Tíminn - 18.02.1939, Síða 1

Tíminn - 18.02.1939, Síða 1
23. árg. Reykjavík, laugardagiim 18. febr. 1939 21# i,iajj Deilan i Hafnarfirði Kommúnistar og Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hóta ofbeldi og stofna vinnufriðnum í hættu FlóttaSólkid frá Spáni í Hafnarfirði hefir komið upp alvarleg deila út af verklýðsmálum, og er niður- staða hennar enn ófyrirsjá- anleg, þegar blaðið fer í prentun. Að formi til stend- ur deila þessi milli tveggja verkamannafélaga í Hafn- arfirði, verkamannafélags- ins „Hlíf“ og Verkamanna- félags Hafnarfjarðar. En í raun og veru skiptast menn í deilu þessari eftir stjórn- málaflokkum. Annarsvegar eru Alþýðuflokksmenn (Vf. Haf narf j arðar). Hinsvegar kommúnistar og Sjálfstæð- ismenn (Hlíf). En gangur málsins hefir í aðalatriðum verið þessi: Hinn 29. jan. sl. fór fram stjórnarkosning í „Hlíf“, hinu gamla verkamannafélagi Hafn- firðinga. Þar höfðu áður Alþýðu- flokksmenn verið við stjórn. En af hálfu kommúnista voru við kosninguna aðrir menn í kjöri. Flokkaskipting í félaginu er talin vera þannig, að Alþýðuflokks- menn eru fjölmennastir, þá Sjálfstæðismenn, en kommún- istar fámennastir. En í kosning. unni kom það í ljós, að Sjálf- stæðismenn í félaginu greiddu atkvæði með frambjóðendum kommúnista. Úrslit í formanns- kosningu urðu þau, að kommún- istaframbjóðandinn, Helgi Sig- urðsson, var kosinn með 186 at- kvæðum, en fyrrv. formaður, Þórður Þórðarson, fékk 170 atkv. Kommúnistar fengu einnig aðra stjórnarmenn kosna að sínum Ódýrar bygging- ar í Reykjavík Merkileg tillaga Irá Jónasi Jónssyni Á bæjarstjórnarfundi síðastl. fimmtudag flutti Jónas Jónsson svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að láta fara fram athugun á því, hversu draga megi úr kostn- aði við húsabyggingar í bænum með því að láta gera samstæð hverfi kjallaralausra einnar hæðar húsa á Melunum eða Laugarneshæðinni og skýra bæjarstjórn frá árangrinum áð- ur en byggingarvinna hefst á vori komandi. Jafnframt sé at- hugað, hver húsagerð, sambýl- ishús eða sérstæð smáhús, sé hagfelldust með tilliti til kostn- aðar, rýmis og þæginda". í framsöguræðu sinni gat framsögumaður þess m. a., að húsin í Norðurmýri hefðu orðið dýrari vegna þess, hve langt er þar niður á fastan grunn. Fjög- ur járnbent steinsteypuloft hleyptu bygggingarkostnaðinum líka mjög mikið fram. Með því að byggja einlyft kjallaralaus hús með timburþaki, væri vinna við þær svo óbrotin, að menn, sem byggðu þannig yfir sig, kynnu að geta unnið að bygg ingunni að meiru eða minna leyti af eigin ramleik. Nokkrir bæj arfulltrúar tóku til máls um tillöguna og studdu hana allir. Var hún samþykkt í einu hljóði. vilja og náðu þannig yfirráðum í félaginu með atkvæðum sín- um og Sjálfstæðismanna. Hinn 10. febr. gerast svo ný tíðindi í máli þessu. Hin nýja stjórn í Hlíf ákveður þá að víkja 12 þekktum mönnum, sem flestir munu vera Alþýðuflokksmenn úr félaginu. í bréfi, sem þessum 12 mönnum barst í hendur þann 12. febr. segir svo: „Þar sem lög verkamannafélagsins Hlíf mæla svo fyrir, að vinnuveitendur geti ekki verið félagsmenn, ákvað stjórn verkamannafélagsins Hlíf 10. þ. m. að tilkynna yður, þar sem þér eruð orðinn vinnuveitandi, að þá hafi hún sam- þykkt, að þér getið ekki lengur talizt meðlimur félagsins." Samkvæmt því, sem upplýst er, hafa tveir af þessum 12 mönn- um verið 1 félaginu um 30 ára skeið eða frá stofnun þess. Einn þeirra hefir hvað eftir annað verið formaður þess og tveir aðr- ir stjórnarnefndarmenn í mörg ár. Einn þessara manna, Ásgeir Stefánsson, er forstjóri