Tíminn - 28.08.1935, Qupperneq 3

Tíminn - 28.08.1935, Qupperneq 3
TÍMINN 147 verða til þess að skemma hesta vora og- tefja leið vora. Við teljum fyrnefudar vega- bætui- alveg óhæfar, eins og þær eru og bíðum eftir að þær verði bættar að miklum mun og það sem fyrst. Sem skattgreiðendur og dýravinir höfum við fullan rétt til þeirrar kröfu, að jafnt tillit sé tekið til reiðskjóta okkar og bílanna við vegaiagningar og vegabætur, og það því fremur, sem vegirnir hér eystra eru ekki notaðir af bílum, nema að jafnaði hálft árið, en hestaeig- tndur nota þá sem reiðvegi jafnt og þétt allt árið um kring. Egilsstöðum, 12. ág. 1985. Ásgeir Ó. Einarsson, dýral. Pétur Jónsson, Egilsstöðum. Skozka féð og einblendingsrœktin lömbunum. Að mínu áliti eru einblendingslömbin miklu þyngri og sterklegri að öllu leyti og virðist mér þau mjög væn. Ennfremur álít ég, að ullin af einblendingsfénu hljóti að reynast betri en ullin af ís- lenzka fénu. Einblendingslömbin yðar eru mjög svipuð þeim einblendings. lömbum okkar í Skotlandi, sem eru 5 vikum eldri og er þetta einblendingsfjárrækt yðar mjög mikið í hag. Þér ættuð því hiklaust að halda áfram með að leiða íslenzkar ær til Border-Leicester hrúta og er ég sannfærður um, af því sem ég hefi séð, að árangurinn ætti að verða mjög góður. Ef þér kynnuð að æskja ein- hverra frekari upplýsinga um einblendingsrækt, þá megið þér, hvenær sem er, snúa yður til mín og mun ég með ánægju veita yður hverja þá aðstoð, er ég get veitt. Með Gullfossi þ. 25. júlí síð- astl. kom til Reykjavíkur skozkur fjárræktarfræðingur, Jan Cumming, AHanfearn In- verness í Skotlandi. En af fjár- * stofni þessa manns keypti Hallgrímur Þorbergsson Bor- der-Leicester fé það, sem flutt var hingað til lands og hann hefir síðan haft til varðveizlu á Halldórsstöðum í Laxárdal og fór þar eftir tillögum land- búnaðarráðuneytisins skozka. Jan Cumming kom til lands- ins meðal annars til þess að skoða þennan fjárstofn á Hall- dórsstöðum og kynna sér hvernig eldi h ans og gæzla hefði gefizt hér á landi. Um Jan Cumming er rétt að geta þess, að hann er í svo miklu áliti, sem sérfræðingur um þetta fjárkyn, að hann er einn af þremur verðlaunadóm- u rum Border-Leicester-fj árins á búfjársýningum í Skotlandi og Irlandi. Jan Cumming skoðaði ná- kvæmlega hverja skepnu og gerði samanburð á hreinrækt- uðu dilkunum og einblendings- dilkunum, og fara hér á eftir kaflar úr umsögn hans, sem hann lét í té áður en hann hvarf af landi burt: „Þegar ég athugaði ofan- greint fé, þótti mér fróðlegt að sjá mismuninn á einblend- ingslömbunum og íslenzku Mér þótti mjög vænt um að sjá hvað vel hafði tekizt með Border-Leicester féð, og virð- ist mér það þrífast mjög vel. Aðalvandinn við að ala upp Border-Leicester eiílblendings- lömb, er að skipta nógu oft um haga. Frá því ærnar bera, á að gefa $eim hálfs-punds fóður- köku hverri, einu sinni á dag, þar til gróður er orðinn mikill. Ég veit fyrir víst, að það margborgar sig fyrir yður að reyna þetta. Þegar taðan hefir verið hirt og háin fer að spretta, þá er gott að beita fénu á þennan seinni gróður. Haginn verður þá aftur nýr og hreinn. Ég varð forviða að sjá, hversu fallegt var