Tíminn - 16.10.1935, Qupperneq 1

Tíminn - 16.10.1935, Qupperneq 1
<£5jaíbbagi í> í a í> o i n o c t 1 . ) ð n i Átganaurínn footat 7 ft. ^fgreibsía ttmí)cimta á £atigaocg IO. eíœl 2353 - PÓBtbéif 961 XIX. árg. Reykjavík, 16. okt. 1935. 43. blað. Gæði landsins í síðasta blaði leiddi ég hugi lesendanna að því, hvað skör- ungar íslendinga, sem uppi voru fyrir 100 árum, myndu segja um þá eftirkomendur sína, sem nú þykjast sjá sorta- blikur einar í lofti og telja ör- vænt um framtíð Islendinga. Ég vil enn leiða hugi lesend- anna að gæðum landsins og lífsskilyrðum, eins og þau eru nú. Ég kem fyrst að því, sem mörgum manni þykir mest um vert, en það er öflun hins dag- lega brauðs. Það er erfitt að hugsa sér að það þurfi að vera sultur á Islandi. Þvert á móti má segja, að landið sé eitt matarforðabúr. Við strendur landsins eru hinar mestu fiski- göngur í Evrópu og hinn bezti fiskur. I flestum árum aflast við landið margfalt meira af síld heldur en unnt er að nota til manneldis og gripafóðurs. Meginið af auði hafsins sem berst í hendur fiskimannanna, verður að flytja til fjarlægra landa. Framleiðslan af hinum kjarnbeztu landbúnaðarvörum fer sífellt vaxandi: kjöt, mjólk, skyr og ostur. Og á síðustu ár- um hefir komrækt gefið þann árangur, að sýnt er að hún getur gefið mikinn innlendan fóðurbæti, og verið undirstaða mikillar alifuglaræktar. Ein af frændþjóðum okkar, Svíar, hafa notað síld til manneldis öldum saman. Þeir hafa lagt stund á að gera ís- lenzka síld að sem beztri vöru. Síldin frá íslandsströndum er orðin þjóðréttur í Svíþjóð. Is- lenzk síld er inngangsréttur á borðum allra Svía, sem til þess ná, bæði ríkra og fátækra. Enn kunnum við ekki að nota síld sjálfir. Þá list eigum við að geta numið til fulls af Svíum. Síld og kartöflur, fiskiír nýr, saltur og hertur, lýsi, kjöt, nýtt, saltað og reykt, nýmjólk, skyr, ostar, heimafengin egg og ef til vill brauð úr íslenzku korni, þetta á að geta verið kjarninn í framtíðarfæði Is- lendinga, um leið og vínið, kaffið, tóbakið, sykurinn og hveitið, sumpart hverfur, sum- part minnkar stórkostlega út- gjaldaliðina á framtíðarheimil- um Islendinga. Næst daglegu brauði koma fötin. Nú í haust byrjar hin stóraukna og bætta dúkagerð í Gefjunni á Akureyri. Innan skamms getur mikill hluti Is- lendinga fengið þar fataefni sin úr heimafenginni ull. Og þar er líka hafin sútunariðja. Þar á að undirbúa svo vel hin r.álega verðlausu kindaskinn, að þau geti verið vandað efni í hin skjólbeztu föt handa körlum og konum. Og að síðustu er steinlímið á leiðinni, meginefnið, sem vant- aði í byggingar landsmanna, brýrnar og vegina. Tæplega myndu Fjölnismenn hafa efazt um að íslenzka þjóðin gæti lifað góðu lífi á Islandi, þótt nokkrir verzl- unarerfiðleikar þrengi að í bili. Vill unga kynslóðin standa að baki Fjölnismönnum um að trúa á landið ? J. J. Uianríkis* * vevzlunin 1935 Samkvæmt skýrslu er Tím- inn hefir aflað sér hjá formanni gjaldeyrisnefndar, hafa, viðskiptin við útlönd í 1 síðastliðnum mánuði verið þau, að innflutningur nam 2 millj. 956 þús. kr. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 4 millj. 