím- ans haft tal af S. Th. Hefir hann góðfúslega leyft blaðinu að birta eftirfaranda kafla úr bréfi for- stöðumanns Rousseau-skólans. En þar farast honum svo orð um ritgjörð Sigurðar: .... Ég las ritgerö yöar með mikl- um áhuga. Ég óska yður til ham- ingju, ekki einungis með dugnaðinn, sem þár hafið sýnt með þvi að safna öllum þessum staðreyndum, þýða hin ýmsu próf, prófa böm í mörgum bekkjum, leiðrétta, gera línurit og skýrslur. En ég óska yður einnig til hamingju með þann anda, sem verk- ið er unnið í, með það hvernig þér hagið rökfærslu yðar um hina ýmsu möguleika til skýringar á niðurstöð- unum, og með hina ljósu framsetn- ingu. þama koma fram margir eigin- leikar, sem yður er mikill heiður að. Vér sendum yður því með mestu ánægju „diplome" stofnunarinnar, og álítum að þér hafið vel til þess unnið. Vér vitum að þér gerið oss heiður og munuð halda áfram að gera það. Eins og ég lét yður á mér skilja, voru tilraunir yðar með hljóðlest- urinn mér sérstaklega lærdómsríkar og ánægjulegar. Aðallega vegna þess, að þar er ekki einungis um að ræða röð af athugunum og mælingum, sem gerðar eru í eitt einasta skipti, held- ur tilraun, sem hefir verulegt upp- eldisfræðilegt gildi. Ég bið yður um leyfi til að birta þessar blaðsíður um hljóðlesturinn í næsta tölublaði timarits okkar, í því formi, sem þér hafið ritað þær. þær hvetja senni- lega kennara i öðrum löndum til að útbreiða viðleitni yðar, og til þess að gera samskonar athuganir til hins mesta gagns fyrir böm og skóla. ... Pierre Bovet." Rousseaustofnunin í Genf, sem öðru nafni heitir „Stofnun upp- eldisvísinda“ (Institut des scien- ces de d’Evducation) og hóf starf- semi sína 1912. Hún er hvort- tveggja í senn vísindaleg rann- sóknarstofnun og skóli fyrir kennara og kennaraefni. Stofnun þessi er löngu orðin heimskunn og stunda þar árlega nám og vís- indaiðkanir skólamenn frá flest- um menningarlöndum. Fram að 1920 voru nemendur þar árlega innan við 20, nú seinni árin meira og minna á annað hundrað. (Árið 1929, um það leyti sem S. Th. var í Genf, voru menn frá 29 þjóðum í skólanum). Oft hafa þangað verið sendir menn frá ríkisstjórn- um fjarlægra landa til þess að kynna sér sérstök efni uppeldis- málanna. 1929 voru þar t. d. slík- ir sendimenn frá fimm lönd- um. Skólastjórinn, Pierre Bovet er óvenjulega gáfaður og mennt- aður maður, enda heimskunnur, og jafnframt formaður „alþjóða- skrifstofu uppeldismála“. Annars eru tveir aðrir kennararnir, Ed. Claparede og Jean Piaget meðal þekktustu vísindamanna barns- sálarfræðinnar, og allir kennar- arnir eru úrvalsmenn, hver í sinni grein. Stofnunin vinnur í nánu samstarfi við tvo beztu barnaskóla í Genf, sem jafn- framt eru sennilega a. m. k. ann- ar þeirra, með merkustu bama- skólum Evrópu. Veturinn 1928-29 var Rousseaustofnunin sameinuð háskólanum í Genf. Hún hafði áður verið „privat“-stofnun en telst síðan til (heimspeki- deildar háskólans (faculté des lettres). Námstími er tvö ár (9 mán. á ári) minnst. Fyrrihluta- próf (certificat) fæst eftir eitt ár, en „diplome“ eftir tvö ár. Alstaðar þar sem skólar starfa í samræmi við kröfur nútímans, þykir „diplome“ frá Rousseau- skólanum hin beztu meðmæli með kennurum, t. d. stóð S. Th. til boða að fara til Ameríku og ætluðu námsfélagar hans þaðan að útvega honum stöðu þar með 9000 kr. launum og fría ferð vestur, ef hann vildi setjast þar að. Engir Islendingar aðrir en Sigurður hafa ennþá stundað nám við Rousseau-skólann. Er það þjóðinni