íslenzka Border-Leicester geldféð og myndi það prýða margan skozkan fjárhóp af sama kyni. (do credit to many a Scottish floch). Þér skuluð hafa það hugfast, að láta aðeins bezta Border- Leicester féð lifa, en lóga hinu. Á þann hátt getið þér komið upp hraustum og sterkum stofni og það mun borga sig að kaupa hrút við og við frá Skotlandi. Er þá betra að kaupa tvo í einu, þeir myndu una sér betur, einkanlega á leiðinni og á meðan þeir þyrftu að vera í sóttkví. Einnig er gott að hafa einn til vara, ef annar hrykki upp af eða eitt- hvert óhapp kæmi fyrir. Ég mun æfinlega fús til að að- stoða yður við slík kaup og ég j skal sjá um, að hrútarnir | verði alveg óskyldir þeim, sem j þér hafið“. Skozki fjárstofninn hér á ; landi er nú 39 kindur. Fénu j hefir farnast vel síðastliðið ár. Þó olli lungnaveikin nokkr- um örðugleikum, enda var hún með áleitnasta móti í Þingeyj- arsýslu, vegna heyskemmd anna síðastliðið sumar. Hallgrímur Þorbergsson ger- ir nú ýmiskonar tilraunir með | beitarskipti, til þess að halda ; haglendinu hreinu og hefir j hann komið upp sjö girðingar- ; hólfum í túni og engjum. Eitt i hreinræktaða lambið vandi j hann undir á af íslenzku kyni og- sleppti á afrétt. I haust verða til sölu á Halldórsstöðum átta lambhrút- ar og einn hrútur veturgamall og telur Hallgrímur þá vera með þroskaðasta og fallegasta móti. Oddnr ,,dr“ Oddur Guðjónsson „dr“ birt- ir ritsmíð í Mbl. fyrra þriðju- dag, sem mun eiga að teljast svar við grein minni í N. dbl. 17. þ. m. Þó að þessi grein 0. G. sé naumast svara verð, vil ég taka hér til meðferðar nokkur atriði úr henni, sem sýnishorn af ritmennsku og röksemda- færslu hans. í fyrri grein sinni, sem' birt- ist í Mbl. 13.—15. þ. m., segir „dr“ að „þegar um áramót“ hafi það verið „vitað, að fram- leiðsla á þeim vörum, sem með góðu móti ekki er hægt að selja annars staðar en í Þýzka- landi, myndi aukast stórkost- lega á árinu“. Ég benti á það í svari mínu, að enn væri mönn. um almennt ókunnugt um þessa fvamleiðsluaukningu, þó að ,.dr“ hefði vitað um hana fyrir 7—8 mánuðum. Þá rennur „dr“ alveg frá sinni fyrri vitneskju, og heldur því fram! í síðari rit- smíðinni, að hann hafi sagt, að „þegar eftir áramót hafi venð útlit fyrir, að framleiðslan myndi aukast. En af þessari 1 tvísögn sjálfs síns kemst lær- i dómsmaðurinn að þeirri niður- stöðu, að • g sé að reyna að telja alme i ingi trá um, að ég hafi þegar um áramót vitað fyrir, að síldarafli myndi bregðast! 1 næsta kafla telur „dr“ sig taka nokkur orð upp úr grein minni frá 17. þ. m., og hefir j þau innan tilvitnunarmerkja, ; en ekki tekst honum að hafa j setninguna rétta, heldur hefir skipti á orðum, svo að úr verð- j ur vitleysa. Engum, sem hefir lesið skrif „dr“ að undanförnu, j mun lengur fimiast það til- ' tökumál, þó að flest sem „dr“ j ritar, sé ákaflega ambögulega fram sett, en ef til vill hafa einhverjir búizt við, að doktor i hagfræði gæti tekið stutta setningu orðrétta úr blaða- grein. Þá heldur „dr“ því fram, að ég hafi viðurkennt í grein minni, að „nefndin hafi veitt innflutning á þýzkum vörum frá Danmörku fyrir svo hundr- uðunt þúsunda króna skiptir“. Hér fer „dr“ með ósannindi, og geta