Tíminn - 30.07.1932, Page 1

Tíminn - 30.07.1932, Page 1
©faíbferi o$ afgrciðslumaður Cimans cr KannoeÍQ £>orsteins5óttir, Ccefjaujölu 6 a. Keyfjamf. ^.fgreibðía X í m a u s er i £œf jargötu 6 a. (Dpin ða^Iega fL 9—6 Simi 2355 XVL árg. Reykjavík, 30. júlí 1932, 33. blað. Utan nr heimi. Svo má virðast, að nógu margt geri kröfu til athygli og íhug- unar af því sem nú fer fram í okkar eigin landi, svo að það sé næsta óþarft, að beina hugum manna að atburðum sem gerast í fjarlægum löndum og ætla mætti að varðaði minna um. En þar hafa þó nýlega gerst tíðindi, sem varða þjóð okkar meir en flest það sem deilt er um í inn- anlandsmálum. Verzlun og sam- göngur hafa gert heiminn að einni, lífrænni heild, sem blóð viðskiptanna streymir eftir út til hinna yztu afkima. ísland er þó ekki lengur neinn afkimi; afkoma lands vors og örlög eru nátengd því sem gerist í stór- pólitíkinni,- og margt það, sem við höfum tilhneyging til að kenna hver öðrum og bítast út af á rætur sínar í ráðstöfunum stórveldanna, baráttu þeirra og samningaumleitunum. Áhrif ó- friðarins mikla á afkomu íslenzku þjóðarinnar eru alkunn. Þau hafa lyft okkur og dregið niður í djúpið á víxl, og þeim áhrifum slotaði sannarlega ekki við ó- friðarlokin sjálf. Eftir ófriðinn mikla hefir verið háð viðskipta- og fjármálastríð milli þeirra, sem frá 1914 til 1918 börðust með vopnum, með noklcuð líku hugar- fari og ríkti í sjálfum mann- drápunum. Viðskipta-, skaðabóta- og skuldastyrjöldin hefir að vísu ekki tætt sundur mannslíkami á sama hátt og sprengikúlurnar, en verið þó seigdrepandi með flogum þar til Norðurálfan er nú komin á heljarþröm. Skulda- skifti og skaðabótagreiðslur, sem •ekkert eiga skylt við eðlilegt við- skipta- og atvinnulíf heldur þvert á móti eiga upptök sín í eyðingu og niðurníðslu, hafa þjakað þjóð- irnar og lagt atvinnu þeirra og afkomu í rústir. Það mega því tíðindi heita, þegar fyrsta sporið er stigið frá hefndarhug Versa- illes-samninganna til þess sam- hugs og samstarfa, sem nauð- synleg eru, ef af endurreist á að verða án nýrra harmkvæla. Þeg- ar Englendingar á Lausanne-ráð- stefnunni hafa forgöngu um að færa ófriðarskaðabætur Þjóð- verja úr 35 miljörðum niarka niður í eina 3 miljarða, sem eiga að greiðast þegar Þjóðverjar eru þess megnugir, þá er fyrsta sporið stigið til þess fjárhags- og viðskiptafriðar, sem allri Norð- urálfunni er nú nauðsynlegur, ef vel á að fara. Það eru stórtíð- indi, sem íslendinga varða eigi síður en aðrar þjóðir og er vísast að nú sé komið yfir hvarfbaug kreppunnar, ef haldið verður á- frarri á sömu braut. En það þarf fleiri spor að stíga og þau sum stór, til að batinn verði vís. Alþjóðafundir hafa margir verið haldnir frá því ó- friðnum’lauk, en flestir með svo litlum árangri, að vonleysið hef- ir fylgt öllum fundarhöldum til þessa. Og þó hafa þau ekki verið þýðingarlaus. Viðfangsefnin hafa verið rædd og skýrð fyrir al- menningi, þar til nú að kreppan og umræðurnar eru búnar að móta svo almenningsálitið, að á- byrgir stjórnmálamenn hafa treyzt til að stíga spor, sem