ánægjuefni, að hann skuli hafa hlotið slíkan vitnis- burð. ----o----- Björn Finnsson óðalsbóndi í Tungu í Hörðudal í Dalasýslu, látinn(úr krabbameini) á Landakotsspítalanum í Rvík 16. júlí 1931 — 53 ára að aldri. Þú sóttir fram sem hetja hraust og hafðir guð í minni, og allt er tryggt og óttalaust í æfisögu þinni. Þitt líf er slökkt, þú liggur nár, vér leitum fornra kynna, og harmur vekur hjartasár í húsum vina þinna. Að starfi voru traust þín tök, í Tungu sjást þess merki, þar moldin vitnar mild og rök um manndóm þinn í verki. Við morgunrisið muna ber þá menn er landið klæða, því moldin rík og máttug er og móðir lífsins gæða. Við hrjóstur, mela, holt og sand, þín hönd með orku þreytti. í grænt og fagurt gróður land þeim grýtta sverði breytti. Þú hýstir fagran húsabæ og hlóðst upp fallna garða; þeir steinar rísa styrkir æ í starfsins minnisvarða. Og þér varð aldrei stutta stund að standa á báðum áttum; þú stórsýnn varst með styrka lund og staðfastur í háttum; og orðfár mjög um annars hag og einlægur í ráðum, og allt var bjart — þinn æfidag af iðjumannsins dáðum. Þú réðir málum ýmsra úr er orku þraut í stríði og vinum þínum varstu trúr og veittir þeim með prýði. Er særði þreytta sóknin vönd þín samúð bölið mýkti, því gestrisnin og göfug hönd á garði þínum ríkti. Þann orðstír ber við heiði hátt að hafa rétt þeim snauða og lýsir skært frá austurátt og yfir gröf og dauða, og arfa beztur auðlegð sú að eiga minning slíka, I friði drottins flytur þú í fagnað dagsins ríka. En hún sem stóð þér hjarta næst er harmi þungum slegin; við dauðans för er dyrum læst og dapurt öllu megin, unz hljóður mildast harmurinn af hlýju endurskini. Ó, blessi drottinn bæinn þinn og brúði þína og vini. Stefán frá Hvítadal. ----O---- Bindindisstarfseml í skólum. Frá dómsmálaráðuneytinu hef- ir blaðinu borizt afrit af eftir- faranda bréfi til Brynleifs Tobí- assonar kennara á Akureyri: 9. september 1931. Síðasta Alþingi ákvað að kennslu- málastjórnin skyldi hafa umráð yfir V3 af styrk þeim, sem ríkið veitir Goodtemplarareglunni 1932, og að þessu fé skyldi varið til að verja æskuna i skólum landsins fyrir skaðsemi áfengra drykkja. Samkvæmt munnlegu umtali hefir yður verið falið að stjórna þessari starfsemi fyrir hönd iandsstjórnar- innar. Er ætlast til að þér vinnið í nánu samstarfi við stórtemplar og fræðslumálastjórann. Tilgangur kennslumálastjórnarinn- ar með því að óska eftir þessari heimild var sá, að þegar væri hafin öflug fræðsla og bindindisstarfsemi í skólum landsins, bæði bamaskólum og unglingaskólum, og að þessi starfsemi beindist bæði á móti á- fengis- og tóbaksbölinu. Svo er ráð fyrir gert, að í hverjum skóla, þar sem því verður við kom- ið, sé sérstakt samband haft við einn kennara eða fleiri, ef skóli er stór, og að þeir kennarar efni til bindind- isfélagsskapar um áfengi og tóbak, og að sá félagsskapur sé ekki bund- inn við neitt annað en það ákveðna verkefni. Jafnframt séu vissir menn fengnir til að fræða um skaðsemi á- fengis og tóbaks í ræðu og riti, og að þar sem starf þeirra leiði til ferðalaga og útlagðs kostnaðar, þá sé sú vinna borguð af fé þvi, er þér samkvæmt framanskráðu fáið til ráð- stöfunar, svo og önnur óhjákvæmi- leg útgjöld við þessa fræðslu og bindindisstarfsemi. Til herra kennara Brynleifs Tobíassonar, Akureyri. Brynleifur kom hingað suður um síðustu helgi og hefir dvalið hér þessa viku við undirbúning starfsemi þeirrar, er um getur í bréfinu hér að framan. -----o----- Dr. Páll E. Ólason aðalbankastjóii Búnaðarbankans er nýkominn heim úr utanför. Grein eftir Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóra, um Mjólkursam- lag Eyfirðinga birtist í næsta blaði. 