500 þús. krónum. — Útflutningur í síðastliðnum mánuði nam 6 millj. 340 þús. kr., en á sama tíma í fyrra 6 millj. 686 þús. kr. | En þegar litið er á heildar- tölur frá áramótum til síðustu mánaðamóta verða tölurnar þessar: Innflutningur frá 1/1-—30/9. 1935: 33 millj. 177 þús. kr. Frá þessu ber að draga, efni til Sogsvirkjunarinnar, 590 þús. kr. og nemur þá raun- ; verulegur innflutningur það 1 sem af er árinu 1935 alls 32 i millj. 587 þús. krónum. En frá 1/1.—30/9. 1934 nam innf!. 36 millj. 467 þús. krónum. | Hefir þá innflutningur níu ; fyrstu mánuðina í ár lækkað 1 um 3 millj. 880 þús. frá því á sama tíma í fyrra. Útflutningur frá 1/1-— 30/9. 1935: 29 millj. 748 þús. kr., en á sama tíma í fyrra 31 millj. 644 Þús. kr. Án þess að vert sé að orð- lengja mjög um þetta efni fyrr en fullnaðartölur þessa árs alls liggja fyrir hendi, sanna þessar tölur það, sem Tíminn hefir jafnan hald- ið fram, að gjaldeyrisnefndin sé í kreppunni ómissandi stofn- un og að það sé rétt, að ekki bæri að dæma árangur haft- anna eftir fyrstu mánuðum ársins, þar sem leyfin frá fyrra ári hlutu, m. a., að hafa mikil áhrif á hann. Hefði sú nefnd ekki verið, þarf engum getum um það að leiða, að sept.mán- uður hefði ekki sýnt rúmlega l'/2 millj. kr. lægri innflutning en á sama mánuði í fyrra, né heldur fengizt um 2 milljóna króna betri viðskiptajöfn- uðm- á fyrstu níu mánuðun- um en í fyrra á sama tíma, þótt óhagstæður sé enn að vísu. Auðvitað er útflutningurinn minni, en það stafar vitanlega af síldinni og líklega eitthvað aí fiski líka. En afli og verð- lag þess útflutnings er ekki á valdi gjaldeyrisnefndarinnar. Það hefði hvorugt verið betra þótt hún hefði farið þangað sem óvinir hennar óska henni. En viðskiptajöfnuðurinn tví- mælalaust verið langt um óhag- stæðai’i, ef þeir hefðu allir fengið að þjóna lund sinni með innflutninginn. Sem dæmi um óráðvendni og litilmennsku íhaldsblaðanna í skrifum um gjaldeyrismálin, má nefna frásögn Morgunblaðsins um innflutninginn og útflutn- inginn í september. Blaðið ger- ir í þessari frásögn samanburð á samanlögðu útflutningsmagni í fyrra og nú. En það „gleym- ir“ að gera samanburð á inn- flutningnum. Auðvitað er þetta með vilja gert, til þess að hliðra sér hjá að vekja athygli á árangri innflutningshaftanna. A víðavangi Fjárlögin 1936. I Af þeim stórmálum, er nú Jiggja fyrir Alþingi, ber fyrst að nefna fjárlögin fyrir árið 1936. En eins og kunnugt er, var sú höfuðástæða' þing- frestunarinnar, að ekki þótti i fært að afgreiða fjárlög næsta árs, meðan allt væri í óvissu um afurðasölu landsmanna er- i lendis og þar með tekjumögu- i leika ríkissjóðs. En um leið og I ákvörðun var tekin um1 frest- ! unina, var jafnframt ákveðið, , að fj árveitinganefndin yrði ! kölluð saman á undan þinginu, i til ^þess að undirbúningsvinna ! hennar þyrfti ekki að tefja þmgstörfin.*) Kallaði fjár- i málaráðherra nefndina saman 1 25. sept., og hefir hún starfað I síðan. 