Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 3
TÍMINN 71 Kem miklu afkasta þegar þeir eru komnir að verki. En það eru fáir menn, sem eru allt í senn: áhugamenn, þrekmenn og afkastamenn, andlega eða líkamlega. Einn af þessum fáu mönnum er Jónas Jónsson. í hví liggur ráðning gátunnav um það, hvernig einn maðnr hefir fengið áorkað því feikna s.tarfi, sem eftir J. J. liggiír fimmtugan. Á því er enginn vafi, að' ef J. J. hefði tekið þann kost, að beita hæfileikum sínum eins og flestir gera, svo að segja ein- göngu að störfum í sína eigin þág-u, þá hefði honum orðið mikið ágengt. Ekkert er hins- vegar fjær skaplyndi J. J. en slíkt. Hann hefir beitt og beitir öllum starfskröfum sínum að s.törfmn fýrir aðra og eins og upplýsingar þær, sem fram koma hér í blaðinu í dag, gefa bugmynd um, er það ekkert smáræði, sem J. J. hefir af mörkum látið í þágu þjóðarinn. ar með því að beina starfi sínu að félagslegum viðfangsefnum í stað þess láta eigin hagsmuni sitja í fyrirúmi. Það er álitið af mörgum, og er sjálfsagt nokkuð til í því, að vfirleitt þurfi menn að iga eigin hagsmuna að gæta til þess að þeir leggi sig vel fram við störf. Sé þetta regla, þá er J. J. algjör undantekning frá henni. Störf sín í þágu félags- rnála leysir J. J. af hendi með slíkum dugnaði og kappi, að lengra verður vart komizt — hann er einn þeirra afburða- manna, sem finna starfslöngun sinni ékki fullnægl með öðru en baráttu fyrir félagslegum umbótum. Eins og gengur hafa, and- stæðingar J. J. í stjórnmálum ekki viljað viðurkenna störf lians. Dugnað hans hafa þeir hinsvegar orðið að viðurkenna af því að hann er kunn stað- reynd. Ýmsar af framkvæmd- um J. J. eru nú að taka próf reynslunnar og standast það. Jafnótt og það skeður, fá þær framkvæmdir viðurkenningu hafi þær ekki fengið hana áður — hvað sem andstæðingar J. J. segja. Þannig mun reynslan innan skamms skapa helztu störfum J. J. jafn almenna viðurkenningu og dugnaður hans hefir nú þgar hlotið. Eysteinn Jónsson. Sigurður Kristinsson, forstjóri S. I. S. Samvinnumaðurinn Svo sem kunnugt er er sam- vinnuhreyfingin upprunnin í Þingeyjarsýslu. Þar var fyrsta kaupfélagig stofnað fyrir rúm- um 50 árum og þaðan eru flest- ir af forvígismönnumi sam- vinnustefnunnar. Og í dag eru 50 ár síðan Jónas Jónsson alþm. og skólastjóri samvinnuh skólans fæddist á litlu koti í Þingeyjarsýslu, sá maðurinn, sem mest hefir kveðið að í samvinnumálunum í ræðu og riti tvo síðustu áratugina. Jónas Jónsson fór snemma að láta samvinnumálin til sin taka, en fyrir þau mál fór hann að geta unnið af alefli eftir að hann gerðist skólastjóri Sam- vinnuskólans. Samvinnuskólinn var settur á stofn 1918 fyrir forgöngu J. J. og Hallgríms bróður míns. Gerðist JónasJóns- son þá þegar forstöðumaður hans og hefir verið það síðan að undanteknum þeim 4 árum sem hann var ráðherra. Áður hafði J. J. verið kennari við Kennaraskólann. Hafði hann rajög mikinn áhuga fyrir upp- eldis. og kennslumálum þjóðar- innar, en þótti þó starfsvið sitt við þennan skóla ekki að öllu leyti við sitt hæfi. Hann vildi fá tækifæri til að vinna að á- hugamálum sínum, samvinnu- málunum, en það gat hann i’yrst og fremst með því að uppfræða hina ungu samvinnu- menn, sem sóttu samvinnu- skólann, um nauðsyn samvinn- unnar fyrir þjóðfélagið. Þegar Samvinnuskólinn var stofnaður vár samvinnuhreyfingin hér á landi