Tíminn - 29.10.1932, Side 3

Tíminn - 29.10.1932, Side 3
TlMINN 179 Innilegt þakklæti til allra sem sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför Björns Sigfússonar frá Komsá. Aðstandendur. íhaldsflokkurinn kloflnn í Yestmannaeyjum Ljósmagn og ending er það sem ákvarðar gæði glóðarlampa. Merkislausir lampar, eða lampar með óþektu merki, eru venjulega ekki ódýrir nema í inn- kaupi. í notkun er sá lampi ódýrastur, sem lýsir bezt þegar tillit er tekið til straumeyðslu. Bf þér viljið fá góðan lampa, þá biðjið um »Osram« — hann er ekki með lægstu verði, en ódýrastur í notkun. Osram-lampar fásf af öllum gerðum og sfærðum. ,Juno‘-eldavélar (hvítemailleraðar) eru til prýðis fyrir hvert eldhús. Vel þekktar hér á landi eftir margra ára reynslu á hundruðum heimila. — ELDAVÉLAR steyptar svartar, einnig grænemailleraðar, margar stærðir fyrirliggjandi. bvottapottar með eldstó 55, 65, 75, 90 og 100 ltr. fyrir- liggjandi. Ofnrör steypt og úr smíðajárni, af ýmsum stærðum. Enn- fremur: Gólf- og veggflísar, marmarasement, Linoleum, Filtpappi, Látúnsbryddingar, Þakpappi, fl. teg., Korkplöt- ur, Ileraklith-plötur, Asbestcent-plötur, Vírnet, Miðstöðv- arkatlar, Classic-radiatorar, Eldhúsvaskar, Fayancevask- ar, Vatnssalerni, Baðker, Vatnskranar allsk., Skolprör, l'atnsrör og fittings, Blýrör, Loftventlar, Ilanddælur, fl. teg., Hurðaskrár, Lamir, Hurðapumpur, og m. m. fl. Fljót afgreiðsla á öllum pöntunum út um land gegn póstkröfu. Miklar vörubirgðir alltaf fyrirliggjandi. Á. Ein&rsson & Funk Reykjavík, Pósthússtræti 9. Símnefni: „Omega“. Talsími 982. Verzlunarstjóri (heima) 1582. Ötaf hlaðaummælum og söguburði um tollsvik kaupmanna hér í bænum, þar sem BRAUNSVERZLUN er nefnd á meðal þeirra, sem tollsvikin eiga að hafa framið, er því hér með harðlega mótmælt, að BRAUNS- VERZLUN hafi gerzt sek við tolllögin eða á nokkurn hátt gert tilraun til tollsvika. Ef hlutaðeigandi yfirvöld álíta yfirlýsingu þessa eigi sann- leikanum samkvæma, er þess vænst, að þau hreyfi mótmælum þar að lútandi. F.h. Bratfhsverzlunar Karl Petersen. íhaldsflokkurinn í Vestmannaeyj- um er klofnaður í þrjá hluta með þremur opinberum málgögnum. Hið gamla málgagn flokksins, stutt af Jóhanni Jósefssyni alþm. og Gunn- ari Ólafssyni, nefnist „Eyjablaðið". Að því blaði fékkst enginn ritstjóri, og bar prentsmiðjan ábyrgð á því, sem í blaðinu stóð! það er álíka endurprentun af Mbl. hér og íslend- ingur á Akureyri, Vesturland á ísa- firði, Siglufjarðar íhaldsblaðið og Hænir sálugi á Seyðisfirði. Kristján Linnet bæjarfógeti gefur út blaðið „Ingjaldur". Páll Kolka gefur út blað, sem heitir „Gestur". Hér skulu birt nokkur sýnisliorn af skrifum hinna nýju íhaldsblaða: Ihaldsmaðurinn Kr. Linnet skrifar á þessa leið um íhaldsflokkinn: „Innjaldur11 18. sept.: Aðalfyrirsögn á fremstu síðu: „Stefnuskrá Siálfstæðisflokksins eins og ég vil að hún sé“. „— — Eins og kunnugt er hefir Sjálfstæðisflokkurinn enga stefnu- skrá1). Hann er stefnuskrárlaus og skipulagslaus — — „Ingjaldur" 9. okt.: „— — En um hitt hygg ég verði ekki deilt með rökum, að úr því ílokkurinn fvlgir þingræðisstefnunni, beri honum skylda til að hafa stefnuskrá samþykkta á þingræðis- legan hátt11.1) íhaldsmaðurinn Páll Kolka ritar á þessa leið um íhaldsfiokkinn: „Gestur“ 11. sept.: „— — tiltölulega fámenn klíka hefir á sínu valdi blöð flokksins, fjármagn það, er þarf til kosninga- baráttu — — — þessi klíka hefir á valdi sér þingmenn flokksins — — þingmennirnir kjósa miðstjórn ílokksins og miðstjórnin útnefnir þingmannaefnin, og þannig gengur svikamyllan áfram — —“. — — „Sjálfstæðisflokkurinn siglir ... með lik í lestinni, ekki eitt heldur mörg. það eru þeir mörgu, sem eru ‘) Leturbr. Linnets. gæzla og um leið hinn mesti hetju- skapur og áræði við að bjarga skip- um og mönnum úr sjávarháska. Enginn íslenzkur skipstjóri hefir sýnt jafnmikið harðfengi við land- helgisgæzlu, enginn skotið lögbrjót- iinum jafnmikið skelk í bringu, enginn bjargað jafnmörgum skipum, og enginn sem sjómannastéttin ís- lenzka treystir jafnvel að verja land- lielgina — að öllum öðrum ólöstuð- um — eins og Einari Einarssyni. þennan mann hét íhaldið að flæma frá stöðu sinni undir eins og það gæti og hefir gert það. það er þjóð- arinnar að meta hvatirnar. Náið verður ekki farið inn á frá- vikning E. E. hér. Tildrögin eru þau, að hann tók íslenzkan togara við Snæfellsnes að veiðum og var liann dæmdur í undirrétti. En síðan þá hefir ihaldið slegið skjaldborg um hinn brotlega togara, enda talið að margir flokksmenn hafi þar hags- muna að gæta. Við tökuna varð sú vinnubragðayfirsjón, að armbandsúr stýrimanns var 7 minútum frábrugð- ið skipsklukkunni, og setti hann tím- ann auðvitað eftir sinni klukku í skýrslu til dómarans, sem þannig vissi um þetta ósamræmi frá upp- iiafi. Litlu síðar skriíaði skipstjóri íturlega skýrslu um málið til dóm- stólanna m. a. um þetta sérstaka :atvik. En í vor kemur einn af fyr- verandi undirmönnum Einars, Eirík- ur Kristófersson, sem þá var orðinn atvinnulaus í bili og segir Guðm. Ólafssyni málfærslumanni hins brot- lega togara, að aiTnbandsúrskekkjan hafi verið leiðrétí í einni af bókum skipsins. Guðm. Ólafsson sér leik á svo miklir einstaklingshyggjumenn, að tillitið til heildarinnar, þjóðfé- lagsins eða bæjarfélagsins, má sín einskis hjá þeim í samanburði við eiginhagsmuni þeirra sjálfra eða ánnara, sem líkt eru settir i þjóðfé- laginu. Fyrir þessum mönnum vakir engin önnur flokkshugsjón en sú, að geta látið aðra vinna fyrir sig fyrir lágt kaup. þeir eru á móti öll- um framfaramálum, verklegum og menningarlegum*). þeir bolast á móli öllum þeim innan síns flokks, sem ekki eru sama sinnis og vinna það jafnvel til að bregða fyrir þá fæti, þó þeir eigi í vök að verjast gegn verstu andstæðingum flokksins vegna pólitískrai' starfsemi sinnar. Að því leyti eru þeir félagslega ó- þroskaðri en iiðsmenn A1 Capone eða sjóvíkingar á sautjándu öld, því jafnvel í þeim félagsskap eru þeir menn álitnir óhæfir flokksmenn, sem ekki ,styðja samherja sina drengi- lega í mannraununum".**) „Gestur“ 2. okt.: „þeir (þ. e. þingmenn íhaldsflokks- ins) létu það viðgangast, að grund- vallaratriði, sem áttu að vera þeim heilög, voru fótum troðin án þess að þeir hreyfðu aðra limi fil varnar en hálfmáttlausan tungublcðilinn2)". Og ennfremur í sama blaði: „þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir á Alþingi í nafni flokksins, að ríkisstjórnin ætfi að rétt.u lagi heima í tukthúsinu fyrir glæpsamlega meðferð ríkissjóðs. En hvað gera Sjálfstæðismenn eft- ir að liafa tekið munninn svona full- an? þeii' halda áfram þingstörfum í félagi við glæpamennina, viðurkenna þá sem löglega stjórn og beygja sig fyrir ákvörðunum hennar eftir sem áður". þá vekui' Kolka athygli á því, að þingmenn íhaldsins „virtust fyrst finna lijá sér tillmeigingu til að rísa *) Sbr. Lögréttugrein Jóns þor- lákssonar 1908. **) Hér á Kolka : sennilega við sjálfan sig, Einar M. Jónasson o. fl. 2) Hér mun Kolka eiga við digur- mæli J. þ. í fyrra um að „taka til sinna ráða", og afturhvarf íhaldsins í skjóli Gunnars á Selalæk! borði að tefja með umræðum um þetta, dóm í togaramálinu. En