Tíminn - 19.02.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi feía6aia» et I. fúxti Aiaanguti'ot: ioatax 7 £t* Sfeteifcsla »0 ttra&eimta á íaugaoeg íO. GiaX 2353 — Pó&tfcóif 0©f XX. árg. Reykjavík, 19. febrúar 1936. 7. blað. Skipulag Framsöknar* flokksins Þessa dagana heldur mið- stjórn Framsóknarflokksins að- alfund sinn í Reykjavík. Á fundinum eru mættir 29 mið- stjórnarmenn af 35, sem þar eiga sæti og atkvæðisrétt sam- kvæmt lögum flokksins.- En á venjulegum miðstjórnarfund- um, sem að jafnaði eru haldnir einu sinni í mánuði, eiga 25 menn sæti. Enginn landsmálaflokkur hef- ir eins fjölmenna flokksstjórn og Framsóknarflokkurinn. Al- þýðuflokkurinn hefir t. d. níu manna miðstjórn með búsetu- skilyrði í Reykjavík og Hafn- arfirði og í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins sitja aðeins 7 menn, allir búsettir í Reykja- vík. En miðstjórn Framsóknar- flokksins er höfð svo fjölmenn til þess að áhrif flokksins í öll- um hlutum landsins geti notið sín sem bezt. Samkvæmt flokkslögunum skulu 15 mið- stjómarmenn vera búsettir „í Reykjavík og grennd", og hafa þeir verið kosnir úr Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfirði, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Allir hinir miðstjórnarmennirnir verða að vera búsettir utan Reykjavík- ur, og má eigi vera nema einn úr hverju kjördæmi. Eru á þennan hátt kosnir 20 menn úr hinum einstöku kjördæmum, og mæta þeir allir á aðalfundi, en eru annars til skiptis aðalmenn og varamenn, 10 og 10 hvert ár. Núverandi miðstjórn Fram- sóknarflokksins var kosin á flokksþinginu 1934. En þar voru mættir um 200 kjörnir fulltrúar flokksfélaganna í ein- stökum héröðum. Þessi félög voru þá um. 50 að tölu, og það eru þau eða samband þeirra, sem bera heit- ið: Framsóknarflokkurinn. Framsóknarflokkurinn er þannig byggður upp á alger- lega félagslegum og lýðræðis- legum grundvelli. Fyrirmyndin er frá samvinnufélögunum eins og hugsjónirnar, sem sköpuðu hann í upphafi. Hver sá mað- ur, sem aðhyllist hina yfirlýstu meginstefnu flokksins, eins og hún kemur fram í stefnuskrá hans, á opna leið inn í hinn skipulagða félagsskap, og þar með til áhrifa á framkvæmd stefnuskrárinnar og þróun flokksins. Og það er ósk flokks- ins, að sem allra flestir af þeim, sem samleið eiga með honum, noti sér þennan rétt. Ýmsir svokallaðir „flokkar" láta sér nægja að safna atkvæðum við kosningar. Þeir vilja láta kjós- endur sína vera eins og skatt- lönd Rómaveldis, þar sem íbú- arnir höfðu ekki borgararétt. En Framsóknarflokkurinn vill gefa öllum sínum kjósendum kost á að vera meira en atkvæði við kjörborðið fjórða hvert ár. Hann vill að þeir gangi sem flestir inn í hið skipulagða flokksstarf, og ráði hlutfalls- lega um það, hversu faríð er með það vald, sem atkvæði þeirra hafa hjálpað til að skapa. Alþingi Alþingi því, sem nú er hafið, mun ekki verða frestað nema eitthvað ófyrirsjáanlegt beri að höndum. Mun af Framsókn- arflokksins hálfu verða lögð á- herzla á að flýta þinginu eftir því sem tök eru á. En meðal- þingtími síðustu 10—12 ára er um 100 dagar. Frumvarpið til fjárlaga fyrir árið 1937 hefir verið lagt fram. Er þar gert ráð fyrir álíka há- um upphæðum tekna og gjalda og í fjárlögum þessa árs. Er þá jafnframt gengið út frá að bráðabirgða-tekj ustofnar þessa árs verði framlengdir, enda er það eðlilegt á meðan ekki ræt- ist betur úr um sölu framleiðsl- unnar erlendis og þær hömlur þurfa að vera á innflutningi, sem nú eru. Af öðrum þýðingarmiklum málum, sem tekin verða fyrir, má nefna: Frumvarp um fóðurtryggingar, sem íhald- ið drap í lok síðasta þings með því að neita um afbrigði frá þingsköpum. Frumvarp um