Tíminn - 21.01.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
23. árg.
Reykjjavík, laugardaginn 21. jannar 1939
9. blað
Seínasta ákvörðun bæjarstjórnarmeirihlut-
ans til að hindra viðreisn Reykjavíkur
Hann víll ekkí geia bæjarmonnum kost
á að breyta um stjórn, þó hann hafí
játað síg óhæfan tíl að ráða fram úr
örðugleikum bæjaríns
í sambandi við lokaum-
ræðuna um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurbæjar fyrir 1939
á bæjarstjórnarfundi síð-
astl. fimmtudag bar full-
trúi Framsóknarflokksins,
Sigurður Jónasson, fram til-
lögu um að bæjarstjórnin
segði af sér og látnar væru
fara fram nýjar kosningar.
Var tillaga hans svohljóð-
andi:
„Með því að meirihluti bæjar-
stjómar Reykjavíkur hefir með
stjórn sinni á bænum komið
honum í slíkt fjárhagslegt öng-
þveiti, að eigi lítur út fyrir ann-
að en algert fjárhagshrun og
greiðsluþrot hjá bænum í nán-
ustu framtíð, og vegna þess að
meirihluti bæjarstjórnarinnar
hefir lýst því yfir sjálfur, að
hann sjái engin ráð út úr ó-
göngunum, ályktar bæjar-
stjórnin að segja af sér störfum
og óska eftir því við atvinnu-
málaráðherra, að efnt verði til
nýrra bæjarstjórnarkosninga
fyrir 1. marz næstkomandi.“
Eins og fram kemur í tillög-
unni, rökstuddi flutningsmaður
hana með því, að fjárhagur
bæjarins væri kominn í full-
Nýi yfírlæknírínn á
Vífílstöðum
komið öngþveiti, en meirihluti
bæjarstjórnar virtist engin önn-
ur ráð hafa en að hækka álögur
á skattgreiðendum og auka
skuldir bæjarins, enda þótt
hvorttveggja væri nú komið
langt úr hófi fram. Hefði Jakob
Möller líka lýst yfir því á sein-
asta bæjarstjórnarfundi, að
meirihluti bæjarstjórnarinnar
sæi engin ráð til að ráða fram
úr þeim fjármálaógöngum, sem
bærinn væri kominn í.
Meirihluti bæjarstjórnarinn-
ar reyndi eftir megni að komast
hjá því að ræða þessa tillögu,
en sýndi þó, að hann viður-
kenndi réttmæti hennar með
þvi að þora ekki að láta hana
koma til atkvæða. Var Jakob
Möller þá látinn bera fram svo-
hljóðandi frávísunartillögu:
„Jafnvel þó að vænta mætti
að sú breyting yrði til bóta á
skipun bæjarstjórnarinnar, ef
núverandi bæjarfulltrúar legðu
niður umboð sín og nýjar bæj-
arstjórnarkosningar yrðu látn-
ar fara fram, að núverandi
varabæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins viki þá úr bæjar-
stjórninni að fullu og öllu, og
einhver annar kæmi í hans stað,
þá telur bæjarstjórnin óþarft
að grípa til nokkurra örþrifa-
ráða til að koma því til leiðar,
enda aðeins um varabæjarfull-
trúa að ræða, þykir því bezt
hæfa að vísa tillögu varabæj-
arfulltrúans, er að þessu lýtur,
frá.“
Þessi furðulega tillaga var
samþykkt að viðhöfðu nafna-
kalli með 9:6 atkvæðum. Allir
íhaldsandstæðingar voru á
móti. Þeir, sem greiddu henni
atkvæði, voru: Bjarni Bene-
Helgi Ingvarsson var skipað-
ur yfirlæknir við Vífilsstaða-
hæli nú um áramót. Hann er
rösklega fertugur að aldri,
fæddur 1896, sonur séra Ingvars
Nikulássonar, er var prestur að
Gaulverjabæ í Flóa og síðar að
Skeggjastöðum á Langanes-
strönd.
Helgi lauk stúdentsprófi 1916
og læknisprófi við háskólann
hér árið 1922. Hefir hann alla
tíð síðan verið læknir við
berklahælið á Vífilsstöðum og
gegnt Köpavogshæli síðustu tíu
árin. Tvö undanfarin ár hefir
hann eínnig unnið við berkla-
varnastöð Líknar. Hann hefir
fimm sinnum farið utan til
náms og kynningar og dvalið er-
lendis í samtals tvö ár, aðallega
á Norðurlöndum og í Þýzka-
landi. Hann hefir sérstaklega
kynnt sér lungnasjúkdóma og
fékk viðurkenningu sem sér-
fræðingur á því sviði árið 1929.
