Tíminn - 04.09.1934, Síða 3
T 1 M I N N
153
Nvia Flóra
er nú komið á markaðinn og selst nú um land allt.
Enn á ný höfum við
lækkað verðið stórkostlega.
Það er tvöfaldur hagnaður að kaupa nýja Flóra smjörlíkið
Það er bezt. Það er ódýrast
Húsmæður! Biðjið aðeins um Flóra smjörlíkið.
Kaupfólög og kaupmenn! Sendið pantanir yðar til
Flóra
Akureyri.
Nýiar bækur:
Sjóterðasögur
eftir Sveinbjörn Egilsson, ritstjóra. í þess-
ari bók birtir Sveinbjörn nokkur æfintýri
frá yngri árum sínum, sem margur mun
hafa gaman af að lesa.
Gr&nd Hotel
íslenzk þýðing eftir Pál Skúlason, prýdd
mörgum fallegum myndum.
B&rnavers úr F&ssíusálmunum
Gefin út að tilhlutun Hallgrímsnefndar.
Fást hjá bóksölum um land allt
FJandskapur Morgunbl. gegn bandum
Það reynir að bera róg á milli samvinnufélaganna.
Rógsiðja Mbl. í þá átt, að
spilla fyrir skipulagning kjöt-
sölunnar heldur áfram.
Er það sýnilegt, að íhaldið
ætlar að leggja höfuðáherzl-
una á það, að reyna að vekja
deilur milli samvinnufélagaxma
í nágrenni Reykjavíkur ann-
arsvegar og samvinnufélag-
anna í fjarlægari héröðum
hinsvegar, ef takast mætti að
eyðileggja á þann hátt aftur
það sem nú hefir áunnizt.
En bændur landsins hafa það
mikilla sameiginlegra hags-
muna að gæta, að þeir munu
ekki láta leiguþý reykvísks
stórkaupmannavalds sundra
samtökum sínum.
Bændur landsins hafa aldrei
átt vináttu að fagna hjá Morg-
unblaðsliðinu. En þeir hafa
fengið þaðan margar ómildar
kveðjur. Þeir hafa verið kall-
aðir „þreklaus bændalýður",
sem ekki vissi fótum sínum
forráð. Þeir hafa verið upp-
nefndir „mennirnir með mos-
ann í skegginu". Mbl. hefir
talað um, að láta Reykjavík
hætta að kaupa kjöt og mjólk
af Árnesingum og Mýramönn-
una. Þá var hún ekki mikil um-
hyggjan fyrir sunnlenzku
bændunum með rýru dilkana,
sem Mbl. skrifar um nú. Og
íhaldsblöðin komust svo langt
1931, að skrifa um það, að
bezt væri að leggja niður allan
landbúnað á íslandi. Jarðrækt-
arstyrkinn hafa þau talið eft-
ir. Og árum saman er það lát-
ið klingja í þeim sömu blöðum,
að sveitimar séu ómagi á
Reykjavík. Sá sónn er nú víst
orðinn flestum bændum lands-
ins nokkuð kunnur.
Mbl. lætur að lokum í ljós
mikinn ótta um það, að kjöt-
verðið, sem bændur fá á inn-
anlandsmarltaðinum muni
verða látið „hækka meir en
skattinum nemur“. Muni þá
bæði fást verðuppbót á útflutt
kjöt og verðhækkun frá því
sem áður var fyrir bændur í
nágrannasýslunum. Sú verð-
hækkun segir blaðið, að muni
verða „tilfinnanleg fyrir neyt-
endur“ í Reykjavík. Ihaldið er
víst ekkert að hugsa um það
r.úna, að lága verðið undanfar-
in ár hafi verið „tilfinnanlegt“
fyrir bænduma. En það eiga
heldur ekki að verða kosning-
ar í sveitunum á næsta vori!
Þessir (livansr
kosta aðeins
Góð vara
Takifæris
verð
par sem okkur berast afarmargar fyrirspurmr víðsvegar að af
landinu, viðvíkjandi þessum ódýra divan er við seljum, og tölu-
verð fyrirhöín er að svara þeim hverjum einstökum, þá viljum við
hérmeð tilkynna, að þessi divan, sem við bjóðum yður fyrir aðeins
35 krónur, er með 21 stykki af beztu stálfjöðrum, koparhúðuðum,
og ágætis tegund af stórröndóttum sængurdúk, og nýtízku föstum
klumpalöppum.
Hvað þessi divan kostar annarsstaðar látum við ósagt, en við
getum selt hann fyrir þetta lága verð, sökum þess að við kaupum
allt efni okkar milliliðalaust, og hjá okkur vinna aðeins beztu
fagmenn.
