Tíminn - 03.03.1938, Side 2
36
TÍM INN
Fjárlagaræðan
(Frh. af 1. síðu.)
uninni nær eingöngu. Rekstrar-
halli þeirra hefir orðið um 235
þús. kr. meiri en gert er ráð
fyrir í fjárlögum. Fjárveitinga-
nefnd hafði að vísu gert þá
breytingu á fjárlögunum, að
hún áætlaði sparnað í rekstri
sjúkrahúsanna 1937 10% af út-
gjöldum þeirra, en hinsvegar
verður að segja eins og er, að
ekki var bent á neinar leiðir til
þess að sparnaðurinn gæti
framkvæmst, fremur en gert
var í sambandi við samskonar
sparnaðaráætlun árið 1936.
Niðurstaðan hefir nú orðið sú
sama og þá, að sparnaðurinn
hefir ekki orðið framkvæmdur.
Rekstrarhallinn hefir hinsvegar
orðið 140 þús. kr. meiri en á-
ætlað var, þótt ekki sé reiknað
með 10% sparnaðinum. Halli
sjúkrahúsanna hefir reynzt 75
þús. kr. hærri en 1936. Verður
að álíta að sá mismunur geti
ekki talizt óeðlilegur, þar sem
hann mun að mestu leyti stafa
af hækkuðu verðlagi á kolum
og öðrum slíkum nauðsynjum.
Launabreytingar skilst mér að
hafi orðið sáralitlar frá því sem
var árið áður.
Rekstur sjúkrahúsanna er
orðinn ákaflega þungur baggi á
ríkissjóði, og verður að sjálf-
sögðu tekinn til rækilegrar at-
hugunar af fjárveitinganefnd
þessa þings. Þarf að athuga á
hvern hátt megi þar koma við
sparnaði, en hitt er þýðingar-
laust, að gera áætlun um sparn-
að, sem engar leiðir virðast opn-
ar til að framkvæma.
Vegagerð og vega-
viðhald
13. gr. A, vegamál, hefir farið
verulega fram úr áætlun, eða
um 334 þús. krónur. Þar af er
að vísu 37 þús. kr. hækkun á
þeim vegum, sem lagðir eru fyr-
ir tekjur af benzínskatti, en þar
sem eyðslan í þá vegi fer eftir
því, hvernig ákveðinn tekjulið-
ur innheimtist, þarf í rauninni
ekki að telja slikt með venju-
legum umframgreiðslum, og eru
þær þvi rétt taldar 300 þús. kr.
á þessum lið. Viðhaldskostnað-
ur þjóðvega hefir farið 209 þús.
kr. fram úr áætlun, tillag til
sýsluvegasjóða um 19 þús. kr.,
framlag til brúargerða um 30
þús. kr., skrifstofukostnaður
vegamálastjóra 17 þús. kr., og
nokkrir aðrir liðir minna, enda
hirði ég ekki að greina það hér.
Eins og allir sjá, þá er það
eínkum viðhaldskostnaður
þjóðveganna, sem veldur þess-
ari miklu umframgreiðslu til
vegamála. Haí'ði þó fjármála-
ráðuneytið mjög brýnt það fyrir
hlutaðeigendum, að reyna að
halda viðhaldskostnaðinum inn-
an þess ramma, sem fjárlög á-
kváðu. Fjárveitingin var kr.
650 þús. Hinsvegar er því hald-
ið fram, að ómögulegt hafi ver-
ið að halda þjóðvegunum við
fyrir minni fjárhæð árið 1937 en
kr. 859 þús. Er hér um gífurlega
aukningu viðhaldskostnaður að
ræða frá því sem áður hefir
verið, þrátt fyrir óbreytt kaup-
gjald. Verður að geta þess, að á
þessu á Alþingi sjálft mikla sök,
og eiga flestir þingmenn þar ó-
skilið mál. Rétt um leið og
gengið var frá fjárlögunum fyr-
ir árið 1937, voru samþykkt hér
á Alþingi ný vegalög, sem gerðu
að þjóðvegum fjölmarga vegi
um land allt, er áður höfðu ver-
ið í sýsluvegatölu. Þrátt fyrir
þessa stórfelldu breytingu,
hækkaði þingið ekkert fjárveit-
ingu til vegaviðhalds frá því
sem var í frumvarpi stjórnar-
innar, og sem var vitanlega
miðað við óbreytt ástand í þess-
um efnum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá vegamálastjóra eru
það hvorki meira né minna en
70 þús. kr., sem viðhald þessara
nýju vega hefir kostað ríkissjóð
á árinu 1937. Sýnist mér aug-
Ijóst, að með núverandi tekjum
sínum getur ríkissjóður ekki
eytt jafn miklu fé í þessu skyni
og gert hefir verið síðastliðið
ár. Hlýtur að reka að því fyrr
eða síðar, að eitt af tvennu
verði að gera: Hækka benzín-
skattinn og gangi hækkunin til
viðhalds eða breyta aftur um
stefnu í vegamálum og færa
aftur í tölu sýsluvega eitthvað
af þeim vegum sem hafa verið
teknir í þjóðvegatölu. Ég geri
ráð fyrir, að af þessu tvennu
munu margir fremur kjósa fyrri
kostinn.
