Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 7
TlMINN 75 nm gagnlega muni, sem’ um leið lialda uppi minningu þeirra sjálfra. Þannig byggjast skólar þessir upp smátt og smátt á grundvelli samstarfs og skiln- ings fyrst og fremst þess hluta þjóðarinnar, sem á einn eða annan hátt hefir notið þeirra. Þrátt fyrir mörg stórvirki, sem þessi merki miaður, Jónas Jóns- son, hefir hrundið í fram- kvæmd, stendur Laugarvatns- skólinn meðal þess skýrasta. Áhrif hans á skólamálin, og þá einkum stofnun Laugarvatns- skóla, verða ekki síður í fram- tíð en nútíð, aðal tákn þess, hver hann var og hvernig hann skildi nauðsynjar þjóðarinnar. Að baki hefir hann hiklausa og karlmannlega baráttu fyrir heill lands og þjóðar, enda sam. einast í honum á fágætan hátt, framsýni og kjarkur. Fram- undan er vöxtur og máttur þeirrar æsku, sem ber gæfu til þess að skilja hugsjónir hang og störf. Bjarni Bjarnason. Þorst, M- Jónsson, bóksali Akureyri: Skólabróðir Það var haustið 1903. Ég og nokkrir fleiri piltar, sem ætluðu að stunda nám þá um veturinn í gagnfræðaskólanum á Akureyri, sátum undir borð- um í húsi Magnúsar Einarsson- ar organista. Þá undu sér inn í stofuna tveir ungir nienn. Voru þetta tveir Þingeyingar, sem ætluðu sér að bætast í hóp okkar og stunda nám í gagnfræðaskólanum. Höfðu l>eir riðið geyst um götur Ak- ureyrar, til þess að ná ákvörð- unarstað í tæka tíð. Annar þessara manna var Jónas frá Hriflu. Ég sá hann þá í fyrsta skifti. Við vorum svo saman í í gagnfræðaskólanum í tvö ár og varð hann brátt einn minn bezti vinur og hefir sú vinátta haldizt síðan. Jónas reið geyst, þegar hann kom til skólans. I skólanum geystist hann fram úr okkur öllum hinum. Hann varð efstur í sínum bekk. Hann varð foringi bekkjarins og var jafnan flokksforingi í deilum innan skólans. Hann var þá þegar áhugasamur um iandsmál og um öll þau mál- efni, er snertu skólann og skólalífið. Vinum sínum í skóla vildi hann á allan hátt hjálpa, bæði í deilum á fundum, í rit- deilum, í áflogum og jafnvel á prófum. Síðan vegir okkar lágu frá skólanum, hefir það glatt flesta okkar skólabræðra Jónasar, að liann hefir jafnan ihaldið áfram sinni hröðu ferð, sem skóla- maður, blaðamaður, þingmaður og alla leið upp í dómsmálaráð- herrasæti. Gata hans hefir oft verið grýtt. Því, eins og allir vita, sem lesið hafa íslenzk blöð tvo síðustu áratugina, þá hafa andstæðingar hans reynt að leggja steina í götu hans eftir mætti þeirra. Þeir hafa jafnvel reynt að svifta hann æru og mannorði. En ekkert slíkt hefir heft för hans, að hverju því marki, sem hann befir sett sér. Hann hefir jafn. an þeyst ótrauður áfram, álíka og forðum daga, þegar hann kom til gagnfræðaskólans á Ak. ureyri. Flestir okkar sambekk- inga Jónasar hafa verið í sama stjórnmálaflokki og hann. Flestir okkar munu oft hafa verið hreyknir af hinni hröðu ferð þessa skólabróður okkar, cg í nafni skólafélaga hans, sem knýttu við hann vináttu- bönd á æskuárum og hafa hald- ið þeim óslitnum síðan, óska ég, að hann þeysi enn áfram liinn þriðja aldarfjórðung æfi sinnar, með álíka hraða og honum hefir jafnan verið gjarnt að fara. Þorsteinn M. Jónsson. Pálmi Hannesson, rektor: Menntaskólinn í Reykjavík Þegar Jónas Jónsson varð ráðherra, árið 1927, munu m'enn almennt ekki hafa búizt . við því, að hann léti sig miklu ^ skipta Menntaskólann og