1 Eysteinn Jónsson fjármála- i'áðherra hefir nýlega hér í I blaðinu gert nokkra grein fyr- ir því, hvernig hann telur fjár- hagsútlitið nú, og hvaða vinnu- i brögðum hann ætlazt til að i beitt verði við afgreiðslu fjár- I laganna. En á það mun, af 1 hans hálfu, verða lögð rík á- i herzla, nú eins og sl. ár, að i fjárlögin verði án greiðslu- halla. I | Ihaldið í vafa. I Skrípaleik þeim, er „einka- fyrirtækið“ stofnaði til út af þingsæli Mag' ússr Torfasonar, j var lokið í gær. Með 25 at- kvæðum gegn 17 lýsti Alþingi vfir því, að kæra miðstjómar Bændaflokksins ætti enga stoð 1 í stjórnskipulögum landsins. j Athygli vakti það, að tveir j íhaldsmenn, sem mættu á þing- ; fundi í fyrradag, voru fjar- ! staddir í gær, þeir Eiríkur Ein- arsson og Jón Ólafsson. Því hefir líka verið veitt eftirtekt, að sá af lögfræðingum íhalds- ins, sem helzt nýtur álits, Pét- ur Magnússon, hefir engan þátt tekið í þessum löngu um- ræðum. I stað þess voru hinir lélegri lögfræðingar íhaldsins látnir vaða elginn. Og í fyrra- kvöld kórónaði Garðar Þor- steinsson vitleysuna með því, að halda því fram, að eitt af kjörgengisskilyrðunum væri það, að hafa ekki afsalað sér þingmennsku! En hik íhalds- manna og ótrú á málstað sín- um, kom reyndar gleggst fram í ræðu Ólafs Thors, þar sem hann viðurkenndi, að stjórnar- skráin tæki ekkert fram um það, að þingmaður, sem fer úr flokki, ætti að víkja af þingi. Enda hafa þingmenn aldrei gert slíkt ennþá, og hafa þó margir skipt um flokka. „Einkafyrirtækið“ er ekki „flokkur“. Hinsvegar vildi Ólafur fá þingið til að lýsa yfir því, í þessu sambandi, að „samkvæmt tilgangi uppbótarþingsætanna í *) Einhverjir háfa e. t. v. tekið eftir Því, að Mbl. þykist hafa átt uppástunguna að því að kalla nefndina saman. þó byrjaði blað- ið ekki að hreyfa því máli fyrr en um miðjan september. En þetta er aðeins lítið og broslegt dæmi um, hvað ritstjórar Mbl. fylgjast illa með gangi mála! hinni nýju kosningalöggjöf“ sé það eðlilegt, „að Iandskjörinn þingmaður, sem skilur við flokk sinn, láti samhliða af þing- mennsku“ (af sjálfsdáðum). Þingmenn Framsóknarflokks- ins greiddu atkvæði gegn þess- ari yfirlýsingu. Var af for- manni og ráðherrum flokksins, og einum þingmanni að auki, gerð sérstök grein fyrir þeirri atkvæðagreiðslu. Það má vitan- lega til sanns vegar færa, að eðlilegt geti verið, ef um venju- lega og skipulagða flokka er að ræða, að þingmaður, sem íer úr fiokki, leggi niður um- boð, en þá verða kjördæma- kosnir þingmenn að gera það engu síður en landkjörnir. Hitt nær vitanlega engri átt að gera mun á flokksskyldum kjör- dæmakjörinna og landkjörinna þingmanna. En þar á ofan stendur hér alveg sérstaklega á, þar sem svokallaður „Bænda- flokkur“ byggði einmitt tilveru sína á því, að þingmenn hans skyldu ekki vera háðir neinum fiokksböndum. Samkvæmt þessu var „Bændaflokkurinn“ í raun- inni enginn flokkur, heldur að- eins kosningasamtök nokkurra frambjóðenda um að komast inn í þingið. Og kjósendur „Bændaflokksins“ greiddu at- kvæði sín í þeirri trú að svona ætti þetta að verða. „Sigrar“ „mýramanna“. Einn af þm. Mbl. sagði í íyrra, að þeir Jón Jónsson og Hannes Jónsson er hann nefndi þá „stuttu“, myndu ekki verða sérlega hátt metnir hjá íhald- inu, eftir að þeir hefði lagzt flatir í kosningamýrinni í Húnaþingi. — Mbl. talar samt um sigra þeirra „mýramanna“ yfir andstæðingum