bæjarút- gerðarinnar í Hafnarfirði. En atvinnurekendastaða f 1 e s t r a hinna virðist vera talin í því fólgin, að þeir eiga hlutabréf í fyrirtækjum, þar á meðal félagi, sem stofnað var nú í vetur til að gera út gamlan togara frá Hafn_ arfirði. Sá, sem skemmstan tíma hafði verið félagsmaður, hafði verið það í þrjú ár. Meðal A 1 þ ý ð u fiokksmanna vakti brottrekstur þessara 12 manna mikla gremju. Þann 13. febr. samþykkti stjórn Alþýðu- sambands íslands að víkja verkamannafélaginu Hlíf úr Al- þýðusambandinu, þar sem það hefði „með þessari athöfn brotið gegn 61. g. 63. gr. laga Alþýðu- sambandsins“. Næsta dag 14. febr., er svo stofnað nýtt verkamannafélag í Hafnarfirði undir nafninu Verka mannafélag Hafnarfjarðar. Er svo skýrt frá,að í þetta félag hafi á stofnfundinum gengið nokkuð á þriðja hundrað manna, þar á meðal þeir tólf, sem vikið hafði Línuveiðarinn Fi-óði varð fyrir miklu áfalli á aðfaranótt fimmtudagsins. Var hann þá staddur sunnanvert vlð Reykjanesskaga. Reið sjór á skipið bakborðsmegin og braut siglutréð, stjórnpallinn, annan björgúnarbátinn, en kastaði hinum útbyrðis, ásamt öllu lauslegu á þilfarinu, þar á meðal mat- arkistu, kistu með björgunarbeltum og fleiru. Hálffylltist skipið af sjó, og lagðist það á hliðina og köstuðust kol og salt yfir í stjórnborðssíðuna. Tók það hálfa klukkustund að moka til kolum og salti og rétta skipið. Dælur skipsins urðu fyrir skemmdum og tor- veldaði það stórum austurinn. Bát- verjar gerðu bál á þilfari og um há- degi á fimmtudaginn kom loks þýzkur togari tii hjálpar eftir að 2 enskir tog- arar höfðu siglt fram hjá án þess að skeyta um hinn nauðstadda bát. Fylgdi þýzki togarinn Fróða áleiðis til Reykja- víkur. Kom línuveiðarinn til hafnar um klukkan sjö í fyrrakvöld. Skipstjóri á Fróða er Þorsteinn J. Eyfirðingur. t r r Sigurður Jónsson bóndi í Stafafelli hefir sagt Tímanum ýms tíðindi úr Austur-Skaftafellssýslu. Veturinn hefir verið einmuna góður. Alltaf næg beit fyrir sauðfé, gefið sildarmjöl, en lítið af heyi. Hross hafa einnig haft góða jörð. Bílar hafa getað gengið hrukku- laust um alla vegi, einnig yfir Al- mannaskarð, sem oftast verður ófært bflum i skammdegi, sökum fennls. verið úr Hlíf. í stjórn hins nýja félags voru kosnir sömu menn og áður höfðu verið í stjórn verka- mannafélagsins Hlíf. Jafnframt sendu meðlimir hins nýja félags úrsagnir úr hinu eldra félagi. Jafnhliða eða rétt á eftir leit- uðu bæði félögin samninga við helztu atvinnurekendur í Hafn- arfirði. Virðast þessir samningar hafa gengið fyrir sér á þá leið, að atvinnufyrirtæki þau, er Sjálf- stæðismenn standa fyrir, svo sem verzlun Einars Þorgilssonar og fyrirtæki Lofts Bjarnasonar, hafa samið við kommúnistafé- lagið, en Bæjarútgerðin o. fl. við hið nýja félag. Þann 15. febrúar var haldinn almennur fundur í verkamanna- félaginu Hlíf. Þar var mættur formaður Dagsbrúnar, Héðinn Valdemarsson. Samkvæmt því, sem frá er skýrt í Þjóðviljanum 16. þ. m., hélt hann var ræðu og „lýsti yfir því, að Dagsbrún myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa Hlíf. Á fundinum var samþykkt i einu hljóði svohljóðandi ályktun: „Fjölmennur fundur í verkamanna- félaginu Hlíf, haldinn 15. febr. 1939, samþykkir í öllum atriðum samning þann, er stjórn félagsins hefir í dag gert við atvinnurekendur og undirrit- að fyrir hönd félagsins með þeim fyrir- vara að félagið samþykkti hann. Þá samþykkir fundurinn að stöðva alla vinnu hjá þeim atvinnurekendum, er neita að gerast aðilar að samningn- um og reyna að hefja vinnu með utanfélagsmönnum og leggur bann við því, að meðlimir Hlífar vinni með þeim mönnum, er gerzt hafa meðlimir hins svokallaða Verkamannafélags Hafnar- fjarðar, sem er stofnað til þess eins að kljúfa verkamannafélagið Hlíf.