kennslu í garðrækt. Frumvarp um breytingar á jarðræktarlög- unum. Frumvarp um kosningar í hreppsnefndir, sýslunefndir og bæjarstjórnir. Frumvarp um nýja tekjustofna handa sveitar- og bæjarsjóðum, samið af milliþinganefnd, sem Bern- harð Stefánsson alþm. sat í fyrir hönd Framsóknarflokks- ins. Frumvarp um ríkisfram- færslu sjúkra manna (berkla- veikra, geðveikra o. fl. með langvinna sjúkdóma).' Frum- varp um samvinnuútgerð. Frum varp frá lögfræðinganefndinni um rekstur einkamála í héraði. Er það einn liður í þeirrí al- hliða umbót á réttarfari lands- ins, sem núverandi dómsmála- ráðherra beitir sér fyrir og hafin var með skipun lögfræð- inganefndarinnar og hinum nýju lögum um hæstarétt. Frumvarp um ríkisútgáfu skólabóka, til lækkunar á verði bókanna. Endurskoðun mjólk- urlaganna o. fl. Þá má geta þess, að eitt af fyrstu verkum þingsins mun verða að taka til meðferðar og afgreiða frumvarp Jörundar Brynjólfssonar um breytingu þingskapanna í því skyni að koma í veg fyrír óþörf ræðu- höld og hraða afgreiðslu mála. I framsöguræðu þeirri, sem fjármálaráðherra flutti í dag við 1. umræðu fjárlaganna, og birt verður í næsta blaði Tím- ans, er gerð grein fyrir því, sem áunnizt hefir í tíð núver- andi stjórnar, í þá átt að bæta afkomu ríkissjóðsins og verzl- unarjöfnuðinn við útlönd. Ber því að fagna, að þannig hefir miðað að því, sem betur má fara. En þing og stjórn mun telja sér skylt að halda áfram á þessari leið, jafn- framt því, sem leitast verður við að styðja hverja þá umbót eða nýbreytni, sem verða má atvinnuvegum landsins tii írant- dráttar^ og þeim hluta þjóðar- innar til hjálpar, er skarðastan hlut ber frá borði. Þau höfuðmál þingsins, sem drepið er á hér að framan, eru nú til meðférðar á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarfl. A víðavangi Framsóknarfélögin. Til viðbótar grein á öðrum stað hér í blaðinu, um skipulag Framsóknarflokksins, skal þetta tekið fram: Félögin, sem mynda Fram- sóknarflokkinn, eru með tvennu móti: Félög, sem ná yfir heil kjördæmi og félög, sem ná að- eins yfir einstaka hreppa eða hluta úr kjördæmi. En hvert félag hefir rétt til að kjósa jafnmarga fulltrúa á flokks- þing og hreppar eru á félags- svæðinu. Um rétt félaganna í kaupstöðunum til fulltrúakosn- ingar, gilda þó aðrar reglur, og mega þau kjósa jafn marga fulltrúa og fulltrúar eru í bæj- arstjóm kaupstaðarins. Ríkisstjórnin fær traust. Á fjölmennum fundi, sem Bjarni Ásgeirsson alþm. hélt í Borgarnesi í s.l. viku voru m. a. samþykktar eftirfarandi tillög- ur: „Fundurinn lýsir fullu trausti á þingmanni kjördæmisins, þingmeirihluta og ríkisstjórn og þakkar þeim vel unnin störf á síðustu þingum". Samþ. með 64:34 atkv. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, sem á hefir unn- izt á síðasta ári um að rétta við greiðslujöfnuð landsins við utlönd, og treystir jafnframt þingi og stjórn tU þess, að taka það mál svo föstum tókum, að fuUur greiðslujöfnuður náist á þessu ári. Sömuleiðis treystir hann þingi og stjórn til þess að halda fast við þá stefnu sína, að afgreiða tekjuhaUalaus f járlög og rétta þannig við f jár- -hag ríkissjóðs". Samþ. með 53:4 atkv. „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir röggsamlegri fram- göngu ríkisstjórnarinnar í hinu Ulræmda dulskeytamáli, og tréystir ríkisstjórn og Alþingi tU að setja lög, sem taka fyrir slíkt framvegis". Fór íhaldið hina mestu fýlu- för á fundi þessum. Innflutningurínn. Hér í blaðinu var nýlega birt bráðabirgðaskýrsla Hagstof- unnar um innflutning erlendra vara í janúarmánuði. Þessi skýrsla Hagstofunnar sýnir, að innflutningurinn er 1 miUj. 333 þús. kr. minni en í sama mánuði í fyrra. í janúar 1935. hefir innflutningurinn verið 3 millj. og 19 þús. kr. En í janúarmánuði 1936 er hann aðeins 1 millj. 