Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1932, Blaðsíða 4
138 TlMINN Landsspítalkm og Reykjahælið í ölfusi. þrítugasta og þriðja athugasemd yfirskoðunarmanna LR. er um það að færðar séu til gjalda vegna bygg- ingar Landsspítalans kr. 967.432,80, en í þessari upphæð séu innifaldar nálega 50 þús. kr., sem gengið hafi til Reykja í Ölfusi. Svar stjórnarinnar er á þessa leið: „þegar tók að líða að því, að Landsspítalinn sjálfur yrði fullger, var talið af tilvonandi forstöðumönn- um spítalans, að þar yrði strax að bæta við tveimur stórum byggingum: þvottahúsi og starfsmannabústað. Hvorttveggja voru stórar og dýrar byggingar. Eigi varð komizt hjá að reisa þvottahúsið, með því lika að erfitt var orðið að nota þvottahúsin á Kleppi og Vífilstóðum, og þótti til- tækilegast að þvo frá báðum þeim sjúkrahúsum í húsi Landsspítalans. Starfsmannahúsið hefði sennilega orðið að rúma rneira en 60 menn, ef sjá átti fyrir öllu starfsfólkinu, hjúkrunar- og yfirsetukvennanemum. Slík bygging hefði orðið geysidýr, ekki sízt þegar litið er á þær kröfur, sem aðstandendur sjúkrahúsa gera til húsakynna, er lúta að starfi þeirra. Heilbrigðisstjórnin tók það ráð, að spara'fyrst um sinn þessa byggingu, og koma starfsfólkinu aðallega fyrir á þriðju hæð spítalans, þar sem ann- ars var gert ráð fyrir, að berkla- sjúklingar myndu liggja, Voru þannig fyrst um sinn spöruð stórlega útgjöld við þennan húsauka við spitalann. Tveir af spítölum landsins hjá Reykjavík, Vífilstaðir og Kleppur, reka bú, og spara með því útgjöld við daglega eyðslu. Sú varð raunin á, að Laugarnesspítali sparaði í fyrra 1000 kr. a mjólkurkaupum einum saman, við að fá mjólk til heimilis- þarfa frá landsbúinu á Kleppi, í stað þess að kaupa mjólkina á venjuleg- um markaði. Landsspítalinn gat aldrei haft bú- rekstur við Reykjavík. Og þó var þörfin mest fyrir þennan hinn stærsta og dýrasta af spítölum lands- ins. þessvegna þótti heppilegra, að koma Landsspítalanum upp búi þeg- ar í stað á hinni nýju ríkiseign í Ölfusi. Var þar komið upp nokkru kúabúi, eftir því sem töðufengur leyfði. Hefir Landsspítalinn sparað fó svo þúsundum skiptir á mjólkinni einni saman. Auk þess hefir verið komið upp nokkrum gróðurhusum við hverina, og er~þar ræktað garð- meti margskonar fyrir sjúkrahús landsins öll, þau sem eru í Reykja- vík og í nánd við bæinn, en afgang- urinn seldur bæði i Reykjavik og út um land. Eftir þeirri reynslu, sem fengin er, má fullyrða, að þessi fram- leiðsludeild Landsspítalans að Reykj- um í Ölíusi muni verða þvi sjúkra- húsi bæði til fjarhagslegs sparnaðar, og mikillar óbeinnar gagnsemi". Svar stjórnarinnar er mjög ítar- legt og gerir fulla grein fyrir því, hversvegna umrædd upphæ'd hef- ir v.erið færð með kostnaði við byggingu Landsspítalans. Stjórnin hefir sparað að byggja starfsmanna- hús við spítalann, sem hefði kostað mörg hundruð þúsund krónur, en af því hefir leitt að flýta hefir orðið byggingu berklahælisins á Reykjum, svo þar væri hægt að fa rúm fyrir nokkuð af þeim herklasjúklingum, sem Landspitalinn hefði getað tekið á móti, ef hið dýra starfsmannahús hefði verið byggt. Með byggingu Reykjahælisins var ennfremur byrj- að á merkilegri tilraun til þess að reyna að draga úr berklakostnaðin- um með því að hæli þetta á að taka á móti þeim berklasjúklingum, sem hafa fengið þann bata, að þeir ekki þarfnast sjúkrahúsvistar, en þola þó ekki vinnu. Margir þessara sjúklinga eiga það erfið kjör, að þegar sjúkra- húsvistinni sleppir verða þeir að fara að vinnu, en þola þá oft ekki erfiðið og sýkjast þessvegna von bráðar aftur. í framtiðinni á Reykja hælið að vera hressingarstaður fyrir þessa sjúkhnga og ennfremur er vonast eftir að þar v.erði hægt að skapa þeim skilyrði til þess að vinna að nokkru eða öllu fyrir sér. Slik hæli hafa verið sett' á stofn allvíða erlendis og þótt geíast mjög vel. En Mbl. og flokk þess var frá upp- hafi mjög illa við kaupin á Reykja- torfunni eins og kunnugt er og ihaldið taldi þessi kaup oft sem fjórðu höfuðfjármalasynd Framsókn- Skothiincl eem