Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 3
TIMINN 137 sem nú er kominn til ára sinna, vinni við og stjórni jöfnum höndum, ræktun og gripahirðingu á emu stærsta búi landsins, fjárheimtum úti á landshornum og vísindalegum rannsóknum á „uppgangi" berkla- sjúklinga. Slík stjómvizka er heldur ekki ónýt á krepputíma! Kommúnistar í Reykjavík eru byrjaðir að gefa út lítið blað, sem kvað vera dreift út meðal bænda víðsvegar um landið. pað, sem Tím- anum hefir borizt af blaði þessu, er hógværlega ritað og vanstillingar- laust, og mjög ólíkt því orðbragði, sem borið er á borð í blaði flokks- ins hér í Reykjavík. Munu útgefend- ur blaðsins hafa grun um það, að bændum geðjist' ekki að því, að landsmál séu rökrædd með aðflutt- um og utanaðlærðum slagorðum, sem upp eru fundin til að krydda rúðu- brot í erlendum stórborgum. Tíminn vill hvetja bændur til að gjalda var- huga við hinni íslenzku kommúnista- lireyfingu. Kommúnisminn hér er ekkert annað en léleg tízka frá ná- grannalöndunum, sem engin önnur áhrif getur haft en að vefjast fyrir heilbrigðri framfaraviðleitni almenn- ings og vera því fólki til skemmtunar, sem gaman hefir af hrindingum á mannamótum. Menn skyldu varast að halda, að goluþytur sá, sem hér er um að ræða, eigi nokkuð skylt við þá stórfelldu atvinnulífsbyltingu, sem átt hefir sér stað í Rússlandi, og er eftirtektarverð og lofsverð á marg- an hátt. Sjálfum kommúnistaforingj- unum í Rússlandi dettur áreiðanlega ekki í hug, að slík bylting, sem þar hefir átt sér stað, muni nokkurntíma verða t. d. á Norðuríöndum, og það af þeirri einföldu ástæðu, að margt aí því, sem Rússsar eru nú að koma i kring, er þegar búið að framkvæma í mörgum öðrum' þjóðfélögum, þar sem lýðræðið er gamalt og þróunin hefir orðið á annan hátt. Hér A landi mun allur almenningur þess sinnis, að þjóðfélagið og lög þess séu hin bezta vörn smælingjanna, þó gölluð séu, og að ofbeldi og handafl í stjórn- málum, gefur hinum sterkustu að- eins tilefni til að þrengja kosti þeirra, sem minna máttar eru. þær breytingar einar verða farsælar, sem koma með vaxanda viti og skilningi almennings á því að nota kosningar- rétt sinn til umbóta á lífskjörum sín- um. Maflnús prestakennari er nú nýkominn heim úr langri utanför á kostnað háskólans og far- inn að skrifa í Mbl., í stað Sigurðar Kristjánssonar frá ísafirði, sem rek- inn var og nú hefir leitað húsaskjóls hjá Heimdellingum. Vel mætti imynda sér, að maður, sem nýkom- inn er utan úr löndum og sérstak- lega átti að mæta á háskólaafmæli, þar sem staddir munu hafa verið ýmsir merkir menntamenn frá öðr- um löndum, hefði einhvern menning- arauka að færa þjóðinni við heim- komuna. það mætti ætla, að maður 1 slíkri stöðu hefði kynnt sér eitt- livað af nýjustu framfaraviðleitni annara þjóða til leiðbeiningar þeim, sem heima sitja. En nú skýtur svo skökku við, að jafnskjótt sem M. J. kemur heim frá samfundunum við hina erlendu háskólamenn, byrjar hann á löngum lestri í Mbl., sem virðist sérstaklega til þess ætlaður að vekja ótrú á öllum framförum (a. m. k. í sveitum) og drepa kjark úr bændum. þrennt er það, sem M. J. sérstaklega gjörir að umræðuefni: Búnaðarbankinn (greiddi lika atkv. móti lögunum, í þinginu), notkun tilbúins ábprðar, og það sein hann kallar „menntabusl í laugaskólum". Mun háskólakennarinn hér eiga við menntunarviðleitni sveitaunglinganna í héraðsskólunum, og taka þeir sér sjálfsagt ekki til, þó að svo „lærður maður“, líti með nokkurri sjálfsvirð- ingu á þeirra fátæklegu þelckingu. Hitt getur