Tíminn - 16.09.1936, Qupperneq 2
148
T1MIN N
Samvinna Búnaðarfélags
íslands og ríkisvaldsins
Ræða Hermanns Jfónassonar Sorsætssráðlierray er hann
lagði jarðræhtarlögin Syrír Búnaðarþingið
Eins og ykkur er kunnugt,
háttvirtu bunaðarþingsfulltrú-
ar, er búnaðarþingið nú kallað
saman á aukafund til þess að
taka afstöðu til hinna nýju
jarðræktarlaga að því leyti er
þau snerta beinlínis Búnaðar-
íelag íslands. Ég hefi talið það
rétt, um leið og nýju jarðrækt-
arlögin eru lögð fyrir þetta
þmg, að segja um þau nokkur
orð. Að vísu hefir þetta mál
verið allýtarlega rætt og efni
hinna nýju laga, mun nú flest-
um kunnugt, og þó einkum yklc-
ur, sem að sjálfsögðu hafið
kynnt ykkur þessi mál, sérstak-
lega, vegna þeirrar sérstöku
ábyrgðar, sem á ykkur hvílir
) þessu efni.
Það mun ekki vera neitt
ágreiningsatriði, hvorki milli
stjórnmálaflokka eða manna al-
mennt, að það hafi verið eðli-
legt að jarðræktarlögunum væri
breytt. Ýmsar þjóðir hafa það
fyrir reglu, þegar ný löggjöf
er sett, að lögákveða það í
sjálfri löggjöfinni, að hún skuli
endurskoðuð eftir visst árabil.
Og þær ástæður liggja til þessa,
að löggjafinn getur aldrei séð
svo fram í tímann, að reynslan
skeri ekki úr að sumu leyti á
annan veg en gert hafði verið
i'áð fyrir. Þannig var það um
jarðræktarlögin.
En menn virðast ekki vera
allskostar sammála um það,
hvaða breytingar hafi átt að
gera á lögunum, og kem ég að
því síðar. En jafnhliða þessum
ágreiningi um einstakar breyt-
ingar, hefir verið fundið að því,
áð málið hafi verið afgreitt
með of miklum hraða. Og því
hefir verið haldið fram, að rétt
liefðj verið og jafnvel skylt, að
senda Búnaðarsamböndunum
iagafrumvarpið til • athugunar
og umsagnar áður en það var
samþykkt á Alþingi. Slík út-
sending á lagafrumvörpum hef-
ir stundum tíðkast til að
tefja mál eða salta sem
kallað er, en stundum gerð
í einlægum tilgangi til þess
að fá umsögn um málið. Þetta
er stundum talið eðlilegt, þeg-
ar um alveg nýja löggjöf er að
í'æða og reynsla er því ekki fyr-
ir liendi. En um jarðræktarlög'-
jn er öðru máþ að gegna 1 veru-
legum atriðum. Þau höfðu ver-
ið framkvæmd um 12—13 ára
skeið, og af löggjöfinni hefir
fengizt reynsla, sem að mjög
miklu leyti er samansöfnuð
hjá starfsmönnum í Búnað-
arfélagi íslands. — Með því
að notfæra þessa fengnu
reynslu, og velja til undirbún-
ings löggjafarinnar, eða breyt-
inganna, sem gerðar voru,
gjörhugula og re.vnda bændur,
eins og gert var, verð ég að
telja að undirbúningurinn hafi
verið meiri og ýtarlegri en al-
mennt tíðkast. Og með því að
í hinum nýju lögum eru margs-
konar réttarbætur til handa ís-
lenzkum landbúnaði, þótti
Framsóknarflokknum á þingi
ekki rétt að draga samþykkt
laganna. M. a. má benda á það,
að jarðræktarstyrkurinn, sem
áður var reglugerðaratriði og
mjög á valdi ráðherra, er nú
lögfestur, og verður það að
teljast mikið öryggi fyrir þá,
sem styrksins njóta, ekki sízt
nú, þegar erfiðleikarnir við
sjávarsíðuna eru svo miklir, og
raddiv teknar að heyrast um
það, að erfitt sé að inna af
hendi þetta framlag.
