Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 6
74 TÍMINN dag’sverk sitt i opinberu lífi á hans aldri og vinna þó mikið verk. Jónas hefir þegar afkast- að miklu dagsverki. Hann nýt- ur þeirrar gleði framkvæmda- mannsins, að sjá margar sínar huígsjónir klæddar holdi og blóði veruleikans. Það er ósk mín og von, að hann eigi e: n eftir að auka miklu við dagsverk sitt. Að enn eigi hann eftir að gefa mörgu nýmæli lífskraft og sjá hugsjónir sínar framkvæmdar. Og ég vil óska honum þeirra heillaóska á afmælinu, að hann eigi enn um tugi ára ótæmda frjósemi hugans, og að hann enn um langan aldur geti beitt hæfileikum sínum í ræðu og riti til sóknar og varnar góðu máli og í þágu listarinnar. Stefán Jónsson Oissur Bergsteinsson, lögfræðingur: Réttarfarsmálin Þegar athugað er líf og starf- semi manna, er marka sérstakt spor í rás viðburðanna hvort heldur er í stjómmálum, þjóð- félagsmálum, listum, vísindum eða á öðrum sviðum mannlegs lífs, þá vaknar að sjálfsögðu sú spurning í hugum manna, hvað það sé í fari manna þeirra, sem um er að ræða, er hafi hafið þá upp yfir fjöldann og skipað þeim þann sess, er þeir hafa iilotið. Menn munu nú vera al- mennt sammála um að telja beri Jónas Jónsson til framan- greindra manna. Eg tel að starf það, er Jónasi Jónssyni hefir tekist að inna af hendi í ís- lenzku þjóðlífi megi m. a. eink- Num rekja til eftirtalinna eigin- leika hans, sem' hann hefir hlot_ ið öðrum fremur í vöggugjöf, en það er mikið og frjótt ímyndunarafl, sem hefir gert honum öðrum léttara að láta sér hugkvæmast nýjar leiðir í þjóðmálum, framtakssemi við að beina málunum inn á hinar nýju brautir og karlmennska að fylgja málunum eftir. Hér skal nú minnst á eina tegund rnála, er Jónas Jónsson hefir látið til sín taka, en það eru réttarfarsmálin. Rúmið mun nú ekki leyfa að minnast á nema það allra helzta. Þegar eftir að Jónas Jónsson varð dómsmálaráðherra 1927 tók hann m. a. að hyggja á end- urbætur á nefndum málum. Þeir er þekkja Jónas munu sammáia um að honum er sérstaklega umhugað um að veita þeim, er gerst hafa brotlegir við reglur þjóðfélagsins, kost á að bæta ráð sitt, komast á rétta leið og verða aftur að nýtum mönnum í þjóðfélaginu. Það var þess var þess vegna engin tilviljun að hann lét vera eitt af sínum fyrstu verkum, sem dómsmála- ráðherra, að breyta alveg fang- elsisviðhorfinu í landinu. Hann lét gera svo við hegningarhús- ið í Reykjavík, að það getur tal- ist fyllilega á borð við það, sem í öðrum löndum er talið tryggja það, að heilsu fanga stafi ekki hætta af refsivistinni. En aðal- breyting hans á fangelsismál- unum fólst í stofnun vinnu- hælisins á Litla Hrauni. Islend- ingar eru þannig skapi famir að þeir þola illa ófrelsi. Það læt- ur þess vegna að líkindum, að það hefir ekki iiaft góð áhrif á fanga er dæmdir voru til langr- ar refsivistar, að vera lokaðir inni í fangaklefum dag og nótt. Á Litla Hrauni venjast menn þessir reglulegu lífi og vinnu undir berum himni. Þar fá þeir næði til að jafna sig eftir hið órólega líf, sem þeir áður hafa lifað og venjast vinnunni. Líf- ið verður líkara lífi á sveita- heimili en í fangelsi. Fangarnir fá m. ö. o. tækifæri til að búa sig undir frelsið og þeir finna að þjóðfélagið níðist ekki á þeim, en þjóðfélagið hefir hins vegar gagn af vinnu þeirra. — Þegar rætt er um umbætur á hegningarlögunum má ekki láta hjá líða að minnast á breyting þá á hegningarlöggjöfinni, er J. J. sem dómsmálaráðherra kom fram á þingi 1928. Voru með breyting þessari