hag hans. Hann var fyrsti kennslu- málaráðherrann, sem ekki var stúdent, hann virtist hafa meiri áhuga á alþýðufræðslu en stúdentsmenntun, og hann hafði stundum goldið „hinum langskólagengnu" vafasamt. hrós. — En ekki hafði hann lengi verið yfirmaður skólans, er ihann, fyrstur ráðherra, kom þangað í heimsókn. Skoðaði hann þá skólahúsin hátt og lágt og grennslaðist eftir því, sem helzt þótti ábótavant. Þetta varð upphaf þeirra af- skipta, sem Jónas Jónsson liafði af Menntaskólanum, með- an hann var ráðherra, og skulu nokkur þeirra nefnd hér. Á skólahúsinu voru gerðar miklar umbætur. Það var mál- að allt, og þakkvistirnir tveir, sem mjög höfðu óprýtt hið virðulega hús, voru teknir af. Á efstu hæðinni var gerð kennslustofa fyrir náttúru- íræði og tvö heimavistanher- bergi. Á miðhæð voru gangur og skólastofur allar lagðar gljáðum krossviði. Þar var og gerð góð kennslustofa fyrir eðlisfræði. Á neðstu hæðinr.i \oru kennslustofur allar fóðr- aðar pappír og striga og sett fatageymsla, en áður voru hlífðarföt nemendanna geymd í skápum í kennslustofunum. Gangar, stofur og stigar voru lagðar dúk, og sett loftræsting í skólastofur allar. Lóð skólans var og allmikið bætt. Gangveg- ur sá, sem lá um hana þvera að húsabaki, var tekinn af, og steingarður byggður sunnan hennar, upp frá bókhlöðunni. Milli skólahúsanna var lögð gangstétt, og borinn steinsalli í lóðina alla, nema tún. Á bókhlöðunni var gerð gagnger endurbót. Húsinu var breytt mikið uppi og niðri. Inngangurinn, sem áður var frá Bókhlöðustíg, var af tekinn, en annar nýr settur á austur- hlið hússins, inn úr skólagarð- inum. Miðstöðvarhitun var sett í húsið, og salur sá, sem bóka- safn skólans var geymt í, gerður að lestrarsal fyrir nem- endur. Hér hefir nú verið getið hinna helztu umbóta á húsum skólans og lóð, sem gerðar voru á árunum 1928—’30. Frum- kvöðull þeirra .allra var Jónas Jónsson, og hann útvegaði fé til þeirra, — og þær kostuðu mikið fé og fóru langt fram úr kostnaðaráætlunum. — Fáir munu þó telja, að þeirra hafi verið vanþörf, enda er það Guðmundur Davíðsson, umsiónarmaður: Friðun Þingvalla Friðun hins foma Alþingis- staðar við öxará er eitt af hin. um mörgú umibóta- og menning armálum, sem Jónas Jónsson alþingismaður hefir látið til sín taka og ráðið farsællega til lykta. Það leit helzt út fyrir að Is- lendingar væru búnir að gleyma því að Þingvellir voru nálega 9 aldir höfuðstaður landsins, ef dæma skyldi eftir afskiftaleysi þeirra um niðurlægingu staðar- ins. Útlit Þingvalla var um skeið orðið svo aumt, að nálega enginn þjóðrækinn maður gat kinnroðalaust sýnt erlendum gestunm þenna „hjartastað landsins“. Þegar bent var á að þjóðin ætti þama dýrmætan sögustað, er einstæður væri á ^ Norðurlöndum, og sóma síns ■ vegna bæri henni skylda til að varðveita hann frá eyðileggingu ' tók Jónas Jónsson að sér að koma í framkvæmd tillögu um. aigerða friðun á Þingvöllum og í grend við staðinn. Hann fekk því áorkað að friðunarlögin | voru samþykkt á Alþingi 1928. Sómia þjóðarinnar var á þessu sviði borgið og viðreisnartíma- bil staðarins hefst fyrir alvöru. Margur hefði í sporum J. J. lát_ ið hér við sitja og ekki skift sér meira af Þingvöllum. En hon- um var það ljóst að ekki var nóg að eiga friðunarlögin að- eins á pappírnum. J. J. tók þegar sæti í Þingvallanefndinni á Alþingi 1928 og hefir