Helgi nýtur framúrskarandi
vinsælda meðal sjúklinga sinna
og hefir þessi embættisveiting
mælzt vel fyrir meðal allra,
sem til hans þekkja.
-SIGURÐUR JÓNASSON
diktsson, Guðmundur Eiríksson,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðrún
Jónasson, Gunnar Benedikts-
son, Helgi H. Eiríksson, Jakob
Möller, Sigurður Jóhannsson
og Valtýr Stefánsson. Þykir rétt
að birta nöfn þeirra manna, sem
höfðu smekkvísi til að afgreiða
jafn mikilvæga tillögu á slíkan
hátt.
En.það mega fulltrúar bæjar-
stjórnarmeirahlutans vita, að
þeir skjóta sér ekki undan dómi
kjósendanna með slíkum und-
anbrögðum, heldur gera þeir
hlut sinn enn verri. Undir stjórn
þeirra síðastliðin ár hafa út-
gjöld bæjarins, skuldir hans og
álögur á bæjarbúum farið sí-
hækkandi. Þeir hafa nú afgreitt
fjárhagsáætlun fyrir yfirstand-
andi ár, þar sem gert er ráð
fyrir að hækka útsvörin um rösk
400 þús. kr., fasteignaskattinn
um 250 þús. kr. og að auka
skuldir bæjarsjóðs um eina
milj. kr. Það er áreiðanlegt, að
bæjarbúar eru búnir að fá nóg
af slíkri stjórn, jafnvel þótt
svikunum í hitaveitumálinu sé
alveg gleymt. Fyrr en seinna
fær hún sinn verðskuldaða
dóm — þótt henni takist má-
ske að fresta honum eitthvað,
en það getur þó aldrei orðið
nema urn stundarsakir.
Pólska llkraina
Meðal Ukrainumanna í Pól-
landi, færist sjálfstæðishreyf-
ingin stöðugt í vöxt. Kröfum
þeirra um sjálfsstjórn hefir verið
vísað frá pólska þinginu með
þeirri forsendu, að þingið gæti
ekki rætt þær, þar sem þær brytu
í bága við stjórnarskrána. Þetta
svar hefir áreiðanlega miklu
frekar ýtt undir sjálfstæðis-
hreyfinguna en dregið úr henni.
Ukrainumenn í Póllandi, sem
taldir eru um 4 millj., búa aðal-
lega í einum landshluta Galiziu.
Fyrr á öldum var Galizia sjálf-
stætt ríki, en Pólverjar lögðu
hana undir sig á 14. öld, Við
skiptingu Póllands á 18. öld, féll
Galizia í hlut Austurríkis og
heyrði undir það lengstum siðan.
Þegar Pólland endurheimti freisi
sitt að heimsstyrjöldinni lokinni,
kom Galizia aftur undir stórn
þess.
Eftir að Pólverjar lögðu Gali-
ziu undir sig, byrjuðu pólskir
aðalsmenn að flytja þangað og
náðu mestöllum landeignum
undir yfirráð sín. Jafnframt voru
allir helztu embættismennirnir
pólskir og í hernum, sem hafði
bækistööðvar þar, voru næstum
eingöngu Pólverjar. Meðal Aust-
urríki réði Galiziu, hélzt þetta
nokkrn veginn óbreytt. Pólverjar
urðu einskonar yfirstétt i land-
inu og reyndu eftir megni að fá
afkomendur hinna gömlu íbúa
til að afneita þjóðerni sinu og
tala pólsku. En þetta veittist
þeim erfiðlega og enn í dag talar
um helmingur ibúanna ruthen-
isku (Ukrainisku), og þjóðernis-
tilfinning hefir sennilega aldrei
verið sterkari. Enda er talið, að
Ukrainumenn í Póilandi séu fyrir
margra hluta sakir kjarni ukra-
inska þjóðstofnsins og stafi það
m. a. af því, að þeir hafi fyrr á
öldum búið lengur við sjálfsfor-
ræði en aðrir hlutar hans.
Heimsstyrjöldin skapaði nýja
sjálfstæðishreyfingu meðal
pólskra Ukrainumanna og hugðu
þeir um skeið, að mynda sjálf-
stætt ríki. Að því varð samt ekki
því Pólverjar voru þeim langtum
öflugri. En síðan hefir sjálf-
stæðishreyfingin haldið áfram
að þróast fram á þennan dag.
