Tíminn - 29.10.1936, Qupperneq 1

Tíminn - 29.10.1936, Qupperneq 1
XX ár. 45. blað Reykjavík 29. okt. 1936 Um jarðræktarlögin nýju Svar tíl Þorsteíns Briem Kflir Steingrím Steínþórsson, búnaðarmálastjóra Þorsteirm Briem iiefir í blaði sínu 17. þ. m. birt ianjja grein, sem haxm þar að auki muni hafa látið sérprenta, og á að vera rökstudd gagnrýni á jarðræktarlögunum nýju. Þar sem tínt mun vera til í grein þessari allt það, er Þ. Br. og félagar iians þykjast geta að lögunum fundið, en greinin hins- vegar fuli af missögnum, blekkingum og útúrsnúningum, þykir mér eftir atvikum rétt að taka aðalefni hennar til nokkurrar yfir- vegunar. Grein Þorsteins er í 26 köflum og mun ég taka 18 fyrstu ' kafiana til athugunai', en það er sá hluti greinarinnar, sem aðal- j lega fjallar um II. kaíla jarðræktarlaganna. Mun ég til glöggv- 1 unar íyrir þá, er greinaraar lesa, víkja að hverjum kafla sérstak- j lega og í sömu röð og málsatriðin eru tekin fyrir í grein Þ. Br. j Mun ég einnig halda kaflafyrirsögnum hans að nokkru leyti. Útsending jarðræktarlaganna. Það íyrsta, sem Þ. Br. finnur sér. til, er að breytingatillögur Bændaflokksins á Alþingi hafi ekki verið prentaðar í útgáfu þeirri af jarðræktariögunum, sem landbúnaðarráðherra sendi j bændum síðastl. vor. — Við þessu er það að segja, að þama var fylgt þeirri reglu, að prenta eingöngu þær breytingatillögur við hið upphafiega frumvarp, er samþykktar voru, og var þetta ge; t tii þess, að sýna hvaða breytingar Alþingi hefði gert 6 frum- varpinu. Búnaðarþingið, ákvörðunarvald þess og afstaða. Þorsteixm Briem heldur fram þeirri firru (sem haixn raunar hefir eftir öðnim), að auka-búnaðarþingið, sem stjóm Bf. I. kvaddi saman 9. sept. s. 1., hafi ekki verið ályktunarfæxrt um það, hvort félagið skyldi taka að sér framkvæmd jarðræktarlaganna. Nú var það svo, að þetta auka-búnaðarþing var af stjórn Bf. 1. kvatt saman til þess, og þess eingöngu, að taka ákvörðun um þetta atriði. Til hvers gerði stjóm Bf. 1. þetta, ef hún áleit ekki, að þingið væri ályktunarfært ? Og hvernig hefði farið, ef auka- búnaðarþingið hefði samþykkt að taka við framkvæmd jarðrækt- arlaganna? Átti þá stjóm Bf. I. að lýsa yfir því, að búnaðar- þingið hefði ekkert vald til að inna af hendi það verk, sem hún hafði kvatt það saman til að inna af hendi ? Staðhæíing Þ. Br. byggist á misskilningi á lögum Bf. 1. Er sá misskilningur því furðulegri, sem þrásinnis er búið að leiðrétta hann. Meirihl. laganefndar búnaðarþingsins byrjaði á að heimska sig á því að segja í nefndaráliti, að lög Bf. 1 mæltu svo fyrir, að búnaðarþing, skyldi aðeins koma saman axmað hvert ár. 1 9. gr. iaganna segir „Búnaðarþing skal haldið annað hvert ár“ o. s. frv. Með þessu er vitanlega verið að tryggja það, að búnaðarþingið skuli kom saman að minnsta kosti annað hvort ár. Enda er þetta áður viðurkennt, bæði af stjórn Bf. í. og búnaðarþinginu sjálfu, l>ar sem það hefir komið saman til aukafunda fyr en nú, eins og allir vita. Á búnaðarþinginu færði einn af fulltrúunum glögg rök fyrir því, að skilningur meirahluta laganefndar væri bersýnilega rang- ur (sbr. ræðu Sigurðar Jónssonar bónda á Arnarvatni í 40. tbl. Tímans). Gat meirihluti laganefndar þá engu svarað. En gleggsta söxmunin fyrir því, að búnaðarþingið raunverú- lega taldi sig hafa