aðalagnú- arnir sniðnir af hinni gömlu hegningarlöggjöf vorri. Enn- fremur hefir Jónas Jónsson gert ráðstafanir til áframhaldandi endurskoðunar á nefndri lög- gjöf. Hvað varðar starfsmenn ríkisins, þá beitti Jónas Jónsson sér fyrir því að strangari kröf- ur væru gerðar til embættis- færzlu þeirra, sbr. endurskoð- unina hjá sýslumönnum o. fl. í Reykjavík var það sérstaklega lögreglan og útbúnaður hennar, sem Jónas Jónsson sá að end- urbæta þurfti. Fól hann nú- verandi forsætisráðherra Her- manni Jónassyni, framkvæmd þess verks. 1 sambandi við skiptingu bæj arfógetaembættis. ins í Reykjavík má minna á byggingu Amarhváls. Var bygg ing húss þessa mjög til bóta. Er hér um að ræða nýtízku hús fyrir helztu embættismenn rík- isins, er starfa hér í Reykjavík svo sem lögmann og lögreglu- stjóra, tollstjóra o. fl. Utan Reykjavíkur skipaði Jónas Jóns son þeim bæjarfógetum og sýsl. umönnum, er þess þörfnuðust, duglega fulltrúa til aðstoðar. Strendur Islands eru víðáttu- miklar. Vér höfum stranga tolla löggjöf. Um hana gildir, ekki síður en aðra löggjöf, að hún kemur ekki að fullui gagni nema ríkisvaldið búi sig tækjum til að halda henni í hefð og réttu gildi. Jónas Jónsson sá að hér var ástæða til framkvæmda. Hann skipaði löggæzlumenn, sem ferðast með skipum fram og aftur meðfram.ströndinni og eiga að líta eftir að tolla- og áfengislöggjöfin sé haldin. Eru löggæzlumönnum lagðar þær skyldur á herðar, er lögreglu- þjónsstarfa fylgjaogveitt sömu réttindi og Iögregluþjónum. Undir stjóm Jónasar Jóns- sonar varð sú stóra nýbreytni á þeim málum, er landhelgina varða, að smíðað var varðskipið -Egir, sem útbúið er fullkomn- um björgunartækjum og getur þess vegna jöfnum hönduin gætt landhelginnar og gefið sig að björgunarstarfsemi. Auk þess sem stór fj árhagslegur hagnaður hefir orðið að björg- unarstarfsemi þeirri, sem rekin hefir verig með skipi þessu, þá tel eg þó hitt meira virði, að vér skulum geta annast björg- unarstarfsemina sjálfir og að ekki þarf að fá björgunarskip frá öðrum löndum. Er enginn vafi á, að björgunarstarfsemi, sem’ vel tekst, gerir hlut vom mun betri hjá erlendum þjóð- um. Loks ber að benda á rögg- semi Jónasar Jónssonar við meðferð opinberra mála og bar- áttu hans fyrir breytingu á Hæstarétti. Hér hefir nú verið drepið á nokkuð af því, er Jónas Jóns- son hefir komið til leiðar í rétt- arfarsmálunum, og þó ærið t.il að sýna hversu mikilvirkur bann hefir verið í umbótastarf- semi sinni. En starf hans held- ur áfram og þess er að vænta, að hans megi lengi við njóta. Gissur Bergsteinason Stefán Jónsson bóndi, Eyvindarstöðym: Mesta afrekið Fyrsta endurminning mín um J. J. er á að gizka 25 ára gömul, og stendur í sambandi við bar- áttu hans við bókaútgefanda sem þá var uppi og lagði mikla stund á útgáfu lélegra þýðinga erlendra reyfara og þá skiljan- lega í gróðaskyni. Eg var þá norður í Strandasýslu. En blaða greinar J. J. vöktu hjá mér mikla forvitni lun að vita deili á þessum manni. Brátt fekk eg að vita að þessi Jónas Jónsson var sonur efnalítils bónda norð- ur í Þingeyjarsýslu, hefði brot- izt til mennta og væri nú kennari við Kennaraskólann í Reykjavík. Þegar þessi maður skipaði sér 1 fararbrodd fyrir stjórn- málasamtökum, þá hlaut ég áð íylgja honum, siík voru áhrifin | sem hann hafði haft á mig ! gegn um alla afspurn og við lestur á Skinfaxa, blaði því er hann fyrst tók að sér rit- stjóm á. Síðan 1916 hefir mér alltaf fundist J. J. vera hinn raun- verulegi formaður Framsóknar- flokksins, þótt aðrir hafi form!