guðfræðingurinn sparað sér, að kenna bændum að bera á tún sín eða fræða þá um, að útlendi áburðurinn sé óþarfur af þvi nógur áburður sé til fyrir. Og víst er það, að betur hafa bændur hirt um hús- dýraáburðinn en guðsmaðurinn um binn andlega áburð á völl þjóð- kirkjunnar hér á landi. ------o----- Lík GuSmundar SkarphéSinssonar fannst á floti í Siglufjarðarhöfn á sunnudagsmorguninn var (14. þ. m.). Likið var talsvert skaddað, en þó þekkjanlegt af fötum o. fl. Afreksmaðnr þann 6. ágúst 1907 synti Lárus Rist iþróttakennari á Akureyri yfir Eyjafjörð við Oddeyrartanga. það var einstætt afrek í þá daga. Og það afrek markar tímamót í sögu sundíþróttarinnar hér á landi. Sundmaðurinn kastaði sér í sjóinn alklæddur. Utan yfir venjulegum klæðnaði var hann i olíufötum og vaðstígvélum. Á leiðinni klæddi hann sig úr öllum fötunum. Hann var 34 mínútur á sundinu. Núna í mánuðinum voru liðin 25 ár síðan þessi atburður át.ti sér stað. þann dag og næsta var mikill mannfagnaður meðal íþróttafóiks og ungmennafélaga á Akureyri, vina og samstarfsmanna Lárusar Rists, eldri og yngri. Sunnudaginn þann 7. var sýning í sundlaug bæjarbúa. Sú sýning er mjög rómuð. En mest tíðindin þóttu það, er Lárus Rist sjálfur, sem nú er kominn á sjötta áratug, stakk sér i laugina, klæddur á sama hátt og hann var í sjónum við Oddeyri fyrri 25 árum — og týndi utan af sér fötin spjör fyrir spjör A sundinu eins og þá. Um langt skeið var Lárus Rist fimleikakennari við Gagnfræðaskól- skólann á Akureyri. Frá þeim árum á hann marga hlýja hugi, bæði þeirra sem lærðu af honum að nota iþróttir likamshreysti sinni til efl- ingar — og einnig þeirra, sem vil.du iæra, en gátu ekki, því að af kynn- ingunni við Lárus Rist. var öllum á- vinningur. því þykir öllum nemendum hans vænt um afrekið fyrir 25 árum og óska honum langra lífdaga og góðr- ar heilsu, eins og hann óskaði þeim. G. G. ----o---- Frá tðnþingiRU Eftirfarandi tillögur voru m. a. samþykktar á iðnþinginu á Akureyri 18.—21. júní s. 1. 1. þingið beinir því til iðnaðar- mannafélaga í landinu, að hvert þeirra kjósi nefnd til þess að atliuga möguleika í sínum bæ og umhverfi, fyrir stofnsetningu nýrra iðnfyrir- tækja og sendi um það skýrslu til næsta iðnþings. 2. í því tilefni vil þingið meðai annars benda á þessar tegundir iðju og iðnaðar: Vikurvinnsla. Eldneytisvinsla. Kalkvinnsla og sementsgerð. Lýsis- og oliuvinnsla. Sútun skinna og leðurs. Skófatnaðargerð og leðuriðnaður. Iíaðla og færagerð. Mottu- og dúkagerð. Ýms veiðarfæragerð. Einangrun úr mel og reiðingi. Töskugerð. Iíöfuðfatagerð. Ýmiskonar búsáhaldagerð. Joðvinnsla og önnur efnavinnsla, og ennfremur margskonar muni, sem líkindi eru til, að hægkvæmt sé að búa til hér á landi, en sem nú eru keyptir tilbúmr frá útlöndum svo sem: Hljóðfærakassa allskonar, regnhlíf ar„ rafmagnslampa, frystikassa og skápa, fatasnaga og króka, mynda- albúm, bökunaráhöld o. fi. 3. þingið beinir þvi til iðnaðar- manna og iðjuhölda að nauðsyn beri til að samstarf til aukinnar og hag- kvæmari framleiðslu eigi: sér stað um ýmsa iðn og iðju, semúiú þegar er til í landinu, svo sem: Síldar- bræðslu, niðursuðu fiskjar, ullar- vinnslu, skinnaverkun, smjörlíkis- framleiðslu o. fl. 4. þingið telur mikils um vert, að komið verði upp raforkuverum til eflingar iðnaðar og iðju, þar sem hagkvæm aðstaða er til þess, og að þau verðmæti, sem finnast hér í jörðu, verði hagnýtt. 5. þingið leggur álierzlu á, að iðn- aður og iðja í landinu fái sem fyrst, sér til eflingar og aðstoðar, lærðan ráðunaut i efnafræði, og telur rétt- mætt, að ríkið leggi honurn áhöld og starfsfé og greiði honum laun líkt og öðrum ráðunautum í landinu. 