Strandferðir, hafnir
og vitur
Útgjöldin samkvæmt 13. gr. B
— til samgangna á sjó — hafa
orðið um 83 þús. kr. meiri en
fjárlög heimiluðu. Er þetta bein
afleiðing af verðhækkun vara
til strandferðaskipanna, eink-
um kola. Þrátt fyrir þetta
hefir rekstrarhalli strandferða-
skipanna orðið heldur minni
1937 en 1936, enda urðu skipin
fyrir óhöppum árið 1936, sem
hækkuðu kostnaðinn.
13. gr. C, vita- og hafnamál,
hefir farið fram úr áætlun um
kr. 34 þús. Er sú hækkun ein-
ungis á rekstri vitamálanna, og
gefur ekki nánara tilefni til at-
hugasemda að sinni, þar sem
hækkunin er á mörgum liðum.
Hinsvegar mun þetta auðvitað
athugað af fjárveitinganefnd
Kennslumál
14. gr. B, kostnaður við
kennslumál, hefir farið 215 þús.
kr. fram úr áætlun. Hefir það
löngum viljað við brenna, að
þessi grein færi fram úr áætlun,
enda fræðslumálin öll orðin
mikið bákn. Hækkun þessi, um-
fram áætlun, er á mjög mörgum
liðum og get ég ekki farið hér
að rekja það til hlýtar, en tveir
stærstu liðirnir eru barnakenn-
aralaun, sem hafa reynzt 100
þús. kr. umfram áætlun, og
rekstrarstyrkur gagnfræðaskóla,
sem er 36 þús. kr. hærri en fjár-
lög ráðgerðu. Nemendafjöldi í
gagnfræðaskólum hefir farið
mjög vaxandi, og þar af leiðandi
útgjöld ríkissjóðs, því eins og
kunnugt er, greiðir ríkissjóður
styrk til skólanna í hlutfalli við
nemendafjölda.
Til verhlegra fyrir-
tœhja o. fl.
Útgjöld samkvæmt 16. gr., til
verklegra fyrirtækja, hafa
reynzt um 100 þús. kr. lægri en
gert var ráð fyrir. Hafa nokkrir
liðir greinarinnar verið svo ríf-
lega áætlaðir að nokkur afgang-
ur hefir orðið.
Greiðslur samkvæmt 17. gr.,
til almennrar styrktarstarfsemi,
hafa orðið 115 þús. kr. minni en
fjárlög ráðgerðu. Stafar þetta
af því, að kostnaður við alþýðu-
tryggingar hefir ekki orðið eins
mikill og gert var ráð fyrir.
19. gr., óviss útgjöld, hafa orð-
ið 160 þús. kr. hærri en fjárlög
ákveða. Sé ég ekki ástæðu til að
sundurliða það frekar nú en áð-
ur hefir tíðkazt við sama tæki-
færi. Að sjálfsögðu koma þessar
greiðslur sundurliðaðar í lands-
reikningi. Umframeyðsla 19. gr.