Sérstaklega hefir áhrifa hennar
A. KROSSGÖTUM
Dagsbrúnarkosningin. — Veiðin í Þingvallavatni. — Frá verstöðvunum á Snæ-
fellsnesi. — Kvefpest í Siglufirði. — U. M. F. í Mýrahreppi. — Barnaskóla-
_____bygging.. — Sveitarsími. — Viðskiptin við útlönd._
Dagsbrúnarkosningunni lauk í gær-
kvöldi klukkan 10. Greiddu alls 1516
menn atkvæði, en tæp 1800 voru á
kjörskrá alls. Hefir því kosningin verið
venju fremur vel sótt. Talning atkvæða
átti að hefjast klukkan 1 í dag, en
kunn verða úrslitin gerð á Dagsbrúnar-
fundinum á morgun.
t i r
Murtuveiðin í Þingvallavatni varð
veiðieigendum notadrýgri í haust held-
ur en endra nær, vegna þess, að Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga keypti
mikið af veiðinni fyrir gott verð, 25
aura pundið. Mun murtuveiðin í haust
hafa fært hreppsbúum um tíu þúsund
króna tekjur. Heilt yfir var þó veiðin
varla í meðallagi. Munu alls hafa veiðzt
250—300 þúsund murtur, þar af um 70
þúsund í Mjóanesi og 68 þúsund í Mið-
felli, en það eru tvær beztu veíðijarð-
irnar. Annarsstaðar veiddist 3—50 þús-
und á bæ. Veiðitímínn er ákaflega
stuttur, aðeins þrjár vikur eða þar um
bil, frá því um 20. september og fram
undir miðjan októbermánuð. Stórsil-
ungsveiðin hefir verið með minnstu
móti í Þingvallavatni að þessu sinni.
Hefir hún farið þverrandi á síðari ár-
um, og er nú alls ekki sambærileg við
það, sem var um aldamót. Murtuveið-
in hefir hinsvegar sízt rýrnað á seinni
árum.
r r r
Samkvæmt simfregn af Snæfells-
nesi hefir verið ágætur afli á báta, sem
gengið hafa til fiskjar frá Ólafsvík
og Sandi. Stærsti báturinn í þessum
verstöðvum hefir þegar fengið á ann-
að hundrað skippund síðan um ára-
mót, en gekk þó ekki til fiskjar fyrstu
dagana í janúarmánuði. í Grundarfirði
hefir afli verið tregur. Stykkishólms-
bátarnir fara senn til útróðra, einkum
vestur á Flateyri og suður 1 verstöðv-
amar á Suðumesjum.
r t r
Mögnuð kvefpest gengur í Siglu-
firði um þessar mundir og hefir barna-
skólanum verið lokað um nokkurra
daga bil. Liggja fjölmörg skólaböm
rúmföst vegna kvefsins.
r r r
Fyrir þrjátíu árum var ungmenna-
félag stofnað í Mýrahreppi, A.-Sk., og
hefir það starfað æ siðan. Hefir fél.
verið öflugasta lyftistöng fyrir allt fé-
lagslíf og samtök í byggðarlaginu. Fyr-
ir tíu árum byggði félagið, með til-
styrk allra sveitarmanna, funda- og
samkomuhús úr steinsteypu.
r r r
Síðastliðið sumar var byggt tvílyft
barnaskólahús við gamla fundarhúsið,
sem notað verður fyrir samkomur likt
og áður og jafnframt sem lelkfimissal-
ur fyrir skólann. Áætlað er að skóla-
byggingin öll muni kosta 15—20 þús-
undir króna. Leggur ríkissjóður fram
% kostnaðar, en hreppssjóður % hluta.
Að húsbyggingunni er eingöngu unnið
af innansveitarmönnum, bæði sjálfu
smiði þess og allri annari vinnu. Vinn-
an er öll lögðu fram án þess að kaup-
gjald komi á móti, nema hvað smiðum,
sem mest hafa unnið við byggingu,
verður eitthvað greitt. Vinnunni er ekki
jafnað niður á ibúa sveitarinnar,
hvorki eftir tölu heimila eða verkfærra
manna né efnum og ástæðum, heldur
kemur hver, þegar annir leyfa. Heflr
þetta gengið svo greitt, að sjaldan
hefir vantað menn til verks. En oft
hafa menn látið nauðsynleg störf á
heimili sínu sitja á hakanum fyrir
þeim verkum, er þurft hefir að inna
af hendi við skólann. Vinnuframlög
manna hafa að vísu orðið nokkuð mis-
jöfn og valda þar mismunandi ástæður
mestu um, og misjafn áhugi nokkuru.
r r r
Sveitarsími var lagður um meirahluta
hreppsins sumarið 1937. Hefir sú fram-
kvæmd haft mikil þægindi í för með
sér fyrir allt félagslif í sveitinni og
viðskipti hreppsbúa og samtök.
r r r
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti hag-
stofunnar um viðskipti íslendinga við
aðrar þjóðir síðastliðið ár, allt til nóv-
emberloka, hafa viðskiptin verið mest
við Breta, allra erlenda þjóða. Hafa
þeir keypt íslenzkar afurðir fyrir 10,67
milljónir króna, en selt hingað vörur
fyrir 11,7 milljónir. Er þetta nær %
allrar utanríkisverzlunar íslendinga.
