Tíminn - 16.03.1939, Page 2

Tíminn - 16.03.1939, Page 2
128 TfoMX. fimmtndagiim 16. marz 1939 32. blað ^ímmrt Þriðjudaginn 14. marz „Þjóðstjórn" eða kosníngar Það er á allra vitorði, að síðan í fyrstu viku þingsins hafa farið fram viðræður milli fulltrúa frá Alþýðuflokknum, Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, um ráðstafanir til kjarabóta fyrir sjávarútveginn og myndun þriggja flokka „þjóðstjórnar“ til að framkvæma þessar kjarabæt- ur, undirbúa lausn sjálfstæðis- málsins og tryggja öryggi lands- ins gegn yfirvofandi ófriðar- hættu. Mikill meirihluti lands- manna er því fylgjandi, að þessi leið verði farin, eins og nú standa sakir. Örlög smáríkjanna nú á síðustu tímum mættu líka verða íslenzkum stjórnmála- mönnum hvatning til meira samstarfs en verið hefir, lýðræði og þjóðfrelsi til verndar. Morgunblaðið í gær ber á móti því, að beðið hafi verið eftir á- kvörðun Sjálfstæðisflokksins í þessum málum og telur, að Tím- inn hafi ekki farið rétt með í þeim efnum. En Tíminn hefir sagt það eitt um meðferö þess- ara mála, sem rétt er og sannan- legt. Enda þótt bréf hafi ekki farið á milli flokkanna, fyrr en á síðara stigi málsins, hefir grundvöllur stjórnarsamstarfs- ins af hálfu Framsóknarflokks- ins legið fyrir í umræðunum svo að segja frá upphafi. En Sjálf- •stæðisflokkurinn, sem hingað til hefir verið utan við stjórnar- samvinnuna, hefir átt erfitt með að taka afstöðu eða a. m. k. ekki getað gert það í skyndi. Þetta er engan veginn sagt flokknum til lasts eða forystumönnum hans, því að viðfangsefnið er stórt, og skoðanir innan flokks- ins vafalaust nokkuð sundur- leitar. Og það er ólíkt skynsam- legra af flokknum að taka sér ríflegan umhugsunarfrest, eins og hann hefir gert, en ef hann hefði t. d. hrapað að því, að lítt yfirlögðu ráði, að neita öllu sam- starfi. Hinsvegar fer þá heldur ekki vel á því, að blöð flokksins séu að býsnast yfir því, að ekkert gerist sögulegt í þinginu, þar sem þetta stafar af því, að verið er að gefa Sjálfstæðisflokknum umhugsunarfrest og næði til að átta sig á hinu sameiginlega vandamáli. Á því er líka enginn vafi, að sá frestur, sem fengist hefir, hefir orðið til að skýra málin. Forystugrein í dagblaðinu Vísi í fyrradag ber þess jafnvel vott, að þeir, sem einsýnastir hafa verið i þessum málum, séu fyrir alvöru farnir að íhuga þann möguleika að láta þjóðarnauð- syn ganga fyrir einkahagsmun- um. Hver slík breyting miðar í rétta átt. Á því er heldur enginn vafi að útgerðarmannafundur- inn í Reykjavík á mánudaginn var, hefir haft drjúg áhrif í þá átt að skapa skilning stjórn- málamanna á hinni aðkallandi þ ö r f atvinnulífsins. Ræður þeirra Péturs Ottesens og Jó- hanns Jósefssonar á þessum fundi, sýndu það, að vissum á- hrifamönnum innan Sjálfstæð- isflokksins er fullkomlega ljóst það samhengi, sem eðlilegt er og hlýtur að vera milli kjarabóta fyrir sjávarútveginn og stjórn- arsamstarfs milli flokka, og að ekki dugir að hlaupa frá ábyrgð- inni í þessum efnum, ef menn raunverulega hafa áhuga á því að rétta við hinn örðuga hag útgerðarinnar. Það hefir stundum flogið fyr- ir að fulltrúar heildsalanna í Sjálfstæðisflokknum vildu láta kaupa sig til fylgis við nauð- synjamálútgerðarinnax gegn því að slakað yrði til á innflutnings- höftunum. En þessum mönnum, ef einhverjir eru, myndi senni- lega verða minni hagur en þeir sjálfir halda af slikri fyrirfram- g r e i ð s 1 u. Innflutningshöftin byggjast á þeirri staðreynd, að framleiðsla landsins nægir ekki til að borga alla þá erlendu vöru, þarfa og