sækir bæði í vatn og á landi vantar mig. Jóh. Jósefsson Hótel Borg arflokksins, á eftir Litla-Hrauni, Am- arhvol og ríkisprentsmiðjunni. Mbl. gripur því feginshendi þessa mein* lausu athugasemd endurskoðunar- mannanna, sem aðallega er bók- færslulegs eðlis, og skrifar um hana tíunda kaflann í langlokunni um LR. og segir þar meðal annars: „Annars er augljóst, hver tilgangur stjórnar- ínnar er með þessari færslu. Hann er sá að fela fyrir almenningi um- fram-eyðslumar". þessi ályktun blaðsins er í mesta máta merkileg. í sambandi við byggingu Landspítalans er einmitt langsamlega stærsta umframgreiðsl- ^an til nokkurs einstaks fyrirtækis á f landinu árið 1930. það mætti heita undarlegt, ef stjórnin hefði álitið, að þessi stærsta umframgreiðsla, sem að sjálfsögðu hlaut að verða alveg sér- staklgga athuguð, myndi vera sér- staklega gott fylgsni fyrir upphæðir, sem enginn mætti vita um! þannig er fjármálarökfærsla Mbl. Smásaga. um „framtak einstaklingsiiis". (Lauslega þýtt úr „Readers Digest"). „Ef þú skrifar betri bók, heldur betri ræðu, eða býrð til betri músa-. gildu en aðrir menn, liggur þjóðveg- ur að dyrum þínum, þó þú búir úti í óbyggðum". þessi orð eru höfð eft- ir R. W. Emerson, forstjóra R. W. E. músagildruverksmiðjunnar, þó má vera að það sé ekki rétt með farið. — Einn af starfsmönnum R. W. Smer- son Mousetrap Co. hét J. W. Long. Hann 'var duglegur og laginn verk- maður, framgjarn og hugmyndarík- ur. Hann hefir sjálfsagt fundið, að sem starsmaður hjá R. W. E. & Co. mundu kraftar hans og hæfileikar aldrei fá að njóta sín til fulls; hann sagði þvi upp vinnunni og byrjaði á einkafyrirtæki. Fyrsta tilraunin fór út um þúfur. Bankinn tók allar eign- ir upp i skuldir, en J. W. Long skrif- aði kurteist afsökunarbréf til vina sinna, lánardrottnanna. í eitt eða tvö ár var mónnum ekki kunnugt hvar Mr. Long hafðist við, en að þeim tíma loknum kemur hann aftur í dagsljósið, sem forstjóri J. W. Long Mousetrap Corporation. Stofnfé virðist hafa fengizt nægilegt með sölu hlutabréfa, er samlagt hljóðaði upp a eina míljón dollara. í þetta skipti gekk allt prýðilega. Pantanir í músagildrur streymdu braðlega að langt fram yfir alla framJeiðslumöguleika. það þurfti því að reisa fleiri verksmiðjur og gefa út fleiri hlutabréf. Mr. Long hélt fund með nokkrum bankastjórum og síðan voru prentsmiðjurnar settar í gang. Nafnverð nýju hlutabréfanna hl'jóðaði upp á 10.000.000 dollara. Mr. J. W. Long græddi nú á tá og fingri, en hann vildi græða meira. Hann lét því athuga nákvæmlega hvert atriði, stórt og smátt, viðvíkj- andi verksmiðjurekstrinum, ef ske kynni, að einhvernsstaðar mætti finna hagkvæmari ráð. Rannsóknin leiddi tvennt i ljós. Hár innflutiv ingstollur var á málmblendingi þeim, sem nauðsynlegur var til framleiðslu gildranna, en hann var frá Suður- Ameríku. þá var það hitt, að mjóg mikið var flutt inn í landiö af músa- gildmm frá þýzkalandi <tg reyndust þær alvarlegur keppinautur. Um þær mundir fór Mr. Long að taka mikinn þátt i hinu pólitíska lífi, og það þótti fullvist, að hann hefði greitt 100.000 dollara í sjóð bins ráðanda flokks. Eitt af verkum næsta þings var það að lækka lítils-,' háttar innflutningstoll á vissum málmblendingi frá Suður-Ameriku. Aftur á móti hækkaði tollurinn um eitt cent á öllum innfluttum músa- gildrum. — Og J. W. Long Mouse- trap Corporation varð æ auðugri og voldugri með 'ári hverju; sama var að segja um Mr. Long. Hann var forstjóri og aðaleigandi stórs trjá- viðarfélags, en þaðan keypti J. W. Long Mousetrap Corp. allt sitt timb- Með hinni gömlu, viðurkenndu og ágætu gæðavöru, Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dorthetsminde" frá því 1846 — þ. e. rúm 80 ár — hafa nú verið þaktar í Danmörku og íslandi margar milj. fermetra þaka. Hlutafélagið ]ís Villðta fÉitter Fæst alstaðar á Islandi. Kalvebodsbrygge 2. Köbenhavn V. ur. Einnig var hann forstjóri raf- magnsfélagsins, sem seldi músa- gildruverksmiðjunum allt rafmagn til iðjunnar. Árið 1926 hafði Mr. Long næstum náð því stóra takmarki að öll heims- verzlunin með músagildrur kæmist í hans hendur. Með aðstoð bankanna, sem Mr. Long virtist nú hafa í hendi sér, voru allar músagildruverKsmiðj- ur í Bandarikjunum sameinaðar und- ir stjórn hans, og kallaðist nú fyrir- tækið „General Mousetrap Corpora- tion of America" (Ameríski músa- gildruhringurinn). 