Tíminn - 19.11.1938, Side 1

Tíminn - 19.11.1938, Side 1
RITSTJ ÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Frentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardagiim 19. nóv. 1938 68. blað Blágreni í HallormsstaSaskógi, gróðursett 1905. Hœsta tréð er yfir 6 m. Stari Skógræktarfél. Islands Félagið hefir látið gróðursetja 40 þús. plöntur tvö undanfarin vor. Nansenskrifstofan og flóttamennirnir Kjör rússneskra ilóttamanna talín verst Aðalfundur Skógræktar- félags íslands var haldinn síðastl. fimmtudag. Er aðal- fundur félagsins ekki hald- inn nema annaðhvert ár. Formaður félagsins, Árni G. Eylands f ramkvæmdastj óri, gaf skýrslu um starfsemi félags- ins. Tvö síðastl. vor hefir félagið látið planta um 40 þús. erlend- um trjáplöntum, eða um 20 þúsundum hvort vor. — Hefir félagsstjórnin talið rétt, að leggja sérstaka áherzlu á, að planta hér norskum þarrplönt- um (greni og furu), þar sem sæmilegur árangur virðist hafa náðst af gróðursetningu slíkra plantna hér, t. d. á Hallorms- stað og í Eyjafirði. Plönturnar hefir félagið látið gróðursetja á þessum stöðum: í stöð félagsins í Fossvogi, á Þingvöllum, í gömlu skógræktarstöðinni við Rauðavatn, í Þrastaskógi, á Laugarvatni, í Vífilsstaðalandi og í Undirhlíðum, sunnan við Hafnarfjörð, en þar hafa Hafn- firðingar skógargirðingu. Hefir félagið einkum fengið skólabörn til að vinna að gróðursetningu plantnanna undir tilsögn kenn- ara. Á síðastl. ári fékk félagið hingað norskan skógfræðing til að leiðbeina við gróðursetning- una. Félagið fékk fyrir nokkrum árum talsvert land í Fossvogi til að hafa þar skógræktarstöð. Gaf Reykjavíkurbær landið. Fé- lagið lét strax girða það og hefir verið unnið kappsamlega síðan að gróðursetningu og hirðingu ýmsra trjátegunda. Nú hefir félagið einnig tekið gömlu skógræktarstöðina við Rauðavatn í umsjá sína, en þar voru plöntur gróðursettar fyrir allmörgum árum. Á síðastl. hausti vakti stjórn félagsins máls á því við bæjar- stjórn Reykjavíkur, að hún léti friða landið umhverfis Elliða- vatn, en þar er mestur trjá- gróður í nágrenni Reykjavíkur, og kæmi þar upp skemmtistað fyrir bæjarbúa. Eru þar fyrir hendi mörg ágæt skilyrði fyrir skemmtistað og útsýni fallegt. Tillaga þessi hefir fengið á- gætar undirtektir í öllum blöð- um bæjarins og má vænta þess að hún verði tekin til nánari at- hugunar. Félagið gefur árlega út ársrit, sem félagsmenn þess fá ókeypis. Hafa þar birzt margar góðar greinar um skógræktarmál. í seinasta ársritinu birtist m. a. löng ritgerð eftir einn helzta skógræktarfræðing Norðmanna, Chr. Gjerlöff: Skógurinn og æskulýðurinn. í ritgerð þessari felst mikill fróðleikur og öflug hvatning og ætti hún skilið að verða mikið lesin. Gjerlöff hefir komið hingað til lands og telur hann sig sannfærðan um það, að hér megi koma upp stórvöxn- um skógi, engu síður en í Nor- egi. í Skógræktarfélagi íslands eru nú um 500 félagsmenn. Inn- an vébanda þess eru einnig þrjú skógræktarfélög: Skógræktar- félag Skagfirðinga, Skógræktar- félag Eyfirðinga og Skógræktar- félag Vestmannaeyja. Öll þessi félög hafa unnið meira og minna að eflingu skógræktar í (Framh. á 4. síðu.) Jón Þorvarðsson á Suðureyri i Súg- andafirði befir sagt Tímanum eftir- farandi fréttir: í sumar var byrjað á hafnargerð á Suðureyri og steyptur skjólgarður, er kostaði um fimmtán þúsund krónur, ásamt plani. í haust hefir verið unnið að uppfyllingu innan við garðinn. Er