Tíminn - 23.09.1936, Page 3

Tíminn - 23.09.1936, Page 3
TlMINN 153 Yfirburðir jarðræktar- laganna nýju Úivarpsræða Sfeíngr. Steinpórssonar, búnaðarmálast;- Eftir að endurskoðun jarð- ræktarlaganna hafði farið fram i. síðasta vetri og Alþingi hafði samþykkt hin nýju jarðræktar- lög, hófu stjórnarandstæðingar upp óp mikið, og hafa síðan haldið uppi látlausri baráttu gegn hinni nýju löggjöf. Þessar árásir stj órnarandstæðinga hafa verið mjög villandi og ó- sanngjarnar. Blekkingar og rangfærslur hafa keyrt svo úr hófi fram, að stundum hefir ekki verið hægt að sjá nein merki þess að talað væri af fullu viti um málið. Ég mun eyða þessum fáu mínútum, sem ég hefí til um- ráða, til þess að ræða um þær breytingar, sem gerðar voru á II. kafla jarðræktarlaganna, þeim kaflanum, sem fjallar um styrkveitingar til jarða- og húsabóta. Jarðræktarlögin frá 1923 skópu merkileg tímamót í jarð- ræktarsögu vorri. Fram til þess tíma var landið svo að kalla óræktað. Enda höfðu styrkveitingar til jarðræktar áður verið svo litlar, að tiltölu- lega mjög litlu munaði til þess að létta undir hið erfiða land- nemastarf. — Aðrar þjóðir hafa á undanförnum áratugum varið stórfé til þess að reisa nýbýli. Mikið af því fé hefir verið látið sem beinn styrkur. Þessar þjóðir þurftu ekki að veita styrk til þess að rækta sín gömlu býli, því var 1 okið fyrir löngu síðan. Islendingar urðu að fara aðrar leiðir. Við urðum að byrja á því, að veita styrk til hinna gömlu býla, vegna þess að landnemastarfið var óunnið ennþá, þrátt fyrir 1000 ára ábúð á landi hér. — Það var því alveg rétt leið, sein farin var í jarðræktariögunum 1928, að styrkja einmitt gömlu býlin til ræktunar — þess þurfti — þau voru flest órækt- uð að mestu eða öllu leyti. — Enda tóku bændur og aðrir jarðræktarmenn myndarlega á móti þeim stuðningi, sem ríkið rétti þeim við ræktunarstöríin. Síðustu 10—12 árin er fyrsta tímabilið í okkar sögu, sem hægt er að segja, að veruleg ræktun hafi átt sér stað. Bænd- ur hafa sjálfir bundið stórfé í jarðabótum yfir þetta árabil, enda hefir mikiil árangur orðið, bæði að því er snertir stærð hins ræktaða lands og upp- skeruauka. Þótt jarðræktarlögin frá 1923 væru að ýrnsu leyti góð og merkileg löggjöf, þá var hún þó alls ekki gallalaus. Reynsl- an þau 12 ár, sem starfað hefir verið eftir þeim, hefir leitt i Ijós, að ýmsra breytinga var þörf, ef jarðræktarlögin áttu að geta náð tilgangi sínum. En hann er að áliti Framsóknar- flokksins þessi: Að jafna að- stöðu allra þeirra manna, er jarðrækt stunda, svo að þeir geti komið upp lífvænlegum atvinnurekstri, er nægi fjöl- skyldu þeirra til framdráttar. Og jafnframt á að tryggja það, að sá styrkur, sem veittur er, geti orðið að liði, ekki einungis þeirn, sem á býlunum búa, þeg- ar styrkurinn er veittur, heldur einnig ölluni þeirn, er síðar koma til. Hvernig hefir þetta tekizt? Reynslan hefir einmitt leitt í ljós, að jarðræktarlögin, eins og þau upphaflega voru samin, hafa ekki náð tilgangi sínum að þessu leyti. Stærstu ágallar þeirra hafa reynst þessir: 1. Að styrkuripn hefir skipzt svo ójafnt milli býla, að jarð- ræktarlögin hafa í mörgum til- fellum orðið til þess, að auka aðstöðumun býlanna, en ekki jafna hann. 2. Að, þar sém styrkurinn, samkvæmt eldri lögunum, var kvaðalaus eign þess manns, sem fékk hann, gengur jarð- ræktarstyrkurinn kaupum og sölum og kemur því þeim ein- um áð gagni, sem hann fær, en þeir sem síðar koma til, verða að greiða fulla vexti af honum, eins og öðru lánsfé. Þessi atriði skulu athuguð nokkru