30 miljón hluta- bréf á 25 dollara hvert, útgefin af hinni nýju samsteypu, vom boðin almenningi til kaups — og almenn- ingur keypti. Að skömmum tíma liðnum höfðu hin nýju hlutabréf bækkað upp í 380 dollara hvert. Mr. Long var nú einn af auðug- ustu mönnum heimsins. Belnar tekj- ur hans voru áætlaðar um 2 milj. dollara á ári, en hvað hann græddi á kaupum og sölum hlutabréfa vissi enginn maður. Nafn hans vakti hvar- vetna djúpa lotningu og nokkur orð frá honum vom uægileg til þess að hækka eða lækka viss hlutabréf á kauphöllunum um billion dollara á einum degi. En þó allt gengi að óskum með hlutabréfin frá G. M. A. a kauphöllun- um var dálítið öðru mali að gegna með hinn raunverulega arð. Hann hafði aldrei verið greiddur. Mr. Long •fann að þetta var ekki gott, og enn á ný safnaði hann að sér sérfræð- ingum í hverskonar kaupsýslu- og 80 ær til sölu Um 80 ær, ágætar lífsær, veturgamlar og tvævetrar (nær helm- ingur af hvorum) tilheyrandi dánarbúi hér í sýslunni, sem var gott fjárbú, eru til sölu. Ættu búhöldar að tryggja sér kaup á þessum fjár- stofni, eða aðrir, sem mætur hafa á sauðfé. Tilboða er óskað í ær þessar, allar í einu lagi eða mikinn hluta þeirra, og sé komið til undirritaðs skiftaráðanda fyrir 20. september n. k. Gtreiðsla fari fram við afhending í haust, er verður annað- hvort austur á Síðu eða í Vík í Mýrdal (með sérstöku samkomulagi gæti afhending jafnvel orðið úti í Pljótshlíð). Skrifstofu Skaftafellsaýslu, 20. júlí 1932. Gísli Sveinsson P.WJacobsen&Sön Timburverzlun. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG ÉFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: Prentsm. ACTA er flutt á Laugaveg 1 (b;ekr;i|ð yígi) Sjálfs er hðndin hollust 31 keykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Slaturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. framleiðsluvísindum. þeir komust að þeirri niðurstöðu, að allir þeir, sem á annað borð gátu keypt músagildr- ur, höfðu þegar gert það. þeir rað- lögðu þvi að mönnum yrði fram- vegis gefinn kostur a að kaupa gildr- ur með vægum afborgunarskilmál- um. Ýmsir hagfrœðingar, prófessorar og stjórnmálamenn, sem Mr. Long hafði kalllð saman a ráðstefnu voru þessu einnig mjög fylgjandi. Auglýs- ingafrœðingur nokkur, sem Long hafði í þjónustu sinni, kvað sérstaka ástœðu til þess að brýna fyrir þjóð- inni þá alvarlegu hættu, sem stafað gæti af músum, og með aðstoð nokk- urra vel þekktra lækna, fékk al- menningur vitnesku um það, að hræðílegur sjúkdómur, .er nefndist „Muscipola" lá í leynum fyrir hverj- um þeim, sem var hirðulaus í þess- um efnum. „Tvær músagildrur í hvert herbergi", var slagorð, sem i'laug um þv.ert og endilangt landið. Og gildruframleiðsla „General Mouse- trap Corp. of America" fór aftur dag- vaxandi. En svo var það seint á árinu 1929 að kreppan fór að gera vart við sig. þúsundir manna af öllum stéttum þjóðfélagsins töpuð.u aleigunni. Verk- smiðjur og stórfyrirtæki hrundu um Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS v8mr, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. Hí. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Simi 1325. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með tekkmða verði á Hverfisgötu 82. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). koll í tugatali, og hlutabréfin í G. M. A. leituðu hröðum skrefum niður brekkuna. Mr. Long spyrntist á móti, en árið 1931, þegar hlutabréfin voru komin niður í l1/^ fór J. W. Long á höfuðið. Nú reika 60 þúsundir fyrverandi starfsmanna General Mousetrap Corporation of America um götur stórborganna í leit að atvinnu. Ritstjóri: Gísli Guðmundason Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsnaiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.