óþarfa, sem kaupmenn vilja verzla með og eftir er spurt í landinu. Á meðan framleiðslan eykst ekki, svo að verulegu muni, er það barnaskapur einn að tala um neina verulega rýmkun haftanna. En færi hins- Athugasemd og svar Innilutningur og ínnflutníngs- leyíí á síðastliðnu ári Eftír Eínvarð Hallvarðsson formann Gjaldeyris- og ínnflutníngsnefndar Morgunblaðið hefir undanfar- ið gert að umtalsefni misræmi það, sem fram hefir komið við flokkun innflutnings hjá Hag- stofunni og innflutningsleyfa hjá Gjaldeyrisnefnd á síðast- liðnu ári. Blaðið telur, að við þetta hafi komið í ljós annarsvegar, að fluttar hafi verið til landsíns vörur fyrir milljónir króna án leyfis Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar og hinsvegar að hún hafi, að nauðsynjalausu, veitt leyfi fyrir öðrum vörum svo mil- jónum skipti, sem ekki hafi svo verið fluttar inn. — Þessum upp- lýsingum fylgja svo harðar árás- ir á Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd, auk þess að í þeim felast einnig árásir á tollstjóra lands- ins og getsakir í þeirra garð. — Skal þetta nú athugað nokkuð hvort um sig. Frá ársbyrjun 1935,- að sú breyting var gerð á gjaldeyris- lögunum, að leyfi þurfti fyrir innflutningi á öllum vörum, hef- ir skrifstofa nefndarinnar gert sérstaka flokkun á innflutnings- leyfum og er þessi flokkun frá- brugðin vöruflokkun Hagstof- unnar að því leyti sérstaklega, að hún er ekki nema að nokkru leyti miðuð við eðli varanna, heldur að miklu leyti við það, til hvers vörurnar eigi að notast. Hagstofan hefir svo, eftir ósk nefndarinnar, flokkað innflutn- vegar svo, sem menn yfirleitt vona, að kjarabætur til handa framleiðslunni yrðu til þess að auka útflutningsmagnið veru- lega — þá fyrst væri hægt að fara að tala um rýmkun haft- anna í alvöru. Og einmitt þetta ættu þeir menn nú að athuga, sem kunna að vera tregir til að rétta framleiðslunni hjálpar- hönd án þess að fá eitthvað fyrir snúð sinn þegar í stað. Ef þeir sýna nú þann manndóm að styðja þarflegt mál án endur- gjalds, gæti svo farið, að höfuð- áhugamál þeirra sjálfra, yrðu að veruleika áður en langir tímar líða. Það má vel vera, að allur um- hugsunarfrestur reynist árang- urslaus, samstarfsráðagerðir fari út um þúfur og til kosninga dragi á næsta sumri. En víst er um það, að kosningar út af fyrir sig auka ekki framleiðsluna né útflutningsverðmætið, og þær flýta ekki fyrir neinskonar rýmkun innflutningshaftanna. inginn eftir sömu reglu, auk þeirrar flokkunar, sem gerð er vegna verzlunarskýrslnanna. — Hefir það sýnt sig í framkvæmd, að þetta hefir verið talsverðum erfiðleikum bundið, þar sem þessi flokkun er gerð upp úr annari vöruflokkun, enda hefir öll árin komið fram nokkurt misræmi. Þetta misræmi hefir þó verið og er enn yfirleitt skilj - anlegt þeim, sem kunnugir eru, enda hafa skýrslur þessar auð- vitað fyrst og fremst verið ætl- aðar til afnota fyrir gjaldeyris- og innflutningsnefnd og þá, er eitthvað samstarf hafa haft við hana. Hefir verzlunarráðið feng- ið þessar skýrslur öll árin og hefir skrifstofustjóri þess oft at- hugað þær ásamt mér. Mbl. getur þess, að ég hafi verið spurður um misræmiö á skýrslum ársins 1938, og hafi ég enga fullnægjandi skýringu gef- ið á því. — Mun þarna vera átt við það, að hr. Oddur Guðjóns- son átti fyrir nokkru tal við mig um þetta. Vorum við sammála um að sjálfsagt væri að gera á þessu rækilega athugun, þar sem að ósamræmi það, sem fram hefði komið, væri óvenjulega mikið og virtist í fljótu bragði óeðlilegt. Hinsvegar tjáði ég honum, að mér