er mjög svipuð og undanfarin
ár. —
Nokkarar greinar fjárlaganna
1 Rekstrar yfirlít 1937
GJÖLD. Fjárlög Reikningur TEK JUR: Fjárlög Reikningur
7, gr. Vextir 1.522.000.00 1.754.642.00 2. gr. 1. Fasteignaskattur 400 000.00 410.500.00
8. - Boröfé Hans Hátignar . . . 60.000.00 60.000.00 . - 2. Tekju- og eignaskattur. . . 1.550.000.00 1.677.725.00
9. - Aljjingiskostnaður .... 225.920.00 327.500 00 . - 3- Hátekjuskattur 200.000.00
10. - I. Ráðuneytið, rikisféhirðir. . . 277.746.00 317.645.00 . - 4- Lestagjald af skipum . . . 50.000.00 52.500.00
10. - II. Ilagstofan 64.700.00 65.029.00 . " 5. Aukatekjur 620.000.00 571.624.00
10. - III. Utanríkismál 143.000.(i0 109.849.00 . - 6. Erfðafjárskattur . . . . 50.000.00 66.710.00
11. - A. Dómg'æzla, lögreglustj . . . 1.289.620.00 1.463.750.00 » - 7. Vitagjald 440.000.00 422.442.00
11. - B. /Sameiginl. embættisk. . . . 284.000.00 322.950.00 , - 8. Leyfisbréfagjöld 25.000.00 30.718 00
19. - Heilbrigðismál 774.178.00 1.010.842.00 , ~ 9- Stimpilgjald 500.000,00 529.956.00
13. - A. Vegamál 1.572.852.00 1.907.454.00 , - io. Stimpilgjald áf áv. og kv. 100.000.00 88.323.00
13. - B. Samgöngur á sjó 618.000.00 710.100.00 „ - 11. Bifreiðaskattur 370.000.00 771.324.00
13, - C. Vitamál og hafnarg. . . , 636.450.00 670.286.00 » " 12. Benzíoskattur 250.000.00
14. - A. Kirkjumál 378.120.00 383.314 00 » " 13- Útflutningsgjald . . . - . 650.000.00 871.960.00
14. - B. Kennslumál . , 1.641.567.00 1.856.979.00 , - 14- Áfengistollur 1.0110.000 00 1.226.668.00
15. - Til vísinda, bókm.og lista 216.160.00 221.912.00 , " 15. Tóbakstollur 1.200.000.00 1.491.567 00
16. ~ Til verklegra fyrirtækia . . 3.168.050.00 3.070.231.00 , - 16. Kaffi- og sykurtollur . . . 1.100.000.0(1 1.146.954.00
17. - Alm styrktarstarfsemi . . . 1 544.000.00 1.429.012.00 . - 17- Annað aðflutningsgjald. . , 80.000.00 71.376.00
18. - Eftirlaun og styrktarfé. . . 336.633.00 319.505.00 , - 18. Vörutollur 1.450.000,01) 1.485.930.00
19. - Til óvissra útgjalda .... 100.000.00 263.372.00 , - 19. Verðtollur 1.200.000.00 1.578.393 00
14.858.046.00 16.294.372.00 . - 20. Gjald af innfluttum vörum . 750.000.00 943.447.00
5.809.00 , - 21. Gjald af innl. tollv. o. fl. . . 40.0.000.00 487.151.00
Heimildarlög , " 22. Skemmtanaskattur .... 120.000.00 135.915.00
Þingsáiyktanir . . . . • . . 166.700.00 10.557.00 » " 23. Veitingaskattur 100 000.00 80.288.00 14.141.471.00
Væntanleg fjáraukalög . . . 12.005.U0U.0U
Sérstök lög 674.240.00 -1- Endurgr. tollar og innh.laun 280.000.00
17.151.669.00 13.861.471.00
3. gr. A. Ríkisstofnanir:
Tekjuafgangur 1.044.334.00 874.457.00 , ' 1. Póstmál 15.860.00 24.000.00
, - 2. Landsiminn 500.000 00 531.000.00
. " 3. Áfengisverziun 1.300.000.00 1.900.000,00
. - 4. Tóbakseinkasala 600.000.00 684.000.00
„ - 5. Rikisútvarp og viðtækjaverzl. 70.000.00 176 000.00
. - 6. Rikisprentsmiðjan 60.000.00 55.000.00
. ~ 7. Rikisvélsmiðjan 10.000.00 10.600.00
, - 8- Reykjabúið 4.000.00
. - 9- Bifreiðaeinkasalan .... 75,000.00 89.300.00
» - 10- Raftækjaeinkasala. . , . . 75.000.00 89.400 00
„ - 11. Grænmetisverzlun 30.000.00
3.589.300.00
-4-Restursh. Vifilsst.b. 4100.00 5.000.00
— Kleppsb. 2100.00 5.000.00 6.200.00
3.583.100.00 3.583.100.00
3. gr. B. Tekjur af fasteignum . . . 20.450 00 20.000.00
4. - Vaxtatekjur 507.070.00 4S8.000.00
5. - Óvissar tekjur 50.000.00 73 555.00
Samtals kr. | 15.902.380.00 18 026 126.00 Kr 15.902.380.00 18.026.126 00
hefi ég ekki nefnt í þessu sam-
bandi. Hafa greiðslur samkvæmt
þeim orðið svo nærri fjárveit-
ingu, að ekki þykir taka því, að
telja þær upp hér.
