Tíminn - 05.03.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1935, Blaðsíða 1
0i}aíbbagl fctc.&sins' tt ). }6tsi Á*B<*«Su**nn (oatav 7 t1. J^fgreibsla ofl lnaí)Etmta á £augaoeg 10. ©iml 2353 - PófltbitJ 961 9. blað. Reykjavík, 5. marz 1935. XIX. árg. Kveðja Jóhann bóndi á Núpum í ölfusi var fæddur 7. desember 1886, að Breiðabólsstað á Síðu. Foreldrar hans, Gyðríður Ól- afsdóttir og Sigurður Sigurðs- son, bjuggu þar. Innan við fermingu fluttist Jóhann ásamt foreldrum sínum til systur sinnar Elínar og Lárusar Helgasonar í Kirkjubæjar- klaustri, en þau hjón bjuggu þá í Múlakoti á Síðu. Um tví- tugsaldur stundaði Jóhann nám á búnaðarskólanum á Eiðum tvo vetur. Lárus, fóstri Jó- hanns og mágur, var tíðum fjarri heimili sínu. Gætti Jó- hann þá bús og sýndi þá þeg- ar hversu lagið honum var að stjórna, vinna og vera trúr. Þótti hinum ungu á heimilinu ekki hvað sízt þarna vera maður, sem vert væri og æski- legt að líkjast. Jóhann byrjaði búskap með systur sinni, Gyðríði, að Breiðabólstað á Síðu. 1915 gift- ist hann Ragnheiði Helgadótt- ur frá Kirkjubæjarklaustri, en hún lézt af barnsburði rúmu ári síðar. Barnið, sem var stúlka, lifði og var skírt nafni móðurinnar sama daginn, sem hún var jarðsungin. Jóhann giftist öðru sinni eft- irlifandi konu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, hreppstjóra frá Fossi á Síðu. Bjuggu þau um nokkur ár á Breiðabólsstað og síðan á hálfri jörðinni Kirkju- bæjarklaustri, þar til 1927, að þau keyptu jörðina Núpa í öl- fusi. Breiðibólsstaður var lélegt kot þegar Jóhann kom þangað, en á fáum árum bætti hann býlið með áveitu, ræktun o. fl. þannig, að þarna var komin eftirsóknarverð jörð. Sýndi Jó- hann enn sem fyr hversu glæsi- legur áhuga- og dugpaðarmað- ur hann var. Á Núpum hefir hann ræktað, girt og hýst jörð sína, enda átti hann stórt og myndarlegt bú. Kunnugir menn telja óskiljanlegt hve miklu; hann afkastaði heima fyrir, þrátt fyrir tímafrek trúnaðar- storf utan heimilis. Opinberu störfin verða ekki talin hér, að- eins mætti nefna hans merki- lega starf í þágu Mjólkurbús ölfusinga. Þrátt fyrir þungt heimili og óvenjulegar verklegar fram- kvæmdir, hafði þessi góði drengur ávalt tíma og krafta til þess að fóma í þjónustu sinnar björtu lífsskoðunar. Skal nefnt aðeins eitt dæmi af inörgum. Nokkru áður en hann dó, hafði hann gengist fyrir stofnun ungmennafélags í sveit sinni. Umi 50 æskumenn stofn- uðu félagið. Fer vel á því, að elzti sonur hans er í stjórn- inni. Hugsaði Jóhann sér að gera sitt tii að færa unga fólk- ið með félagslegu uppeldi á leið til dyggða og manndóms. Þannig var líf hans frá sjónar- miði okkar vina hans, sem eft- ir lifum. Var hann barnungur í anda, en leit þó með festu og þroska á hvert málefni. Vinir Jóhanns, yngri og eldri, minn- ast hans með sérstökum til- finningum Hann meiddist lítilsháttar á Framh. á 4. síðu. Nýja lánið og íhaldsblöðin I útvarpsumræðunum um fjárlagafrv, sagði Magnús Jóns- son alþm að „sagt væri“ hér í bænum (Reykjavík) að stjóm- in hefði gefið út mjög auð- mýkjandi yfirlýsingu í sam- bandi við nýafstaðna