Tíminn - 10.03.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1938, Blaðsíða 4
42 TÍMINN Það er allt falið og fast 1 fram- kvæmdum, sumum mjög vafa- sömum, eins og nýju þrónni og einnig í reksturshalla síðastllð- ins árs. Hefði hr. Þorsteinn M. Jónsson verið í meiri hluta í verksmiðju- stjórninni síðastliðið ár, er eng- inn vafi á þvi, að fjárhagsaf- koma verksmiðjanna væri nú mikið betri en raun ber vitni um. Hin slæma útkoma í öðru eins eindæma veiðiári, er að nokkru leyti að kenna verðfalli á síldar- lýsinu. Lýsið hefir alltaf verið að lækka fram að þessum tíma. En það, sem gerir útkomu ársins versta, er að á árinu hefir verið ráðizt í óhemju miklar fram- kvæmdir, sem að miklu leyti eru einskis virði. J. Gunnarsson. Komandi ár (Frh. af 1. síðu.) fyr á öldum byggt mikinn fjölda af fögrum og stílhreinum stein- kirkjum, en þegar þeir byggðu Reykjavík kirkju, var sá stór- hugur horfinn. Út um land voru svo að segja allsstaðar tilkomu- lítil og óásjáleg guðshús, oftast með vanhirtum kirkjugarði í kring. Hólakirkja er nálega eina undantekningin, og hún er enn veglegasta guðshús þjóðkirkj- unnar íslenzku. Á 19. öld byggðu einstakir myndar og áhuga- menn nokkrar prýðilega vand- aðar steinkirkjur í sveitum landsins og fara sumar þeirra einkar vel við landslagið. En langflestar kirkjur landsins eru stíllausir timburkumbaldar, skrautlausar með öllu. Eftir að hætt var að byggja torfkirkjur var enn hættara við kulda að vetrinum, þegar fólk kom göngumótt í óupphitaðar timb- urkirkjur. Á síðustu tímum hafa ofnar verið settir í sumar kirkj- ur, en þeir eru þó hvergi nærri ætíð notaðir, og fara misjafn- lega vel í húsum, sem ekki átti að hita. Það má segja, að margt hafi þrengt að íslenzku kirkjunni síðan um siðabót. Lúter svifti burtu nálega öllu sambandi milli kirkjudeilda sinna og listarinnar, nema kirkjusöngn- um. Þessum aðskilnaði kirkju og listar hefir trúlega verið haldið við hér á landi. Fátæktin og vöntun á byggingarefni og byggingarlist olli þar miklu um. Næst kom fyrirskipun siðabót- arleiðtoganna, að allt skraut í kirkjum væri páfavilla. Að lok- um hefir þjóðminjasafnið og er- lendir safnamenn vendilega lát- ið greipar sópa um það litla skraut, sem þrátt fyrir allt var ennþá til i hinum vanræktu byggðakirkjum. Þannig er verkefni hinnar ungu kynslóðar, sem tekur við landinu frjálsu en vanræktu, mjög þýðingarmikið um hin kirkjulegu mál. Þar er fordæm- ið svo sem endranær frá gull- öld þjóðarinnar. Hin íslenzka kirkja á aftur að verða alger- lega þjóðleg, vönd að virðingu sinni og stefna að háu marki. Hún á eftur að verða nátengd listum og bókmenntum þjóðar- innar, jafnhliða því sem hún gætir að sinni ævarandi köll- un, að byggja brú fyrir þá, sem þess óska frá jörðinni og upp til himna. Framh. J. J. T í mamannabréf (Frli. af 1. siðu.) fullt af raka og sudda. Á þann hátt bjuggu þeir, sem ekki voru Tímamenn, í haginn fyrir æsku landsins. Svipur Reykholts- byggingarinnar er táknrænn fyrir hinn nýja andblæ, sem Tíminn flutti yfir landið. Án Tímans hefði verið sami kot- Eitt stœrsta og öflugasta líftryggíngarfélag Nordurlanda Eígnir 67 míllj.kr. Fjárhæð samanl. tryggínga yfír 300 millj.kr „Danmark“ hef ir starfað yfir 30 ár á tslandi oy hvfir hér í tryyyinyum um 5 mlljj. kr. Ekkert líftryyyinyarfélay, sem starfar hér á landi, hefir Ueyri iðyjaldataxta en „DanmarkSí. Þrátt fyrir það, yreiðir félayið htían hónus. „Danmark“ liefir ávallt ávaxtað fé sitt hér og lánað það til ýmsra þjóðþrifafyrir- tækja og verður því jafnt þjóðarheildiuni sem hverjum einstaklingi, sem tryggður Enyinn eyrir fer át úr landinu. er i félaginu, til mikils gagus. LEITIÐ UPPLÝSINGA. Aðalumbod