fyrir nokkru var óhugsandi. Al- menningsálitið er voldugur drott- inn, sem fleygir þeim mönnum til jarðar, sem engin tillit taka. Það er seint í snúningum en sveigist inn á réttar brautir fyr- ir þrautgóða forustu, og nú þeg- ar forustumenn stórþjóðanna telja sig hafa bakhjarl til stórra ákvarðana má vænta að fleiri góð tíðindi fari á eftir. Nú þeg- ar horfið er frá vopnlausri styrj- öld til skilnings og- samstarfs, má vænta að framhald verði á sömu braut. Nú stendur yfir Ottawafundur alríkisins brezka og er árangur Lausanne-ráð- stefnunnar góður undirbúningur þess, að sá fundur skili nokkuð áleiðis, ekki eingöngu þeim ríkj- um, sem mynda Bretaveldi, held- ur og þeim löndum, sem skyld- ast eiga við hagsmuni brezkra þjóða. Og í haust verður haldinn, fyrir forgöngu Englendinga og Frakka, alþjóðafundur um við- skipta- og peningamál, en eins og kunnugt er, eru peninga- og gj aldeyrismálin höf uðúrlausnar- efni þessara tíma. Verðhækkun gullsins og verðlækkun allra framleiðsluvara er ein aðalorsök kreppunnar og leiddi til þess á síðastliðnu hausti að gullið valt úr sessi og síðan er í rauninni enginn alþjóðagjaldmiðill til. Má nú líta vonglöðum augum til þessara ráðstefna, þar sem hug- hvarf hefir orðið í milliríkjavið- skiptum, en því sárari verða líka vonbrigðin, ef ekki verður haldið á í sömu stefnu. Það ber þó að varast, að halda að batinn komi í einni svipan. Hitt er líklegra, að nú stefni hægt en öruggt í hina réttu átt og er það farsælla til langframa. Vonandi er að árið 1932 verði á síðan talið upphafsár nýrra og farsælla tírna, sem hófust á því, að Þýzkalandi einu var ekki ætlað að bera alla sök ófriðarins og létt af því, drápsklyfjum, sem I • voru í þann veginn að sliga öll við- skipti Evrópu. Vonirnar eru að vísu mjög komnar undir þeim atburðum, sem gerast á Þýzka- landi nú næstu mánuðina upp úr kosningunum næsta sunnu- dag. Öfgaflokkar, sem hafa tekið hatrið í sína þjónustu, hatur til einstaklinga og iiatur til þjóða, ættu að fá minna eldsneyti við þann skilning, sem nú er vax- andi og orðinn er áþreifanlegur í Lausanne. Ef Þjóðverjum tekst að komast yfir dýpsta álinn án þess að færast í kaf borgara- styrjaldar, þá er Norðurálfunni borgið. En til þess hafa nú aðrir lagt . sitt lið, enda sýnilegt að ýmsar þjóðir þola nú vart annan vetur til viðbótar, slíkan sem sá síðasti var. Árangur Lausanne-ráðstefn- unnar sicapar nýtt viðhorf. Á- rangurinn einn saman nægir ekki til að skapa farsæld og velþókn- un. En hið nýja viðhorf gefur vonirnar um áframhald. Enn er ósamið um ófriðarskuldirnar, en þess er að vænta að þar standi Norðuráifan sameinuð og ekki verði undanfæri fyrir Vestur- heimsmenn að færa kröfurnar niður til móts við greiðslugetu þjóðanna. Það er lögmál, að lánveitanda er það fyrir beztu að gera ekki fyllri kyöfur en sem svarar eðlileg’ri getu skuldunauts- ins, og mun það gilda um ófrið- arskuldirnar, enda er þar ekki unnt að ganga að veðum og því síður að innheimta kröfurnar á vopnaþingi. Þá er og verndar- tollastríðið komið á svo hátt stig, að flestir