Tíminn - 04.09.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1934, Blaðsíða 4
164 T í M I N N Enn um Reykjaskóla. Ég- hefi nýlega drepið á þætti úr sögu Reykjaskóla, um hin ágætu náttúruskilyrði, sem skólinn nýtur, um hin góðu húsakynni og góðu aðstöðu til samgangna og aðsóknar. Engu að síður hafa þessi góðu skilyrði ekki notið sín um tvö undanfarin ár og skólinn var að verða mannlaus. Umbóta- menn tóku við af kyrstöðumönnum. Og síðan ég skrifaði umrædda grein hefir út- varpið flutt þá fregn út um allt land, að skólanefndin hafi ráðið Jón bónda í Ysta- felli sem skólastjóra og sr. Jón Guðnason sem kennara. Væntanlega verður svo síðar ráðinn íþróttakennari. Mun þá svo veí seð fyrir þörfum skólans, að enginn skynsam- leg rök hindri æsku nábúahéraðanna að sækja skólann. Þó undarlegt sé er það grunur minn, að sumstaðar í sveitum landsins verði það talinn ljóður á ráði hins nýja skólastjóra, að hann er bóndi en ekki embættismaður. Þetta er að vísu undarleg kenning, að skóli, ?em fær nemendur nálega eingöngu úr sveit og nemendur sem flestir geta gert ráð fyrir að hafa atvinnu í sveit í framtíðinni, hann eigi að gjalda þess, að hafa einn hinn gáf- aðasta, víðsýnasta og bezt mennta bónda á landinu sem skólastjóra. Er þetta skynsemi eða hleypidómar? En áður en ég sný mér að því svari, vil ég minnast með fáum orðum á þennan bónda og tilvonandi skólastjóra. Og þó er síður þörf að kynna Jón í Ystaíelli fyrir æsku landsins, heldur en ílesta aðra menn í landinu. Hann er sonur eins hins frægasta bónda, sem uppi var á landinu á síðasta mannsaldri. Hann hefir ferðast um landið sem fyrirlesari og fræði- maður samvinnufélaganna um mörg ár og kynnzt fólkinu svo að segja í hverri sveit, og öllum landsháttum. Hann hefir samhliða einyrkjabúskap ritað hina stærstu og bezt rituðu lýsingu á landinu, sem skrifuð hefir verið á íslenzku. Hann hefir ritað fjölmarg- ar ritgerðir um almenn félagsmál í blöð og tímarit, og það leikur ekki á tveim tungum, að hann sé í fremstu röð allra núlifandi íslendinga sem þróttmikill og glæsilegur rit- höfundur um þjóðmál og félagsmál. Þetta vita allir. En hitt vita færri, að Jón i Ystafelli hefir frá byrjun hins fyrsta hér- aðsskóla, að Laugum í Þingeyjarsýslu, ver- ið formaður í skólanefnd, og haft veruleg áhrif á að móta skipulag skólans. Jón hefir flestum öðrum mönnum fremur skilið þörf- ina á slíkum skólum, og hið mikla verkefni þeirra. Iiann vill að héraðsskólarnir séu fýrst og fremst stór og góð heimili og að þessi skólaheimili séu sameign allra hinna sveitaheimilanna, sem sendu þangað æsku- menn- Ég vona, að við nánari athugun stilli fólk í sveitum sig um að áfella skólanefnd Reykjaskóla fyrir að fá bónda sem for- stöðumann skólans. Það getur tæplega náð nokkurri átt að halda því fram að maður, sem er alinn upp við lífskjör sveitamanna, og hefir tekist að framkvæma það, sem' hér- aðsskólarnir eiga að hjálpa æskunni til að gera, að sameina mikinn dugnað og elju í framleiðslubaráttunni við andlega starfsemi og mikla víðsýn. Mér er kunnugt um að æska landsins hef- ir nú í sumár mjög fast leitað eftir inn- göngu í héraðsskólana, og ég hygg, að víð- ast hvar sé nú fullskipað, og sumstaðar sótt í tugatali fram yfir það, sem við má taka. En Reykir í Hrútafirði hafa nú í tvo vetur legið í dái, og í sumar hefir skólinn ekki verið auglýstur fyr en nú. Þar er þessvegna væntanlega enn rúm fyrir 30— 40 ungmenni. Skilyrðin eru þar jafngóð og annarsstaðar, bæði um húsakynni, kennslu og mannval. Þess vegna er óhætt að beina þangað straum menntafúsra unglinga, fyrst og fremst úr þeim héröðum, seim eiga skól- ann, en þá ekki síður mönnum úr öðrurn héröðum, sem vilja hjálpa til að gera garð- inn frægan í yngsta héraðsskóla landsins. J. J. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta 1984 Fóðurvörur: HÆNSNAFÓÐUR: Hænsnamjöl (varpfóður) JAÐAR . . í 50 kg. sekkjum. Hænsnakorn JAÐAR..........- 50 — - Ungamjöl JAÐAR............- 50 — - Ungagrjón JAÐAR...........- 50 — - Fóðurblanda S. I. S..........- 75 — - Do. Ö.................... - 75 — - Síldarmjöl...................- 100 — - Maísmjöl.....................- 100 — - Fóðurrúgmjöl...i.............- 50 — - Hafrafóðurmjöl...............- 50 — - Fóðursalt....................- 50 — - Hafrar.......................- 80 — —*— Linkökumjöl (kálfamjöl)......- 50 —---- Jarðhnetumjöl................- 90 — - ATHUGIÐ VERÐ OG GÆÐI. Samband isl. samvinnufélaga INDIA TYRES ERU BEZTU BlLADEKKIN. Notið India bíladekk og þér verðið ávalt ánægðir. mmm** iSUPER TYRES INDIA SUPER NONSEID: Beztu bíladekkin, sem völ er á. INDIA STANDARD: Betri en öll önnur „standard“ bíladekk. INDIA STERLING kaupa þeir, sem viija fá góð en þó ódýr bíladekk. Pantanir annast 01. REYKIÐ JT. GRIINO’S ágæta holenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 i/20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95- Fæst í öllum verzlunum Girðingarefni Girðingarnet allar venjulegar gerðir. Garðanet Refanet Hænsnanet járnstaurar Vírlykkjur Samband ísl. samvínnufélaga IIVEITI MORNING STAR, MAÍSMJÖL FlNMALAÐ, MAÍSFLÖGUR SOÐNAR, M ÍSN j 0. II Swaœííeld Flour Mills Leith, Edinburg 6 Eftirtaldar vörur vorar eru alþekktar á Islandi: m HVEITI HEKLA, |! ásamt fleiri kom- og fóðurvörum. — Sendið pantanir yðar til Samband ísl. samvínnufélaga T. W. Buch (Xiitasmidia Bnchs) Tietgensdage 64. . Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: v Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum rrieð Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“ ogog„Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitír. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögm. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst allstaðar á Islandi HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H V E ITI Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. skiptir eingöngu við okkur. FREYJO k affibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kafti- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem unaið er í landinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.