- lega borig það nafn lengst af. Gegn honum hefir líka beinst öll meginandstaða, og vissulega verið ályktað svo, að ef takast mætti að eyðileggja J. J. þá væri létt verk að ráða niðurlög- um flokksins. En J. J. hefir reynzt létt að verjast. Og hann hefir alla tíð sótt fram, og komið áhugamál- um sínum fram á Alþingi, þótt stúndum hafi það kostað nokk- urra ára baráttu. Og nú síðast á hann sinn mikla þátt í lög- gjöfinni um skipulagning at- urðasölunnar. Og öll hafa þessi mál, og ótalmörg fleíri, kostað íyrst og fremst hann mikla baráttu við andstæðinga fram'- faranna. Og enn er ótalið hans mesta afrek. Þegar honum og sam- herjum hans tókst að vinna kosningasigurinn 24. júní síð- astliðinn — eins og þá stóð á. Múnu fáir foringjar eiga glæsi- legri sögu af sigri að segja. — Það er ósk mín og von, að ís- lenzka þjóðin fái að njóta starfs hans um langan aldur. Stefán Jónsson Eyvindarstöðum Halldór Kitjan Laxness: J. J. og fagrar listir Með stofnun Menningarsjóðs var stærra spor stigið af hinu opinbera í áttina til að viður- kenna tilverurétt skapandi menningar á Islandi en áður. Það var gerð tilraun að gefa þeim mönnum líf, sem höfðu fundið köllun hjá sér til að leggja stund á fagrar listir. Áðúr var ekki neinn opinber aðili, sem styrkti framleiðslu af þessu tagi eftir ákveðnum regl- um, og þeir sem gáfu sig við íögrumi listum, höfðu óskoraðri sérréttindi til að lifa og deyja — einkum þó deyja — fyrir hunda og manna fótum, en nokkrir aðrir þegnar í ríkinu. Meðal þeirra mörgu, sem voru þess ómegnúgir að skilja nauð- syn á reglubundnum opinber- um styrk til svokallaðrar æðri menningar, voru stjómmála- menn einatt ómegnugastir, þrátt fyrir þótt þeir væru kosnir af almenningi til að standa á verði um heiður þjóð- arinnar; eða kannske vegna ] ess. Menn hafa haldið fram á þennan dag, einkum á hærri stöðum, að heiður þjóðarinnar væri fyrst og fremst fólginn í því að drepa fiska. Bjarni Jóns- son frá Vogi varð oft að við- undri á Alþingi fyrir þá sök, að hann mælti gjarna með per- sónulegum styrkjum til lista- manna, svo þeir gætu keypt sér fi«k eins og annað fólk. Það er lærdómsríkt að lesa í gömlum Alþingistíðindum ræðuparta um þessi efni. Það er Jónas Jónsson frá Hriflu, sem fær hrundið þeirri hugmynd sinni í framkvæmd 1929, að allveruleg fjárfúlga skuli vera aðgengileg af opin- beru fé á Islandi, til að tryggja listamönnum nokkurn fjárhags- legan stuðning. Fram að þeim tíma hafði enginn íslenzkur stjórnmálamaður látið sig dreyma um að stíga jafnstórt spor í áttina til opinberrar skipulagningar á hagsmunum fagurra lista. Á þeim tím!a, sem hann hefir verið valdamestur stjórnmálamaður á Islandi, ým- ist í ráðherrastóli eða utan, hefir hann og menn hans, bæði með stofnun Menningarsjóðs og fyrir beina tilhlutun Alþing- is, stuðlað atalt að bættum kjörum listamanna, kappkostað að skapa íjárhagslegan grund- völl að skapandi ménningu í landinu. Hið opinbera hefir gerzt kaupandi að verkum mál- ara og myndhöggvara, nokkr- um þeirra hefir verið gert kleift að koma sér upp vinnu- stofum og íbúðum, þeim hefir verið gert auðveldara fyrir uin farkost til útlanda til náms eða sýningarhalda, o. s. frv. Það befir verið hafin opinber út- gáfustarfsemi á kostnað Menn- ingarsjóðs, og hafa þar þegar \ erið prentuð allmörg ritverk eða þýðingar eftir íslenzka höf_ unda og vísindaménn. Nú er að vísu ekkert auðveldara en finna að ýmsum ráðstöfunum Menningarsjóðs, enda hafa að- finnslur ekki verið sparaðar, og það