Tíminn - 01.05.1935, Side 1

Tíminn - 01.05.1935, Side 1
Tónas Jónsson frá Hriflu formaður Framsóknarflokksins er fimmtugur í daé Jónas Jónsson er fæddur að Hriflu í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 1. maí 1885. Hann er nú, innan lands og utan, þekktastur allra íslenzkra stjórnmálamanna. Yfir 40 menn víðsvegar á landinu taka til máls hér i blaðinu í dag um J. J. og störf hans. Allir tala þeir af náinni kynn- ingu, sumir mjög langri. Tíminn gefur þeim hérmeð orðíð: Jón Sigurðsson, bóndi í Yztafelli' Kveðja að heíman „þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót hera iiugur og hjarta samt þins heimalands mót.“ Jónas Jónsson er uppalinn á lítilli jörð í Ljósavatnshreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Bærinn í Hriflu stendur á miðju, breiðu undirlendi. Hraun er á tvo veg'u frá bænum með kjamgóðum gróðri og ágætum skjólum. — Við undirlendið eru dalamót. Fjórir dalir, með átta grónum hlíðum, blasa við af hlaðinu, skógar, hrís, víðir, lyng og engjateigar, á láglendi og í fjöllum upp á brúnir. Bærinn er við þjóðveg, skammt að fara, og sjálfsagðar samgöngur og viðskipti við fjóra hreppa, sem teygja hom- in í námunda við Hrifluland. — Og þó er landið afgirt og af_ rnarkað, sérstætt. öðru megin er Skjálfandafljót, í hamragili, og hrynjandi fossum. Hinum ínegin Djúpá, sem bregður í hugður um iðgrænt valllendi. Morgunsólin slær gulli og purp- ura á reykinn úr Goðafossi. Kvöldsólin stafar silfurstöfum á Ljósavatn. Ætt hans er gamalkunn og í ágætum metum. Foreldrarnir skyld, annars er móðurættin kunnari. Jónas er mest líkur móður sinni. Hún var frá Gvendarstöðum í Kinn, hefir ættin búið þar í meir en 150 ár og er þar enn. Það fólk er allt hraust, með fasta skapgerð, nokkuð stórlynt en vinfast og drenglynt, vel gefið, sumt með afburða gáfur. Jónas Jónsson er fæddur á miðjum harðindakaflanum eftir 1880. Kynslóðin, sem efldist að æskuþrótti um þjóðhátíðina 1874, hafði þá öll ráðin í sveit- inni hans. Einkennilegar öldur fóru þá um sveitina. Ungir bændur á flestum bæj um. Þeir héldu fast saman. Ýms félög í sveitinni eru næstum jafngöm- ul Jónasi Jónssyni. Fyrsta prjónavélin, síðar spunavél, lestrarfélagið, sparisjóðurinu. Allt voru þetta félagsfyrirtæki, sem enn eru við líði. Fyrsta ungrnennafélagið var stofnað á þessum árum, alveg með sama sniði og formi, og ungrnennafé- lögin, sem komu eftir aldamót- in. Þar voru öruggir þátttak- endur í þjóðliðinu, bókafélagi Þingeyinga og síðast en ekki sízt í Kaupfélagi Þingeyinga, góðir liðsmenn í þessari alls- herjarbaráttu sem allir Þingey- ingar háðu á þeim árum við harðindin og selstöðuverzlun- ina á Ilúsavík. Ég nefni þessa menn, sem nú eru margir horfnir og bendi á margt, sem þeir gjörðu, til þess að sýna, að lífsskoðun og starfsþrá þeirra var alhliða og lieilsteypt, þeim var Ijóst, að samvinna á öllum sviðum: var eina leiðin til bjargar íslenzkri aiþýðu. öll þessi verk þeirra standa enn, og eiga enn fyrir sér að vaxa. En eitt mun þó standa óbrotgjamast allra þeirra verka, Þeir mótuðu lífs- skoðun Jónasar Jónssonar. Jónas Jónsson var alinn á smábýli við þröng kjör, í fá- tækri sveit, á mesta harðinda- tímabili síðustu aldar. Þetta liefir orðið honum dýrmætari arfúr en flest annað. Hann litúr ekki á fátæklinginn með stærilæti hallarbúans. Hann skilúr hann sem bróður og jafn- ingja. Hann hefir samúð og skilning á lífskjörum hins fá- tækasta smælingja, engu síður en þeirra, sem innstir sitja sólarmegin í lífsbaráttunni. Hann finnur manninn í þeim báðum. Hann er alinn upp við þjóð- veg og víðsýni, opna dali í allar áttir, næstum á landamærum margra sveita. Þetta hefir orð- ið honum hvöt til þess að verða sjálfur víðsýnn og víðfeðmur Enginn íslenzkur menntam’aður hefir haft menningaraðdrætti úr fleiri löndúm, menntun hans er sótt jafnt til fornra fræða íslenzkra, sem til Norðurlanda, og allra menningarstórvelda álfunnar. Allir viðurkenna, ýmist með ótta, eða aðdáun, að Jónas Jónsson er mikill stjórnmála- maður. Hitt vita færri, að und- irrótin að stjónimálastarfsem- inni er skáldlyndi hans. Þessi skáldhneigð kemur glöggt fram í náttúrulýsingum hans í Skin- faxa. Ást hans á náttúrunni ljómár og logar á