allir, sem lesa grein mína, sannfærst um það. Að því er snertir viðskiptin við Þýzkaland, sem „dr‘ skrif- ar mest um, vil ég benda, á, ti) viðbótar, því sem ég tók fram í grein minni í N. Dbl. 17. þ. m., að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs námu vörukaup okk- ar í Þýzkalandi ca. 3,5 milj. króna, og er það ca. Ys millj. kr. meira en á sama tíma árið áður. Er þó heildarinnflutning- urinn til landsins nokkru minni nú en á sama tíma í fyrra. Það er alkunnugt, að mjög mikið af þessum þýzku vörum eru keyptar þar hærra verði held- ur en hægt er að fá samskonar vörur fyrir annarsstaðar, að- eins vegna þess, að til þess að tryggja þar markað fyrir nokk. urn hluta framleiðslunnar, hef- ir gjaldeyris. og innflutnings- nefnd sett það skilyrði fyrir innflutningsleyfi á ýmsum vör- um, að þær yrðu keyptar í Þyzkalandi. Eins og ég gat um í fyrri grein minni, verðum við að kaupa langflestar þær vörur, sem nauðsynlegar eru til fram- leiðslunnar, og fjölmargar aðr- ar nauðsynjavörur, annarsstað- ar en í Þýzkalandi, vegna þess að þæi' eru ófáanlegar þar. Vexti og afborganir af lánum er heldur ekki hægt að greiða með vörum, sern seldar eru til Þýzkalands. En þrátt fyrir þessar staðreyndir virðist fræðimaðurinn 0. G. líta svo á, að hægt sé að selja íslenzkar vörur til Þýzkalands án nokk- urra takmarkana og kaupa þar iðnaðarvörur í staðinn. 0. G. ber fram þá áskorun til nefndarinnar, að hún „birti skýrslu yfir þær innflutnings- neitanir á þýzkum vörum, sem hún hefir afgreitt síðan um áramót“. Það er auðséð, að „dr“ veit ekki hvers hann er að krefjast, þvi að ef einhvern- tima yrði samin og birt skýrsla um þær innflutningsumsóknir, sem nefndin hefir neitað, bæði frá Þýzkalandi og öðrum lönd- um, myndi þar sjást glögg' mynd af frekju ýmsra kaup- sýslumanna, sem eru andlega tengdir ,,dr“, og slík skýrsla myndi auglýsa greinilega skiln- ingsskort þeirra á núverandi fjárhagsástandi og fullkomið skeytingarleysi um sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. í síðustu grein minni gat ég um tillögu, sem fram hefir komið í þessu blaði, um að kauprr.ennirnir mynduðu félag, sem eitt annaðist öll innkaup þeirra frá útlöndum, til þess að betri not yrðu að þeim tak- markaða gjaldeyri, sem hægt er að verja til kaupa á erlend- um varningi. Vel má vera að tað sé of mikil bjartsýni i hæfileika kaupsýslumannanna, að ætla þeim að sigrast á sund- urlyndinu og tortrýggninni, en sameinast til úrlausnar á hags- munamálum þjóðarinnar. Það skal líka viðurkennt, að tæpast er hægt að vænta mikilla heillavæ'nlegra athafna í við- skiptamálunum af þeirri stétt og þeim ílokki, sem hefir sætt sig svo við eymdina, að hafa Odd Guðjónsson „dr“ fyrir leiðarstjörnu. Skúli Guðmundsaon. SoMw Reykjavík. — Sími 1249. Símnefni Sláturféla*. Niðursuðuverksmiðja Bjúgnagerð Reykhús Frystihús Fr&mleiöir og aelur i heildkðlu og amisðlu: NlSvraoBll k]0t- og fiakmeti, fjölbreytt úrval. B]úgn og ailak. áakutl á brauB, mest og bect úrval á l&ndinu. HanglkJBt, ávalt nýreykt, viöurkennt fyrir gmOl. FroeiB kjflt allakonar, fryst og geymt i válfryatibúai efttr fyllatu nútima kröfum. Oetar og amJBr frá HJólknrbúl Flúemewna. Verflakrár