Tíminn - 15.02.1937, Qupperneq 7

Tíminn - 15.02.1937, Qupperneq 7
T 1 M I N N 7 lyftir Jþví í hærra veldi. — Á frummálinu er fyrsta vÍBan ófimleg árás á Svía, jafnframt því að her- honungur Dana er hylltur. En í höndum Matthíasar verður þetta ljóð háfleygur og stórfelldur skáld- skapur. Hver á betra konungsljóð en þetta? „Við siglu Kristján sjóli stóð í svælu’ og reyk; hann barðist hart með hraustri þjóð, ei hjálmur við né brynja stóð, en floti Svía svam og vóð í svælu og reyk. Þá gall við óp á græðis mey: Við gamla Kristján þreytum ei, þann leik“. . Þessi lýsing af Alpatindunum úr „Manfreð“ eftir Byron, er ekki lík þýðingu: „Mont Blanc er fjallanna hilmir hár, sem hefir um aldir og ár .. setið hamrastól í, og hans skikkja er ský og hans skrúðdjásn er skínandi snjár, en bjarka kranz . það er beltið hans ;• og bjargskriða í mund hans er, en í því hún hrynur með hvínandi dyn, . hún hættir og gegnir mér“. Hér fer saman líkingaauður Byrons og málsnilld Matthíasar. Í litlu kvæði eftir Byron, „Fall Senakeribs“, þarf ekki að taka nema eina vísu til að sýna mátt skálds- ins við þýðingar. Konungurinn hefir misst her sinn allan á einni nóttu. Þá kemur lýsing af valn- um, riddarinn og hestur hans liggja dauðir hlið við hlið: . „Og með háflentar nasir lá helstirður jór, út af hræköldum vitum rann náfroðusjór, líkt og hruninnar brimöldu hrámjöll í vör; nú var hreystin á brott og hið stormóða f jör“. Hér er hver líkingin annari gleggri og frumlegri. Helstirður hestur, hræköld vit, náfroða, sem allt í , einu minnir á hafið, hvítnar og líkist nýfallinni mjöll, en leysist sundur um leið og þróttur bylgj- unnar tæmist við fjörugrjótið. Enginn Islendingur hefir að líkindum áður borið sér í munn þessi tvö orð „hrámjöll“ og „stormóður“, en þó finnst eng- um þau ný. Matthías skapar ný orð og orðasam- bönd um leið og hann talar á þann hátt, að þau eru um leið orðin óaðskiljanlegur hluti af íslenzku máli. Mér þykir ólíklegt að nokkur maður gleymi orði Matthíasar um hið „stormóða fjör“ á stæltum, íslenzkum gæðingi. Ein af hinum fögru þýðingum Matthíasar er Köllunin eftir Wergeland. 1 því kvæði er játning þeirra beggja. Báðir finna að þeir eru skáld og mikil skáld, en að ljóð þeirra skiljist af fáum. Þeir eru borgarar í litlu landi. Það er mannlegur metn- aður þeirra, sem hafa slílca orku að vilja neyta vængjanna, fljúga langt og víða. En báðir eru trú- arskáld. Þeir sætta sig við hlutskiftið, að vera skáld í litlu landi, söngsvanir, sem fáir hlýða á. Þessi þýðing er táknandi fyrir sr. Matthías, að hann vel- ur hana og. að hann þýðir kvæðið með þvílíkum glæsileik, kemur af því, að það er líka sagan um nans innri baráttu og sigur yfir sjálfum sér. — Wergeland og Matthías segja: „Voldug öm með vænginn brotinn veslast upp í kotungsbæ, frá því hún var forðum skotin, fjötmð eins og rakkahræ, ella væri hún óðar þotin--------- Hennar sál þó á skárra en skáldsins andi skorðaður hjá píndri þjóð, yzt á heimsins eyðislóð með það mál, sem í öli sín listaljóð heldur eins og hund í bandi. Hann er kirkjuklukka vafin köldu, blautu duluraski; hann er rósargreinin grafin gömlum undir mæliaski. Sínum væng að vilja lyfta, vera hár og fleygur andi, eins og sá sem guðleg gifta gerir skáld í stóm landi. Það er eins og ætla að fljúga, alla heima gegnum smjúga tjóðraður í tunnubandi. Og þó skyldu skáldsins orð, skyldi ljóssins funaflóðið fjörugra en hjartablóðið sporlaust fljóta fyrir borð? Vera eitt í víðum geimi, vera eitt í drottins heimi vígt og dæmt að deyja á storð?“ En að lokum segja skáldin: „Það er nóg að þú vinum þínum þjónir. Þó að vanti millíónir syng með rögg og sálarró‘“ 1 lofkvæði Wergelands um Harðangur, em líka skýrðar tilfinningarMatthíasar um íslenzka nátt- úru: „Finnist staður foldu á þar sem óvin óvin mætti en við bana-frumhlaup hætti hvor um sig og horfðust á og í svip á sömu stundu sáttir réttu vinarmundu, lostnir við hin ljúfú grið, landsins tigna hjarta við“. Þetta var Harðangur hinn fag'urblíði. En Matt- hías hefði vel trúað hinu sama um sinn kæra Eyjar fjörð eða aðrar fagrar byggðir hér á landi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.