sínum. En sigrar þeirra eru bundnir við svik í opinberri framkomu. Þeir „sigruðu“ Jón Þorl. í kosninga- lagamálinu, er þeir fengu nokkra af mönnum hans til að fremja það, sem J. Þ. kallaði „þingsvik“. En kosningalög „mýramanna“ urðu þeim sjálf- um að fótakefli, er þeir fengu M. T. inn, en óskuðu honum falls. Áðrir helztu „sigrar“ þeirra kumpána, eru að hafa tafið útgáfu lögbókarinnar, taf- ið umbót hæstaréttar nokkur ár og komið Jóni Jónssyni, með 14 þús. kr. inn á Kreppusjóð. Hitt skiptir „mýramenn“ senni- lega litlu máli, þó að Kreppu- sióður þeirra verði raunveru- lega algerlega févana, þegar Jón hypjar sig heim með leif- ar sinna 30 silfurpeninga í vas- anum. Ólafur ógnar með „handaflinu“! Þegar Alþingi var í gær með atkvæðagreiðslu sinni búið að ónýta kæru „einkafyrirtækis- ins“ á hendur Magnúsi Torfa- syni, missti Ólafur Thors sem oftar stjórn á skapi sínu. Rauk hann upp úr sæti sínu og hálf- hrópaði upp: „Nú hefir Alþingi gengið frá Magnúsi Torfasyni, en eftir er að sjá, hvað b æ r- i n n gerir við hann‘L Meining þessara orða verður ekki mis- skilin. Fara nú ofbeldishótanir þessa rindilmennis að verða nokkuð tíðar í þingsalnum. Og fullkomin ástæða er til, að Alþingi Alþingi kom saman til fram- halds fundahalda fimmtudaginn 10. þ. m. Verður nú áfram hald- ið þar sem frá var horfið sl. vetur við afgreiðslu þingmála þeirra, er þá lágu fyrir og ekki var að fullu lokið. Enn- fremur verða nokkur ný mál lögð fyrir þingið. Þegar þinginu var frestað, var það búið að vera 49 daga að störfum (en meðal þingtími síðustu 10 ára er um 100 dag- ar) og hafði afgreitt 34 lög og 6 þingsályktanir. En mörgum málum var þá enn ólokið. Þar sem þinginu var eigi slitið, heldur aðeins frestað, þarf eigi að leggja, þau fyrir nú, heldur verða þau upp tekin á því af- greiðslustigi, sem þau voru á í deildunum, þegar þinginu var frestað. Þrír þingmenn mæta eigi á þessum þinghluta, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Thorodd- sen og Thor Thors. I stað G. Th. hefir Eiríkur Einarsson tekið sæti sem uppbótarmaður fyrir íhaldsflokkinn. stjórn og þing fari að gefa því gaum, hvort ekki sé ástæða til að hafa frekara eftirlit bn ver- ið hefir með sumum þeim liðs- kosti, sem verið er að ala upp í samræmi við slíkan munn- söfnuð. „Þingþrælar“. I umræðunum á Alþingi hef- ir þvi verið haldið fram af ýmsum íhaldsmönnum (þ. á m. Þorst. Briem) að uppbótarþing- mennirnir væru „eign“ þing- flokkanna og hefðu minni rétt en aðrir þingmenn. Væri þá um að ræða einskonar þræla- hald í þinginu. Er nú í sölum Alþingis mjög haft í flimting- um um „þingþrælana“, og þyk- ir uppbótarmönnum íhaldsins súrt í brotið, en verða þó að sætta sig við nafnbótina. En í þessu „þræla“-liði íhaldsins eru þau Guðrún Lárusdóttir, Jón á Reynistað, Garðar Þorsteinsson og Eiríkur Einarsson. Hrengskapur íhaldsins. Þegar „einkafyrirtækið" bar fram kæru sína á hendur Magn- úsi Torfasyni, óskaði Fram- sóknarflokkurinn eftir því, að fram færu útvarpsumræður um loálið, og var þá gert ráð fyrir því, að M. T. fengi sérstakan > ræðutíma til að skýra mál sitt. Fyrir þessu er fordæmi, því að Ásgeiri Ásgeirssyni var í