er heldur engin ástæða til að spara þær, svo fremi þær séuí byggðar á rökum. En um eitt verður ekki deilt: með Menn- ingarsjóði hefir verið stigið sögulegt spor í íslenzku menn- J ingarlífi, listamenn vorir hafa méð honum öðlazt nokkum rétt á hlutgengi við aðra ménn í þjóðfélaginu, og í von þess, að starfsemd sjóðsins mætti auk- ast og margfaldast er fram líða stundir, má telja hann blómleg- an vísi til þeirrar viðurkenn- ingar á tilverurétti svokallaðr- ar æðri menningar í landinu, sem stjórnmálamönnum var svo tamt að láta sér í léttu rúmi liggja fram að tíma Jónasar Jónssonar. Ég tel það ekki vafamál, að stofnun Menning- arsjóðs m'uni í framtíðinni verða talið eitthvert ágætasta afrek hans sem valdamanns í landinu. Það virðist vera nokkurskon- ar kaldhæðni örlaganna, að þessi unnandi fagurra lista, skuli hafa orðið aðalinntakið í ólistrænustu ritsmíðum á Is- landi. Ég skal ekki leggja neinn úrskurð á þau deilumál sjálf, þar sem hann hefir komið við sögu, enda geri ég ráð fyrir, að mínar grundvallarskoðanir á þjóðfélagsmálúm séu hérumbil eins ólíkar skoðunum Jónasar Jónssonar eins og skoðunum andstæðinga hans. En ég held mér sé nokkumveginn ljóst, hvar andstæðingar Jónasar Jónssonar standa eins höllum fæti og hægt er að standa. Það er í ritsnilld. Það hefir verið rneira ritað um þennan mann en nokkurn Islending fyr eða síðar. Það eru ritaðar um hann langir og breiðir dálkar á hverjum degi ár eftir ár, bráð- rm áratug eftir áratug. En ég minnist aldrei að hafa lesið pólitíska deiluritgerð um Jónas, sem hafi verið þess verð að maður læsi hana frágangsins vegna; það er eins og allir minstu ritsnilling-ar þjóðarinnar hafi lagst á eitt; varla nokkurn tíma lína, sem hafi borið í sér lífsneista, er enzt gæti daginn út. Ég held að það sé ekki of djúpt tekið í árinni, þótt cg segi, að sú mergð af rituðu máli, sem um hann hefir verið samin daglega nú í tvo áratugi, sé það auðvii-ðilegasta, sem íramleitt hefir verið í bók- menntum á íslandi síðan land byggðist, að verstu rímum og lélegasta sálmakveðskap 17. og 18. aldar ekki undanskildum. Ég hefi oft saknað þess mikið, að íhalds- og sjálfstæðisflokk- urinn skyldi ekki hafa átt ein- hvern mann á móti honum, t-.l að gera leikinn jafnari. Aftur á móti efast ég ekki úm' það, að þegar þau deilumal, sem mörg hver hafa verið ærið hjákátleg 1 augum þeirra, sem ekki taka þátt í pólitísku dæg- urþrasi, eru gleymd, þá muni ýmis innlegg Jónasar í málun- um lifa. En ekki sem innlegg í málunum, heldur sem bók- mentir. Margar af þessum póli- tísku dægurgreinúm hans eru skrifaðar af þvílíkri list og fyndni, að þær munu fyrst nj.óta sín til fulls í augum hlutlausrar framtíðar. Hann kann að byggja upp pólitíska forustugrein með sögulegri stígandi eins og þaulvanur skáldsagnahöfundur. Honum er iafnlagið viðkvæmni og háð, góðlátleg kýmni og naprasta ádeila. Og hann hefir vald á því upprunalega í íslenzku tungutaki, betra en flestir þeir höfundar samtímis honum, sem annars leggja stund á fagrar •vókmenntir. Ýmsar ritgerðir hans munu standa sem sýnis- horn þess, hveraig íslenzkt mál var langbezt ritað í stjómmála- deilum á þriðja og fjórða tugi tuttugustu aldarinnar. Ég hefi einkum kynnzt Jón- asi Jónssyni frá þeirri hlið sem veit frá hinni pólitísku dægur- baráttu, heima á hinu vinsæla heimili hans, uppi til sveita, í utlöndum. Hann hefir í fari sínu ákveðna heillandi eigin- leika, sem ósjálfrátt draga menn að honum, bæði jábræður og andstæðinga. Þessi persónu- lega snerfing