aendar eftir óakum, og pantanir afgreiddnr un allt land. FREYJIi kaffibœtisduftíð — nýtilbúift — inniheldur aðeins ilmandi kaffibeeti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þeea vegna er Freyju kaffibætia- duftið drýgst, heilnæm&at og beat. Og þó ar það ódýrara en kaffi- bætir i stöngum. Notið hað bezta, sein unnið er í landinu „Kertinn á allar lnndir“ kjötlaganna, óréttlátlega skatt- lagðir til hagsmuna fyrir bænd- ur í öðrum landshlutum. Þessi sífelldi áróður um að sunnlenzkir bændur séu afskipt. ir, getur tæplega haft aðrar af- leiðingar en að spilla því góða trausti, sem framkvæmdastjóri Sláturfélagsins, Helgi Bergs, hefir hingað til notið hjá fé- lagsmönnum. Það er öllum vitanlegt, að Helgi Bergs forstj. er einn af stuðningsmönnum kjötlaganna, og hefir mikið unnið að undirbúningi þeirra. Og síðan lögin komu í gildi í fyrra haust, hefir hann átt sæti í kjötverð- lagsnefndinni og átt hlut að allri framkvæmd laganna. Er það af mikilli illgirni mælt í hans garð, að hann hafi méð þessum aðgerðum gengizt fyrir þvi, að sunnlenzkir bænd- ur yrðu hart leiknir, sem hlyti þá annaðhvort að stafa af fá- kænsku eða sviksemi hans við sitt eigið félag. En sunnlenzkir bændur munu áreiðanlega ekki trúa slíkum rógburði um Helga Bergs. Þeir vita, og hafa enda fengið að reyna, að með því að styðja að undirbúningi og framkvæmd kjötlaganna, hefir hann einmitt verið að gæta hagsmuna þeirra svo sem vera bar. Og áreiðan- lega myndu þeir ekki vera bet- ur farnir, þó að Jón Kjartans- son eða annar slíkur Mbl.mað- ur, yrði settur í það sæti, sem Helgi Bergs nú skipar. En ýmsir munu renna grun í það hvaðan róginum er nú stefnt á Helga Bergs, þegar Mbl. fer að kveina um það fyr ir hönd Vestur-Skaftfellinga, að þeir fái ekki að njóta. Reykja- víkurmarkaðsins, svo sem rétt sé. Annars er erfitt að sjá, að hverju leyti V.-Skaftfellingar eiga meiri kröfu til Reykjavík- urmarkaðsins en t. d. Húnvetn. ingar. Vegalengdin mun vera svipuð og samgöngur engu lak ari norðan úr Húnavatnssýslu en austan úr Skaftafellssýslu. Sumar slátrunin. Þá fjargviðrast Mbl. út af því, að sumarslátrun hafi í þetta sinn ekki verið leyfð fyr en mánuði síðar en venjulegt sé, að sú slátrun byrji. Haustið 1934 var slátrað alls um 200 þús. kindum til sölu innanlands. Jafnvel þótt sumaralátrunin hefði numið 1000 fjár á viku þann mánuð, aem hér er um að ræða (og Mbl. sjálft hefir ekki áætlað hana meiri), þá er þar ekki um að ræða nema. 2% af því kjöti, sem selt er innan- lands. Verðmismunurinn á þessu kjöti og þvi, sem síðar er selt, getur því ekki skipt miklu fyrir bændastéttina i heild, þegar það þá líka er að- gætt, að fyrir miðjan ágúst eru dilkar, jafnvel hér á láglendinu, hvergi nærri búnir að ná fullri þyngd. En fyrir Mbl. og íhaldinu er allt á eina bókina lært. Til gangurinn sá einn, að vekja ó- ánægju og torvelda fram- kvæmd laganna. Þess vegna er allt tínt til, _ smlátt og stórt. Þess vegna stangast allar niður stöður og öll rök. Þess vegna, er í öðru orðinu viðurkennt, að bændur meg'i „vel við una“, en í hinu orðinu sagt að kjötlögin séu til orðin fyrir tóman ill- vilja þeirra fulltrúa, sem bænd. ur hafa. sjálfir valið