fyrir Ialands Þórdur Sveinsson Reykjavík. Simnefni KAKALI. — Simar 4401, 3701 I ungsblærinn og áður þekktist yfir ræktuninni, sveitabygg- ingum, vegagerð brúarsmíðum, símalagningum, hafnarbótum, bankamálum, verzlun, land- helgisgæzlu, réttarfari og skip- un skólamálanna í landinu. Tugir þúsunda af núlifandi kynslóð eiga Tímanum að þakka mikið af þeim sameiginlegu gæðum, sem þeir meta mest í landinu. En gagnvart slíku blaði hafa umbótamenn landsins skyldur. Þeir þurfa ekki aðeins að kaupa Tímann, heldur líka að borga hann. Timinn er ekki og á ekki að verða gjafablað, dreift út af andstæðingum lesendanna, eins og sum önnur þýðingarlítil blöð, sem þjóðin kannast við. Framundan biða stór vanda- mál, sem snerta frelsi, sjálf- stæði og sameiningu þjóðarinn- ar. Rödd Tímans þarf að heyr- ast um allt land eins og fyr, jafnvel enn sterkari. Tíminn þarf að stækka, geta orðið fjöl- breytt?iri, náð enn betur til að vera rödd hinnar skapandi ljós- elsku þjóðar. Tíminn ætlar sér að vaxa með verkefnum þjóðarinnar. Hann þarf til þess enn fleiri stuðn- ingsmenn. Hið lága andvirði Tímans, er litilfjörlegt iðgjald fólksins í hinum dreifðu byggð- um til að tryggja framfarir ó- kominna ára. í hverri sveit og hverju þorpi eru áhugamenn, sem vinna fyrir Tímann, sem safna áskrifendum og ávísunum um greiðslu i því samvinnufé- lagi þar sem kaupandinn verzl- ar. Oft geta tveir nábúar lesið, keypt og borgað Tímann í félagi. Samhugurinn, áhuginn og hin góðu skil eru aðalatriði. Hver góður Framsóknarmað- ur er Tfmamaður. Hver Tíma- maður les, kaupir og borgar Tímann. Ef þetta boðorð er vel haldið mun um alla ókomna tíma búa á íslandi frjálsir og giftudrjúgir menn i fögru og frjálsu landi. J. J. Ritstjóri: Gisli Quömundsson. Prentsmiðjan EDDA h.f. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbakð Fæst allsstaðar. RETKIS J. GRUNO’S ágttta holienzka reyktóbak TBBBi AROMATISCHKR SKAG kostar kr. 1.15 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1.25- Fœst í ðllum verziunum. — —s———u——— Tilkyuning’ frá Samvinnuskólanum Inntökupróf í báðar deildir skólans fer fram 2.—7. maí. Sökum mjög mikillar aðsóknar geta aðeins þeir fengið inntöku í skólann, sem hæstar fá einkunnir á inntökuprófi og leggja fram vottorð, sem sýnir fullkomna reglusemi. Vegna húsnæðísins getur ekki nema takmörkuð tala komizt í skólann. — Þeir, sem fengið hafa svar við umsóknum sínum, koma til greina við inntökupróf. Skólastjórlmi. Tilkynning frá mæðivelklvörnunum Hér með tilkyimist að öllum fjáreigend- um austan Héraðsvatna að Skjálfandafljóti, austan Þjórsár að Jökulsá á Sólheimasandi og vestan Kollaf jarðar og Isaf jarðar á Vest- fjörðum, er stranglega bannað að auðkenna fé sitt með litum á haus og' hornum á þessu ári. Sé út af þessu brugðið. eða ef menn afmá ekki gamla liti af fé á þessuni slóðnm, varðar það sektum samkvæmt lögum nr. 13 frá 13. maí 1937. Öllum merktum kindum, sem finnast í ofangreindum héruðum á næsta suinri verður tafarlaust lógað. Síðar verður gefín út fyrirskipun um hvernig merkja skuli fé í héruðum vestan Þjórsár og Héraðsvatna. Reykjavlk, 3. marz 1938. Hákon Bjarnason Verðlagátilbúnum áburði er ákveðið þannig á komandi vori, á höfnum þeim, er skip Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins koma við á: Kalksaltpétur 15,5% kr. Kalkammonsaltpétur 20,5% — Brennisteinssúrt Ammoníak 20,6% — Superfosfat 18% — Kalí 40% — Nitrophoska 14.14.18% — (Tún-Nitrophoska) Nitrophoska 15 .15.18% — (Garða-Nitrophoska) Aburðarsala ríkísíns 19,15 pr. 100 kg. 21,65 — 100 -- 19,15 — 100 — 9,75 — 100 — 16,40 — 100 — 28,10 — 100 — 15,90 — 50 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.