nánar. Þegar rannsak- að var hvemig jarðræktar- styrkurinn hafði um 10 ára skeið, árin 1924—1934, skipzt til býla landsins, þá kom í ljós: Að um 3000 jarðir höfðu fengið innan við 500 krónur hver jörð, öll 10 árin, eða all- ar til samans höfðu þessar 3000 jarðir fengið nálægt 620 þús. kr. í styrk, eða um 200 krónur að meðaltali á býli. En hinsvegar höfðu 110 jarðir, sem mest höfðu hlotið, fengið ca. 500 þús. kr. eða ríflega 4500 kr. að meðaltali á býli- — Með öðrum orðum: Á sama tíma og aðeins 110 jarðir, sem hæstan styrk fá, hafa hlotið hálfa milljón króna alls, verða 3000 jarðir, eða um helmingur af öllum jörðum landsins, að láta sér nægja einar 600 þús. krónur, eða urn 200 krónur hver að meðaltali. Það er ljóst, að hér hefir reynslan orðið öfug við til- ganginn. Eins og styrknum hefir verið skipt á milli býla landsins, stefnir að því, að með sama áframhaldi myndist til- tölulega fá stórbýli með mikla ræktun, en meginhluti jai’ð- anna verði óræktað kotbýli eftir sem áður. Það er óinót- mælanlegt, að eins og jarð- ræktarlögin voru, stefndu þau að þessu. Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að ríkinu beri skylda til þess að veita styrk til hvers býlis í landinu, sem á annað borð telst hæfilegur framtíðar- bústaður, og það svo ríflegan að þar geti skapazt sæmileg af- komuskilyrði, en hinsvegar nái engri átt að veita styrki til þess að koma upp stóratvinnu- rekstri í sveitum. Af þessum á- stæðum lítur flokkurinn svo á, að það verði að takmarka styrk til hvers býlis. Auk þess má á það benda, að ókleift yrði fyrir ríkissjóð að auka styrk- greiðslur til þeirra býla, sem minnst hafa fengið, en halda þó áfram að greiða ótakmark- að til þeirra, sem mest hafa hlotið. Framsóknarflolcknum hefir því verið ljóst, að fyr eða síðar yrði að breyta jarðrækt- arlögunum í það horf, að styrknum yrði skipt sem jafn- ast milli býla landsins, svo að allir þeir, sem jarðrækt og bú- skap stunda, fái sem jafnasta hlutdeild í því fé, sem ríkið leggur til þess að styrkja jarð- iækt í landinu. Hinn aðalágalli jarðræktar- laganna hefir reynst sá, að þau lögðu engar hömlur á, að það mætti selja styrkinn og braska með hann eftir eigin geðþótta hvers og eins. Eitthvert stórfelldasta átu- mein íslenzks landbúnaðar er braskið með jarðeignir lands- ins. Sífelldur, óstöðvandi fjár- straumur rennur úr sveitum til kaupstaða. Það er alkunna, að fjölmargir efnaðir bændur, sem hafa jarðir sínar lítið eða ekkert veðsettar, hafa á síð- ustu áratugum selt þær, flutt andvirðið til Reykjavíkur eða annara kaupstaða, og reist þar hús, eða lagt féð í önnur at- vinnufyrirtæki. Þegar við göngum um götur Reykjavík- ur, sjáum við víða hús, sem bera nöfn jarða víðsvegar út um lánd. Þessi hús eru oftast reist fyrir fé, sem flutzt hefir gegnum jarðasöluna úr sveit- inni. Andvirði jarðanna hefir verið flutt úr sveitinni. Við jörðunum hafa síðan tekið fá- tækir menn, sem orðið hafa að veðsetja þær úr hófi fram. Á þennan hátt eru sveitirnar sí- felt rúnar fjármagni sínu. Fjármagn stöðvast aldrei i sveitum, fyr en þessi fjárflótti er hindraður, eða heftur á ein- hvern hátt. Lögin um eríðaá- búð eiga að hindra, að þjóð- jarðir þær, sem enn eru óseldar, lendi í samskonar braski og margar sjálfseignarjarðimar hafa gert. Óðalsréttarfrumvarp sjálfstæðismanna, þótt mjög væri gallað eins og það fyrst var framborið, stefnir einnig á sinn hátt að því sama, að hindra þennan fjárflótta og má því segja, að þessi fjárflótti sé viðurkenndur af öllum st j órnmálaf lokkunum. Þetta atriði