Sérstöh lög og
þingsályhtanir
Þá eru loks nokkrar greiðslur
samkvæmt sérstökum lögum,
þingsályktunum og væntanleg-
um fjáraukalögum. Greiðslur
samkv. þingsályktunum hafa
numið kr. 166 þús. Aðallega
stafa þessar greiðslur af tapi,
er ríkissjóður varð fyrir vegna
gengisfalls ítalskrar myntar ár-
ið 1936, og sem kemur fram í
reikningum ársins 1937. Nemur
hluti ríkissjóðs af þessu tapi
tæpum 120 þús. kr. Það hefir
svo oft og ítarlega verið gerð
grein fyrir þessu máli opinber-
lega, að ég sé þess enga þörf hér,
en vitanlega er þetta styrkur til
fiskimanna, sem áttu Labrador-
fiskinn, er seldur hafði verið til
Ítalíu. Ennfremur hafa verið
greiddar 20 þús. kr. vegna at-
hugunar á raflögnum út frá
Sogsvirkjuninni, 10 þús. kr. til
fiskimiðarannsókna (framlag á
móti fiskimálanefnd) og 5.500
kr. kostnaður við milliþinga-
nefnd í bankamálum. Sam-
kvæmt væntanlegum fjárauka-
lögum, hafa verið greiddar kr.
10.557.00, og eru þar taldar þær
greiðslur einar, sem ekki er tal-
in nein heimild frá Alþingi til
þess að greiða. Þar af hafa
gengið til athugunar um bygg-
ingu sementsverksmiðju kr.
4.600.00, og rekstrarstyrkur til
húsmæðraskólans á Laugalandi
kr. 4.600.00. Þá eru ótaldar
þær greiðslur á rekstrarreikn-
ingi, sem greiddar eru samkv.
heimild í sérstökum lögum, án
þess að fjárveiting hafi verið
ætluð til þeirra í fjárlögum. Að
þessu sinni eru greiðslur þessar
ærið háar og hafa orðið ríkis-
sjóði þungar í skauti. Samtals
eru þær að upphæð kr. 674.240.00.
Þar af eru nokkuð margar smá-
ar greiðslur, sem í raun og veru
er ekki ástæða til að gera grein
fyrir hér, þar sem þær birtast
nákvæmlega sundurliðaðar á
sínum tíma, en 3 liðir mynda að-
alupphæðina. Er þá fyrst að
nefna þátttöku ríkissjóðs í
kostnaði af lögreglu Reykjavík-
ur, ca. kr. 40 þús. Á árinu 1937
var lögregluliði Reykjavíkur
fjölgað svo, að samkvæmt lög-
unum um lögreglumenn, var
ríkissjóði skylt að greiða %
hluta kostnaðar við lögregl-
una, eftir að fjölgunin hafði
verið framkvæmd. Ákvörðunin
um aukningu lögreglunnar var
tekin eftir að gengið hafði verið
frá fjárlögunum og því ekki
reiknað með þessari greiðslu.
Annar liður, sem verulega mun-
ar um, er framlag til fiskimála-
nefndar, kr. 135 þús. Þegar þing
var rofið á sl. vori, hafði ekki
verið gerð ráðstöfun til þess að
mæta fjárþörf fiskimálanefndar
þannig að nefndin gæti haldið
uppi þeirri starfsemi, sem hún
hafði með höndum, unz tóm
gæfizt til að leysa fjármál henn-
ar til frambúðar. Nú hafa þau
verið leyst, en það varð ekki hjá
því komizt, að leggja fram fé til
starfsemi nefndarinnar á árinu
1937 og kemur það þá vitanlega
sem umframgreiðsla á því ári.