lántöku í Englandi. í umræðunum skýrði ég nokkuð frá atvikum í sambandi við lántökuna, sem ætla má, að valdið hafi sér- stökum orðrómi meðal stjóm- arandstæðinga, og mun ég gefa upplýsingar um þessi atriði hér, til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Fyrst er rétt að taka það fram, að til þess að útboð lána til almennings geti farið fram í Englandi, þarf leyfi Englands- banka. Er það vafalaust áskilið vegna þess, að bankinn hefir miklu betri aðstöðu til þess að dæma um öryggi lánanna en einstaklingar þeir, sem skulda- bréf vilja kaupa. Það, sem fyrst og fremst kemur til athugunar við lán- veitingar til einstakra þjóða, eru möguleikar hennar til þess að afla erlends gjaldeyris til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum skuldum. í þessu sam- bandi skiptir því verzlunar- og greiðslujöfnuðurinn við útlönd langsamlega mestu máli, og möguleikarnir til þess að halda greiðslujöfnuðinum hagstæð- um. Eins og ég hefi margoft bent á, og miðað stefnu mína í gjaldeyrismálum við, er að- staða okkar einmitt að þessu leyti mjög erfið nú sem stend- ur. Þrátt fyrir ca. 50 milj. króna meðalútflutning síðustu tvö ár- in, 1933 og 1934, hefir hagur þjóðarinnar útávið stórversnað.x sennilega um nærri 13 miljónir þessi ár. Hér við bætist svo, að á síðasta ári misstum við full- an fjórðung fiskinnflutnings til Spánar og eigi er annað fyr- irsjáanlegt en fiskinnflutningur okkar til Portugals skerðist mjög tilfinnanlega. Þá er mjög hætt við, að innflutningur okk- ar til Italíu rými verulega og bárust fregnir um stórfelldar takmarkanir á þeim innflutn- ingi einmitt dagana fyrir lán- tökuna. Það verður því eigi annað sagt, að afkoma þjóð- arinnar sé í fullkominni óvissu. Allt þetta var vitanlega þeim mönnum ljóst erlendis, sem fjalla um lánveitingar hingað til landsins, þegar kom að því í undirbúningi lántök- unn að fá útboðsleyfi Englands- banka, kom það í ljós, af skeyt- um umboðsmanns ríkisstjómar. innar, Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra, að það þótti nokkru máli skipta í þessu sambandi, hver stefna væri hér ríkjandi í gjaldeyrismálunum, hvort stefna ætti að því að koma greiðslujöfnuði þjóðar- innar í lag. Er þetta kannske ekki undarlegt, þegar verzlun- arútlitið er athugað og því jafnframt gaumur gefinn, að útflutningur síðustu ára hefir Framh. á 4. síðu. A víðavangi Starfsemi mjólkursamlags Eyfirðinga 1934. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hélt aðalfund sinn á Akureyri 28. f. m. Á fundin- um voru mættir 39 fulltrúar og auk þess margir fundar- gestir. Á árinu 1934 hafði samlag- inu borizt til vinnslu 1.951.623 kg. mjólkur með 3,45% meðal- fitumagni. Úr þessari mjólk hafði verið unnið 26 tonn af smjöri, 55 tonn af osti, 15 tonn af mysuosti og 58 tonn af skyri. Ennfremur höfðu verið seldir 704 þús. lítrar af geril- sneyddri mjólk og 30 þús. lítr- ar af gerilsneyddum rjóma. Bændum hafði verið útborg- að á árinu fyrir innlagða mjólk kr. 322.952,01, og samsvarar það 16,55 au. fyrir hvert kg. mjólkur. Rekstursreikningur Samlags- ins ber með