stendur í mjög nánu sambandi við jarðræktar- styrkinn og 17. gr. hinna’nýju jarðræktarlaga, sem mestum andmælum hefir sætt. Ég staðhæfi og get sannað með fjölmörgum dæmunij þótt tími vinnist ekki til þess nú, að nokkur hluti þess jarðrækt- arstyrks, sem veittur hefir verið til jarðræktar í sveitum á síðastliðnum 12 árum, hefir aftur verið fluttur burtu í gegn- um jarðasöluna. — Maður, sem t. d. hefir fengið 2000 krónur í styrk til býlis síns og selur síð- an jörðina, ásamt styrknum, fullu verði, og flytur í kaup- stað, hann fer með styrkinn með sér, það er búið að breyta þessu fjármagni úr styrktarfé í lánsfé. Sá, sem við tekur, verður úr því að greiða vexti af styrktarupphæðinni eins og öðru lánsfé. — Ef ekkert væri að gert, mundi jarðræktarstyrk- urinn á þennan hátt halda á- fram að verða „kapitaliserað- ur“ í jörðunum og því lengur sem líður, stærri og stærri hluti hans fluttur úr sveitun- um aftur. 12 ára reynsla jarðræktar- laganna hefir áþreifanlega sannað þetta. Framsóknarf!. sá, að hér þurfti aðgerðar við, ef jarðræktarstyrkurinn ætti að gera meira en aðeins að létta baráttu þess einstaklings, sem fékk hann greiddan í fyrstu. Það er bein skylda ríkis- valdsins, að verndá sveitirnar gegn þeim voða, að það fé, sem ríkið leggur þar fram til rækt- unarmála, geti á þennan hátt svo að segja gufað upp á til- tölulega fáum árum aftur. Endurskoðun og gagnger breyting jarðræktarlaganna var knýjandi, fyrst og fremst til þess að laga þær misfellur cg ágalla, sem hér hafa verið nefndir; Þegar jarðræktarlögin .voru endurskoðuð og 1 þeirri mynd, sem þau eru nú, hefir þeim verið breytt í mjög mörgum greinum. — Styrkur hefir veiv ið veittur til umbóta, sem ekki voru styrktar áður, s. s. héy- hlöður úr öðru efni en stein- steypu og opin haugstæði. Til ýmissa umbóta hefir styrkur verið aukinn og þá einkum tii þeirra, sem rnest þörf er á að flýta fyrir að komizt í fram- kvæmd. Til nokkurra fram- kvæmda hefir styrkur verið lækkaður, þar sem reynslan hefði sýnt að áberandi ósam- ræmi hafði verið áður, eða þá að rétt þótti að draga úr því að viss verk væru unnin, eins og þaksléttugerð, vegna þess að aðrar ræktunaraðferðir eru betri og ódýrari. Miklu ríkari áherzla er lögð á, í hinum nýju lögum, að jarðabætur séu vel gerðar, svo að þær komi að fullu gagni, og að öruggt eftir- lit sé með framkvæmd jarð- ræktarlaganna. Enginn tími er til að ræða þessi atriði nánar, þótt þess væri full þörf, enda hafa þau sætt litlum andmæl- um. Þá ákveða jarðræktarlögin nýju, að hámarksstyrkur til hvers býlis skuli vera 5000 lcrónur. Áður hafa verið færð rök að því, að réttmætt væri að setja hámark á styrkinn. Aðal- lega hefir verið að því fundið, að þetta hámark væri of lágt. Ég hefði gjarnan óskað, að hægt hefði verið að hafa það dálítið hærra. — En meðan um 3000 jarðir hafa hver um sig aðeins hlotið styrk frá engu og upp að 500 kr. yfir 10 ái-a tíma- bil, þá er rétt og sjálfsagt að takmarka um sinn gTeiðslur til þeirra jarða, sem mestan styrk hafa fengið, en öría þá, sem lítið eru byrjaðir að hefj- ast handa. Þetta er gert með því ákvæði, að veita þeim býl- um 20% viðbótarstyrk, sem fengið liafa alls innan við 1000 krónur frá því að jarðræktar- lögin öðluðust gildi 1923. — Þessu ákvæði hafa stjómarand- stæðingar hamast á móti sem einn maður, hvort sem þeir nefna sig sjálfstæðis- eða bændaflokksmenn. Þeir segja, að með þessu sé verið að verð- launa slóðana og letingjana, sem ekki hafi nennt að rækta, en hinsvegar sé verið að hegna þeim duglegu, sem á undan