686 þús. kr. Vitanlega má ekki gera sér vonir um, að innflutningur ann- arra mánaða ársins geti lækkað frá því sem var í fyrra neitt svipað því sem janúar-innflutn- ingurinn hefir lækkað. En þessi mikla lækkun í janúar sýnir hinsvegar, að aðstaðan fyrir gjaldeyrisnefndina er talsvert önnur nú um áramót- in, en hún var um næstsíðustu áramót. Gömlu Ieyfin í fyrra. í"msum þótti það undarlegt, hversu lítið innflutningurinn lækkaði fyrstu mánuði ársins í fyrra. Af stjórnarandstæðing- um var það óspart notað til þess, að telja fólki trú um, að innflutningshöftin væru gagns- laus. En skýringin var þá þegar gefin hér í blaðinu. Hún var sú, að nýju lögin um innflutnings • höft gengu ekki í gUdi fyrr en x'étt á áramótum, og að inn- flytjendur áttu mjög mikið af innflutningsleyfum, sem þeir höfðu fengið hjá fyrrverandi gjaldeyrisnefnd og giltu marga mánuði fram í tímann. Þessi gömlu innflutningsleyfi voru innflytjendur að nota smám \ saman allan fyrrahluta ársins 1935, og var ekkert hægt við því að gera. Þessvegna var á- rangur hinna nýju ráðstafana lítt sýnilegur þann tíma. En eftir þessa fyrstu mánuði fór árangurinn að koma í ljós bet- ur og betur. Og endirinn varð sá, að heildarinnflutningur árs- ins lækkaði um 7 milljónir og greiðslujöfnuðurinn batnaði um 6 milljónir frá því, sem verið hafði árið 1934. Nú um ára- mótin voru hinsvegar ekki til nein gömul innflutningsleyfi, sem giltu fram í tímann. Þess vegna kemur árangurinn af starfi gjaldeyrisnefndar svo greinilega fram nú strax á fyrsta mánuði. Þannig er það þá sannað, að skýring Tím- ans í fyrra var alger- lega rétt, þó að stjórnarand- stæðingar vildu véfengja hana þá. Framkvæmdir Fiskimálanefndar. Eins og kunnugt er, er Fiski- málanefndin n£ að undirbúa sendingu á fyrsta skipsfarmin- um af frystum fiski til Norð- ur-Ameríku. Er búizt við, að farmurinn fari héðan um næstu mánaðarmót. Er þetta mest bátafiskur af Akranesi. 1 sambandi við þessa fisk- sendingu hefir Fiskimálanefnd- in gert aðra mikilsverða ráð- stöfun. Hún hefir ráðið einn af álitlegustu og slyngustu verzl- unarmönnum landsins, Sigurð Jónasson forstjóra, til að fara vestur um haf til að selja fisk- farminn og byrja að vinna að áframhaldssölu á frystum fiski vestur. Lagði Sigurður af stað héðan með Gullfossi í síðastl. viku og verður kominn vestur um haf nokkra á undan fisk- farminum. Afbrýðisemi Gismondi-mannanna, Allir þeir, sem ekki láta sér á sama standa um það, hversu gengur um sölu á aðalútflutn- iugsvöru landsmanna, ættu að gleðjast yfir því, að sjá ísinn brotinn á þennan hátt. Það er þá heldur ekkert und- arlegt, að Morgunblaðið, blaðið, sem undanfarið hefir talizt málgagn stærstu fiskútflytj- endanna, birti greinar um þetta mál. En efni þessai'a greina kynni að koma sumum á óvart, því að þær eru yfirleitt fullar úlfúðar og illkvittni í garð þessarar merkilegu fram- kvæmdar. Og höfundurinn fer ekkert dult með það, hvað það er, sem tekur frá honum alla gleði af þessu máli. Það er afbrýðisemin út af því, að það skuli vera Fiskimálanefnd en ekki Fisksölusambandið, sem Runólfur Sigurðsson, hinn nýi framkvæmdastjóri Fiskimálanefndar, sem nú stendur 'fyrir því að senda frystan fisk til nýrra markaða í Ameríku. Runólfur hefir áður veríð um fjögurra ára skeið starfsmaður á skrifstofum Sambands ísl. samvinnufélaga erlendis og síðar 3-^ ára hjá Fisksölusambandinu fór m. a. ferð fyrir það í fisksöluerind- um um löndin við sunnanvert Miðjarðarhaf. Eggert P. Briem, sem tekið hefir að sér forstöðu hinnar nýju ferðaskrifstofu rík- isins, sem