Tíminn - 20.11.1934, Qupperneq 4

Tíminn - 20.11.1934, Qupperneq 4
202 T I M I N N hefjumst handa um umbætur í þessu efni, þá eig-um við það á hættu, að réttur okkar verði einskisvirtur og að okkur verði, von bráðar, fyrii’munað gersamlega að reka út- varp í landinu, nema fyrir einhvem mjög takmarkaðan hluta lndsins. 4. Ráðstöfun þessi myndi á hinn bóginn hafa í för með sér ýmislegar umbætur, sem gerðu það fært, að standast kostnaðinn, sem af þessum fyrirhuguðu ráðstöfunum myndi leiða, og skal drepið á nokkrar þeirra. a. Móttaka útvarps um allt land yrði auðveldari, sérstaklega yrði bót ráðin á vandkvæðum þeim, sem íbúar í Austfirð- ingafjórðungi eiga við að búa. Á truflanasvæðinu, frá Breiðamerkur- j sandi og að Öxarfjarðarheiði voru, sam- I kvæmt síðustu skýrslum, um 400 útvarps- notendur, og er það fátt á svo stóru svæði. j Ég geri fastlega ráð fyrir verulegri fjölg- í un útvarpsnotenda í Austfirðingafjórðungi beinlínis vegna þessarar fyrirhuguðu uui- hótar, ef hún næði fram að ganga. b. Móttaka útvarps um allt land yrði ekki einungis auðveldari eins og nú var l'ram tekið, heldur og kostnaðarminni. Því meiri sem er sendiorka stöðvar, því minni og ódýrari tæki er hægt að nota til mót- lökunnar, kostnaðarminni loftnet og síðast en ekki sízt hefir slíkt í för með sér minni cyðslu rafmagns. Allt þetta myndi að mínu áliti stuðla að því, að auka útvarpsnotin í landinu til stórra muna, svo að gera mætti ráð fyrir að um 1000—1500 útvarpsnotend- ur bættust við beinlínis vegna hinna bættu skilyrða. En við fjölgun myndi tekjur út- varpsins vaxa“. I bréfinu telur útvarpsstjóri, að ríkisút- varpið muni áður en langt um líður geta borið sig fjárhagslega, og að tekjur Við- tækjaverzlunar ættu þá að ganga til hinna óhjákvæmilegu endurbóta. Nettótekjur Viðtækjaverzlunar hafa orð- ið síðan hún byrjaði 1930, til ársloka 1933, 428 þús. kr. Á yfirstandandi ári er útlit fyrir, að tekjuafgangur hennar verði 125 þús. kr. Útvarpsnotendum hefir fjölgað mjög mik- ið seinustu árin. T. d. bættust við 2376 út- varpsnotendur á síðari hluta árs 1933. Fyrri hluta yfirstandandi árs bættust við 778 nýir útvarpsnotendur. I júnílok sl. voru alls 9150 útvarpsnotendur á landinu. Háskólinn. Menntamálanefnd efri deildar flytur, að tilhlutun kennslumálaráðherra, frv. um breyting á háskólalögunum, þar sem' m. a. er gert ráð fyrir, að háskólakennsla hefjist hálfum mánuði fyr að haustinu en verið hefir og hætti hálfum mánuði fyr að vor- inu, og ennfremur -frv. um stofnun atvinnu- deildar við háskólann. Er þar gert ráð fyrir prófessorum í fiskifræði, efnafræði og líf- fræði og á aðalstarf þeirra að vera að framkvæma vísindalegar rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Ávísanaskattur. Meiri hluti fjárhagsnefndar í neðri deild flytur, að tilhlutun fjármálaráðherra, frv. um sérstakt stimpilgjald á ávísanir og kvitt- anir. Er gert ráð fyrir, að gjald þetta verði 5—50 aurar á hverja ávísun eða kvittun, eftir upphæð, og renni í ríkissjóð. Þessi tekjuöflunarleið er rnikið notuð erlendis. Er ávísanaskattur svipaður og sá er hér um ræðir, lögleiddur í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Italíu, Spáni, Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Matsstjórafrumvarpið. Meirihluti sjávarútvegsnefndar efri deild- ar er nú að laga matsstjórafrumvarp Ólfs Thors á þann veg, að ekki þurfi aðverðaáð því mikill aukakostnaður fyrir ríkið. Leggja nefndarmennirnir til, að hægt sé að fela fiskifulltrúanum á Spáni þetta starf, enda komi hann árlega hingað til lands til að gefa matsmönnum leiðbeiningar um kröfur neytenda fiskjarins. Samkv. frv. ólafs eins og það slamþaðist gegnum neðri deild, átti matsstjórinn að vera sérstakur embættis- maður á 8 þús. kr. launum. Var tillaga frá Sigfúsi Jónssyni og Gísla Guðmundssyni um að lækka launin úr 8 þús. kr. niður í 6 þús. kr. drepin og greiddu m. a. „spamaðarpost- ulai-nir" Pétur Ottesen, Jón á Reynistað og Jón á Akri atkvæði á móti þessari launa- lækkun, hafa víst talið sig gera það í um- boði bænda! Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta 1934 ]É llSH S Cl. II Swaníield Flonr Mills Iieith, Edinhurg 6 Eftirtaldar vörur vorar eru alþekktar á Islandi: gg | HVEITI HEKLA, HVEITI MORNING STAR, MAÍSMJÖL FlNMALAÐ, MAlSFLÖGUR SOÐNAR, ásamt fleiri kom- og fóðurvörum. — Sendið pantanir yðar tfl Sambands ísl. samvinnufélaga Gement Marketing Gomp. Ltd L O N D O N. L FLOKKS ENSKT PORTLAND CEMENT, PANTANIR ANNAST Samband isl. samvinnufélaga REYKJAVlK P. W. Jacobsen & Son Timburverzlun Símneíni: Graníuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmaimahðín bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá SvíþjóO. — Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: :: EEK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: :: SJÓVÁTRYGGINGAR. BRUN ATRY GGIN GAR. REKSTURSSTÖÐVUNARVÁTRYGGINGAR. HÚ SALEIGU VÁTRY GGINGAR. Tryggið aðeins hjá alíslenzku félagi. Sjóváfpyggingarfélag (slands hf. Eimskipafélagshúsinu, Reykjavík. AriO 1904 var 1 fynta alnn þeklagt 1 Dan- mörku úr ICOP AL. Bezta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð A þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt. ------- Þétt. ------ Hlýtt. Betra en bárujóm og málmar. Endist eins vel og sklfuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker. Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðskrá vora og sýnishom. BEZTU CIGARETTURNAR í 20 stk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.20 — ERU COMMIIIIDiR WESTM3N STER. VIRGINIA. CIGÁEETTUR Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÓBAKSEINKASÖLU RlKISINS Búnar til af Westminster Tobacco Gompany Ltd. LONDON. REYKID J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 V20 kg- FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95--- Bæst í öllum verzlunum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.