Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 2
70 TÍMINN sögur og yngri rannsóknir votta, að öndvegisþjóðir stórra menningarskeiða aftur í grárri fornöld eru með öllu þurkaðar burt af yfirborði jarðar og borgir þeirra grafnar í jörðu niður undir yfirborð nýrri tíma. Þjóðir og menningarskeíð rísa og falla á síkviku, óstöðv- andi hafi tímans. Við íslendingar, sem erurn dvergþjóð, þegar miðað er við fólkstölu og eigum enn sem komið er skamma stund í æfi þjóðanna, höfum einnig átt hnignunar. og ristímabil í okk- ar sögu. Sú saga verður ekki rakin hér að öðru en því, að Uta yfir viðreisnartímabil okk- ar frá því er Fjölnismenn hóf- ust til starfsins. Þá var ömur- legt að líta yfir land og þjóð, sem hélt við fullri eyðingu. Fjölnismenn voru fyrstu vor- boðarnir, sem blésu nýrri lífs- von í brjóst margra manna, hófu tunguna úr niðurlægingu og orkuðu risi þeirrar öldu, sem að lokum bar þjóðina til fullrar sjálfsmeðvitundar og sjálfsforræðis undir forustu Jóns Sigurðssonar. II. Um það bil er líður að úr- slitum sjálfstæðisbaráttu ts- lendinga eftir kosningaósigur heimastjómarmanna árið 1908, kemur fram á sjónarsviðið ungur maður fæddur og vax- inn upp á smábýli norður í Þingeyjarsýslu. Var þá nýlega hafin í landinu hreyfing æsku- manna. Jóh.annes Jósefsson, nú hótelstjóri og Þórhallur Bjarn- arson prentari voru upphafs- menn hennar. Var fyrsta ung- mennafélagið stofnað á Akur- eyri. Hugmynd sína um æsku- lýðsfélög munu þeir félagar hafa hlotið við dvöl sína erlend- js. Ungmennafélögin eru ein hin merkasta félagsmálahreyf- ing,. sem upp hefir risið og gengið yfir landið. Hún kom eins og vorniður leysingarvatn- anna, þegar sumarið gengur í garð. Vetrarfjötur aldagamall- ar kúgunar var að bresta og Iiinn niðurbældi þróttur æsk- unnar reis upp með kynjafullu magni. Jónas Jónsson frá Hriflu kemur fyrst opinberlega við mál þjóðarinnar í starfi u'ng- mennafélaganna. Hann gerist meðritstjóri II. árgangs af biaði félaganna, Skinfaxa, á- samt þeim Helga Valtýssyni og Guðmundi Hjaltasyni, hinum alkunna ágætismanni, sem. varði lífi sínu til elli. til þess að fræða æskulýð og hvetja hann til drengskapar og dáða. Þann 11. okt. 1911 hófst III. árgangur Skinfaxa og gerist Jónas Jónsson þá einn ritstjóri blaðsins. Á þessu tímabili, þegar sjáif- stæðisbaráttu landsmana þok- ar til úrslita eftir átökin 1908, mátti telja, að flest verkefni önnur en sjálfstæðismálið væru vanhirt og að Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, sem auk þess að starfa að viðreisn tung- unnar og endurheimt frelsisins, létu almennar framfarir til sín taka, lægju: óbættir hjá garði. Dauð hönd hins skilningsvana og síngjarna kúgunarvalds hafði lagt land og þjóð í rúst- ir og litlu hafði fengizt áorkað enn um almennar framfarir í sam'göngubótum, húsagerð, al- mennri menntun og bættum kjörum almennings í landinu. Um þessar mundir var þó að hefjast stórfengleg sókn lands- manna á djúpmiðin með ný- tízku veiðitækjum og jafn- framt flótti brostinn í sveitum landsins. Þannig er yfir að líta, þegar Jónas Jónsson kemur til sög- unnar. Orka þjcðarinnar hafði um undanfarna áratugi gengið að mestu í átökin um sjálfs- forræðið og illvígar innanlands- deilur um það, hversu við því tnáli skyldi snúast. Jónasi Jóns- syni varð þegar ljóst, að hér þurftu til að koma hröð hand- tök og óslyppifeng. Hann hafði eitt sinn erlendis í viðtali við einn af menntamönnum lands- ins, þar sem þeir báðir voru að undirbúa sig undir lífsstarf sitt, látið þess getið, að hann hefði