og beri ekki árangur nema til ills ein$. En svona framkomu eru bændurnir farnir að skilja, jafnvel þótt þeir kunni að hafa „mosa í skegginu“, eða kunni ekki að „þvo sér úr sápu“, eins og Jón Kjartansson og Sigurð- ur Kristjánsson! í 28. tbl. Isafoldar þ. á. er ’ löng ritsmíð með fyrirsögninni: „Úr Suður-Þingeyjarsýslu, sjö ' vikur af sumri 1935“. — Undir. skriftina þarf ekki að lesa, svo vel þekkist höfundurinn af fjöl breyttni og fæmi í „viðbrögð- um til vinstri og hægri“ í rit- hætti. Guðm. Friðjónsson minnist á margt, og má telja: Fóta- menntun, barnafræðslu, sýslu- sjóðsgjöld, klæðaburð, tízku, þjóðarfátækt af afburðamönn. um, gapandi heimsku og ókeyp is vitleysu. Þá minnist hann á Hjaltalínssíldarmjöl, ríkisverk- smiðjusíldarmjöl, brent síldat- mjöl úr úldinni síld o. s. frv. Ennfremur á tíðarfar, sauðfjár “hirðingu, afurðamissi, lungna- orma, lungnabólgu í sauðfé o. m. m. fl. Þetta virðist allt „vitsmúna- vöxtur“ upp á við, en ekki niður á við, eins og fótamenntun út vai*psins . Þá greinir G. F. mjög „kert- inn“ frá fjárgeymslu og sauð- fjárhöldum á sínum bæ. Hann segir svo nákvæmlega frá, að kynbótahrút frá Hriflubúinu var gefin nýmjólk. — Þó veit ég ekki til, að neinn hrútur frá Hriflu sé til á Sandi. En með því að þessum á minnsta hrút virðist jafn mikið áhugamál að komast í opinber blöð eins og sumum höfðingj- um þessa lands að komast á fremstu síðu Spegilsins, — þá skal hér sögð saga hans, að því leyti sem mér er hún kunn. t fyrravor skrifaði Bjartmar Guðmundsson á Sandi mér og bað mig um lambhrút af hreinu Kleyfarkyni. Ég átti engan. Ég spurði Bjartmar hvort hann vildi ía blending af því kyni og játti hann því og kvað blend. inga af því kyni hafa reynst sér vel. Ég útvegaði honum svo blending hér frá næsta. bæ, eða því sem næst. Hann var undan hrút frá mér af hreinu Kleyfarkyni og þingeyskri á. Hrútur þessi hefir ekki fæðst í Hriflu og aldrei komið þar. Að þeirra, dómi, sem sáu hrút- inn, var hann vel vaxinn og bar megin einkenni Kleyfar- kynsins. Þyngd hans var 48V2 kg. 29. september. Nú hefir Bjartmar á Sandi nýlega skýrt mér fré því, að hrúturinn hafi fóðrast illa í vetur, en að vorlömbin undan honum séu fremur væn og falleg. Seint í áminnstri ritgerð kemur G. F. aftur að kynbóta- hrútnum frá Hriflu, eins og hann kallar hann, sem því mið- ur er nú orðinn hrepplægur á Sandi. En ekki verður séð hvers vegna G. F. verður svo tíðrætt um heilsuleysi hrútsins, fyrri en hann nefnir jörðina Hriflu í sambandi við skepnuhöld, hev- skap og lungnapestir. — I þessu sambandi nefnir hann enga aðra jörð á nafn hér í sýslu. — Og þess vegna hlýtur hver les- andi að líta svo á, að veikindi í sauðfé, meðferð þess og höld séu í mótsetningu við heilsu, meðferð og sauðfjárhöld bónd ans á Sandi og hins „kertna“ Hriflunágranna.. Af ofangreindum ástæðum leyfi ég mér og tel mér skylt, að birta hér nokkur atriði og tölur úr fóður- og afurðaskýrsL um Hriflubúsins, þó þær séii áður birtar Búnaðarfélagi ís- lands. Ennfremur fylgir hév vottorð forðagæzlumanns Ljósa vatnshrepps. Veturinn 1933—34 var jafn- aðarvigt kindanna í Hriflu sem hér segir:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.