hefði, vegna mjög mikilla anna, ekki unnizt tími til þess ennþá. Við samanburð á skýrslum þessum fyrir sl. ár, kemur margt til greina. Skal nú fyrst litið á þetta almennt og síðan á hvern flokk fyrir sig. Fyrst má geta þess, að I bráða- birgðainnflutningstölum ársins 1938 eru innifaldar 466.000 kr. frá fyrra ári, sem komið hafa til Hagstofunnar umfram fyrri til- kynningar frá sýslumönnum, eftir að bráðabirgðainnflutn- ingstala ársins 1937 hafði verið ákveðin skömmu eftir áramótin. Þessi innflutningur heyrir því raunverulega til árinu 1937 og leyfisveitingum þess, enda er hann í hinum endanlegu verzl- unarskýrslum talinn með því ári. Auk þess færist, í byrjun hvers árs, mikið af innflutningi, sem fram fer skv. leyfum frá fyrra ári, á innflutningsskýrslur nýja ársins, en þessar upphæðir eru ekki taldar með í leyfum þess árs. — Almennt má segja, að til- færsla milli ára ætti að vera svipuð frá ári til árs. Þetta gildir þó ekki, þegar leyfisveitingar á þeim tveim árum, sem um er að ræða, eru mjög misjafnar. — Sé gerður samanburður á árun- um 1937 og 1938, að þessu leyti, kemur í ljós, að veitt innflutn- ingsleyfi 1938 eru kr. 6.7 millj' lægri en 1937 en innflutningur- inn 1938 ekki nema 2,5 millj. lægri en árið á undan. Þetta virðist bending um það, að mun meira af innflutningi skv. leyf- um 1937 hafi komið á innflutn- ingsskýrslur 1938 en muni flytj- ast yfir á árið 1939, skv. leyfum frá 1938. Enda er það kunnugt í Gjaldeyrisnefnd, að svo hefir verið, og kem ég nánar að því síðar. Ennfremur er rétt að taka það fram, að þótt innflutnings- leyfi falli úr gildi í árslok, hefir verið heimilað að nota þau nokkuð fram yfir áramót til inn- lausnar á vörum, sem keyptar hafa verið skv. þeim. Auk þess voru í ársbyrjun 1938 framlengd ýms leyfi með áritun, án þess að þau væru skráð með nýjum leyfum og eru þau því ekki með talin í leyfisupphæð ársins. Kem ég þá að því, að athuga mismun í einstökum flokkum. Skal það strax tekið fram, að ég mun ekki gera neina tilraun til að reikna út nákvæmlega mis- muninn í hverjum flokki, enda hefi ég ekki aðstöðu til þess. Hinsvegar mun ég benda á hvað ég tel að valdi í aðalatriðum: 2. fl. Ávextir og grænmeti: Mismunurinn í þessum flokki mun stafa aðallega af tvennu. í fyrsta lagi innflutningi ávaxta frá Portúgal, samkvæmt leyfum frá fyrra ári, og í öðru lagi inn- flutningi vara skv. leyfum, sem Gjaldeyrisnefnd hefir sett í 11. flokk. (Hráefni til iðnaðar.) 4. fl. Vefnaðarvara: Mismunurinn stafar m. a. af innflutningi skv. fyrra árs leyf- um. — í ársbyrjun bar allmikið á því að sótt var um framleng- ingu á eftirstöðvum leyfa frá fyrra ári og voru þau framlengd en ekki færð með nýjum leyfum. Um síðastliðin áramót bar hins- vegar ekki á þessu. Aðra ástæðu til þessa tel ég einnig þá, að nokkur innflutningur sé talinn í þessum flokki, sem farið hafi fram skv. leyfum sem nefndin hefir fært undir 11 fl. (iðnað). Sem dæmi um þetta má benda á að skv. leyfum fyrir t. d. „efni- vörur til skógerðar" er flutt inn talsvert af fóðurefnum, sem að eölilegum hætti er talið vefnað- arvara þegar innflutningurinn er flokkaður.Fleira kemur þarna til greina, t. d. var húsgagna- smiðum, sem höfðu fengið leyfi fyrir ýmsum efnivörum til hús- gagnagerðar, leyft að nota tals- vert af þeim til kaupa á hús- gagnafóðri, sem telst með vefn- aðarvöru. Ennfremur má búast við að nokkuð af vörum úr öðr- um flokkum hafi færzt þarna í milli, t.d. skv. leyfum fyrir segla- striga, seglalérefti, kjötumbúð- um, ostaumbúðum o. s. frv. Það Jónína