Ég skal þá í örstuttu máli
drepa á helztu breytingarnar í
hinum nýju lögum.
Eitt af þeim atriðum, sem
virðist hafa valdið talsverðum
ágreiningi, og það jafnvel hjá
einstöku búnaðarþingsfuljtrú-
um, er fyrirkomulagið á stjórn
búnaðarmálanna, sem ákveðið
er í hinum nýju lögum. Samkv.
ákvæðum gömlu jarðræktarlag-
anna, var stjórn Búnaðarfé-
lagsins eins og ykkur er kunn-
ugt, þannig fyrir komið, að 2
af þremur stjórnendnm Búnað-
arfélags Islands voru tilnefndir
af landbúnaðarráðherra, að
fengnum tillögum landbúnaðar-
nefnda Alþingis. Þangað til nú-
verandi stjórn tók við völdum,
var Búnaðarfélagið því valda-
laust og undir yfirráðum ráð-
herra. Þið sátuð hér á fundum
ár eftir ár, þið höfðuð ekki
vald til þess að lcjósa ykkar
eigin framkvæmdastjóra, bún-
aðarmálastjórann, því að hann
var skipaður af stjórn Búnað-
arfélagsins. Stjórn Búnaðarfé-
lagsins réði og starfsmenn íf-
lagsins, svo að þið gátuð ekki
einu sinni ráðið vali þeirra í
ykkar eigin félagi.
Eftir að núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum var
þessu, eins og ykkur er kunn-
ugt, breytt með lögum nr. 77,
frá 8. apríl 1935, þannig, að
vald ráðherra til þess að skipa
meirihluta í stjórn Búnaðarfé-
lags íslands var fellt niður. En
jafnframt kom fram skýr vilji
löggjafans um það, hvaða fram-
tíðarskipulag hann ætlaðist til
að yrði á þessum málum, því
að í 16. gr. 2. lið fjárlaganna
fyrir árið 1935 segir í athuga-
semd við fjárveitingu til Bún-
aðarfélags íslands: „Ríkis-
stjórninni er falið, að undirbúa
tillögur um framtíðarskipuiag
félagsins og um yfirstjórn bún-
aðarmála og leggja þær fyrir
næsta Alþingi. Þar til sú fram-
tíðarskipun er gerð, getur rík-
’sstjórnin gert það að skiiyrði
fyrir greiðslu á styrk til félags-
ins, að fjárhagsáætlim þess sé
samþykkt af landbúnaðarráð-
herra, svo og ráðning búnaðar-
málastjóra, er ekki sé nema
einn.
í hinum nýju jarðræktarlög-
um er þessari reglu úr lögum
nr. 77 frá 1935 og ákvæðunum
úr 16. gr. fjárlaganna haldið.
Ákvæðið um vald landbúnaðar-
ráðherra til þess að skipa
meirahluta í stjórn Búnaðarfé-
lagsins, er fellt niður. Búnaðar-
félagi íslands er gefinn kostur
á að fara með framkvæmd
jarðræktarlaganna í umboði
ríkis.stjórnarinnar. Búnaðar-
félag íslands hefir samkvæmt
hinum nýju lögum tvennskonar
málefni með höndum. Einkamál
félagsins sjálfs, og mál, sem
lögum samkvæmt heyra undir
ríkisstjórnina, en hún feiur því
að framkvæma í sínu umboði,
þar á meðal eru jarðræktar-
lögin.
Búnaðarmálastjóri ■ fram-
kvæmir því jöfnum höndum
mál í umboði ríkisstjórnarinn-
ar og félagsins sjálfs. Hann er
þessvegna f ramkvæmdast j óri
þessara beggja aðilja, eins og
ákveðið er í 2. gr. jarðræktar--
laganna. Jafnframt er svo fyr-
ir mælt í 3. gr. hinna nýju laga
að þegar búnaðarmálastjóra
cg stjórn búnaðarfélagsins
greinir á um eitthvert það at-
riði, sem framkvæmt er í urn -
boði ríkisstjórnarinnar, þá, og
þá aðeins, megi leggja slíkt
mál undir úrskurð ráðherra.