á að vinna að því að útbreiða þekkingu á íslandi erlendis og auka tekjur þjóðar- innar af ferðalögum hihgað til lands. Hann er sonur Páls heit- ins Briem amtmanns og bróðir Helga P. Briem fiskifulltrúa á Spáni. Var í mörg ár starfs- maður hjá Eimskipafélagi Is- lands og hafði þar m. a. með höndum fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna. forgönguna hefir í þessum framkvæmdum! Nú er það svo, að í gildandi lögum er Fiskimálanefnd lögð sú skylda á herðar að beitast fyrir nýjum verkunaraðferðum og tilraunasendingum til nýrra markaðsstaða. Til þessarar starfsemi fær ríkið nefndinni til umráða 1 millj. kr. úr rík- issjóði. För Sigurðar Jónasson- ar mun verða kostuð af þessu fé. Og það er undarleg um- hyggja hjá Mbl. fyrir fiskfram- leiðendum að vilja heldur láta lcggja slíkan kostnað á fisk- framleiðsluna, en að taka hann af þessu framlagi, sem hið op- inbera ráðstafar í þágu sjávar- útvegsins. Aðalsteinn Hallsson. fimleikakennari heldur í vor íþróttanámskeið fyrir kennara. Sjá augl. á 4. síðu. Uian úr heimi Kosningar eru um garð gengnar á Spáni, og vekja úr- slit þeirra mikla athygli um alla Norðurálfu. Flokkur jafn- aðarmanna og frjálslyndur fiokkur undir forystu Azana, sem fyrir nokkru var forsætis- ráðherra, hafa unnið gífurleg- an kosningasigur 6g meirahluta i þinginu. Hinn svonefndi ka- þólski fasistaflokkur, sem und- anfarið hefir ráðið stjórn landsins, beið að sama skapi mikinn ósigur. Foringi þess flokks, er maður að nafni Giles Robles, og var talið, að hann hefði stefnt að einræðisstjórn með aðstoð hersins. Bandamað- ur hans var Rivera, sonur fyr- verandi einræðisherra í tíð kon- ungsstjómarinnar. En þeir Gi- les Robles og hann féllu nú báð- ir í kosningunum. Talíð er, að forseti lýðveldisins, Alcala Za- mora, sem var einn af forvígis- mönnum þeirra, er steyptu kon- unginum af stóli, hafi komið í veg fyrir áform þeirra GUes Robles og félaga hans með því að rjúfa þingið svo skyndilega sem gert var og að þeim óvör- um. Afarmiklar æsingar hafa ver- ið á Spáni í sambandi við þess- ar kosningar, og hlutust víða meiðingar af og sumstaðar manndráp. Enda var mikil ólga undir niðri síðan í fyrra, að uppreisnartilraun, sem þá var gerð, var bæld niður með harðri hendi. En ýmsir póli- tískir fangar, sem setið hafa í varðhaldi síðan, voru nú kjöm- ir inn í þingið. Fyrsta afleið- ing kosningaúrslitanna var líka sú, að allir pólitískir fangar voru látnir lausir. Enn hafa stjómarskipti ekki farið fram, og er mikil ókyrrð í landinu, en búizt er við, að Azana verði falið að mynda hina nýju stjóm. ítalir telja sig nú undan- farna daga hafa unnið mikinn sigur á norðurvígstöðvunum í Abessiníu, og að sex þúsund Abessiníumenn hafi fallið. Við- siár fara nú vaxandi milli Itala annarsvegar og Frakka og Englendinga hinsvegar. Hefir Mussolini heimtað skýringu á vígbúnaði Englendinga í Mið- jarðarhafi, en enska stjórnin svarað, að hún myndi eigi ræða það mál við hann frekar en orð- ið væri. í Englandi eru nú ráða- gerðir stórar um vígbúnað og rætt um þær af miklum ákafa. Fær Baldwin forsætisráðherra fyrir það ámæli hjá ýms- um flokksmönnum sínum, að Iiann sé deigur til framkvæmda á þfcssu sviði, og að heruaðar- styrkur Bretaveldis sé hvergi nærri viðunandi. Talið er, að saman dragi nú með Þjóðverjum og Itölum, og ganga ýmsar kviksögur um væntanlegt hernaðarbandalag. Er þá einnig um það talað, að þessi ríki hyggi sér liðs von f rá veldi Japana í Austurálfu. Mik- ill ótti hefir gripið Hollendinga og Belga um þýzka innrás álíka og 1914, og Frakkar treysta nú sem ákafast víggirðingar 1 sínar á austurlandamærunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.