fé til áframhaldandi hafnargerðar veitt á fjárlögum næsta árs. í vor var unnið að vegagerð yfir Botnsheiði og lögð braut frá Breið- dalsheiðarvegi niður í Botnsdal. Er enn vegleysa um dalinn, ekki löng leið, en mjög erfið og er áætlað að vegar- lagning þar kosti um 35 þúsund krón- ur. Þegar sú torfæra er yfirstigin er Súgandafjörður kominn í öruggt ak- vegarsamband víð ísafjörð og önnur helztu byggðarlög á Vestfjörðum. t t t Þrátt fyrir þessar framkvæmdir hefir verið unnið að framleiðslunni með fullum krafti. Fimmtán bátar stunduðu veiðar frá Suðureyri í sumar. Af þeim var einn um þrjátíu smálesta vélbátur, þrír 10—12 smálesta vélbátar, fimm minni vélbátar og sex hreyfilbátar. Stærsti vélbáturinn stundaði síldveiðar fyrir Norðurlandi um sildarvertíðina og aflaði vel. Tveir bátar voru að drag- nótaveiðum framan af sumri og fluttu aflann til Bíldudals og ísafjarðar. Annar þeirra stundaði reknetaveiðar er leið á sumarið. Hinir bátarnir stund- uðu í sumar nær eingöngu veiðar á handfæri og öfluðu ágætlega. Fengu beztu dráttarmenn allt að 500 krónur í hlut í júlí og litlu minna í ágúst. Sígurgeír Sígurðsson verður biskup Kirkjumálaráðherra hefir lagt til við konung að séra Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði verði skip- aður biskup frá næstu áramót- um að telja. Fékk hann flest at- kvæði í nýlokinni biskupskosn- ingu, en ráðherra er heimilt að velja milli þeirra þriggja, sem fá flest atkvæði. Séra Sigurgeir Sigurðsson er fæddur að Eyrarbakka 3. ágúst 1890. Foreldrar: Svanhildur Sig- urðardóttir og Sigurður Eiríks- son regluboði. Séra Sigurgeir lauk stúdents- prófi 1913 og lauk embættisprófi í guðfræði í febrúar 1917. Vígð- ur 7. okt. 1917 aðstoðarprestur á ísafirði. Árið eftir fékk hann veitingu fyrir ísafjarðarpresta- kalli, og hefir þjónað þar alla tíð síðan, eða í 21 ár. Hann hef- ir jafnan verið vinsæll í söfnuði sínum. Kvæntur er séra Sigur- geir Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála og eiga þau fjögur börn. Erlendar fréttir Brezk-bandaríski verzlunar- samningurinn var undirritaður í gær. Kemur brezkum og ame- rískum blöðum saman um, að hann muni bæta og treysta vin- áttu þessara þjóða. Hafa báðir aðilar gert miklar tilslakanir, Bretar með því að greiða fyrir innflutningi á hráefnum og Bandaríkjamenn með því að rýmka um innflutning á ensk- um iðnvörum. Enska stjórnin hefir beðið ó- sigur í tveimur nýloknum auka- kosningum, í Doncaster og Bridgewater. Stjórnarandstæð- ingar höfðu sameiginlegt fram- boð í báðum stöðunum og fengu frambjóðenda sinn kosinn. Hafði íhaldsflokkurinn áður hreinan meirahluta í öðru kjör- dæminu. Á báðum stöðunum var kosið um utanríkismála- stefnu stjórnarinnar. Shetland Indlandsráðherra hefir í ræðu deilt harðlega á Gyðingaofsóknirnar í Þýzka- (Framh. á 4. síðu.) Aðalfiskislóðin liggur skammt út af fjarðarmynninu og er venjulega um klukkutíma sókn á miðin. í haust hafa flestir bátar veitt á lóðir og aflinn oftast verið seldur í togara. Hefir fisk- azt dável og betur en undanfarin haust. t t r í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu voru í sumar byggð fjögur íbúðarhús, tvö í hvorum hreppi, öll eftir teikningu og fyrirsögn teiknistofu landbúnaðar- ins. Tvö þessara húsa, að Suður-Fossi og Lækjarbakka, hafa nær eingöngu verið byggð af heimilismönnum án aðkeyptrar vinnu. Þau eru snotur að útliti og vönduð að frágangi og virðast ætla að