Næstir komu Þjóðverjar. Þeir hafa
keypt vörur fyrir 8 milljónir króna,
en selt hingað fyrir 10,8 milljónir. Hag-
stæðastur er verzlunarjöfnuðurinn á
viðskiptunum við Bandarikin. Þangað
hafa verið seldar ísl. afurðir fyrir 5,2
millj. kr., en innflutnlngur frá Banda-
ríkjunum nemur aðeins 575 þús. kr.
JOSEF BECK
utanríkisráðherra Póllands.
gætt í verzluninni. Áður fyrr var
verzlunin nær eingöngu í hönd-
um Pólverja og Gyðinga. Nú
annast kaupfélög Ukrainu-
manna nær eingöngu alla verzl-
un þeirra og þau eru nú lang-
samsamlegasti öflugasti þáttur-
inn í sjálfstæðisvakningu þeirra.
í þeim hafa þeir lært að vinna
saman og séð hvers þeir eru
megnugir, ef þeir standa sam-
einaðir.
Sá meinbugur er á sjálfstæð-
iskröfum pólskra Ukrainubúa,
að í. Galiciu, þar sem þeir eru
flestir, eru þeir ekk i nema
helmingur íbúanna. Annarstaðar
eru þeir hlutfallslega enn færri.
Undantekningarlaust eru líka
allir embættismennirnir pólskir.
Jarðirnar eru líka að mestu
leyti'í höndum Pólverja. Það er
því víst, að Pólverjar munu al-
drei láta Ukrainumenn hrófla
neitt við forréttindum sínum,
nema þeir séu til þess neyddir
af máttarmeiri aðiljum.
Eins og nú standa sakir, gera
pólskir Ukrainumenn sér von um
slíka hjálp. Þjóðverjar hafa lýst
fyllstu samúð með baráttu þeirra
og það er talið að þeir standi í
nánu sambandi við valdamenn
í Berlín. Þjóðverjar þykjast líka
þurfa að fylgjast með fleirum í
Póllandi en Ukrainumönnum
einum, því þar eru búsettir hátt
á aðra milljón manna af þýzkum
ættum. Og enga landshluta/ sem
Þjóðverjar uðu að láta af hendi
eftir heimsstyrjöldina, féll þeim
eins þungt að missa og þá, sem
Pólverjar fengu.
Pólverjum er vel Ijós sú hætta,
sem af þessu stafar. Þeir reyndu
á síðastliðnu hausti að mynda
hlutleysisbandalag Pólverja, Rú-
mena og Ungverja, en sú við-
leitni virðist hafa misheppnazt.
Þeir gerðu siðan einskonar vin-
áttusamning við Rússa, sem hafa
svipaðra hagsmuna að gæta við-
komandi Ukrainumönnum. En
Þjóðverjar tóku slikt sem ögrun.
Beck utanríkisráðherra fór þá
til Þýzkalands og ræddi m. a.
við Hitler. Síðan hefir verið
hljótt um afstöðu Póllands. En
það má telja víst, að Hitler hafi
sett Póllandi tvo kosti, að fylgja
annaðhvort sér eða Rússum. Og
hafi Beck valið síðari kostinn
eða ætli sér að reyna að vera
hlutlaus aðili milli þessara vold-
ugu nábúa, má búast við meiri
tiðindum frá Galiziu á næstunni.
Pólska Ukraina getur þá orðið
fyrsta markmið Hitlers og rúss-
neska Ukraina hið næsta.
Bretar fara ekki að lána
Tékkum.
Þegar Múnchensáttmálinn var
gerður, reiknuðu Bretar og
Frakkar með því, að Tékkosló-
vakía myndi ekki verða jafn háð
Þjóðverjum og raun er á orðin.