Og ég verð að segja, að það
virðist ekki vera ósanngjamt,
þar sem ríkisstjórnin er í þessu
tilfelli umboðsgjafinn. Það er
sjaldgæft að gefin séu umboð
með öðrum hætti. Undir á-
kvæðin um val búnaðarmála-
stjóra renna sömu rök. Á þess-
um ákvæðum og ákvæðum
hinna gömlu laga er því mikill
munur, því að eftir þeim lög-
um var svo að segja allt vald
tekið af Búnaðarfélaginu með
því að fá ráðherra vald til að
skipa meirahluta í stjórn fé-
lagsins, ekki aðeins um þau
mál, sem farið var með í um-
boði ríkisstjórnarinnar, heldur
og þau mál, sem voru hrein sér-
mál félagsins. Nú fer aftur á
móti, 'gagnstætt því sem áður
var, búnaðarþingið og félags-
stjórnin, íhlutunarlaust með sín
einkamál, og jafnframt íhlut-
unarlaust með þau mál, sem
ekki rís um ágreiningur milli
búnaðarmálastjóra og félags-
stjórnarinnar, þótt framkvæmd
séu í umboði ríkisstjórnarinn-
ar. Það verður þvi ekki um það
deiit með neinum skynsamleg-
um rökum, að þessi breyting á
iógunum er stórfelld réttarbót
fyrir Búnaðarfélag íslands og
Irelsi þess frá því, sem var
samkvæmt gömlu jarðræktar-
lögunum.
Ég sé ekki ástæðu til þess
að fara mörgum orðum um þær
breytingar, sem gerðar hafa
verið á heildarupphæð jarð-
ræktarstyrksins. Styrkurinn
hefir verið lækkaður í 6 tilfell-
um, en hækkaður í 13, og í
jafnmörgum tilfellum stendur
hann í stað. Þessi ákvæði hafið
þið fyrir framan ykkur í hinum
nýju lögum og getið borið sam-
an við hin eldri. Aðalatriðið í
þessum breytingum- er vitan-
lega það, að reynt er að
tryggja sem allra bezt þær
framkvæmdir, sem tryggja
árangur umbótanna, og má þar
sérstaklega nefna þurheyshlöð-
ur, votheyshlöður, þvaggryfj-
ur, áburðarhús og framræslu.
Samkvæmt hinum nýju reglum
mun styrkurinn hækka nokkuð
eftir því sem næst varð komizt
og samkvæmt þeim skýrslum,
sem aflað var áður en málið
var aígreitt, og einkum með til-
liti til þess, að styrkurinn mun
að sjálfsögðu auka þær fram-
kvæmdir, sem styrkur hefir
verið hækkaður til og þó alveg
sérstaklega þær, sem enginn
styrkur hefir verið greiddur
fyrir hingað til, en nú verður
gi-eiddur styrkur til.
Eitt af þeim nýmælum í hin-
um nýju lögum, sem talsvert
hefir verið um deilt, er, að nú
skuli greidd 20% uppbót á
styrk býla þeirra, er hafa feng-
ið neðan við 1000 kr. styrk, en
styrkurinn á hinsvegar að
lækka um 20% til þeirra býla,
sem samanlagt hafa fengið kr.
4000,00 í styrk eða meira.
Þessi ákvæði eru sett til þess
að létta undir með þeim mönn- !
um, sem eru byrjendur í jarð-
ræktinni, og sem vegna fátækt-
ar, slæmra leiguskilmála eða
annara slíkra ástæðna hafa
ekki hafizt handa hingað til.