hafa gengið í ræktunarmálum. U mmæli st j órnarandstæðinga um þettá efni er jöfnum hönd- um að finna í umræðum í Al- þingistíðindum um jarðræktar- lögin og málgögnum þeirra, s. s. Framsókn og ísafold. Nú eru það um 4000 jarðir, sem hver um sig hafa fengið innan við 1000 krónur alls í jarðræktar- styrk. Það eru ábúendur allra þessara býla, sem fá þann vitn- isburð hjá Bændafl. og Sjálf- stæðisfl., að þeir séu slóðar Bændur, takið vel eftir þess- um vitnisburði. Aldrei hefir lieimskulegri eða ranglátari á- sökun verið borin bændum þessa lands á brýn. Hér hafa allt önnur öfl verið að verki. Illur og ranglátur ábúðarrétt- ur hefir þar valdið miklu um hjá mörgum, ásamt fleiru, sem hér er ekki hægt að rekja. — En þær þúsundir íslenzkra bænda, sem enn hafa ekki, af fjölmörgum ástæðum, getað hafið ræktun nema í smáum stíl, ættu að verða langminnug- ir þessarar einkunnar, sem stjórnarandstæðingar, og þá ekki sízt Bændafl., hefir gefið þeim. Þá er það 17. gr. hinna nýju jarðræktarlaga. Hún kveður svo á, að við fasteignarmat skuli sérstaklega meta hvað býlið hafi aukizt að verðmæti fyrir styrk greiddan býlinu. Sá hluti skal færður sérstaklega í fasteignarmatsbók. Og er ó- heimilt að selja eða veðsetja þann hluta fasteignarinnar, sem matsverði styrksins nem- ur. Með þessu ákvæði á að tryggja það, að jarðræktar- styrkurinn hækki eklci jarða- verðið. Það á með þessu að tvyggja það, að allir þeir, sem býlin byggja í framtíðinni, geti notið góðs af því fé, sem ríkið hefir lagt til þeirra. í innilegri sameiningu hafa málgögn Bændaíl. og Sjálf- stæðisfl. reynt að rægja þetta ákvæði. Látlaust hefir 17. gt'. jarðræktarlaganna verið afflutt og rangfærð. Aðalröksemd þeirra hefir verið, ef rök skyldi kalla, að með þessu væri ríkið að seilast til eignaryfirráða á jörðum bænda. Svo gæti vel farið, að styrkurinn gleypti allt jarðarverðið. Meiningin með þessu væri að taka jarðirnar af bændum og gera þá að ánauð- ugum ríkisþrælum. Hér er öllu snúið við á hinn herfilegasta hátt. Ríkið fær hvorki snefil af íhlutunar- eða umráðarétti. yf- ir jörðum bænda vegna ákvæða 17. gr. í stað þess að styrkur-' inn var áður kvaðalaus eigr. þess ábúanda, sem býlið sat, þegar hann var veittur, þá á nú að binda hann býlinu, svo að hann verði ekki frá því skil- inn. Styrkurinn, eða öllu held- ur það verðmæti fasteignarinn- ar, sem svarar til styrksins, er eign þess ábúanda, sem býlið situr í hvert skipti, með þeirri kvöð, að hann má ekki veð- setja þann hluta fasteignarinn- ar, sem til styrksins svarar og ekki selja sama hluta, ef hann selur jörðina. Á þennan hátt á hver ábúandi að skila þessu verðmæti til þess næsta. Þetta er að einu leyti hliðstætt við innstæðukúgildi, sem fylgja jörðu, að hver ábúandi verður að standa skil á kúgildum til þess, sem við tekur, eins og er um þann hluta fasteignar, er svarar til styrksins. En hinsveg- ar er sá mikli munur þar á, að kúgildum á að skila fullgildum og eigendur eða ábúendur jarða verða oftast að greiða af þeim okurvexti. En fasteignarverð- mæti það, sem svarar til jarð- ræktarstyrksins, hafa menn vaxtalaust og fá að skila styrknum með þeim afföllum, sem fasteignarmatsmenn meta í hvert skipti. Allt skraf um íhlutun ríkis- ins um jarðeignir’ í sambandi við þetta, er ekkert annað en fjarstæða, annaðhvort töluð af íádæma skilningsskorti á þess- um hlirtum, eða gegn betri vit- und. Ilér er hlutunum svo gjörsamlega snúið við. Ég stað- liæfi, að 17. gr. stuðli einmitt að því, að bændur geti frekar haldið jörðum sínum, að það sé minni