“ Þar sem svo margir Alþýðu- flokksmenn voru gengnir úr fé- laginu, þegar fundur þessi var haldinn, er það alveg vafalaust, að Sjálfstæðismenn hafa verið I meirahluta á fundinum. Þeir hefðu því getað fellt ályktunina og þar með komið í veg fyrir, að vinnufriðnum væri stefnt í voða. En þvert á móti liggur það fyr- ir, eins og áður er sagt, að á- lyktunin hafi verið samþykkt í einu hljóði. Síðan hefir það gerzt, að inn til Hafnarfjarðar er kominrt botnvörpungurinn Júní, af ufsa- veiðum. Það skip er eign bæjar- (Framh. á 4. síðu) í haust keyptl kaupfélagið húseignir Þórhalls kaupmanns Daníelssonar í Álaugarey, sem eru: íbúðarhús, sölt- unar- og beitingahús, lýsisbræðslustöð, íshús og bryggjur, allt nægilegt fyrir 6 báta og bátshafnir. Mannvirki þessi voru reist árin 1930—37. Áður hafði fé- lagið aðstöðu fyrir 18 báta, en nú síðan Álaugareyjarstöðinni var bætt við, fyrir 24 báta. Félagið leigir aðstöðu til útgerðar á vetrarvertið, og hafa Aust- fjarðabátar, allt frá Stöðvarfirði til Húsavíkur, leigt þarna undanfarið. Um 20 Austfjarðabátar hafa nú sótt um húsvist hjá kaupfélaginu í Hornafirði, og eru nú að koma þangað. r r r Fiskjar varð vart í Hornafirði snemma í janúarmánuði og allt af síðan hefir verið þar fiskur fyrir. Nú hefir einnig verið næg loðna til beitu í firðinum. Heimabátarnir, Björgvin og Ingólfur hafa farið nokkra róðra og hafa nú fengið 50 til 80 skippund. Ó- gæftir hafa valdið stöðvun síðustu daga. , r t r Á Hólum í Hornafirði hefir í vetur verið sett upp 650 vatta rafstöð, sem gengur fyrir vindi. Gefur hún nægileg ljós í íbúðar- og peningshús, og má notast til ýmissar smáiðju á heimilinu. Rafgeymar endast, þótt logn sé, í 2—5 daga, og þarf aðeins 3 vindstig til þess að stöðin gangi. Vélin temprar sig Afstaða Rússa tíl Síðastl. fimmtudag var talið að 350 þús. flóttamenn frá Spáni væru komnir til Frakklands. Um helmingur þeirra eru her- menn. Móttaka þessa fólks hefir þegar kostað Frakka margra milj. franka útgjöld. Þeir hafa orðið að útvega meginþorra þess fæði og húsnæði, og mjög mörg- um hafa þeir veitt sjúkrahús- vist. Fæst af flóttafólkinu get- ur endurgreitt þennan kostnað. Róma erlendir blaðamenn mjög hversu vel og mannúðlega Frakkar hafa leyst úr fyrstu vandkvæðum flóttafólksins. En erfiðleikar þess eru samt langt frá því leystir. Frakkar hafa ekki möguleika til að halda þá þannig til lengdar. Annað- hvort verður að reyna að ráða bót á erfiðleikum þess með alþjóðlegum samtökum ellegar það verður aftur að hverfa til þess lands, sem það hefir flúið. Vafalaust munu margir velja þann kost frekar en æfilanga útlegð. En þeir munu líka all- margir, sem ekki þora að stofna lífi sínu í hættu með því að fara heim og telja jafnframt að þeir geti unnið betur fyrir hugsjónir sínar með því að dvelja utan Spánar. í lýðræðislöndunum hefir undanfarnar vikur farið fram stórfelld fjársöfnun til að greiða fyrir spönskum flótta- mönnum. Gangast fyrir því menn af öllum flokkum, en mest ber þó á fjársöfnunar- starfsemi jafnaðarmanna og frjálslyndu flokkanna. í sama skyni var safnað fé í haust til styrktar flóttamönnum frá Tékkó-Slóvakíu. Jafnframt hafa jafnaðar- menn og frjálslyndu flokkarnir reynt að greiða götu flótta- mannanna á annan hátt, sem að gagni hefir getað komið. Aðalblað norska Alþýðu- flokksins „Arbeiderbladet" hef- ir fyrir nokkru gert allýtarlega grein