Aðstaða þessara manna ýmsra
hefir nú verið að breytast
vegna ábúðarlaganna og lag-
anna um erfðaábúð og óðals-
rétt. Ég álít að þetta ákvæði
sé til mikilla bóta, því að byrj-
unin í ræktun er oftast erfið-
asti hjallinn, en þegar byrjað
er, létta þær umbætur, er vel
og skynsamlega eru gerðar,
undir með framhaldinu, sam-
kvæmt máltækinu „hálfnað er
verk þá hafið er“. Og það er
sannarlega mikils virði, að
mínu áliti, ef menn geta kom-
izt af stað, ef svo mætti orða
það. Þrátt fyrir þessa breyt-
ingu mega menn ekki líta svo
á, að býlin eigi ekki rétt til
sama heildarstyrks, en þess
hefir nokkuð gætt manna á
milli. I þessu sambandi þykir
mér rétt að benda á það, að
meðal styrkur á hvert býli er
kr. 669,00 og 496 jarðir hafa
ennþá ekki fengið neinn styrk.
Af þessum ástæðum má gera
ráð fyrir því, að heildarstyrk-
urinn hækki nokkuð, sumpart
vegna þeirrar örfunar, sem
þetta veldur hjá byrjendum,
og einnig vegna þess, að þeir
sem eru ennþá fyrir neðan 1000
kr. og fá 20% styrkhækkun eru
miklu fleiri en hinir, sem eru
komnir upp fyrir 4000 kr. og
fá 20% styrklækkun.
í þessu sambandi þykir mér
einnig rétt að minnast á það,
að í nýju lögunum eru ákvæði
um það, að hámarksstyrkur til
livers býlis skuli vera 5000 kr.
Þetta ákvæði í lögunum er
byggt á þeirri skoðun, að það
sé eðlilegt, að ríkið styrki hvert
býli þannig, að það geti gefið
viðunandi afkomumöguleika
íyrir hverja meðalfjölskyldu,
en ríkið sér hinsvegar ekki
ástæðu til þess >að svo stöddu,
að styrkja menn um tugi þús-
unda til stórrekstrar í búskap.
Rétt er og að benda á það hér,
að þessi styrkur er miðaður við
býli, en ekki jörð, og getur því
hver sá, sem gert hefir jörð
sinni til góða, þannig að hann
liafi fengið 5000 kr. samanlagt
í jarðabótastyrk, skipt jörðinm
í fleiri býli t. d. til barna sinna
eða annara skyldmenna, eins og
margir kjósa að gera, og feng-
ið þá styrk út á hið nýja býli,
er myndast þegar jörðinni er
skipt.
Það nýmæli er og í 17. gr.
laganna, að styrkurinn er veitt-
ur til býlanna, en ekki til
mannanna, sem á þeim búa.
Um þetta ákvæði hefir gætt
meira misskilnings en um flest
ákvæði laganna. Það var fyrir-
sjáanlegt, að með ákvæðum
gömlu jarðræktarlaganna, þar
sem þeim, er styrksins nutu,
var heimilt að selja hann, hefði
svo farið, er eigendaskipti
hefðu orðið að jörðunum og
næsta kynslóð tók við, að þeir,
sem við tóku hefðu-verið jafn
settir og þeir, sem aldrei nutu
neins styrks til jarðabóta, því
að það þarf ekki að gera ráð
fyrir því, ef styrkurinn hefði
verið seldur, að hann geri meira
en að svara vöxtum af þeiri'i
íjárhæð, sem hann var seldur
fyrir. Á það ber og að líta, að
ef styrkurinn hefði framvegis
eins og hingað til veríð veittur
einstökum mönnum, sem síðan
seldu nýju kynslóðinni fram-
lagið, þá hefði vel getað svo
farið, að mikið af styrknum,
sem veittur var til jarðabóta,
flyttist úr sveitunum til kaup-
staðanna með þeim, sem seldu
styrkinn, en bændurnir sætu
eftir með vaxtabyrðina af
framlagi ríkissjóðs. Þetta á-
kvæði nýju jarðræktarlaganna
miðar að því, að þeir, sem
íramvegis stunda búskap, geti
notið framlags ríkisins eins'og
þeir, sem veittu styrknum mót-
töku, vaxta og afborganalaust.