í örum vexti. Samband ísl. samvinnufélaga var þá fyrir fáum árum byrjað að vinna al- hliða að verzlunarmálum fyrir félögin og mörg félög hófu starf semi sína um það leyti. Ef hreyfingin héldi áfram að vaxa þurfti að bæta við starfskröft- u|m!, og þá var auðséð að nauð- synlegt var, að þeir menn, sem fóru til félaganna, væru starfi sinu vaxnir. Ætlunarverk skól- ans var því tvíþætt, í fyrsta lagi að undirbúa starfsmenn fyrir samvinnufélögin, og í öðru lagi að fræða nemendurna al- mennt um samvinnuhreyfing- una, svo að þeir yrðu nýtari rnenn 1 samvinnumálunum heima fyrir, þó að þeir tækju ekki beinan þátt í starfi félag- anna. Og Samvinnuskólinn hefir haft mikla þýðirigui fyrir sam- vinnuhreyfinguna í landinu. Ekki fyrst og fremst vegna þess að þaðan hafi komið marg- ir starfsmenn handa samvinnu- félögunum, heldur af hinu, að margir af nemendunum, sem flestir hafa verið úr hinumi dreifðu byggðum landsins, hafa flutt með sér heim í sveitimar nýjan áhuga fyrir samvinnunni. Árlega hafa 40—50 neméndur verið í skólanum. Annar þáttur í starfsemi Jón_ as,ar Jónssonar fyrir samvinnu- hdeyfinguna eru ritstörf hans. Samvinnufélögin byrjuðu að gefa út tímarit um samvinnu- mál árið 1907. Var Sigurður Jónsson í Ystafelli ritstjóri tímaritsins frá því að það hóf göngu sína og þar til hann varð ráðherra árið 1917, en þá tók Jónar Jónsson við ritstjórninni. hefir hann verið ritstjóri tíma- ritsins síðan nema árin 1927— 1931, þegar hann var ráðherra. J. J. hefir skrifað fjölda rit- gerðir í tímáritið um samvinnu- mál, bæði eftir að hann gerðist ritstjóri þess og eins áður. Auk þess hefir hann skrifað geisi mikið í blöð Fram'sóknarmanna um þessi mál, og hefir yfir höf_ uð afkastað miklu meira starfi í þágu samvinnunnar hér á landi á þessu sviði, en nokkur annar maður fyr eða síðar. — Kann hefir jafnan verið aðal- maður til sóknar og varnar í samvinnumálunum. Hann hefir verið hinn mikli völcumaður, sem æfinlega hefir verið viðbú- inn, þegar á samvinnuhreyfing. una hefir verið i’áðist. Áður en samvinnulögin gengu í gildi urðu sum af samvinnu- félögunum fyrir þungum bú- sifjum af skattaálögum. Sáu samvinnumenn að við svo buið mátti ekki standa og hófu því baráttu fyrir því að samþykkt vrði sérstök löggjöf fyrir sam- vinnufélög. Var á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga kosin þriggja manna nefnd sambandsstjórn til aðstoðar til þess að undirbúa samvinnulög. Voru þeir Jónas Jónsson, Óiafur Briem og Þórólfur í Baldurs- lieimi kosnir í nefndina. Fór J. J. þá til útlanda til að kynna sér samvinnulöggjöf nágranna- þj óðanna, Englendinga,- Dana o. fl., en samvinnulöggjöf þessara I-jóða var síðan höfð til hlið- sjónar við samning samvinnu- laganna hér. Um sama leyti skrifaði og J. J. hverja greinina annari betri um skattskyldur samvinnufélaganna og hinn svonefnda tvöfalda skatt og opnaði með því augu fjölda inanna fyrir því hve nauðsyn- legt væri að fá sérstaka lög’gjöf fyrir samvinnufélögin. Árið 1921 voru svo samvinnu- lögin samþykkt á Alþingi, til ometanlegs gagns fyrir sam- vinnuhreyfinguna, og er óhætt að fullyrða að enginn einn mað_ ur átti eins mikinn þátt í því og Jónas Jónsson að sú löggjöf náði fram að ganga, og það þrátt fyrir það, þótt hann ætti þá enn ekki setu á þingi. 