fyrir afstöðu jafnaðar- manna til þessara mála. Þar segir m. a.: — Jafnaðarmenn gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að mestu sjálf í hvassviðrum og má stöðva hana alveg, ef stórveður geisar. Verkið önnuðust Hjalti Jónsson bóndi í Hólum og Gísli Björnsson rafvirki í Höfn. Reynsla af þessari vindstöð er stutt, en Þorleifur 1 Hólum segir að í janúarmánuði hafi þar komið niu logndagar samfleytt, sem er mjög sjaldgæft. Varð heimilið þá að vera án rafljósanna í tvö kvöld, svo að raf- geymar ekki tæmdust með öllu. r r r Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefir gengizt fyrir húsmæðrafræðslu á félagssvæði sínu í vetur. Fer hús- mæðrafræðsla þessi fram í Gamla Bíó. Næstu fræðslufundir verða innan skamms, á þriðjudaginn, föstudaginn og mánudaginn, og hefjast klukkan fjögur. Á þriðjudaginn flytur Rann- veig Þorsteinsdóttir ávarp, Jón E. Vest- dal flytur erindi um næringarefni og fæðutegundir og að lokmn er sýnd kvikmynd frá Finnlandi. Á föstudag- inn flytur Soffía Ingvarsdóttir ávarp, Steingrímur Steinþórsson erindi um íslenzkar fæðutegundir og að lokum verður sýnd finnska kvikmyndin. Á mánudaginn flytur Katrín Pálsdóttir ávarp, Jón E. Vestdal flytur erindi um næringarefni og fæðutegundir, hið sama og á þriðjudaginn og loks verður kvikmyndin sýnd. flóttamannamálanna hjálpar þessu fólki. En það er mörgum takmörkum bundið. Þeir eiga ekki sæti í ríkisstjórn- um Englands og Frakklands og þar sem þeir eru í ríkisstjórn eins og á Noxðurlöndum, mæta þeim ýmsir erfiðleikar. M. a. verður að taka tillit til atvinnu- leysis í landinu. En það er til land, þar sem þessir erfiðleikar eru ekki fyrir hendi. Land, þar sem sagt er að atvinnuleysinu hafi verið út- rýmt! Land, þar sem verkalýð- urinn ræður og þarf ekki að taka tillit til neinna andstæð- inga á þjóðþinginu. Þetta land er Sovét-Rússland. Þess vegna er eðlilegt að menn vænti mikils stuðnings frá Sov- ét-Rússlandi við þá menn, sem fasisminn hefir flæmt úr landi. Þess vegna verður maður líka agndofa yfir þeim tíðindum, að síðan Tékkóslóvakía var undir- okuð, hefir enginn flóttamaður fengið leyfi til að koma til Rússlands. Það eina, sem kunnugt er um, að rússneska stjórnin hefir boð- ið flóttamönnum, er ókeypis far yfir Rússland, ef þeir vildu fara til Kína og berjast í styrj- öldinni þar. Það er ekki nóg, að rússneska stjórnin hafi synjað hinum trúu þjónum Stalins í Tékkóslóvakíu um innflytjendaleyfi. Stjórnin hefir líka neitað flóttamönnum, sem höfðu dvalarleyfi í Rúss- landi, en fóru til Spánar og börðust þar í borgarastyrjöld- inni, um leyfi til að koma þangað aftur. Þeir dvelja nú í Frakklandi. Við hátíðleg tækifæri er stundum talað um „föðurland öreiganna". Það hljómar nú öðru hvoru eins og bitrasta háð. — Afstaða rússnesku stjómar- innar til flóttamannamálsins sýnir bezt, hversu lítil alvara býr á bak við hinar háværu kröfur flokksbræðra þeirra annarsstaðar um hjálp til flóttamannanna. Og hún sýnir bezt, hversu mikið far rúss- neska stjórnin gerir sér orðið um það, að móðga ekki hinar einræðisþjóðirnar og þá einkum Þýzkaland. Utanríkisverzlun Norðurlanda í „Udenrigsministeriets tids- skrift“ birtist nýlega yfirlit um utanríkisverzlun Norðurlanda á síðastl. ári. Samkvæmt því var útflutningur og innflutningur þeirra sem hér segir, reiknaður í miljónum sterlingspunda: Útfl. Innfl. Mism. Danmörk 69.2 73.2 -r- 4.0 Finnland 37.1 37.9 -i- 0.8 ísland 2.6 2.2 + 0.4 Noregur 39.5 59.7 -r- 20.2 Svíþjóð 94.8 106.6 ■+- 11.8 Bæði útflutningur og inn- flutningur allra landanna hafði minnkað