25 ára starfseml ungmennafélags- skaparins hér i bæ verður hátíðlega minnst með samsæti og ýmsum fagnaði að Hótel Borg næstkomanda föstudag. Er það Ungmennafélagið Velvakandi sem fyrir hófinu gengst en býður þátttöku öllum sem verið hafa í U. M. F. B. eða Iðunni á fyrri árum og stofnendur U. M. F. R. verða heiðursgestir samkomunnar. Ungmennafélag Reykjavíkur (U.M.- F.R.) var stofnað 3. okt. 1906, aðal- lega fyrir forgöngu Guðbrandar Magnússonar forstjóra, Jóns Helga- sonar og Helga Valtýssonar og var það félag brautryðjandi um margt í starfsemi ungmennafélaga um langt árabil og naut þar til drjúgum að- stoðar U. M. F. Iðunnar, sem stofnuð var af nokkrum stúlkum í marz 1908, enda nutu félög þessi starfs- krafta ýmsra þeirra manna og kvenna, sem nú skipa hin ábyrgðar- mestu sæti í þjóðfélaginu, og annara athafnamanna á ýmsum sviðum þjóðlífs og stjómmála. Hjónaband- í fyrradag voru gefin saman hér í bænum ungfrú Sigur- laug Sigurgeirsdóttir frá Svarfhóli í Eyjahreppi og Ágúst þórarinsson hreppstjóri á Saxhóli í Breiðuvíkur- hreppi á Snæfellsnesi. Ungu hjónin tóku sér far vestur með Esju sama dag. Búendur. Sláttuvélar. Rakstrarv. Heyítur. í Rangárvallasýslu 451 142 5 22 - Árnessýslu 544 106 17 34 - V.Skaftafellssýslu 163 71 5 12 - Vestmannaeyjum vantar 1 2 I þessum hreppum eru flestar vélar: Sýslur. Hreppur. Búendur. Sláttuv. Rakstrarv. Heyítur Rangárv.sýsla Asahr. 82 56 3 T) V.Eyjafjallahr. 43 24 1 2 77 A.Eyjafjallahr. 30 17 2 12 Árnessýsla Skeyðahr. 30 18 1 2 7) Gaulverjabæjarhr. 45 18 1 1 n Sardvíkurhr. 22 12 2 V.Skaftafellss. Hvammshr. 42 20 3 1 n Kirkjubæjarhr. 21 15 9 n Hörgslandshr. 27 13 Um heyannir [Höf. þessarar greinar er sjúkl- ingur á Vifilsstöðum, var áður trún- aðarmaður Búnaðarfélags íslands í Árnessýslu]. Fyrir nokkru barst mér skýrsla Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árin 1928—1930. Af því að ég tel vafasamt að allir þeir hafi kynnt sér hana, sem hún til- heyrir, skal ég nefna innihald hennar. Framan á kápunni er mynd af tveim mönnum með dráttarvél (tractor) og plóg. Á fyrri ára skýrslum var þar maður með plóg og þrjá hesta fyrir. Fyrst eru fundargerðir og reikningar sambandsins. Svo skýrslur stjórnar og starfsfólks. Þar næst þrjár ritgjörðir. Sú fyrsta eftir Ólaf Isleifsson, er heitir: „Áhugamál bænda“. Ræð- ir hún um menningu sveitanna og menntunarþörf æskulýðsins. Lof- ar Laugarvatnsskólann og áhrif hans og óskar öllum héruðum samskonar stofnana. Ó. 1. hefir :oft sýnt að hann er hiim vitr- asti mannvinur, sem varið hefir æfi sinni til að lækna þá, sem sjúkir eru og söm er viðleitni hans um þjóðfélagsmálin. Þá er grein eftir Kjartan L. Markús- son, er hann nefnir „Fólksflutn- ingar“. Talar um fólksflutninginn úr sveitunum. Segir að orsakirnar muni liggja að nokkru í útþrá unga fólksins, það langi til að sjá meira en sína sveit. Til þess að svala þessari þörf vill hann koma á dvalarskiftum hjá ungu fólki, milli landsfjórðungaxma. Þriðja greinin er eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli og heitir líka „Áhugamál bænda“. Er hún lengst, en fjallar um sama efni og þær fyrri, en víðtækara. Er þar margt athugað og gagnrýnt. Það er ekki tilgangurinn að skrifa um þetta frekar, en allar eru greinar þessar viðleitni í þá átt að finna bót við þeim