sterkan hug á, að eiga þátt í því „að undirbúa sigur þ jóðarinnár". Meginhugsj ón Jónasar Jónssonar varð sú hin sama og allra afburðahugsjóna. rnanna og ættjarðarvina á öll- um tímum: Að reisa land og þjóð úr rústum. Á leið slíkrar fyrirætlunar eru öll verkefni um úrlausnir einstakra fram- íaramála, sem Jónas Jónsson hefir borið gæfu til þess að hrinda fram. III. Áður en ég vík nánar að því, hvernig Jónas Jónsson tekur á hugsjónamálum sínum og leggur þau fyrir þjóðina með ritstjórn sinni á blaði æsku- lýðsins, þykir mér rétt að benda á, hvernig var háttað undirbúningi hans til svo merkilegs starfs. Hann stund- aði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri með miklum ágæt- um. Síðan býr hann sig undir að vera kennari og lærði sem ferðamaður í þrjú ár í Þýzka- landi, Frakklandi, Englandi og víðar. Dvöl hans við mennta- setur erlendis, ásamt sívakandi leit og athugun um allt, er horfði til skilnings á því, sem mikilvægast var í menningu Evrópuþjóða og helzt til fyrir- myndar, veitti honum víðsærri menntun og djúpstæðari, held- ur en þeir menn geta öðlazt, sem sitja á skólabekkjum blómaár æsku sinnar og geispa yfir úreltum kennslubókum. Það mun hafa borið við, að sumir þeir menn, sem telja menntatitla til eftirsóknarefna. meðal gæða þessa lífs, hafi tal- ið það nokkurn ljóð á ráði Jón- asar Jónssonar, að hann ekki að loknu námi á Akureyri, hélt hina troðnu götu svokallaðra menntamanna gegnum mennta- skóla og háskóla. Það kom þó í ljós við ritstjórn Jónasar á Skinfaxa og síðar í stjórnmála- starfi hans, að andstæðingar hans fríðu ekki á hann um menntunarskort. Þvert á móti urðu það meginörðuglejkar ýmsra höfuðandstæðinga hans, sem höfðu méð kostgæfni fet- að hverja tröppu í stiganum til æðri skólalærdómis og hlotið hina virðulegu titla, að þeir stóðu honum ekki snúning um raunhæfa þekkingu i menning- arefnum Evrópuþjóða og þar með í skilningi á megininni- haldi þeirra mála, sem lágu fyrir til úrlausnar né viðhorfi þeirra til evrópiskra menning- arstefna í þjóðmenntun, upp- eldismálum, húsagerð, listum, bókmenntum og mörgum. fleiri ofnum. Jónas Jónsson mun \ era sá maður, sem í stjórn- málaefnum og öðrum menning- arefnum mun hafa hugsað ev- rópiskt umfram aðra menn. IV. Þegar eftir að Jónas Jónsson kom heim úr utanför sinni, gerðist hann kennari við kenn- araskólann. Rann honum þá mjög til rifja, eftir að hafa heimsótt erlenda skóla, van- hirðing bæði kennaraskólans og annara skóla landsins. Þótti honum auðsætt skilningsleysi þjóðarinnar á því, að endur- nýjun hennar yrði að fara að miklu leyti fram í alþýðuskól- um, þar sem fegurðarsm'ekk, heilbrigðri menntaþrá og í- þróttaþörf æskulýðsins yrði fullnægt. Jónas Jónsson grípur fegin- samlega útrétta hönd hinnar ungu æskulýðshreyfingar, þeg- ar hann, eftir þriggja ára fjar- vei-u, kemur heim til hinna ó- tæmandi verkefna hins stór- huga æskumanns, sem hefir sett sér það markmið „að und- irbúa sigur þjóðarinnar". Og h.ann tekur þegar svo rösklega í strenginn, sem Skinfaxi vott- ar. 1 forustugrein sinni í blaðinu 11. okt. 1911 og næstu grein- um, birtir hann þegar stefnu sinia, sem hann hefir óhvik- ull fylgt jafnan síðan. En hún er sú að reisa þjóðina við með því, að reisa við ein- staklinga hennar, finna gildi þeirra og styðja þá til starfs og vaxtar. Greinarnar eru skörp vakning til meðvit- undar um gildi og rétt ein- staklingsins og rétt hinna kúg- uðu og fátæku manna til lands og sjávar, sem yfirstétt þeirra tíma leit á með lítilli virðingu en miklum