Tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 161 J $—10 kr. á heimsmarkaðinum. Slík hörmung varir ekki lengi. Slíkt verð- leysi er aðeins öldudalur, sem fylgir hinni miklu kreppu. Fyr en varir hefir" andblœr nýrra tíma hrakið kreppuskýin burtu, En á meðan er hættan mikil, ef gengið væri að jörðum og búum bænda, ef lánsstofnanir létu sér ekki nægja að taka jarðir upp í veðskuld- ir, sem ekki greiddust, heldur seldu þær síðan hæstbjóðendum, sem þá yrðu væntanlega helzt fjáraflamenn úr bæjunum, sem yrðu lítið til upp- byggingar syeitunum, enda fæstir slíkir menn sem myndu nota jarð- irnar nema til fjárbralls og eignar- hald þeirra verður framleiðslunni til niðurdreps. Bændur landsins munu ekki óneyddir gefast upp og biðja um að skuldir þeirra verði látnar falla nið- ur. En á móti þeim 30—40 miljónum, sem búið er að gefa fjárbrallsmönn- um kaupstaða og kauptúna af fé bankanna og þar með alþjóðar hljóta bændur landsins að setja fram þá kröfu, að þeim sé sýnd ítrasta sann- girni í baráttu þeirra við að borga skuldir þrátt fyrir hið fáheyrða verð- fall. Af því sem að framan er greint og áður nýverið tekið fram hér i blaðinu, þykir við eiga að benda á þrjú úrræði um erfiðleika bænda, sem ástæða væri til að ræða á fé- lags- og fulltrúafundum Framsókn- armanna nú í haust. Hið fyrsta eru vextir bankanna, hver leið væri fær til að lækka verulega innlánsvexti, og útlánsvexti þó miklu meir, með þvi að viður- kenna í verki, að hin miklu töp bankanna á óreiðumönnum kaup- staðanna verði ekki og megi ekki ætla að vinna upp fyr en kreppunrii léttir. Annað atriði er það hvort þeim lánstofnunum, bönkum og sparisjóð- um, sem eignast jarðir við nauð- ungarsölu nú á krepputímunum, væri fyrirskipað af Alþingi, að eiga þessar jarðeignir t. d. næstu 5 ar, og gefa núverandi eigendum kost á að innleysa þessar eignir sínar, hvenær sem er á þessum tíma. priðja atriðið er um bústofn bænda, hvaða úrræði séu tiltækilegust meðan kreppan stendur, til þess að ekki yrði hægt að ganga að fjöl skyldumönnum, og taka af þeim bú stofn þann, sem verður að vera und- ii'staða framleiðslunnar. Hverri af þessum leiðum fylgja margir annmarkar, og vel má vera að við nánaii athugun finnist önnur betri ráð til að bjarga heimilum smáframleiðendanna í landinu frá yfirstandandi voða kreppunnar og verðfallsins. En því er þessu máli beint til Framsóknarfélaganna, að þau eru í þessu efni eina brjóstvörn bænda. pað .er vitanlegt, að aðrir flokkar láta sig litlu skipta framfarir sveit- anna, og nú síðasta árið hafa leið- andi menn við blöð íhaldsmanna og sócíalista gagnrýnt harðlega þá við- leitni þjóðfélagsins að bæta vegi, sima og híbýli manna í hinum dreifðu bygðum. Framfaramönnum landsins liggur næst að athuga þessi tvö þýðingar- miklu mál: Varnir bænda móti að- steðjandi hættu yfirstandandi tima, og jafnhliða því fjölgun sveitaheim- llanna og öryggi hinna starfandi manna er að ræktuiiinni vinna. J. J. ------o------ Framsóknarfélag Reykjavíkur held- ur fund í Sambandshúsinu n. k. mánudagskvöld. Eysteinn Jónsson skattstjóri hefur umræður um tog- araútgerðina í Reykjavík. petta er fyrsti fundur félagsins á þessu hausti. (Sjá augl.). Brezka „þjóðstjórnin" sundrast. Tveir af ráðherrum Frjálslynda .flokksins í brezku „þjóðstjórninni" og Snowden lávarður, sem áður var ' fjármálaráðherra hafa beðizt lausnar og jafnframt nokkrir undirráðherrar, sem þeim fylgja að málum. Ráð- herrarnir, sem skipaðir hafa verið í þeirra stað, eru flestir íhaldsmenn. Ráðherraskiptin hafa orðið vegna osamkomulags út af Ottawasamn- íngnum og útilokunarstefnu íhalds- ílokksins. Eftir þessi tíðindi má telja að „þjóðstjórnin" sem slík, sé úr sögunni, og í raun og veru hefir hún aldrei v.erið nein þjóðstjórn, með því að hún hafði þriðjung þjóð- arinnar á móti sér strax við kosn- ingarnar í fyrrahaust Reyk] a víkur aimall. ,-, Kosningin i haust Ihaldsblöðin hér i bænum sýnast ve.ra dálítið undrandi yfir því, að Framsóknarflokkurinn skuli ekki hafa mann í kjöii við kosningarnar í haust. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna hér tók þá ákvörðun í vikunni áður en framboðsfrestur rann út, að beit- ast ekki íyrir því að flokkurinn tæki þátt í kosningunum. þessi ákvörð- un var auðvitað nokkurnveginn sjálfsögð. Engum Framsóknarmanni datt í hug að telja sjálfum sér eða öðrum trú um, að flokkurinn gæti unnið kosningu í Reykjavík, þar sem aðeins átti að kjósa einn þing- mann. Til þess þurfti hann að vera orðinn fjölmennasti flokkurinn í höf- uðstaðnum. Og þó að fylgi flokksins fari jafnt og þétt vaxandi, má það vera nokkuð mikil bjartsýni hjá ihaldsblöðunum, á framtíð Fram- sóknarflokksins hér, ef þau geta í- myndað sér, að hann sé nú þegar orðinn stærri en íhaldið, jafnvel þó mikið haíi af því gengið við það innbyrðis ósamkomulag, sem þar hefir átt sér stað og minnst hefir verið á hér i blaðinu. Allir vita að kosningin er mark- leysa, Pétur Halldórsson er viss og Sigurður Eggerz hefði líka verið viss, ei' hann hefði v.erið einn í kjöri frá íhaldinu. Jafnvel Valtýr Stefárísson hefði að líkindum komizt að sem frambjóðandi íhaldsins við þessar kosningar. íhaldsblöðin segja sjálf, að socialistai' og kommúnistar samanlagðir muni ekki verða hálf- drættingar á við íhaldið. pað er hið fámenna flokksbrot kommúnista, þó að hlálegt sé, sem ræður því, að einhver hluti af reyk- vískum kjósendum þarf að ómaka sig að kjörborðunum fyrsta vetrar- dag. Kommúnistum þykir „sport" í því að munnhöggvast við íhaldið á einum eða tveim kosningafundum og vonast eftir að geta náð á sitt band nokkrum tugum atvinnuiausra verkamanna, sem litla aðstoð þykj- ast fa hjá socialistum í bæjarstjórn- inni, sem auðvitað þarf ekki að ætl- ast til, jafnvél þótt viljinn væri fyrir hendi, því að eins og menn vita, ráða socialistar engu í bæjarstjórn- inni. þennan „stóra sigur öreig- anna" langar kommúnistaforingjana til að geta auglýst í blaði sínu áð- ur en það gefur upp öndina. Social- istar hafa hinsvegar megnasta beyg, og sjálfsagt óþarflega mikinn, af sundrungarstarfsemi kommúnista í verkamannafélögunum. þessvegna þykjast þeir þurfa að hafa mann í kjöri líka, til þess að forða blaut- geðja sálum frá því að falla í klær óvinarins. pað má vel vera, að Mbl. og Al- þýöubl. gremjist, að i Framsóknar- flokkurinn skuli ekki láta hafa sig til þess að taka þátt í þessum þýð- ingarlausa skripaleik. En Framsókn- armenn telja sér alveg vansalaust að viðurkenna það opinberlega, að þeir hafi ekki atkvæðamagn til að vinna þingsætið af Pétri. Karlagrobb gömlu flokksforingjanna hér um kjósenda- fy^gi, er að vísu alkunnugt hér í bænum. Við hverjar kosningar í Rvik þykjast íhaldsflokkurinn og jafnað- armannaflokkurinn, hver um sig, eiga öll sætin vis! það er eins og þessir menn álíti, að meirihlutinn af Reykvíkingum séu fifl eða karar- menni, og trui á víxl þessum bjána- lega spádómsþvættingi um kjörfylgi flokkanna ár eftir ár. í raun og veru er þetta bein móðgun við heil- brigða skynsemi almennings og ber vott um fremur lítið hugvit hjá foringjunum. Framsóknarmenn búast ekki við neinum árangri af slíkum aðferðum. Og þeir telja sig ekki þurfa á nein- um kosningaæsingum að halda til að þjappa flokknum saman hér í bæn- um. Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík stendur saman sem einn maður um ákveðin málefni og getur vel komizt af án hjartastyrkjandi slag- orða á kosningafundunum. petta vita andstæðingarnir og stendur beygur af. Af því stafa áhyggjur . þeirra út af Framsóknarmönnum, sem nú eru áhorfendur í baráttunni. A víðavanyi Kloíningurinn í ihaldsflokknunt. Sterkar líkur benda nú í þá átt, að sá pólitíski bræðingur, sem Jón Þorlaksson kallaði „núv.eranda sjálfstæðisflokk" sé að leysast upp í sín fyrri frumefni. í Vestmanna- eyjum hefir flokkurinn klofnað í Þrennt og gefur hvert flokksbrot út sérstakt blað, eftir því sem síð- ustu fregnir herma. í Reykjavík eru partarnir í rauninni jafn margir, eins og nánar var vikið að í síðasta blaði Tímans. Sigurð Eggerz, sem í tvö ár hefir verið atvinnulaus, hefir flokksstjórninni tekizt að kaupa af sér með því að Jofa honum bæjar- fógetaembætti vestur á ísafirði. Af því að Heimdellingar eru litlir fyrir sér til alls annars en að hljóða á mannfundum, halda sumir, að part- arnir muni skríða saman aftur, þeg- ar Sigurður er farinn, með því móti að unglingarnir fái að tala illa um Jón þorláksson og Magnús Guð- mundsson í sinn hóp eins og þeir hafa gjört hingað til. Aðrir halda, að ný endurskírn sé þó a. m. k. öhjá- kvæmileg, hvað sem öðru líði. VífilstaSahælið. Ut af slúðursögu Vísis um fjármál Vífiistaðahælisins þj'kir Tímanum rétt að gefa eftirfarandi upplýsingar. Fyrverandi gjaldkeri hælisins kenndi s 1. vetur sjúkleika, sem mun hafa orðið þess valdandi, að hann gat ekki sinnt störfum sínum um hríð. Var þá ráðinn annar gjaldkeri „. áliðnum vetri, og gegnir nann' enn störfum, enda fyrirrennari hans ver- ið sjúklingur undir læknishondi. En með því að ekki þótti útilokað, að bókhaldi hælisins kynni að vera eitt- hvað ábótavant vegna veikinda gjald- kerans, sem áður var, fól fyrv. dóms- málaíáðherra bæjarfógetanum í Hafnarfirði að athuga það mái, ef honum þætti ástæða til. Ekki hefir Timinn heyrt um, að neinar stór- felldar misfellur hafi fyrirfundist, en sé svo, er sjálfsagt hægt að fá um það upplýsingar hjá núverandi ríkis- stjórn. En ekki verður úr þessu máli neinn feitur biti fyrir íhaldsblöðin eða árásarefni á fyrv. dómsmálaráð- herra. „Æðsti vörður laga og réttar". Glettin eru örlögin. Ekki hefir Mbl. á undanförnum árum orðið tíðrædd- ára um annað en það, hvílikt hneyksli það væri, að liafa Jónas Jónsson fyrv. dómsmálaráðherra fyrir „æðsta vörð laga og réttar". í landinu. Orsök þessara ofuryrða var sú, að Jónas Jónsson gerðist athafna- samur umbótamaður um réttarfar og embættisfærslu í landinu. Hins- vegar fékk Mbl. aldrei minnstu á- tyllu til þess að ásaka hann um minnsta ósamræmi við opinbert vel- sæmi. — En nú verður 'þetta sama blað að skýra frá því, að dómsmála- ráðherra íhaldsins sé kallaður fyrir rétt í sakamalsrannsókn sterklega grunaður um hlutdeild í fjársvika- máli. Hvað myndi Mbl. hafa sagt, ef slíkt hefði hent dómsmálaráðherra. Framsóknar? Örlögin eru ekki ein- ungis glettin; þau eru einnig stund- um kaldhæðin. Frá Guðmundi Ólafssyni málaflutningsmanni hefir ritstjóra Tímans borizt (einka)bréf viðvíkj- .andi fyrirspurn blaðsins um afskipti téðst malaflutningsmanns af hinu umtalaða máli Magnúsar Guðmunds- sonar dómsmálaráðherra. G. Ó. skýr- ir svo frá, að afskipti sín „af rann- sókn þessa máls eru þau, að ég með bréfi dags. 4. júlí 1931, beindi þeirri ósk útlends skjólstæðings mins til lögreglustjórans í Reykjavík, sem starfað hafði að rannsókn málsins*), í ca. y2 ár, að sérstaklega yrði rann- sakað, hvemig á því stæði, að Behrens hefði