starf- að í henni síðan. Hann hefir ekkert látið ógert, til þess að lögin næðu tilgangi sínum, né heldur til þess að fegra og prýða Þingvelli. Vel má vera að einhverjir vanmeti enn sem komið er, á- huga þann og elju, sem fram hefir vérið lögð til þess að hefja veg alþingisstaðarins foma, en sú er trú mín að þeim þætti verði ekki gleymt þegar fengið verður yfirlit yfir fjöl- þætt áhugastarf áhugasamasta stjómmálamannsins sem nú er uppi með íslendingum. Guðm. Davlðsson. Gunnar Þórðarson bóndi, Grænumýrartungu: Fyrir 20 árum sannast mál, að miklu betur þyrfti enn að gera, svo að vel væri, þó hygg ég, að aldrei hafi verið jafnvel við skólann gert, frá því að liann var reist- ur. En Jónas Jónsson gerði meira en að dytta að húsum skólans. Hann lét einnig skipun hans og störf til sín taka, svo að mörgum þótti meira um en róg. Hann veitti styrk til að keypt voru ýms dýrmæt kennslutæki, svo sem skugga- myndavél og kvikmyndavél. Hann kom upp heimavist fyrir nokkra nemendur og átti hún að bæta úr bráðustu þörf, þó litil væri. Og loks reyndi hann að koma fram lagasetningu um skólann. Árið 1929 var að til- hlutun hans borið fram á Al- þingi frumvarp til laga um menntaskóla og gagnfræðaskóla í Reykjavík og á Akureyri. Var þar gert ráð fyrir því, að Menntaskólinn yrði fjögra ára skóli samfelldur, en gagnfræða. deildin burtú numin og gerð að sérstökum gagnfræðaskóla m’eð tveimur ársbekkjum. Frumvarp þetta náði samþykki efri deild- ar, en varð eigi útrætt. — Á næsta ári, 1980, bar stjórnin fram þrjú frumvörp, sem steypt voru upp úr þessu. Eitt þeirra var um Menntaskólann i Reykja'vík, og var það sam- hljóða hinu fyrra, eins og það var, eftir meðferð efri deildar. Þetta frumvarp varð heldur ekki útrætt, og mátti þó heita að lítill ágreiningur væri um' það. Þó vildu margir halda gagnfræðadeildinni. Síðan hefir ekki verið reynt að setja lög um skólann, enda hefir hann aldrei stuðst við lagastaf. En árið 1932 bar menntamálanefnd neðri deildar fram tillögu til þíngsályktunar um skólann, þar sem ríkisstjórninni var falið að breyta reglugerð hans í sam- ræmi við „yfirlýstan vilja allra þingflokka í efri deild Alþingis á þingunutn 1929 og 1930, þó með þeirri breytingu, að fram- vegis verði, auk fjögra ára lær. rómsdeildar, starfrækt tveggja ára gagnfræðadeild með óskipt- um bekkjum". Enginn efi er á því, að þessi þingsályktun var komin frá Jónasi Jónssyni. Hún i'áði samþykki, og hin nýja reglugerð er þegar samin. Þá má ennfremúr geta þess, að Jónas Jónsson var þegar frá upphafi öruggúr stuðningsmað- ur bindindisstarfsemi þeirrar, sem hófst á þessum árum meðal nemenda Menntaskólans og breiddist þaðan út til annara skóla, gerðist hann forvígis- maður þessarar starfsemi á Al- þingi og fekk því framgengt, að hún var styrkt af almannafé. Margar þær ráðstafanir Jón- asar Jónssonar, sem snerta Menntaskólann, sættu aðkasti frá andstæðingumi hans, og skulu hér taldar þrjár. Árið 1928 skipaði kennslumálaráðu- neytið svo fyrir, að eigi mætti taka meira en 25 nemendur í 1. bekk skólans það ár og eftir- leiðis. Þetta vakti mikla óá- nægju hér í bænum og leiddi til þess að Gagnfræðaskóli Reyk víkinga var stofnaður. Fram að þessum tíma tók ' skólinn við öllum þeim börnum, sem stóð- ust inntökupróf, og þeim fjölg- aði stöðugt, eftir því sem bær- inn óx. Árið 1927—28 voru þannig 