Hundruð af þessum divönum erum við búnir að selja, og allir
hafa hrósað þeim.
Pöntunarsedill | T,
Húsgagnaverzlunin við Dóntkirkjuna, Reykjavík
Undirritaður óskar að mér verði send ............
stykki divanar, samkvæmt ofanritaðri auglýsingu, á 35
krónur stvkkið, auk sendingarkostn. Umbúðir ókeypis.
Nafn
Heimili
Pantið strus í dag: þvípantanir afgreiðumvið í þeirri röð sem þær berast
okkur i hendur, Þenuan divan getið þér eignast fyrir aðeins 35 kr.
Húsgagnaverælunin við Dómkirkjuna, Reykjavtkl
Nýjar bækur=
Bækur þessar hafa komið út í sumar á kostnað „Æskunnar":
Landnem&r
eftir Fr. Marryat, þýtt hefir Sig. Skúlason, ób. kr. 5,40,
innb. kr. 6,50.
Arni og Erna
eftir Marie Hénckel, þýdd af Margréti Jónsdóttur, innb.
kr. 2,50 og 8,00.
Hetjan nnga
eftir Mrs. Herbert Strang, þýdd af Sig. Skúlasyni mag-
ister, innb. kr. 2,25 og kr. 8,00.
Silfurturninn ób. kr. 0,75.
1 fyrra kom út á kostnað blaðsins hin heimsfræga saga
DAVÍÐ COPPERFIELD eftir Charles Dickens.
Barna og unglingaskólar fá sérstök vildarkjör.
Gerið fyrirspumir og þeim verður svarað.
Aðalútsala hjá barnabl. „Æ S K A N“, Reykjavík.
Bækurnar fást hjá bóksölum um land allt.
„JUNO“
eldavélar
{h vítemaileraðar)
eru til prýðis fyrir hvert eldhús. Vel þekkt-
ar hér á landi, eftir 13 ára reynslu á meira
en tvö þúsund heimilum.
Miklar birgðir ávalt fyrirliggjandi af alls-
konar ELDFÆRUM, BYGGINGARVÖRUM,
VATNSLEIÐSLU- og MIÐSTÖÐVARTÆKJ-
UM, HREINLÆTISVÖRUM og RAF-
MAGNSVÖRUM.
Fljót afgr. á öllum vörum út um land gegn póstkr.
Á. EINARSSON & FUNK
Reykjavík — Símnefni „Omega‘‘
Dánardægur. 14. f. m. andaðist
á Elliheimilinu í Reykjavik, ekkj-
an Gunnfríður Tómasdóttir, ættuð
frá Skarði í Lundareykjadal, tæpra
71 ára að aldri.
Gldborg, hið nýkeypta skip
samvinnufél. Grímur i Borgarnesi
kom hingað í sl. viku frá Bergen.
Skipið er smíöað í Noregi fyrir
tveimur árum síðan og er 282 *mó).
að stærð. Er það hið vandaðasta
og traustasta, enda upphaflega
ætlað til Grænlandsveiða. Nú
mun það eiga að fara á ísfisk-
vedðar. — Er þetta fyrsta fiski-
skipið, sem Borgnesingar eignaat.
Einn af þrjátiu og níu. í 39
daga hefir aðeins einn sólarhring-
ur verið rigningarlaus í Vopna-
lirði. Töður eru óhirtar þar enn
Til kaupenda Títnans
þess er fastlega vænzt að sem allra flestir
kuupendur Tímans greiði blaðið i haust,
Skoðun einstaka manns er sú, að honum heri
ekki skylda til að borga blöð, hafi hann ekki
heðið um að senda sér þau í fyrstu. En með því
að veita hiöðum athugasemdalaust viðtöku lang-
an tíma og endui'senda þau eklti, hafa menn
j>ai með gerzt kaupendur og skulda því tví-
ínælalaust andvirði þeirra.
Verði góð skil i haust á andvirði Tímans, er
kaupendum h.eitið þvi, að hlaðið skuli lækka
verulega i verði írá næstu áramótum. Skilvísir
og áhugasamir menn! Gangizt fyrir því, að Tím-
imi sé borgaður sem dlra fyrst. Með því fáið
þið íjölbreyttara og ódýrara hlað.