reynast vel. Hin íbúðarhúsin voru reist að Sólheimakoti og Eyjar- hólum. — Auk þessa hafa víða verið byggð fjós, áburðarskýli og votheys- hlöður. t t r Búnaðarfélögin í Mýrdal hafa undanfarin ár unnið að því að bæta um áburðarhirðingu bænda. Hafa þau meðal annars staðið fyrir sameiginleg- um innkaupum á sementi, lánað fé- lagsmönnum út á væntanlegan jarða- bótastyrk og lánað steypumót. Hefir með þessum hætti talsverðu verið um- þokað í þá átt að bæta nýtingu þess áburðar, er til fellzt. r t t í Víkurkauptúni hefir verið gerð ný vatnsleiðsla. Var hin gamla mjög tak- mörkuð og vathið ekki gott. Nú er vatnið tekið úr tærri bergvatnslind langt uppi í Reynisfjalli og leitt í tré- Friðarverðlaun Nobels 1938 hafa verið veitt Nansenskrifstof- unni, sem starfar á vegum Þjóðabandalagsins og vinnur að því að greiða fyrir flóttamönn- um. Hefir Þjóðabandalagið ekki getað veitt skrifstofunni nema takmarkað fé undanfarið og því komið til orða að leggja hana niður. Má því fullyrða að friðar- verðlaunum Nobels hafi aldrei verið betur varið. Það vakti mikla gremju meðal nazista að friðarverðlaun Nobels í fyrra voru veitt þýzka friðar- sinnanum Ossietsky. Sennilega verður úthlutun friðarverðlaun- anna nú jafnmikill þyrnir í aug- um kommúnista. Þeir hafa unn- ið gegn Nansenskrifstofunni eft- ir megni og á fundum Þjóða- bandalagsins hefir fulltrúi Rússa barizt fyrir því, að hún væri lögð niður. Ástæðan til þess er sú, að skrifstofan hefir greitt götu fjölmargra pólitískra flótta manna frá Rússlandi. Hér á landi mun Friðþjófur Nansen þekktastur sem land- könnuður. En starf hans í þágu stríðsfanga og pólitískra flótta- manna mun þó lengur halda nafni hans á lofti. Strax eftir heimsstyrjöldina byrjaði hann víðtæka starfsemi til hjálpar herföngum erlendis og flótta- mönnum og ávannst mikið í þeim efnum. Árið 1921 réði Þjóðabandalagið hann til að veita forstöðu sérstakri stofnun, sem það setti á laggirnar til að annast þessi mál. Síðan Nansen dó, vorið 1930, hefir stofnunin venjulega verið kennd við hann og kölluð Nansenskrifstofan. Hér yrði of langt mál að skýra frá öllum afrekum Nansens og þessarar stofnunar, sem fyrst og fremst var verk hans. Aðeins nokkur dæmi skulu nefnd: Um 430 þús. herfangar voru fluttir heim frá löndum, þar sem þeim var sama og engin björg veitt. Mest af þessu starfi hafði Nansen unnið áður en skrifstof- an tók til starfa, og notið til þess aðstoðar ýmsra alþjóðlegra líknarfélaga. Flestir þessara her- stokkum til kauptúnsins. Nú er og verið að koma úpp fullkomnum slökkviút- búnaði í Vík og er kostnaðurinn, sem af því leiðir um átta þúsund krónur. Rafstöðin hefir verið stækkuð að mun og geta Víkurbúar nú fengið rafmagn til ljósa og suðu fyrir 120 krónur árs- „kílówattið". r t t í Vík var slátrað í haust öllu fé úr Mýrdal, Álftaveri og Meðallandi. Var nálega allt kjötið fryst í frystihúsi kaupfélagsins og flutt daglega til Reykjavíkur á bifreiðum. í Hólmi var slátraö öllu sláturfé fyrir austan Skaft- árhraun og kjötið fryst þar. Hefir að- staðan til slátrunar stórum batnað þar við byggingu hins nýja frystihúss, er Bjarni Runólfsson var nýbúinn að koma upp, þegar hann lézt. Haukur Magnússon frá Reynisdal hefir séð um frystinguna og verður hann þar fram á vetur. Hafði hann unnið á verkstæði Bjarna síðastliðin tvö ár. r r t Rjómabú, sem starfandi hefir verið í Mýrdalnum undanfarin þrjátíu ár, lagðist niður á síðastliðnu