munu telja til stórtjóns fyrir nauðsynleg við- skipti þjóðanna og liggur þá leið- in opin til samninga einstakra þjóða á milli og almennrar nið- urfærslu. Allar menningarþjóðir, sem þátt taka í viðskiptum eiga mikið undir rás viðburðanna í þessum efnum, og erum vér ís- lendingar þar engin undantekn- ing. Og allir megum vér mikils vænta af hinu nýja viðhorfi, þeirri hugarfarsbreyting og skilningsauka, sem nú er að ná tökum. Úrslit vandamálanna verða ekki ráðin hér á landi, en þó er það mikilsvert að minsta kosti fyrir oss sjálfa hvernig á málum er tekið af vorri þjóð. Smáþjóð- irnar eru hringiður í tímans straum, hvorki alfrjálsar né þrælbundnar. Vér höfum okkar vandamál til úrlausnar, líks eðlis og vandamál stórþjóðanna og er oss sjálfum áskapað að verða að leysa þau. Viðhorfið í umheim- inum ræður máske mestu um það hvern árangur að viðleitni okkar ber. En það er engln þjóð borin á höndum af öðrum þjóð- um. Rás viðburðanna og eigin viðleitni blandast saman í örlög- unum. Og þó er smáþjóðunum máske ásköpuð betri aðstaða til að taka rétta stefnu en liinum stærri þjóðum, ef hvorki brest- ur skilning né samtök. Nú þegar gagnkvæm samúð og samtaka á- tök eru lausnarorðið í viðskipt- um þjóðanna, þá má nærri geta, að því síður má án vera samúð- ar og samvinnu samborgaranna. Samvinna og sainliugur í at- vinnu- og þjóðmálum hefir auk- izt hjá oss á hinum síðari tím- um og samningar þeir, sem nú standa yfir milli íslendinga og Norðmanna ættu að geta orðið fyrirmynd hinna stærri þjóða um það hvernig eigi að vinna saman svo báðum sé fyrir beztu. Frændum er það skyldast að gefa slíkt fordæmi. Fyrir dyrum liggja og samningar við Eng- lendinga og mun þar gæta þess hvort hið nýja viðhorf, sem Lausanne-ráðstefnan bendir til, verður raungott. Aukinn sam- hugur skapar traust, en traustið lyftir undir framkvæmdir og framkvæmdirnar skapa nýjan kaupmátt, sem lyftir verðlaginu. Látum oss vona, að komið sé yfir hvarfbaug kreppunnar og að hægur og- öruggur bati sé í vænd- um. Vér íslendingar höfum enga þjóð eggjað gegn oss með fjand- samlegum ráðstöfunum og ætlum að njóta þess, er til úrslita kem- ur. Fjandskapnum höfum vér eytt hver á annan. En allur heimurinn og einnig vor litla þjóð þráir nú frið og samtaka viðreisnarstarfsemi. Ófriðurinn hvort sem hann er vopnaður eða vopnlaus hefir skapað það ástand, sem öllum er óbærilegt, þó misjafnar séu písl- irnar, en samúð og skilningur og gagnkvæmt traust varðar leið- ina til farsællar framtíðar. Ásgeir Ásgeirsson ----o---- Vinnuhælið á Litla-Hrauni þegar íhaldsstjórnin hrökklaðist írá völdum 1927, var hogningarhúsið í Reykjavík í hinni mestu vanrækslu. Fangaklefai’nir voru dimmir, loft- iausir, fúlir og fullir af rottum, og voru því alveg ósæmilegar vistarver- ur fyrir fangana og til vanvirðu fyr- ii þjóðina. Um þetta láu fyrir yfir- lýsingar frá lækni og presti fanga- hússins. Auk þess voru fangaklefarn- ir svo fáir — 8 að tölu — að einung- is vai- rúm fyrir nokkurn hluta þeirra manna er áttu að taKa úf hegningu. Kom það oft fyrir að