Til að létta undir með Tékkum
höfðu Englendingar þá í
hyggju að lána þeim 30 milj.
sterlingspunda. En þeir hafa
ekki enn lánað Tékkum nema
10 milljónir sterlingspunda og
talið er víst, að lánið verði ekki
hærra, því enskir fjármálamenn
telja það sama og að lána Þjóð-
verjum, að veita Tékkum lán.
0
A víðavangi
Bjarni Benediktsson segir að
400 þús. kr. af framfærslu dreif-
býlisins hafi lent á Reykjavík
árið 1937 vegna leiðréttinga
þeirra, er í hinum nýju fátækra-
lögum felast. Þessa byrði virðist
B. B. vilja leggja aftur á sveita-
félög þau, er báru hana áður.
En hitt finnst honum varhuga-
vert í mesta máta, að bærinn
dragi úr fátækrakostnaðinum
með því að annast sjálfur inn-
kaup sín eða eiga sjálfur hús-
næði fyrir styrkþega. Segir
Bjarni um styrkþegana, að
hættulegt sé að ,,taka þá út úr
viðskiptalífinu"! „Viðskiptalíf “
nokkurra helztu stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins biði
líklega einhvern hnekki við
þessa ráðstöfun. Það skal ekki
í efa dregið!
* * *
í áðurnefndu Varðarfundar-
erindi segir B. B.: ,,Um fyrir-
komulag framfærslumála eru
einkum hugsanlegir þrír mögu-
leikar, er fá staðist. 1. Sveitfesti
með löngum sveitfestitíma. 2.
Sveitfesti án sveitfestitíma, en
með byggðaleyfi. 3. Sveitfesti af-
numin og landið eitt fram-
færsluhérað, og má hugsa sér
fyrirkomulag á þessu með ýmsu
móti“. B. B. gerir hinsvegar enga
tilraun til að ræða þessar leiðir
nánar og er það í meira lagi
skritið, um mann, sem þykist
hafa eitthvað til brunns að bera
í þessu efni. En Mbl. hélt því
fram nýlega, að réttast væri
að gera landið allt að einu fram-
færsluhéraði!
* * *
Vísir í gær þykist vera með
hótanir í garð ríkisstjórnarinn-
ar í málefnum útgerðarmanna:
Segir blaðið svo: „Verði ekki
réttmætum kröfum þeirra sinnt
nú þá má búast við, að ýmis-
legt óvænt (Leturbr. Tímans)
geti borið að höndum“. Það er
ekki gott að vita, hvort blaðið
ætlast til að vera tekið alvarlega
í þessu eða hvort það er aðeins
að gera skop að formanni Sjálf-
stæðisflokksins, sem áður hefir
lagt það fyrir sig að spá ,,ó-
venjulegum atburðum“!
* 4= *
Mbl. 19. þ. m. segir, að hið
nýja „Landssamband útgerðar-
manna“ sé stofnað til að taka
upp „baráttu við ríkisvaldið“.
Samkvæmt þessu ætti þá félagið
helzt að gerast meðlimur i flokki
Héðins Valdimarssonar og Ein-
ars Olgeirssonar. En margur
myndi nú álíta, að mál útvegs-
ins yrðu betur leyst með sam-
vinnu við rikisvaldið en baráttu
við það.
* * *
í yfirlitsgrein þeirri um land-
búnaðinn, ex birtist í Tímanum
nýlega segir Steingrimur Stein-
þórsson búnaðarmálastjóri, að
keppa verði að því að fá „120
þús. tunnur af kartöflum úr ís-
lenzkri mold á þessu ári“. Síðan
byrjað var að veita kartöflu-
verðlaun árið 1936 og gera aðrar
ráðstafanir af hálfu ríkisins
garðræktinni til eflingar hefir
færzt nýtt líf í þessa atvinnu-
grein. Á árunum 1937 og 1938,
sem bæði voru slæm garðrækt-
arár, var kartöfluuppskeran
þriðjungi meiri en hún var í
beztu árum áður en hið opin-
bera fór að láta þetta mál til sín
taka. En munum orð búnaðar-
málastjóxans: Eina tunnu af
kartöflum á mann í landinu á
þessu ári.
* * *
Búnaðarmálastjóri vekur at-
hygli á því, að fé á mæðiveikis-
svæðinu hafi verið hlutfallslega
vænst til frálags. Telur hann,
eins og fleiri, að þetta muni að
verulegu leyti stafa af því, að
fé hafi í þessum héröðum verið
fóðrað betur en annarsstaðar.
Og seint mun því um of á lofti
haldið, hverja þýðingu fóðrunin
hefir fyrir afurðir búfjárins á
þessu landi.
' 5jC
í desembermánuði síðastliðn-
(Framh. á 4. síðuj