ákvörðunarvaldið, felst í því, á hvem hátt málið að síðustu var afgreitt. Ef búnaðarþingið hafði þama ekk- ert ákvörðunarvald, hlaut það að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá. Það hafði þá vitanlega ekkert vald til að afsala Bf. í. framkvæmd jarðræktarlaganna. Meiri hluti laganefndar var því sjálfum sér ósamkvæmur, sem von var, þar sem hann hafði byggt á röngum rökum. Út af ummælum Þ. Br. er rétt að taka það skýrt fram, að það er minnihluti búnaðarþings, sem hafizt hefir handa um það, að áfrýja ágreiningnum til hreppabúnaðarfélaganna. Er þetta líka viðurkennt í plaggi því, er meirihluti stjómar Bf. 1. hefir ritað lireppabúnaðarfélögunum 9. okt. s. 1. „Hlutur hinna verst settu“. Þ. Br. tekur það fram, sem rétt er, að styrkur á flatarmál í túnasléttum hefir nokkuð verið lækkaður. Af því dregur hann þá ályktun, að þau býli, sem lítið eða ekkert hafa ræktað enn, verði yfirleitt harðar úti en áður, þrátt fyrir 20% uppbótina á fjTstu 1000 krónumar, sem býlin alls fá í styrk. Til þess að komast að þessari niðurstöðu, virðist Þ. Br. ganga út frá því, að þessi býli eigi ekki að fá styrk út á neitt nnmn túnaaléttur. Hann gieymir að geta þess í þessu sambandi, að styrkur til framræslu er hækkaður, og það um 20—26% á þeirri framræslu, sem aðallega kemur til greina. Hann gleymir að geta þess, að styrkur til áburðargeymslu er hækkaður all- verulega. Og hann gleymir einnig að geta þess, að styrkur út á votheysgryfjur er stórhækkaður. Og hanp gleymir að lokum að geta þess, að styrkur er vei'ttur út á umbætur, sem alls ekki J hafa verið styrktar áður og á ég þar við steypt haugstæði og þurheyshlöður úr öðru efni en steinsteypu. Til viðbótar þessari aimennu hækkun kemur svo 20% uppbótin hjá þeim „verst settu“. Þorsteinn Briem lí'tur, eftir þessu, svo á, að framræsla, á- burðargeymslur og heyhlöður, séu hlutir, sem „hinir verst settu“ hafi enga þöri fyrir. Hjá þeim sér hann ekkert nema „túna- sléttumar". Vitanlega hafa þessi býli fullkomlega jafnmikla þörf, hlut- í fallslega og önnur býli, fyrir þessar umbætur. Ef til vill er Þor- 1 steinn Briem ekki það búfróður, að hann viti til þess, að tún j þurfi framræslu við, en það er öllum ijóst, sem að jarðabótum hafa unnið, að mikill hluti af túnum okkar þarfnast framræslu, og að einn aðal gallinn á ræktun síðustu ára er einmitt skortur á framræslu. Þess vegna þurfa líka flestir af þeim, sem enn eiga tún sín ósléttuð, vitanlega að ræsa þau fram samhliða sléttun- inni að meira eða minna leyti. Og auðvitað eru það líka þessi býli, býli hinna „verst settu“, sem fyrst og fremst vantar ennþá áburðargeymslur og hey- hlöður, þótt Þorsteinn Briem virðist líta svo á, að slíkt sé óþarfa „luxus“ fyrir hina „verst settu“. *En einmitt með því, að styrkja hlöður úr öðru efni en steinsteypu, er hugsað um hag þeirra manna, sem ekki hafa efni á að byggja úr hinu dýrara efni, steinsteypunni, sem eingöngu hefir verið styrkt að undan- förnu. Sama er að segja um haugstæðin. Þau eru ódýrari en venjuleg haughús. Þ. Br. endar þennan kafla greinar sinnar með því að segja, að 20% uppbótin sé blekking ein og komi ekki að neinu gagni fyrir þá, sem hennar eiga að njóta. En eins og sýnt hefir verið fram á, fær Þ. Br. niðurstöðu sína með því að taka einn lið um- bótanna út úr og sleppa öllu