hætta á að þeir þurfi 'að afhenda lánsstofnunum þær. Skal það rökst.utt lítið eitt. Tökum dæmi: Segjum að jörð hafi fengið 5000 krónur í styrlc, og við fasteignarmat sé sá hluti af matsverði jarðarinnar, er svarar til styrksins, metinn á 2000 krónur. Þessi jörð er seld. Seljandi má ekki selja þánn hluta jarðarinnar, sem svarar til 2000 króna verðmætis. Kaupandi tekur á móti því án þess að greiða nokkuð fyrir. Að sjálfsögðu eru meiri líkindi til þess, að hinn nýi á- búandi og eigandi fái risið und- ir jarðarkaupunum og geti staðið í skilum með vexti og afborganir af lánsfé sínu, af því að hann fær 2000 króna virði án þess að þurfa að leggja fé út fyrir það. Ilér er því sannleikanum al- veg snúið við: í stað þess, eins og stjórnarandstæðingar segja, að með 17. gr. eigi að taka jarðirnar af bændum, þá:er það f-yrsta alvarlega tilraun lög- gjafarvaldsins að hindra það, að jarðir verði veðsettar úr hófi fram og spenntar í of hátt verð. Með þessu -er verið að leitast við að halda jarðarverð-_ inu í skefjurn, .svo að bændur þuffi ekki. að ganga frá jörð- um sínum, eins og því miður allt of mörg dæmi eru til nú á tímum. En hver er svo fortíð stjórn- arandstæðinga til svipaðra á- kvæða og eru í 17. gr. jarð- ræktarlaganna ? Þeir, sem hæst hafa hrópað um svik við bænd- ur í þessu máli. Þeir, sem sagt hafa, að tilgangurinn með 17. gr. væi'i að gera alla bændur að ánauðugum ríkisþrælum, það ætti með lævísi að svíkja af þeim jarðirnar og fleira því um líkt. — Ótrúlegt er að þess- ir dyggu verðir bændanna hefðu nokkurntíma léð slíkum mál- stað fylgi sitt. — Við skulum athuga þetta örlítið nánar. Á Axþingi 1935 voru nýbýla- lögin samþykkt. I 16. gr. þeiri’a eru ámóta ákvæði um sölu ný- býla nema þó sýnu strangarí, en eru í 17. gr. jarðræktarlag- anna. Nú Iiefðu þessir útverðir bændanna átt að rísa upp og mótmæla sem einn maður þeirri rangsleitni, sem 1 frammi væri höfð við væntanlega ábú- endur nýbýla. — Hvað skeður? Bændaflokksmenn og Sjálf- stæðismenn keppast hvorir við aðra að samþykkja þessi ákvæði. Á Alþingi 1934 flytur hinn svonefndi Bændafl. frumv. til laga um nýbýli. I 6. gr. þess frv. eru ákvæði, sem að engu leyti yganga skemmra, en að sumu leyti eru enn strangari en ákvæði 17. gr. jarðræktarlag- anna. Það er tekið fram í greinargerð frv., að bændafl. standi að frv. og þar er það áréttað, að ákvæði 6. gr. séu sett til þess að hindra það, að jarðirnar lendi í braslti. Hvern- ig á að skilja þetta? Bændafl., sem 1934 flytur hliðstæð ákvæði við 17. gr. jarðræktarlaganna, og Sjálf- stæðisfl. og Bændafl., sem báð- ir samþykkja ákvæði nýbýla- laganna á Alþingi 1935 athuga- semdalaust með öllu, — þessir sömu menn ætla af göflum að ganga þegar hliðstæð ákvæði eru sett um jarðræktarstyrk- i inn einu ári síðar. Þessir flokk- j ar vildu leyfa það, sanikvæmt þeirra rökum, að væntanlégir ábúendur nýbýla vrðu féflettir og gerðir að leiguþýjum ríkis- ins, eins og þeir orða það. Hér er ekki nema ein skýring fyrir hendi. Þessir flokkar létu skynsemina ráða, þegar ný- býlalögin voru til meðferðar og samþykktu þær tillögur, sem þar voru fluttar, af því þeir urðu að viðurkenna að þar var um réttlætismál að ræða. — En þegar hliðstæð ákvæði eru sett í jarðræktarlögin nýju, þá fyllast þessir sömu menn heil- agri vandlætingu yfir vopsku og lævísi stjórnarflokkanna, að ætla bændum á hinum gömlu býlum að hlíta svipuðum skil- yrðum um jarðræktarstyrkinn og þessir sömu herrar höfðu samþykkt nýbýlingunum til Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.