Vamir gegn f jár-
pestinni
Þá kem ég að þeim líðum, sem
mestum erfiðleikum hafa valdið
ríkissjóði. Eru það útgjöldin til
varnar útbreiðslu sauðfjárveik-
innar, og kostnaður við ýmis-
konar rannsóknir og tilraunir í
því sambandi. Heildarkostnað-
urinn á árinu 1937 vegna veiki
þessarar, hefir orðið ca. kr. 740
þús. Eru þá meðtaldar 57 þús.
kr., sem greiddar voru til að
halda uppi nokkrum verklegum
framkvæmdum í þeim héruðum,
sem harðast urðu úti vegna
veikinnar, umfram það, sem
gert hafði verið ráð fyrir í fjár-
lögum. En sú fjárhæð er sett í
fjárlög ársins 1938 og því eigi
talin til útgjalda á reikningi
ársins 1937. Að henni frádreg-
inni er kostnaður vegna sauð-
fjárveikinnar kr. 683 þús. siðast
liðið ár. Kr. 120 þús. af því fé
hafa verið endurgreiddar úr
Bjargráðasjóði. Það, sem ríkis-
sjóður hefir því beinlínis greitt
í þessu skyni, eru kr. 560 þús.
Samkvæmt lögum um varnir
gegn útbreiðslu veikinnar, ber
EIGNAREIKNINGUR 1937.
Inn Fjárlög Reikningur
Tekjur samkv. rekstrarreikningi kr. 15.902.380.00 kr. 18.026.126.00
I. Fyrningar................ — 294.051.00 — 357.250.00
II. Útdráttur bankavaxtabréfa — 50.000.00 — 55.000.00
III. Endurgr. fyrirframgreiðslur — 10.000.00 — 10.000.00
IV. Endurgr. lán og andvirði
seldra eigna.............. — 100.000.00 — 90.000.00
Greiðslujöfnuður ............. — 82.880.00 — 390.958.00
Kr. 16.439.311.00 kr. 18.927.334.00
Út Fjárlög Reikningur
Gjöld samkv. rekstrarreikn. 14.858.046.00 17.151.669.00
I. Afborganir lána:
1. Ríkissjóður:
a. Innlend lán 371.969.00 375.835.00
b. Dönsk lán 326.788.00 327.621.00
c. Ensk lán 448.508.00 448.609.00
2. Landssiminn 204.000.00 204.000.00
----------------------- 1.356.065.00
II. Eignaaukning ríkisstofnana:
1. Landssíminn 125.000.00 225.000.00
2. Ríkisprentsmiðjan 20.000.00 20.000.00
3. Ríkisvélsmiðjan 10.000.00
4. Ríkisútvarpið 39.000.00
5. Búið á Reykjum í Ölfusi 10.600.00
6. Hlutabr. í Raft.verksm. í Hf. 50.000.00
------------------------- 344.600.00
m. Til bygginga nýrra vita 65.000.00 65.000.00
IV. Lögboðnar fyrirframgreiðslur 10.000.00 10.000.00
Kr. 16.439.311.00 kr. 18.927.334.00
SAMANBURÐUR
á skulðum pr. 31. des. 1936 og 1937.
1936 1937
Innlend lán..................... kr. 3.880.240.00 kr. 3.504.405.00
Dönsk lán vegna ríkissjóðs...... — 1.401.150.00 — 1.073.529.00
Dönsk lán vegna veðdeildar...... — 5.698.232.00 — 5.541.580.00
Ensk lán ........................... —32.421.374.00 —31.306.363.00
Lausaskuldir ................... — 1.910.276.00 — 2.648.751.00
Landsíminn:
Erlendlán...................... — 1.286.295.00 — 1.092.748.00
Innlend lán og lausaskuldir . . — 347.269.00 — 389.460.00
Kr. 46.944.836.00 kr. 45.956.836.00
Skuldalækkun...................................... kr. 988.000.00
BREYTINGAR
á skuldum á árinu 1937:
Afb. af föstum lánum rikissjóðs .. kr. 1.356.000.00
Afb. af lausaskuldum............ — 170.000.00
------------- kr. 1.526.000.00
Hækkuð skuld í Landsbanka .... — 856.000.00
Hækkuð skuld í Handelsbanken .. — 53.000.00
Hækkun á lausask. Landssímans — 52.000.00
------------- — 961.000.00
Kr. 565.000.00
Afborganir greiddar af öðrum en rikissjóði ...... — 423.000.00
Skuldalækkun á árinu.......................... Kr. 988.000.00
þeim héruðum, sem eigi hafa
orðið fyrir veikinni, að endur-
greiða ríkissjóði % hluta af
beinum kostnaði við varnirnar.
Nemur sú fjárhæð, sem ríkis-
sjóður á útistandandi hjá hér-