er eitt af hans sterkustu vopnimi. Ég hefi vit- að römmustu andstæðinga hans mýkjast og jafnvel linast alveg upp við persónuleg kynni af manninum sjálfum. Það er erf- itt að skýra segulafl sumra manna. Að vísu hefir Jónas Jónsson óviðjafnanlega sam- talsgáfu, hæfileika til að segja sögulega frá einföldum hlutum, til að láta þann er á hlýðir finnast, að þetta varði sig sér- staklega, gera hvert umræðu- efni persónulegt. Hin almenna menntun hans er langt fram yfir það, sem! maður á að venj- ast hjá stjómmálamönnum. Hann hefir mjög lagt stund á að kynnast listum', er vel lesinn í bókmenntum, kann ódæmi af ljóðum, er óþrjótandi sjóður af persónusögu; starf hans sem stjórnmálamaður, ásamt með- fæddri eftirtektargáfu og stál- slegnu minni, að ógleymdri þeirri menntun og víðsýni, seni gerir honum allan samanburð svo auðveldan, það hefir allt gert hann að fágætum mann- þekkjara, námú fyrir rithöf- und. En það er samt sem áður enn eitthvað til viðbótar við allt þetta, sem gæðir hann svo sterku persónulegu segulafli. Frakkar eiga alþekkt orð yfir þennan eiginleika, en ég veit ekki til að hann hafi neinsstað- ar verið skýrður, — þeir segja charmeur. Oft dettur mér í hug, þegar ég tala við Jónas Jónsson, að hann sé í eðli sínu fyrst og fremst listamaður. Það býr eitthverf óútreiknan- legt snilldareðli djúpt í mann- inum. Stundum finnst mauni að það sé aðeins brotabrot af því, sem hafi fengið að koma fram, — í hans beztu skrifum, og í ýmsum þeim stórvirkjum, sem gerð hafa verið í landinu að hans frumkvæði. Halldór Kiljan Laxness. Bjarni B\arnason, skólastjóri: Laugarvatn Fáum árum eftir síðustu aldamót komst skólamál Sunn- lendinga á dagskrá. Staðatog- streita hafði kyrsett málið í tvo áratugi. Jónas Jónsson á- kvað skólastaðinn og lét reisa hann á Laugarvatni. Þannig eyddi hann langri og harðri innanhéraðsdeilu um merkilegt mál og stillti til friðar. Allir réttsýnir menn sjá nú að málið var rétt leyst. Þjóðina vantaði skóla, sem ekki voru fyrst og fremst miðaðir við háskólanám, svo sem verið hafði uim of marga þeirra skóla sem fyrir voru. Honum var ljóst, að unga íólkið þarfnaðist vakningar, sem einkum var miðuð við lífs- baráttu alþýðufólks á Islandi. Nám, einkum íslenzkra fræða, vinnu, söng og íþrótta. Slíkir skólar urðu að vera í sveitum landsins. Villist hann þá ekki á skil- yrðunum fyrir því að skólavist- ín geti orðið bæði ódýr og nota- leg. Jarðhita og straumvatna- orku varð að hagnýta. Efna- lítið fólk gat ekki kostað börn i sín í skóla á dýrum stöðum. I Hér var sjónarmið sem varð að víkka mun meira en orðið var. Unga fólkið sækir nú héraða- skólana í hundraðatali árlega. Eg þekki engan mann sem hefir aðra eins tröllatrú á unga fólkinu eins og Jónas Jónsson. Séu æskumennirnir á hverj- um tíma sæmilega) upplýstir verður bjart yfir landi og þjóð. Sú er hugsun J. J. Enginn mað- ur hefir, fyr né síðar, sýnt æskunni annað eins traust og falið henni með jafn greinileg- um hætti að búa í haginn fyrir framtíðina. I lögum héraðaskólanna, sem J. J. átti mestan þátt í, er nemendum gefinn réttur til í- hlutunar um stjóm þess skóla, sem þeir hafa numið í. Nem- endasamböndin eiga að halda opinni leið að. þessu marki. Þannig hjálpi nemendur sjálf. ir til þess að byggja upp skól- ana, andlega og efnalega. And- lega með þvi að fylgjast með skólunum og kröfum tímiana og miðla þeim af forða lífsreynzlu og lærdóms. Efnalega með því, meðal annars, að gefa skólun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.