S. Líndal: Kennslukvennaskólinn á Stabekk Kennslukvennaskólinn á Sta- bekk var stofnaður 1909. For- göngumenn og konur þeirrar stofnunar keyptu jarðeign all stóra nokkuð fyrir utan höfuð- borgina Oslo. Á jörðinni var gamalt og virðulegt slot, sem út- búið var fyrir skólasetur, ásamt dálítilli viðbótarbyggingu. Tak-. mark skólans er frá upphafi það, að uppala kenslukonur í mat- reiðslu, -og forstöðukonur fyrir húsmæðraskóla. Jafnan síðan skólinn var stofnaður, hafa íslenzkar stúlk- ur stundað þar nám og lokið kennslukonuprófi. Hafa þær notið sömu réttinda og inn- fæddar norskar stúlkur, ekki þurft að greiða neitt kenslu- gjald, frekar en þær. Við munum hafa verið fjórar, sem stunduðum þarna nám, fimm fyrstu árin, sem skólinn starfaði. En þegar heim kom, beið okkur ekki annað en far- kennsla og skilningsleysi á starfi okkar á ýmsan hátt, og munu því ekki margar hafa fýst að leggja út á þessa braut á tíma- bíli. En nú síðan 1930 hafa nokkrar íslenzkar stúlkur aftur sótt skólann, og hafa þá fengið góðar stöður að enduðu námi. Má þar til nefna núverancji for- stöðukonur vlð kvennaskólann á Blönduósi og Laugalandi í Eyja- firði, og er það vel farið, hvað þjóðinni hefir aukist skilningur á þessum málum. Húsmæðra- skólar eru reistir, og ungu stúlk- urnar keppast um að komast á þá, víðast meir en húsrúm leyfi. Þegar Stabekk skólinn var 25 ára, var öllum nemendum hans boðið þangað, og var ég ein með- al þeirra. Voru þá liðin 23 ár frá því ég hafði farið þaðan. Bifreiðin sem ók mér frá járn- brautarstöðinni í Oslo, stað- næmdist fyrir framan stóra byggingu. Bifreiðastjórinn sagði að hér væri skólinn. Ég steig út, en þessa byggingu þekti ég ekki. En ég vissi nú svo mikið um skólann, að þar hafði verið bygð ný skólabygging fyrir skömmu síðan, og því hlaut þetta að vera hún. Ég litaðist um, og sá til vinstri handar gamla slotið, sem hafði verið skóli, þegar ég var þar. Þangað fór ég, og þar tók for- stööukona skólans, frk. Bergljót Torp á móti mér og bauð mig velkomna. Hún bauð mér að búa í skólanum þar til hátíðin byrj- aði, en kvaðst hafa mjög ann- ríkt þessa daga, og hefði því lítinn tíma til að sinna mér sem gesti. Þótti mér það engin und- ur, af því hún sagði mér að hún ætti von á 700 manns næsta sunnudag. En jafnframt sagði hún mér frá því, að félag norskra hússtjórnarkenslu- kvenna, héldu fund sinn þessa dagana, og ef ég vildi nota tím- ann , myndi ég geta fengið að taka þátt í þeim fundi. Hann væri haldinn 1 Oslo, og stæði yfir í þrjá daga. Þetta var ein- mitt fundur sem mig langaði til að sitja, og ég taldi mig ham- ingjusama, að fá þetta tækifæri. Eftir að við höfðum rætt sam- an nokra stund, og ég hafði snætt kvöldverð, fylgdi for- stöðukonan sjálf mér til her- bergis. Við gengum út í nýju skólabygginguna; leið okkar lá eftir mörgum göngum og stig- um. Loks staðnæmdumst við á efsta lofti, opnaði hún þar dyr og kveykti í herberginu. Við stóðum í herbergi, auð- sýnilega nýlega gerðu, útbúnu með öllum nýtízku þægindum. Þar var rúm og legubekkur, skrifborð, náttborð, fataskápur, þvottaskálin var með vatns- krana yfir og frárensli. Síðan visaði hún mér á baðherbergi sem ég mætti nota, og strau- bolta með tilheyrandi strau- borði. Frk. Torp bauð mér góða nótt og yfirgaf herbergið. Ég litaðist um í herberginu, og sá að það var lokað með „smekklás“. Það var gott, ég þarf þá ekki að loka. Lyklarnir lágu á borðinu, ekki aðeins að dyrunum, heldur líka að öllum Herra ritstjóri! Hin ágæta hugvekja Jónasar Jónssonar alþingismanns, „Hver vill framselja landið?