Tíminn - 15.02.1937, Síða 8
Við lilið hetjuljóðanna voru sálmar kærasta við-
fangsefni Matthíasar. Þrátt fyrir forboð kirkjunn-
ar, hafa margir þessir sálmar borizt á vængjuih
andagiftarinnar út um allt land og eru sungnir og
dáðir vegna yfirburða sinna. Frægastur af öllum
sálmaþýðingum hans er sálmurinn „Hærra, minn
guð til þín“, eftir ensku skáldkonuna Sara Adams.
Sálmur hennar var frumortur 1840, en lyftir enn
hugum mánna við óteljandi dánarathafnir. 1 með-
ferð sr. Matthíasar er allt kvæðið samfellt snilldar-
verk. ekki sízt síðasta versið:
„Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað
stjörnur og sól;
hljómi samt harpan mín
hærra, minn guð, til þín,
hærra til þín!“
„ó, þá náð að eiga Jesúm“, er þýðing á sama
hátt og „Stóð ég úti’ í tunglsljósi“.
„Eigir þú við böl að búa,
bíði freistni, sorg og þraut,
óttast ekki, bænin ber oss
beina leið í Drottins skaut.
Hver á betri hjálp í nauðum?
Hver á slíkan vin á braut,
hjartans vin, sem hjartað þekkir?
Höllum oss í Drottins skaut.“
Það mætti nefna marga af hinum ástsælustu
sálmum: „Ó, blessuð stund“, „Ver hjá mér, herra,
dagur óðum dvín“, „Hve sæl, ó, hve sæl er hver
leikandi lund“, „Fögur er foldin“, „Ó, drottinn, fað-
ir Ijóss og lífs“, „Englar hæstir, andar stærstir“,
„Hátt ég kalla“ Qg fjölda annara, sem livert manns-
barn á íslandi þekkir vel.
XIV.
Matthías Jochumsson notaði ekki skáldgáfu sína
í baráttuskyni. í þessari miklu útgáfu, sem hér er
gerð að umtalsefni, er að ég held, elcki svo mikið
sem ein einasta vísa, þar sem vikið er að öðrum
mönnum með hörku eða ásökunum. En til eru all-
mörg tilsvör sr. Matthíasar, sem sýna, að hann
muni ekki hafa slcort sárbeitta fyndni, ef hann
heíði viljað beita þeirri gáfu. Iíann virðist hafa
verið mildur og mannkær frá æskudögum, en eftir
því sem ár færðust yfir hann, varð honum tamara
að hlynna að hverju ung*viði, sem hann; náði til.
Hann þótti þess vegna þýðingarlítill ritdómari, því
að hann þóttist sjá nokkurt efni í hverjum byrj-
anda. Kom þar bæði til bjartsýni hans og mann-
lund og svo hitt, að eftir að hann hafði siglt skáld-
skeið sinni fram úr snekkjum allra samtíðarmanna
sinna og keppinauta, var hann eins og æðstiprestur
í ríki bókmennta og skáldskapar í landinu. Fór þá
saman landsföðurleg umhygga við meðfædda mildi
og vonglaða lífsskoðun. Einn af hinum mildu rit-
dómum hans, sem urðu honum til nokkurs ámælis,
var dómur um Símon Dalaskáld, þar sem hann viðúr-
kenndi, að nokkur gullkorn fyndust í hinum þróft-
litla skáldskap Símonar. Bólu-Hjálmar orti þá urh
Matthías eina af sínum einkennilegustu ádeilúvíá-
vísum. Að efni til er þessi vísa svo gróf, að ef húa
hefði verið eftir einhvern annan ,mann en Hjálmar,
myndi hún hafa verið gleymd næsta dag, En svo
máttug var snilld Hjálmars, að þessi ádeila til Matt-
híasar mun aldrei fyrnast. Matthías svaraði ekki í
þetta sinn fremur en endranær. En þegar Hjálmar
var látinn, orti Matthías erfiljóð um einyrkjann á
Bólu, sem eru með því lítilfjörlegasta, sem eftir
hann liggur. Skýí’ingin er auðsæ. Hjálmar var svo
gagnólíkur Matthíasi um lundarfar og lífsskoðanir,
að samúðin gat ekki brúað á milli. Báðir voru
stórskáld, en skilningslausir hvor á annars yfir-
burði.
En þó að Matthías gerði aldrei nein ádeilukvæði,
þá er til eftir hann eitt kvæði, snjallt og prýðilega
ort, sem varð honum til álíka sorgar eins ög guð-
hræddum manni væri að formæla skapara sínum. —
Árið 1888 birti annað Vesturheimsblaðið íslenzka
kvæði hans „Volaða land“. Birtingin var gerð í ó-
leyfi skáldsins og varð honum til slcapraunar. í
þessu kvæði er umsnúið allri þeirri fegurð, sem
hann breiddi í tvo mannsaldra yfir land sitt og
þjóð. „Volaða land“ var jafn fjarskylt Matthíasi
eins og dauðabænir Guðrúnar Ósvífursdóttur til
handa Kjartani Ólafssyni voru hug hennar og eðli.
Kvæðið virðist vera ort í vonleysisstemningu síðast
í hinum voðalegu harðindum eftir 1880. Það er
einskonar áframhald í hærra veldi af hungurlýs-
ingu Matthíasar í hafískvæðinu mikla. Hann sá frá
heimili sínu á Akureyri hin strjálu og fátæklegu
hús á Oddeyri eins og týnd koffort, sem Vestur-
farar hefðu gleymt um leið og þeir voru að flýjá
landið. Matthías reyndi á margan hátt að bæía
fyrir þetta torskilda atvik. Hann orti þá um sum-
arið um land og þjóð lofkvæði undir sama bragar-
hætti og „Volaða land“, en náði ekki sömu tökum
og í fyrirmyndinni Sjálfur mun hann hafa skilið
rétt þetta einkennilega sálræna atvik. Hann var
háður dularfullum innblæstri um allan skáldskaþ.
„Volaða Iand“ var einsltonar bergmál af hörmung-
um átta hafís- og landbrotsára.
En þessi eini sorgaróður í ljóðum sr. Matthías-
ar er fyrir löngu gleymdur, nema sem sönnun um
þá óhemju bjartsýni og lífstrú, sem einkenndi álít
hans starf frá barnæsku til grafar. Nú lfta menn
aðeins á hina háu, sólbjörtu tinda í kveðskap Mait-
híasar. Ríki hans vex, því lengur sem tímar líða.
Hann er fyrir löngu seztur á bekk með þeim, sem
valda aldahvörfum í bókmenntum þjóða sinna. —
Hann hefir ekki aðeins gert lofsöng, sem þjóð hans
hefir gert að þjóðsöng. öll list hans var samfelldur
löfsöngur um ísland, fólkið og sögu þess.
J. J.
Ritstj.: Gísli Guðmundsspon.
Prentsm. Edda h.f.