276 nemendur í skólan- um í 15 bekkjadeildum, en í skólahúsinU er ekki sæmilegt rúm fyrir meira en 180 nem. í 9 deildum, enda voru nú þrengslin svo mikil, að fá vijrð lcennslustofu úti í bæ fyrir eina deildina, og heilsufar nemend- anna var ískyggilegt. Hér var því stefnt í ófæru og varla nema um tvennt að gera til að komast hjá henni: að auka um allt að helmingi húsrúm skól- ans eða takmarka aðgang að skólanum. Jónas Jónsson valdi síðari veginn og ég hygg, að það hefðu fleiri gert í hans sporum. Árið 1929 var stærðfræði- kennsla afnumin í máladeild skólans, en franska aukin i hennar stað og nokkur kennsla í bókfærslu tekin upp. Þessi ráðstöfun vakti mikla andúð, enda má um hana deila, þó uggir mig, að sumir þeir, sem þá kváðu fastast að, hefðu kunnað sér meiri ró, ef einhver armar en Jónas Jónsson hefði komið henni fram. Eitt er víst, að frá því að stærðfræðideild kom við skólann var raunin sú, að næsta fáir máladeildar- nemendur lærðu stærðfræði til r.okkurs gagns. Engin afskifti Jónasar Jóns- sonar af málefnum Menntaskól- ans hafa orðið honum til jafn- mikils ámælis eins og veiting rektorsembættisins. — Það mál er mér of skylt til að ég megi um það dæma. Benda má þó á það, að í nágrannalöndum vorum er þeirri reglu fylgt Ég kynntist Jónasi Jónssyni fyrst sem gesti mínum fyrir 20 árum síðan. Hann var þá fótgangandi á heimleið til ætt- stöðva sinna í Þingeyjarsýslu ásamt einunv sveitunga sínum. Mér er enn minnisstætt margt það, er þá bar á góma. Finnst mér nú furðu gegna, hve margt af því, sem þá var aðeins hugsjón og framtíðar- draumur hinns unga áhuga- manns, er nú orðið að veru- leika, fyrst og fremst fyrir hans tilstilli. Það verður ekki véfengt með réttu, að J. J. sé hugsjónarík- ur umbótamaður, seni •vinnur J'yrst og fremst að því, að rétta hlut þeirra, sem miður mega sín í þjóðfélaginu og stuðlar öfluglega að menntun og menn- ingu æskulýðsins. Að þessu hefir hann unnið af slíku kappi cg afburða dugnaði, að furðu sætir. Samfara þessu hefir hann verið óþreytandi í því að fylgj- ast nákvæmlega með í fram- kvæmd áhugamála sinna og ver- ið sívakandi, jafnvel yfir smá- atriðum, er varða heill þeirra fyrirtækja, er hann ann. Það má fullyrða, að J. J. hefir allra manna mest gjört til þess að vekja bændur og aðra frjálslynda menn til um- hugsunar og áhrifa á viðfangs- efni síðustu tíma. Þetta hefir honum einkum tekizt með hinumi óviðjafnan- lega ritmennskuhæfileika, sem svo mjög laðar menn til lesturs og íhugunar og hrífur þá til fylgis og samstarfs, fyrir þann mikla skaphita og viljakraft, sem á bak við er. Það er því næsta eðlilegt, að um Jónas Jónsson standi mik- ill styr. Mun svo jafnan verða um slíka menn, sem hann. Munu öfgafull lastyrði og fjarstæðar aðdróttanir hafa komizt lengst gagnvart honum allra hérlendra st j órnmálamanna. Nú eru andstæðingar Jónas- ar meðal annars famir að gefa í skyn, að hann sé „orðinn gamall“. Þetta minnir mig á hina frægu sögu Selmu Lager- löf um Ingimarana á Ingimars- stöðum, sem farið var að kalla gamla, hvað sem aldri og at- gjörfi leið, þegar þeir höfðu fýnt þann manndómj og þau lífsafrek, sem skipuðu þeim of- ar á bekk en cðrum samtíðar- mönnum. Ætla ég að andstæð- ingar J. J. hafi ekki skynjað þessa vel tilföllnu merkingu orðanna gagnvart honum, því þótt Jónas Jónsson standi nú á fimmtugu og ungir