Þetta mun verka þannig, að
jarðirnar hækka síður í verði.
jafnhliða er það ákvæði í þess-
ari gr. laganna, að ef framlag-
ið er selt, rennur andvirðið
í sveitarsjóð hlutaðeigandi
sveitarfélags. Það er því eng-
um efa bundið, að þetta ákvæði
verður til þess að létta undir
með sveitarfélögunum til þess
að kaupa þær jarðir, sem þau
vilja nota forkaupsrétt sinn að.
Því að ef jörð eða býli hefir
notið styrks, hefir sveitarsjóð-
ur þeim mun betri aðstöðu en
aðrir til að kaupa er nemur því
íramlagi ríkissjóðs, er sveita-
sjóðnum ber. Þetta getur hver
og einn skýrt fyrir sjálfum sér
með því að taka nokkur tölu-
dæmi. Þetta er áreiðanlega
mikið hagræði nú þegar sveit-
arsjóðirnir verða að vera á
verði í þessum efnum, einmitt
vegna hinna nýju framfærslu-
laga.
Ég sé ekki ástæðu til að
skýra þetta ákvæði nánar, en
ég vil þó aðeins benda mönn-
um á, að lesa með athygli á-
kvæðin í 17. gr. laganna og
munu menn þá sjá að þar er
reynt að gæta hinnar ýtrustu
sanngirni, því að ef jörðin lækk-
ar í verði, er framlag ríkis-
sjóðs látið lækka hlutfallslega
að sama skapi, og eí hún hækk-
ar í verðL af einhverjum öðr-
um ástæðum en þeim, er stafa
frá ríkisframlaginu, þá kemur
sá hagnaður jarðareiganda að
öllu leyti til góða. Og ég er
ekki í neinum vafa um það, að
þessi álcvæði, eins og ég hefi
leitast við að skýra þau, og eins
og þau eru rétt skilin, eru hauð-
synleg réttarbót. Að sjálfsögðu
geta menn selt allt það framlag
til eítirkomendanua, sem þeir
hafa íengið hingað til, þvi að
lögin taka ekki aftur fyrir sig,
þótt sumir hafi haldið það.
Þá kem ég enn að atriði í
þessum nýju lögum, sem virð-
ist hafa valdið nokkuð mildum
ágreiningi, og sem þó aðallega
stafar af misskilníngi, en það
er ákvæðið um kosningu til
Búnaðarþingsins. Búnaðarfélag
Islands hefir um langt skeið
verið sá félagsskapur, sem hef-
ið látið íslenzk landbúnaðarmál
mikið til sín taka. Það verðui
að teljast nauðsynlegt, að sem
allra bezt sé tryggt, að áhrifa-
valds bændastéttarinnar innan
|:>ess félagskapar gæti sem rétt-
látast og bezt. Og til þess að
tryggja áhrifavald bændanna
þekkjum við enga aðra leið
betri en að bændur kjósi með
beinum kosningum fulltrúa til
búnaðarþingsins, en til þessa
hefir kosningin verið óbein,
eins og kunnugt er, og mér
þykja það fyrir mitt leyti afar
einkennileg rök, sem komið
hafa fram gegn þessu ákvæði,
að það sé þvingun gagnvart
bændunum að auka með löggjöf
áhrifavald þeirra á þeirra eigin
stofnun, með því að lögtryggja
beinan kosningarrétt, í stað
hins óbeina, og fá þeim jafn-
framt stóraukið vald yfir stofn-
uninni, Búnaðarfélagi íslands.
Og ég get ekkí séð, að sá
kostnaðarauki, sem þetta hefir
í för með sér, skipti svo veru-
iegu máli, að í það sé horfandi,
þegar um það er að ræða, að
tryggia það, að sem flestir
menn, sem hafa sérþekkingu á
málefnum landbúnaðarins, stað-
háttum og þörfum, geti fjall-
að um málefni hans, og að bún-
aðarþingið verði sem réttust
mynd af skoðunum og vilja
bændanna víðsvegar urn landið.