1 dag mun fjökt manna um allt land mir.nast Jónasar Jóns- sonar með hlýjuni hug og þá ekki sízt samvmnunænnirnir. Þeir munu minnast h:ms sem þess manns, er la -gsamlega mest 1 <fir unnið í ræðu og riti fyrir samvinnuhreyfinguna í landinu og haldiö hefir merki hennar hæzt á lofti. Og nú vil eg á þessum merkis legi í æfi ^ónasav Jónssonar þakki hon- um fyrir hond ok1 í r samvinnu- manna fynr faé n,ikla s. óeig- ingjarna starf, sem ’ ann hefir unnið fyrir þetta málefni. Jafn. tramt vil eg <kka, tð okkuir mætti auðnast að njóta hans miklu starfskrafta enn um mörg ár til þess að vinna fyrir samvmnuna, og að hann fái að launum, það, sem hann helst mundi kjósa: að sjá samvinnu- hreyfinguna halda áframi að þroskast og festa rætur á sem flestum sviðum þjóðfélagsins. Sigurður Kristinnsson Þorleifur Jónsson bóndi, Hólum, fyrv. alþm. ]. J. og Framsóknarílokliurínn skapað sveitabúum betri lífskjör og bætt menningarskilyrði. Og þótt hér hafi lítið eitt verið minnzt á andstöðu og erfiðleika þá hygg ég, að á þessum tíma- mótum sé Jónasi ljúfara að minn- ast ýmsra góðra samherja, sem stóðu hlið við hlið í þessu o. fl. Starf Jónasar Jónssonar er nú þegar orðið mikið og merki- legt, en þar sem hann er nú á blómaskeiði starfsaldursins, má vænta og óska, að hann eigi enn eftir að vinna mörg og mikilsverð störf í þjóðmálunum til mikilla nytja fyrir land og lýð. Að endingu minnist ég margm ánægju- og gleðistunda í vina- og samherjahóp á heimili Jón- asar. Honum og frú hans er sýnt um að gera gestum eínurn glatt í geði með vinsamlegum samræðum og sérstakri ná- kvæmni, svo að hver gæti not- ið sín sem bezt. Fyrir þetta vil ég þakka og óska þeim og heim- ili þeirra allra heilla á þessum merkisdegi. Þorleifur Jónsson. Sveinn Olafsson bóndi, Firði, fyrv■ alþm. * Utsýn af hæsta hólnum Langri mannsæfi má eðli- iega líkja við göngu yfir háa heiði, sem farin er í fjórum áföngum, ef eigi uppgefst göngumaður eða verður úti áð- ur skeiðenda nær. Fyrsti áfangi eða fjörsprett- urinn tekur tímann frá vöggu til 25. afmælis, þar sem veg- hlífni barizt til sigurs áhuga- málunum en flestir aðrir sam- verakamannanna og sýnt trú sína í verki. Áfanginn að ’næsta hólnum hefir eðlilega verið torsóttur á köflum fyrir J. J., eins og oft vill verða hjá tilþrifamiklum umbótamönnum:, sem fjötra vanans höggva harðfengilega. Árið 1916 er merkisár í sögu islenzku sveitanna. Um miðbik ófriðarins mikla, á meðan allur heimurinn er í logandi ófriðar- báli, stofna íslenzkir bændur 8tjórnmálaflokk, er fekk heitið „Framsóknarflokkurinnu. Átti nafnið eð benda til þes9, að þótt þetta væri aðallega flokkur bænda, til eflingar landbúnaðin- um, þá ætti hann að sinna fleiru, vera alhliða umbóta og við- reisnarflokkur. Margir ágætir og áhugasamir unnendur sveita og landbúnaðar unnu að þess- ari flokksmyndun, og verður fæstra þeirra getið að þéssu sinni. En í dag, h. 1. maí, er sá maður fimmtugur, er vann með- al hinna fremstu áhugamanna að stofnun flokksins, og hefir æ síðan verið einn af fremstu leiðtogum huns og borið mjög hita og þunga af flosksstarfinu. Það er Jónas Jónsson alþingis- maður frá Hriflu, núverandi for- maður flokksins. Hvert mannsbarn á íslandi, sem komið er til vits og ára, kannast við Jóna9 Jónsson. Vinir hans og samherjar dá hann og veita bonum öruggt brautar- gengi. En líklega minnast engir oftar á hann en andstæðingarnir. Þótt móðirin gleymdi barni sínu — eins og þar stendur — þá