“ gefur mér tilefni til eftirfarandi hug- leiðinga: Um fjöldamörg ár hefir verið um það talað í ræðu og riti, að hér muni verða málmar og önn- ur verðmæt efni í jörðu, sem nauðsyn bæri til að rannsaka og notfæra sér, en hingað til hefir þetta aldrei orðið annað en orð- in tóm, enda kosta slíkar rann- sóknir mikið fé, ef þær eru gerð- ar til hlítar, þannig að óhætt sé að byggja á þeim áætlanir um námuvinnslu. Þegar ég þvi gerðist talsmaður þess að erlent félag fengi leyfi til að rannsaka möguleika fyrir nárnuvinnslu í Eyrarfjalli, var þetta meðal annars 'af því, að ég hafði ekki mikla trú á að hér- lendir menn, eða hið opinbera, myndu hefjast handa um slíkar rannsóknir, en hinsvegar virtst mér augljóst að ef rannsóknirn- arar í Eyrarfjall leiddu í ljós að þar væri járn eða önnur verð- mæt efni, er svaraði kostnaði að grafa upp, þá væru til mörg fjöll önnur á Vestfjörðum og víðar á landinu, er álíka skilyrði hafa. Eg tel það nú þjóðarnauðsyn, að ganga sem fyrst úr skugga um það, hvort skilyrði fyrir námuvinnslu eru hér í stórum stíl, og ég veit að hr. Jónas Jóns- son er alveg á sama máli um þetta, en um hitt erum við ó- sammála, hvernig fljótast og bezt er að vænta árangurs í þeim efnum, og hvort forsvaranlegt sé að „opna landið" fyrir útlend- um mönnum til rannsókna á þessu sviði. Eg veit og viðurkenni, að al- þingismaður Jónas Jónsson vill gagn og heiður landsins í hví- vetna, en hér finnst mér hann of viðkvæmur, því vitanlega get- eitt er víst, að hin venjulegu vefnaðarvöruleyfi ársins hafa notazt upp á árinu og til viðbót- ar kemur þá bæði millifærslur frá fyrra ári og tilfærsla milli flokka. 5. fl. Skófatnaður: Hér virðist vera að ræða um millifærslu milli ára aðallega. Séu leyfisupphæðir síðustu 3 ára lagðar saman annars vegnar og innflutningur sömu ára hins- vegar, kemur út nálega sama heildarupphæð. 6. fl. Byggingar- og smíðaefni: Sá mismunur, sem hér kemur fram, getur ekki stafað af öðru en millifærslu milli ára og flokka. Það helzta, sem ég álít að færzt hafi milli flokka, er úr 7. fl. (útgerðarvörur), 11. fl. (efni (Framh. á 4. síðu) borðum og skápum, sem í her- berginu voru. Ég opnaði ferða- tösku mína, og fann til ánægju- og þæginda tilfinninga yfir því að vera komin á áfangastaðinn, og mega hvila mig í þessu á- gæta herbergi mínu í hinu fagra umhverfi Stabekk skólans. Dagurinn kom bjartur og há- tíðlegur — dagurinn sem svo margar af nemendum skólans höfðu beðið eftir með eftirvænt- ingu. Nú áttu þær að fá tæki- færi til að heimsækja skólann sem þær unnu svo mjög, sjá gamlar félagssystur og kenslu- konur sem komu þar. Það var gaman að fá að vita hverjar kæmu, hvernig þær litu nú út, og glampann í augum þeirra við endurfundina. Um morguninn kl. 8 safnaðist allt heimilisfólk skólans saman í dagstofu hans í gamla slotinu. Þar var sunginn sálmur og lesin bæn. Forstöðukonunni var færður rósavöndur með einni rós frá hverjum nemanda skólans og voru þær um 200. Voru þetta fyrstu en ekki síðustu rósirnar, sem hún fékk þann daginn. Forstöðukonan þakkaði með nokkrum orðum fyrir gjöfina, og öllu heimilsfólkinu fyrir góða samvinnu við þennann hátíða undirbúning. Þessi stutta, einfalda guðs- þjónusta var svo áhrifarík og hátíðleg. Hún gaf mér svo góða hugmynd um anda þessa heim- ilis, að hún í huga mínum gefur þessum degi ómetanlegt gildi. Þegar kl. var 10, fóru gestirn- ur ríkisstjórnin sett sín skilyrði fyrir leyfinu til námureksturs og t. d. áskilið að náman og mannvirkin verði eign ríkissjóðs eftir tiltekið árabil, auk