Stjórnmálin í ágústmánuði
Framh. af 2. síðu.
svo ótvíræður leirburður, að það væri ekki
viðeig'andi, að þröngva þjóðkirkjumönnum
til að nota svo ólistrænt rím að efni við
messugerð. En hinsvegar væri mikið af hin-
um fegurstu og andríkustu sálmum t. d.
frumsömdum og þýddum af Matth. Joch-
umssyni, ekki í bókinni. Ef biskup hefði
fylgt þessu ráði, og átt þátt í að fá hæfa
nienn tií að endurskoða sálmabókina myndi
allt hafa farið vel. Söfnuðir landsins hefðu
fengið góða sálmabók, og hann hlotið sóma
af málinu. Nú hefir slíkt hneyksli gerzt í
]>essum efnum, að óhugsandi er annað en
að þing og stjórn verði að bjarga þessu
sáhnabókarmáli úr höndum biskups og vina
lians, sem ekki eingöngu halda dauðahaldi í
hið dauða efni sálmabókarinnar, heldur láta
enn í nýjan viðbæti eftir biskup sjálfan og
nokkra aðra menn honum jafnhæfa til
skáldskapar, og gera í ofanálag þann óvina-
fagnað að afbaka og spilla fjölmörgum lista-
verkum eftir góðskáld landsins.
Sálmabókarmáíið er talandi vottur um
hinn andlega vanmátt íhaldsins. Það fékk
biskupi til eflingar í þessu máli Knút Arn-
grímsson prest frá Húsavík. Hann komst
]>ar að með því að segja verkamönnum að
hann væri socialisti, en var raunar nazisti.
Síðan glataði hann á skömmum tíma öllu
trausti á Iiúsavík, meðal annars fyrir að
hafa ort níð um eitt af sóknarbörnum sín-
um. Bjóst hann við afsetningu og flúði til
Reykjavíkur og var gerður að kennara við
íhaldsskólann. Jafnframt var hann settur til
a<) velja sálmana með biskupi og að skrifa
kosningaávarp til íhaldsmanna í tímarit
Magnúsar fyrrum dósents. Sú grein er fræg
oi-ðin, því að þar sagði hann landsmönnum
frá fyrirætlunum íhaldsins; að ráðagerð
tþeirra væri sú, ef þeir næðú völdum, að
innleiða þýzka stjórnarhætti í kirkju, skóla,
útvarp, kvikmyndahús og leikhús. Tilgang-
urinn var sá að drepa allt andlegt og félags-
legt frelsi í landinu. Þessi hreinskilni varð
íhaldinu nokkuð dýr við kosningamar. En
er upp komst um sálmabókarviðbæti bisk-
ups sýndi Knútur enn trú sína og ritaði
skammir í Mbl. um Jón Helgason og aðra
er í nefndinni höfðu verið og vildi hvítþvo
sig algerlega; koma sálmunum á þá. Daginn
eftir fór Knútur til Þýzkalands að auka
frekar en orðið er menntun sína í naz-
isma. Ihaldsmönnum þykir sem von er að-
ferð Knúts ódrengileg, er hann ræðst að
baki þeim, en mjög hafa þeir lofað slíka
framkomu, er fyrverandi Framsóknarmenn
eiga í hlut.
Ekki virðist viðskilnaður íhaldsins betri
í fjármálum en um síld, kjöt, mjólk og
sálma. Hallinn í ríkisbúskapnum síðan
íhaldið kom í stjómina er um 3 miljónir kr.
og innflutningur um 8 miljónum meiri en
útflutningur á þessu ári. Hefir mikill glund-
roði ríkt í gjaldeyris- og verzlunarmálun-
um, og er þessi mikli og hættulegi halli á
verzluninni fyrst og fremst að kenna áhrif-
um Mbl.-manna í þeim efnum. Ekki bætir
það úr skák, að eftir samningum þeim, sem
fyrverandi stjórn gerði í Madrid, er allt að-
hald upphafið gagnvart Spáni. Eins og nú
hagar til er hægt að flytja heila skipsfarma
af átsúkkulaði og ,,tyggegúmmí“ frá Spáni
til íslands og verja íslenzkum gjaldeyri til
tið borga þessa vöru, þó að ekki sé gjald-
eyrir til fyrir brauð eða lyf.
Ritstjóri Eimreiðarinnar lýsti með skáld-
legum orðum 1932 hversu stjóm sú, sem
lét af völdum fyrir mánuði síðan myndi
hjarga hinni brotnu þjóðarskútu. Sennilega
hefir hann og fleiri íhaldsmenn orðið fyrir
einhverjum vonbrigðum. Og því miður
munu þeir eiga eftir að verða fyrir ein-
hverjum vonbi'igðum með framgöngu sinna
trúnaðarmanna, eftir því sem tímar líða og
fleiri gögn birtast um bjargráð tveggja
undangenginna ára. J. J.