er engin hætta á að andstæð- ingar Jónasar og framsóknar- stefnunnar gleymi honum. Það virðist vera skoðun þeirra sumra, að í rauninni sé það Jónas, sem öllu ráði í þessu landi, jafnvel þótt hann sé ekki í stjórn lands- ins. Og með því er viðurkennt að hér sé.um afburða mann að ræða, og skal því á engan hátt hnekkt. En til að sýna, hvaða skoðun Jónas hefir haft um starf sitt í Framsóknarflokknum, vil ég geta þess, að þegar talað var um það við Jónas 1927, að ■ ganga í ráðuneyti það, sem ' Framsóknarflokkurinn myndaði, þá sagði hann eitthvað á þessa leið: „Þið ráðið því, en ég hafði nú ekki hugsað mér hærra en að vera nokkurs konai vinnu- maður flokksins og vinna fyrir okkar stefnu með pennanum, eins og ég hefi reynt að gera undanfarið“. Hann tók sæti í stjórninni og vann þar, með góðum samherjum, að hinum miklu umbóta- og framfaramál- um, sem eínkenna það tímabil. Og entfþá vinnur Jónas, þótt valdalaus sé, með sínum mikla þrótti, eins ötullega og áður, að stefnumálum flokksins. Það má | því eigi minna vera, en að við 1 Framsóknarmenn, ogsveitamenn yflr höfuð, votti þessum frækna „vinnumanni11 okkar og foringja þakkir á fimmtugsafmælinu, fyrir allt hið mikla og óeigin- gjarna starf, sem hann hefir leyst af hendi í þarfir íslenzkr- ar sveitaalþýðu. Ég þykist vita, að á þessum hálfrar aldar afmælisdegi sínum, hafi Jónas margs að minnast. Hann minnist fátæka æskuheim- ilisins í Þingeyjarsýslu með lág- um torfkofum. Þar mun hann hafa strengt þess heit, að beita sér fyrir því, að fækka mætti óhollu og lélegu húsakynnunum, sem hann og margir aðrir sveita- búar urðu að hýrast í í þá daga en leggja lið sitt til þess, að fjölgað yrði þeim híbýlum í sveitum, sem boðleg væri menn- ingarþjóð. Og má það gleðja hann, að í sveitum hefir risið upp fjöldi af prýðilegum bæjum, byggðir fyrir hjálp byggingar- og landnámssjóðs. Snemma fann hann til þess, hvað fátækum sveitaunglingum var erfitt að afla sér menntun- ar við sitt hæfi. Nú getur hann og allir, er unna alþýðumenn- ingu, glaðzt yfir hinum myndar- legu og merkilegu alþýðuskól- um, sem veita fjölda unglinga fræðslu og margs konar mennt- ir, fyrir tiltölulega lítið gjald. Jónas fann mjög til kuldans, sem íslenzk sveitaalþýða varð að búa við, og þá gjörðist hann aðal hvatamaður að því, að jarð- bitinn yrði notaður þar sem kostur er, og því hefir hann barizt fyrir að hinir nýju al- þýðuskólar væri reistir á heit- um stöðum. Jónas ólzt upp við samvinnu- félagsskapinn í Þingeyjarsýslu og tók ástfóstri við þá stefnu. Honum var ljóst, að einangr- aðir bændur máttu sín lítils i verzlunarefnum, því hefir hann verið ötull forgöngumaður þess, að bændur tæki verzlunina í sínar hendur og átt mikinn þátt í stofnun Sambandsins. Nú er kominn á samvinnufélagsskapur í öllum sveitahéruðum landsins, sem hefir bætt mjög aðstöðu bænda og eflt félagsanda og menningu, og Samband ísl. sam- vinnufélaga orðið að nokkurs konar stórveldi í landinu. Eins og allir vita, hefir Jónas mætt harðvítugri andstöðu í nær öll- um þessum málum, og öðrum er hann hefir haftiforystu í. En hann er líkur Skúla Magnússyni' í því að missa hvorki móð né mátt. Og hann gotur nú glaðzt við það, að allt þetta, sem hér er drepið á og margt fleira hefir farandi stendur í miðjum hlíð- nm, brynjaður eldmóði æsku og fjörs, sækir á brattann og sér í hillingum hugsjónir