dugn- uöur Eiríks sást á því, að hann tók strax að ráða menn á Ægi, þegar hann væri orðinn skipstjóri eftir aö búið væri að koma Einari af skip- inu. Sýnist þessvegna sem Eiríkur hafi haft loforð frá M. G. um skipið, en þegar skjalleg sönnun um að Eiríkur var farinn að ráða á Ægi, var lögð fram í réttinum, kom svo mikið fát á Guðm. Ólafsson, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. þótti j nú of áberandi sókn íhaldsins við að j koma Einari frá skipstjórn, að láta | ákærandann, Eirík, taka við strax, : þó að samningar hafi líklega verið ; um þð áður. Var annar maður til fenginn um stund að stýra skipinu. þó að Einai' Einarsson hafi unn- ið mörg frægðarvei'lc í landhelgis- gæzlunni, yrði hann að sjálfsögðu að láta af því starfi og þola dóm, ef hann hefði leiðrétt skipsbókina í því skyni að skaða ákærðan mann eða skip. En það er enn ósannað, að Einar hafi nokkru breytt, og i öðru lagi játað fyrir rétti af Eiríki sjálf- um, að breytingin sé frá röngu í rétt, og í þriðja lagi fullsannað, að leiðréttingin gat aldrei haft nokkur áhrif á gang togaramálsins, hvorki til sektar eða sýknunar, vegna þess að dómstólarnir höfðu fyrir sér a. m. k. tvær ítarlegar skýrslur skip- stjóra um skekkjuna á annbandsúri stýrimanns. Hér virðist það fyrst og fremst búa undir, að flæma úr einu þýðingannesta trúnaðarstarfi, mann sem í mörg ár hefir lagt alla sína krafta, líf og heilsu fram til að vernda islenzk fiskimið og bjarga upp gegn henni (þ. e. ríkisstjórn- inni) með valdi, þegar hún rak þá heim af þingi. það var stærri glæpur í þeirra augum en fjárbruðlið — — Og að lokum: „þuð er ekki að undra, þó Jónas frá Hriflu liafi látið svo um mælt, að beztu stuðningsmenn sínir væru sumir leiðtogar Sjálfstæðismanna". Árið 1930 var Páll Kolka einn af sauðspökustu fylgismönnum íhalds- flokksins og fylgdi Jóni þorlákssyni i hringferð um landið, í þeim til- gangi, að prédika fyrir landslýðnum, að Jónas Jónsson væri geðveikur. Borgaði J. þ. þá húsaleigu fyrir •Kolku og lét hann iiafa liið bezta atlæti. Heimdallur, félag ungra ihaldsmanna í Reykjavík, gaf út brjálsemisrit Kolku og sendi út nm landið í 9 þús. eintökum Svo megn er nú sundrungin orðin, í ihaldinu, að jafnvel þessi maður ræðst á forráðaménn flokksins og stofnar sjálfur nýtt Llað til að bii'ta þessar árásir. Og í Reykjavík sér miðstjórn ílialdsflokksins ekki annað ráð væiina en að senda Sigurð Eggerz vestur á ísafjörð — þar sem hann á áð týna sínu pólitíska lífi í gim ljónsinsl ——o------- Nokkrir Morgunblaðsmenn, sem eiga útvarpstæki, samþykktu í gærkveldi vantraust á útvarps- stjórann. Er það ekkert undarlegt, því að samskonar tillögu hefðu þess- ii menn vafalaust. verið albúnir að samþykkja hvenær sem var, síðan J. þ. var settur í stöðuna. Fundur- inn, þar sem áðurnefnd tillaga var samþykkt, var boðaður sem fundur í félagi islenzkra útvarpsnotenda og voru félagsmál o. fl. á dagskrá. En þegar fundur átti að byrja, var varla hægt að sjá annað en að þetta væri flokksfundur á skrifstofu Mbl. Mættir voru m. a.: Björn Kristjáns- son, „Johnson í bankanum", Valde- mar Hersir, Astvaldur Gíslason, Páll írá þverá, Iíarl Tulinius (sem reynd- ist ekki vera útvarpsnotandi, þegar til atkvæðagreiðslu kom), Magnús Jochumsson, Magnús dósent, Sigur- björn þorkellsson kaupmaður, Valtýr Stefánsson, Luther dyi’av. í Bai-na- skólanum og fleiri þvílíkir. Heimt- aði Magnús dósent, að árásir Mbl. á Jónas þoi’bergsson yrðu teknar á dagskrá. En af hálfu félagsstjómar- innar var því lýst yfir, að hún liti á þetta sem pólitískt mál og vildi mælast