6. þingið óskar eftir því, að þeir menn ,sem áhuga hafa fyrir nýjum iðn- eða iðjufyrirtækjum í landinu, setji sig í samband við stjórn iðn- sambandsins og þá milliþlnganefnd Póleraðir og átskornir smíðisgripir mjög lieppilegir til tækifærisgjafa fyrirliggjandi í úrvali og fást énn- fremur smíðaðir eftir pöntun. Yinnan vönduð. Yerðið lágt. Öllum ber að styðja innlendan iðnað og kaupa því einvörðungu innleudar tækifærisgjafir. Yald. K. (Tuðmundsson Sólvallagötu 19. Atþingis, sem ætlað er að fjalla um iðnmálin fyrir næsta Alþingi, og veiti henni upplýsingar og tillögur um stofnun nýrra iðnfyrirtækja. A iðnþinginu voru mættir 6 full- trúar iðnaðarmannafélaga af Akur- eyri, 11 frá Hafnarfirði, 5 frá Vest- mannaeyjum, 1 frá Siglufirði og 28 frá Reykjavík. ----o--- Fréttir Bernharð Stefánsson alþm. kom hingað til bæjarins í fyrradag. Úthlutun á styrk úr Snorrasjóði hefir nú farið fram í annað sinn. Styrkþegar eru nú þessir: (Mafur Hansson, stúdent, frá Grund í Sorra- dal, 100 kr. Árgeir Hjartarson, stú- dent, frá Arnarholti, 900 kr., Geir Jónasson, stúdent, frá Akureyri, 900 kr., og fá þeir allir styrkinn til sagnfræðináms við háskólann í Os- lo; Ármann Halldórsson, stúdent, frá Bíldudal, 850 kr. til heimspekináms við háskólann í Oslo, Barði Guð- mundsson, meistari, 800 kr. til sagn- fræðilegra rannsókna í Noregi og Sigrún Ingólfsdóttir, frá Fjósatungu, 700 kr. tii undirbúningsnáms fyrir kennslustörf við húsmæðraskóla hér á landi. Dánardægur. Hinn 14. júlí s. 1. andaðist á sjúkrahúsinu á BÍöndósi, eftir uppslcurð, Kjartan bóndi Ólafs- son í Kaldrananesi í Strandasýslu. hann var fæddur 28. des. 1877. Kjart- an var framúrskarandi dugnaðar- og forstands búhöldur, og að öllu góðu kunnur, enda sárt saknað af sveit- ungum hans og öllum er kynntust honum nánar. Jarðarför hans fór fram 23. júlí að Kaldrananesi að við- stöddu fjölmenni, eftir því sem gjör- ist til sveita. Hann lætur eftir sig honu og eina dóttur, uppkomna. Sveitungi. Félag ungra Framsóknarmanna efnir til ferðalags á morgun austur að Sogsfossum. Happdrætti iðnsýningarinnar. Dreg- ið var 31. júli s. 1. þessi númer komu upp; 1. vinningur (kr. 100,00) nr. 408 2. ---- (kr. 50,00) — 954 3. ---- (kr. 25,00) — 915 Fyrsta vinning hlaut Kristján Krist- jánsson frá Dýrafirði, 3. vinning frú Ingibjörg Danívalsdóttir Reykjavík, en aigandi 2. vinnings hefir elcki gef- ið sig fram ennþá. Nýtt háflug. Frá því var skýrt hér í blaðinu í fyrra, að prófessor frá Belgiu, að nafni Piccard, hefði þá í flugbelg komizt hærra í loft upp en nokkur maður áður eða um 16. þús. metra. Hafði hann með sér andrúms- loft í flugbelgnum, og voru þeir fé- ■lagar tveir saman. Nokkrar klukku- stundir óttuðust menn um afdrif þeirra, en um síðir tókst þeim að lenda á skriðjökli í Ölpunum. Núna i vikunni licfir Piccard endurtekið tilraun sína, og komst að þessu sinni 500 metrum liærra en í fyrra. Flug- vél fylgdi honum eftir 4900 metra í loft upp, en komst. þá ekki lengra. Að þessu sinni var kona prófessors- ins með honum og einn maður að auki. pýzkaland og þjóðabandalagið. þýzki ríkiskanslarinn, von Papen, hefir látið orð falla um það við er- lenda blaðamenn, að til mála geti komið, að þýzkaland segi sig úr Deering rakstrarvélar með stííum tindum eru bestar. Samband ísl. samvínnufélaga. T. W. Bnch (Zjitasmíðta Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn LITIR TIL HEIMALITUNAii. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, 1 nrisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og síU i. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfnngis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom" skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvindaolía o. fl. Brúnspónn. LITYÖRUR: Anilinlitir, Gatechu, blásteinn, brúnspón&litir. GLJÁLAKK: „Unicum“ & gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágset tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meiri vörugæði ófáauíég S.I.s. slciftir eixDLg-öxxg-u. -vi-S o3c3*ruLr Seljum og mörgum öðrum íslenzkum veizli num. þjóðabandalaginu, með því að ekki liafi verið tekið hæfilegt tillit til þjóðverja á siðasta alþjóðafundi, sem haldinn var um takmörkun \’íg- búnaðar. Frá írlandi. þegar írska þingið á s. 1. vori samþykkti að neita að vínna Bretakonungi hollustueið og viður- kenna nokkurn hluta þeirra skulda, sem Englendingar te.ja til hjá írucn, svöruðu Englendingar með því að leggja háan innflutningstoll á írskar vörur, sem þýðir það, að sala írskrar framleiðslu til Engiands stöðvast al- gjörlega. Nú geisar hið grimmasta viðskiptastríð milli landanna. Sið- ustu fregnir hcrma, að Irar, sem bú- settir eru í Ameríku, hafi bundizt /samtökum um að kaupa ekki ensk- ar vörur og standa þannig við hlið landa sinna heifna. Forsetakosningin í Bandarikjunum í nýkomnu skeyti frá Washington stendur m. a.: „Mikið er um það rætt í amerískum blöðum um þess- ar mundir hve mikið atkvæðamagn litlu flokkarnir rnuni draga frá að- aiflokkunum. Sumir þeirra, sem bezt fylgjast með í þessum málunr og hafa það að atvinnu að skrifa um stjórnmálahorfurrrar fyrir fréttablöð- in, hallast að þeirri skoðun, að fjöldi óánægðra kjósenda muni að þessu sinni greiða atkvæði frambjóð- endum smáflokkanna. Eins og kunn- ugt er, réði California úrslitum, er Wilson var kjörinn forseti 1916. Höfðu Demokratar þó aðeins 3.806 atkvæði fram yfir Republikana i þessu ríki, eir þar eð Demokratar höfðu nreira lrluta kjósendaatkvæða í ríkinu, féklc franrbjóðandi þeirra öll kjörmanna- Allt með íslenskuin skipiim! atkvæðin 13 að tölu. Hefði C. E. Hughes (frambjóðandi Republikana) unnið í Californíu, hefði hann ver- ið kjörinn forseti Bandaríkjanna með þriggja kjörmanna atkvæða meira- hluta. Sex smáflokkar hafa þegar til- kynnt forseta- og varaforsetaefni sín í kosningunum, jafnaðarnrenn, konr- múiristai', bannnrenn, bænda og vexk- lýðsfl. (Farmer-Labour Party). At- \innulausir uppgjafahermemr munu ei til vill lrafa frambjóðendur í kjöri. — Árið 1928 fengu finrm smáflokkar 362.000 atkvæði í forsetakosningunum af 36.879.000 atkvæða, sem greidd voru. þá fengu bannmenn aðeins 20.000 atkvæði (Prohibition Party) En bannmenn greiddu þá almennl Hoover atkvæði, vegna þess að Al- fred Smith var andbanningur. Nú horfir öðru vísi við í bannmáltnu. Stefnuskrá Republikana fellur bann- mörmum yfirleitt illa og er alger- lega óvist, að þeir kjósi Hoover nú. Sennilega kjósa margir þeirra fram- bjóðanda bannmannaflokksins. At- vinnuleysingjar groiða sennilega margir atkvæði frambjóðendum rót- tæku flokkanna. —- Hinsvegar nrá geta þess, að enginn snráflokkanna hefir þjóðkunnan nrann í kjöri, nem'a jafnaðarnrenn. Frambjóðandi þeirra er Nonnan Thomas, og hann hefir nrikið fylgi rneðal frjálslyndra kjós- enda“. — Eins og kunnugt er fer forsetakosningin þannig fram, að kjósendur velja ákveðna tölu kjör- dæma, en kjörmennirtrir velja síðan forsetanrr. ------o- -.—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.