sumri, vegna þess að reksturskostnaðurinn 6ar framleiðsluna orðið ofurliði. Vonandi rekur þó fljótlega að því, að Mýrdæl- ingar geti hagnýtt betur en orðið er hina miklu og góðu ræktunarmögu- leika, sem þar eru víða, með aukinni nautgriparækt. Hugsanlegt er, að til- tækilegt þætti og framkvæmanlegt, að flytja mjólkina i mjólkurbúin í Árnessýslu. fanga voru í Rússlandi og Sibir- íu. — Frá Litlu-Asíu voru eftir heimsstyrjöldina reknir um 1.3 millj. Grikkja og 200 þús. Búlg- arar. Eins og gefur að skilja, var erfitt að koma þessu fólki fyrir í Grikklandi og Búlgaríu, en þangað varð það að fara. Nansen kom því til leiðar, að þessi lönd fengu stór lán til atvinnufram- kvæmda og íbúðabygginga. Fyrir beinan tilverknað Nansensskrif- stofunnar, voru um 40 þús. íbúð- ir byggðar í borgum Grikklands og 27 þús. í sveitunum. Árið 1921 var stórfelld hung- ursneyð í mörgum héruðum Rússlands og reyndust kommún- istar ekki færir um að ráða fram úr henni. Nansenskrifstofan gekkst fyrir víðtækri alþjóðlegri hjálparstarfsemi og er nú al- mennt fullyrt að tekizt hafi að bjarga um iy2 millj. frá hungur- dauða. Á síðari árum hefir flótta- mannahjálpin verið aðalstarf- semi skrifstofunnar. Vinnur hún að því að safna skýrslum um hag fióttamanna, hjálpa þeim til að afla sér atvinnu og útvegar þeim búsetuleyfi. Nema þeir flótta- menn orðið nokkrum hundruð þúsunda, sem skrifstofan hefir hjálpað til að flytja þangað, sem þeir fengu atvinnu, og hafa margir þeirra nú unnið sér ríkis- borgararéttindi I þeim löndum. Þeir, sem ekki hafa ríkisborgara- rétt í neinu landi, fá sérstakt vegabréf frá skrifstofunni, og veitir það þeim ýms réttindi í mörgum löndum. Um 600 þús. manna hafa nú slik vegabréf, og eru það aðallega Rússar og Ar- menar. Auk þessa fólks er skrif- stofunni kunnugt um 400 þús. flóttamenn, sem hvergi hafa rík- isborgararétt og ekki heldur Nansensvegabréf. Eru þeirra á meðal um 130 þús. Rússa, sem flúið hafa til Kína og Manchu- kuo. Kjör flestra hinna pólitisku flóttamanna, sem orðið hafa að flýja eignir sínar fyrirvaralaust, hafa í langflestum tilfellum ver_ ið hörmulegri en orð fá lýst. — Einkum er hinum bágu ástæðum rússneskra flóttamanna við- brugðið. Meginhluti þeirra bjó áður við góð kjör og á því enn ver með að una hinum nýju lífsskilyrðum en t. d. Armenar, Gyðingar og fleiri, sem eru van- ari erfiðum lifskjörum. Það er talið að alls hafi iy2 millj. manna flúið Rússland vegna byltingarinnar. Allmargir hafa horfið heim aftur, en meg- inþorrinn er enn í útlegð. Reynir rússneska stjórnin mjög að leggja stein í götu þeirra. Rúss- nesku flóttamennirnir, sem hvergi hafa ríkisborgararéttindi, mega heita dreifðir um öll lönd. í Frakklandi eru um 120 þús., í Póllandi um 90 þús., í Þýzka- landi 45 þús., í Búlgaríu 16 þús., í Lithauen 14 þús., í Rúmeníu 10 þús., í Tékkoslóvakíu 8 þús. o. s. frv. Flestir þeirra hafa Nansen- vegabréf. Kjör rússneskra flótta- manna eru yfirleitt talin bág- bornari en nokkurra annarra pólitískra flóttamanna. Nansenskrifstofan hefir ekki haft afskipti af flóttamönnum frá Þýzkalandi. Hefir Þjóða- bandalagið falið sérstakri nefnd að annast þau mál. Frá því Hit- ler kom til valda og til ársloka 1937, er talið að 130 þús. Gyð- ingar og 15 þús. Þjóðverjar hafi flúið Þýzkaland. Af þessum flóttamönnum hafa 45 þús. feng- ið landvist í Palestinu og 55 þús. í Ameríku. Hér eru ekki taldir með flóttamenn frá Saar, en