ákveð- ins gjalds af hverri útfluttri smál. af málmi eða öðrum efn- um. Virðist mér á þann hátt megi vel fyrir sjá heiðri landsins og réttindum. Setjum svo, að ríkið eða hér- lendir menn framkvæmi rann- sóknirnar og þær leiði til námu- reksturs, er þá ekki óhjákvæmi- legt að leita til erlends fjár- magns um fé til slíks reksturs, og kemur þá ekki allt í líkan stað niður, nema ef vera skyldi, að líkur fyrir góðum árangri yrði vænlegri í höndum erlendra manna, vegna fenginnar reynslu. Eg lít því svo á, að það geti ekki talizt til óþurftar landi og lýð, að gera tilraun til að fá er- lenda menn til að koma af stað rannsóknum, sem gerðar eru aðeins í því skyni að undirbúa námuvinnslu, en það skal og jafnfram tekið fram, að ég tel vart hugsanlegt að nokkur er- lendur fjármálamaður vilji leggja fram fé til slíkra rann- sókna, nema því aðeins að áður sé eitthvað samið um kjör og aðstöðu ef til námureksturs kemur. Það erú, því miður, mestar líkur til að þessi tilraun strandi einmitt á þessu atriði, og þá reynir á, hvort ríkið eða hér- lendir menn taka þetta nauð- synjamál upp til meiri fram- kvæmda en hingað til, því oft var þörf, en nú er nauðsyn. Reykjavík, 10. marz 1939. Lárus Fjeldsted. Tíminn hefir sýnt mér at- hugasemd hr. L. F. Eg býst að vísu við að ísland verði í mörg- um tilfellum að nota erlent fjár- magn til að nota gæði landsins til fulls, og jafnvel við og við að gefa sérleyfi til vinnslu. En ég álít að sæmd og öryggi lands og þjóðar liggi við, að allar rannsóknir á auðlindum lands- ins séu gerðar af íslendingum sjálfum eða erlendum mönnum undir yfirstjórn ísl. manna. Þeg- ar íslendingar hafa með sínum rannsóknum, fullvissað sig um, hvaða skilyrði eru til aö hefja nýjan atvinnurekstur, er hægt að ræða við þá, sem eiga fjár- magn, um verklegar fram- kvæmdir. Tilfinningin fyrir því, hve slíkar rannsóknir eru nauð- synlegar, er svo rík í Alþingi, að þingflokkarnir hafa nú ákveðið, með góðu samkomulagi, að skipa þriggja manna nefnd, tvo verk- fræðinga og einn náttúrufræð- ing, til að hafa yfirumsjón um rannsókn á gæðum landsins. J. J. ir að koma. Það var álitlegur hópur, um 700 manns sem höfðu verið boðin þennan dag. Fjöldi manns kom á bifreiðum alla leið upp að skólanum, en aðrir komu gangandi frá Stabekk, þar sem bæði sporvagnar og áætlunar- bílar stansa nú. Kl. 11 var öllum boðið til tedrykkju í kjallara nýja hússins. Hafði auðu plássi þar í kjallaranum verið breytt í' vistlega borðstofu. Þetta hafði verið gert með mjög litlum kostnaði, en hreinlegri smekk- vísi. Umsjón með að veita teið, hafði frk Henrietta Weushe Nissen, há og tíguleg kona með snjóhvítt hár og lífleg augu, og stóð hún prýðilega í stöðu sinni við að veita öllu þessu fólki. Því næst var gestunum boðið að skoða sig um í skólabygging- unni. Var þar margt að sjá; skólaeldhúsin, námsbækurnar, sýnishorn af handavinnu skól- ans, og kensluáhöld. Brauð- gerðarstofan í kjallaranum, leikvöllurinn á bak við húsið o. fl. Lengst dvaldist mér í stof- unni, þar sem sýnd meðferð ungbarna fyr og nú, allt frá því lapparnir klæddu börnin I skinn og til vorra tíma. Einnig voru þar áhöld sem sýndu þroska barnsins á ýmsu stigi, allt frá því það var hálfsmánaðar gam- alt i móðurlífi. Þegar kl. var 1, áttu hátiða- höldin að byrja í fyrirlestrasaln- um. Hann var nú notaður í fyrsta sinn. Þar sýndust engin þrengsli þótt gestirnir væru margir. Allir höfðu sæti á góð- um stólum, og hefði vel mátt bæta við svo náð hefði þúsundi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.