stjórnin varð að neita mönnum um pláss í „steininum" sökum rúmleys- is. Hafði síðustu árin verið bætt. eitt- itvað úr þessu með því að láta Iljálpræðisherinn í Hafnarfirði ala önn fyrir dæmdum mönnum upp á kostnað ríkisins. Nokkrir fengu læknisvottorð um að þeir þyldu ckki heilsunnar vegna að taka út hegn- ingu í slíku „betrunarhúsi" og gagn- vart slæpingjum og óreiðumönnum voru sveitarfélögin alveg réttlaus og máttlaus. þcgar svo að tilhlutun Jónasar Jónssonar dómsmálaráðherra kom fram frv. á þinginu 1928 um að koma á fót vinnuhæli á Litla-Hrauni, þá fanst íhaldinu ekkert liggja á. íhald- ið klauf nefndirnar í báðum deild- um þingsins og vildi fresta málinu með í'ökstuddri dagskrá. Á sama hátt vildi íhaldið árið eftir, á þing- inu 1929, fresta afgreiðslu frv. um rannsóknarstofu i þarfir atvinnuveg- anna. það fer betur á því að fresta máli heldur en að drepa það og því beitir íhaldið venjulegra þeirri að- lerð þegar það vill hindra framgang mála. En þrátt fyrir andstöðu íhalds- manna heimilaði þingið 1928 að verja mætti allt að 100 þús. kr. til þess að koma upp vinnuhæli. En andstaða ihaldsins gegn mál- inu var látlaus. Á þingmólafundum 1929 og síðar munu margir minnast þess að hafa heyrt íhaldsmenn tala um þrjár framkvæmdir Framsóknar- mamia, sem sýndu ljóslega „fjár- bruðl“ flokksins o. f 1.: Vinnuhælið á Litla-IJrauni, ríkisprentsmiðjuna og Arnarhvol. Töldu þeir þessar fram- kvæmdir ýmist óþarfar með öllu eða þá að þær hefðu mátt bíða þangað tii síðar. Við síðustu kosningai' mun því einnig hafa verið lialdið fram af nokkrum íhaldsmönnum að ekki hefði nú tekist betur til en svo með vinnuhælið að vistin kostaði meir en 3 þús. kr. fyrir hvern fanga, »em þangað kæmi. í fullu samræmi við þennan mála- flutning íhaldsins var svo það, að Ma.gnús Guðmundsson gat smeygt þeiri'i athugasemd að við LR. 1930 að allmikil umframgreiðsla hefði orðið það ár til vinnuhælisins, og óhæfilegt væri að hælið hefði átt úti- standandi í árslok meir en 19 þús. kr. í sjöunda kafla langlokunnar um LR 1930 tekur svo Mbl. að sér að skýra þessa athugasemd eins og þvi finnst eiga bezt við. par segir meðal annars: „pegar verið var að fá fjárveitingu til þessa vinnuhælis á Litlahrauni, var fullyrt, að kostnaðurinn færi aldrei fram úr 100 þús. kr. Var stjórninni svo heimilað að verja „allt | að“ 100 þús. i þetta fyrirtæki. En í vinnuhælið er nú komið yfir 300 þús. kr. eða þreföld sú upphæó, sem Al- jÆngi heimilaði. Fyrir þetta fé hefði mátt byggja fullkomið betrunarhús og vinnuhæli; en þrátt fyrir hið geysimikla fé, sem farið hefir í vinnuhælið á Litlahrauni, er hælið á ýmsan hótt mjög ófullkomið og óhentugt". Vinnuhælið ó Litla-Hrauni tók til starfa snemma í marz 1929. Var þá húið að verja til þess 87.500,50 kr. Fjárlagaheimildin sem var 100 þús. kr. var því ekki notuð að fullu. Af þessu fé gengu 30 þús. kr. til þess að kaupa fyrir gamla spitalann og 20 þús. kr. til þess að kaupa fyrir jörðina Litla-Hraun. pá var rúm fyr- ir 10 fanga þar og eftir máiiuð voru þar 7 fangar, en þá var beðið um rúm