eiginhagsmunavon- um. Hann gerist þá þegar, eins og hann er enn þann dag í dag málsvari samstarfsins milli hinna stritandi alþýðustétta í sveitum og bæjum móti yfir- stéttarstefnunni. Eigum við, segir hann við félaga sína, að steypa okkur út í vafasöm stórfyrirtæki og útbreiða fjár- glæfra? Fjarri fer því. „Starfs- svið okkar er langt frá vígvelli svefngöngumannanna; við eig- um heima allsstaðar „þar sem lítið lautarblóm — langar til að gróa“, allsstaðar, ]?ar sem Is- lendingur berst við að auka sér manndóni og þroska“. Jónas Jónsson lét þegar flest I:il sín taka, sem varðaði heill íslendinga og framfarir, rétting hlutar hins smáða og undirok- aða einstaklings eða stéttar. Getur eigi, vegna skorts á túmi, orðið drepið á nema fátt eitt. Yfirgripsmikil ménntun hans við langdvalir meðal merkustu menningarþjóða, höfðu skerpt sjón hans vítt yf- ir. Hann ritar hvern greina- flokkinn öðrum veigameiri, um menntun, þar sem hann germ grein fyrir skoðun sinni um það hvað sé hin sanna mennt- un og hversu beri að leita henn_ ar, um nýju skólana ensku, um íþróttir, „um skip“ og er þar hatröm ádeila á hina alkunnu og svívirðilegu meðferð Dana á íslenzkum farþegum, meðan Danir voru einráðir um sigling- ar hér við land. Veigamesti greinaflokkurinn „Dagarnir líða“ er í stuttu máli sagt yfirlit um vanefni þjóðar- innar' og ófremd í nálega öll- um hugsanlegum þjóðfélags- rnálum og m,enningarefnum á- samt skoðunum höfundar um úrlausnarráðin. Þar er fjallað um samgöngumálin, húsagerð, tunguna, um viðhorfið til Dana í sögulegum, stjórnarfarsleg- um og menningarlegum efnum, um stéttaskiptingu, um auð- valdið og áhrif þess á líf og menningu þjóðanna, um heim- ilisiðnað, um Eimskipafélag ís- iands, um „menn og mold“, þar sem ræðir um flóttann úr sveitunum og um það, sem við tekur, um listir, um þjóð- skóla og margt fleira. Auk þess ritaði Jónas Jónsson mikið um dægurmál, meðal annars skárp- lega ritdóma. Ritstjórn Jónasar Jónssonar á Skinfaxa þótti viðburður, sem er minnst enn í dag. — Aldrei hafði verið haldið á mál- um1 þjóðarinnar með þvílíkri víð r-ýni, menntun og skarp- Hermann Jónasson, forsætisráðherra: Stjórnmálaforingínn Það verður ekki talin tilvilj- un, að það sem fyrst vekur at- hygli almennings á Jónasi Jóns. syni, og þá sem ungum manni, er annarsvegar tímaritsgrein um uppeldismál, en hinsvegar h inar eftirminnilegu ritgerðir hans um Filisteana, eftir að hann hafði tekizt á hendur ritstjórn Skinfaxa. Um það bil er Jónas Jónsson þannig kom við sögu, var sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ekki að fullu lokið. Vakti það nokkra eftirtekt samstarfs- manna hans á þeim árum, að hann tók sér ekki stöðu í þeim stjómmálaflokkum, sem þá voru uppi með þjóðinni. Þá strax var honum það Ijóst, að þótt sjálfstæðið sé mikilsvert á pappímum,, þá er hitt þó meginatriðið, að á bak við það standi þroski og sjálf- stæði einstaklingsins og ein- mitt slíkt sjálfstæði hljóti að vera aðalatriði. Upphaflega mun J. J. hafa ætlað sér að helga krafta sína uppeldismálum og sniðið nám sitt í aðalatriðum við þá ákvörðun. Komst hann ungur í þá að- stöðu að verða kennari í kenn- araskóla landsins. Á þessum árum var ung- mennafélagshreyfingin með miklu fjöri og leið ekki á löngu áður en J. J. var orðinn aðal- foringi hennar. Um sama leyti er Hallgrímur Kristinsson kominn til sögunn- ar og lyftir samvinnuhreyfing- unni í landinu á hærra stig. Náið samstarf tókst með þess- um tveimur mönnum. Árið 1915 varð einskonar hlé á sjálfstæðisbaráttunni. Með