sér, að reksturs- afgangur ársins var kr. 50.288,41, og samþykkti fund- urinn, að af þessari upphæð skyldi bændum greitt til við- bótar 2,5 au. fyrir hvert kg. innlagðrar mjólkur. Verður þá meðalverðið 19,05 au. fyrir kg. mjólkur, og er það nálega sama verð og í fyrra. Afgangurinn skyldi yfirfærður til næsta árs. Allur reksturskostnaður Sam- lagsins varð 5,26 au. pr. kg. mjólkur og hafði hann lækkað nm 0,3 au. pr. kg. mjólkur frá því sem var árið áður. Á fundinum kom fram mik- ill áhugi fyrir því að byggð yrði ný mjólkurstöð og var samþykkt tillaga um það að hefja nú þegar undirbúning að frámkvæmdum málsins. Landsfundur bænda. Fáeinir embættismenn, sem kalla sig bændur hafa ætlað að koma sér upp flokksvígi, undir nafni almennra bændafunda. Einkum átti þessi hreyfing að verða til að skaða Framsóknar- flokkinn. í fyrravetur átti að afhenda ,bændur“ sprengiliði íhaldsins. Það mistókst þá. En í vetur skyldi sigla háan vind og gera virkilega góðan íhalds- bændafund. En þá komu aðal- lega framfarabændur, og þegar þeir sáu það Jón í Stóradal, Þorvaldur í Amarbæli og sr. Eiríkur á Hesti, þá yfirgáfu þeir fundarsalinn og voru býsna framlágir. Jón fór með yfirhöfnina undir hendinni eins og maður, sem er að leggja af stað í langferð. Líklega hefir Jón þá skilið, að hann var end- anlega að skilja við sína stétt. íhaldið við ölfusá. Fyrir nokkru héldu leiðtogar íhaldsins í Ámessýslu fund í „Skálanum" hjá Guðlaugi veit- ingamanni við ölfusá. Ólafur Thors og M. Guðm. komu. Á fundinum reis einn af þekkt- ustu leiðtogum íhaldsins eystra upp og sagði, að það væri ómögulegt að vera lengur í flokki, sem risi upp gegn hverju góðu máli og reyndi að spilla nýtilegum framkvæmdum. Taldi ræðumaður framkomú flokks- ins þannig, að ekki mætti við una. ólafur reyndi að verja sig, og varð allmikil háreysti á fundinum, þótt fáir væra. Á heimleiðinni töluðu þeir i bíln- um, Magnús og ólafur, um að það væri hart, að fara til fund- ar við samherja út í sveit og fá þar ásakanir og harðyrði, eins og frá verstu andstæðing- um. Pétur Magnússon og mjólkin. Fátt sýnir betur óbeilindi íhaldsins, heldur en framkoma Péturs Magnússonar í mjólkur- málinu. Hann er þingmaður bænda austanfjalls. Lífsafkoma þeirra er að mestu komin und- ir mjólkursölunni. Eyðslukonur Reykjavíkur gera samtök um að kaupa ekki mjólk af bænd- um. Allt æstasta andstöðufólk sveitanna gengur í þessi sam- tök. Pétur Magnússon þurfti ekki að spara á mjólkurkaup- um. Hann hafði fengið 30 þús. kr. fyrir eitt einasta mál í vor sem leið. En undir niðri var hann með sinni stétt. Hann læt. ur heimili sitt ganga út í verk- fallið, og fólk á skrifstofu sinni. Hann gleymdi að hann þurfti að leika bændavini. Ef til vill hefir hann haldið, að hann gæti hjálpað fjandmönn- um sveitanna, án þess upp kæmist. Missýningar Kolbeins. Kolbeinn bóndi í Kollafirði er góður og gegn bóndi, en þyrfti ag fá meiri skilning á mjólkurmálinu. Hann heldur því fram, að ef yfirstjórn sam- sölunnar væri falin Eyjólfi Jó- hannssyni, Thor Jensen og Þor- valdi í Arnarbæli, með Egil í Sigtúnum í