fyrra ; veittur slíkur ræðutími utan | flokka. En bæði stóra og litla íhaldið neituðu því, að Magnús fengi að tala. Og af þeim á- stæðum fórust útvarpsumræð- 1 urnar fyrir. Nýja dagblaðið flytur í dag ítarlega og | merkilega grein um vinnslu þurrmjólkur. Landbúnaðarráð- i herra ákvað í sumar að senda ! dr. Jón E. Vestdal utan til að ' rannsaka málið, og er greinin útdráttur úr skýrslu hans. Verður hún birt í næsta blaði Tímans. Dr. J. V. leggur til að þurrmjólk verði unnin úr 6 milj. lítra. Uiart úr heimi Styrjöldin í Afríku, milli It- ala og Abessiníumanna heldur áfram. Ilafa Italir sótt fram úr nýlendum sínum inn yfir landamæri Abessiníu úr tveim áttum, og hafa nú allstórt svæði á valdi sínu, þar á meðal bæinn Adua, þar sem þeir biðu hinn mikla ósigur fyrir Abes- siníumönnum árið 1896 og Aksum, hina helgu borg Abes- siníu, þar sem konungar henn- ar eru grafnir. Hafa Italir neytt þeirrar hemaðartækni, sem þeir hafa fram yfir hina hálfvilltu Afríkuþjóð, og beitt fyrir sig flugvélum, brynvögn- um og eiturgasi. Abessiníu- menn liafa hinsvegar veitt harðara viðnám en gert hafði verið ráð fyrir, enda eru þeir hraustir menn og herskáir. Hefir mikið mannfall orðið í liði beggja eftir því sem fregn- ir herma. Meðal annars hafa Abessiníumenn fundið upp það herbragð, að veiða ítalska brynvagna í ljónagryfjur, sem þeir hafa grafið í eyðimerkur- sandinn. Italir eiga líka erfitt um framsóknina vegna hins ó- holla loftslags og skorts á neyzluvatni. En þeir hafa nú um 200 þús. manna her á víg- stöðvunum, og herflutningar um Suezskurðinn halda stöðugt áfram. Þjóðabandalagið hefir nú á- kveðið að beita svokölluðum viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn Italíu. Eru þær í því fólgnar að neita að selja Itöl- um vörur, sérstaklega þær, sem að gagni mega koma í hernaði og þá fyrst og fremst vopn, og ennfremur að hindra lánveitingar til Ítalíu. Jafn- framt hefir verið afnumið bann gegn flutningi vopna til Abessiníu, og eru Abessiníu- menn nú að gera stórfelld inn- kaup á tækjum til hernaðar. Kosningarnar í Memel, sem er hálfsjálfstætt hérað, undir eftirliti Þjóðabandalagsins, á landamærum Þýzkalands og Lithauen, fóru á þá leið, að rúml. 80% kjósenda greiddu atkvæði með Þýzkalandi, en tæp 20% með Lithauen. Er talið, að þýzka stjórnin hafi nú mikinn hug á, að ná þessu héraði aftur undir yfirráð Þýzkalands. Kosningar til sambandsþings- ins í Kanada 14. þ. m. fóru þann- ig, að Liberal- eða frjálslyndi flokkurinn undir forystu Mac- lvenzie-King, hefir hlotið 174 þingsæti af 245, eða 81 fleira en við síðustu kosningar; Con- servatives eða íhaldsflokkur- inn, sem setið hefir að völdum síðastl. fimm ár, 40 þingsæti eða 93 færra en áður; Social Credits flokkurinn, er nýlega gersigraði í fylkiskosningum í Alberta, 15 þingsæti, öll í Al- berta fylki; Co-operative Com- monwealth, eða samvinnu- flokkur bænda og verkamanna, 7 þingsæti; óháði frjálslynai flokkurinn 4 þingsæti og óháð- ir íhaldsmenn 7 þingsæti; aðrir færra. Sigur Frjálslynda floklcs- ins nú, er stærsti kosningasig- ur, sem unninn hefir verið í Kanada.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.