Nansenskrifstofan hefir annazt fyrirgreiðslu þeirra. Eru þeir um 5 þús. Einn fimmti hluti þeirra hefir flutzt til Paraguay, en flestir hinna eru í Frakklandi. w A víðavangi Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir nú nýlega samþykkt að veita afslátt á hafnar- gjöldum fyrir hið fyrirhugaða millilandaskip Eimskipafélags- ins, ef úr smíði þess verður. Er það vel farið. Vafalaust veitir hún hinu nýja skipi ríkisins samskonar hlunnindi. * * * Gunnar Thoroddsen var ný- lega að rifja upp barnalærdóm- inn fyrir Heimdellingum í Rvík, og birtist sú prédikun i dagblað- inu Vísi tvo síðustu daga. Þar kennir gamalla grasa. Þar er það brýnt fyrir Heimdalls- drengjunum, að kaupmenn og stóratvinnurekendur séu ekki „stéttir", að aflabresturinn og hrun saltfisksmarkaðarins sé að kenna rangri stjórnarstefnu, að „stjórnarfiokkarnir hafi ekki vit á að velja hina hæfustu menn til forystu“, og að ef íhalds- flokkur færi með völd, myndi ekkert atvinnuleysi vera til! * * * Ef til vill mætti minna þenn- an spámann æskulýðsins á það, að í hinu gagnauðuga Bretlandi hefir íhaldsstjórn setið við stýr- ið sjö undanfarin ár. Þar er þó tala atvinnulausra manna hærri en í flestum öðrum Evrópu- löndum. En Ólafur Thors er væntanlega eitthvað snjallari en Baldwin og Chamberlain, að ráða fram úr slíkum vandamál- um! * * * Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Rvíkur hafa orðið fyrir miklu happi. Vegna hlutkestis sluppu þeir við að fá meirahluta í nið- ur j öf nunarnefnd bæjarins að þessu sinni. Þeir geta þá vænt- anlega talið einhverjum ein- földum sálum trú um það, á næsta ári, að útsvarshækkunin, sem bæjarstjórnin fyrirskipar, sé meirahluta niðurjöfnunar- nefndarinnar og þar með stjórnarflokkunum að kenna! * * * Kunnugir menn á Suðurlandi telja, að af þeim 123 atkvæðum, sem Bændaflokkslistinn fékk við búnaðarþingskosninguna, hafi um 50 kosið listann eingöngu vegna efsta mannsins, Klemenz- ar á Sámsstöðum. En um 30 Bændaflokksmenn þökkuðu þetta persónulega fylgi Klem- enzar með því, að strika nafn hans út af listanum. Gott er að eiga slíka vopnabræður! * * * Einkennileg ráðstöfun er það, að gera lögfræðing að fram- kvæmdastjóra fyrir Rauða krossinn. Hafi á annað borð verið þörf á þessu nýja starfi, sem ekki skal í efa dregið að svo stöddu, sýndist liggja beint við að ráða í það áhugasaman lækni eða hjúkrunarkonu. * * * Mbl. í dag gengur út frá því, að kaupmenn noti sér innflutn- ingshöftin til að okra á þeim vörum, þar sem innflutningur- inn fullnægir ekki eftirspurn- inni. Áður hafa blöð kaupmanna ætlað að ærast, þegar Tíminn hefir á þetta minnst. En gott er að heyra slíka viðurkenningu úr ólíklegustu átt. Og vonandi tekst verðlagsnefndinni að gera einhverja leiðréttingu í þessum efnum. * * * Jafnframt gægist það fram hjá Mbl., að réttast myndi vera að slaka nú eitthvað til á höft- unum, gefa t. d. frjálsan inn- flutning á sveskjum, rúsínum og þurrkuðum aprikósum! Þetta getur maður kallað að hugsa um „landsins gagn og nauðsynj- ar“ á erfiðum tímum. Um 300 þús. manns hafa geng- ið að líkbörum Mustafa Kemals Atatúrks undanfarna daga. Ell- efu menn hafa beðið bana vegna þrengsla og troðnings við lík- börurnar. A. KROSSGÖTUM Framkvæmdir í Súgandafirði. — Útgerð frá Suðureyri. — Byggingar í Mýrdal. — Áburðarhirðing. — Vatnsl. í Vík. — Slátrunin í Vík.—Rjómabúlegstniður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.