minnihluta, þá myndi fara betur en að hafa sr. Sveinbjörn, Egil kaup- f élagsst j óra, Áma Eylands, Hannes dýralækni og Guðmund Oddsson í meirahluta. Sleppum í þetta sinn að tala um við- skiptasiðgæði Eyjólfs, Jensens og Þorvaldar. En athugum hvað hafa þessir menn gert fyrir mjólkuhskipulagið á und- anförnum árum með vinum sínum Ólafi Thors og Þ. Br. ? Alls ekkert nema til ills. Þeir hafa ekki haft minnstu mögu- leika til að leysa málið. Þeir eru of lítilhugaðir, of sundr- aðir, of eigingjamir til að geta staðið fyrir svo stórfelldri framkvæmd, eins og samsalan er. Þeir menn sem höfðu stór- hugann, þekkinguna, mann- dóminn og félagslundina, leita ekki eftir fólki, sem ekkert getur gert í almennum málum’, nema smábrask fyrir sjálfa sig. Samsalan er og verður í höndum þeirra sem höfðu manndóm til að skapta hana. Mjólkursamsalan höfðar skaðabótamál. Eins og kunnugt er, hefir rógur íhaldsblaðanna gegn Mjólkursamsölunni verið með slíkum fádæmum, að þau blöð hafa ekki áður komizt lengra og er þá mikið sagt. Mest áber- andi og svívirðilegasti verknað- urinn, sem þau hafa þó að- hafzt er að hvetja fólk með allskonar hótunum og rógmælgi, til þess að koma á neyzlubanni á mjólk og mjólkurafurðum. Hefir hér verið um hinn aug- ljósasta atvinnuróg að ræða, og var Mjólkursölunefnd því nauðbeygð til að koma fram Jóhann Sigurðsson bóndi á Núpum í ölfusi, sem nýlega er látinn. Um Jóhann heitinn ritar Bjami Bjamason alþm. á öðrum stað hér í blað- inu í dag. ábyrgð á hendur þessa fólks. Hefir hún eftir að hafa látið lögfræðing athuga þessi mál, gert eftirfarandi ályktun á fundi sínum 28. þ. m.: „Mjólkursöluuefnd ákveður a3 liöfða skaðabótamál fyrir höud MjólkursamsölunDar gegn forstöðu- konum Húsmæðrafél. einni eða fleirum, eftir því sem ástæða þyk- ir til. Svo og gegn ritstjórum Morg- unblaðsins, þeim Jóni Kjartans- syni og Valtý Stefánssyni, og rit- stjóra Visis, Páli Steingrimssyni, út ai árásum þessara aðila á Mjólkursamsöluna .og .aðgerðum þeirra til þess að draga úr sölu á afurðum hennar. Einníg ákvcður nefndin að höfða meiðyrðamál gegn þessum aðilum, einum eða fleiri, eftir þvi sem ástæður þykja til. Fclur nefndin formanni sínum, sra Sveiubirni Högnasyni, að s]á um málshöfðanir þessar og koma fram í viðkomandi máli eða mál- um fyrir hönd mjolkursölunefnd- ar. Skal allt sem formaður gerir þessu viðvikjandi vera skuldbind- andi fyrir stjórn Mjólkursamsöl- unnar, eins og hún hefði það sjálf gert“. Ýmsir íhaldsmenn, sem narr- aðir hafa verið út í „mjólkur- verkfallið“, hafa orðið undr- andi þegar það kemur upp úr kafinu, að athæfið varð- ar við lög. Forsprakkar verk- fallsins hafa víst heldur ekki athugað þá hlið málsins, þegar þeir lögðu út í þennan hernað á hendur bændum. Dánardægur Sr. Björn Þorláksson fyrv. prestur á Dvergasteini er ný- látinn í Reykjavík, en þar átti hann heima síðustu árin. Er þar merkur maður og þjóð- kunnur í val fallinn. — Nýlát- inn er hér á Landsspítalanum Daníel Jónsson frá Keisbakka á Snæfellsnesi, ungur gáfumaður. Hann var um tíma í vetur rit- stjóri tímaritsins „Dvöl“, sem er fylgirit