fyrir 11 fanga. Annaðlivort varð þvi að neita að taka á móti föngun- um og lóta kaupa geymslu ó þeim, t. d. hjá Hjálpræðishernum eins og áður hafði viðgengist, eða að stækka liælið. Var síðari kosturinn tekinn og hælið stækkað. Hefir svo verið unnið að því að stækka hælið, koma upp verkstæðum, girða og rækta landið og alla nauðsynlegra nnma hin síðari ár. Stækkun hælis- ins og umbætur voru alveg óhjá- kvæmilegar af því að það kom í Ijós, að þörfin fyrir hælið var miklu rík- ari en menn gerðu róð fyrir í byrjun. Sýnir hin sívaxandi fangatala betur en nokkur orð þessa nauðsyn. Árið 1929 dvöldu ó liælinu 20 fangar, 1930 18 og 1931 53 fangar, og það sem af er þessu óri hafa dvalið þar þegar 31 fangi og gerir umsjónar- maðurinn róð fyrir . að fangatalan muni nema meir en 100 á árinu með því flestir fangar taka út hegningu sína að haustinu og vetrinum. prjú fyi’stu órin, sem hælið starfaði, voru dvalardagar fanga á hælinu meir en 10 þús. dagar. Allt það fé, sem varið hefir verið til vinnuhælisins til ársloka 1930 eða jafnlangt og LR. ná, er sem hér segir: 1928 .............. kr. 87.500,50 1929 ................ — 77.435,79 1930 ............... — 82.000,00 Samtals kr. 240.936,29 En nú verður að gæta pess, að þessi upphæð er . stofnkostnaður, jarðaverðið oy reksturskostnaður bælisins. Nú var reksturskostnaður fangahússins i Reykjavik síðustu ár- in áður en vinnuhælið tók til starfa 17—18 þús. kr. á ári, en hefir minnk- að nokkuð eftir að vinnuhælið var sett á stofn. Á Litla-Hrauni dvelja nú miklu fleiri fangar en óður gátu rúmast í fangahúsinu í Reykjavík og er þvi ekki ósennilegt að reikna svipaðan reksturskostnað á ári fyrir Litla-Hraun og liann var i Reykja- vík, með því að dvalarkostnaður fanganna er mun minni á vinnuhæl- inu en í Reykjavík. Ætti þá reksturs- kostnaðurinn fyrir 2 fyrstu árin sem vinnuhælið starfaði 1929 og 1930 að vera 36—38 þús. kr. og jörðin Litla- Hraun kostaði 20 þús. Verður þetta samtals ca. 60 þús. kr. og ætti þá stofnkostnaður vinnuhælisins að vera ca. 176 þús. að meðtöldurn jarðabót- um og öðrum framkvæmdum. En helztu íramkvæmdirnar eru: 1) Byggt hús fyrir umsjónarmann hæl- isins, virt á 22 þús. 2) Geymsluhús og járnsmíðaverkstæði með full- komnum áhöldum til bílaviðgerðar; áhöldin ca. 4 þús. og húsin ca. 7 þús. 3) Girðing. um allt land jarðar- innar og allmiklai' jarðabætur og stórir sáðreitir. Ef þetta er dregið frá hefir sjálft viiinuhælið, ibúð fanganna, vart kostað meir í árslok 1930 en ca. 120 —130 þús. kr. Enn mó og minna á, að vinnuhæl- ið átti útistandandi meir en 19 þús. kr. i árslok 1930. Af þessari upphæð , var, þegar lcaup fanganna var reikn- að með lægsta taxta og all- miklum afföllum, ca. 11 þúsund kr. fyrir vinnu við Reykjahælið og Laugavatnsveginn og því innieign hjá ríkissjóði, en ca. 7 þús. kr. fyrir vinnu við vegi á Flóaáveitusvæðinu, sem rikissjóður og sýslusjóður og hreppamir áttu að greiða, enda er það að fullu greitt. Séu nú þessar upphæðir dregnar frá stofnkostnaði Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.