rætast. Annar áfanginn, sem tekur yfir æfiskeiðig frá 25. til 50. afmælis, endar á háheiði. Er á heirri leið oftast þungfært og hnothætt, enda reynir hún þol- rifin til þrauta. En hún endar á hæsta hólnum með óvenju- legri útsýn, sem í skuggsjá liðins og ókomins tíma bregður birtu á torfærur og beinni leið að þráðu marki. Þriðja áfangann, sem endar við 75. afmæli hallar ört undan fæti og ferst þó oft seint, enda þverrar fjör og þróttur eftir sem á hann líður. Vegfarandi er nú að sönnu vegvísari en áð- ur og skyggnari á mjmdir skuggsjárinnar, en samfylgdar- menn týna nú óðum tölu og samfylgd þeirra yngri, sem of- birtu hafa í augu fengið af ljósi líðandi stundar, vill oft bregðast. Fjórða áfangann, að aldaraf- mælinu, auðnast fæstum að feta til enda. Hann er einskon- ar uppskerutími alls þess und- angengna, endar á jafnsléttul og vígir vegfaranda til vistar þeirrar, sem von og trú hafa sýnt honum. Þessu yfirliti æfisögu aldins manns brá fyrir í huga mínum1 er ég minntist þess, að vinur minn, Jónas Jónsson, fyllir í dag 5. tug æfiára. Það hefir eigí verið hljótt um hann á 2. áfanganum, sem nú er að enda, en störf hans í landsstjóm og löggjöf eru al- menningi kunnari en svo, að hér þurfi þeim’ að lýsa. Ég átti eigi kost á að kynn- ast Jónasi fyr en hann hafði lokið fyrsta áfanga og stóð í miðri hlíð, hervæddur fjöl- þættri þekkingu og áhuga, iiugumstór og búinn til bar- áttu við. nátttröll fortíðar og samtíðar, eri trúáður ;á nýjan gullaldartíma íslenzku þjóðar- innar. Hefir hann líka af meira kappi, þrautseigju og ósér- Hann hefir sætt beittari ádeilu andstæðinga en nokkur annar stj órnmálamaður samtíðar hans og er þá langt til jafnað með vorri þjóð, enda hefir hann í blaðadeilum oft herskár verið og óvæginn„ jatfrrvel svo að samherjum þótti við of. Hér er hvorki stund eða staður til að gagnrýna störf eða stjórnmálastefnu J. J. Við höf- um oft samleið átt á síðari ár- um, en líka oft á milli borið. Kefi ég þó æ betur fundið, að ósíngjörn fastheldni hans við fylgisvana hugmyndir, sem' hann hugði til heilla horfa, en samherjunum voru andstæðar, hefir átt rætur í einlægum og lórnfúsum vilja hans til að efla clmennings heill. Jónas hefir lagt hendujr að einu Grettistaki og sætt fyrir það misjöfnum dómuml Hann hefir reynt að laða til sam- starfs og einingar tvær mestu andstæður stjómmálanna: Ráð- stjórnar. og þjóðnýtingarstefn- una austrænu og einstaklings- hyggju íslenzku bændanna, sem mótast hefir á mörgum1 öldum af landsháttum í strjálbýlinii og þroskað hjá landsmönnum1 hæfileikann til sjálfstjómar og sjálfsákvörðunar. Hafa að vísu margir samherjanna hallast að hugmynd Jónasar um samstarf þetta og unnið kappsamlega að tillíkingunni, en sumir þó méð hálfum hug og aðrir fallið frá. Of snemmt er enn að dæma um ávexti samvinnu þeirrar, seni þannig hefir verið stofnað til, en fullyrða má, að ofstæk- isfyllri og illvígari hefði hér crðið landtaka socialismans, ef ekki hefði tamningaaðferðum J. J. verið beitt. Jónas hefir nú náð þeim éfangastaðnum á lífsleiðinni, sem hæst ber og útsýn gefur í allar áttir. Vissulega á hann eftir að kljást við iriörg Grettis- tök enn og varða villugjamar vegleysur. Farnist honuni vel og farsællæga áfangana ó- þekktu! Undir þá ósk míná.véit ég áð taka þúsúndir þakklátra vina. Sveinn ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.