öðru, þótt öllum skynbærum mönn- um á þessa hluti, sé það ljóst, að framræslan á alltaf að fram- kvæmast á undan jarðvinnslunni, ef réttar ræktunaraðferðir eru viðhafðar, og reynslan hefir sýnt, að á ýmsu veltur um það, á hvaða umbótum er byrjað að öðru leyti. Það er því furðu djarft af Þorsteini Briem, sem sjálfur beitir slíkri málsmeðferð, sem að framan er greint, að bera öðrum á brýn „blekkingar“ í þessu máli. „Bezt settu býlin“. Þorsteini Briem hefir eftir gaumgæfilega leit, tekizt að uppgötva á öllu landinu sex jarðir, sem hafa 1000—2000 hesta heyafla af útengi, en mjög lítinn jarðræktarstyrk hafa hlotið. Leggur hann nú á það ríka áherslu, hversu mikinn og óeðlilegan hagnað þessi „stórbýli“, sem hann svo nefnir, hafi af 20% upp- bó'tinni. Þetta leyfir maðurinn sér að segja, og þó er hann alveg ný- búinn að lýsa yfir því, að 20% uppbótin til „hinna verst settu“, sé ekkert nema blekking. Slík málsmeðferð dæmir sig sjálf. Áhrif hámarksins á stofnun nýbýla, Það er rétt hjá Þ. Br., að hægasta nýbýlastofnunin og sú sem auðveldast er að koma í framkvæmd — án mjög mikiis undirbúnings, er sú, að bændur stuðli að skiftingu jarða milli barna sinna. En út frá þessari réttu forsendu dregur Þ. Br. þá alröngu °g furðulegu ályktun, að ákvæðið um hámarksstyrk (5000 kr. á livert býli) „torveldi“ slíka skiptingu. Þorsteinn Briem er áreiðanlega fyrsti maðurinn, sem dottið hefir í hug að halda slíku fram opinberlega. Yfirleitt er það við- urkennt, jafnvel af andmælendum laganna, að hámarksákvæðið hljóti að verka. alveg öfugt við það sem Þ. Br. segir, þ. e. í þá átt að knýja menn ’til að skipta stærstu jörðunum, þeim, sem mestan hafa hlotið styrkinn. Einstaka menn álíta þetta ranga stefnu, og vera má, að Þ. Br. sé nú, vegna hins nýja sálufélags, kominn á þá skoðun.þótt hann væri á öðru máli, meðan hann var í Framsóknarflokknum. Þótt stufct sé síðan nýju jarðræktarlögin komu í gildi, er reynslan strax farin að skera úr um þetta atriði. Fleiri en einn af þeim bændum, sem komnir erh { hámark eða nálægt hámarki, hafa komið til mín, til að ræða um það við mig, að nú yrðu þeir að fara að skipta jörðum sínum, þótt þeir ekki hafi ætlað það áður, að svo stöddu, 'til þess að býlin geti notið styrksins áfram. Vitanlega gleymir Þ. Br. líka að geta þess, að þegar jörð er skipt, er svo ákveðið í 12. gr. laganna, að draga skuli 25% frá heildaruppliæð styrksins, en að styrkurinn, að þessu frádregnu, skuli skiptast á milli býlanna í sömu hlutföllum og umbætur þær, er styrks hafa notið. Þetta gerir það að verkum, að bæði gamla býlið og nýju býlin eiga, ef skipting fer fram, réfct á meira en 5000 kr. hvert. Er það kannske þetta atriði í sambandi við hámarksákvæðið, sem Þ. Br. álítur, að „torveldi“ það að bændur skipti jörðum milli barna sinna?\ Hingað til hefir skipting í nýbýli ekki frekar átt sér stað á styrkhæstu jörðunum en hinum, og alls ekki þeim, sem lengst eru komnar yfir hámarkið. Eða treystir Þ. Br. sér til að sanna, að styrkhæstu jörðunum hafi yfirleitt verið skipt? Um almenn áhrif hámarksins. Þ. Br. ver alllöngu máli til að sýna fram á það, að há- marksákvæðið hindri það, að bændur geti komið fram nauðsyn- legustu umbótum á býlum sínum. Dæmið, sem hann færir fram máli sínu til sönnunar, er á þessa leið: Hann gerir ráð fyrir 8 