göll- um, sem mörgum finnst lama okkar þjóðfélag. Næst er skýrsla yfir áburðar- hirðingu og verkfæraeign bænda 1 Búnaðarsambandi Suðurlands þjóðhátíðarárið 1930. — Dagur Brynjúlfsson hefir skrifað all- rækilega greinargerð um skýrsl- una og er það bæði glöggt og fróðlegt, sem vænta mátti af honum, enda er hann sjálfur með- stjómandi og trúnaðarmaður sambandsins. Síðast eru skýrslur um starfsemi hreppabúnaðarfé- laganna í hverri sýslu, og loks samanburður á meðlimatali og jarðabótum á sambandssvæðinu, fyrsta árið, sem mælt var eftir jarðræktarlögunum, þ. e. 1925 og hátíðarárið 1930. Hefir þá verið drepið á efni skýrslu þessarar og er þar talsverðan fróðleik að finna, enda betur til vandað en venjulega, í tilefni af þúsund ára afmælinu. Það sem kom mér til að gera þetta að umræðuefni, er verk- færaskýrslan, eða einn liður henn- ar, heyvinnuáhöldin. Sagan sýnir, að til þess, að fá rétta hugmynd um, á hvaða stigi einhver atvinnuvegur hefir verið og er, verður að athuga og bera saman þau verkfæri, sem notuð hafa verið við verkið á hverjum tíma. Ef borið er saman hjá sjávar- útveginum: Gömlu róðrarskipin og togarar nútímans. Hjá ullar- iðnaðinum: Kambamir og kljá- steinavefstóllinn, eða tóvinnuvél- ar og hraðskyttuvefstóll þessa tíma. Við jarðyrkjuna: Pállixm og rekan, eða dráttarvélar og þúfna- banarnir sem nú er að ryðja sér til rúms. Og loks við sláttinn: Is- lenzki sláttuljárinn, sem varð að fara með í smiðju í hvert sinn, sem þurfti að dengja og svo bund- inn með ól í orfið, eða nútíma sláttuvélar og við raksturinn rakstra- og snúningsvélarnar. Það sjá allir muninn á þessum vinnu- tækjum. I heildaryfirliti nefndrar verk- færaskýrslu segir: Að tala bú- enda á svæðinu sé 1158. Þar af nota sláttuvél 320, rakstrarvél 29, heyítu 68. Eru þá 3,6 um hverja sláttuvél, 41 um hverja rakstrarvél og 17 um hverja hey- ítu. Ef bornar eru saman sýsl- urnar, eru (sjá fyrri töfluna): I Gnúpverjahreppi eru flestar — fimm — rakstrarvélar. En í 20 hreppum af 33 engin, og í 13 hreppum engin heyíta. I öllum hreppum á svæðinu, nema einum, eru fleiri og færri sláttuvélar. Síðan 1925 hefir aukizt um 64 sláttuvélar, 11 rakstrarvélar og 31 heyítu. Ég hefi verið að hugsa um, hvort ekki sé víðar véltækt land ,en skýrslan bendir á, og finnst mér að svo muni vera. Þær sveit- ir sem flestar hafa vélar, hafa mikið af sléttum engjum. Lík- lega heldur fá tún slegin með vél, held ég að það sé nokkuð af vana. Það er vitanlegt að mikið af gömlu sléttunum er farið að ó- sléttast, þó er ég viss um, að miklu víðar má flýta fyrir túna- slætti með vél en gert er. Þá er rakstrarvélin. Hana má nota á hverju einasta túni sem sléttað hefir verið, ef ekki er snarbratt, þó ekki verði fullrakað á ósléttu túni, má mjög mikið létta undir og flýta fyrir við samantekn- ingu heys. Ég tel alveg víst að rakstrarvélin geti hreinrakað miklu víðar en menn halda, þegar menn eru komnir á lagið með að nota hana. Heyítan flýtir líka mjög mikið fyrir við samantekn- ingu, þó er hún alls ekki almenn. Ekki er það af því að verkfærið sé dýrt, hitt veldur, að mönnum er ekki tamt að nota það. Þá er heysnúningsvélin, sem hvergi er nefnd í skýrslunni. Skal því athuga hana dálítið. Ekki er mér kunnugt um, hve- nær hún fluttist fyrst til lands- ins, eða hversu útbreidd hún er. En á bændaskólunum er hún sjálfsagt búin að vera í mörg ár. Nú er hún jafn sjálfsögð og sláttuvél og rakstrarvél á mörg-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.