og ágæt- lega röskir menn séu mjög farn ir að láta til sín taka um mál- efni Framsóknarmánna, þá viti þó allir, að enginn er ótrauðari en hann við flutning nýrra framfaramála, né vígreifari til varnar þar sem að er ráðist af andstæðingunum. Ég óska og vona, að hinn ár- vakri og óþreytandi forvígis- maður okkar Framsóknarmanna fái enn lengi notið heilsu og starfskrafta, til að vinna að vel. ferðarmálum lands vors og þjóðar. Gunnar Þórðarson Freysteinn Gunnarsson, skólast)óri: Kennaraskólinn Jónas Jónsson byrjaði starf sitt í opinberri þjónustu hér í Kennaraskólanum. Haustið 1909 tók hann við kennslustarfi hér og var skólinn þá ársgamall. Kennslustarfi hér gegndi J. J. samfleytt í 9 ár. Af því má ráða, að honum var fullkunnugt um hag skólans og þarfir, 'er hann gerðist forystumaður í þjóðmálum. Freystandi væri, að nærri undantekningarlaust, að velja skólastjóra meðal kenn- ara annarra skóla en þeirra, sem þeir eiga að stjórna. Árið 1929 kom Jónas Jónsson því nýmæli á, að nemendum 5. bekkjar var veittur kostur á að fara í ferðalag, að loknu árs- prófi. Ríkisstjórnin lagði til farkost og allan útbúnað. Síðan hafa slík ferðalög haldizt flest ár, og hafa aðrir skólar tekið þau upp, hver eftir annan. — Samá ár útvegaði Jónas skólan- \ um tvo róðrarbáta og árið eft- ir bifreið. Það var gamall j flutningabíll, en hann hefir þó | tíugað skólanum síðan og orðið vinsæll mjög. Þetta þrennt: ferðalögin, bátana og bifreiðina hefi eg nefnt síðast, vegna þess að eg tel það merkilegast. Það markar nýja stefnu í málum skólans og raunar í fræðslu- málum yfirleitt, þá stefnu að færa skólauppeldið að nokkru út úr kennslustofunum, út í náttúruna. Og þeir, sem farið hafa með unglingum út um víðan vang, munu flestir skilja það, að sú stefna eigi fyrir sér mikinn viðgang. Pálmi Hannesson. minnast á kennarastarf J. J. hér, en rúm leyfir það ekki. Þess eins skal getið, að kapps og stórhugar gætti þá þegar í því starfi hans, og tókst honum vel að vekja áhuga nemenda í þeim greinum1, er hann kenndi. Kennaraskólinn er af litlum efnum reistur í upphafi, og þungt var fyrir fótinn um end- urbætur. I full 20 ár voru húsa- kynnin svo að segja óbreytt og óbætt. Það er fyrst í ráðherra- tíð J. J. og fyrir tilstilli hans, að ráðist er í gagngerðar endur- bætur á skólahúsinu, og fóru þær aðgerðir fram 1929 og 1930. Þær umbætur, sem þá voru gerðar á öllu skólahúsinu hátt ' og lágt, eru svo gagngerðar, að naumast má þekkja fyrir sama hús og áður, þegar inn er kom- ið. Það er ekki aðeins, að húsa- kynnin séu vistlegri og þægi- legri, þau fullnægja einnig stór_ lega betur hreinlætiskröfum, enda leynir það sér ekki, að heilsufar í skólanum hefir verið betra eftir en áður. Jafnskjótt og lokið var þess- um aðgerðum á aðbúnaði skól- ans, gerðist J. J. hvatamaður þess, að breytt væri og endur- bætt starfstilhögun skólans. Fyrir hans tilstilli og í samráði við hann var samin reglugerð sú, sem skólinn er nú byrjaður að starfa eftir. Breytingar þær, sem af þeirri reglugerð leiða, eru miklar og margvíslegar. Fáar einar skulu nefndar: Auknar kröfur um undirbúning, stórum aukin æfingakennsla, einkum yngri barna, aukið ■sjálfstarf nemenda, aukin fræðsla um nýjungar í kennslu. liáttum, svo sem vinnubækur, o. fl. Aðalatriðið er aukinn tími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.