skyggni, aldrei lagt til orustu við óheillafylgjur liðinna þján- ingadaga, í lífi þjóðarinnar með meiri sigurvissu. Auk þess var ritsnilli Jónasar óviðjafnanleg. Allt þetta hjálpaðist að til þess að leggja þá þegar traustan grunn að því félags- málastarfi, sem Jónas Jónsson hefir þegar afrekað. Hugsjónamenn þjóðanna eru aflvakinn, sem orka risi nýrra viðreisna og blómaskeiða í lífi þeirra. Þeir eru vitinn, sem Iýsir fram úr nótt liðinnar hnignunar og harma. Fjölnis- menm og Jón Sigurðsson báru fyrir þjóðinni bjarta kyndla upp á þær hæðir, sem fyrst varð að klífa. Jónas Jónsson er mestur maður þeirra, sem á eftir koma, til þess að leysa næstu verkefnin í viðreisnar- starfi íslendinga. Engan hug- sjónamann hafa íslendingar átt rneiri og eigi heldur neinn, sem með meiri orku og ósér- plægni hefir hrundið málum fram. Jónas Jónsson stendur enn mitt í baráttu samtíðar sinnar. Hinn óvilhalli dómur jafnvægisins í skapsmunum manna og dómgreind, sem þjóð. in að lokum jafnan ann hverj- um manni, bíður enn í fram- tiðinni. Okkur samherju'm hans blandast ekki hugur um það, að honum verður, þegar stund- ir líða fram, skipað í fremstu íög þeirra stórmenna, sem uppi hafa verið af íslenzku bergi brotnir, og að forystu- starfs hans og karlmannlegu átaka mun um allan aldur gæta í sögu þjóðarinnar og svip landsins, meðan það heldur „lýði og byggðum". Jónas Þorbergsson. stjórnarskrárbreytingu þeirri, sem þá var lögleidd fékkst stjórnarfarsaðstaða, sem stjóm- málaflokkarnir sættu sig við vegna langvinnrar þreytu. Þá er það, sem Jónas Jóns- son kemur til sögunar sem stj órnmálaleiðtogi. Hafði hann þá sannfærzt um, að ekki yrði komið á nægilega skjótum og mikilvirkum um- bótum nema með aðstoð stjóm- málaáhrifa og löggjafarvalds. Á hinum nafnkunna fundi við Þjórsárbrú, sem þeir beittust fyrir J. J. og Gestur á Hæli, sýnir J. J. fram á það, að hlut- verki gömlu stjórnmálaflokk- anna sé í raun og veru lokið. Vopnahlé sé um málefni þau, sem skipað höfðu í flokka þang- að til. Nú eigi viðhorfið til inn- anlandsmálanna að ráða flokk- um. Valið á Sigurði Jónssyni frá ð zta-Felli efstum á landlista óháðra bænda á því ári, var árangur af þessu fundarhaldi. Og á þessu tímabili snýr J. .T. meginþætti Framsóknarflokks- ins úr fylgi frjálshuga bænda, úr samvinnuhreyfingunni og úr meginkjama ungmennafélag- anna. Sigurður Jónsson var kosinn á þing. Hann var einn af reynd- ustu og merkustu samvinnu. frömuðum landsins, með mikla lífsreynslu. Með honum og J. J. tókst hin affarasælasta sam- vinna. Samtímis Sigurði Jónssyni komu inn í þingið nokkrir menn, einkum bændur, er skip- uðu sér í flokk með Sigurði Jónssyni og völdu hann sern fulltrúa sinn í samsteypuráðu- neyti stríðsáranna. Frá þessum tíma og fram á þennan dag hefir Jónas Jónsson verið hinn raunverulegi foringi F ramsóknarf lokksins. Og það sem einkennt hefir forustu hans er víðfeðmur áhugi og framsýni studd af sjaldgæfri yfirlitsgáfu, óvenju- legu minni, skai-pi-i hugsun, starfsþreki, óeigingimi og af- burða ritleikni. Og þessir hæfi- leikar njóta sín jafnan bezt, þegar mest á reynir, en það er \egna þess, að þeim er sam1- fara mikil karlmennska. öll þessi ár hefir J. J. bai- izt fyrir rétti og bættum lífs- kjörum allra þeirra, sem minni máttar voru í þjóðfélaginu, fyrir þá hefir hann háð sínar orustur við Filisteana, menn- ina, sem heimtuðu sérstakan rétt og sérstök fríðindi. Og þegiar á það er litið, hversu rnargar og langvinnar þessar viðureignir hafa verið, þá er ekki síður athyglisvert, hversu miklu hefir verið korhið í verk af gagnlegum framkvæmdum að hans frumkvæði og fyrir hans starf. Verður ekki á milli séð hvor höndin hefir verið milrilvirkari, sú er hélt á sverðinu eða hin sem stýrði plógnum. Hermann Jónasson. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra: Starfsmaðurinn I dag, á fimmtugsafmæli J. J., er hér í blaðinu getið helztu starfa hans. Mun margur undr. ast, hve margháttuðum störf- um J. J. hefir sinnt og' hverju hann hefir til vegar komið. Mun mönnum það yfirleitt tor- ráðin gáta, hvernig einn mað- ur hefir getað afkastað öðru eins starfi og eftir J. J. liggur nú þegar á miðjum aldri. Þó mundi þessi gáta verða mönn- iiffl enn torráðnari, ef þeir vissu hvei*t óhemju starf — baráttu- og framkvæmdastarf — ýmsar af framkvæmdum J. J. hafa kostað. Kunnugustu menn þekkja ráðningu þessar- ar gátu. Þeir vita það, að J. J. hefði aldrei getað áorkað því, sem raun er á orðin, ef hann hefði ekki haft til að bera í óvenjulega ríkum mæli alla höfuðkosti afkastamannsins. Það eru til einstaka menn, sem virðast hafa tíma til alls. Einn af þessum mönnum er J. J. Starfsvilji hans er óvenju- legur og ég þekki engan mann ósérhlífnari við starf en hann. Þrátt fyrir hin marg'háttuðu störf, sem J. J. annast, er hann sívakandi í hverju starfi og leitandi að gagnlegumi nýmæl- um. Aldrei hefi ég hitt J. J. öðruvísu en fullan áhuga fyrir almennum framfaramálum, en þrátt fyrir það virðist hann þó hafa tíma til þess að vinna að lausn vandamála fjölda margra einstaklinga, sem til hans leita. Löngunin til þess að verða að liði almenningi og hverjum ein- stökum er uppspretta þessa óvenjulega áhuga. Starfsþrek J. J. er óbilandi. Hann ann sér sjaldan hvíldar. Þrátt fyrir alveg óvenjulega erfitt starf og langan starfs- tíma er starfsþrek hans þó gjörsamlega óskert. Er það ekki sízt því að þakka, að J- J- hefir kunnað að nota vel þá stuttu hvíldartíma, sem hann befir unnað sér. Ég hefi oft undrast áhuga og starfsþrek J. J„ og hefi ég vafalaust ekki verið einn um l->að. Þó segi ég það alveg hik- laust, að sjálf starfshæfni J. J. hefir vakið athygli mína fremur en allt annað í fari hans. Vegna mjög náinnar sam. vinnu um nokkurra ára skeið, hefir mér gefizt tækifæri til þess að kynnast starfsháttum J. J. og af þeirri kynningu er mér það ljóst, að þrátt fyrir óvenjulegan áhuga og þrek hans eru það þó hinar skörpu gáfur hans og einbeittur vilji, | sem mestu valda um hið mikla starf, sem eftir hann liggur nú þegar. J. J. notast starfstím- inn svo vel að undrum sætir. Veldur hér miklu, hversu glöggt | vfirlit hann hefir um mál. Ei ; til vill koma þessir eiginleikar g leggst fram við ritstörf hans, enda er hann við þau stórvirk- ur. Yfirlitsgáfan kemur þar fram í því, hversu sýnt honum er um að bregða upp mynduni til þess að skýra erfið mál á einfaldan hátt. Liggur það svo vel fyrir J. J., að hann getur, mitt í hinu m'esta annríki, ritað skipulega grein um vandasamt mál á ótrúlega stuttum tíma. Við framkvæmdastörf er J. J„ í samræmi við þessa eiginleika, fljótur að átta sig á aðalatrið- um mála og skjótur í ákvörð- unum, ef við á. Skarpur skiln- ingur á viðfangsefnum og glöggt yfirlit um mál, ásamt óvenjulegum áhuga og þreki, Iiefir gert J. J. að viðurkennd- um afkastamanni. Svo viður- kenndum, að jafnvel hans \erstu andstæðingar hafa ekfd gert tilraun til þess að hnekkja þeirri viðurkenningu. Það eru til margir áhugamenn og margir menn með miklu starfs- þreki, og ekki svo fáir menn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.