frá því árið áður. T. d. hafði útflutningur Svíþjóðar minnkað úr 103.1 milj. í 94.8 milj. ísland er eina landið, sem hefir haft hagstæðan verzlun- arjöfnuð. En þess ber að gæta, að hin löndin hafa miklar gjald- eyristekjur af öðru en verzlun. T. d. siglingum, erlendum ferða- mönnum og lánastarfsemi, svo þessar tölur gefa enganveginn hugmynd um greiðslujöfnuð þeirra. jr A víðavangi Átökin í Hafnarfirði eru nú á allra vörum. Flestir spyrja hins sama: Hvað gera Sjálf- stæðismenn? Þeir hafa að vísu á undanförnum mánuðum kos- ið með kommúnistum í verka- mannafélögum og í bæjar- stjórninni í Neskaupstað. En nú er ný leið framundan: Leið of- beldisins í Hafnarfirði. Og spurningin er nú: Ætla Sjálf- stæðismenn líka að fylgja kom- múnistum inn á leið ofbeldis- ins og ráðast með þeim á verka- menn, sem vilja vinna, og eru þar í fullum rétti? * * * Ýmsir bjuggust við því, að Morgunblaðið, sem út kom í morgun, myndi flytja áskorun til flokksmanna sinna í Hafn- arfirði um að vara sig á því að fremja ofbeldi með kommún- istum. En þeir, sem við þessu hafa búizt, hafa orðið fyrir vonbrigðum. í Mbl. í dag finnst ekki eitt einasta aðvörunarorð í þessu efni. Þvert á móti leggur blaðið sig fram til að sýna fram á, að kommúnistar hafi rétt fyr- ir sér í málinu! Auðsætt er, hvaða áhrif slík skrif hafa á Sjálfstæðismennina í verka- mannafélaginu Hlíf. En skjótra svara mun nú um það krafizt, hvort Mbl. tali á ábyrgð Sjálf- stæðisflokksins í þessu máli. * * * Vísir telur að Tíminn hafi skýrt rangt frá verkefni þeirra fimm manna, sem undanfarið hafa verið að athuga fátækra- málin. En fyrsta verk þessara manna var að athuga svör þau, er borizt hafa frá bæjarstjór- um og oddvitum við spurningum atvinnumálaráðuneytisins. — Þessar spurningar fjölluðu að mjög verulegu leyti um „fram- kvæmd" fátækraframfærslunn- ar. Vísir hefir hlaupið óþarflega á sig í þessu máli. * * * í Mbl. í gær er grein um að- stoð til aldraðra sjómanna, og þar um málið ritað, eins og aldrei hafi áður verið á það minnst. En á Alþingi í fyrra bar Jónas Jónsson fram tillögu til þingsályktunar um þetta mál, og í því er nú milliþinganefnd starfandi. * * * Út af fyrirspurnum, sem Tím- anum hafa borizt í tilefni af Hafnarfjarðarmálinu, skulu hér tekin upp eftirfarandi atriði úr „lögum um stéttarfélög og vinnudeilur“: „1. gr. Rétt eiga menn á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verklýðs- stéttarinnar og launtaka yfir- leitt. 2. gr. Stéttarfélög skulu opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eftir nánar ákveðnum reglum í samþykktum félaganna. Félags- svæði má aldrei vera minna en eitt sveitarfélag“. * * * „5. gr. Stéttarfélög eru lög- formlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna — — 18. gr. Þegar vinnustöðvun hefir verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ „Þegar stéttarfélag eða félag atvinnurekenda ætlar að hefja vinnustöðvun, þá er hún því aðeins heimil, að ákvörðun um hana hafi verið tekin: a) við almenna leynilega atkvæða- greiðslu, sem staðið hefir a. m. k. í 24 klukkustundir------- b) af samninganefnd eða fé- lagsstjórn, sem gefið hefir verið umboð til að taka ákvörðun um vinnustöðvunina með almennri atkvæðagreiðslu á sama hátt og greint er undir a-lið c. af trún- aðarmannaráði, ef lög viðkom- andi félags fela því slíkt vald, (Framh. á 4. síðu) A KROSSGÖTTJM Línuveiðari hætt kominn. — Tíðarfar suðaustan lands. — Útgerð frá Horna- firði. — Fiskafli í Hornafirði. — Vindrafstöð. — Húsmæðrafræðsla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.