manna fjölskyldu, er lifi á kúabú- skap eingöngu. Reiknar hann með því, að tvær kýr þurfi tii framfærslu hverjum heimilismanni, eða 16 kýr alls, og að hver kýr þurfi 1 hektara (3 dagsl.) af túni. Á það má benda, að fjölskyldan, sem Þ. Br. nefnir, mun vera talsvert meira en meðalfjölskylda. En þessi ónákvæmni skal þó ekki nánar rædd. Síðan slær Þ. Br. því föstu að hámarkið tii hinna éinstöku umbóta, svo sem haughúss, safngryfju, þurheys- og votheys- hlöðubygginga, nægi elcki til þess að styrkja slíkar umbætur íyrir 16 kúa áhöfn. 13. gr. jarðræktarlaganna ákveður, að hámarksstyrkur til safngryfja og ha.ughúsa skuli vera 1500 kr. Þótt 16 kýr séu langt yfir áhöfn á meðalbýli nú, jafnvel þótt eingöngu sé stundaður kúabúskapur, skal þó á það fallizt, að sVo stórri fjölskyldu, sem hér er gert ráð fyrir, muni eigi veita af þessari áhöfn sér til lífsframfæris. Nú mun láta nærri að fyrir hverja kú þurfi sem næst 2 teningsmetra í þvaggryíju og 8 teningsmetra í haughúsi. Fyrir 16 kýr þarf þá alls 32 teningsmetra í þvaggryfju og 128 ten- ingsmetra í haughúsi. Styrkurinn út á þvaggryíju af þeirri stærð er þá 272 kr., og út á haughúsið 896 kr. eða samtals 1168 kr. Er þá gert ráð fvrir vönduðustu gerð. Jafnvel þótt tekið sé tillit til hæfilegs uppeldis, og brúkun- arhrossa, og þá gert ráð fyrir, að öll stórgripaeignin svari til 20 kúa áhafnar, kemst styrkurinn samt ekki nema upp í 1462 kr. eða ekki upp í hámarkið, 1500 kr. Hámarksstyrkur til hlöðubygginga er 500 kr. nú eins og hann var samkv. hinum eldri jarðræktarlögum. Nú er styrkur út á alsteyptar þurheyshlöður 1 kr. fyrir teningsmetra, þurheyshlöður úr öðru efni kr. 0,50 og út á vot- heyshlöður kr. 2,50. Um það er að sjálfsögðu ekki hægt að vita hvaða hlu'tfall verður í hverju einstöku tilfelli milli þessara þriggja gerða af hlöðum,' og fer það að nokkru eftir því, hvað styrkurinn nægir til að styrkja stórt hlöðurúm. En vitanlegt er, að mjög margar af þeim lilöðum, sem reistar verða, muni ekki verða steinsteyptar. En bóndi, sem byggir 250 teningsmetra í steyptum hlöðum, 200 'teningsmetra í ósteyptum hlöðum og 60 teningsmetra í vot- heysgryfjum, fær nákvæmlega hámarkið, 500 kr.. En þetta hlöðurúm á, samkvæmt því sem Halldór Vilhjálmsson telur í líandbók bænda, að nægja fyrir ca. 900 hesta af töðu (100 kg. að vetri). Séu hverri kú ætlaðir 40 hestar af töðu, sem er mjög ríflega í lagt, nægir þetta fóður handa 22—23 kúm eða mun stærri áhöfn en Þ. Br. gerir ráð fyrir. Svo leyfir Þ. Br. sér að halda því fram, að þessi styrkur nægi ekki einu sinni til að byggja áburðar- og fóðurgejTnslur handa 16 kúa áhöfn! Er þetta ei'tt ljósasta dæmi þeirra beinu rangfærslna, sem niðurstöður hans eru byggðar á. Þá telur Þ. Br., að þær 3000 kr., sem eftir eru, til sjálfrar jarðræktarinnar, nægi til þess að fullvinna 7,5—9 hektara (22V2—27 dagsláttur). Er þetta auðvitað mjög .breytilegt eftir staðhá'ttum, og þó einkum eftir því, hve mikillar framræslu 0r þörf. Og á það má benda, að sumir munu ekki nota til fulls það fé, sem mest má verja til áburðar- og fóðurgeymslu, og geta þá lagt þeim mun meira í ræktunina. Sé gengið út frá því, að styrkurinn nægi til að rækta 9 hektara (27 dagsl.), sem einungis mun þó eiga við, þar sem Framh. á 4. siðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.