fengið afhenta spari- sjóðsbók með 3000 kr. innstæðu, er hann hefði fengið afhent til hr. Magnúsar Guðmundssonar, til trygg- ingar nauðasamningum, er Magnús Guðmundsson hafði gjört tilraun til að koma á fyrir Behrens á miðju ári 1930". — Ritstjóri Tímans þakk- ar málaflutningsmanninum þessar upplýsingar, sem koma heima við þær fregnir, sem blaðinu höfðu bor- izt og skýrt var frá í síðasta tbl. nar °g Vctgnlijól best, traustast og ódýrast Samband isl. samvinnnfél. Ný bók Alríkisstefnan eltír Ingvar Sigurðsson fæst hjá bóksölum í Reykjavík og út um land. Stærð: 20 arkir. Verð í kápu 6.50 í bandi 8.00 Frá og með 1. okt. n k. lækka forvextir aí víxlum og vextir af lánum um 1°|0. Framlengingargjaldið helst óbreytt. Reykjavík, 30. sept. 1932. r m Landsbanki Islands, Útvegsbanki íslands H.F. Búnaðarbanki Islands. Ný barnabók. Þrjú æfintýri eftir Marta Fromme, þýdd úr þýzku af Vilborgu Auö- unsdóttur. Fást hjá bóksölum. Verð kr. 2.50 í bandi. Aðalútsala: Prentsmiðjan Acta *) J>. e. rannsókn út af gjaldþroti C. Behrens kaupsmanns í Reykja- vík. Ritstj. Jafnvel Morgunblaðið viðurkennir þá óhæfu, sem nú á sér stað í sambandi við hið œðsta sæti í dómsmalastjórn landsins. Blaðið segir á sunnudaginn var 25. þ. m.: „pegar fram kcmur opinber- lega þung ákæra á hendur embættis- manni ríkisins, þá á þióSin heimt- ing á að fá að vita hið sanna í málinu". En hversvegna í ósköpun- um hlutast blaðið þá ekki til um það, að Magnús Guðmundsson láti koma fyrir almenningssiónir skjöl þess máls, sem hann, til óbætan- legrar skapraunar fyrir þjóðina, er riðinn við og nú er umtalsefni um land allt? Skrifa ritstjórarnir ósjálf- rátt, eða hefir sannleikurinn slæðst inn í bla.ðið á móti þeirra vilja? Vextirnir lækka Rétt* eftir að byrjað var á prentun þessa tbl., hefir blaðinu borizt fregn frá bönkunum um að ákveðið hafi verið að lækka vexti af útlánum, í almennum bankaviðskiptum um 1% •frá og með deginum í dag. Um hina knýjandi nauðsyn vaxtalækkunar- innar hefir verið ritað hvað eftir annað hér i blaðinu síðustu vikurn- ar. pykir blaðinu ástæða til að lýsa ánægju sinni yfir því, að bankarnir skuli nú þegar hafa sýnt nokkra viðleitni í þé átt að verða við sann- gjörnum kröfum í þessu efni. --------O------- póroddur Guðmundsson frá Sandi er ráðinn kennari við Reykjaskóla i Hrútafirði. Hann hefir verið er- lendis við nám s. 1. ár. Rauður hesfur tapaðist 12. f. m. frá Hvararnsvík í Kjós. Hesturinn er úr Húnavatussýslu og því sennilega á norðurleið. Mark: Stýft og biti framan vinstra. Þeir, sem verða hestsins varir eru vinsamlegast beðnir að gera undirrituðum að- vart gegn ómakslaunum. Albert J. Finnbogatioii Hverfisgötu 59 — Sími 471. Mjólkursamlag Eyfirðinga hefir á fundi nú nýlega ákveðið að lækka útsöluverð mjólkur á Akureyri úr 35 aurum niður í 25 aura. „Bárujárn" er heiti á nýútkomnum smásögum eftir Sigurð B. Gröndal í Reykjavík. Sögurnar eru læsilegar og ritaðar af samúð. Persónurnar eru flestar „skipbrotslíf á sorgarsænum". Sumum kann að þykja fróðlegt að vita, að höfundurinn er framreiðslu- maður á veitingahúsi hér í bænum, fyrsti rithöfundurinn úr þeirri stétt [ hér á landi. Nýja stjórnin í Svíþjóð. Jafnaðar- menn, sem nú, eftir kosningarnar síðustu, eru stærsti flokkurinn í sænska þinginu og hafa nærri helm- ing þingsætanna, hafa nú myndað nýja ríkisstjóm. Hinn nýi forsætis- ráðherra Svía er Per Albin Hansson foringi jafnaðafmannaflokksins. I Svíþjóð var, á sínum tíma, myndað fyrsta jafnaðarmannaráðuneyti álf- unnar, undir forustu hins kunna stjórnmálamanns Brantings, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.