Tíminn - 28.05.1934, Qupperneq 4

Tíminn - 28.05.1934, Qupperneq 4
98 T 1 M I N N „Sannfæringin skipulögð“. Maður nokkur vestur í Dýrafirði skrifar nýlega í eitt vikublaðið og lætur þar í'ljós hræðslu sína við það að „skipulögð“ verði sannfæring þingmanna. Og á hann þar við að kjósendurnir eigi ekki að vera að skifta sér af hvað .þingmaðurinn geri á milli kosn- inga. Þetta er dálítið útbreidd skoðun hér og þar, og einkum hjá lítilsigldu fólki. En aftur á móti mun miklu„almennara litið svo á að þingmaðurinn sé nokkurskonar þjónn kjósendanna, sem eigi helzt að ráð- færa sig við þá og taka tillit til þeirra vilja. En hætti hann að geta sannfæringar sinnar vegna starfað samkvæmt vilja kjós- enda sinna, er réttast fyrir hann að hætta að fara með umboð þeirra. Skoðun Dýr- firðingsins og skoðanabræðra hans eru leif- ar frá þeirri kynslóð, sem var „kúguð komin í heim og kaghýdd langt fram í ætt“. Þá var sjálfsagt að lúta með lotn- ingu þeim, sem hærra voru settir hvað sem þeir með „sannfæringu“ sinni brutu í bág við vilja og velferð smælingjanna. En með vaxandi samtökum „hinna mörgu og smáu“ skipuleggja þeir smátt og smátt vel- ferðarmál sín og kjósa sér svo fulltrúa til að framkvæma þau sér í hag, en ekki ein- hverjum sérgæðing, sem altaf þarf að vera að hnitmiða „sannfæringu" sína við það að hafa sem bezt upp úr henni fyrir sjálf- an sig. i.iðskostur „bændavinanna“. Hreyfing sú, sem kennir sig við bændur, sýnist eiga dýpri rætur í mölinni en í sveit, ef dæma á eftir írambjóðendum. Ef flokkað er eftir atvinnu skiftast þeir þannig: Yfirmenn banka og lánstofnana 4, starfs- menn Búnaðarfélags Islands (allir nauðugir) 3, skjólstæðingar Kreppulánasj óðs 5, skjól- stæðingur Búnaðarfélags íslands 1, bitlinga- menn 2, atvinnulaus lögfræðingur 1, sýslu- maður 1, umboðssalar og spekulantar 3, dyravörður 1, myndarbændur 2 og prest- ar 2. Það má merkiiegt. heita hversu bændur eru lítið á ferli í þesari hreyfingu. Varla getur slík „stefna“ hafa vaxið við hita brennandi hugsjóna í jarðvegi sveitanna. Þar ber mest á hálaunuðum embættismönn- um, spekulöntum og fólki sem vill koma sér vel við bankana. Annar myndarbóndinn var að- dómi Þ. Br. og Tr. Þ. óhæfur í stjórn Kreppulánasjóðs í héraði. Hinn er altaf á móti Tr. Þ. á búnaðarþingi. Mikið af þessum leiðtogum er á slóð Sig. Eggerz og Jakobs Möllers að þeirra tjaldstað. Hjálparstarfsemi „bændavinanna“........... Við landkjör 1922 voru þáverandi íhalds- menn vonlausir um að koma að tveim mönn- um, ef heiðarlega væri til úrslitanna barist. Þá fengu þeir Sigurð búfræðing á lista í- haldsins næst neðan við Jón Magnússon. Hahn átti að fiska eftir atkvæðum bænda — til að bjarga Jóni. En samtímis studdu íhaldsmenn í laumi kvenlista Ingibjargar Bjamason. Þeir vissu að hún yrði þeim eins fylgispök og yfir- lýstir liðsmenn þeirra. Og íhaldið reiknaði rétt. Kvenfulltrúinn var þeim einhver fylgi- spakasti liðsmaðurinn. Hún sinnti þeirra málum en ekki kvenkjósenda í landinu. Hvemig fara „bændavinirnir“ nú að? Nákvæmlega eins og íhaldið 1922. Hverjir hafa mest líkindi til uppbótarsæta hjá þeim ef einhver slampast inn í kjördæmi, sem nú er raunar vonlítið um? Fyrsti og eini uppbótarmaður þeirra yrði þá vafalaust efsti maður á lista þeirra í Rvík. Og hver er hann? Theódór Líndal lögfræðingur,'sem íhaldið sjálft kaus á eigin lista inn í bæjar- stjórn Reykjavíkur og síðan þjónaði því opinberlega til síðustu bæjarstjórnarkosn- inga. Þá hneigðist hann til nazista, en var þaðan sendur inn í hjörð „bændavina“. Og íhaldið skilur vel hvað hér er á seiði. Það lánar nægilega mörg atkvæði yfir á Líndal til þess að öruggt sé, að hann fái hæsta tölu atkvæða af írambj óðendum „bænda/vina'1 og fari inn sem þeirra fyrsti og eini upp- bótarþingmaður ef þeir falla ekki allir í kjördæmunum. Hér er alt gert með ráðnum hug hins blekkjandi leynimakks. „Bændavinir“ eru settir til að fiska at- kvæði og fulltrúa fyrir íhaldið. Uppbótar- sætið er auðsjáanlega ekki ætlað neinum þeim frambjóðanda, sem þeir hafa að leik- soppi í kjördæmunum, heldur hinum yfir- lýsta íhaldslögíræðingi í Reykjavík, sem braskararnir kjósa nú að flytja úr bæj- arstjórn og inn á Alþingi. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Afmæli. Prestaöldungurinn síra Sigurður Cxunnarsson varð 86 ára nýlcga. — Föðurbróðir hans var síra Sigurður Gunnarsson próf. á Iíallormsstað, er þótti merkismað- ur á sinni tið. Sigurður er föður- In'óðir og fóstri Gunnars Gunnars- V sonar skálds. Síra Sigurður var þjónandi juestur frá 1878 til 1915, og þrisvar var hann kosinn áþing. Hann var fenginn til þess ásamt Lárusi Haldórssyni að glíma fyrir Kristján konung IX. á þingvöllum árið 1874. Sigurður er hress og hvikur í spori og hefir borið ald- \irinn vel. Landkjörstjórn hélt fund í fyrra- dag til að úrskurða um landlista Ilokkanna. Höfðú borizt landlistar frá öllum flokkum nema nazist- um. Tveir flokkar, Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar létu fylgja sínum lista raðaðan lista. Úthlutun uppbótarþingsæta er þannig hátt- að, að 1. uppbótarþingmaður ílokks, or sá frambjóðandi, sem fengið hefir flest atkvæði af fölln- um frambjóðendum, 2. uppbótar- þingmaður sá frambjóðandi, sem fær hlutfallslega flest greiddra at- kvæða í kjördæmi, en nær ekki kosningu, 3. uppbótarþingmaður verður sá, sem fær næsthæsta at- kvæðatölu af föllnum frambjóð- cndum, nema flokkur hafi sent raðaðan liseta; þá verður það efsti maður hans. Jón Baldvinsson er efstur á raðaða lista Alþýðuflokks- ins og næstur Pétur Jónsson, fram- bjóðandi flokksins í Skagafirði. Katla heitir skip, sem Eimskipa- félag Revkjavíkur hefir keypt og ú að vera í fiskflutningum til Suð- urlánda. það er 1650 smálestir að slærð. $ I Klæðaverksmiðjan GEFJUN Aknreyri framleiðir beztu innlendu fataefni, sem völ er á. A saumastofu Gefjun- ar í Reykjavík er saumaður allskonar karlmannafatnaður og frakkar eftir nýjustu tízku. Drengjaföt og telpukápur eru afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Avallt fyrirliggjandi allar stærðir af drengjafötum og pokabuxum. G-eQjnnar band og lopar er unnið úr valinni fyrsta flokks norð- lenzkri vorull. Allar tegundir fyrirliggjandi. Verðið hvergi lægra. Hvítt band einfalt kr. 2,90 pr. 1/* kg. — tvinnað — 3,75 n n n Blágrátt band þrinnað — 3,90 n n n — '' — tvinnað — 3,75 n n n Rauðk. — — — 3,75 n n n Grátt — þrinnað — 3,55 n n n Mórautt — — — 3,55 n n n Sauðsv. — — — 3,55 n n n Svart, litað band — — 4,65 n n n Mærfatalopar . — 1,65 n n » Sokkalopar . . — 1,50 n n n Sjóvettlingalopar , . — 1,25 n n n Verzlið við Gefjuni, með því gerið þór beztu og hagkvæmustu inn- kaupin um leið og þér styrkið innl. iðnað. Tökum ull í skiptnm fyrir vörur. Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt, beint frá verksmiðjunni eða útsölunni í Reykjavík. 6 E F J Ul, Laugaveg 10, sími 2838. %%%%%%%%%%%%%%%%%%Wl \ V átry gging&hlut&lélagid NTE DÁNSEE AF 1864 Getum ----- ............ selt nokkrar tómar Líítryggingar - Brunatryggingar Lægst iðgjöld T r é t u n n u r Aðalumboð fyrir ísland: Vátryggingaskrifstota Sigfúsar Sighvatssouar Lækjargata 2, sími 3171 undan víni. Afengísverzlun ríkisins. Höfiim enn til: ðdýrt grasfræ og góða sáðhafra Samhand ísi. samvinnufélaga BEZTU CIGARETTURNAR í 20 stk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.10 — ERU Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÓBAKSEINKASÖLU RÍKISINS Búnar til af Westminster Tobacco Oompany Ltd. LONDON. skilvindurnar eru ætíð þær bestu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr riðfríu efni. Samband .i0l. samvinnnfélaga. P. W. Jacobsen & Son Timburverzlun Símnefni: Graníuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöín bæði stórar og litiár pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. : EIK OG EPNI I ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: ::

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.