hverri blað- siðu í kennslubókum hans. Þar kemur og glöggt fram, að hann kann að stilla frásögnina í sam ræmi við þá er eiga að njóta. Enginn nema sá, sem bergt ihefir á goðadrykknum getur gert hugsanir sínar að lífsins brauði annara, breytt steinum, fornra fræða í lifandi brauð barnanna. Hriflubærinn, með víðsýni í íjarlægð um átta grónar hlíðar, með mjpkar öldur Djúpár og Ljósavatns, með þrumuröddu í Skjálfandafljóti og Goðafossi, sló fyrstu skáldhorpu Jónasar Jónssonar. Hann heggur ekki verk sín í marmara, né semur ljóð eða leikrit. Hann s e g- ir ekki sögu, heldur skapar sögú úr þeim „skógum hugmjmda", þeirri „meginkyngi og myndagnótt“, sem í huga hans býr. Margir gáfaðir menn hafa íæðst með þessari þjóð. Sumir svo að segja bomir til virðing- ar og valda, með auð fjár í höndum, glæsilegir, sterkbyggð_ ir, hraustir ménn, sem unnu í fyrsta áliti traust og virðingu. Þetta musteri hamingjunnar hefir þeim tekizt að brjóta nið- ur, vegna þess að skort hefir lundarþrótt og viljastyrk. Jónas Jónsson var hvorki borinn til auðs né valda. Hann var meðalmaður að vexti, hreysti og líkamsstyrk. En hann átti járnvilja og sterlca skapgerð, sem hefir skapað lionum það musteri, sem enginn getur brotið niður. Hann átti þann drengskap, sem gerir menn „vaxandi og batnandi". Ekki verður svo minnzt Jón- asar að gleyma konu hans. í óllum þeim óvægu árásum, sem hann hefir orðið fyrir, hef- ir hún staðið við hlið hans, livoi-utveggja í senn, hlý og sterk. Og stundum hefir eitur- örvum óvinanna verið beint að henni og hún gripið þær á lofti. — Guðrún er Jónasi það, sem Auður var Gísla. Jónas og Guðrún eru úr sömu sveit. Andlegt nábýli þeirra er innilegra þess vegna Sömu æskuvinir, sama um- hverfi, sami hugsunarháttur hefir mótað þau í æsku. Jónás Jónsson er víðfömll. Hann hefir oft og þrásinnis lagt mörg lönd undir fót. En þó er hugurinn víðförulli. Eng- inn Islendingur hefir jafnal- hliða áhugamál, jafn árnfleyg- an huga um heima og geima. — Og þó hefir hann aldrei rofið nein bönd við bemskustöðvar, né foma vini. Ég kem oft til Reykjavíkur. Aldrei líður löng stund áður en ég hefi tal af Jónasi Jónssyni. Og ætíð er fyrsta umræðuefnið hið sarna: Hvemig líður heima í sveitinni okkar. Ekki alménn- ar spurningar um heilsufar og veður. Heldur innilegar spurn- ingar um hag einstaklinganna. Hann þekkir alla gömlu sveit- ungana, fylgist nákvæmlega með hag hvers einasta heimil- is. Þeir eru allir sem bræður hans og systur. Hann hefir flest sumurin komið heim, farið svo að segja heim á hvem ein- asta bæ. Hann þekkir jafnvel smábörnin, gleðst yfir hverri nýrri sléttu í túni og úthaga, teku'r eftir hverri nýrri hríslu, sem plöntuð hefir verið í bæjar- skjóli, og hvernig gömlu hrísl- urnar vaxa. Hann er jafn kúnnugur, jafn nátengdur sveitinni sinni nú og fyrir 30 árum síðan, að hann hvarf þaðan burtu. Jónas Jónsson tengir enn nafn litla bæjarins síns við ’iafn sitt. Honum þykir það hið mesta heiðursnafn. Nýlega hefir verið reist þar steinhús. — öll suðurhliðin má heita samfelldur gluggi. En að vesi> an hefir allur innviður úr gömlu baðstofunni, þar sem hann lék sér bamið, verið felldur inn í steinbygginguna. Að innan lít- ur baðstofan nákvæmlega eins út og fyrir 30 árum síðan. Þessi bygging er tákn hans sjálfs. Jónas Jónsson frá Hriflu tei- ur sér hinn mesta styrk að átt- hagaböndunum. Við heimá gleymum þeim hjónunum aldrei. Þau eru systkini okkar allra. Jón Sigurðsson Yztafelli. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri: Hugsjónamaðurinn i. Hver sú þjóð, sem komið hefir og risið, eignast sögu og hlotið stöðu í breiðuln fylking- um mannkynsins, hefir átt sína hugsjónamenn, sem hafa kom- ið eins og vorboðar með nýjar vonir og viðreisn, þegar þjóð- irnar hafa verið hættast stadd- ar. í hættum mannlegrar blindu og síngirni bíða ósigrar, sem þröngva kosti þjóðanna og' sem leiða til úrkynjunar og niðurbrots. Enn þann dag í dag er högum mannanna þann veg háttað, að allt starf höfuð- leiðtoga í umbótamálum miðar til þess, að verjast algeru hruni svokallaðrar menningar. Þetta. er ekki einsdæmi í fari mannanna heldur endurtekning sögulegra staðreynda. Fomar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.