Tíminn - 15.02.1937, Page 4

Tíminn - 15.02.1937, Page 4
4 T í M á íslandi og háskólinn doktorstign skömmu áður en hann andaðist. Á þessum árum hlaut Matthías þann sess í meðvitund þjóðar sinnar, sem hann hefir nú og er líklegur til að halda á ókomnum árum. IX. Þegar bréf sr. Matthíasar komu út voru þau ekki vel fallin til að auka hróður hans, nema hjá bók- menntafræðingum, sem nota þau til að skilja skáld- gáfu hans. í bréfunum kemur Matthías fram í veik- leika sínum og styrk. Þar kemur fram hin mikla mælska hans og orðgnótt, hin einlæga leit eftir ljósi og yl í mannlífinu, og hinar víðfaðma hug- sjónir, og samúð með öllum, sem áttu heima í for- sælu mannlífsins.En bréfin sýna ennfremur hve mjög hann skorti á skipulega formgáfu. Oft eru „ bréfin sundurtættar og samhengislitlar athuga- semdir. 1 mannfélagsmálum var hann hvikull og reikull. Tillögur hans um þjóðmál voru venjulega aS litlu hafðar, og með aldrinum gætti í athugunum hans kyrrstöðuhneigðar, sem var í ósamræmi við hið bjartsýna skáldeðli. Matthías dáði Jón Sigurðs- son, sem stórmenni og höfuðleiðtoga þjóðar sinnar. Hann langaði til að fylgja Jóni, en brast til þess þrek og skapfestu, þegar langar voru dagleiðir yfir eyðimörkina. Hann gat ort um Jón Sigurðsson mörg meira og minna fögur kvæði, en ekki verið liðs- maður í her hans. En þó að Matthías gæti ekki verið algengur her- maður í frelsisstríði þjóðar sinnar, sökum hinnar sívakandi nýsköpunarhneigðar, þá beindi lista- mannsgáfan honum á rétta leið í höfuðlínum. Mitt í þrálátri baráttu við Dani um peninga og sjálf- stæði horfir séra Matthías svo langt fram í tím- ann, að í hátíðaljóðum um Danmörku sér hann að endir samstarfsins við Dani er „bróðurlegt orð“, einmitt sú þróun, sem fyrst hefir orðið að veruleika eftir andlát hans. Matthías var nokkrum sinnum ritstjóri og riðinn við blöð og tímarit, einkum á Akureyri. En blaða- mennskan var ekki hent honum, sem varla var von. Greinar hans og ræður skorti samhengi og fast lokatakmark. Þær urðu þess vegna áhrifalausar og áttu mikinn þátt í að tef ja fyrir því, að hann fengi að njóta sannmælis um listargáfu sína. X. Tvö af skáldum 19. aldarinnar hafa haft mest á- hrif á Islendinga og njóta mestrar frægðar í land- inu. Það eru þeir Jónas Hallgrímsson og Matthías Jochumsson. En þó eru þeir geisiólíkir. Jónas er suðrænn í listaformi sínu. Hann treystir ekki nema að nokkru leyti á hinn guðlega innblástur, en vinn- ur lengi að hverju kvæði, gegnhugsar gerð þess eins og byggingameistari, sem leggur aðallínur í útliti hallar, sem hann vill reisa, með langri vinnu og miklu erfiði. I kvæði eins og Gunnarshólma fer saman fullkomlega listrænt form kvæðisins og að N N hver setning og hvert orð er fágað eins pg gim- steinn, sem greyptur er í dýran hring., Sumar suð- rænar þjóðir, sérstaklega, Frakkar, hafa tamið sig á þá iund, að svo að segja allir menn skrifa vel, frá stórskáldum og niður að skóladrengjum, að því leyti sem snertir fágað form og fullkominn stfl. Al öllum Islenzkum skáldum á seinni tímum hefir Jón- as Hallgrímsson a.ð þessu, leyti komizt næst sígildn suðrænni list, og enginn staðið formi Suðurlanda fjær en sr. Matthías. Hann er mótsetning hins gilda, suðræna forms. llann er norrænn inn að merg, með bylgjukennda skapgerð. Þegar Matthías er hrifinn, og hann yrkir öll sín góðu kvæði þegar hann er fullur yfimáttúrlegrar andagiftai, þá fer hann hamförum. Mælska hans er þá óstöðvandi. Þegar öðrum kemur í hug eitt orð, hefir hann tíu á hraðbergi. Myndauðgi hans og líkingar minna a þeim augnablikum á sjálfan Shakespeare. En fyr en, varir er hrifningin og hinn heilagi innblástur horf- inn, og þá er Matthías orðinn eins og hver annar. greindur og fjöllesinn maður með lipra og létta rímgáfu. Gildi ljóðanna er komið undir því, hvort hrifningin hefir enst honum til að fullgera heilfc kvæði eða kvæðaflokk. Þegar Matthías kom ofan af Sinaifjalli andagiftar sinnar, áður en kvæðinu, var lokið, gátu komið tilfinnanlegir og óbætanlegir smíðagallar á fögur ljóð. Þetta kemur vel fram í kvæðinu „Skagafjörður“, sem við hlið Gunnars- hólma, er glæsilegasti og andríkasti héraðsóður, sem til er í málinu. Nálega hvergi koma alir kostir Matthíasar jafnvel fram og í þessu kvæði. Ilann sér þá frá hæstu stöðum yfir bygðina, og um leið alla sögu hennar, sigra og ósigra, gleðifundi og morðbrennur. Hann sér höfuðbólin og líf hinna miklu manna. En hann sér líka litlu kotin og veit að þau eiga líka sína sögu, sína sigra og ósigra, sína drauma og vonbrigði. óvíða er steypiflóð mælskunnar þróttmeira en í fyrstu vísunni, þar sem hann lýsir ofsa hinna innrí sýna, sem brjótast fram eins og voldug elfa í þröngu gljúfri. En mitt í hinum stórfelldu lýsingum koma honum í hug lít- ilfjörlegir og hversdagslegir menn eins og Pétur biskup og Konráð Gíslason, og nöfn þeirra verða spjöll á fögru listaverki. Aldrei hefði Jónasi Hall- grímssyni komið til hugar að vefja nafn samtíðar- smákónga inn í kvæði eins og Gunnarshólma eða Fjallið Skjaldbreiður. Annars sjást merkin um slíka bresti í fjölmörgum kvæðum sr. Matthíasar miklu glögglegar en í „Skagafjörður“, einmitt af því hve hrifning hans er þar sterk. Gott dæmi af þessu tægi er erfiljóð um Þorbjörgu Sveinsdóttur, annars- vegar þrungið af hrífandi andagift og snilld, en innan um sjálfslýsingar og heimspekilegar athugan- ir, mjög lítið viðkomandi hinum látna kvenskör-: ungi. En þannig var sr. Matthías. Hann og Jóhann- es Kjarval eru glæsilegustu dæmin meðal íslenzkra listamanna, um menn, sem dvelja til skiftis í sam- neyti guðanna og flytja þaðan af og til sín ódauð- legu verk niður á jörðina og eru þá, oft til lengdar, jarðarbúar eins og aðrir menn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.