Ég hefi nú minnzt á nokkur
af nýmælum nýju jarðræktar-
laganna, einkum þau, sem höfð
hafa verið á oddi í blöðum á
mannfundum og í viðræðum
manna á milli.
En í raun og veru eru það
aðeins 2 atriði í jarðræktarlög-
unum, sem snúa að valdsviði
Búnaðarfélags Islands, þannig,
að j.að geti nokkur áhrif á þau
haft á þessu stigi. Fyrra at-
riðið er.ii ákvæðin um stjórn
búnaðarmálanna og valdslcipt-
ingin milli landbúnaðarráð-
herra og Búnaðarfélagsins, og
síðará atriðið er fyrirkomulag
á kosningu til búnaðarþingsins.
Um fyrra atriðið vil ég segja
það, að mér vii’ðist það liggja
þannig fyrir:
Búnaðarþingið hefir um 12
ára skeið samþykkt og þolað,
að landbúnaðarráðherrá skip-
aði meirahluta í stjórn félags-
ins og réði þannig, elcki aðeins
þeim málum, sem ríkisstjórnin
í orði fól félaginu að fara með,
heldur afsalaði það jafnframt
á þenna hátt umráðunum yfir
sínum eigin sérmálum í hend-
ur landbúnaðarráðherrans. Nú
hefir félagið með lögum
77/1935 og nýju jarðræktarlög-
unum fengið vald til þess að
slflpa sína eigin stjórn, og ekki
áðeins umráð yfir sínum eigin
sérmálum heldur og umboð til
þess að fara með ýms 'mál fyr-
ir ríkisstjórnina, þ. á m. fram-
kvæmd jarðræktarlaganna, með
þeirri einni takmörkun, að ef
búnaðarfélagsstjórnina og bún-
aðarmálastjóra greinir á, þá
sker landbúnaðarráðherra úr.
Þeir, sem ekki kynnu að* vilja
fallast á þetta fyrirkomulag
nýju jarðræktarlaganna virðast
vilja snúa gömlu rangsleitninni
við og láta Búnaðarfélag Is-
lands ekki aðeins hafa vald til
þess að kjósa sína eigin stjórn
cg hafa vald yfir sínum mál-
um, sem það nú hefir, heldur
og ótakmarkað vald yfir sum-
um þeim landbúnaðarmálum,
sem ríkisstjórnin á að fara með
að lögum.
Um síðara atriðið vil ég
segja þetta:
Kosningarfyrirkomulaginu er,
eins og áður segir, breytt í
það horf, að óbeinum kosning-
arréttí bænda er breytt í bein-
an kosningarrétt, áhrifavald
þeirra til að velja fulltrúa er
aukið, fulltrúum þeirra er
fjölgað og þar með áhrifavald
bændanna á stofnunina aukið
svo og áhrifavald stofnunar-
innar sjálfrar. Þeir, sem ekki
una þessu fyrírkomulagi virð-
ast liafa eitthvert annað sjón-
armið, en aukið áhrifavald
bændastéttarinnar í landbúnað-
armálum. — En þetta eigið þið
nú að taka til yfirvegunar og
ákvörðunar, háttvirtir fulltrú-
ar.
Að lokum vil ég mega segja
það, að mér virðist að í umræð-
um þeim mörgum, sem farið
hafa frani um jarðræktarlögin
nýju, hafi gætt meir skaps-
muna og öfga en hóflegra og
skynsamlegra röksemda. Túlk-
un laganna, sérstaklega ákvæð-
isins í 17. gr. og kaflans um
stjórn Búnaðarfélags íslands
og nýja kosningarfyrirkomu-
lagsins, hefir verið með fádæm-
um villandi. Og hvað eftir ann-
að hefi ég hitt menn, sem hafa
verið, að því er virðist fyrir
þessa sök, fullir af misskilningi
á lagaákvæðunum, og hafa ekki
verið lítið undrandi, er þeir
fengu að vita hið sanna. Áhrif
þessarar rangfærslna hafa rén-
að verulega, síðan lögin voru