Nýja dagblaðsins. Daníel heitinn átti við þung- bæran heilsubrest að stríða frá því er hann fékk lömunarveiki um fermingaraldur, en tókst þó að afla sér allmilcils skólanáms og menntunar. Lauk hann burt- fararprófi við Samvinnuskólann og dvaldi eftir það að mestu hér í Rvík, rheð því að hann var eigi fær til líkamlegrar vinnu. En þrátt fyrir þá bilun, væntu þó margir, að honum myndi verða lengri æfi auðið en nú er raun á. Uian úr heimi Uppreisnin í Grikklandi. Utan úr heimí berast nú tvennar styrjaldarfregnir úr suðurátt. Annarsvegar um landamærabardaga og yfirvof- andi stríð milli ítala og Abys- siníumanna. Hinsvegar um upp. reisn í Giákklandi. Nokkur hluti gríska hersins hefir risið gegn stjórnarvöld- unum, og hefir mikið af flot- anum á valdi sínu. Aðalbæki- stöðvar uppreisnarmanna eru á hinni fornfrægu eyju, Krít. En öldungurinn Venizelos er talinn foringi uppreisnarinnar. Venizelos er frægastur allra núlifandi stjórnmálamanna í Grikklandi. Hann hefir oftar en einu sinni verið forsætisráð- herra landsins og er háaldraður maður. Á stríðsárunum varð r.afn hans frægt um allan heim vegna baráttunnar milli hans og þáverandi Grikkjakonungs, Konstantins, um, hvort heldur skyldi fylgja Miðveldunum eða Bandamönnum að málum. Kon- ungurinn var með Þjóðverjum, en Venizelos með Bandamönn- um. Alveg fram á síðasta stríðsárið átti Grikkland að heita hlutlaust. En Bandamenn settu þar her á land til að sækja að Búlgaríumönnum og Tyrkjum. Loks vann Venizelos fullan sigur, og konungurinn hrökklaðist úr landi. Eftir stríðið skipti þó um, og hinn útlægi konungur var kvaddur heim á ný, en þó aðeins um stundarsakir. Tveir aðrir kon- ungar veltust úr völdum, og 10 síðustu árin hefir landið verið lýðveldi að nafninu til, en þó æði einræðiskennd stjórn öðra hverju. Uppreisn hefir verið í landinu svo að segja annað hvert ár. Og alltaf hefir barátt- an staðið um Venizelos. Um hann hefir þjóðin skiptst í flokka og borizt á banaspjót- unf. I friðarsamningunum vorui Grikkjum ætluð mikil sigur- laun. Þeir áttu að fá alla hina gömlu grísku byggð á vestur- strönd Litlu-Asíu, þar sem hin- ir fornu Hellenar námu lönd mörg hundruðum árum fyrir Krists burð, og töluð hefir ver- ið grísk tunga jafnan síðan. En þær fyrirætlanir fóru á aðra leið. Hið sundraða og hrjáða Tyrkjaveldi eignaðist þá sinn fræga foringja, Mustafa Kemal, sem nú hefir skapað hið nýja Tyrkland. Milli Grikkja og hins nýja tyrkneska ríkis stóð ár- um saman hin grimmasta styrj- öld og endaði með fullkomn- um ósigri Grikkja. Þeir misstu allt sitt land í Litlu-Asíu, og í stað þess að auka ríki sitt að víðáttu, varð heimalandið að taka á móti óstöðvandi straumi grískra flóttamanna, sem hröktust frá heimilum sínum! og eignum eystra undan harð- ýðgi Tyrkja. Af rúml. sex mil- jónum íbúa, sem nú eru í Grikklandi, er rösklega miljón grískir flóttamenn austan úr Asíu. Svo gífurlegir voru þess- ir fólksflutningar, að t. d. Aþenuborg, sem í stríðslokin hafði ekki nema 100 þús. íbúa, hefir nú nærri hálfa miljón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.