til þess að félagið, sem ætti að vei’a algjöi’lega ópólitískt, leiddi það hjá séi’. Svai’aði M. J. þessu með ruddaskap og hótunum í garð fé- lagsstjórnai’innai' og lét flokksmenn sina á fundinum samþykkja þessar umræður, og stóðu þær svo allan fundai’timann. Hélt M. J. því fram, að útvarpið hefði verið hlutdxægt, en þegar skox-að var á hann að nefna dæmi máli sínu til sönnunar, gat hann engin nefnt. Umræðum þessum lauk með því, að íhalds- mennirnir á fundinum samþykktu vantrauststillöguna, sem borin var fram af Magnúsi dósent. Fékk sú til- laga 108 atkvæði. En á starfssvæði félagsins, sem er allt landið, eru nú um 4600 útvai’psnotendur og í Rvík einni á 16. hundrað. þarf ekki um að deila hvaða mark er takandi á slíkri samþykkt. Er ekki útlit fyrir, að tiltæki þetta muni hafa önnur á- skipum og mannslíkmi úr sjávar- háska. þennan þátt um eyðileggingu land- lielgisvarna og björgunannála, má hæfilega enda með því að benda á, að síðan Einar var flæmdur af Ægi og þórður þorsteinsson fallinn frá, er enginn maður á varðskipunum, sem kann að fara með sum áhrifa- mestu björgunartækin, sem skipin 'hafa. J. J. hrif en þau að sprengja útvarpsnot- endafélagið, því að menn víðsvegar um land munu ekki kæra sig um það, að einhverjir ihaldsmenn í Rvík, eins og Páll á þverá og Magn- ús dósent, bendli útvarpsnotendur almennt við eitt og annað, sem Rcykjavíkuríhaldið kann að vilja samþykkja i liefndarskyni við póli- tíska andstæðinga. Myndu útvarps- notendur þá missa þau áhrif, sem þeir nú hafa á skipun útvarpsráðs- ins. Fer þá sem jafnan, þcgar grið eru rofin i ópólitískum félögum. Valtýr Steíánsson gaf upplýsingar um það á „út- varpsnotenda“-fundinum i gærkveldi, að til væri a. m. k. tvær aöferðir til að segja rangt frá staðreyndum. Fundu menn að V. St. talaði þar bæði af reynslu og þekkingu. Einna áhugasamastur fundarmaður va.r þó Páll frá þverá. En hann er líka einn aðal bifreiðasalinn hér á landi, og J. þ. flutti i fyrra frv. um einka- sölu á bifreiðum. Gömlu viðtækja- salarnir, sem nú vilja Viðtækjaverzl- un ríkisins feiga, létu sig heldur ekki vanta! Um éinn þekktan v i- haldsmann upplýstist, að hann er ckki útvarpsnotandi. þessi maður gerði sig einna berastan að upp- vöðslu og ruddaskap. Skar það reyndar úr glögglegar en jafnvel allt annað af hvaða toga samkoman var spunnin. Hvort svo hefir verið um fleiri fundarmenn, er ekki hægt að segja með vissu. ------o------ Gestir í bænum. Bjarni Runólfsson bóndi á Hólmi og Runólfur faðir hans, Bergur Lárusson Kirkjubæjar- klaustri, Sigurjón Björnsson Hólmi, Ilelgi Jónsson bóndi Seglbúðum, þor- steinn Einarsson bóndi Höfðabrekku og kona hans, Andrés Eyjólfsson bóndi Síðumúla. — Skaftfellingarnir komu í bifreiðum alla leið austan | af Siðu. Var lagt af stað þeðan kl. 4 að morgni og komið að Ölfusá kl. 7 að kvöldi sama dags. Hlutir á síldveiðum. Samvinnufé- lag sjómanna á ísafirði á sjö vél- skip; veiddu þau í sumar 21 þúsund saltsíldartunnur og auk þess 39 þús. mál í bræðslu, var það meir en fjórði hluti allrar þeirrar bræðslusíldar, sem Ríkisverksmiðjan tók við, og þó lögðu þar 42 skip upp afla sinn. Hlutir háseta á samvinnubátunum síldveiðitimann voru frá 669 til 930 króriur, hlutir vélstjóra 1568 til 2108 krónur og hlutir skipstjóra 2665 til 3584 krónur. Auk þess höfðu allir þessii' menn fæði. Heitir sá bátur- inn Sæbjörn, scm bezt veiddi. Ragnar Olalsson lögfræðingur frá Lindarbæ, fór núna í vikunni með Gullfossi áleiðis til Svíþjóðar. Murt liann dvclja þar og í Englandi í vet- ur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.